Tíminn - 23.11.1945, Qupperneq 7

Tíminn - 23.11.1945, Qupperneq 7
89. hlað TÍMIM, iöstMdagiim 23. nóv. 1945 7 Tillaga Framsóknarmanna um lausn húsnæðismálsins (Framhald. af 1. síðu) Byggiiigarkostnað- urinn sexfaldur. Vinnutaxti þeirra, sem vinna við húsabygglngar, hefir af mannlegum og eðlilegum ástæð- um mjög hækkað, framar flest- um öðrum, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli við húsabygg- ingar hefir verið miklu meiri en framboðið. ' Byggingarfram- kvæmdir hafa því orðið óhóf- lega dýrar og munu nú kosta meir en sexfalt á við það, sem var fyrir styrjöld. En eftir því, sem húsnæðisvandræðin hafa aukizt, hafa fleiri og fle.iri tekið upp þá atvinnugrein að reisa hús, sem hafa af framangreind- um ástæðum og sívaxandi yfir- boðum í vinnuafli orðið mjög dýr, en þeir hafa þó vegna al- mennrar og óhóflegrar eftir- spurnar eftir húsnæði getað selt með mjög verulegri álagningu. Hefir verulegur hópur manna, sem ekki eru iðnaðarmenn og hafa því eigi með eðlilegum hætti haft húsabyggingar að at- vinnu, tekið sér þessa gróðavæn- legu atvinnu fyrir hendur og sumir stofnað félög . í þessum tilgangi. Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að nú þykja það jafnvel góð kjör, ef menn geta fengið keypt hús eða íbúð í húsi, sem nú er orðið algengast, .fyrir allt að 400 kr. pr. m3, eða nærri áttfalt á við það, sem m3 í hús- inu kostaði fyrir styrjöld. Nú er því einnig svo komið samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að fjögurra herbergja íbúð í nýju húsi þyki hæfilega leigð fyrir 1100 kr. á mánuði, eða 14 þús. kr. á ári, án hita og ljósa. Þegar þess er gætt, að sams konar í- búð var leigð fyrir kr. 250—280 á mánuði fyrir styrjöld, virðist þessi nýja leiga þó ekki óeðli- leg, er þess er gætt, hve dýrt er orðið að byggja. En misréttið, sem menn verða að þola, ætti öllum að skiljast, þegar þess er gætt, að menn, sem vinna sömu vinnu fyrir sama kaup og* 1 er reiknuð sama verðlagsuppbót á kaupið, borga svo mismunandi húsaleigu, að annar borgar 3 þús. kf., en hinn yfir 13 þús. kr. í ársleigu fyrir sams konar íbúð. Það er því auðsætt mál, að fram úr þessum málum verður ekki ráðið nema með því móti, að framboð á húsnæði svari til eftirspurnarinnar. .Það er eina leiðin til að útrýma því ömur lega og gerspillta ástandi, sem nú ríkir í húsnæðismálunum. En þá rís sú spurning: Með hverjum hætti er þetta fram- kvæmanlegt? Uiidirbiinmgsrann- sóknir. Það fyrsta, sem gera þarf, er að fá rannsókn á því, hvað margir menn eru húsnæðislaus ir og hve mikið húsnæði þetta húsnæðislausa fólk þarf. Þetta er auðvelt að gera á mjög stutt- um tíma. Þegar þetta liggur ljóst fyrir þarf að athuga, hve mikið af húsum er verið að reisa og fyrir hvaða tíma þeim byggingum verður lokið. Er þá auðvelt að fá yfirlit um það, að hve miklu leyti þessi hús, sem eru í smíð- um, geta ekki fullnægt húsnæð isþörf hins húsnæðislausa fólks og þeirri eðlilegu fólksfjölgun, sem reikna verður með yfir til- tekið tímabil. Þess verður, svo sem fyrr segir, að gæta, að eng ar líkur eru til þess, að unnt verði að fá aukið vinnuafl til húsbygginga frá því,. sem nú er því að fæstir munu telja það heppilegt úrræði að flytja hing- að verkamenn frá útlöndum. í