Tíminn - 13.11.1945, Qupperneq 5

Tíminn - 13.11.1945, Qupperneq 5
86. blað t: mh þrigjndagiim 13. nóv. 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Rabb um skófatnaö o. fl. Fyrr eða síðar á árinu hlýtur að renna upp sá dagur í lífi okk- ar kvenfólksins, að við lítum yfir hersinguna í skóaskápnum og ákveðum, að nú megi það ekki lengur dragast að leggja af stað í leit' að nýjum skóm. Ég efast um, að til séu leiðhv legri búðarferðir, a. m. k. ekki i seinni tíð. — Hér í Reykjavík hefir myndazt nýyrði nú á stríðsárunum. Heitir það „skóa- slagur.“ Flestar Reykjavíkur- konur þekkja það og nota. En „skóaslagur‘“ verður í hvert skipti, sem ný sending af kven- skóm kemur í verzlanir. Safn- ast þá múgur-manns að dyrum verzlunarinnar löngu áður en opnað er. Þegar dyrunum er lokið upp hefjast „pústrar og hrindingar“ og reynir nú hver sem betur getur að troðast inn. Loks, þegar búðin er orðin full af fólki, er dyrunum læst og verða þeir, sem eftir eru í biö- röðinni að bíða þar til hinir gæfusömu innifyrir eru búnir að velja sér þá skó, sem þeim lítast beztir og fegurstir. — Þetta er ótrúlegt, en satt. Nýju skórnir seljast vanalega upp á 1—2 dög- um, og þeir, sem hafa hvorki tíma né kjark til að fara í „slaginn“, verða að láta sér nægja það, sem eftir er. Af þessu sést bezt að eftirspurnin eftir þessari vöru er orðin greinilega meiri e» framboðið. Enda stafar þetta máske af þeirri tilhneig- ingu hjá fólki að reyna ávallt að ná því bezta og mesta af öllu, án þess að hirða beinlínis um þörfina? Ef til vill hefði verið heppilegra að skammta skófatn- að hér eins og í öðrum löndum heims. — Jæja, en þá er að víkja aftur að skónum sjálfum. Ég legg nú af stað einn góðan veðurdag í leit að skóm, góðum, hentugum, sterkum og þægilegum götu- skóm. Auðvitað elti ég tízkuna lítið eitt og vil því hafa þá snotra, en ekki of hælaháa. Það er ekki þægilegt að ganga til vinnu á risahælum. — Ég geng búð úr búð, skoða og skoða. Nóg er af skónum en fæstir eftir mínu höfði. Sumir eru með op- inni tá, og á þeim er ekki hægt að ganga nema þegar blíðast er og bezt, eða þá innan dyra. Hvað höfum við að gera við . þannig skó hér á landi? Hér rignir eða snjóar hálft árið, og skóhlífar eru oftast ófáanlegar nú í seinni tíð. Skyldir skónum með opnu tánni eru „banda- skórnir" svokölluðu, ennfremur skór með opnum hæl. Þeim hæf- ir aðeins sólskin og þurrviðri! — Svo eru það nú skóhælarnir. Hvaða meðal manneskja treyst- ir sér til þess að ganga alla daga á þvengmjóum 10 cm. hælum? Þá eru „kvarthælarnir“ ólíkt þægilegri. En svo virðist sem þeim hafi oft verið skellt undir klunnalegustu skóna, því miður. Snotrir, lághælaðir skór fást sjaldan. Þeir líta flestir út líkt og fjallgönguskór, en myndu þó tæplega' endast tveggja roð- skóa leið! Jæja, fái maður nú loksins skó, sem líta sæmilega út, er byrjað að máta. Þá kemur ann- að vandamál. Ég heyri sagt, að erlendis sé tekið nákvæmt mál af fæti manns, áður en skórnir eru reyndir. í stað þess að gefa upp skónúmerið, er tiltekin lengd fótarins og skórnir valdir með tilliti til þess. Hér verður maður að troðast í hvaða skó, sem er, ef þeir hafa aðeins rétt númer. Þeir, sem hafa breiðan og stuttan fót, eiga oft afar erf- itt með að fá þægilega skó. Skyldi ekki vera hægt að koma á þessum fótarmælingum í ís- lenzkum verzlunum? Lioks heppnast mér að fá skó, sem eru nokkurn veginn mátu- legir og snotrir. En ég get um leið gengið út frá því sem