Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 3
89. hlað TÍMIM, föstndagiim 23. aióv. 1945 3 Páll Þorsteinsson: HLUTUR SVEITANNA „Kátir voru karlar44. Nú er liðið rúmlega ár síðan ríkisstjórnin sú var mynduð, er fer með völdin í landinu. Mönn- um er enn í fersku minni, hve mikið var um dýrðir um það leyti, er stjórnin settist í stól- ana. Fyrirheit stjórnarinnar voru greypt á grammófónplötu og ríkisútvarpið látið flytja dyggilega þann fagnaðarboð- skap um byggðir landsins, að í vændum væri allsherjar „ný- sköpun“ til lands og sjávar. Það var engin furða, þótt hlustendur bæði í sveit og við sjó vildu hlýða með athygli þessum fregnum. Framsóknarflokkur- inn, sem borið hafði hita og þunga dagsins við stjórn lands- ins langa stund, stóð nú ekki lengur við stjórnvölinn. Ráðu- neyti Björns Þórðarsonar hafði runnið sitt skeið. Nú höfðu aðrir flokkar bundizt tryggðum og tekið forustuna og af þeirra hálfu gefin heit um nýja stefnu og stórfelldar framfarir, rétt eins og hin fornu orð væru í þann veginn að rætast hér á jarðríki: Hið fyrra er farið, sjá allt er orðið nýtt. íbúum sveitanna mun að sönnu hafa orðið það Ijóst af þeim fregnum, sem fluttar voru í öndverðu við stjórnarmyndun- ina, að „nýsköpunin" átti að miklu leyti að vera bundin við sjávarútveginn. En samt sem áður áttu sveitirnar ekki að gleymast. Eigi minna en 50 milj- ónum af gjaldeyri þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin ætlaði að sjá um að „ráðstafa“, mátti verja til að kaupa „vélar og þess hátt- ar til áburðarverksmiðju, vinnslu og hagnýtingu landbúnaðaraf- urða og jarðyrkjuvélar og efni til rafvirkjunar o. fl.“ Og meira að segja var ekki talin frágangs- sök að færa eitthvað af gjald- eyri milli flokka, ef skiptingin reyndist ekki hárnákvæm sam- anborið við þarfirnar. En þrátt fyrir þá hrifning- aröldu, sem reynt var að vekja meðal þjóðarinnar, varð mörg- um það efst í huga að rifja lítið eitt upp fortíð þeirra flokka gagnvart sveitunum, sem nú töluðu eins og sá, sem valdið hefir. Var þá skemmst að minn- ast þess, að ári fyrr hafði Framsóknarflokkurinn tekið upp baráttu fyrir því að hrinda af stað stórfeildri félagsræktun í sveitunum með fjárhagslegri að- stoð rikisins. Þá höfðu allir þeir flokkar, sem í fyrra tóku við stjórijartaumunum, sameinast um að drepa á dreif því stóra hagsmunamáli sveitannna segj- andi: „Bráðabirgðaákvæði þau, sem nú eru í jarðræktarlögun- um, eru að svo vöxnu máli nægi- leg 10 ára áætlun.“ „Þér lætnr svo vel alS Iátast.“ Mörg þau vandamál, sem mætt hafa núverandi ríkisstjórn, eru hvorki ný viðfangsefni né óvænt. Sérstaklega gildir það um dýr tíðarmálin og verðlagið í land- inu. Frá því að styrjöldin hófst hefir dýrtíðin sótt á með vax- andi þunga. Á fyrstu árum stríðsins var háð deila um það, hvert hlutfallið ætti að vera milli kaupgjalds og afurðaverðs í landinu, svo að fullnægt væri öllu réttlæti. Sú deila vai' leyst með samkomulagi sexmanna- nefndarinnar. Með því var náð merkilegum áfanga á þessari braut. Bændur fögnuðu því al mennt. Nú skyldu tekjur þeirra hækka eftir ákveðinni vísitölu á svipaðan hátt og kaupgjaldið í landinu. Afstaða stjórnmálaflokkanna til