Tíminn - 23.11.1945, Qupperneq 8

Tíminn - 23.11.1945, Qupperneq 8
Peir, sem vilja kyrma sér þjóðfélagsmál, v innlend og átlend, þurfa að iesa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál 23. NÓV. 1945 89. blað 19'. nóvember, mánudagur: * Uppreisn í Iran. Iran: Brotizt hefir út upp- reisn í norðurhluta Iran, Aser- beidjan. Flokkur, sem hefir ver- ið í nánum tengslum við Rússa, gengst fyrir henni. Uppreisnar- menn neita að hlýða yfirvöld- um stjórnarinnar í Teheran. Stjórnin hefir sent herlið á vettvang. Frakkland: Stjórnlagaþingið samþykkti með 400:163 að fella de Gaulle stjórnarmyndun að nýju. Kommúnistar greiddu’ at- kvæði á móti. Þá samþykkti þingið með 359:39 atkv. að þrír stærstu flokkárnir skyldu eiga sæti .í stjórninni. Bretland: Morrison lýsti því yfir á þingfundi, að stjórnin myndi flytja frv. um þjóðnýt- ingu járnbrauta, áætlunarbif- reiða, farþegaflugs og raforku- vera. Kanada: Attlee flutti ræðu á fundi kanadiska þingsins. Sagði hann, að stjórn sín leggði á- herzlu á, að atvinnuvegirnir yrðu reknir á áætlunargrund- velli. 20. nóvember, þriðjudagur: Réttarhöltliii í >tirn- berg. Þýzkaland: Hófst f ramhald réttarhaldanna gegn forsprökk- um nazista. Göring var hinn. brattasti í réttinum, en hins vegar leið yfir von Ribbentrop. Iran: Iranska stjórnin til- kynnti, að rússneska setuliðið hefði stöðvað herlið hennar, sem átti að bæla niður upp- reisnina í norðurhéruðum lands- ins. Frakkland: Samkomulag hef- ir náðst um stjórnarmýndun í Frakklandi undir forustu de Gaulle. Mansjúria: Harðar orrostur geysa milli hefs kommúnista og kínversku stjórnarinnar á ýms- um stöðum. Java: Róstur hafa aukizt þar aftur. Bretland: Attlee kom heim úr Ameríkuförinni. Bandaríkin: Flugmaður einn flaug 13.120 km., án lendingar. Er það met í langflugi. 21. nóvembér, miðvikudagur: Stjjórn de Gaullc. Frakkland: De Gaulle lauk stjórnarmyndun sinni. Hann er sjálfur forsætis- og landvarnar- málaráðherra, Bidault er áfram utanríkismálaráðherra og jafn- aðarmaður er áfram innanríkis- málaráðherra. Hermálaráðu- "neytinu er tvískipt, annast mað- ur úr katólska flokknum her- stjórnina, en kommúnisti sér um vopnaframleiðsluna. ThoreS, foringi kommúnista, er ráðherra án stjórnardeildar. Bandaríkin: Eisenhower hefir verið skipaður yfirmaður Banda- ríkjahersins í stað Marshalls og Nimits yfirmaður flotans í stað 1 King. Mac Nasney hershöfðingi hefir verið skipaður yfirmaður Bandaríkjahersins í Evrópu. Þýzkaland: Allir sakborning- arnir í réttarhöldunum í Núrn : berg neita þeim ásökunum, sem ! á þá eru bornar. Fiskiþingið ræðir fiest nauð- synjamál sjávarútvegsins (jathla Síó Nýju varðbátarnir Tímanum hefir borizt eftir- farandi greinargerð frá ríkis- stjórninni um kaup nýju varð- bátanna: — Hinn 27. júlí í sumar skrif- aði dómsmálaráðherra forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, og fól honum að athuga möguleika á því að kaupa, eða láta byggja varðskip. Um mánaðamótin júlí og ágúst fór forstjórinn til Bretlands, að tilhlutun sam- göngumálaráðherra, til þess að athuga möguleika