Tíminn - 20.01.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRX: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: | PRAMSÓKNARFLOKKURINN | Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. \ RITST JÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Ltndargötu 9 A Síml 2323 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA 30. árg. Reykjavík, suimiidagiim 30. jamiar 1946 13. blað Það er hægt að hæta úr mesta húsnæðisleysinu á þessu ári, ef innflutningur tilbúinna er ekki hindraður BYGGINGAR I BRETLANDI Atiir gömlu bæjarstjórnarflokkarnir hafa sameinast gegn tilbúnu húsunum og kjésendur geta því aöeins hrundiö þessu máli fram meö því aö efia Framsóknarfl. Þaö mun hafa verið í október eða nóvember síðastl., sem fulltrúar kommúnista lögðu það til í bæjarstjórninni, að byggðar yrðu 500 íbúðir í bænum á þessu ári, auk venjulegra byggingá- framkvæmda. Þessari tillögu var strax tekið með spotti af íhaldsmönnum og jafnaðarmönnum og yfirleitt er hún nefnd „Ioftkastalinn“ í blöðum þeirra. Nafngift þessa byggja þeir á því, að kommúnistar hafa ekki getað bent á neina leið til að koma þessari tillögu sinni í framkvæmd. íslenzkir iðnaðarmenn geta ekki byggt meira en byggt hefir verið að undanförnu, því að skortur hefir verið á mönnum við byggingar. Erlenda iðnaðarmenn vilja kommúnistar ekki flytja inn og sænsku húsin mega þeir ekki heyra nefnd. Það er því fyllilega réttmætt að kalla tillögu kommúnista blekkingar og ioftkastala, þegar litið er á þessa afstöðu þeirra. En hins vegar er það enginn loftkastali, að hægt væri að bæta við 500 íbúðum hér á þessu ári, auk venjulegra bygginga. Það er hægt með innflutningi tilbúinna húsa, sem allar líkur benda til, að sé langódýrasta og heppilegasta lausn málsins. En þessari lausn virðast allir bæjarstjórnarflokkarnir vera á móti og henni verður ekki hrund- ið fram, nema nýir kraftar komist inn í bæjarstjórnina 27. þ. m. / Bretlandi eru nú í undirbúningi stórfelldari byggingaframkvœmdir en nokkru sinni fyrr i sögu landsins. Markmiöiö er ekki aöeins aö endur- bœta tjóniö, er varð í loftárásunum, lieldur aö útrýma öllu óhollu liús- nœði. Til að ná þessu marki verða mörg helztu fátœkrahverfin rifin og fólki fœkkaö þar, því að þeirri stefnu eykst stöðugt fylgi, að ekki eigi að biía mjög þröngt. Tiltölulega minna verður því reist af stórum sambýlis- liúsum en liverfum með smœrri húsum og lóðum í kring. Algeng verða hús með 2—i íbúðum. Annars verður þetta vitanlega að fara mikið eftir landrýminu á hverjum stað. Á efri myndinni sést ein af nýjustu sam- byggingunum í einu verkamannahverfi Lundúna, en á neðri myndinni eitt liinna nýju „tilpúnu“ húsa, sem brezkar verksmiðjur eru nú byrj- aðar að framleiða i stórum stíl. innisblað fyrir Sjálfstæðismenn sem ekki vilja samvinnu við kommúnista Það eru nú liðnar um þrjár vikur síðan Vísir bar fram þá kröfu til S j álf stæðisf lokksins, að hann lýsti því yfir skýrt og afdráttarlaust, að hann myndi ekki vinna með kommúnistum í bæjarstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki enn svarað þessari kröfu Vísis einu orði. Það er af því, að samvinna Sjálfstæðisflokksins og kom- múnista í bæjarstjórninni hefir þegar verið ákveðin, alveg eins og Jæssir flokkar hafa nú sam- vinnu í ríkisstjórninni og í Dagsbrúnarkosningunum. Sjálfstæðismenn! Minnist þess, að hvert atkvæði, sem Sjálfstæðisflokkurinn