sexmannaálitsins var frá öndverðu ólík. Framsóknar- flokkurinn stóð einhuga að mál- inu, enda hafði hann þá sem endranær alla forustu í hags- munabaráttu sveitanna. Sjálf- stæðisflokkurinn var skiptur um málið, sem bezt kom fram í á- tökunum um verðbætur á út- fluttar afurðir. Alþýðuflokkur- inn gagnrýndi grundvöllinn, sem sexmannanefndin lagði, og taldi hlut bændanna verða betri en verkamanna. Sósíalistar fylgdu samkomulaginu í upphafi og rómuðu sjálfir framgöngu sína á því sviði. Var helzt að skilja af ræðum þeirra, er fluttar voru um þetta leyti, að bændur stæðu í óbættri þakkarskuld við Sósíalistaflokkinn framar öðr- um flokkum fyrir þessa skipun afurðasölumálanna. Nú væri unninn sigur — pólitískur sigur. Það væri hagur bænda að kaup- ið yrði sem hæst, afurðaverðið hækkaði ávallt að sama skapi. Nú ættu bændur að fylgja verka- lýðsfélögunum um að gera mikl- ar kröfur á hendur þjóðfélaginu, gjalda þakkarskuldina með því að falla á fótskör Sósíalista- flokksins og fela foringjum hans að ráða til lykta hagsmunamál- um stéttarinnar, en fórna Fram- sóknarflokknum. Þótt keppzt væri við að hækka kaup og af- uráaverð á víxl, átti öllu að vera óhætt með dýrtíðina. Ráðið til að hafa hemil á henni væri ofur einfalt. Það ætti að lækka eða afnema tolla á innfluttum nauð- synjavörum. Það væri allt og sumt. En yfirráð vondra manna væru helzt til hindrunar á þeirri braut. Sósíalistar sögðust ekki á móti verðbótum til bænda á útfluttar afurðir — síður en svo. Þeir sögðust aðeins vilja setja þær reglur um framkvæmdina, að stórbændur fengju ekki fé úr ríkissjóði. En blessaðir smá- bændurnir skyldu fá sitt alveg upp í topp. En þetta miðaði raunar að því að taka bændur öðrum tökum en þær stéttir, er áttu að hafa sambærileg kjör. Framsóknarflokkurinn vildi ekki flokka bændur landsins í verð- uga og óverðuga. Tillögur hans voru miðaðar við það að greiða öllum bændum vísitöluuppbót án tillits til framleiðslumagns þeirra á sama hátt og borguð var full verðlagsuppbbó.t á allt kaup, hvort sem grunnkaupið er hátt eða lágt, hvort sem unn- in er mikil eftiírvinna eða engin og hverjar sem árstekjur aðilan eru. Og launalögin nýju, sem stjórnarflokkarnir stóðu að í fyrra, ákveða fulla verðlagsupp bót öllum til handa, hvort sem grunnlaunin eru fimm þúsund krónur eða fimmtíu þúsund. En nokkru eftir að dýrtíðarlög- in voru sett, sem fjölluðu meðal annars um þessi atriði, kom að því að afgreiða fjárlög og á- kveða framlag ríl^ssjóðs. Vsr þá að sjálfsögðu borin fram til laga um tíu miljón króna fram- lag til verðuppbóta. Þá tillögu studdu „tvennir fjórtán.“ Einar Olgeirsson flutti þá breytingar- tillögu um, að þennan lið fjár- laganna skyldi orða svo: „Til tryggingar gegn atvinnu- leysi samkvæmt lögum, er Al- þingi setur, 4000000.00.