Tíminn - 15.01.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1946, Blaðsíða 4
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna \ , er í Edduhúsinu. Sími 6066. 4 REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 15. JM. 1946 8. blað Þjoðarvilji Afleiðing af verð- bólgustefnunni (Framhald af 2. síöu) sér. Er ekki kominn tími til þe&s, aö reynt sé að stinga fót- um viö og draga þaö úr verð- bólgunni, að okkur verði ekki al- gerlega skákað út af mörkuðum í helztu viðskiptalöndum okkar Og væri svo ekki vitið meira að gera síðan einhverja áætlun um notkun vinnuaflsins í land- inu og tryggja það, að hægt sé að nota helztu framleiðslutæki þjóðarinnar. En í stað þess að snúast við ástandinu eins og mönnum sæmir og viðurkenna, hvernig komið er, ætlar ríkisstjórnin sýnilega að halda áfram sama leiknum og hún hefir leikið fram að þessu. Hún ætlar aö kaupa sér líf enn um stutta stund með því að taka á ríkið ábyrgð á fimm aura hækkun á fiskverð- inu, þótt öllum sé ljóst, henni sjálfri ekki síður en öðrum, að' slíkt örþrifaráð getur aðeins orðið til bráöabirgða, enda þann- ig að orði komizt í sjálfu Morg- unblaðinu. Svo mikið er henni í mun aö fleyta sér áfram með- an flotið verður á hinni ógæfu- samlegu siglingu hennar út að feigðarósnum. Aðalfundu Skíðafélags Reykjavíkur var haldinn fyrra fimmtudag. Por- maður félagsins, Kristján Ó. Skag- fjörð, skýrði frá starfsemi þess á sl. 1. ári. Á síðasta starfsári var farið í 22 skiðaferðir á tímabilinu frá nóv. til apríl. Þátttakendur í ferðunum voru alls 1955, og er það meira en nokkru sinni áðm- í sögu félagsins. Félagatalan jókst á árinu um rúml. 50. Eru félagar nú alls 844, og eru 100 þeirra ævifélag- ar. Stjórn Skíðafélagsins skipa þessir menn: Kristján Ó. Skagfjörð, formað- ur, Magnús Andrésson, varaformaður, Eiríkur Beck, Einar Guðmundsson og Kjartan Hjaltested. Leikfélag Reykjavíkur sýnir hinn sögulega sjónleik Skál- holt eftir Guðmund Kamban annað kvöld kl. 8 í 10 sinn. Hefir aðsókn að leiknum verið afar mikil og hafa að- göngumiðar selzt upp á stuttum tíma. Kosningaskrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 6066 og 2323. Síldveiði. Óvenjuleg síidárganga hefir undan- farið gengið inn á sundin. Fjórir bátar stunda nú sldveiðar á Kleppsvík og Viðeyjarsundi og veiða. þeir vel. Eru dæmi til þess að bátarnir hafi fengið 35 tunnur sildar yfir daginn. Aflasölur. Síðan um áramót hafa þessi skip selt afla sinn í Bretlandi: Bv. Geir seldi 2456 vættir fyrir 7714 sterlings- pund, Ms. Grótta seldi 3256 vættir fyr- ir 10493 stp., Bv. Viðey 2747 v. fyrir 8508 stp., Bv. Haukanes seldi 1840 v. fyrir 5798 stp., Bv. Skutull seldi 1854 vættir fyrir 6806 stp. Bv. Helgafell seldi 3295 vættir fyrir '9061 stp., Bv. Júpíter seldi 2798 klt fyrir 11369 stp., Bv. Tryggvi gamli seldi 2315 vættir fyrir 7199 stp., Ms. Fagriklettur seldi 1876 vættir fyrir 6125 stp„ Bv. Gylfi seldi 2904 kit fyrir 9735 stp. Bv. Forseti seidi 2585 kit fyrir 8392 stp., Bv. Óli Garða seldi 2918 vættir fyrir 8616 stp. Bv. Maí seldi 2846 vættir fyrir 8882 stp., Ms. Richard seldi 1444 vættir fyr- ir 4594 stp. Reykvíkingar! Stuðningsmenn B-listans, sem fara úr bænum fyrir kjördag ættu að muna eftir að kjósa áður en þeir fara. — Kosið er í Hótel Heklu. Innbrot. var fyrra föstud. framið í tvo íbúðar- skúra. Var annar þeirra hjá Selja- landi, en hinn í görðunum í Laugar- nesi. í skúrnum hjá Seljalandi fann þjófurinn ekki neítt nema tómt pen- ingaveski og lindarpenna. í hinum skúrnum fann þjófurinn ekkert, en skildi þar eftir veskið, sem hann stal Hitt er látið eins og vind um eyrun