Tíminn - 23.11.1945, Síða 6

Tíminn - 23.11.1945, Síða 6
6 TÍMiM, föstndaginn 23. nóv. 1945 89. blað ATTRÆÐUR: Ögmundur Guðmundsson fyrr bóndl á Syðri-Reykjum í Bisknpstungum Hinn 14. jan átti Ögmundur Guðmundsson, fyrr bóndi á Syðri-Reykjum í Biskupstung- um, 80 ára afmæii. Nokkrir sveitungar hans og vinir, ásamt börnum hans og teng,dabörnum heimsóttu hann þá að heimili háns, Syðri-Reykj um. Var þar til hans mæit vel og hlýlega og að mikium maklegieikum. Setið þar að íagnaði og við mikia rausn. Þaö hafa aldrei verið skiptar skoðanir um það, hvorki innan sveitar né utan-, að Ogmundur hafi alla tíð veriö sómi ísienzkr- ar bændastéttar, eigi aðeins fyr- ir það, að hann bjó iyrirmyndar- búi á allan hátt um langt skeið og fór svo vel með ailan bústofn sinn, að alþekkt varð, heidur einnig hitt, að hann nýtur óskor- aðs trausts og virðingar alira, er tii hans þekkja. Maðurinn sjálfur, persónuleiki hans, er okkur kær og minnisstæður. Hinn bjarti svipur hans, hýr og hreinn 1 senn, laðar að sér. — Meðalmaður á vöxt eða vel það, en þrekinn vel og harðfylginn og kvikur á fæti, þótt árin séu orðin þetta mörg og starfið hafi verið þrotlaust og eigi enn til hliðar lagt. —■ Ögmundur hefir aldrei kunnað að hlífa sér, en hann hefir lært þá list að leysa hvert verk af hendi með ágæt- um. — Hann er hinn bezti og tryggasti vinur, sem á verður kosið og gott til hans að ieita 1 hverjum vanda, enda oft á það reynt. Kona hans var Ragnheiður Grímsdóttir Einarssonar bónda á Syðri-Reykjum. Byrjuðu þaú búskap að Bergsstöðum hér í sveit, sem er æskuheimili Ög- . mundar. Ólst hann þar upp með foreldrum sínum og þrem systkinum, Ingimar fyrrum bónda á Efri-Reykjum, Þorsteini klæðskera á ísafirði og Þóreyju, sem alltaf hefir dvalizt með Ög- mundi á Syðri-Reykjum. — Þau Ragnheiður og Ögmundur fluttu að Syðri-Reykjum vorið 1906, er tengdaforeldrar hans, Kristín Gissurardóttir og Grimur Ein- arsson, létu af búskap. — Ragn- heiður var hin ágætasta hús- freyja, og var heimili þeirra Ög- mundar, eins og það hafði áður verið, talið með þeim beztu og myndarlegustu í sveitinni og sambúð' þeirra og samheldni til Ögmundur Guðmundsson á Syðra-Reykjum sannrar fyrirmyndar. — Ragn- heiður lézt 1936. Hætti þá Og- mundur búskap, en við tók Grimur sonur hans, sem þar bjó nú með konu sinni, Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Bildsfelli. Hefir Ogmundur dvai- ið hjá þeim siðan. Börn jpeirra Ragnheiðar og Ögmundar eru fimm, þrir synir og, tvær dætur, öil hin efnileg- ustu. Eg vil með þessum línum senda mínum ágæta vini kveðj- ur og árnaðaróskir allra sveit- unganna. Þeir þekkja hann að öllu góðu og alls staðar sómir hann sér vel, glaður og reifur með glettni i sinum bjarta svip og hið silfurhvita hár og mikla hvita skegg, er setur.þann svip á andlitið, að vel gæti minnt á einhvern goðann til forna, sem með mannaforráð kunni að fara, sökum mannkosta og drengskap- ar. Ég óska þess um leið og ég þakka honum fyrir árin liðnu, að við megum sem lengst vita af honum í góðri elli, eins og hann hefir til unnið með vinsældum sínum, manngildl og störfum öllum. Gamall vinur. Hlutirr sveitanna (Framhald af 3. síðu) þessi ákveðnu tímamót í verð- ^ lágsmálum sveitanna. Þá eru bændum skipaðir forráðamenn, eins og ómyndugum unglingum,. til að setja þær reglur um af- urðaverðið, sem allur þorri stéttarinnar hefði aldrei fengizt til að samþykkja. í stað þess að „hagur bændanna batni, verðið á afurðum þeirra hækki, tekjur