Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 5
87. hlað TÍMIM, föstndagmn 16. nóv. 1945 5 á Kristjáni konungi X. til Ak- ureyrar með miklu og fríðu föruneyti karla og kvenna. Okkur kom saman um það, austanmönnum, að vera farnir áður en sjóli kæmi. Vildum ekki eiga það á hættu að verða máske teknir í misgripum. Við héldum of mikiö upp á íslend- ingabrag Jóns Ólafssonar til þess. Þeir Jón ívarsson, Þórarinn Víkingur og Þórhalluí Sig- tryggsson urðu þó eftir á Akur- eyri, svo a,ð út leit, að við mund- um verða fjórir með alla hest- ana austur. En þá báðu fjórir menn úr Neskaupstað að fá að fara á hestunum austur, og það leyfði Þorsteinn. Þetta voru Jón Sigfússon kaupmaður og dóttir hans, Bjarni Vilhjálmsson, nú magister í Reykjavík, og Stefán Snævarr, nú prestur í Svarfað- ardal. Við fengum bíl til þess að flytja okkur að Skútustöðum. Þar átti svo vélbáturinn að vera til staðar og koma ferðakörl- unum og dóti þeirra í Reykja- hlíð svo snemma, að við næð- um þangað fyrir háttatíma. Þetta gekk allt eins og í sögu. Við fjórmenningarnir náðum á- ætlunarstaðnum á tilsettum tíma. Þar var þá nýr gestur að koma inn í þessa tilveru, það var sögð stúlka. Mun hún hafa haldið vöku fyrir heimafólki eins og vanalegt er við þess háttar gestakomur. En það fór allt þegjandi og hljóðalaust fram- hjá okkur. Á föstudagsmorguninn um áttaleytið var maður kominn frá Grímsstöðum með hest- ana, og um líkt leyti kom Nes- fólkið, sem ætlaði að verða sam- ferða yfir fjöllin. Eftir að hafa greitt alla reikninga samvizku- samlega, var haldið af stað aust- ur yfir Námaskarð. Hvergi sást skýhnoðri á lofti, hitinn var mikill, svo að ilit var fyrir hestana að fara hart, dátt logn og gufa upp af sandinum. Þegar kom að Jökulsá á Fjöll- um, var hún ófrýn mjög, valt fram kolmórauð í stríðum streng og flaut langt upp á eyrar. Kom það af hinum sterku hitum, er verið höfðu dagana áður. Okkur, sem óvanir vorum miklum vötn- um, hraus hugur við að verða að láta hestana synda þetta ís- kalda, kolmórauða, straumþunga og breiða vatnsfall, en annars var ekki kostur, því að niður á brúna í Öxarfirði mundi allt að tveggja daga töf. En hér þurfti engra bollalegg- inga við, því að í sama mund og við komum að ánni, sáum við ferjumanninn hinum megin teyma ferju sína upp ána með landi fram. Var auðséð, a3 hann bjóst við að híekja niður ána eins og að kom, því að straum- flaumurinn kastaði fleyinu sem fisi léttu. Það varð fljótt séð, að ræðarinn var slíkum við- skiptum vanur, þvi að hann beitti árum sínum af snilld og hagaði stefnu þannig, að straumólgan bár bátinn yfir, um leið og hann barst niður ána. Svo var báturinn teymdur upp ána að vestan, það sem hæfilegt þótti. Fórum við þrír í hann, Bjarni, Stefán og ég, því að ekki þótti rétt að hafa fleiri en fjóra á farinu í einu. Við áttum að taka á móti hest- unum, þegar þeir kæmu yfir og halda þeim saman. Gekk vel yfir ána, þótt nokkuð hrekti. Svo var aftur teymt upp eftir. Þegar ferjumaðurinn var kominn vestur yfir, voru klára- greyin