annan stað verður að reikna með því, að ekki takist heldur nú á næstunni að fá nægilega aukinn innflutning á bygging- arefni til að svara þörfum til byggingar íbúðarhúsa, enda þótt gerð verði sú sjálfsagða.ráðstöf- un að sjá um, að byggingarefn- ið sé ekki notað í hús, sem ekki getur talizt aðkallandi að reisa En þess vegna virðist vera það eina úrræði til staðar, sem aðr- ar þjóðir hafa gripið til, þegar þær hefir skort efni og vinnuafl til að fulnægja húsnæðisþörf- inni* nægilega fljótt, að flytja inn hús. Þessi leið til úrbóta er m. a. sú leið, sem Englendingar og fleiri þjóðir'hafa valið í bygg- ingarmálunum. Það vill svo vel til, að við munum eiga kost á að fá keypt tilbúin sænsk hús. Það, sem ríkisstjórnin á að gera, er að útvega útflutnings- leyfi fyrir nægilega mörgum ænskum tilbúiíum húsum, eða svo mörgum sem nauðsyn kref- ur til þess, að húsnæðisskortin- um sé útrýmt og framboð á hús- næði svari til eftirspurnar. Gæði sænskn húsanua. Spurning rís um það, hvort ^essi hús séu • nægilega vönduð og viðunandi að öðru leyti. Svíar ru miklir smekkmenn i húsa- gerð, og heil hverfi í bæjum í Svíþjóð hafa verið byggð upp með húsum af þeirri gerð, sem hér um ræðir. Það þyrfti að sjálfsögðu að ætla þessum hús- um alveg sérstök hverfi i bæjurh, sem skipulögð væru með tilliti til þessara húsa, ög það er eng- in hætta á því, að þessi hverfi yrðu óálitlegri útlits en önnur hverfi, því að húsin eru, eins og áður segir, einkar smekkleg. Eðlilegt er, að menn spyrji um iað, hvort hús þessi séu nægi- lega vönduð. Óhætt er að full- yrða það, að húsin eru mjög vönduð að gerð. Þau eru byggð í flekum, og fyrir menn, sem eru vanir að setja þau upp, tekur það mjög stuttan tíma, eftir að grunnurinn undir þau hefir ver- ið lagður. Húsin eru þannig gerð: Þau eru byggð úr vel þurru timri, og eru útveggir sem hér segir: Yzt er þumlungs þykk iklæðning lóðrétt með listum á amskeytum, en skipta má á klæðningunni og múrhúðun og fylgir þá í staðinn tjörupappi og múrhúðunarnet, þá er ein- angrunarpappi, % þumlung oanell, iy2 þumlungs loftrúm, ’oar næst tveggja þuml. plægðir olankar og innan á þá koma tréefnisplötur (tex), þær má svo mála eða veggfóðra eftir vild. "Sf húsið er byggt fyiúr köldustu ’iéruð Svíþjóðar er í stað loft ■úms látin einangrunarplata úr vokallaðri steinull. Þak og gólf ;r tilsvarandi vandað og útvegg- rnir. Fótstykki eru t. d. 3X9"- ’R.eynsla er mikil fyrir húsum 'oessum, þar sem fleiri tugir þús- md£u húsa af þessari gerð hafa erið byggð í Svíþjóð, jafnt í 'iinum köldustu héruðum lands- ns sem þeim hlýjustu, og hafa bau hvarvetna reýnzt mjög vel, og liggja fyrir um það ótal vott- orð. N Verð sænskii liusaiina. Verð þessara húsa er lágt. 3em dæmi má nefna, að snoturt oinbýlishús, þrjú herbergi, eld- hús og baðherbergi, 78 m2 að itærð, kostar sv. kr. 6400,00, fritt um borð í Svíþjóð. Annað hús tveggja hæða, 85 m2, 7 herbergi baðherbergi og eldús kostar 11400,02 sv. kr. frítt um borð. Þessi hús kosta hingað komin með flutningsgjaldi, 30% verð- tolli og 7 aura vörumagnstolli á hvert kilógramm með áföllnum vátryggingargjaldi og uppskip- m, það fyrrnefnda ca. 19 þús 'sl. kr. og það síðara ca. 33 þús kr. Húsin eru, sem fyrr segir í flekum, þannig