Tíminn - 09.01.1946, Side 1

Tíminn - 09.01.1946, Side 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 j PRENTSMHJJAN EDDA hl. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 AFGREIDSLA, INNHEIMTA 30. árg. Reykjavík, iiiiðvikiidagiiin 9. janiiar 1946 3. blað Hversvegna var stjórnarfrumv. um bygg- ingamálin frestað til framhaldsþingsins? Er það flutt til að sýnast fyrir bæj= arstjórnarkosningarnar, en eftir þær ætli svo stjórnarflokkarnir að halda áfram sama aðgerðaleysinu og hingað til? Nú fyrir bæjarstjórnarkosningarnar keppast allir stjórnar- flokkarnir við að lýsa því yfir, að þeir vilji allt gera til að bæta úr húsnæðisskortinum í bænum. Verk þeirra í ríkisstjórninni bera hins vegar merki um annað og eftir því eiga þeir vissulega að verða dæmdir í þeim kosningum, sem nú fara í hönd. Aðgerðaleysið á þing> inu í fyrra. Það er nú komið talsvert á annað ár síðan að ríkisstjórn- in var mynduð. Þá var húsnæð- isskorturinn þegar mjög tilfinn- anlegur, þótt hann hafi stór- aukizt síðan. Stjórnarflokk- arnir virtust samt alveg blindir fyrir honum, því að í stjórnar- sáttmálanum fræga var ekkert á byggingamálin minnst, enda þótt þar væri reynt að lofa öllu því, er til umbóta gæti talizt. í samræmi við þðfta leið fyrsta þing stjórnarinnar svo, að þess- um þýðingarmiklu málum var ekkert sinnt og stóð þetta þing þó í marga mánuði, svo að tím- inn var nógur til athafna. Þegar kom að þinglokum, flutti Bjarni Ben. tillögu um byggingamálin, þar sem skorað var á stjórnina að láta fara fram athugun á þvi, hvað hægt væri að gera til úrbóta. Þessi athugun var vitanlega alveg ó- þörf, þar sem ljóst var þá þeg- ar, hvaða ráðstafanir ætti að gera. Tillaga Bjarna^ var lika eingöngu flutt til að draga fram- kvæmdirnar á langinn og koma i veg fyrir, að tekin yrði upp skömmtun á byggingarefni og gerðar aðrar ráðstafanir, sem komið hefðu stórgróðamönnum og húsabröskurum illa. Hefðu stjórnarflokkarnir haft minnsta áhuga fyrir málinu, hefði strax verið hægt að ákveða fram- kvæmdirnar á þinginu i fyrra- vetur. Vegna þessa sinnuleysis stjórnarflokkanna á þingi í fyrra i byggingamálunum, var ekkert aðhafst til úrbóta í þeim á siðastl. ári. Afleiðingarnar urðu líka þær, að byggingarefn- inu var sóað í luxushús meðan skortur var á þvi til nauðsyn- legustu íbúðabygginga, húsnæð- isleysið hélt áfram að vaxa, braggaibúunum hélt áfram að fjölga og húsaleigan á svörtum markaði hækkaði enn stórlega. Þannig fór heilt ár meira en til spillis, vegna aðgerðaleysis stjórnarinnar. Er stjórnarfrv. flutt til þcss að sýnast? Þess hefði átt að mega vænta, að stjórnin, og þó sérstaklega félagsmálaráðherrann, reyndi að bæta úr þessu aðgerðaleysi á þinginu i fyrravetur með þvi að hafa undirbúnar þær tillög- ur, sem þingið fól henni að gera, þegar það kom saman i haust. Þessu var þó síður en svo að heilsa. Þegar þingið var búið að starfa á annan mánuð, án þess að nokkrar tillögur kæmu frá stjórninni, lögðu Framsóknar- menn fram ítarlegar og marg- þættar tillögur um lausn hús- næðismálanna. Þá fyrst, þegar þær tillögur voru komnar fram, fékk stjórnin fjörkipp, og tókst að ljúka frumvarpi, sem hún hafði í smíðum og leggja það fram nokkrum vikum seinna. Allar likur benda til, að frv. hennar hefði ekki enn séð dags- ins ljós, ef Framsóknarmenn hefðu ekki lagt fram tillögui sínar, enda eru mörg höfuðat- riðí þess tekin upp úr þeim, á- samt einni villu! Hefði stjórnin — og þó sér- staklega félagsmálaráðherrann — haft nokkurn verulegan á- huga fyrir þessu frumvarpi sínu, myndi hún vitanlega hafa beitt sér fyrir þvi, að það yrði sam- þykkt fyrir þingfrestunina og gæti því strax komið til fram- kvæmda upp úr áramótunum. Slíkum áhuga reyndist hins veg- ar ekki til að dreifa, því að stjórnin lét sér nægja, að málið færi í gegnum eina umræðu i annari deildinni og