þjóta, þótt höfuð atvinnu- vegir þjóðarinnar séu hvorki samkeppnisfærir á erlendum markaði né innlendum vinnu- markaði. En þeir veröa fleiri og fleiri, sem sjá, hvernig allt sigur á ógæfuhliö í þjóðfélaginu undir handarjaðri og fýrir aðgerðir þeirrar verðbólgu- og óreiðu- stjórnar, sem nú situr að völd- um. En þaö er ekki nóg, að menn sjái. Það skiptir mestu máli, að reynt sé að bjarga því, sem bjargað verður. Nú fara í hönd tvennar kosn- ingar, bæjarstjórnarkosningar og þingkosningar. Við kjörborð- ið geta menn talað' því eina máli, sem forsprakkar núver- andi stjórnarflokka virðast skilja. Það er mál atkvæða- seðlanna. Nógu sterk andúð myndi fá miklu áorkað um það, að þeir, sem ekki stefna beinlín- is að því að koma öllu atvinnu- lífi í landinu í kaldakol, sæju að sér og reyndu að snúa við á þeirri háskabraut, sem þeir hafa gengið. ' Niðurstaða bæjarstjórnar- kosningánna 27. janúar gæti verið fyrsta aðvörun til þessara vegavilltu ógæfumanna. úr skúrnum hjá Seljalandi. Það er því nokkur veginn talið víst, að sami mað- urinn hafi framið bæði innbrotin og hefir hann gert það á tímabilinu frá hádegi og til kl. 6. Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn hefir tjáð blaðinu, að ekkert nýtt hafi komið fram í morðmálinu og því allur orðrómur, sem gengið hefir um það að morðinginn væri fundinn er því ósannur. og gripinn úr lausu lofti. Nýir kaupendur. Nýir kaupendur að Tímanum i Reykjavík og nágrenni fá blaðið ó- keypis til 1. febrúar. Gerist áskrifend- ur í dag og fylgist með tímanum. Landsbókasafnið. verður nú framvegis opið daglega frá kl. 10—10, alla virka daga, en undanfarið hefir það aðeins verið opið frá 1—7 daglega. Þessi nýbreytni var tekin upp við safnið fyrir nokkrum árum, en féll þá aftu miður, sökum ltillar aðsóknar á kvöldtímunum. Er þessi breyting mikils virði fyrlr alla þá, sem vegna sinna daglegu starfa hafa ekki getað notað safnið eins og skildi og er vonandi, að menn noti sér þetta tækifæri. Happdrætti Háskóla íslands. Athygli skal vakin á auglýsingu happdrættisins í dag. Þar sem happ- drættið var nálega uppselt í fyrra, en mikil eftirspurn eftir nýjum miðum, er áríðandi, að menn kaupi sér miða í þessari viku. Eftir helgina mega menn búast við því, að númer þeirra verði seld öðrum. Happdrætti S? f. B. S. Flugvél sú, sem dregið verður um í Happdrætti S. í. B. S. er nú komin til landsins. Er það fjögurra manna flug- vél, sem lent getur bæði á sjó og landi. Dregið verður 1. febrúar á afmælis- degi Vinnuhælisins að Reykjalundi. En 1. febr. n. k. er liðiö ár síðan fyrstu vistmennirnir komu að Reykjalundi. Iðnneminn. 1. árg. 1. tölubl. er fyrir nokkru kom- inn út. Blaðið hefir áður verið gefið út í litlu upplagi, einungis handa með- limum Iðnnemafélagsins. Af efni þessa blaðs má nefna: Ávarp frá stjórn Iðn- nemasambandsins, Möguleikar til framhaldsnáms á Norðurlöndum, Auk- inn styrkur, aukin verkefni, Iðnnemi og G-smiður ræðast við. tvö kvæði, grein um 3. þing Iðnnemasambandsins eftir Árna Þór o. m. fl. * Skákþing Reykjavíkur hófst á sunnudaginn var. í meistara- flokki eru 9 keppendur, í 1. flokki 10 og í 2. flokki 4. Sænsku námskeiffin við Háskólann byrjuðu aftur í gær. „Kooperatören“, málgagn norska samvinnusambandsins, flutti í ágústhefti sínu í sumar merkilega forustugrein, sem fyllilega er þess virði, að hún sé kynnt íslenzkum lesendum. Hljóðar hún þannig í lauslegri þýðingu: „Kaupmannablað Noregs ræddi nýlega spurninguna um það, hvaða aðíli, samvinnumenn eða samkeppnismenn, hefði bet- ur þjónað þörfum viðskipta- mannanna stríðsárin og eigi þess vegna meira fylgi að fagna við