útbúnum, að mjög handhægt er að setja þá iaman. Þegar grunnur eða kjall- ari er tilbúið, er húsið reist á irfáum dögum. Ef flutt eru inn mörg hús, er sjálfsagt að fá sér fræðinga til þess að sjá um upp- letningu húsanna, og munu verksmiðjurnar útvega þá Mundi þá innlendum mönnum fljótt lærast þetta- verk. Við byggingu þessara húsa er al- gengt, að húseigendurnir vinni allmikið sjálfir, og sparar það mikil útgjöld og gerir mörgum kleift að byggja, sem ekki hefðu getað það, ef þeir þyrftu að kaupa alla vinnu. Vönduð eld- húsinn£étting fylgir með og öll handrið úti sem inni, en engar ’eiðslur. Af þessu má það vera ljóst, að •>- iað er engm neyðarkostur að flytja inn slík hús sem þessi, reisa þau hér og búa í þeim. Og enginn efi er á því, að þetta mundi stórlega lækka bygging- arkostnað á stuttum tíma og lækka húsaleiguna á frjálsum markaði. Aðrar ráðstafanlr. En til þess að greiða ‘fyrir lessum málum, yrði ríkisstjórn- in jafnframt að gera aðrar ráð- stafanir. Það þarf að leyfa^ inn- flutning á þessum húsum og takaNekki af þeim hærri tolla en af byggingarefni. Tollar á hús- um eru fyrst og fremst miðaðir við það að vefa verndartollar fyrir innlent vinnuafl. En þegar auðsætt er, að vinnuafl okkar getur peð engu móti fullnægt eftirspúrninni eftir húsnæði nú á næstunni, eru þessar forsend- ur ekki til staðar, og virðist þá í senn óskynsamlegt og ósann- gjarnt að taka hærri tolla af húsum þessum en almennu bygg ingarefni, því að með því væri verið að leggja tolla á þá vöru, sem nú er hvað mest aðkallandi fyrir menn að geta keypt. Það virðist því alls kostar fráleitt, eins og nú horfir, að íþyngja lannig byggingu þessara húsa með tollum. Á timbri er 8% verðtollur og 10 aura ^ vöru- magnstollur á teningsfet. Einn- ig þarf að gæta þess, að ekki falli óeðlilegur eða ósanngjarn innflutnings- eða milliliðakostn- aður á húsin. Þá.þarf að sjá fyrir því, að þeir, sem ekki hafa fjármuni til þess að leggja út fyrir hús þessi, fái hagkvæm lán út á hús- in, til þess að gera þeim kleift að koma þeim upp. En sú leið stendur mönnum opin, eftir að frumvarp það um byggingar- 'ánasjóð, er Framsóknarflokk- urinn hefir hlutazt til um að ’agt hefir verið fram á Alþingi, héfir náð samþykki. Eins og áður er sagt, er gert ráð fyrir því, að sérstök hverfi verði skipulögð fyrir húsin 1 stærri kaupstöðum, en það er Mtt af mörgu, sem stendur í vegi fyrir því, að menn kaupi þessi hús, að þá skortir sums staðar óð undir húsin. Þessari hindrun verður ríkisstjórnin því að ryðja úr vegi. Húsaleignlögm. Þegar þessum framkvæmdum væri lokið og húsnæðisþörfinni hefði verið fullnægt á þeim svæðum, þar sem húsaleigulag- in gilda, ætti að vera tímabært að taka til athugunar afnám þessara laga. Það er vitað mál, og það er reynsla bæði hérlend og erlend, að það er ekki hægt að hafa lög í gildi eins og húsa- leigulögin um fleiri ár, án þess að þau valdi stórkostlegum vandræðum. Húsaleigulögin hafa vissuíega gert mikið gagn, en sem ráð- stafanir til lengdari hljóta þau að taka að vinna mikið ógagn j afnframt. Þau eru þess vegna engin lausn á húsnæðismálun um. Það hljóta allir sanngjarnir menn að sjá, að það er ekki hægt að láta þegna eins þjóðfé- 'ags búa við tvenns konar