Tíminn - 15.01.1946, Blaðsíða 1
| RITSTJÓRI: |
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON |
; ÚTGEPANDI: |
FRAMSÓKNARFLOKKTJRINN '
Símar 2353 og 4373
\ PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
í V
RITST JÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Slmar 2353 og 4373
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A
Síml 2323
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
30. árg,
Reykjjavik, þriðjmlagmu 15. jjanáar 1946
8. blað
Afleiðing af verðbólgustefnu r íkisstjórnarinnar
Stórkostiegur hörgull á sjómönn-
um í Vestmannaeyjum
Neyðarkall Landssamb. útvegsmanna
Öðru hverju hafa birzt í Morgunblaffinu heldur ömurlegar
lýsingar á því, hvernig nú horfir um málefni sjávarútvegsins —
afkomuvonir mjög tvísýnar, aiit á huldu um söluvonir og.stór-
mikill hörgull á sjómönnum á vertíðinni. Skyldi þó enginn halda,
að þaff blaff máli ástandið dekkri litum heldur en ástæffa er til,
enda vita allir, sem til þekkja ,aff hér er sízt of mælt. Nú um
helgina var svo lesin í útvarpiff auglýsing frá Landssambandi
útvegsmanna, sem fyrir hönd útvegsmanna í Vestmannaeyjum
auglýstu eftir sjómönnum á bátaflotann og hétu hverjum þeim,
er þessu vildi sinna, ókeypis fari til yja. Er þessi auglýsing, til
áréttingar því, sem sagt hefir veriff um þessi mál áffur í aðal-
sluðningsblaði ríkisstjórnarinnar, nokkuff alvarleg áminning um
þaff, hvernig nú er komiff högum annars aðalmáttarstólpa þjóff-
félagsins, sjávarútvegsins.
j Vísi hefir ekki ver-1
j ið svarað enn
Það eru nú liffnar tvær j
vikur síffan Vísir bar fram |
! þá áskorun, aff Sjálfstæff- |
I isflokkurinn lýsti því yfir
j skýrt og skorinort, aff hann
j myndi ekki vinna meff
j kommúnistum í bæjar- I
Sstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæffisfl. hefir enn
I ekki svaraff þessari áskor-
un einu orffi.
Ástæffan er sú, aff þaff er
j þegar ráffiff, aff þessir
! flokkar vinni saman í
bæjarstjórninni, eins og
þeir vinna nú saman í rík- j
isstjórninni og Dagsbrún. j
Seinasta úrræffi Bjarna j
til að dylja þetta, er aff j
halda því fram, aff þaff sé i
keppikefli Framsóknar- j
Imanna aff eignast fulltrúa j
í bæjarstjórninni til aff j
vinna meff kommúnistum! j
Þetta er þinghúsbrunaaff- í
ferðin gamla, sem er fólg- j
in í því, aff kenna öffrum j
um þaff, sem ákærendurn-
ir eru sekastir um sjálfir j
effa hafa í hyggju aff gera. !
Þaff rétta er, aff Fram- j
sóknarmenn berjast fyrir j
því aff fá fulltrúa kosinn j
í bæjarstjórnina til aff
geta flett ofan af fyrirhug-
Iaffri samvinnu kommún-
ista og íhaldsins í bæjar-
stjórninni og geta barizt
þar fyrir umbótamálunum,
sem þessi sambræffsla ætl-
ar aff stöffva.
Þeir, sem kjósa Bjarna
Benediktsson eru aff kjósa
samvinnu viff kommúnista!
Þeir, sem kjósa B-listann
eru aff kjósa fulltrúa í
bæjarstjórnina, sem getur
flett ofan af samstarfi j
kommúnista og Bjarna!
ERFITT HLUTVERK
Mynd þessi er af Paasikivi, hiniim
sjötuga forsætisráðherra Finna. Talið
cr að Paasikivi eigi nú erfiða daga.
því að Rússar herði stöðugt á kröf-
um sínum, einkum í sambandi við
réttarhöldin.
Þessi auglýsing Landssam-
bands útvegsmanna þarf í sjálfu
sér ekki að vera mönnum neitt
undrunarefni, því að það var
ljóst fyrirfram, að ekki myndi
fást nægur mannafli á báta-
flota landsmanna á þessari ver-
tíð, sem nú er að hefjast. En
eigi að síður er hún ærið alvar-
legt umhugsunarefni á marg-
an hátt og varpar skýru ljósi
yfir það, hvernig nú er högum
komið í þjóðfélaginu undir
verndarvæng ,„nýsköpunar“-
stjórnarinnar.