rekin út í. Ekki gat það talizt skemmtileg sjón að horfa á blessaðar skepnurnar þreyta sund á þessum vettvangi. En eftirtektarvert var að sjá, hve misjafnlega þeir beittu sér á sundinu. Svo virtist sem sumir þeirra höguðu sér þannig, að straumurinn hjálpaði til að bera þá yfir. Svo þegar kláragreyin komu upp úr ánni, tóku þeir sprettinn eftir veginum á eyrunum, svo að piltarnir, er farið höfðu á móti þeim, urðu langt á eftir, þótt þeir hlypu það sem þeir gátu, og ég gat ekki stöðvað þá, — þótt fjær væri, fóru þeir all-langan veg frá ánni, þar til þeir komu á graslendi til að bíta. Ferjumaðurinn átti hest þarna skammt frá. Bjarni tók hann, reið á eftir hrossunum og tókst að stilla ferð þeirra. Björn Hallsson kom í næstu ferð yfir ána. Hann fór strax á fótum, þótt á sjötugsaldri væri, á móti Bjarna. Björn náði fljótlega ágætum réiðhesti, sem hann átti, brúnum að lit, og tókst þeim svo furðufljótt að koma hestunum til baka, svo að þetta varð minni töf en búast hefði mátt við. Á Grímsstöðum var snæddur miðdegisverður, ■ vel útilátinn. Nóttina fyrir hafði óvinur lífs- ins tekið dóttur hjónanna þar burt af jarðlííssviðinu, á blóma- skeiði lífsins að aldri til. —1 Já, svona er gangur lífsins. Á víxl sorg og gleði. í dag mér, á morg- un þér. Nú var breytt um stefnu og haldið af stað í átt að Möðru- dal, en þangað var ferðinni heit- ið þennan dag. Þegar v,ið kom- um að Víðidal, bættust tveir læknakandidatar í hópinn. Þeir voru á leið til Fáskrúðsfjarðar í sumarleyfi. Það voru kátir karlar, en ekki munu þeir hafa verið strangir góðtemplarar, þótt ekkert óhóf væri hjá þeim á víni. í Möðrudal tók Jón bóndi á móti okkur jneð sinni lands- kunnu gestrisni. Þegar við vor- um nýkomin, bar þar að garði þrjá Þjóðverja, sem sögðust vera á ferð inn á öræfi að athuga sléttlendi, hraun og jökla. í fylgd með þeim var einn ís- lendingur. Ekki hirði ég að nefna nafn hans eða ætt. En hann virtist ekki sækjast eftir að kynnast þeim, sem þar voru fyrir. Það leit helzt út fyrir, að hann kynni ekki annað tungu- mál en þýzku. Meðan beðið var eftir kvöld- verði, drifu þeir Jón og Þor- steinn í því að láta syngj a. Söng þar hver með sínu nefi, en sama lag. Var sungið fullum hálsi. Þar var góður liðstyrkur að lækna- efnunum, því að þeir höfðu báð- ir mikla, þýða og hljómfagra rödd. Þetta varð því sannar- lega skemmtileg kvöldstund, þeim sem tóku þar þátt í. Á laugardagsmorguninn var sama veðurblíðan — „heiðskírt veður, himininn klár.“ yar húsfreyja og fleiri heiriia- manna snemma á fótum (hafi þau þá lagzt fyrir um nóttina) til þess að hita kaffi og búa til mat í allan þann gestasæg, sem þar var kominn, fyrirvaralaust. Þjóðverjarnir vildu fara tím- anlega í öræfaferðina. Við fór- um þá líka að búa okkur til ferðar. Nú sást vel til fjallahrings þess, er umlykur Möðrudal, og hinna fjarlægari, sem gnæfa yfir Möðrudalsfjöllin. Flest sýndust þau fátækleg að jurta- gróðri efst. Þarna ber við him- in í vestri (að mér fannst) hið tignarlega fjall, Herðubreið, sem ég mundi kveða um, ef