“ Með þessu var það sagt, að ekkert fé átti að leggja til að verðbæta vörur bænda. Meira! að segja átti smábændunum að j nægja reykurinn af réttunum. Þegar þessi tillaga Einars var borin undir atkvæði i sameinuðu ringi, hófust tiu hendur á loit til að tjá fylgi við hána. Var það að vonum, því að ritað er: Hlyð pú áminning föður þíns. Meiri hluti þings taldi bændum lítið til hagsbóta að heyra taiað um háar tölur, ef ekki yrði öðru til að dreifa, og var ekk: upp á það kominn að hegða sér eftir sið- fræði þeirra manna, sem létu blöð lýsa örlæti sínu gagnvart bændum út um byggðir og ból, en beittust fyrir því á þingi að leggja peningana í annað en lof- að var. Réð sú afstaða meiri- hlutans úrslitum. Mættu íbúar sveitanna gjarna hugleiða það til hlítar, hvernig hlutur þeirra hefði orðið ella á undanförnum árum. „Eitt er að fiima orð- iim stað, aiinað að belgja gúla“. Það er ábyrgðarmikið starf að stjórna þjóðfélagi og mikils um vert, hvernig það fer úr hendi. Eitt ár er að sönnu ekki ýkja langur starfsferill, en þó nægur til þess að gera mönnum fært að meta verðleikana eftir dómi reynslunnar. Skúlu hér rifjuð upp nokkur atriði úr þeim dómi, sem reynslan hefir fellt um þá ríkisstjórn, er nú situr, með hliðsjón af því, er áður segir um fyrirheit stjórnarflokk- anna, áhuga og afskipti af ým's- um málum. Stjórnin lofaði í öndverðu að „ráðstafa" gjaldeyri til kaupa á vélum í áburðarverksmiðju fyrir landbúnaðinn. Þegar í fyrra bauðst stjórnarflokkunum sér- stakt tækifæri til að lyfta undir framkvæmdir í því máli. Þá snerust þeir gegn því, sem kunn- ugt er. Nú lítur út fyrir að leysa eigi rafmagnsmálið á þann veg að ráðum ríkisstjórnarinnar að í skipta byggðum landsins „kjarna“ og „hismi.“ Nú er ekki lengur talað um það að lækka eða afnema tolla til að leysa þann vanda, er dýr- tíðin skapar. Þvert á móti fara tollatekjur ríkissjóðs hækkandi og virðist ekki veita.af. Og ríkis- stjórnin stóð beinlínis fyrir þeirri „nýsköpun" í skattamál- um, að leggja á veltuskatt, sem kemur þyngst niður á þær verzl- anir, sem verzla með narið- synjavörur, og verkar eins og tollur a. m. k. hjá viðskipta- mönnum samvinnufélagannai Heildsalarnir, sem fengu þá miður fögru tilkynningu, að þeir skyldu „skornir niður við trog“, halda fullkomlega frelsi sínu og fé. En samvinnufélögin, sem eru byggð upp af samtökum fólks- ins, sem sprottin eru af sjálfs- bjargarviðleitni þess og löngun til að losna undan þunga milli- liðaokursins, fá æ minni hlut- deild í innflutningi til landsins. En gerir ríkisstjórnin þá hlut sveitanna góðan að öðru leyti? V Sumir hafa ef til vill ætlað að óreyndu, eftir ýmsum fyrri um- mælum stjórnarflokkanna, að þar yrðu lítil vandkvæði á.Hinn 24. nóvember 1943 voru þessi orð sögð af hálfu Sósíalistaflokks- ins í útvarp frá Alþingi og birt í Nýja Tímanum skömmu síðar: „Ef kjör launþega batna’, kaupið hækkar, atvinnan eykst, batnar hagur bændanna, verðið á afurðum þeirra hækkar tekj- ur þeirj-a aukast að sama skapi. Til þess að bæta hag sinn verða bændurnir að berjast við hlið verkamanna fyrir hærra kaupi og aukinni atvinnu". Svona var talað, þegar kom- múnistar voru að þakka sér úr- skurð sexmannanefndarinnar. En hvernig stenzt þetta dóm reynslunnar? Skömmu eftir að valdaferill stjórnarinnar hófst, var kaupið hækkað að miklum mun víðsvegar um land, og á þingi í fyrra stóðu stjórnar- flokkarnir að samþykkt launa- laga, sem ákveða flestum starfs- Ung söngkona í heimsókn Það var mikið um dýrðir í Reykjavik á föstudagskvöldið, þegar „Dronning Alexandrine" var að koma — í