yrði síðan lagt í salt í þingnefnd og voru þó 2—3 vikur eftir til þingfrest- unarinnar, svo að ekki skorti tíma til að afgreiða málið. Hvaða afgreiðslu málið fær á framhaldsþinginu verður ekki .sagt með neinni vissu, en ekki er ólíklegt, að áhugi sumra stjórnarsinna hafi þá nokkuð minnkað, þar sem bæjarstjórn- arkosningarnar verða þá um garð gengnar. Mörg sólarmerki benda einmitt til þess, að stjórn- arfrv. um byggingamálin hafi fyrst og fremst verið flutt til að sýnast nú fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar, en ekki eigi að gera öllu meira með það. En jafnvel þó eitthvað af því verði samþykkt, hefir frestun þess fram á framhaldsþingið altaf gert það að verkum, að framkvæmdir samkvæmt þvi geta aldrei orðið nema tak- markaðar á þessu ári. trræði kjósendaima. Sú saga rikisstjórnarinnar í byggingamálunum, sem hér hefir verið rakin, sýnir bezt, að ekki er að ræða um mikinn á- huga hjá stjórnarflokkunum i byggingamálunum og eiga þeir þar allir óskipt mál. Kjósend- urnir hafa hins vegar öruggt (Framhald á 4. slðu). LONDON FÆR SINN GAMLA SVIP Framboö Framsóknarmanna í nokkrum kanpstöðum og kauptúnum Hér á eftir eru birt nöfn efstu manna á listum Framsóknar- flokksins í bæjar- og sveitastjórnarkosningum úti á landi. Fram- sóknarflokkurinn hefir lista í kjöri í öllum kaupstöðunum, nema í Hafnarfirði og á ísafirði, og í öllum kauptúnunum, en sums staðar þar hefir hann samvinnu við aðra flokka. Listi flokksins í Reykjavík hefir þegar verið birtur hér í blaðinu. London er nú óðum að komast £ sitt fyrra horf. Myndin, sem hér fylgir, var nýlega tekin af blaðamannagötunni frægu, Fleet Street. Pálskirkjan er í baksýn. Sendiherrabréf- in verða birt Eu þorir Fiimur ekki að líirta þau fyr en eftir kosningar? Eins og áður hefir verið sagt frá, skrifaði Hermann Jónasson forsætisráðherra bréf nokkru fyrir jólin þar sem hann óskaði þess, að birt yrðu opinberlega þau bréf, er sendiherra íslands í Kaupmannahöfn skrifaði hon- um 1939—1940 og fjölluðu um njósnarmálin. Tilefni þessarar beiðni voru þau, eins og kunn- ugt er, að dómsmálaráðherra hafði notað þessi bréf til árása gegn Hermanni Jónassyni og Framsóknarflokknum. Forsætisráðherra hefir nú svarað aftur og lofað því að bréf- in verði birt. Jafnframt skýrði hann frá því, að dómsmálaráð- herra myndi annast birtinguna. Enn hafa þó ekki orðið efndir á þessu fyrirheiti. Það skyldi þó aldrei vera, að dómsmálaráð- herrann teldi þessi bréf ekki eins óþægileg fyrir Framsókn- armenn og hann vildi vera láta, og telji því sjálfum sér heppi- legast að draga birtinguna fram yfir kosningar? íslendingur dæradur í Danmörku Borgararéttur Kaupmanna- hafnar hefir nýlega dæmt ís- lenzkan mann. Gunnar Guð- mundsson frímerkjakaupmann, í 12 ára fangelsi. Hann var á- kærður fyrir að ganga í S. S.- liðið þýzka í júlí 1944 og starfa í þjónustu þess i Danmörku og Þýzkalandi. Aðallega mun hann hafa unnið við þýzkar útvarps- ■sendingar til íslands. Gunnar krafðist sýknunar, þar sem hann væri útlendingur, en krafa hans var ekki tekin ':il greina. Dronning Alexandrine fór frá Kaupmannahöfn á laugar- dagsmorgun og er væntanleg hingað á fimmtudaginn. , Bruni að Reykjum í Hrútafirði Síðastl. föstudag eyðilagðist af eldi kennara- og nemenda- íbúð Reykjaskóla við Hrútafjörð. í húsi þessu bjuggu 15 nem- sndur og einn kennari. Eldurinn kom upp um kl. 10 árd., i forstofu hússins. Breidd- ist eldurinn óðfluga út og varð við ekkert ráðið. Þegar eldsins varð vart, sváfu tveir menn í húsinu. Þeir urðu að fara út um glugga, þvi ekki varð komizt öðruvísi út. Húsið var steinsteypt, en allt þiljað að innan með krossviði og texi. Það stóð um 100 m. frá aðalbyggingunni og urðu því (Framhald á 4. síðu). Akranes: Níu efstu menn á lista Fram- sóknarmanna til bæjarstjórnar- kosninga á Akranesi eru: Þórhallur Sæmundsson