Tíminn - 23.11.1945, Side 2

Tíminn - 23.11.1945, Side 2
2 TÍMIM, föstndaginn 23. nóv. 1945 89. blað Á ðíiaðangi Erlent yfirlit Þrennar kösningar Föstudafíur 23. nóv. Uppbótin til kjöt- salanna Það mun álit almennings, að niðurfærsla, dýrtíðarinnar eigi fyrst og fremst að vera fólgin í því að lækka milliliðakostnað- inn, en ekki beri að skerða hlut framleiðenda og neytenda fyrr en í seinustu lög. Núverandi rikisstjórn er hins vegar annarrar skoðunar. Stefna hennar er bersýnilega sú að þrengja kost framleiðenda og neytenda, en auka hlut milli- liðanna. Fyrir þessu er hægt að færa fjölmargar sannanir. Ein gleggsta sönnunin fyrir þessu eru ráðstafanir stjórnar- innar í kjötsölumálunum. Þær ráðstafanir þrengja sér- staklega hlut framleiðenda og þær þrengja einnig hlut neyt- enda nokkuð. Framleiðendur fá nú einni kr. minna fyrir kjötkg. en í fyrra og kr. 2.80 minna en þeir eiga að fá samkvæmt sex- mannanefndarálitinu. Stór hóp- ur neyte'nda hefir verið sviptur kjötstyrknum með öllu, en aðrir fá aðeins styrk til að kaupa 40 kg., en áður var styrkurinn veittur á ótakmarkað magn. Milliliðirnir hafa hins vegar aðra sögu að segja. í fyrra fengu kjötkaup- mennirnir að leggja 85 aura á hvert kjötkg. Nú fá þeir að leggja kr. 1.33 á hvert kjötkg. Þeir fá m. ö. o. að leggja 48 aurum meira á hvert kjötkg. en í fyiya. Fyrir þessari hækkun er ekki hin minnsta réttlætanleg á- stæða.Enn óréttlætanlegri verð- ur hún þó, þegar þess er gætt, að hlutur bænda hefir verið stórlega skertur á sama tíma og hlutur neytenda nokkuð. Fyrir ríkissjóð hefir þessi hækkun sínar afleiðingar. Sé reiknað með, að ríkissjóður greiði styrk á 3200 smál. á kjöti, eins og stjórnin gerir ráð fyrir, verður ríkið að greiða rúmlega iy2 milj. kr. til kjötsalanna, vegna þessarar hækkunar. Sé reiknað með sömu' kjötsölu og í fyrra, 5100 smál., nemur þessi hækkun til kjötsalanna saman- lagt, hvorki meira né minna en 2i/2 milj. kr. Hér hafa framleiðendur og neytendur sannarlega lærdóms- ríkt dæmi fyrir augunum um afstöðu núv. ríkisstjórnar til dýrtíðarmálanna og hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Hlutur framleiðendanna og neytend- anna er skertur, en hlutur milli- liðanna aukinn. Þetta er þó að- eins eitt dæmi af mörgu. Fyrir alla alþýðu landsins er fullkomin ástæða til að marka sér glögga afstöðu til slíkra stjórnarhájtta. Er milliliðaokrið ekki orðið nógu tilfinnanlegt og milliliðagróðinn nógu mikill, þótt ekki sé unnið meira að því að auka hvort tveggja? Og er fólksstraumurinn frá aðalat- vinnuvegunum í hvers konar milliliðastarfsemi svo eftirsókn- arvert fyrirbrigði, að ástæða sé til að ýta undir hann ? Er á- stæða „til þess fyrir alþýðu- stéttir landsins að viðhalda stjórn, sem lætur sig mestu skipta að hlynna að milliliðun- um og bætir hlut þeirra á sama tíma og hún skerðir hlut ann- arra? Afkoma útvegsins Miklar umræður hafa orðið í sameinuðu þingi um þá tillögu Eysteins Jónssonar, að reksturs- afkoma útgerðarinnar verði rannsökuð með það fyrir aug- um, að