rétt- indi, og sízt af öllu í jafnþýð ingarmiklum málum og hús- næðismálunum. Það er ófram kvæmanlegt til lengdar að reikna mönnum sama kaup og sömu uppbót á kaupið vegna dýrtiðarinnar en láta einn borga fjúrfalda húsaleigu eða meira á við hinn fyrir sama húsnæði Húsaleigan er einn stærsti út- gjaldaliður hverrar fjölskyldu, og tvenns konár réttur á þessu sviði er þess vegna svo tilfinn- anlega ranglátur, að það er ekki hægt að þola hann til lengdar. Þegar húsaleigulögin hafa verið í gildi og framkvæmd langan tíma, fara gallar þeirra sívax- andi. Meðal annars má nefna það, að húseigendur, sem eru harðdrægastir, hafa sagt upp leigutökum sínum, og mörgum hefir tekizt að koma þeim úr húsunum með margs konar ráð um eða margfalda hjá þeim húsaleiguna með alls konar að- gerðum. Aðrir húseigendur, sem eru sanngjarnari og löghlýðn- H r a 5 f r y s t T ryppakjöt Enn á ný hefir KRON gert tilraun með hraðfrystingu kjöts. Að þessu sinni er það tryppakjöt. Voru til reynslu hraðfryst 3 tonn af úrvals kjöti, útbeinuðu og fitu- lausu í Cellophan-umbúðum, og verður það til sölu í búðum vorum á miðviku- dag og laugardag. * ^akkarnir eru frá 300—1000 grömm og kostar kg. kr. 9.00. Nokkur reynsla gr þegar fengin á kjötinu, því að það var selt i hinni nýju búð vorri við Langholtsveg á laugardag, og seldist þá allt það magn sem til var, upp á svipstundu. % Dómar þeirra, sem þegar hafa neytt kjöts þeSsa, eru mjög uppörfandi fyrir félagið, en þar eð KRON hefir gert þetta í tilraunaskyni, er nauðsynlegt, vegna fram- tíðarinnar, að félagsmenn kynni sér framleiðslu þessa. Vegna*þeirra vinsælda, er dilkakjötið, sem KRON lét hraðfrysta í fyrra, hlaut, lét-' um vér á þessu hausti hraðfrysta 55.000 kg. af úrvals kjöti, sem neytendur munu eiga kost á að fá í verzlunum vorum upp úr áramótunum. Félagsmeim eru ámimitir að koma tímanlega f»á (laga, er kjjötið er selt, því að magnið er lítið. Hrabfryst kjöt er sem nýtt kjöt ari, halda í öllu ákvæði húsa- leigulaganna, og þannig verða hinir löghlýðnari í þjóðfélaginu fyrir barði laganna, en aðrir brjóta ákvæði þeirra. Hitt er jafn augljóst, að eins og nú standa sakir, er ekki hægt að afnema húsaleigulögin; þau eru enn ill nauðsyn. Það, sem á undan þarf að fara, til þess að hægt sé að afnema þessi lög, er að fullnægja húsnæðisþörf- inni. Ef flutt væru inn ódýr sænsk hús og greitt hér fyrir uppsetningu þeirra þannig, að bau yrðu í senn ódýrt og hollt húsnæði, er tyímælalaust, að húsaleiguokrið mundi hverfa, húsaleigan stórlækka, og þá fyrst er eðlilegt, að húsaleigu- 'ögin séu afnumin, enda verði 'iá framkvæmdar almennar ráð- -tafanir til þess ag lækka dýr- 'ðina. En þær ráðstafanir geta naumast beðið til lengdar, og bað, að halda niðri dýrtíðinni getur aldrei til langframa byggzt á því að falsa vísitöluna með beim hætti að reikna með því bvert ofan í staðreyndir, að húsaleigan sé stórum l'ægri en hún raunverulega er, þar sem beim mönnum fer stöðugt fækk- andi, sem búa við þá húsaleigu, sem gilti fyrir stríð. Gerist þetta með þeim hætti, sem fyrr segir, að nýju húsunum fjölgar og húsaleigan í þeim. er rándýr. Menn flytja úr íbúðunum í gömlu húsunum nauðugir eða viljugir, og þá er leigan á þeim ’búðum, sem losna, stórhækkuð. \ltitt