vísu, að eftir hálfan mánuð verð ég að láta skósmiðinn sóla þá og gera við hælana. Bætast þá 15 —20 kr. við skóverðið, sem var þó sannarlega nógu hátt. Þetta ástand í skófatnaðar- málum okkar íslendinga, þó einkum hvað kvenskóm viðvík- ur, er orðið lítt bærilegt. Ég veit, að það stafar að nokkru af styrj aldarástæðum og er því ekki að ásaka þá, er skóna kaupa erlendis frá. — En hvenær renn- ur upp sá dagur, þegar við eigum sjálf álitlegan hóp af skóverk- smiðjum, er vinna skó úr ís- lenzku leðri, skó, sem hæfa ís- lenzkum staðháttum og veður- fari? Ég veit ekki til, að til sé néma ein skóverksmiðja á land- inu og framleiðir hún að mestu leiti gönguskó og vinnuskó fyrir karlmenn. Mér er sagt, að hún fái ekki nógu gott leður til þess að vinna vandaða kvenskó. — Er það sjálfsagt því að kenna að vélarnar í sútunarverksmiðj - unum eru orðnar úreltar og þarfnast endurbóta og viðbóta. — Gaman væri að heyra eitt- hvað um þetta mál frá sérfróð- um manni, því að ég trúi varla öðru en að hér væri hægt að framleiða vandaða skó, er hæfa íslenzka kvenfólkinu betur en ameríska skranið, sem verið hef- ir á boðstólum hér síðustu árin. Úr því að ég er að tala um skó, dettur mér í hug grein, sem ég las nýlega í sænsku blaði. Heitir hún „Fréttabréf frá Helslng- fors.“ Við höfum haft lítið sam- band við Finnland nú síðustu árin og hefir styrjöldin valdið því sem fleira. Þar er nú óskap- legur skortur á skófatnaði með- al annars. Yngismeyjar og frúr í höfuðborginni, Helsingfors, ganga um allar götur á tréskóm, berfættar, í bættum kápum eða kápum, sem gerðar eru úr 2—3 öðrum. í sumar höfðu þær blóm- sveiga á höfðinu í stað hatta, gengu kápulausar í „sumarkjól- um“ úr borðdúkum, servíettum og fægiklútum. „Neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Og svo er ég að barma mér yfir skó- leysinu hérna! — Fataskortur er nú í flestum löndum á megin- landi Evrópu og verður mjög til- finnanlegur, nú þegar vetra tek- ur. Væri því ástæða til að hefja eina söfnunina enn á voru landi og safna nú gömlum fötum hánda konum og börnum í Finn- landi eða annars staðar. Lands- menn virðast annars vera orðnir þreyttir á samskotunum, því að litið hefir safnazt handa bág- stöddum íslendingum í Evrópu og hafa þeir þó engu síður þörf fyrir peninga og föt en Norð- menn og Danir á sínum tíma. „Fycst allt frægast," sagði kerlingin. (S.) BÚÐARVOGIR Við eigum fyrirliggjandi nokkrar LINDELL’S sjálf- reiknandi búðarvogir, 10 kg. Einnig nokkrar vogir sömu stærðar, sérstaklega út- búnar fyrir fiskbúðir. IJinlioðs- oý raftækjaverzliui íslaiuls h. f., Hafnarstræti 17. Sími 6439. Reykjavík. Símnefni ísraf. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóin.n hérna meðfram Finnmörkinni eða sveima milli Lófóteyjanna. Það varst einmitt þú, sem sannfærðir hann Kristófer og kerling- una hans um það, að við værum hræddir — dauðhræddir. Og það erum við lika, báðir tveir. En Kristófer — hann er ekki hrædd- ur, og þess vegna fer hann, hvað sem tautar, og það geturðu reitt þig á, að kerlingin hans myndi fara líka, ef hún ætti ekki tveggja ára gamlan krakka, sem hún getur ekki yfirgefið. Því hún er ekki hrædd fremur en hann Kristófer, þó að við séum hræddir. Þeir supu nú sómasamlega á ákavítinu, en svo varð löng þögn, sem báðir virtust kveinka sér við að rjúfa. Það var eins og þeir kynnu einhvern veginn ekki ^ið sig. Orð „Norska ljónsins" glumdu enn fyrir eyrum þeirra. í huganum rifjuðu þeir líka