upplýst verði, hve hátt fiskverðið þurfi að vera til þess að útvegsmenn og sjómenn beri ekki lakari hlut frá borði en aðrar stéttir. Hafa ýmsir stjórn- arsinnar snúizt öndverðir gegn tillögunni og þó einkum þeir Jó- hann Jósefsáon og Lúðvík Jós- efsson. Svo langt gekk mótstaða kommúnista, að þeir greiddu atkvæði gegn því, að tillagan færi til annarar1 umræðu og Þegar ríkisstjórnin bjargaði máli úr höndum Nýbygg- ingarráðs. Jóhann Jósefsson, formaður Nýbyggingarráðs, hefir nýlega- sent blöðunum athugasemd í tilefni af skrifum Tímans um afskipti Nýbyggingarráðs af togarakaupunum. í raun og veru er þar þó hvorki um at- hugasemd né leiðréttingu að ræða, því að Jóhann gerir raun- ar ekkert, nema að staðfesta það, sem Tíminn hefir haldið fram, en það er í höfuðatriðum þetta: Nýbyggingaráð' sendi utan þriggja manna nefnd síðastl. sumar í þeim erindagerðum að semja um togarasmíðar fyrir íslendingá. í nefnd þessa vóru valdir menn, sem ekki höfðu neina þekkingu á togurum, og þeir munu ekki heldur hafa haft nein skilríki í höndunum fyrir því, hvernig þeir togarar ættu að vera, sem íslendingar óskuðu eftir. Sýnir það vel hina fálmkenndu og skipulagslausu starfshætti Nýbyggingarráðs að hafa ekki undirbúið þetta at- riði í hendur nefndarinnar og velja jafnfraint alveg ósérfróða menn til fararinnar. Niðurstað- an af utanför nefndarinnar varð sú, að hún gerði bráðabirgða- samning um smíði 30 togara, en þeir voru með þeim hætti, að íslenzkir útvegsmenn og sjó- menn, sem voru kvaddir til ráða, vildu ekki líta við þeim. Ríkis- stjórnin sá því þann kost vænst- an að taka málið alveg af Ný- byggingarráði og fela nýrri nefnd að gera lokasamningana. Breytingar þær, sem þurfti að gera á bráðabirgðasamningnum, sem nefnd Nýbyggingarráðs hafði gert, voru mjög stórfelld- ar og hækkuðu verð togaranna um mörg hundruð þús. kr. Sennilegt er, að verð togaranna hefði orðið mun lægra, ef sam- ,ið hefði verið strax um það, að gerð togaranna yrði sú, sem ís- lendingar óskuðu eftir, því að það er jafnan reynslan, að breytingar á fyrri samningum verða mjög kostnaðarsamar. Það er því ekki dyggð Nýbygg- ingarráðs að þakka, að þessir togarar verða sæmileg skip, heldur því, að ríkisstjórnin -tók málið af Nýbyggingarráði. Hins vegar hafa hin klaufalegu af- skipti Nýbyggingarráðs vafa- nefndar, en þar er hún nú til athugunar. Það er sannarlega lítt skilj- anlegt í fljótu bragði, að slík tillaga skuli mæta harðri mót- spyrnu og það frá þeim, sem látast allra manna mest bera hag útgerðarinnar fyrir brjósti. Þetta verður hins vegar auð- skilið við nánari athugun. Vegna framkomu þessara manna í dýrtíðarmálunum fyrr og síðar er nú svo komið, þrátt fyrir margfallt fyrirstríðsverð á fisk- inum, að vélbátaútvegurinn ber sig ekki nema um mokafla sé að ræða. Þetta myndi ekki aðeins upplýsast með þeirri rannsókn, sem tillaga Etysteins fjallar um, heldur myndi það einnig verða ljóst, að tafarlaust þyrfti að breyta um fjármálastefnu, ef útgerðin á ekki að stöðvast til fulls í náinni