fær, er foringjum hans aukin hvatning til að halda áfram samvinn- unni við kommúnista, því að þeir telja sér hana pólitískt hagkvæmari ^að sama skapi. Hvert atkvæði, sem Sjálfstæðis- flokkurinn missir í þessum kosn- ingum, verður foringjum hans hins vegar til aðvörunar um, að halda ekki lengur áfram á þeirri háskabraut. Þið Sjálfstæðismenn, sem eruð andvígir samvinnunni við kommúnista! f þesum kosning- um kjósið þið því með Fram- sóknarflokknum, sem er eini stjórnmálaflokkurinn, er hefir neitað að vinna með kommún- istum á þeim grundvelí, sem þeir vilja siarfa á. Listi Framsóknarm. á Hvammstanga Þrír efstu menn á lista Fram- sóknarmanna við hreppsnefnd- arkosningar á Hvammstanga eru þessir: Gústaf Halldórsson Skjótasta og Iiag- kvæmasta lausnm. Það er vissulega siður en svo, að innflutningur sænsku hús- anna sé neitt neyðarúrræði. Húsin eru að allra dómi sérlega vönduð. Þau munu jafnframt verða miklu ódýrari en aðrar byggingar hér, eða allt frá því þriðjungi til helmingi ódýrari. Innflutningur þeirra ístórum stíl myndi því ekki aöeins verða til þess að bæta úr húsnæðisvand- ræðunum, heldur einnig stuðla að því að lækka byggingar- kostnaðinn verulega. Það myndi síðan hafa áhrif til lækkunar á dýrtiðina í landinu, því að bygg- ingarkostnaður og húsaleiga er einn stærsti þáttur hennar. Ef strax væru hafnar ráðstaf- anir til að tryggja innflutning t. d. 500 sænskra húsa á þessu ári, ætti að vera vandalítið að koma þeim upp á árinu. Miklar líkur benda til, að slík aukn- ing, auk venjulegra bygginga- framkvæmda, myndi bæta úr mesta húsnæðisleysinu. Húsa- leiguokrið myndi þá einnig hverfa úr sögunni að miklu leyti. Óhætt yrði þá að afnemá húsaleigulögin, sem eru mjög ranglát viðkomandi húseigend- um. Þaö myndi með öðrum orð- um skapast nýtt og heilbrigt ástand í þessum málum, sem væri ekki aðeins Reykvíkingum til hagsbóta, heldur óbeint öll- um landsmönnum. v \ Hvers vegna ei* Jietta ekki gert? Þegar á allt þetta er litið, mun mönnum vissulega þykja und- arlegt, að bæjarstjórnarflokk- arnir skuli beita sér gegn þessu úrræði. Ástæðan til þess er ekki umhyggja fyrir verkamönnun- um, því að byggingarvinna myndi verða hér meiri en nóg, oddviti, Skúli Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Guðmann Halldórsson verkamaður. þótt þessar ráðstafanir yrðu gerðar. Ástæðan er engin önn- ur en sú, að innan þessara flokka eru nokkrir harðsvíraðir einstaklingar, sem græða offjár á því ástandi, sem nú er ríkj- andi. Það eru þeir menn, sem með ýmsu móti hafa raunveru- lega einokað byggingarnar, t. d. ýms lítil fagfélög, eða þeim, sem fást við húsabrask og húsaleigu i stærri stíl. • Þessir menn vilja af persónu- legum hagsmunaástæðum við- halda sem lengst því ástandi, sem nú er. Þess vegna vinna þeir gegn innflutningi sænsku húsanna, eins og þeir megna. Áhrif þeirra, þótt þeir séu ekki mjög margmennir, eru það sterk innan bæjarstjórnarflokkanna, að þeir hafa látið að vilja þeirra í þessu máli. Þess verður svo hinir mörgu, er búa við hús- næðisvandræði og húsaleiguokr- ið, að gjalda. Rarátta Framsókn- armaima fyrlr sænskn Iiiisiinum. Eini flokkurinn, sem sýnt hefir þessari lausn húsnæðis- málanna fullan áhuga og skiln- ing, er Framsóknarflokkurinn. Snemma á þinginu í haust flutti Hermann Jónasson tillögu, þar sem lagt var fyrir stjórnina að greiða fyrir innflutningi þess- ara húsa, afnema