bæj- arfógeti, Guðmundur Björnsson kennari, Svavar Þjóðbjörnsson verkamaður, Vilhjálmur Jóns- son iðnnemi, Þóra Hjartar frú, Sverrir Bjarnason skrifstofu- maður, Sigurjón Jónsson verka- maðtir, Guðmundur Gislason bóndi og Daníel Friðriksson bif- vélavirki. Sijíluf jorður: Sex efstu menn á lista Fram- sóknarmanna á Siglufirði eru þessir: Ragnar Jóhannsson forstjóri, Eiríksína Ásgrímsdóttir frú, Skafti Stefánsson útgerðarmað- ur, Biarni Jóhannsson yfirlög- regluþjónn, Jón Kjartansson skrifstofustjöri og Friðleifur Jó- hannsson fyrrv. útgerðarmaður. Ólafsfjörður: Framsóknarmenn í Ólafsfirði hafa birt lista sinn við væntan- legar bæjarstjórnarkosnlngar 1 Ólafsfirði. Fjórir efstu menn listans eru: Árni Valdimarsson útibússtj. Björn Stefánsson kennari, Mey- vant Jónsson bóndi og Ágúst Jónsson trésmiður. Akureyri: Ellefu efstu menn á lista Framsóknarmanna við væntan- legar bæjarstjórnarkosningar á \kureyri eru þessir: Jakob Frímannss. framkvstj., Þorsteinn M. Jónsson skólastj., Marteinn Sigurðsson verkamað- ur, Guðmundur Guðlaugsson verksmiðjustjóri, dr. Kristinn Guðmundsson skattstjóri, Ólaf- ur Magnússon sundkennari, Gunnar Jónsson sjúkrahúss- gjaldkeri, Sigurður O. Björnsson irentsmiðjustjóri, Ármann Dal- nannsson verkamaður, Harald- ur Þorvaldsson verkamaður og rón Oddsson trésmiður. Neskaupstaður: Níu efstu menn á lista Fram- sóknarmanna í Neskaupstað eru ðessir: Níels Ingvarsson framkvæmda- ^tjóri, Guðröður Jónsson kaup- félagsstjóri, Ármann Magnússon útgerðarmaður, Sigurður Guð- jónsson trésmiður, Erlingur Ól- afsson verkamaður, Sigurður Friðbjörnsson byggingameistari Haraldur Brynjólfsson fiski- matsmaður, Jónas Valdórsson netagerðarmaður og Sveinþór Magnússon vélstjóri. Seyðisf jörður: Á lista Framsóknarmanna á Seyðisfirði eru þessir níu efstu menn: Árni Jónsson útgerðarmaður, ílialdið vildi held- ur fá luxusvörur en byggingarefni Mbl. reynir að bregða þeirri rógsögu fyrir sig í gærmorgun, að húsnæðis- leysið, sem nú er í Rvík, stafi af því, að Eysteinn Jónsson hafi notað inn- flutningshöftin fyrir styrj- öldina til að takmarka ó- hæfilega byggingar í Rvík. Með þessari rógsögu ger- ir Mbl. efsta mann íhalds- listans og borgarstjóra sinn að ósannindamanni, því að hann hefir oftar en einu sinni haldið því fram, að hér hafi síður en svo verið nokkurt húsnæðis- leysi, þegar stríðið hófst, heidur hafi margar íbúðir hér staðið auðar. En jafnframt er það líka víst, að ■ hefði ekki inn- flutningshaftanna notið við og stefna Sjálfstæðis- flokksins um ótakmarkað- an glingurvöruinnflutning fengið að ráða, myndi hafa fengist miklu minna bygg- ingarefni til byggingar- framkvæmda í Reykjavík, þar sem gjaldeyri hefði þá brostið til kaupa á því. Það var innflutningshöftunum fyrst og fremst að þakka, að jafnmikið var hægt að byggja í Reykjavík fyrir styrjöldina og raun ber vitni. íhaldið vinnur því sjálfu sér mest tjón með því að v^ra að tuggast á þessari rógsögu sinni. Það sýnir að til viðbótar öllum van- rækslu- og verknaðarsynd- um sínum í byggingarmál- unum, vildi það heldur láta flytja inn luxusvörur en byggingarefni fyrir stríð- ið. Hjálmar Vilhjálmsson bæjarfó- geti, Haraldur Víglundsson toll- vörður, Hermann Vilhjálmsson afgreiðslumaður, Jón Þorsteins- son íshúsvörður, Sigurður Vig- fússon póstur, Marinó Guðfinns- son verkamaður, Stefán Jónsson útgerðarmaður og Hallgrímur Ólafsson verkamaður. V ostrna ii nacy j ar: Níu efstu menn á lista Fram- sóknarmanna til bæjarstjórnar- kosninga í Vestmannaeyjum eru þessir: Sveinn Guðmundsson forstjóri, Jóhann Sigfússon útgerðarmað- ur, Þorsteinn Þ. Víglundsson skattstjóri, Einar Bjarnason skipstjóri, Helgi Benónýsson verkamaður, Auður Eirlksdóttir húsmóðir, Sigurður Guðmunds- son sjómaður, Jónas Helgason (Framhald á 4. slðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.