framtíð. Með þvi að halda áfram að auka stöðugt dýrtíðina, stefna stjórnarsinnar vitandi eða óvitandi að því að stöðva útgerðina. Slíkt má vit- anlega ekki koma í dagsljósið og þessvegna er barizt gegn því með fyllsta ofstæki, að fram- kvæmd sé rannsókn, er stað- festir það óvéfengjanlega. Það þarf vitanlega engan að undra, þótt kommúnistar berj- ist gegn þessari tillögu. Fyrir þeim vakir vitanlega fyrst og fremst, að dýrtíðarstefnunni sé fylgt áfram, svo að stöðvun at- vinnuveganna og hrun fjár- hagsins verði óhjákvæmilegt. Þess vegna er þeim ekki ver við neitt annað en örugga rann- sókn, sem leiðir það í ljós, að stefnubreyting er óhjákvæmileg. Þetta ætti hins vegar að horfa öðruvísi við frá sjónarmiði Sjálf- stæðismanna. Þeim mætti verða Ijóst,- að nú verður að fara að snúa við og þeim ætti því að laust aukið verð togaranna. Ríkisstjórnin hefir sjaldan unn- ið eins hyggilegt verk eins og þegar hún tók þetta mál af Ný- byggingarráði. Enn hyggilegra væri það samt af ríkisstjórninni að leggja þetta ráð alveg niður, því að'störf þess hingað til hafa ekki verið annað en misheppnað fálm og brask, og til eru fjöl- margir starfshæfari aðilar, er geta unnið þau störf, sem því er ætlað. Áframhaldandi starf þessa ráðs, eins og forustu þess er nú háttað, verður áreiðanlega ekki til annars en aukinna út- gjalda og aukinna leiðinda og vandræða fyrir ríkisstjórnina. Bílaokur ríkisstjórnarinnar. „Nefnd sú, se\n sér um úthlut- ún setuliðsbifreiðanna, hefir nýlega látið fara frá sér plagg nokkurt og þykist ætla að færa þar sönnur fyrir því, að þessi verzlun sé í alla staði hin heið- arlegasta. Nefndin reynir þó ekki hið minnsta til að hnekkja þeim upplýsingum Tímans, að bílarnir séu seldir með 300— 400% álagningu, og gegn þeim upplýsingum, að margir bílarn- ir hafi verið orðnir slitnir og skemmdir, hefir hún ekki ann- að fram að færa en vottorð um að tveir bílar hafi reynzt sæmi- lega! Greinargerð nefndarinnar hnekkir því ekki að neinu leyti því, sem Tíminn hefir sagt, að hér hefir viðgengizt stórkostlegt okur og prettir í viðskiptum og mun það hvergi þekkjast, nema hér á íslandi, að ríkisstjórn hafi forgöngu um slíkt. íhaldsmeirihlutinn og Tammany Hall. Þegar Morgunblaðið þrýtur allar málsbætur fyrir aðgerða- leysi og slóðaskap íhaldsmeiri- hlutans í Reykjavík, grípur það jafnan til þeirrar fullyrðingar, að það sýni bezt, að Reykja- vík hafi verið vel stjórnað, að fleira fólk vilji vera þar en á nokkrum öðrum stað á landinu. Með sama rétti hefði hin ill- ræmda. glæpaklíka, Tammany Hall, sem um langt skeið réði lögum og lofum í borgarstjórn- inni í New York og misnotaði þar aðstöðu sína til hvers kon- ar fjárdráttar, getað haldið því fram, að engri borg í heiminum væri betur stjórnað, því að fléira fólk sækti þangað og vildi vera kærkomið, að framkvæmd yrði athugun, sem staðfesti nauðsyn slíkra aðgerða. Það, sem stendur í vegi þess að Sjálf- stæðismenn fást ekki til að styðja tillögu E. J., er vafalaust ekki skilningsleysi á nauðsyn hennar, heldur