Tíminn - 09.01.1946, Page 3

Tíminn - 09.01.1946, Page 3
3. blað TÍMIW, migvikndagiim 9. janúar 1946 3 LA'RS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn Hláturinn þagnaði jafn skyndilega og hann hafði gosið upp, þvi að nú hentist Þór upp úr káetunni — og beint að dælunni. Það var ekki furða, þótt komið hefði leki að „Noregi“ við þessar ægi- legu sprengingar í vélarrúminu. Og Þór þurfti ekki lengi að fást við dæluna til þess að sannfærast um það, að gamli „Nor- egur“ hafði reynzt eðli sínu og gömlum vanda trúr í þessu efni. En Kristófer varð það nú fyrst fyrir að hlaupa eftir öxi og fá- einum sex-tommu-nögium, ojj síðan lagði hann hlerann yfir opið á vélarrúminu og negldi hann fastan. Að því búnu sneri hann sér að Jens og mælti: — Eftirleiðis lætur þú mótorskrattann afskiptalausan. Frá og með þessari stundu er því yfirlýst, að hann er ónothæfur og verður því ekki hreyfður, og ef þú dirfist að stíga fæti þínum aftur niður i vélarrúmið, þá læt ég þig sæta sama úrskurði. Það var suðaustankaldi, þegar „Noregur" nálgaðist ísröndina. Sólin hellti glampandi geislum sínum yfir dökkgrænar öld- ur Dumbshafsins. Lengra norður frá virtist Ijósari litblæ slá á sjóinn, unz allt rann saman í hvítri móðu, þar sem haf og him- inn mættust. Til austurs sást þó hilla uppi lágan, óra- langan bakka með hvössum strýtum og tindum. Þar var ís- jaðarinn. „Noregur" vaggaði sér undur notalega á rislágum öldunum. Skolur hafðist við uppi í útsýnistunnunni og reyndi að gera sér grein fyrir stærð og lögun ísflákans með aðstoð skipskíkis- ins. Hann Kristófer stóð við hlið hans, hélt með annari hendi um siglutréð og lét annan fótinn hvíla á tunnubarminum. Klukkustund leið af klukkustund, og þeir vpru þegar komnir framhjá fyrstu isjökunum. Nú var eina samfellda isbreiðu að sjá til norðurs eins langt og augað eygði, en af kastmyndunum á himninum réðu þeir, að þessi ís myndi samt vera allvökóttur, svo að þeir vmu hinir vonbeztu um, að þeir næðu landi trafala- lítið. Eftir því, sem þeir komust næst voru þeir út af eystri strönd Miklaflóa. Morguninn eftir voru þeir komnir langt inn í ísinn. Hvergi var minnstu lífshræringu að sjá. Þetta var ein þeirra dapurlegu auðna, sem helzt myndi minnti á steindan eða helfreðinn graf- reit og vakti óhug og ömurleik í huga sérhvers ishafsfara. Jafn- vel ísmáfurinn, sem þó er annars alls staðar nálægur, forðast þessar auðnir. Sérhver skipstjóri, sem setið hefir um stund uppi í útsýnistunnunni, og virt fyrir sér slíkt dauðans ríki, segir um leið og hann leggur kíkinn frá sér: — Við skulum reyna að kolnast sem fyrst úr þessu. Og þeir á „Noregi“ héldu nú áfram. Þeim lá meira á en svo, að þeir færu að leggjast um kyrrt í ísnum og bíða eftir því, að þeir kæmust í færi við sel. En þótt áfram væri haldið, voru þeir aðeins enn lengra inni í ísnum morguninn eftir. Þess sá- ust engin merki, að auður sjór væri fram undan, og allt var autt og dautt sem áður. Engin lifandi vera sást. Nú voru þeir búnir að vera tvo sólarhringa inni í ísnum í brennandi sólskininu, en alltaf höfðu þeir fundið einhverja smugu eða rennu til þess að komast eftir í þá átt, sem þeir kusu. Alltaf sóttist þeim þvi lengra og lengra norður og norðaustur á bóginn. Það var hrein- asta letilíf á skútunni, og þegar „Noregur“ loks rakst lauslega á jakasporð og stór og ferlegur isbjörn reis á fætur nokkra faðma frá þeim, urðu þeir svo forviða, að hann Kristófer var fulla mín- útu að ná j riffilinn og renna kúlu í þenna gamla loðinbarða. Þetta var sá hungraðasti ísbjörn, sem