ég væri skáld — en nú er ég það ekki og verð því að þegja. Allir reikningar fyrir hús, mat, drykk, rúm og rúmþæg- indi voru nú greiddir af mestu samvizkusemi. Síðan var heim- ilisfólkið kvatt að íslenzkum sveitasið og svo haldið af stað. Ekki vorum við nærri því hálfnaðir til Skjöldólfsstaða, þegar bíll frá Kaupfélagi Hér- að'sbúa mætti okkur. Hafði Þorsteinn lagt svo fyrir í síma, að komið væri á móti „oss“ á bíl. Þar voru líka með tveir ung- lingspiltar, sem áttu að taka hestana og koma þeim til réttra eigenda. Við skiptum því um farartæki, fórum í bílinn, en skildum við blessaða hestana, sem sannarlega voru búnir að veita okkur marga ánægju- ferð. Þegar búið var að koma sér fyrir í bílnum og jafna sig eftir reiðina á hestbaki, var farið að syngja pg voru það ekki þunglyndissöngvar, sem urðu fyrir valinu. Læknanem- arnir höfðu hlotið sæti í bíln- um á sama bekk sem ungfrúin og faðir hennar. Var ekki laust við, að hann fengi að heyra það, að þeir mundu nú nema í brott dóttur hans, að honum óspurðum. Jón tók þessu vel — sagði, að það væri ekki eins erfitt að passa kvenfólk fyrir nokkr- um mönnum sem læknislærð- um, því þeir væru svo vel að sér í öllum raunhæfum fræðum. Varð af þessu einlægur hlátur. Þegar kom að Skjöldólfsstöð- um, varð að stanza þar, gera upp flesta reikninga fyrir hest- LARS HANSEN: Fast jbeir sóttu sjóinri En þegar þeir sáu, að „Norska ljónið“ var komið á vettvang, slepptu þeir takinu og sögðu: — Nú ætlum við með honum á íshafið, Karen, svo að hann geti sagt þér, hvort við höfum verið ýkjahræddir — og góða nótt. Þeir skálmuðu niður götuna með bakföllum og slynkjum, en hann Kristófer smokraði sér undir sængina hjá „Norska ljóninu,“ sem þegar var komin upp í, tók duglega utan um hana og hristi hana*dálítið og velti henni til um leið og hann sagði: — Þú komst þá skapi i þá. (Skozk þjóðsaga) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. NÍUNDI KAPÍTULI. Það var komin vél í „Noreg“. Það var mikill viðburður, en samt sem áður viðburður, sem virtist ætla að gera hið rauðgula hár Kristófers úlfgrátt. Rétt var það, að kaupverðið var ekki hátt, og það var hin á- hugasama skipshöfn skútunnar, Lúlli og Nikki og Kristófer og Þór, sem létu hana í báthróið — ekki í skipasmíðastöðinni, heldur í Kverkinni hjá bróður Kristófers, þar sem „Noregur“ var dreginn á land með köðlum. Og vinnan var innt af höndum kaup- laust — af einskærum áhuga á þvi að breyta „Noreg“ i vélskip, sem gat borið hróður áhafnarinnar vítt. Það var að vísu erfið- leikum bundið að koma vélinni fyrir, og hjá því varð ekki kom- izt að njóta aðstoðar manns, er hafði vit á vélum, og þegar hann fór að tildra öllu ryðskraninu saman, kom á daginn, að margt smálegt vantaði: skrúfur, rær, koparleiðslur, lykla og þar fram eftir götunum. Og það leið ekki á löngu, unz Kristófer var orðinn alveg peningalaus, og þegar enn vantaði eitt og annað, var ekki annars úrkostar en að Lúlli og Nikki tíndu fram tíu- króna-seðlana sína, þar til þeir voru líka orðnir peningalausir. En