það áhrifavald, sem kommúnistar hafa náð yfir nokkrum forkólfa þeirrá. Til þess að róa útvegsmenn nokkuð vegna þessa aðgerða- og sinnuleysis í málum þeirra, hafa stjórnarsinnar flutt frv. um aðstoðarlán handa þeim, sem töpuðu á síldveiðunum í sumar. Slíkt lán getur átt rétt á sér í vissum tilfellum. En það bætir ekki rekstrarafkomuna né heldur hlut sjórnanna á komandi vertlðum. Svo getur meira að segja farið, að þetta lán verði útgerðinni bjarnar- greiði, ef henni er ekki jafn- framt séð fyrir hagstæðari rekstrarskilyrðum. Þetta að- stoðarlán leysir því ekki aðal- vanda útgerðarinnar, heldur sýnir gleggst, að hann er óleyst- ur, því að væri henni búin skapleg rekstursskilyrði, þyrfti hún yfirleitt ekki á því að halda. Það er nú útvegs- og fiski- manna að sýna, hvort þeir sætta sig við, að ekkert sé gert í þess- um málum og það meira að segja hindrað, að það sé upp- lýst til fulls, hvernig komið er. Vissulega mættu þeir gera vald- höfunum Ijóst, að til lítils sé að þykjast vera að vinna að „ný- sköpun“ útvegsHns, eí honum er ekki jafnhliða séð fyrir þeim rekstrarskilyrðum, að útvegs- menn og sjómenn beri sízt minni hlut frá borði en aðrar stéttir og þannig verði fólksflóttinn frá útgerðinni stöðvaður, en hann er nú eitt helzta vandamálið í mörgum verstöðvum landsins. vera þar en á nokkrum öðrum 'stað á hnettinum! Mbl. mætti vera vel ljóst af slíkum samanburði, að fólks- flutningar til einhvers ákveðins staðar eru engin sönnun fyrir því, að stjórnin sé þar í góðu lagi. Því geta valdið ýms önnur skilyrði, og fólkið þeirra vegna flutt þangað, þrátt fyrir lélega stjórn, eins og reyndin hefir verið hér í Reykjavík og í New York. Hvað vilja kommúnistar gera við nýbyggingarsjóði togara- félaganna? Þjóðviljinn eyddi nýlega heilli forustugrein til að skamma Framsóknarmenn fyrir þá kröfu, að stórútgerðarfélögin noti ný- byggingar- og varasjóði sína til að kaupa eitthvað af togurum þeim, sem ríkið hefir samið um kaup á. Ekki verður glöggt séð, hvað veldur þessu uppþoti Þjóðviljans, en það skyldi þó aldrei vera komið á daginn, að vinátta kommúnista og stórút- gerðarvaldsins sé orðin svo mik- il, að kommúnistar vilji hrein- lega gefa stórútgerðarmönnun- um þessa sjóði til að koma sér upp fleiri sumarbústöðum og skrauthýsum en þeir hafa þeg- ar byggt! Það væri vissulega full ástæða til þess, að hinir óbreyttu liðsmenn heimtuðu frá þeim skýringu á, því, hvað eigi að gera við sjóði stórútgerðar- innar, ef ekki á að verja þeim til endurnýjunar skipastólsins. Marklaus áróður. Morgunblaðið ver nú rúmi sínu ekki til annars meira en að lýsa því, hve kommúnistar séu vondir menn og hættulegt sé að efla völd þeirra í þjöðfé- laginu. Þessi áróður stafar þó bersýnilega ekki af einlægni hjartans, heldur rekur rætur sínar til bæjarstjórnarkosning- anna í vetur, Þetta kemur t. d. vel í ljós í forustugrein blaðs- ins í fyrradag, en aðalatriði hennar er að lýsa því, hve far- sæl núverandi stjórnarsam- vinna sé þjóðinni. Slíka ánægju gæti Mbl. ekki látið 1 