Skolur hafði séð um dagana. Hann var svo galtómur,'að þegar hann tók innan úr maganum, sagði hann: Skáiholt e/i Brynjólfur Sveinsson biskup er eitt af þeim stórmennum ís- landssögunnar, er gnæfir hátt yfir haf aldanna, í senn kirkju- faðir og lærdómsmaður, verald- arhöfðingi og fjáraflamaður og dyggur forsvarsmaður ættjarð- arinnar. Sá atburður, sem þjóð- inni hefir í margar aldir verið minnisstæðari en margt annað, sem meiri og dýpri áhrif hefir haft á framvindu sögunnar og þjóðlifsfc{:óunarinnar, er eiður Ragnheiðar biskupsdóttur, hinn ar ungu og fögru, er faðir hennar lét hana sverja í dóm- kirkjunni í Skálholti 11. maí 1661, að hún væri hrein og ó- snortin af öllum karlmanns- völdum. En síðán ól hún barn 15. febrúar árið eftir og veslast upp og dó, sennilega úr berklaveiki, 23. maí 1663. Um þessa harmsögu skrifaði Guðmundur Kamban hið mikla og ágæta ritverk sitt, er hann sneri síðan I leikrit. Er þar gefin ný skýring á barneign Ragnheiðar, eins og kunnugt er. Þetta leikrit tók Leikfélag Reykjavíkur til sýningar nú um jólin, og á það fyllstu þakkir skilið fyrir að hafa ráðizt í það. Þetta er eitt af þeim leikritum, er samin eru af íslenzkum höf- undi, sem sennilega ~er hvað fullkomnast að allri gerð. Lárus Pálsson æfði leikinn, en við brottför hans til útlanda tók Haraldur Björnsson við leik- stjórninni. Persónur leiksins eru allmargar, og sumar stórvel ieiknar. Er þar fyrst að nefna Þorstein Ö. Stephensen, er leik- ur Brynjólf biskup, Harald Björnsson, er leikur séra Sigurð Torfason dómkirkjuprest, Þóru Borg Einarsson, sem lék Ingi- björgu skólaþernu af mikilli prýði, Val Gislason, er lék Daða Halldórsson, Regina Þórðardótt- \ir Kamban ir, er lék Ragnheiði, Brynjólfur Jóhannesson, er lék Odd skóla- meistara Eyjólfsson og Soffíu Guðlaugsdóttur, er lék Helgu matrónu í Bræðratungu. Önnur Ragnheiður biskupsdóttir (Regina Þórðardóttir) hlutverk eru Margrét biskups- frú, leikin af Ingibjörgu Steins- dóttur, séra Torfi Jónsson, leik- inn af Gesti Pálssyni, sex prest- ar úr Árnesþingi leiknir af Jóni Aðils, Þorláki Guðmundssyni, Jóni Sigurbjörnssyni, Hendrik Berndsen. Lárusi Ingólfssyni og Valdimar Helgasyni, fjögur lítil kvenhlutverk, leikin af Rakel Sigurðardóttur, Dóru Haralds- dóttur, Ninu Sveinsdóttur og Önnu Guðmundsdóttur, og klukkusveinn í Skálholti, leikinn af Mogens O. Juul Er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á leik Rakelar, er fór mjög snot- urlega með lítið hlutverk, en mun þó lítt leiksviðsvön. Á smágalla á leiksviðsbúnaði á frumsýningunni hefir áður verið bent á í blöðum, svo sem frostrósirnar á glugga biskups- stofunnar milda haustið. klæðaburð séra Torfa og séra Þórðar Þorleifssonar frostavet- Síldarbollur. 2 saltsildir. 200 gr. soðið, saxað tíjöt. 750 gr. soðnar kartöflur. lVz dl. mjólk. Pipar. Rifið brauð. Tólg eða smjör til að steikja í. Síldin er afvötnuð daginn áð- ar en bollurnar eru gerðar. Treinsuð, roðflett, beinin tekin. 3öxuð með kartöflunum. Kjöt- inu, mjólkinni og piparnum blandað saman við. Búnar til hnöttóttar eða ílangar bollur. Þeim er velt upp úr brauðinu. Steiktar í tólginni á venjulegan hátt. Síldar-„gratin“. 2— 3 stórar saltsíldir. 1 kg. hráar kartöflur. 2 laukar. 3— 4 matsk. smjörlíki. 