fyrsta skipti síðan Danmörk var hernumin. Fólk þyrptist niður á hafnar- bakkann og beið þar fram á nótt til þess að fagna vinum og venziafólki,þegar skipið kæmi að bryggju. En tollskoðun og vega- bréfaeftirlit gekk seint, því að farþegahópurinn var fjölmenn- ur, svo að biðin varð nokkuð löng. Og meðan því fór fram lá I „Drottningin“ kyr rétt fyrir inn- an Engey — ljósgrá á skrokkinn og reykháfur svartur með rauðri rönd og ljós í hverjum glugga. En fagnaðarfundirnir urðu því innilegri er á land kom. Farþegarnir voru 155, fleiri þó danskir en íslenzkir, en lang- flestir munu þó hafa átt kunn- ingja fyrir í landi. Verður hér ekki rætt um einstaka farþega, aðeins getið ungrar söngkonu, ær nú kom til stuttrar dvalar eftir langa veru erlendis. Er það frú Guðmunda Elíasdóttir Knud- sen. Það eru nú átta ár síðan hún fór af landi brott. Hefir hún stundað nám í Kaupmanna- höfn siðan 1939 og getið sér þar góðan orðstír. Meðal annars hefir hún oft sungið í Kalund- borgarútvarpið, tekið þátt í op- inberum hljómleikum og sungið á íslendingasamkomum. Má í því sambandi geta þess, að hún mönnum rjkisins betri kjör en áður. Við þessar aðgerðir átti þá að „batna hagur bændanna, verðið á afurðum þeirra hækka, tekjur þeirra aukast að sama skapi“. Þetta skyldi koma til framkvæmda um miðjan sept ember í haust. Bændur biðu ró legir og báru þann þunga, sem orðinn var af hækkuðum rekst urskostnaði í sumar. Svo koma (Framhald á 6. slðu) Guðmunda Elíasdóttir Knudsen söngkonan unga er einsöngvari í íslendingakór þeim, sem Axel Arnfjörð tón- skáld hefir stjórnað af dugnaði og prýði í Khöfn síðustu ár. Frú Guðmunda mun halda hljómleika hér í Reykjavík inn- an skamms, en síðar hefir hún jafnvel í hyggju að fara víðar. Munu margir bíða þess með ó- þreyju, að hún auglýsi söng- skemmtanir sínar. Ráðgerir frúin að dvelja hér á landi að þessu sinni eitthvað fram yfir miðjan veturinn. Frú Guðmunda er ættuð vest- an úr Bolungarvík, dóttir Elías- ar útgerðarmanns þar, Magnús- sonar, hann er nú látinn fyrir mörgum árum. Hún er dökk á brún og brá, svipurinn glaðlegur' og framkoman aðlaðandi. Maður hennar heitir Henrik Knudsen, gullsmiður í Kaupmannahöfn, og er hann í för með söngkon- unni ásamt dóttur þeirra seytján mánaða.er hejtir Bergthora Lee. Viðí«! i5tð Petcr Hallberci, fil. lic.: Háskóli islands miðstöð norrænna fræða Áhugi íslendinga fyrir Svíþjóð og sænskri tungu fer ört vaxandi og má glöggt marka það af því, hve margir íslendingar leggjá nú leið til Svíþjóðar til náms eða í verzlunarerindum og einnig af auknum fjölda fólks, er nú leggur stund á sænskunám. Und- anfarin ár hafa starfað sænskir sendikennarar' við Háskóla ís- lands, sem kennt hafa sænsku og kynnt sænskar bókmenntir. Peter Hallberg, fil. lic., hefir verið sænskur sendikennari'hér við háskólann frá því í marzmánuði 1944, og hefir hann aflað sér mikilla vinsælda hér á landi með starfi sínu. Hallberg er giftur íslenzkri konu, Rannveigu Kristjánsdóttur, og talar íslenzku svo . vll, að vart heyrist annað á mæli hans en hann sé íslendingur. Peter Hallberg kom fyrst hingað til lands^ 1936 og sat þá norrænt j stúdentamót, sem haldið var hér á vegum Norræna