ljós, ef það væri óánægt yfir auknum völdum kommúnista, því að stjórnarsamvinnan einkennist (Framhald á 7. tiOu) Alþýðublaðið birti 20. þ. m. forustu- grein. sem nefnist: Hetjur lýðræðis- ins. í greininni segir: „Það hefir mikið verið talað og skrifað um lýðræði hér á landi síð- ustu vikur og mánuði. — Lýðræðis- þjóðirnar unnu sem kunnugt er stríðið, og nú vilja allir vera vinir lýðræðisins, einnig þeir, sem árum saman dýrkuðu einræðið og of- beldið, — annað hvort í mynd þýzka nazismans eða rússneska korrimúnismans. Kosningar eru líka fram undan hjá okkur, fyrst bæj- arstjórnarkosningar í vetur, svo al- þingiskosningar í vor; og því þykir nú ýmsum nauðsynlegt að breiða yfir sitt fyrra og jafnvel að afneita sínu núverandi hugarfari með því að hrópa hátt um fylgi sitt við lýðræðið. Þeir, sem lesið hafa Þjóð- viljann og Morgunblaðið undanfar- ið, vita, hvað við er átt. Þetta er ekki heldur óþekkt er- lendis síðan stríðinu lauk. Komm- únistar og íhaldsmenn, sem langt frám á ófriðarárin treystu á sigur einræðisins, fyrst hins þýzka og rússneska í sameiningu, en síðar annars hvors þeirra, keppast nú við að afneita hvoru tveggja og játa lýðræðinu ást sína. En að *’ísu eru þessar nýju hetjur lýðræðisins, „ný-demókratarnir,“ eins og þær eru kallaðar, hvarvetna hafðar að háði og spotti; því að menn eru ekki búnir að gleyma því, með . hverjum hætti þessir flokkar „frels- uðust," ef svo mætti að orði komast. Kommúnistar uppgötvuðu sem kunnugt er, ekki ást sína á lýð- ræðinu fyrr en Hitler réðst á Rúss- land og það þurfti á hjálp lýðræð- isþjóðanna að halda. En þá urðu þeir allt í einu hinir áköfustu tals- menn lýðræðisins, morguninn 22. júní 1941, þegar klukkan var um það bil sex. Ýmsir forsprakkar í- haldsins þurftu hins vegar lengri tíma til að átta sig, ekki hvað sizt Fyrir nokkru síðan er lokið þingkosningum í þremur lönd- um, sem eru hernumin af Rúss- um. Þessi lönd eru Ungverja- land, Jugoslavia og Búlgaria. Fyrstu kosningarnar fóru fram í Ungverjalandi. Þar höfðu farið fram bæjarstjórnarkosningar í höfuðborginni snemma í októ- ber og niðurstaðan orðið sú, að smábændaflokkurinn fékk- þar meirihluta atkvæða. Þau úrslit komu Rússum mjög á óvart, því að þeir munu hafa vonazt eftir miklum sigri hjá samfylkingu kommúnista og jafnaðarmanna. Eftir þessar kosningar kvaddi líka yífirhershöfðingi þeiirra í Ungverjalandi, Voroshiloff mar- skálkur, forvígismenn stjórn- málaflokanna á fund sinn og gerði kröfu til þess, að þeir hefðu aðeins einn sameiginlegan lista i þingkosningunum. Ungverska stjórnin mun einnig hafa stutt þessa kröfu, en flokkarnir, að kommúnistum undanskildum, vildu ekki á hana fallast. Stóð þannig í miklu þófi um nokkurt skeið og héldu kommúnistar uppi hörðum árásum gegn smá- bændaflokknum á þeim tíma. Einnig urðu bækistöðvar og ýms- ir foringjar flokksins fyrir marg- víslegri áreitni. Samkomulag náðist að lokum á þeim grund- velli, að flokkarnir lofuðu að mynda saman stjórn eftir kosn- ingarnar, en skyldu koma fram sérstaklega