loks komst samt allt í lag, og hinn 20. dag aprílmánaðar klukkan 7.15 var „Noregi“ rennt á sjó um háflæði, og þegar hann Kristófer kom niður i káetuna, seildist hann eftir dagbókinni og skrifaði stórum og skýrum stöfum á blað, sem ekki hafði áður verið skrifað á: MÓTORKÚTTER „NOREGUR“ FRÁ TROMSÖ Það liðu meira en þrír klukkutímar áður en þeim tókst að koma vélinni í gang, en strax og byrjaði að drynja og skella í henni tók skrúfan að snúast og „Noregur" rauk af stað. Þeir Nikki og Lúlli stóðu í stafninum alla leið til Tromsö, og var það þó fimm stunda og fjörutíu mínútna ferð. Þeir gizkuðu á, að skútan gengi sex, sex og hálfa og allt upp í sjö mílur á klukkustund, og loks voru þeir komnir upp í níu mílur með á- gizkanir sínar. Mættu þeir kænu, gullu strax við hrópin: Frá, frá — varið ykkur! Kristófer stýrði, en aumingja vélamaðurinn íékk aldrei að draga að sér hreint loft alla leiðina, því að ræki hann höfuðið upp um lúguna, byrjaði vélin strax að hósta og gelta. Hann Þór var hér um bil jafn önnum kafinn og vélstjór- inn, því að jafnskjótt og vélin komst í gang, ágerðist lekinn svo hastarlega, að slíks voru jafnvel ekki nein dæmi á „Noregi“, og bæði ameríska dælan og Þór urðu að hafa sig öll við, svo að skútan fylltist ekki á leiðinni til Tromsö. Þegar akkerum hafði verið varpað og vélamaðurinn kom upp, sveittur og blautur og óhreinn frá hvirfli til ilja, sleppti Þór dæl- unni og rétti úr sér með allri varúð og sagði: — Þetta var fjandans sprettur. Okkur veitir ekki af annarri dælu til, ef hún lekur svona á íshafinu. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni, að hann Kristófer átti ekki grænan túskilding, þegar hann bjóst til íshafsferðar. Hingað til hafði hann alltaf átt eitthvað upp i fararkostnaðinn. En núna? — Ekki baun. Hann var ekki viss um, að það væri nokkur maður í Tromsö, sem þyrði að lána honum fyrir ferðakostnaðinum — og svo þurfti hann auðvitað eitthvað handa konunni og krökkunum að íramfleyta lífinu sumarlangt. Svo hafði líka ekkjan þeirra frá Lófót bætzt i hópinn með báðar telpurnar sínar. Eitthvað þurfti hún til þess að sjá sér íarborða, og nú voru bæði Lúlli og Nikki nákvæmlega jafn snauð- Þá fór hún fram úr og stakk honum undir vatnsglas. Þagði hann þá um stund, en ekki leið á löngu þar til hann hóf máls á nýjan leik og sagði: „Mærin ljúf! Manst þú ei hvers ég bað þig við brunninn forðum? Mærin ljúf!“ Hún stóð þá á fætur einu sinni enn og bjó um hann á litlum beði við arininn. En ekki var hann ánægður cg sagði því enn: „Mærin ljúf! Manst þú ei hvers ég bað þig við brunninn forðum? Mærin ljúf!“ Þá fór hún fram úr og bjó um hann við hlið sér. Hann sagði samt án afláts: „Mærin ljúf, mærin ljúf“. En hún I.mstaði ekki lengur á hann, þar til hann sagði við hana: „Það er gamalt, ryðgað sverð fyrir ofan rúmið þitt. Þú ættir að höggva af mér höfuðið með því. Þá þarf ég ekki að kveljast lengur.