félagsins. í þessari för vaknaði áhugi hans fyrir íslandi og íslyizku, og hélt | hann íslenzkunámi sínu áfram við háskóla Gautaborgar, ásamt aðalnámi sínu í sænsku og sænskum bókmenntum. þrír námsflokkar í sænsku, tveir fyrir almenning og einn aðal- lega fvrir stúdenta. í þeim síð- astpefnda eru um 25 nemendur,! en samtals um 60 á almennings- Hallberg vakti nýlega í sænsku 'olaði athygli á máli, sem íslend- ingar láta sig miklu skipta. En hann skrifaði eins og kunnugt er meira en heillar síðu grein í Göteborgs Handels- och Sjö- fartstidning og stakk þar upp á því, að Svíar skiluðu aftur til íslendinga þeim íslenzkum handritum, sem nú eru í sænsk- um söfnum. Tíðindamaður blaðsins hefir nýlega hitt Peter Hallberg og átt tal við hann um starf hans hér, skoðanir hans á íslandi og íslendingum og síðast en ekki sízt um skrif hans um endur- heimtu íslenzkra handrita úr sænskum söfnum. Verður þú ekki var við mikinn áhuga hjá fólki fyrir að læra sœnsku og kynnast sœnskum bókmenntum? — Jú, áhugi fólks á sænsku námi er svo geysimikill hér í Reykjavík um þessar mundir, að skortur á hæfum sænsku- kennurum gerir tilfinnanlega vart við sig. í háskólanum eru , Peter Hallberg, fil. lic., sendikennari Svía við Háskóla íslands námskeiðunum, Auk þess hefi ég þar kennslu i sænskum bók- menntum vegna stúdenta. Svo hefir í vetur sænsku verið bætt við námsgreinarnar í NámsfFokk um Reykjavíkur, og kenni ég þar samtals um 90 manns sænsku, sem flestir eru byrjendur. í fyrravetur flutti ég fyrir- lestra við háskólann vegna al- mennings um sænskar bók- menntir og sænska nútímarit- höfunda. Síðar um veturinn flutti ég sams konar fyrirlestra um Svíþjóð og sýndi með þeim skuggamyndir. Nú er í ráði, að ég fari fyrirlestraför til héraðs- skólanna, og mun ég þá, ef til kemur, flytja fyrirlestra um Sví- þjóð, einn á hverjum stað, og sýna skuggamyndir. Ég hefði gjarnan kosið að halda áfram kennslustörfum mínum hér á landi, en því miður verð ég líklega að fara til Sví- þjóðar á næsta sumri til þess að ljúka við doktorsritgerð, sem ég hefi undanfarið unnið að, um sænska Ijóðskáldið Erik Axel Karlfeldt. tslendingar eru bókhneigð þjóð, eins og þú veizt, og ef til vill hefðu leseftdur Tímans gam- an af að heyra eitthvað um nú- tima bókmenntir sœnskar. — Já, ég hefi orðið. var við það, að marga íslendinga lang- ar til að,kynriast sænskum bók- menntum. Eitt af því fyrsta, sem ég tók eftir, þegar ég kom hing- að til lands, var það, hve mikið hafði verið þýtt á islenzku af ljóðum Hjalmars Gullbergs. En eins og íslendingum mun kunn- ugt, hefir Magnús Ásgeirsson gert margar ágætar þýðingar á kvæöum þessa skálds, eins og á kvæðum margra sænskra skálda. Ég hefi nú skrifað grein um íslenzkar þýðingar úr sænsk- um bókmenntum, og mun hún birtast í sænsku bókmennta- tímariti. Sumir sænskir rithöfundar, sem við Svíar álítum góða, eru ef til vill ekki heppilegir sem lestrarefni handa íslendingum sem eru byrjendur í sænsku vegna þess að þeir skrifa þungt mál. Meðal þeirra sænsku rit- höfunda, er beztir eru og skrifa þó létt mál, er Vilhelm Moberg en hann er lesendum Timaní i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.