tolla á þeim, Pálmi Hannes- son skal í bæj arstjórnina! tryggj a nógar lóðir undir þau og útvega þeim, sem byggja þau, viðunanleg lánskjör. Af stjórnarflokkunum var þessari tillögu tekið þannig, að hún hafði ekki fengizt tekin á dag- skrá áður en þinginu var frest- að. Svo ákveðnir voru stjórnar- flokkarniröí því að tefja málið, en jafnframt hræddir við að ræða þá afs|öðu sína opinber- lega. Þessi framkoma stjórnar-, flokkanna á Alþingi er vissulega ekki nema í samræmi við fram- ; komu þeirra í bæjarstjórninni. Þár hefir verið reynt að spilla j fyrir húsunum á allan hátt, m. a. með því að láta ekki lóðir undir þau, nema á allra verstu stöðunum. Hefir afleiðing þess fjandskapar orðið sú, að aðeins verða flutt inn 100 tilbúin hús af þeim 300, er útflutningsleyfi var fyrir frá Svíþjóð á síðastl. ári. Þeir, sem í þessum kosning- um vilja stuðla að þessari skjót- ustu og heppilegustu lausn hús- næðismálanna, geta því aðeins gert það, að þeir fylki sér um Framsóknarflokkinn. Allir aðr- ir flokkar hafa sýnt henni sinnu- leysi eða fjandskap. Með því að fylkja sér um B-listann og gera [ kosningu Pálma Hannessonar örugga, verður þessum málurn tryggður ötull og einlægur tals- I maður í bæjarstjórninni. Smalar andstæðinganna herða nú þann áróður um allan helm- ing, að B-listinn sé vonlaus, því að þeir gera sér ljóst hið sívax- andi fylgi hans, og sjá ekki ann- að ráð til að hamla á móti því. Stuðningsmenn B-listans verða að svara þessum áróðri með auknu starfi. Ef vel og vasklega er unnið, er það leikur einn að tryggja kosningu Pálma Hann- essonar, glæsilegasta frambjóð- anda, sem nú er í kjöri í Reykja- vík. Framsóknarmenn og aðrir stuðningsmenn B-Iistans! Notið vel tómstundir ykkar í dag til að vinna að kosningu Pálma Hannessonar! Munið einnig eft- ir að koma á kosningaskrifstof- una, sem er i Edduhúsinu við Lindargötu og er opin í dag frá kl. 13—22, símar 6066 og 2323. Stuðningsmenn B-listans í seinustu kosningum vantaði Framsóknarmenn að- eins 60 atkv. til að fá mann kjörinn. Þá fékk hann tæp 1100 atkv. Nú þarf 14—1500 atkvæði til að fá mann kosinn. B-listinn þarf því 300—400 atkv. til viðbótar, ef Pálmi Hannesson á að ná kosningu. Það ætti að vera auðvelt, ef vel er unnið. Margir þeirra, sem eru ný- komnir í bæinn, fylgja Framsóknarflokknum og margir eru nú að snúa baki við stjórnarflofckunum. Þá eru síð- ast, en ekki sízt, hinar miklu persónulegu vinsældir Pálma Hannessonar. Stuðningsmenn B-listans! Ef þið vinnið vel, er sigur- inn viss. Allir sem einn undir kjörorðin: Pálmi Hannes- son skal í bæjarstjórnina. Stöðvast fiskflutn- ingaskipin? Útves'smenn hafa sagt upp kaupsamningnm Eigendur fiskflutningaskfipa, sögðu upp kaupsamningum við sjómannafélögin síðastl. mánu- dag, þar sem enginn árangur hafði náðst af þeirri mála- leitun þeirra að fækka mönnum á skipunum og lækka áhættu- þóknunina. Uppsagnarfresturinn er hálf- ur mánuður. Munu því skipin stöðvast alveg um næstu helgi, ef ekki nást nýir samningar fyrir þann tíma. Fá eða ehgin Skip munu fara af stað fyrr eh þessi deilaverður leyst enda telja útgerðarmenn að halli verði á rekstri þeirra, nema þeir fái útgerðarkostnaðinn lækkaðan. Eru horfur því næsta ískyggi- legar með fiskflutningana. Verður að krefjast þess, að rík- isstjórnin skerist i málið og tryggi nóg skip til ílutninganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.