“ Hún tók því sverðið og hjó af honum höfuðið. En þeg- ar sverðið snart hann, varð hann að yndisfögrum yngis- sveini. Hann þakkaði ungu konunni innilega, því að hún hafði leyst hann úr álögum, sem á honum höfðu hvílt um langan aldur. Fór hann síðan heim í ríki sitt — því að hann var konungur — og hann kvæntist kóngsdótturinni. Lifðu þau vel og lengi, og lýkur þá gögunni. Aðvörun i 1 ' ' • • Tryggingastofnun ríkisins — slysatryggingadeild — að- varar hér með alla þá atvinnurekendur i Reykjavík, sem eki hafa skilað framtali um slysatryggingarskilda vinnu, er framkvæmd hefir verið á s. 1. 2 árum (1943 og 1944) fyrir þeirra reikning, að gera full skil fyrir 25. þ. mán. Að öðrum kosti mun þeim áætluð iðgjöld samkv. fyrir- mælum alþýðutryggingarlaganna og reikningarnir sendir til lögtaks. Skrifstófan er í Alþýðuhúsinu og er opin kl. 9 til 12 og 13 til 17 alla virka daga, nema á laugardögum aðeins til hádegis. Loðdýraeigendur Eins og undanfarin ár, kaupum vér og tökum í umboðssölu, alls konar skinn, s. s.: Platíiinskfiui Silfnrrefaskmn ana, sem í norðurferðinni voru \ og kýla vömbina. Þetta heim- ili, sem allt lék af glaðværð og lífsfjöri, þegar við fórum norð- ur fyrir tíu dögum, var nú. niðurslegið af harmi, því að eldri húsbóndinn, Eiríkur Sig- fússon, lá nú liðið lik. Hanui var harmdauði þeim, er þekktri hann — hafði verið vinsæll bæði á heimili sínu og utan þess. Svo var haldið áfram út Jök- uldalinn og sungið þegar til gal. í Hróarstungu, við Rangá, fór Björn Hallsson og við Eyvindar- árbrú Þórhallur Jónasson, báðir skemmtilegir og margfróðir. Þegar á Reyöarfjörð kom, tók Þorsteinn okkur norðurfarana heim með sér og veitti af rausn mat og drykk, og tóbak þeim, sem vildu það. Þorsteinn Jónsson hafði verið „oss“ hinn ákjósanlegasti farar- stjóri. Pantað allt í síma fyrir- fram, sem við þurftum með, er kom í þann og þann áfanga- staðinn. var jafnan aflt til, sem um var beðið og alltaf var hann kátur og fjörg- andi ,Nú sendi hann bíl með okkur út á Eskifjörð. Þegar þangað kom, þótti Markúsi Jensen,kaupfélagsstjór- anum þar, ekki annað viðeig- andi en hann léti bíl fara með mig út á byggðina, svo nærri heimili mínu sem unnt væri, þar sem ég kæmi úr langferð sem sendiherra kaupfélagsins og bú- inn að fá kaupfélagið Björk inn- ritað í S. í. S. Ég tók boðinu með þökkum og eftir að hafa afhent skjöl mín og sagt hrafl af fundinum og drukkið kaffi hjá kaupfélagsstjóranum, Jagði Kristján Jónsson „assistent“ af stað með mig á bíl út byggðina að Teigará. • . Ég kom heim til mín klukkan tíu. Vantaði þá fjórtán klukku- tíma í fjórtán daga, er ég var búinn að vera í þessari ferð, sem er mér ógleymanleg. Ef þeim, sem ég hefi nefnt hér, þykir, að sé sagt um sig of eða van, þá bið ég þá velvirðing- ar á því. Blá- ojí hvítrcfaskiiui Minkasklim Selskinn Lamhskinn Vér kappkostum að afla skinnaframleiðendum hæsta verðs fyrir vöru sína. G. Helgason & Melsted h.f. Hafnarstræti 19. — Sínti 1644. Reykjavík. .■■■,.„■ .—-... 1 —miii.ii - Afgreiðslustúlkur geta fengiði fasta atvinnn hjá oss. Upplýsingar í skrifstofu vorri. Mjólkursamsalan t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.