fyrir bygg- ingu strandferðaskips þar. í Bretlandi sneri forstjórinn sér til sjóhernaðaryfirvaldanna (Admiralty), og fór þess á leit að fá keypt skip til landhelgis- gæzlu við ísland. Var þeirri málaleitun mjög vinsamlega tekið og skoðaði forstjórinn skip í ýmsum flotahöfnum í Eng- landi og Skotlandi, og yarð það úr, að þessi skip voru valin, og samþykkti ríkisstjórnin síðar kaup á þeim. Skip þessi voru notuð í styrj- öldinni, aðallega til þess að sigla í þýðingarmiklum erindum til Svíþjóðar og Noregs. Þegar svo striðinu lauk í Evrópu, voru skipin tekin . til gagngerðrar skoðunar og endurbóta, í því skyni að nota þau í styrjöldinni við Japani. Um það leyti, sem forstjóri Skipaútgerðarinnar var í Bretlandi, lauk styrjöld- inni við Japani, og opnuðust því möguleikar á að fá nefnd skip handa íslendingum. Var þá end- urbótum og viðgerðum haldið á- fram í því augnamiði að nota þau sem varðskip við ísland. Menn úr brezka sjóhernum sigldu skipunum hingað, og áttu þau að vera komin fyrir hálfum mánuði, og var búið að fastsetja komudaginn, en þeim seinkaði vegna þess að sveifar- ás brotnaði í einni vélinni í einu skipinu, og ýmsir aðrir gallar komu fram á þeirri vél, svo að seljendurnir gengu inn á að setja nýja í staðinn, en vegna verkfallanna í Bretlandi mun flutningur á vélinni hafa tafizt, og þess vegna seinkaði skipun- um meira en búizt var við í fyrstu. Skipin eru um 130 smálestir, bönd og bitar úr stáli, en birð- ingur úr mahogny. I hverjum bát eru fjögur vatnsþétt þil. Hvert skip hefir þrjár vélar, 800 til 1000 h. a. hverja, og þrjár skrúfur. Einnig hefir hvert skip tvær 15 • kilowatta rafmagns- stöðvar. Ganghraðinn getur verið mestur ca. 24 mílur á klst., en á einni vél um 12 mílur. Skipin eru mjög vel útbúin að öllum áhöldum, svo sem talstöð, hátalara, ljósakastara, raf- magnshraðamælir, " bergmáls dýptarmæjir o. fl. Á s. 1. hausti var gerður samn- ingur við slysavarnasveitirnar á Vestfjörðum um byggingu á nýju varð- og björgunarskipi fyrir Vestfirði. í samningnum var gert ráð fyrir að slysavarna- sveitirnar legðu fram allt að 200.000 kr. til kaupa eða bygg ingar sliks skips, með því skil- yrði, að skip þetta stundaði varðgæzlu fyrir Vestfjörðum á tímabilinu frá 15. október til aprílloka vetur hvern. Samkvæmt þessum samningi m,un eitt þessara skipa verða ætlað til þessarar þjónustu, ef þau reynast heppileg til þess, svosem gera má ráð fyrir. Vísitalan Kaupgjaldsnefnd og Hagstof- an, hafa reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar fyrir nóv embermánuð, og reyndist hún vera 284 stig, eða einu stigi lægri en í síðasta mánuði. Stafar lækkun þessi af verð- lækkun á molasykri en hann er nú greiddur niður úr ríkissjóði. Danska skipið Dronning Alexandrine, fór síðdegis í gær áleiðis til Færeyja og Danmerk- ur. Með skipinu fóru um 150 farþegar til beggja landanna. Fargjaldið með skipinu til Danmerkur er 400 kr. danskar á 1. farrými og fæðispeningar 12 kr. danskar á dag. Fargjald á 2. farrými til Danmerkur er kr. 100 ódýr- ara en á 1. farrými. Trúlofun. Fyrsta