í kosningunum. Kommúnistar sóttust mjög eft- ir því, að kosningabandalag þeirra og jafnaðarmanna héld- ist áfram, en jafnaðarmenn voru ófáanlegir til þess. Kosningarnar fóru svo fram í byrjun þessa mánaðar og var niðurstaðan ekki ósvipuð og í bæjarstjórnarkosn- ingunum í Búdapest. Smá- bændaflokkurinn fékk rúmlega helming atkvæöa, jafnaðarmenn tæpan fjórða hluta, en komm- únistar voru þeir þriðju í röð- inni. Auk þess tóku nokkrir smá- flokkar þátt í kosningunum, en þeir fengu sama og ekkert fylgi. Ný stjórn hefir nú verið mynduð í Ungverjalandi undir forustu formanns smábændaflokksins. Stjórn þessi hefir þegar fengið viðurkenningu Breta, en -þeir höfðu áður tilkynnt, að viður- kenning þeirra yrði bundin því skilyrði, að þingkosningarnar hér hjá okkur, og héldu áfram að „setja á“ Hitler, þar til halla fór undan fæti fyrir honum. En þá uppgötvuðu einnig þeir sína heitu umhyggju fyrir lýðræðinu og sigri þess. Og sem sagt: Nú keppast þeir, kommúnistar og íhaldsmenn, við, að fullvissa „háttvirta kjósendur um það, hve mjög þeir beri lýðræð- ið fyrir brjósti. En það er hált á braut hræsninn- ar og yfirdrepsskaparins, enda hef- ir kommúnistunum hér á landi nú þegar skrikað óþægilega fótur á henni. Þeir ætluðu að yfirtrompa hinar nýju lýðræðishetjur íhalds- ins og fóru að lofsyngja sérstaka tegund lýðræðis, sem þeir kölluðu „ráðstjórnarlýðræði" og sögðu vera hið fullkomnasta í heiminum, enda ríkjandi austru- á Rússlandi. Þá fór nú ýmsa að gruna margt um lýðræðisást kommúnista, enda er nú svo komið, að þeir hafa ekki þorað annað, en að afneita aftur „ráðstjórnarlýðræðinu" og fullvissa kjósendur um fylgi sitt við vest- rænt lýðræði og mannréttindi. En slíkum yfirlýsingum sitt á hvað eru menn að vonum tregir til að trúa; og virðist flestum sem hinar nýju hetjur lýðræðisins í hópi kommún- ista hafi dæmt sig úr loddaraleikiP um, að minnsta kosti í bili. En hverjir skyldu þá frekar trúa fagurgala íhaldsforsprakkanna? Voru þeir ekki með Mussolini, Hitler og Franco á sínum tíma? Og hafa þeir ekki hin síðustu ár verið í hinu hjartanlegasta banda- lagi við lærisveina Stalins? í stuttu máli: Hvað eiga menn yfirleitt að hugsa um þessar nýju hetjur lýð- ræðisins, sem árum saman hafa ýmist elt Hitler eða Stalin, en nú allt í einu þykjast til þess kjörnar, að vera á verði um frelsi og lýðræði í landi okkar?“ Þetta er vissulega allt laukrétt. En meðal annarra orða: Hvað eiga menn færu fram með lýðræðlslegum hætti. Úrslit þessara kosninga hafa að vonum vakið mikla athygli. Smábændaflokkurinn er sá flokk ur landsins, sem er óháðastur Rússum. Jafnaðarmenn eru einnig andstæðir rússneskum yfirráðum. Kosningaúrslitin sýna eins glöggt og veröa má, að ungverska þjóðin vill vera laus við rússneska yfirdrottnun og óskar eftir samvinnu við vest- rænu þjóðirnar. Þess vegna fylktu flokkarnir sér svo öflug- lega um þá kröfu, að kosning- arnar yrðu frjálsar, að Rússum þótti hyggilegast að láta undan henni. Með því áunnu Ungverjar það, að þeir fengu viðurkenn- ingu