Vestmannaeyjar hafa um
langt skeið verið stærsta ver-
jstöð landsins. Þaðan eru nálægt
áttatíu stórir vélbátar gerðir út
á einhver árvissustu og feng-
sælustu fiskimið, sem til eru við
íslandsstrendur. Þangað hefir
jafnan streymt mikill fjöldi
fólks á vertíð, því að hvergi hafa
skiprúm verið öllu eftirsóttari
en einmitt þar. Venjulega hef-
ir orðið su5 birta strengilegar og
margendurteknar aðvaranir til
þess, að ekki leitaði þangað
fleira fólk heldur en unnt var
að veita atvinnu, þrátt fyrir allt
það, sem þar hefir verið ausi'ð
úr djúpi hafsins.
Nú er hins vegar svo komið,
að til Vestmannaeyja fæst ekki
sá mannafli, sem nauðsynlegur
er til þess, að bátunum verði
haldið úti á vertíðinni. Sérstök
fríðindi eru boðin og iafnvel
skírskotað til þegnskapar
manfia, en það virðist lítt duga.
Svipað eða jafnvel enn verra
mun ástandið vera í ýmsum
öðrum verstöðvum landsins.
Það þarf ekki langar vanga-
veltur til þess að sjá, hvaða á-
hrif þetta ástand hlýtur að hafa
á afkomu þjóðarinnar á næstu
misserum. Sjávarafurðirnar eru
aðalútflutningsvörur lands-
manna, og á þeim byggist fram-
ar öllu viðskiptageta þjóðarinn-
ar út á við. Samdráttur útvegs-
ins þýðir því óumflýjanlegan
samdrátt alls viðskipta- og at-
vinnulífs í landinu og hlýtur að
kippa fótunum undan allri vel-
megun á mjög skömmum tíma.
í kjölfar hans hlýtur að koma
fjárhagshrun og atvinnuleysi.
Þessar geigvænlegu horfur
hljóta að vekja því meiri at-
hygli sem núverandi rikisstjórn
þóttist í upphafi ætla að hlynna
stórkostlega að sjávarútvegin-
um og bæta skilyrði hans til
vaxtar og viðgangs. Árangurinn
af starfi hennar og stefnu er nú
hins vegar kominn á daginn og
talar öðru máli. Verðbólgan,
sem hún hefir haldið uppi í
landinu, er að gera það að verk-
um, að við erum ekki lengur
samkeppnisfærir í helztu mark-
aðslöndunum, og heima fyrir er
svo komið, að ekki reynist leng-
ur kleift að halda uti þeim bát-
um sem til eru, vegna þess, að
menn fást ekki til þess að vinna
framleiðslustörfin.
Á þessum grundvelli hyggst
ríkisstjórnin að byggja hina svo-
kölluðu nýsköpun sína. Á þess-
úm grundvelli á að reka útgerð
hinna nýju togara, sem keyptir
eru fyrir nær helmingi hærra
verð heldur en enskir útgerðar-
menn treystu sér til að kaupa
þá fyrir og þörf hefði verið að
greiða fyrir þá, samkvæmt upp-
lýsingum Gísla Jónssonar al-
þingismanns. Á þessum grund-
velli á að hefja útgerð Svíþjóð-
arbátanna. Geta menn ekki gert
sér í hugarlund, hvernig ganga
muni að láta þá útgerð bera sig,
eins og allt er í pottinn búið.
Geta menn ekki gert sér í hug-
arlund, hvernig ganga muni að
fá menn á nýjan skipastól? Og
hvar er þjóðin komin, ef ekki er
hægt að reka þessi nýju tæki á
heilbrigðan hátt eða þau verða
látin liggja ónotuð vegna
mannaskorts? Þessum spurning-
um ættu stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar að velta vel fyrir
(Framhald á 4. síðu).
Stuðningsmenn B-listans
Ef þiff geriff allir skyldu ykkar, er auffvelt aff tryggja
kosningu Pálma Hannessonar og steypa jafnframt í-
haldsmeirihlutanum í Reykjavík! Muniff jafnframt eftir
aff koma á kosningaskrifstofuna, sem er í Edduhúsinu viff
Lindargötu, opin kl. 10—22 daglega, símar G0G6 og 2323.
Hversvegna er utanríkis-
málunum haldið leyndum
fyrir kjósendum?
Borbhatd Gbnngs í fangelsinu
Mynd þessi er tekin af Göring fyrir nokkru.er hann var að matast í
fangclsinu. Göring hefir horazt mikið undanfarið, enda mun kosturinn vera
ólíkt fátæklegri nú cn áður fyrr.
„Vimmfriðiu*44 st.iómajpiimar í reynd:
Verkfailið í Sandgerði
heidur ennþá áfram
Enn hefir ekki náðst samkomulag í vinnudeilunni í Sand-
gerffi, þótt verkfalliff þar sé búiff aff standa í hálfan mánuff og
miklar samkomulagsumleitanir hafi fariff fram allan þann
tíma.
Hins vegar hafa fjögur verk-
lýðsfélög, Dagsbrún og Þróttur
í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði
og Sjómanna- og Verkalýðsfé-
lag Keflavíkur lýst yfir samúð-
arverkfalli frá 17. þ. m., ef sam-
komulag hefir ekki náðst fyrir
þann tíma.