er og, að leiga er hækkuð án þess að leigutaki flytji. Þess vegna líður ekki á löngu, þangað til stríðshúsaleigan verður næst- um eða alveg ríkjandi húsaleiga sem horfast verður í augu við sem staðreynd. Lausn liúsiiH'öisvaml- ræðanna er möguleg á stnttnm tíina. Með' þessum úrræðum, sem hér er bent á, er framkvæman- legt að útrýma húsnæðisvand- ræðunum. Þeim, er flytja þessa till., er það ljóst, að það þarf í sambandi við þessar fram- kvæmdir að breyta lögum eða setja ný lög. Setja þarf lög, er heimila ríkisstjórninni að taka land eignarnámi, og sennilega þarf að breyta lögum til' þess Hjólbarðaviðgerðir Við sjóðum í og gerum við hjólbarða af öllum stærð- um. — Hofum sérstakar gatasuðupressur fyrir hliðar- skurði á hjólbörðum. Sjóðum saman gúmmi vélreimar. Hjólbaröavinnustofan Þverholt 15. — Sínii 5631. að tryggja það, að menn eigi kost á að fá veðlán út á húsin. Breyta þarf tollalöggjöfinni einnig. En við teljum rétt, að með þessari þingsályktunartil- lögu sé prófað, hvort meiri hluti fæst fyrir því á Alþingi að greiða fram úr vandræðunum með þeim úrræðum, Sem hér eru fyr- ir lögð. Ef reyndin verður sú, að meirihlutavilji er fyrir því i á Alþingi, er auðvelt að koma 1 fram þegar á eftir þeim laga- breytingum, sem þörf er á, ef ríkisstjórnin óskar þess fremur en að gefa út bráðabirgðalög um atriðin jafnóðum og þau eru framkvæmd. Ég vil að lokum segja það eitt, að við væntum > þess, að þeim úrræðum. sem hér er á bent, verði vel tekið, með því að það má vera hverjum manni aug- Ijóst, að vegna skorts á vinnu- afli er naumast framkvæman- legt að ráða bót á þessum mál- um, nema með innflutningi til- búinna húsa. Þegar við höfum unnið upp það, sem við erum orðnir á eftir í húsnæðismálun- um, getur sá vinnukraftur, sem við höfum í landinu, sennilega að mestu eða öllu leyti tekið við til að sjá fyrir þeim byggingum, sem nauðsynlegar eru tii þess að fullnægja húsnæðisþörf ■landsmanna.“ íða vangL Crtvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsluna vlta um það sem 1 fyrst. (Framhald af 2. síOu) fyrst og fremst af auknum völd- um kommúnista og að fram- fylgt er fjármálastefnu, sem leiða mun til þess öngþveitis, er kommúnistar telja sér æski- legast. Kommúnistar hafa t. d. fengið yfirráð yfir uppeldismál- um þjóðarinnar og ríkisútvarp- inu og þeir hafa verið gerðir aðal-oddvitar „nýsköpunarinn- ar“ svonefndu. Öllu betur er ekki hægt að éfla völd og gengi kommúnista en hér er gert. ' Meðan forsprakkar Sjálf- stæðismanna una sér hið bezta í stjórnarsamvinnunni og vinna þar að auknum völdum og gengi kommúnista, getur enginn tekið áróður Mbl. um skaðsemi kom- múnista alvarlega. Mbl. mun því ekki duga sá áróður í kosn- ingunum. Kjósendur munu dæma forsprakkana eftir verk- unum og þau sýna, að engir hafa hlaðið né hlaða betur und- ir kommúnista en forsprakkar S j álfstæðisf lokksins. Erient yfirlit ' (Framhald af 2. tíðu) löndum og í Ungverjalandi, og a. m. k. hefði fylgi kommúnista reynst sízt meira. Óttinn við þessi úrslit hafi líka ráðið mestu um það, að kosningar voru látnar fara fram með þeim hætti, að hin raunverulegu styrkleika- hlutföll flokkanna komu ekki í ljós.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.