Bandamsvnna og gátu tek- ið upp stjórnmálasamband við þá. Kosningarnar, sem fóru nokkru síðar fram í Júgóslaviu og Búlgariu, voru með allt öðr- um hætti. Þar var aðeins leyft að leggja fram einn lista og urðu flokkarnir, sem stóðu að honum, að skipta milli sín þing- mönnum fyrir fram. Kjósendur höfðu því raunverulega ekki á milli neins að velja, heldur gátu aðeins sagt já eða nei um listann. Slíkar kosningar geta vitanlega ekki sýnt neina mynd af þjóðarviljanum. Jafnframt var stjórnarand- stæðingum gert erfitt fyrir á annan hátt, blaðaútgáfa þeirra hindruð og þeim torveld- uð fundahöld. Þeir ákváðu því að taka engan þátt í kosningun- um í mótmælaskyni. Samkvæmt frásögnum valdhafanna í þess- um löndum hafa kosningaúrslit- in orðið nokkuð svipuð í þeim báðum eða 80% þátttaka og sambræðslulistinn fengið um 70—80% greiddra atkvæða. Meðal kommúnista er því mjög haldið á lofti, að þessar kosn- ingar séu traustsyfirlýsingar til stjórnanna í þessum löndum, sem raunverulega eru alveg háð- ar kommúnistum, þótt þær eigi að heita sambræðslustjórnir fleiri flokka. Þeir fréttaritarar, sem kunnugastir eru, hika hins- vegar ekki við að lýsa þeirri skoðun sinni, að þeir telji víst, að í frjálsum kosningum hefðu úrslitin orðið svipuð i þessum (Framhald á 7. síðu) að hugsa um forkólfa Alþýðuflokks- ins, sem una sér hið bezta í faðmlög- um kommúnista og íhaldsins, þrátt fyrir áðurgreinda afstöðu þessara að- ila til lýðræðisins fyrr og síðar? * * * Þjóðviljinn birtir forustugrein 20. þ. m.. sem nefnist Samstarf eða sundr- ung. Segir þar, að allir þeir, sem gagnrýni Rússland, vilji koma af stað sundrungu, bæði á alþjóðavettvangi og innanlands, og því sé þessari gagn- rýni haldið uppi af stjórnarandstæð- ingum hér. Að lokum segir blaðið: „Þessa óhappamenn þekkja allir og þjóðin forðast þá. Það er ekki liklegt að sundrungastarf þeirra beri árangur. En síðustu dagana hefir þeim bætzt liðstyrkur. Morg- unblaðið hefir gert hið forna sovét- níð að sínu megin áróðursefni, það hefir gerzt liðsmaður, í þeirri sveit, sem vill spilla samstarfi á alþjóða- vettvangi en stuðla að stríði. Enn þá heldur Morgunblaðið sér fast við þá stefnu að vinna að samstarfi á innlendum vettvangi, því er ekki svo ósýnt um að vera sjálfu sér sundurþykkt. En slæmur félags- skapur spillir góðum siðum, og ekki er að vita hve lengi Morgunblaðið þolir að berjast við hlið Jónasanna, Vísis, Alþýðublaðsins og Tímans á alþjóðavettvangi en gegn þeim á innlendum vettvangi. Þa£ er að minnsta kosti hæpið fyrir þá, sem af einlægni vilja stuðla að því, að núverandi stjórnarsamstrf haldist, að fylkja sér um blað, sem tekið hefir stöðu við hlið hinnar harð- snúnustu stjórnarandstöðu." Þarna hefir Mbl. það. Ef það vill vera gott stuðningsblað núv. stjórnar- samvinnú, má það ekki gagnrýna Rússa. Að öðrum kosti getur samvinna rofnað. Á þessu geta menn vel séð, hverra erindi það er, sem kommúnistar telja sig helzt hafa að reka. /?ADD/R NÁ6RANNANNA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.