Tíminn - 20.01.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1946, Blaðsíða 3
13. blað 3 LARS HANSEN: Fast jbeir sóttu. sjóirm — O, sagði Lúlli, þótt iiér Sæist ekM einn einasti jaki gæti „Noregur“ verið innikróaður á þessu augnabliki, og því miöur eru miklar líkur til þess, að svo sé, þegar þaö er lika tekið með í reikning, að það eru þegar komnir hingað í'lækingsjakar á strjálingi, auk þess sem við höírnn allir séð sjálían höíuðisinn náigast okkur austan frá. Reki hann fyrir Suðausturlandið og ijingað inn í flóann, getum við ekki vonað upp á annað en sjálfan herrann, og láti hann ekki gerast kraftaverk, eru okkar dagar taldir. Það kom því miður í ljós morguninn eftir, að ísinn hafði þegar komizt inn flóann og umlukt Þúsundeyjarnar. Hvergi sást annað en ís, svo langt sem augað eygði. Það var sama, þótt þeir gengu upp gnýpuna til þess að fá betri yfirsýn — hvergi sást auöur sjór. Jafnvel vakirnar í þröngum sundunum milli eyjanna luktust smátt og' smátt, brátt hvarf síðasta rennann, er gat minnt þá á, að til væri það, sem kallaðist sjór. Það leið ekki heldur á löngu áður en ísjakarnir byrjuðu að hlað- ast upp í flæðarmálið. Þungi isreksins vaf ógurlegur. Stærðar- steinar lyftust með hrönninni eins og smávölur. Mennirnir fjórir stóðu agndofa og horfðu á þessar hamfarir. Þess á milli hvörfluðu augun ú tyfir ísauðnina, þar sem þungar dunur kváðu við, buldur og ískur, er minnti á fallbyssuskot og sprengikúlur. Enginn þeirra mælti orð frá vörum, og allir voru óvenjulega fölir á vangann. Nikki sótti vatn í ketilinn og lét hann yfir prímusinn, og meðan þeir voru að sötra kaffið, brauzt sólin fram úr skýjunum og varpaði geislum yfir þessa hvitglampandi auðn norðurhjarans. Goluna lægði, og allt í einu var kominn ylríkur sumardagur í þessu ísriki. — Hlustið nú á mig, drengir, sagði Nikki loks. Nú verðum við að gera okkur strax grein fyrir því, hvaða líkur eru til þess, að við komumst lifs af. Lóni ísinn ekki frá, er úti um okkur, og þá er allt mas óþarft. En vilji það nú til, að eitthvað losni.um ísinn — og það getur átt sér stað, því að ekki er óhugsandi, að ein- hvers staðar sé auður sjór austur undan, — þá hrekur hann lengra vestur og norður á bóginn eftir að Suðurhöfða sleppir. Þá er hann úr sögunni, það vitum við, og þá ætti flóinn að verða fær. Segjum nú, að við verðum svona heppnir, að þetta gerist. Þá ætti hann Kristófer að komast hingað til okkar. En líka gæti hugsazt, að við sjáum ekki framar meira af honum og skútunni. Þá verðum við að reyna að bjargast héðan brott af eigin ram- leik. Eitt verðum við líka að hafa hugfast. Það geta orðið 'breytingar á isnum, áður en okkur varir — kannske strax eftir fáa daga — ef það verður þá nokkurn tima. Við vitum það ekki, en eitt vitum við upp á okkar tiu fingur: Við höfum engan mat — við erum matarlausir. Við höfum ekií heldur eina einustu byssu. Mat verðum við að íá, og við verðum að láta okkur það lynda, sem hér er að fá. Það er æðarfuglinn, sem við framfleytum lífinu á. Við verðum að reyna að rota hann — reyna að rota svo mikið af æðarfugli, að við getum safnað dálitlum forða. Það verður dálítið einhæft matar- æði, þegar til lengdar lætur, en hvað er að fást um það. Þetta er nú um sumardag, og i rauninni beizta veður. Og svo upp með okkur, piltar! Látum liggja vel á okkur — kannske kemur hann Kristófer innan skamms. Orrusta fugtanna (Skozkt œvintýri) Risinn kom þar að, másandi og þlásandi, en komst ekki yfir bjargið. „Brögðin hennar dóttur minnar hafa gert mér erfiðast fyrir um dagana,“ sagði hann. „En hefði ég ineitil og sleggju, væri ég ekki lengi að ryðja mér braut gegnum bjargið." Varð hann nú að taka þann kostinn að fara heim eftir áhöldum þessum. Ruddi ha.nn sér síðan veg gegnum- bjargið, og var ekki lengi að því, sá gamli. Um miðaftansbil sagðist Kolbrún enn finna andar- cirátt föður síns á baki sér. v „Gættu nú í eyra hryssunnar, kóngssonur, annars er uti um okkur.