Vinnustöðvun þessi i einni
helztu verstöð landsins, þegar
vetrarvertíðin er að byrja,
sýnir vel, hvernig stjórnarflokk-
arnir efna loforð sin, því að eitt
helzta loforð þeirra i stjórnar-
sáttmálanum fjallaði um það,
að stjórnin ætlaði að tryggja
vinnufriðinn í landinu!
Ofviðrið ura helgina
Síðastl. sunnudag var eitt
mesta hrakviðri, sem hér hefif
komið lengi, bæði úrhellisrign-
ing og þvassviðri. Víða urðu
skemmdir á símum og vegum,
m. a. stöðvuðu skriðu skriðu-
hlaup alla umferð í Hvalfirði.
Vegna símabilana hefir enn
reynzt erfitt að fá fréttir utan
af landi.
Æskulýðsfundurinn
á Akranesi
Síðastl. sunnudag var haldinn
stjórnmálafundur ungra manna
á Akranesi að tilhlutun æsku-
lýðssamtaka allra flokkanna.
Ræðumenn ungra Framsóknar-
manna voru Guttormur Óskars-
son og Þórarinn Þórarinsson.
Deildu þeir fast á stefnu ríkis-
stjórnarinnar og ýms verk henn-
ar. Fulltrúar stjórnarflokkanna
forðuðust hins vegar að tala um
þau mál og töluðu mest um
Rússland og aístöðu Sjálfstæð-
isflokksins til nazismans fyrir
stríðið!
Ræðumenn Framsóknarflokks-
ins fengu góðar undirtektir. Að
öðru leyti bar fundurinn þess
merki, að kommúnistar hafa
eflzt á Akranesi á kostnað
hinna stjórnarflokkanna og er
það ekkert undarleg afleiðing
af upplausnarstefnu og vinnu-
brögðum stjórnarinnar.
Hvað gerir st jórnin til
að afla nýrra raark-
aða og viðskipta?
Fyrir nokkru síffan var skýrt
frá því aff senda ætti menn
til Bretlands til samninga.
Nánara hefir svo ekki veriff
sagt frá þessu. Ekkert hefir
heldur frétzt um þaff, hvort
sendir hafi veriff menn í
samningaerindum til Banda-
ríkjanna effa Miff-Evrópu-
landa. Um öll þessi mál ríkir
fyllsta þögn og skiptir þó
þjóffina ekki annað meira en
reynt sé aff afla henni mark-
affa og auka útflutningsverzl-
un hennar á allan hátt.
Það virðast ýera hefðbundin
vinnubrögð að halda leyndu fyr-
ir þjóðinni því, sem gerist í ut-
anríkis- og verzlunarmálum.
Þjóðin hefir nú þegar veður af
því, hvert ríkisstj órnin stefnir
málum hennar. Það væri því
hollast fyrir ríkisstjórnina að
segja sannleikann, svo að þjóðin
geti með opnum augum tekið
því, sem nú er að bera að hönd-
um. —
I Svo mikið er vitað, að keppi-
Inautar okkar í nálægum lönd-
um eru nú ekki aðgerðalausir.
Þeir eru í óðaönn að opna sér
stóra markaði í fyrrverandi
markaðslöndum okkar íslend-
inga. — Tvennt stuðlar að þessu.
Vegna verðbólgustefnu ríkis-
stjórnarinnar geta keppinautar
okkar hvarvetna undirboðið
okkur — við erum 'ekki sam-
keppnisfærir. í annan stað er
ekki vitað, að neinar sendi-
nefndir hafi verið sendar héðan
— nema Einar Olgeirsson til
Rússlands og nálægra landa. —
Það verður að krefjast þess, að
ríkisstjórnin gefi þjóðinni
skýrslu um ástandið og hvað
hún er að aðhaíast til þess að
afstýra þeim voða, sem nú er
stefnt að þjóðinni, ef markaðir
hennar lok^st. — -
Það er komið sem komið er,
og nú verður að snúast gegn
mfiðleikunum eins og maður.
^au vinnubrögð að sitja og
ralda að sér höndum, þegja og
iylja þjóðina því, sem er að ger-
rst, er lítilmannlegt og óhyggi-
egt — þó að það kunni að geta
ijargað npkkrum atkvæðum
fram yfir bæjarstjórnarkosn-
Ingar. —
Ýmsarfréttir
Albanía lýffveldi.
Hið nýkjörna þing Albaniu
hefir samþykkt að landið skuli
vera lýðveldi og konungdómur
Zog skuli þvi aínuminn fyrir
fult og allt.
Starfsemi UNNRA.
Á vegum UNNRA er nú búi'ð
að flytja til Evrópu 3 milljónir
smál. af matvælum.
(Framhald á 4. síðu).