þeirra aukist að sama skapi“, er mjólkurverð lækkað að mun og teknar 30—40 krónur af verði hvers dilks, eins og það kemur í hendur bænda, miðað við verð- lagsgrundvöllinn frá 1943. Uppbætur á útfluttar afurðir eru niður felldar, þótt viðskipt- in hafi engan veginn komizt í eðlilegt horf. Þær greiðslur höfðu þó ekki áArif á vísitöluna. í þess stað er tekið 1.50 kr. af verði hvers kgr., sem selt er inn- anlands, til verðjöfnunár. Nú hafði Sósíalistaflokkurinn betri aðstöðu en nokkru sinni áður að fylgja fram kenningunni um verðbætur til smábænda. En nú eru þeir ekki nefndir á nafn, heldur eiga bændur allir að sitja við sama borð. Umhyggjan fyrir hagsæld smábænda reynist eins og þokan, sem villir sumum veg- farendum sýn í svipinn, en hverfur undir eins fyrir and- varanum, sem á móti blæs. Hinn 30. september síðastlið- inn skýrir Þjóðviljinn málið á þessa lund: „Stjórnin hefir leyst þann vanda i bili að láta ekki verð landafurðanna hækka vísitöl- una, svo atvinnuvegirnir fái ekki undir risið. Öllum er þó Ijóst, og ekki sízt ríkisstjórn- inni, að hér er ekki um neina lausn að ræða á þeim mikla vanda, sem verð landafurðanna veldur, heldur um bráðabirgða- úrræði“. Síðan er að því vikið í sömu grein, að vísital&n færi upp í 308 stig, ef verðið yrði sett, eins og sexmannasáttmálinn sagði til um, án annarra aðgerða og af því dregin þessi ályktun: „Slíkt kaupgjald er atvinnu- vegunum um megn að greiða, yrðu þeir neyddir til þess.mundu verða verulegar truflanir á út- gerðinni í vetur, en það þýðir atvinnuskortur“. Mönnum verður á að spyrja: Hvað hefir breytzt um dýrtíð- ina síðan i nóvember 1943? Áttu ekki bændur að bæta hag sinn með því að berjast við hlið verkamanna fyrir hærra kaupi — hærri reksturskostn- aði við framleiðsluna? Átti ekki verðið á afurðum þeirr^, ávallt að hækka að sama skapi? Hvers vegna er horfið frá að framkvæma þetta um leið og þessi ríkisstjórn getur komið því við? Eða hefir öll málafærslan um blessun dýrtíðarinnar fyrir bændur og aðra verið blekkinga- vefur frá upphafi til enda? Alþjóðasamband samvinnu- manna 50 ára Ein merkasta alþjóðastofnun heims, alþjóðasamband sam- vinnumanna, átti fimmtiu ára starfsafmæli 19. ágúst síðastl. Þykir rétt að vekja hér athygli á þeim tímamótum samvinnu- sögunnar, minnast hinna fyrstu forustumanna og rekja að nokkru tildrög og stofnun sam- takanna. Sambandið var stofnað í á- gústmánuði, sem fyrr greinir, árið 1895 og fór frumfundurinn fram í Lundúnaborg að við- stöddum 200 fulltrúum, gestum og einstökum samvinnumönn- um, sem þá höfðu leyfi til að gerast félagsmenn. Fundur þessi átti sér langa forsögu og má rekja feril hennar allt að 30 árum aftur í tímann til vopna- gnýs Bismarksveldisins. Verka- menn höfðu þá nýlega knýtt sín heimssambönd en aðrar hreyfingar fetuðu í fótspor þeirra. Og fordæmið hlaut nú fyrst og fremst að njóta at- fylgdar annarra voldugra félags- samtaka í fjölmörgum þjóílönd- um, hreyfinga, sem miðuðu allt stríð sitt við heill og hag fjöld- ans, hinna æðri og lægri þegna, þarfir þeirra, örlög þeirra. Það var árið 1869. Bfezka sam- vinnusambandið hélt þing sitt sem oftar með fulltrúum hinna ólíku byggða eyríkisiris. Auk þeirra voru þarna saman kc/nn- ir sendimenn frá hugsjóna- bræðrunum í Frakklandi, Þýzka- landi, Sviss, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð og Grikklandi til að tala um væntanleg viðskipti sam- vinnufélaganna í löndum þess- um, gagnkvæma aðstoð og hjálp til eflingar samv.