3—4 rifið brauð eða tví- bökumylsna. Síldin afvötnuð 1 sólarhring. Vatni skipt á henni einu sinni. — Síðan er hún roðflett, hreins- uð og beinin tekin burt. Flökin eru þvegin og þerruð með klút. Kartöflurnar eru hýddar og skornar í þunnar sneiðar. Lauk- urinn saxaður. Eldfast mót er 'smurt með feiti. Brauðmylsn- unni stráð innan í það. Á botn- inn er sett lag af kartöflusneið- um, síldin ofan á (skorin i 4—5 em: langa bita), slðan laukurinn og þá aftur kartöflur. Er þessu haldið áfram, þar til komin eru 2 síldarlög og 3 kartöflulög. — Síðast er smjörið brytjað ofan urinn mikla og glansinn á stíg- vélum Daða, er hann vitjar Ragnheiðar um nótt í Bræðra- tungu og hefir sundriðið hálf- ófær vatnsföll. Þetta er leikur, sem fólk ætti að gera sér far um að sjá. réttir á og mylsnu stráð yfir. — Mótið látið í ofn. Bakað í % klst. —• Ágætur miðdagsréttur. Steikt saltsíld. 3 saltsildar. 3 matsk. mjólk. 4 matsk. rifið brauð. 4 matsk. rúgmjöl. iy2 matsk. tólg. Síldin hreinsuð og afvötnuð daginn áður en hún er steikt. Þá er hún afhausuð, hryggur- inn tekinn og uggarnir klipptir af. Hverjum síldarhelming er skipt í tvo hluta, sem eru þerr- aðir vandlega. — Síðan er þeim dýft í mjólkina, velt upp úr rúg- mjölinu og brauðmylsnunni, sem blandað hefir saman. — Tólgin hituð á pönnunni, bit- arnir steiktir í henni. Bornir fram með brúnuðum lauk. Síldarbúðingur. - _ 2—3 saltsíldir, iy2—2 kg. soðn- ar kartöflur — 3 egg — y2 1. af mjólk — pipar — sykur — 1 matsk. smjör — rifið brauð. Sildin afvctnuð. Roðflett,, hreinsuð og beinin tekin, þerruð og skorin í smábita. Kartöflurn- ar hýddar og skornar í sneiðar. Þá eru kartöflurnar og síldar- bitarnir látnir í lög 1 smurðu formi. Neðsta og efsta lagið á að vera úr kartöflum. Eggin þeytt með mjólkinni, dálitlum pipar og sykri stráð út í. Þessu er síðan hellt yfir búð- inginn. Brauðmylsnu stráð efst. Bakað við venjulegan hita í % —1 tíma. Appelsínur komu með skipinu Empire Gallog, sem kom til Reykjavíkur frá Banda- ríkjunum í fyrradag. Það er innflytj- endasambandið, sem fær þessa send- ingu. Upphaflega var búizt við send- ingu fyrir jól, en flutningaerfiðleikar ollu því að svo varð ekki. Or.rusta fuglan.n.a (Skozkt œvintýri) • undan, en svo hratt flaug hrafninn, að hann var kom- inn þangað eftir drykklanga stund. Kóngssonurinn fékk þar góðan beina eins og nóttina áður. Þriðja morguninn beið hrafninn hans ekki eins og fyrr, heldur var nú kominn ungur og fríður piltur í lians stað. Hafði hann pinkil í hendinni. Kóngssonur- inn spurði piltinn, hvort hann hefði orðið var við stór- an, svartan hrafn þar á staðnum. Þá svaraði pilturinn: „Þú sérð hrafninn ekki framar, því að ég er hann. Ég var í álögum, og þú hefir leyst mig úr þeim. Fyrir þennan greiða gef ég þér böggulinn þann arna. Þú ferð sömu leið til baka og gistir eina nótt í hvoru húsi, eins og þú gerðir áður. En þú mátt ekki skilja böggulinn við þig fyrr en þú kemur á þann stað, er þú kýst helzt að dvelja á.“ Kóngssonurinn sneri nú baki við piltinum og hélt heim. Hann gisti sem fyrr hjá systrum hrafnsins. Þegar liann átti skamma leið ófarna til húss föður síns, þurfti hann að ganga gegnum þéttan skóg. Honum fannst pinkillinn þyngjast í sífellu. Hann ákvað þá að gæta að því, hvað í pinklinum væri, opnaði hann og rak þá í rogastanz. Skyndilega birtist honum þarna fegursti Sannleikurinn um atburðina í Mayerlinghöllinni 1889 (Niðurlag) Þegar kelsarinn heyrði það, að frændi hans hefði farið úr landi □g væri jafnvel týndur, sá hann eftirL fljótræði sinu og gerði út leiðangur til að leita hans. Sú leit bar þó ekki neinn árangur, því að Johan hafði komið sér undan á undraverðan hátt. Honum tókst með einhverju móti að koma þeirri sögu af stað, að hann hefði lagt í sigl- ingu umhverfis jörðina og far- izt í ferðalaginu. En í raun og veru fór hann