upp, hversu oft og mörgum sinnum þeir höfðu komizt í lífsháska á sjó, bæði við Lófót og á íshafinu. Það hafði stundum skollið hurð nærri hælum, bæði í ósjó og veðurofsa og hafís, og oft var hann Kristó- fer búinn að bjarga skútu og skipshöfn með dæmafáu æðruleysi sínu og snarræði og kjarki. Og þegar þeir fóru líka að hugsa um það, hvað oft þeir höfðu verið heima hjá „Norska ljóninu" og þegið af henni mat og húsaskjól, þegar þeir voru kaldir og svangir, þá var eins og skyndilega hlánaði í sál þeirra. Það var allt í einu eins og komin væri maraþíða eftir nepjuna og kuldann. — Nei, þeir gátu ekki gleymt öllu því, sem þau Kristófer og Karen höfðu gert þeim gott, báðum tveim. Það leyndi sér ekki, að þeir voru farnir að iðrast gerða sinna, þvi að þegar þeir höfðu sopið á enn á ný, sagði Nikki um leið og hann tók flöskuna frá munninum: — Það er auðvitað fjandans leiðinlegt, ef hann Kristófer fær enga menn. — Já — það setti hann alveg á höfuðið, sagði Lúlli. Eins og þú veizt, getur hann raunar fengið einhverja larfa, en það verða aldrei menn, sem neinn dugur er í — vana íshafsfara fær hann ekki, því að þeir stíga ekki fæti sínum um börð í „Noreg,“ og þar að auki er eins og margir hálf-fælist hann Kristófer. Enn varð löng þögn. Það var komið él, og snjónum kingdi niður í stórum flygsum, sem settust á höfuð þeirra, axlir og bak, en þeir veittu þvi ekki neina athygli, svo voru þeir hugsi. — Ja, hvernig skyldi honum Kristófer ganga að komast norður i sumar? Ekki mátti hann við því að setja heima — sízt eftir að hann hafði keypt þessa vél, sem raunar var sögð bölvaður ryð- klumpur. — Það er ekki til sá maður í Tromsö, sem ég finn eins til með og hann Kristófer. Allir hinir íshafsþjarkarnir eiga stórar og góð- ar skútur, bjóða ekki nema bezta fæði og hafa nóg af öllu. En það er víst og áreiðanlegt, að hann Kristófer er bæði kjarkmeiri og raunbetri en þeir allir, og hann verður að hanga á þessu gamla hripi, sem hann fær varla nokkurn mann á. Þeir yljuðu sér á einum enn, reru makindalega, skimuðu kring- um sig og héldu svo áfram að hugsa um Kristófer. Þeir studdu olnbogunum á hnén og létu hökuna hvíla á lófunum, og það hefði mátt halda, að þeir væru steinsofnaðir, svo hreyfingarlausir voru þeir. Loks andvarpaði annar þeirra þyngslalega. Þá spruttu þeir snögglega á fætur, báðir tveir, stóðu kyrrir um stund og einblíndu hvor á annan. Dauft bros lék um andlitið, og brosið varð stærra og stærra, unz þeir ráku loks upp gljonjandi skellihlátur. — Ég veit, hvað þú ert að hugsa um, sagði Lúlli. — Láttu mig þá heyra það, fyrst þú veizt, hvað ég er að hugsa um. — Á ég að segja það? — Já, segðu það bara. — Þú ert að hugsa um, að réttast sé, að við förum á íshafið með honum Kristófer. — Datt mér ekki í hug bankabygg. Það var líka þetta, sem ég var að hugsa um að segja við þig — að við færum bara með honum Kristófer. Þau Kristófer og kerlingin hans lágu í rúminu og sinn krakkinn hvoru megin við þau. Þau gátu alls ekki fest blund. Þau voru.að tala um, hvort ekki væri nú ráðlegast að fara að setja vélina í „Noreg.