“ * Hann gerði það og fann í þetta skipti vatnsbelg. Hann fleygði honum aftur fyrir sig og varð af honum tært stöðuvatn, 20 mílur á lengd og breidd. « Risinn kom þar að og var svo mikill asi á honum, að hann gat ekki stöðvað sig. Sökk hann til botns og hefir ekki sézt síðan. Daginn eftir sáu ungu hjónin konungshöllina fram undan. „Jæja,“ sagði hún, „nú er hann faðir minn drukkn- aður og veldur okkur því elcki frekari óþægindum. Samt verður þú, áður en við höldum lengra, að fara til húss föður þíns og segja honum, að þér þyki vænt um mig. En þú mátt hvorki láta menrt né skepnur kyssa þig, TÍMINIV, smmndaglim 20. jamiar 1946 í fangabúðum nazista Kaffibrauð Bækur um styrjöldina og kjör þjóða og einstaklinga á styrjaldarárunum eru nú tíma- bærar, enda kemur mikið út af Deim hjá flestum þjóðum í Evrópu. Það hefir verið skrif- aður fjöldi bóka um fangabúða- líf hjá Þjóðverjum og Japönum, frásagnir af einstökum atburð- um styrjaldarinnar og styrj- aldarsögur. íslenzkir höfundar hafa þegar lagt nokkurn skerf til þessarar söguskráningar. Það hafá komið út tvær bækur eftir íslendinga, sem setið hafa í fangabúðum Þjóðverja, um fangelsisvtstina þar, og svo er í þann véginn að koma út fullkomin saga styrj- aldarinnar á vegum Menning- arsjóðs eftir Ólaf Hanson menntaskólakennara. í bókaflóðinu fyrir jólin kom út bók eftir ungan íslending, Leif Múller, sem verið hafði í fangabúðum hjá Þjóðverjum í Noregi.Þýzkalandi og Danmörku. Segir hann þar frá því, sem fyrir augun bar, og því, sem hann varð að þola í fangabúðunum. í fangabúðum nazista, en svo heitir bókin, er á margan hátt athyglisverð' fyrir okkur íslend- inga, sem lítið höfum haft að segja af ógnum styrjaldarinnar, á móts við flestar aðrar Evrópu- þjóðir. Framkoma hinna þýzku böðla er ótrúleg, en þó er engin ástæða til að efast um sann- leiksgildi bókarinnar, þar sem allir hafa sömu sögu að segja, er sloppið hafa lifandi úr fangabúðum nazista, og er lík- legra að sums staðar sé heldur dregið úr en ýkt, enda segist höfundur í formála bókarinnar hafa haft það fyrir reglu að sleppa, ef hann hefði ekki verið viss um að muna rétt. Það er því óhætt að fullyrða, að það sem stendur í þessari bók, sé fullkomlega rétt og sönn frá- Leifur Miiller sögn af ástandinu í fangabúð- um Þjóðverja, þó sums staðar hafi ástandið verið enn verra, en í fangabúðum þeim, sem Leifur kynntist. Leifur Múller var tekinn til fanga af Gestapo í Noregi 21. okt. 1942 og fluttur til fangels- isins í Möllergata 19 i Osló. Síðan var hann fluttur til Grini- fangelsisins i Noregi og þaðan til Þýzkalands og sat þar í tveimur fangabúðum, Sachsen- hausen og Nauengamme. Hann var einnig um tíma í Föslev, fangabúðum Þjóðverja í Dan^- mörk. Lifinu í öllum þessum fangabúðum lýsir Leifur í bók sinni. Hann segir þar frá því sem fyrir augun bar, og því sem félagar hans sögðu honum. í bókinni eru margar myndir (Framhalcl á 4. síSu). Enskar piparkökur 100 gr. sýróp, 2 msk. vatn, 1/2 msk. engifer, y2 tsk. kan- ell, 1 tsk: rifinn sítrónu- börkur, 100 gr. smjörlíki, y2 msk. sódaduft, 2 msk. vatn, 50 gr púðursykur, 50 gr. syk- ur, 260 gr. hveiti. Hita upp vatnið og sýrópið, hellið því síðan í skál. Bætið