-andanum. Málin voru rædd fram og aftur en engar ákvarðanir teknar. Samt má samkoma þessi teljast sögulegur þáttur og hin fyrsta undirstaða alþjóðatengslanna. Næsta skrefið var svo fólgið í fundahöldum nokkurra for- ustumanna á ítalskri grundu, þeirra Vansittart Neale, Hoiy- oake, Luzzatti, Vigane og Foug- erusse. Þau voru þó á engan hátt opinber, heldur aðeins einkatll- raunir þessara jöfra til að finna lausnir á sambúðarvandkvæðum heimslandanna. Síðan fór svo skriður að komast á málið, enda var það nú tekið til meðferðar og rætt af alvöru og áhuga á tveim merkilegum þingum, í Plymouth 1886 og Paris 1889. Á hinu fyrrnefnda gerðist sá at- burður að einn frönsku fulltrú- anna lagði fram tillögu um kosningu nefndar til þriggja ára. Skyldi starfsheild sú fullkomna og móta hinar öldnu hugsjónir um heimssamtökin og verkefni þeirra fyrstu árin. Þegar hér var komið sögunni mátti heita að nauðsynlegasti undirbúningur væri um garð genginn, enda höfðu þá allmarg- ar þjóðhreyfingar lýst yfir stuðningi sínum við málefnið. Samt varð ekki af framkvæmd- um fyrr en nokkru síðar, er tólf ríkjasambönd tóku boði brezkra samvinnumanna á Lundúnafund árið 1895. Sá fundur var hinn eiginlegi stofnvettvangur al- þjóðasambandsins og markaði stefnu þess að verulegu leyti. Ekki þykir hlýða að skilja svo við frásögnina af hinum merki- legu tengslum samvinnumanna víðsvegar um heim, að ekki sé getið þeirra atorkumanna, sem mest og bezt unnu að fram- kvæmdum öllum. Ber þá fyrst að nefna Englendinginn Edward Owen Greening, sem hlotið hef- ir nafnið faðir alþjóðasam- bandsins. Helztu stuðningsmenn hans voru margir áhugamanna frá Ítalíufundinum, en .einnig Frakkinn de Beyve, T. Hughes og margir fleiri. Snemma bætt- ist sambandinu nýr og óvenju- legur aflgjafi í líki Henry’s A. Wolff fulltrúa í bráðabirgða- stjórninni og forseta allt til 1907. Wolff var mikilhæfur maður og talaði fjölda tungumála. Kom sú kunnátta að góðu liði á ferðum hans milli hinna ýmsu landa álfunnar, þar sem þessi eldhugi sat á samvinnuþingum og hvatti frömuði og forustumenn til dáða og drengskaparverka í hugsjóna- málum heimshreyfingarinnar. Frá 1893—1907 var hann ötul- asti erindreki sambandsins enda bættust því um 15 heildsölur og 635 samvinnufélög á stuðnings- skrána þessi fáu starfsár. Á sambandsþingi í Cremona árið 1907 var William Maxwell aðalforustumaður skozku heild- sölunnar kosinn forseti og skip- aði þann sess til 1921. Tók sam- bandið mikjum framförum í stjórnartíð hans svo sem bezt má sjá af heildarfjölda sam- vinnumanna á jarðkúlunni um þær mundir, 31 miljón að tölu. Eftirmaður Maxwells var Hol- lendingurinn Goedhart en síðan Váine Tanner á Stokkhólmsráð- stefnu árið 1927. Þá má ekki gleyma þeim dugmiklu mönn- um, sem stjórnað hafa dagleg- um gerðum alþjóðastarfsins frá höfuðstöðvunum í London, hin- um eiginlegu framkvæmdastjór- um. Verður eins þeirra, Herys J May getið hér sérstaklega. May var skipaður í embætti sitt árið 1913 á níunda þinginu í Glasgow og gegndi því ætíð síð- an þar til dauðinn snerti þenn- an merkilega frömuð sínum svala sigurhrammi við útbrot annarrar heimsstyrjaldarinnar. Var þá gefið út um hann minn- ingarrit, skrifað af fulltrúum hinna ólíkustu þjóðlanda, svo sem Danmerkur og Palestínu. Jónas Jónsson rifjar þar upp kynni sín við manninm úr för fyrir tæpum tuttugu ár- um, skilning hans, trú og hjálparvilja og þá síðast en ekki sízt þá fágætu víðsýni að láta sig engu skipta, þótt