aðeins til Dan- merkur. Þar kvongaðist hann danskri konu, og átti með henni dóttur, Alexöndru að nafni. Þegar hin danska kona Johans dó, íluttist hann til Noregs með dóttur sina. Þar kvongaðist hann í annað sinn norskri konu og eignaðist með hennli fjórar dætur. En dóttir hans frá fyrra hjóna- bandi kvongaðist norskum manni og átti með honum son, sem er á lifi og heitir Rögnvald Jörgensen. Hann er nú talinn öllu löglegri erfingi austurriska kjördæmisins en Otto prins af Habsburg, sem gerir tilkall til rikiserfðanna. Þegar Johan fór til Norður- landa.tók hann, upp nafnið Hugo Köhler og gekk síðan undir því til dauðadags. Honum tókst að varðveita leyndarmál sitt — já, jafnvel fyrir sínum nánustu, konu sinni og börnum. Þau urðu þess þó smátt og smátt áskynja, að hann myndi vera af kon- ungaættum. Hann lét oft sem dætur sinar væru prinsessur og áleit, að þeim bæri að haga sér samkvæmt því. í hinni löngu legu sinni siðastliðið vor talaði hann oft um gamla þjóðsögu um öldunginn úr norðrinu, sem endurreisa skyldi gamla Habs- borgara keisaradæmið. — Þá skildu kona hans og börn, að hann hlyti að vera af Habsborg- araættinni. í veikindum sínum talaði hann oft upp úr svefnin- um og sagði þá stundum þessa setningu: „Ach nein, Onkel Franz Josef.“ Stundum þegar hann sat í stól sinum sagði hann svipað og þá í hálfum hljóðum við sjálfan sig. Borgarbúar í Kristianssand sakna nú gamla mannsins. Hann gekk daglega um götur bæjar- ins með stóran hund, sem alltaf var tryggur förunautur hans. Johan var,' ef vel var athugað, mikið svipaður Franz Josef keisara og þann svip munu austurrískir liðsforingjar hafa uppgötvað, er þeir dvöldu í Kristianssand á hernámsárun- um. Einn þeirra, er var á sínum tíma handgenginn nokkrum ættmennum hins fyrrverandi keisara, sagði, að Hugo væri án efa af keisaraættinni. Auk þess hafði ein dætra hans dvalið um tíma í Þýzkalandi og hitt þar gamlan Austurríkismann, er varð undrandi er hann sá mynd af föður hennar. „Þetta er enginn annar en Johan hertogi", sagði hann. Þessi orðrómur fékkst þó aldrei staðfestur, fyrr en eftir dauða gamla mannsins. A hernámsárunum heimsóttu hann nokkrum sinnum austur- rískir liðsforingjar, sem höfðu heyrt orðróminn um ætterni hans og sögðu, að það væri hann, ,en ekki Hitler, sem þeir berðust fyrir. Gestapo komst á snoðir um þessar heimsóknir og orðróminn um hinn rétta upp- |runa Johans og lét fara fram rannsókn í málinu. En sú rann- sókn bar engan frekari árangur. Köhler gamli neitaði ákveðið að vera Johan hertogi og sýndi þeim skilríki sín, sem hann hafði notazt við í 55 ár. Hinir þýzku lögreglumenn tóku sann- anir hans gildar, en sögðu um leið, að þeir væru búnir að fá nóg af viðskiptunum við Otto af Habsburg, þó ekki kæmi nýr ríkiserfingi til sögunnar. — Og þar með var málið útkljáð að sinni. Heilsu Köhlers hafði mjög seinustu árin cg fékk hann oft taugaáföll. Það kom fyrir, þeg- ar hann veiktist og hélt.að hann ætti skammt eftir ólifað, að hann fór að láta á sér skilja, að hann þyrfti að Ijósta upp leyndarmáli, áður en hann félli frá, en daginn eftir var hann venjulega búinn að ná sér, svo ekkert varð úr frásögn- inni. Johan hertogi var* hæglátur maður, með brún augu og hvítt sítt skegg. Seinni árin var hann mjög lítið á mannamótum og kaus helzt að vera einn. í Austurríki vissi enginn um hin réttu afdrif Johans, eins og fyrr er sagt. Almennt var því slegið föstu, að hann hefði far- izt í ferðalagi sínu umhverfis (Framhald á 4. síðu)..

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.