“ En hér var margs að gæta, fyrst og fremst kostnaðar- hliðin og svo hitt, hvort „Noregur" þyldi svona vél. Eini árangurinn af klukkutíma samræðum hjónanna varð sá, að bæði voru orðin mjög bölsýn. Þeim fannst, að aldrei hefði syrt svona í álinn fyrr, þótt oft hefði verið dökkt framundan. Kristófer klofaði yfir sofandi barnungann og ranglaði fram á gólfið, og kveikti á lampanum. Svo leitaði hann uppi konjakks- flöskuna, hellti lekanum, sem eftir var í henni, í glas, flýtti sér aftur upp i rúmið, því að það var kalt að standa berfættur og fáklæddur á gólfinu, og þar styrktu þau Karen sig á þessu lífsins balsami, er eftir hafði verið í flöskuskömminni. Hann var einmitt að kingja siðasta sopanum, þegar^ barið var á gluggann. — Hvur er það? drundi Kristófer, klofaði aftur yfir krakkann og rýndi út. Jú, rétt var það. Þarna vottaði fyrir mönnum úti. En það var þvílík hundslappadrífa, að hann þekkti þá hreint ekki. Hann opnaði þess vegna gluggann, og þar stóðu þá Nikki og Lúlli með lausamjöllina í hnje. — Heyrðu hérna, Kristófer, sagði Lúlli. Við höfum ákveðið ■ að fara með þér á íshafið. Og svo teygði hann höndina upp í gluggann til þess að þrýsta lúku Kristófers, og það var svo langt og innilegt handtak, að hann Nikki, sem líka vildi komast að, var byrjaður að berja hægri vængnum af óþreyju. En þá rétti Kristófer honum vinstri hönd- ina, og svo var gleðin mikil, að þeir hefðu sjálfsagt dregið skip- stjóra sinn út um gluggann og steypt honum á nærbuxunum niður í skaflinn, ef „Norska ljónið“ hefði ekki stokkið fram úr á hnjá- skjólinu einu klæða og þrifið aftan í hann. (SKOZK ÞJÓÐSAGA) Sigríöur Ingimarsdóttir þýddi. Einu sinni var drottning. Hún var sjúk. Dætur átti hún þrjár. Hún sagði við þá elztu: „Farðu og sæktu mér sopa úr brunni hins sanna vatns. Þá mun ég verða heil á svipstundu". Dóttirin lagði af stað og komst klakklaust að brunn- inum. Þar var fyrir froskur nokkur, sem sagði, að hún mætti gjarnan fá sopa úr brunninum handa móður sinni, ef hún vildi giftast sér. „Ég vil ekki giftast þér, andstyggðin þín,“ sagði hún. „Jæja,“ sagði hann, þá færðu ekki vatnið.“ Hún fór heim. Móðir hennar sendi þá miðdótturina eftir vatninu. Hún komst til brunnsins. Þá kom frosk- urinn og sagði henni, að hún fengi vatnssopann, ef Úún giftist sér. „Ég vil ekki giftast þér, andstyggðin þín,“ sagði hún. „Þá færðu ekki dropa af vatninu,“ sagði hann. Hún fór heim. Yngsta dóttirin var nú send af stað. Þegar hún kom að brunninum, kom froskurinn sem áður og sagði, að hún yrði að giftast sér, ef hún vildi fá vatnið. „Ég vil giftast þér, ef engin önnur ráð verða til þess að lækna hana móður mína,“ sagði hún og fékk þá vatnið. Varð móðir hennar alheilbrigð, er hún hafði drukkið það. Þegar þær voru gengar til náða um kvöldið, korn froskurinn að dyrunum og sagði: „Mærin ljúf! Manst þú ei hvers ég bað þig við brunninn forðum? Mærin ljúf! “ Hann stagaðist í sífellu á þessum orðum. Stúlkan fór því fram úr, hleypti honum inn, og lét hann bak við hurðina. Síðan lagðist hún aftur fyrir. Ekki hafði hún legið lengi, þegar hann hóf sinn fyrri söng: „Mærin ljúf! Manst þú ei hvers ég bað þig við brunninn forðum? Mærin ljúf!“ Góð, vel sett og vel hýst J ö r ð á Suðurlandi til leigu nú þegar eða siðar. Sala eða meðeign kem- ur til greina. Arðsöm áhöfn fylgir ásamt heyinu. Þeir, sem vilja kynnast þessu, sendi nöfn sín 1 bréfi til afgr. Tímans, merkt: „VÉLYRKJA". MASONIT Þilplötur væntanlegar til landsins innan skamms tíma. Verðið mjög lágt. Pantanir verða afgreiddar eftir þeirri röð, sem þær berast. SÆTVSK-tSL. VERZLLWARFÉLAGIÐ H.F. Síml 3150. Rauðará. Stuðningsmenn SÉRA SIGLRÐAR KRISTJANSSONAR * hafa opnað skrifstofu við Bræðraborgarstíg 53. II. hæð. Opin alla daga frá kl. 2—10 eftir hádegi. Simi 4341. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.