vetrardag opinberuðu trúlof- un sína að Gríshóli í Helgafellssveit, ungfrú Steinunn Hafliðadóttir og Illugi Hallsson bóndi þar. Átjánda Fiskiþing íslands kom saman til fundar hér í bænum á laugardaginn var og mun sennilega standa yfir í þrjár vikur. Þingið mun taka flest þau mál, sem ein- hverju varða útgerðina, til umræðu. * Þessir fulltrúar eiga sæti á þinginu: Fyrir Vestfirðingafjórðung: Óiafur Jónsson frá Elliðaey, Arngr. Fr. Bjarnason, ísafirði, lr. Jónsson frá Garðsstöðum, inar Guðfinnsson, Bolungar- vik. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Ól. B. Björnsson, útgm., Finn- bogi Guðmundsson, útgm., Margeir Jónsson útgm., Guðm. Einarsson, útgm. Fyrir Reykjavíkurdeild: Ing- var Vilhjálmsson, útgerðarm., Sveinn Benediktsson framkvstj., Þorvarður ' Björnsson, hafn- sögum., Hafsteinn Bergþórsson, útgm. Fyrir Vestmannaeyjadeild: Páll Oddgeirsson, útgm., Helgi ■Benediktsson, útgm. Fyrir N orðlendingaf j órðung: Helgi Pálsson, Magnús Gamal- íelsson, útgm., Guðm. Guð- mundsson, skipstj., Valtýr Þor- steinsson, útgm. Fyrir Austfirðingafjórðung: Árni Vilhjálmsson, útgm., Þórð- ur Einarsson, útgm., Arnþór Jensen, útgm., Vilhjálmur Björnsson, útgm. Af þeim málum, sem þegar hafa verið lögð fyrir þingið, má nefna þessi: Fisksölumál, olíu- samlög, Fiskimálanefnd og fisk- veiðasjóður verði lögð undir Fiskifélagið, vísitala sjávaraf- urða, fiskveiðaréttindi við Græn- land, sjómannabústaðir k ver- stöðvum , slysa- og stríðstrygg- ingar, útgerðin í vetur, banka- mál, siglingastöðvun og selveið- ar í norðurhöfum. Aðalfundur F.U.F. í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík var haldinn í Edduhúsinu síð- astl. miðvikudag. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundarstörf. Fráfarandi stjórn gerði grein fyrir starf- semi félagsins á liðnu starfsári og fjárhagsafkomu. Þá fór fram stjórnarkosning og voru kosnir í stjórn þessir menn: Guttorm- ur Óskarsson formaður, og And- rés Kristjánsson, Guðni Þórðar- son, Torfi Torfason og Stefán Jónsson meðstjórnendur. í full- trúaráð voru kosnir auk þeirra mannA er eiga sæti í félags- stjórninni, þeir Jóhannes Elías- son, Guðmundur Jörgenson og Sigurður Benediktsson. Á fundinum flutti Jóhannes Elíasson fróðlegt erindi um framtíðarstöðu íslenzka lýð- veldisins meðal þjóðanna. BÖÐULLINN (Hitler’s Madman) < Patricia Morison, John Carradine, I Alan Curtis. Sýnd kl. 5 og -9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Htjja Síé VANDAMÁLIÐ MIKLA með POUL BEUMERTS í aðal- hlutverkinu. Sýnd kl. 7 og 9 eftir ósk margra. Börn fá ekki aðgang. Ógnarnóttln. Henry Fonda. Dana Andrews. Sýnd kl. 5. Börn fá ekki aðgang. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR (jjppóti UfXT íslenzkt leikrlt. ippóUCýnincý Fiskverðið . . . (Framhald af 1. sídu) Þá samþykkti fundurinn svo- hljóðandi tillögu: „Almennur fundur útvegs- manna á Suðurnesjum, haldinn í Keflavík 19/11. lætur í ljós óánægju sína yfir hve seint hef- ir gengið að reikna út og greiða verðjöfnunargjald það, sem inn- heimt var af útfluttum fiski s.l. vertíð. Fundurinn skorar á rík- isstjórn og fiskimálanefnd að greiða hið allra fyrsta eftir- stöðvar verðjöfnunargjaldsins, svo að hægt verði að gera upp hluti skipverja, áður en næsta vertíð hefst.