kryddinu og smjörinu út í. Hrærið, þar til deigið er orðið kalt. Leysið sódaduftið upp í heitu vatni og bætið út í; þá báðum sykurtegundunum og síðast hveitinu. Geymið deigið til næsta dags. Þá er það látið með teskeið á smurða plötu. Bakaðar við meðalhita. Pensl- aðar með vatni, þegar þær eru fullbakaðar. — Uppskriftin nægir i 60—70 kökur. Kúrenubrauð 110 gr. smjörlíki, 65 gr. sykur, 60 gr. kúrenur, 165 gr. hveiti, 1 egg, 1 tsk. lyfti- duft. Bræðið smjörið, látið það kólna og hrærið vandlega. Hreinsið kúrenurnar vel í heitu vatni og þurrkið þær í ofni. — Hrærið saman eggið og sykur- inn, bætið hveitinu og lyftiduft- inu út í, síðan kúrenunum og smjörinu. Látið deigið með skeið á plötu og hafið langt á milli. Bakað við vægan hita. Steikt brauð 300 gr. hveiti, Ví> tsk. salt, 1 msk. gykur, 3 tsk. ly)ti- duft, 50 gr. smjörlíki, 1 egg, 2 dl. mjólk (má vera súr). Blandið saman þurru efnun- um. Myljið smjörið saman við. Þeytið saman eggin og mjólkina, bætið því síðan út i hveitið. Hnoðið eins lítið og mögulegt er. Flytjið deigið út í ferhyrnda köku, 1 cm. þykka. Skornar lengjur 10X5 cm. Látnar á smurða plötu. Látnar standa 1 hita í 10—15 mín. Bákaðar í 10— 15 mín. Þegar brauðið er full- bakað er það skorið í sundur með beittum hníf, látið aftur í ofninn og steikt þar. Látið það ekki þorna í gegn. — (Deigið nægir í 30 kökur). — Borðað ný- bakað með smjöri og marme- laði. Piparhnetur 4 egg, 2 msk. rjómi, 4 dl. púðursykur, 2 tsk. kanell, 2 tsk. engifer, 1 tsk. hjart- arsalt, % l. hveiti (75 gr.). Eggin og sykurinn hrært í hálftíma, kryddið og rjóminn látið út. Hjartarsáltið sigtað með hveitinu og hrært saman við. Deigið látið með teskeið á smurða plötu. Bakað við nægan hita. Berlínarbrauð 375 gr. hveiti. 2 egg, 2 msk. rjómí, 3 dl. sykur, 1 tsk. steyttur kanell, 25 „bitrar“ möndlur, % dl. brœtt smjör- líki, 1 tsk. hjartarsalt. Eggin, sykrið, rjóminn og kryddið (möndlurnar saxaðar), þeytt í 5 mín. Smjörið hrært, þar til það er ljósleitt. Þá er því blandað 'feaman við eggjablönd- una. Hveitinu og hjartarsaltinu hrært saman við. — Deigið látið standa á köldum stað um stund, svo að það stirðni. — Síðan er það flatt.út og skorið í smábita, sem velt er upp úr skrautsykri. — Bakað við venjulegan hita. Dr. Sigfús Blöndal: • \ Hver var (Niðurlag) Skozkur aðalsmaður, Ric- hard hertogi af Roxburghe, var þá hérumbil á hverju sumri norður í Altenfirði við laxveið- ar og kynntist þá Djunkovski og uppnefndi hann „Bishop Cog- nac,“ og varð það viðurnefni landfleygt. Aðra sögu tilfærir hann, að Djunkovski hafi árla morguns boðið þekktum sjóliðs- foringja að hressa sig á konjak- inu, en hann svaraði: „Vík frá mér, Satan! Það er of snemma dags.“ Yngvar Nielsen var einu sinni samferða Djunkovski á gufuskipi á Mjörs. Þá var mikill öldugangur. Menn sátu niðri og borðuðu miðdegisverð. Þá kom Djunkovski þjótandi inn og kallaði hátt á frönsku: „Það er kona, sem er mjög veik“, hljóp svo upp á þilfar og seldi upp. Yngvar Nielsen segir, að varla hafi verið hægt að finna ófríð- ari mann en Djunkovski, og andlit hans hafi allt verið þakið útbrotum og kaunum. Lýsingar Gröndals og Yngvars Nielsens gera það skiljanlegt, að smámsaman reis upp talsverður kurr gegn Djunkovski hjá ka- þólskum mönnum í umdæmi hans. Varð aðalmótstöðumaður hans Hermann Grúder, kaþólsk- ur prestur í Kaupmannahöfn, Djúnki? guðhræddur og vandaður mað- ur, og leitaði hann fulltingis hjá postullega próvíkarnum í West- falen, Melchers biskupi. Kom svo að Djunkovski fékk skipun frá Rómaborg að gera grein fyr- ir starfsemi