friðarbyrjun. Spurningunni er vandsvarað, segir blaðið, og því óréttmætt að taka af skar- ið. Svo mikið má þó segja með sanni, að yfirleitt hafa kaup- menn rækt þessar skyldur sín- ar til jafns við kaupfélögin og raunar svo miklu betur, að þeir munu búa að því lengi síðan. Oss sýnist, að bezt sé fyrir báða aðila, samvinnumenn og samkeppnismenn, að láta spurn- inguna liggja í láginni og eftir- láta almenningi dómana. Annars hafa aðstæðurnar verið mjög ó- líkar. Nazistayfirvöldin elskuðu ekki samvinnuhreyfinguna. Þau ráku frá og fangelsuðu forustu- menn vora. Þau rændu og lok- uðu birgðaskemmum vorum og höfðu á brott með sér matvæli, sem úthluta átti meðal fólksins. En þrátt fyrir þessa erfið- leika þjónuðu kaupfélögin fé- lagsmönnum sínum eins vel og mögulegt var. Og meira að segja ákváðu þau að leyfa utanfélags- mönnum, sem börðust gegn naz- istum, viðskiptarétt. Ákvörðun þessi var tekin samkvæmt kröfu Skemmtikvöld Framsóknarfélögin í Reykja- vík höfðu skemmtisamkomu í Mjólkurstöðvarsalnum síðastlið- ið sunnudagskvöld og var að- sókn svo mikil ,að allir aðgöngu- miðar voru uppseldir um miðjan dag á föstudaginn. Skipti það hundruðum manna, sem urðu fyá að hverfa. Samkomustjóri, Vigfús Guð- mundsson minntist á í' stuttri setningarræðu, að þetta væri í fyrsta sinn er Framsóknar- menn kæmu saman í þessu veg- lega húsi, sem bændurnir væru búnir að reisa hér í Reykjavík undir forustu Framsóknar- manna. Mundi á árinu taka til starfa í þessu húsi einhver sú myndarlegasta mjólkurstöð, sem til væri á Norðurlöndum. Enn þá bæri mesí á rangfærslum og misskilnihgi margra Reykvík- inga á mjólkurmálunum, en mikil ástæða væri til að fagna stórhug og myndarskap bænd- anna, er birtist hér í samtaka- mætti þeirra. Pálmi Hannesson og Hermann Jónasson fluttu báðir ræður, er var tekið með miklum fögnuði af samkomugestum. Síðan var sungið, spilað og dansað fram á nótt og var fjör og gleðskapur í bezta lagi. Ber mörgum saman um það, að þrennt einkenni sér- staklega samkomur Framsókn- armanna frá flestum öðrum samkomum í Reykjavík. Þær byrja alltaf stundvislega og þó fyrr en flestar samkomur aðrar, þar sést ekki drukkinn maður og þær eru með sérstaklega léttum og félagslegum blæ. almennings og snerti flestar vörutegundir. En kaupmenn áttu einnig við erfiðleika að etja. Því er það trúa vor, að réttmætt sé að játa þá staðreynd, að þessar tvær mjög svo ólíku hreyfingar geti aðeins á heilbrigðum friðar- og frelsistímum sýnt heiminum sannlega, hvor þeirra þjóni við- skiptamönnum sínum betur. Sambandinu berast stöðugt bréf og óskir um leiðbeiningar við stofnun nýrra kaupfélaga, og hefir fjöldi þeirra farið vax- andi hin síðari ár, þótt starf- semin öll og þó einkum blaða- útgáfan hafi stórlega verið skert af nazistum. Ný kaupfélög eru nú stofnuð svo að segja daglega. Um daginn kom t. d. bréf frá Tromsfylki, þar' sem skýrt er frá því, að í byggðinni sé brennandi þörf fyrir kaupfé- lag. Þessu er ekki hægt að neita. Það er þjóðarviljinn til að stofna vörudreifingarfélög á samvinnugrundvelli. Spurningin er svo sú, hvort þjóðarviljinn fær að ráða í Noregi. Og í raun- inni or það einmitt þetta, sem striðið hefir áorkað, að við íiljótum aftur lýðræðisfrelsi vort og vilji þjóðarinnar fær að ráða málunum í framtíðinni. Ef ályktun þessi er rétt, hljóta kaupfélög að þjóta upp í land- inu næstu árin. Sumir' segja reyndar, að nú þegar séu þau orðin alltof mörg, og frekari út- breiðsla komi litt til greina. En það sama sögðu nazistarnir líka og lögðu þeim fjötur um fót í fimm löng ár. Ætti það að vera alþjóð umhugsunarefni." Lóbir og timpurinnfi (Framhald af 2. síöu) Innan fárra vikna eru útrunnir samningar þeir um timburút- flutning frá Svíþjóð, er íslend- ingar hafa gert. Enn hefir þó hvorki verið hreyfð hönd né fótur til þes að endurnýja þá. Fyrr er þó ekki hæfet að úthluta innflutningsleyfum, og fyrr geta innflytjendurnir ekki gert sínar ráðstafanir uim timburkaupin. Þá er eftir að sjá fyrir skiprúmi til flutninganna og svo fram- vegis. Skyldi þessi óhæfilegi dráttur og tómlæti stjórnar- valdanna stuffla aff bráffri lausn húsnæðismálanna? I Ætli það geti ekki orðið raun- in, að þetta bitni nokkuð þung- lega á þeim, sem eru að reyna aö koma upp þaki yfir höfuðið á sér, þegar kemur fram á vor- ið og efnisskorturinn. stöðvar byggingarnar um langan eða skamman tíma? S Ýmsar fréttir (Framhald af 1. síðu) Grikkir fá lán. Bandaríkjamenn hafa á- kveðið að veita Grikkjum 6—7 millj. dollara lán. Tryggingarlög í Svíþjóff. Sænska þingið var sett 11. þ. m. í hásætisræðú konungs var m. a. boðað, að stjórnin níyndi beita sér fyrir því að sett yrði víðtæk tryggingarlöggjöf á þing- inu. Kjósið B-listann! Kjósið B - lístann! ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Ú R B Æ N U M (jatnla Síi Gullgrafara- bærlnn (Belle of the Yukon) Amerísk kvikmynd tekin í eðli- legum litum. Randolp Scott Gypsy Rose Lee Dinah Shore NÝ FRÉTTAMYND. .Sýnd kl. 5, 7 og 9. . —-----—.—, Stuðningsmenn B-listans Skrifstofa B-listans er í Edduhúsinu viff Lindargötu, símar 6066 og 2323. Þeir, sem ætla að styðja aff sigri listans og koma Pálma Hannessyni í bæjarstjórnina — ættu sem allra flestir aff hafa jsamband viff skrifstofuna, sem er opin alla daga frá kl. 10 á morgnana tii kl. 10 á kvöldin. ffijja Síó t björgnnar- bátnnm (Lifeboat) Mikilfengleg og afburðavel leik- in stórmynd, eftir samnefndri sögu John Steinbecks. Aðalhlutverk: William Bendix, Tailullah Bankhead, Mary Anderson. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Börn fá ekki aðgang. 7jarnarbíc UNAÐSÓMAR ( A Song to Remember). Stórfengileg mynd í eðlileg- um litum um ævl Chopins. Paul Muni, Merle Oberon, Cornel Wilde. Sýnd kl. 7 og 9. Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofn- unar sýnir kl. 5 og 6: i | Stofnun Iýðveldis á íslandl Kvikmynd í eðlilegum litum. Verð 5 kr. svalir og betri sætí, 9 lrr nlmonn ooofl LEIKFELAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik SKÁLHOLT (Jwnifrú Ragnbeiður) Sögulegur sjónleikur í 5 þáttnm eftir Guðmund Kamban ifiiJiað kvöld kl. 8 fstuudvíslega). Aðgöngumiðar seldir á morgun kl. 4—7. Bréfaskóti S.Í.S. veitir starfandi fólki tækifæri til að stunda nám samhliða skylduvinnunni. Hver <og einn getur valið sér og stundað eina eða fleiri námsgreinar og þarf ekki að láta aðrar fljóta með áhugaefninu. Skal í því sambandi bent á „íslenzka réttritun“, „ensku“, „bókfærslu“, „hagnýtan reikning" o. s. frv. Nánari upplýsingar hjá skólanum. SWiMHBBWWWU—W———8—n—MIHHM— Happdrætti Háskóla Islands Aðeins þessa viku hafa menn forgaug'srétt að númerum þeim, scm þeir áttu í fyrra. Veg'na mikillar eftir- sþurnar eftir íiýjum iniðuiii mega menn búast við því að missa miða sína. ef þeir kaupa |»á / ekki fyrir næstu helgi. Sauðfjárböðun Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber að framkvæmt þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lögsagnarumdæminu. — Út af þessu ber öllum sauð- fjáreigendum hér í bænum að snúa sér nú þegar til eftirlitsmannsins með sauðfjárböðunum, herra lög- regluþjóns Sigurðar Gíslasonar. Símar 3944 og 5651. Borgarstjórinn í Reykjavík, 12. jan. 1946. BJARNI BENEDIKTSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.