“ Þessi tillaga sýnir bezt, hvort Timinn hefir ekki haft á réttu að standa, þegar hann hefir verið að skýra frá vanskilunum og óreiðu Fiskimálanefndar. Mætti sú dæmalausa óstjórn, sem verið hefir hjá Fiskimála- nefndinni í þessum málum, vissulega flýta fyrir því, að hún verði lögð niður og verkefni hennar falin Fiskifélaginu. Aðalfundur (Framhald af 1. síðu) Pétursson, Jens Hólmgeirsson og Kristján Friðriksson. í fulltrúaráð Framsóknarfé- laganna voru kosnir: Arnór Guðmundsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Jakobína Ás- geirsdóttir, Ólafur Sveinsson, Sigurvin Einarsson, Sæmundur Friðriksson og Vigfús Guð- mundsson. Stjórn félagsins á einnig sæti í fúlltrúaráðinu. Menntaskólinn . . . i (Framhald af 1. siðu) nefndar fylgir tillögu þessari löng greinargerð frá skólameist- ara, þar sem rakin er sú mikla nauðsyn, sem Menntaskólanum er á þessari nýbyggingu. Menntamálaráðherra mun þegar hafa svarað bréfi frá skólameistara varðandi þetta mál. Tekur ráðherrann þar m. a. fram, að hann hafi falið húsameistara ríkisins að gera áætlanir um kostnað við húsa- gerðina i samráði við skóla- meistara. Ýmsar fréttir í stuttu máli Embættisveitingar. Svanbjörn Frímannsson, sem undanfarin ár hefir verlð for- maður Viðskiptaráðs, heíir ný- lega verið skipaður aðalbókan Landsbankans. Þorvarður Þorvarðsson, sem verið hefir aðalféhirðir Lands- bankans undanfarin þrjú ár, hefir verið skipaður í þá stöðu. Máishöfðun gegn heildverzlun. Dómsmálaráðherra hefir ný- lega fyrirskipað málshöfðun gegn stjórnendum heildverzlun- arinnar Guðmundur ÓLafsson & Co„ þeim Ebeneser Guðmundi Ólafssyni, Birni Guðmundssyni og Árna /Elíasi Árnasyni fyrir brot gegn verðlagslöggjöfinni, hlutafélagslögunum og 15. kafla hegningarlaganna. Fyrirtæki þetta var eitt þeirra heildverzlana, sem Viðskiptaráð kærði fyrir verðlagsbrot í fyrra, og hefir bráðabirgðarannsókn leitt í ljós að ólögleg álagning þess muni nema kr. 15.493.79. Ferðamenn! Tilvalin og varanleg jólagjöf handa frúnni og kærustunni, er litprentuð rós. Handa bóndanum og unnust- anum skipa-, dýra og landlags- myndir. Fyrir börnin flugvéla-, barna og dýramyndir. Allt í vönduðum og fallegum römmum. Verð og stærð við allra hæfi. RAMMAGERÐIN HÓTEL HEKLU (gengið inn frá Lækjartorgi). eftir H. H. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2. Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd við andlát og jarðarför mannsins míns Sigurðar Eiríkssonar. t Guðrún Þorsteinsdóttir, Langholtskoti. Hjartans þakkir til vina okkar og vandamanna fyrir heillaóskir, stórgjafir og ógleymanlega samverustund á silfurbrúðkaupsdegi okkar. RAGNHEIÐUR og STEFÁN Minniborg. Ú R B Æ N U Manneldissýningunni lauk í gærkveldi. Sýningunni hefir verfið veitt mikil athygli og hafa á 4. þúsund manns skoðað hana, en auk þess hafa undanfarna daga hópar skólafólks skoðað sýninguna í boði