sinni, einkum því, hvernig hann hafði varið fé því, sem honum hafði verið sent það- an. En Djunkovski hafði reikn- inga sína í góðu lagi og gat al-. veg hreinsað sig á því sviði. í áðurgreindu bréfi segir Ólafur Gunnlaugsson frá því, að hann hafi hitt Djunkovski á Þýzka- landi 1860, og tók hann þá Ólaf með sér á, ferð til Skotlands, Orkneyja og Hjaltlands. Þetta stendur sjálfsagt í sambandi við það sem ,áður er um getið, að Hjaltland og Katanes-skíri var það ár lagt undir umdæmi Djun- kovskis, en Ólafur bætir við: „þá fóru menn í Rómaborg að hugsa að Djúnki mundi rugla, og svo varð líka“. En Djunkovski þótt- ist hafa unnið sigur á andstæð- ingum sínum, og vildi nú lika fá Danmörku lagða undir um- dæmi sitt. Grúder var mjög á móti því, og Melchers biskup studdi hann. Orðrómurinn um drykkfeldni Djunkovskis var nú orðinn almennur, og í bréfi til páfans segir Melchers berum orðum, að allir, sem þekki Djun- kovski, fyrirlíti hann sem hé- gómagjarnan og- óhygginn mann, og að það sé fyrirsjáan- legt, að trúboðið í Alten muni hljóta að leggjast niður, ef hann eigi að stjórna því áfram. Páfinn fékk líka úr öðrum áttum kær- ur yfir Djunkovski, og þegar hann sótti um að verða gerður biskup í Danmörku fékk hann bað svar, að hann skyldi segja af sér stöðunni sem postullegur prefekt. Það gerði hann svo 1861. Nú sneri Djunkovski sér enn á ný til páfans með erindi, þar sem hann fór fram á endurbæt- ur á fyrirkomulagi kirkjunnar, einkum var það, eins og áður, hjónabandsbann presta, sem hann vildi fá afnumið. Þvi var auðvitað ekki sinnt. Djunkovski þótti sér misboðið með þessu öllu, og kom nú í hann þrjózka. Ilann giftist sama áfr enskri konu, og var þá úti *saga hans sem kaþólsks prests. Bjuggu þau hjón í Vevey við Genfvatnið í Sviss, og segir Ólafur Gunn- laugsson að Djunkovski hafi lagzt í slark — „svo þegar hann einu sinni varð blindfullur rak hann konuna burt og iðraðist, skrifaði Barnabó kardínála og fór í klaustur.“ — Það mun rétt vera að sambúð þeirra hjóna varð skammvinn, en til heiðurs kaþólskum yfirboðurum Djun- kovskis skal þess getið, áð þeir tóku vel og mannúðlega við honum aftur, og minntust hans betri daga og dugnaðar hans þá. Djunkovski var nú fyrst 1 klaustri nálægt Flórens á Ítalíu, en síðar í öðru klaustri á Þýzka- landi nálægt Stuttgart. Hann gaf sig nú aftur að ritstörfum, og vann einkum að mikilli orða- bók yfir kaþólska trúboðsstarf- semi, ásamt frönskum visinda- manna, Lacroix. Sú bók, „Dicti- onnaire des missions catholiqu- es“, var svo gefin út af Migne í París, á árunum 1863—1864. Ólafur segir, að Djunkovski hafi leiðst í klaustrunum af þvi að hann hafi ekki fengið þar nóg konjak. Það er ná spaugi- leg tilgáta, en víst er það, að smám saman fór Djunkovskí ekki að kunna við sig á þessum kyrrlátu stöðum, og að lokum fór svo að hann kunni ekki við rómvr*sk-kaþólsku kirkjuna yf- irleitt. Hann komst loks á þá -koðun, að sú kirkja væri frem- ur „hindrun fyrir menningu mannkynsins heldur en meðal fil að efla hana“, eins og hann -jálfur kemst að orði, og nú gerðist hann andvígismaður beirrar kirkju, sem hann hafði áður helgað líf sitt og unnið mikil verk fyrir. Árið 1866 lét hann Bazarov, rússneskan prest í Stuttgart, taka sig inn í grísk- kaþólsku kirkjuna á ný. Hann fékk nú leyfi til að koma til Rússlands, og líka fékk hann aftur eigur sínar í því landi. Hann settist svo að í St. Péturs- borg, og segir Ólafur Gunn- ’augsson í áðurgreindu bréfi til Gröndals, að hann hafi þá tekið (Framhald á 4. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.