gesturinn væri til hans kominn frá einni örsmæstu samvinnuþjóð ver- aldar. Hér að framan hefir nú saga alþjóðasambands samvinnu- manna verið rakin í stórum dráttum og væri því eðlilegast að verkefnin kæmu næst til meðferðar. Sá háttur mun þó ekki hafður að þessu sinni en aðeins getið þeirra staðreynda, að þau taka geysilegum stakka- skiptum einmitt þessa dagana. Slíkt hið sama mætti einnig segja um afstöðuna út á við og siðalögmál okkar hverfula heims. Við upphaf samtakanna voru þessi tvö hugtök mylsnu- leg og magnlítll, enda stafaði enginn ljómi frá stofndögum hinnar nýstárlegu hreyfingar í vitund nítjándu aldar barnanna. Nú aftur á móti eftir fimmtíu ár geta menn fagnað óslitinni sigurgöngu stofnunarinnar, sem óx frá því að vera lítil og áhrifa- laus I virkan þátttakanda hinna mikilvægustu heimsfunda og fyrirtækja. Einnig en ekki síður því hugarhvarfi að samvinnan sé bezta og raunar eina leiðin í sambúðarmálum framtíðar- innar. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Námskeið í ýmiskonar sjóvinnu verður haldið hér í Reykjavík i des- embermánuði næstkomandi. Kennt verður: Uppsetning lóða, botnvörpuviðgerðir, sam- setning á togi og vírum o. fl. Kennslugjalds verður ekki krafizt. Forstöðumaður námskeiðsins verður Jóhann Gíslason netagerðarmeistari, Vesturgötu 66, og gefur hann nánari upplýsingar kl. 1—3 e. h. daglega til mánaðamóta. — Sími 6159. Borgarstjjórinn. GÍGJAN h.f„ útgáfufélagið, tilhynnir aðalútsölu hjjá Hljjóðfæraverzlun Siyríðar Helyadóttur. Fyrirliggjandi nú þegar eftirtalin verk Hallgríms Helgasonar: Almenn tónfrœði Sónata f j/rtr píanó 30 smálöfi fyrir píanó oy hurmóníum 4 sönylöy Heilöy vé (háshóluhantata) 25 þjóðlöy tslands Hrufnistumenn (sönylay) 6 lítil sönylöy 22 þjóðlöy 4 þjjóðlöy. Innílegt þakklœti sendi. ég öllum þeim mörgu, sem á einn'eða annan hátt gerðu mér sérstaklega minnisstœðan og ánœgjulegan áttugasta afmœlisdag minn, 20. okt. síðastl. •,... ,, , , JÓN SAMÚELSSON, Hofsstöðum. I Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússnéska stórskáldið Dmitri Mcreskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar x er komin í bókaverzlanir Leouardo da Vinci var furðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókuih. er eins og menn skorlt orð lil þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. \ ,Jíncyciopcrdio Bntanmca" (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningt n si'tði visinda og lista og óhugsandi si, að nokkur maður hefði enzJ iíl að afkasta hundtaðasta parti af öllu þvi, sejn hann féftkst við. Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur mólari. En hann var lika uppfinningamaðnr d við Edison, eðlisfrceðingur, stcrrðfrtvðingur, stjömufraðingur og hervélafraðingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, lifftrrafraði og stjórnfraði, andlitsfall manna og fellingar i klaðum alh'ugaði hann vandlega. Söngmaður var Leonardo. góður og iék sjdlfur á hljóðfari Enn fremur 'ritaði hann kynstrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þesst bók irm Leontyrdo da Vinci er saga um mannntn, tr fjölhafastur og afknsta• mtstur er talinn allra manna. er sögur fara nf. og etnn af mestu listamönnum veraldar. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Orðsending til kaupenda Tíraans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinú, eru þeir vin- samlega beðnir að tilkynna það afgreiðslunni í síma 2323.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.