Kvennfélagasambands íslands, m. a. nemendur frá Húsmæðraskólanum i Reykjavík og að Laugarvatni, nem- endur frá Gagnfræðaskóla Reykjavík- ur og nemendur úr efstu bekkjum allra barnaskólanna hér í bænum. Rögnvaldur Sigurjónsson hélt píanótónleika í Gamla Bíó sl. þriðjud.. við húsfylli og mikla hrifn- ingu áheyrenda. Listamaðurinn fékk marga blómvendi og varð að leika tvö aukalög að síðustu. Ungfrú Elsa Sigfúss hélt fyrstu söngskemmtun sína í fyrrakvöld í Gamla Bíó, með aðstoð Pritz Weisshappel. Húsið var fullskip- að og undirtektir áheyrenda með á- gætum. Önnur söngskemmtun ungfrú- arinnar verður í kvöld. Landsfundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna var settur siðastl. þriðjudag. Mættir voru 40 fulltrúar frá hraðfrystihúsum víðs vegar á landinu. Á fundinum eru rædd ýms áhugamál hraðfrystihúsa- eigenda. Aflasölur. í seinustu viku seldu þessi skip afla sinn í Englandi og Belgíu: Gyllir 2992 kits fyrir 8.508 sterlingspund, ms. Rúna seldi 1248 kits fyrir 4.160 pund, Óli Garða seldi 2806 fyrir 7.461 pund, Sur- prise seldi 2910 kits fyrir 7.876 pund, Venus seldi 3642 kits fyrir 10.172 pund, Gylfi 3120 kits fyrir 8.888, Skutull eldi 2859 kits fyrir 7.918 pnud, Forseti seldi 3061 kits fyrir 8.098 pund, og ms. Rifs- nes, sem seldi í Belgíu fyrir 5000 pund. Nauðgun. Þann 1. nóv. s. 1. var kveðinn upp dómur yfir manni, sem var sakaður um nauðgun. Var hann sekur fund- inn og dæmdur í eins ár fangelsi. Þá var einnig kveðinn upp dómur í máli félaga hans, sem hafði aðstoðað hann við verknaðinn. Var hann dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir það og þjófnað. Nýtt starfsmannahús fyrir Elliheimilið. Nú er að verða lokið við byggingu á nýju starfsmannaheimili fyrir Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykja- vík. Þegar það er fullgert mun verða hægt að bæta við um 50 nýjum vist- mönnum og verða þeir þá samtals 220. Þórir Baldvinsson húsasmíða- meistari teiknaði húsið og hafði yfir- umsjón með byggingunni. Herbergja- skipun virðist mjög haganlega fyrir- komið og húsrúmið notað til hins ýtr- asta. Húsið mun kosta um 900 þús. kr. Reykjavíkurbær hefir lagt fram 370 þús. kr. og ábyrgzt 500 þús. Til Stokkhólms fóru með seinustu flugferð SILA þessir farþegar: Helgi H. Eiríksson, Guðbjörn Guðjónsson, Oddur Ólafsson Ragnar Sigurðsson, Kristín N. Sig- urðsson og Sigurður Sigurðsson: — Þá fóru með flugvél frá ATC til Englands: Karl R. Karlsson og Inga Gústafsdótt- ir. Með brezkri flugvél komu um helg- ina Einar Pétursson og Jón H. Krist- insson. — Og með síðustu ATC-flug- véi frá New York kom Oddný E. Stefánsson., Dvöl V 2. hefti þessa árs er nýkomið út fyr- ir skömmu og flytur meðal annars sögm- eftir Kristmann Guðmundsson, John Steinbeck, William Saroyan,, Hans M. Debes, Konrad Bercovici, Pet- er Freucen og W. Somerset íAaugham og kvæði eftir Steingrim Baldvinsson, Jónas Jóhannesson: Kára Tryggva- son og Harald Magnússon. Þá eru í heftinu greinar eftir Þórunni Magnús- dóttur og Hákon Mielche og fleira.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.