Tíminn - 20.01.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1946, Blaðsíða 4
Kosrúngaskrifstofa Framsóknarmanna er í EdduhúsinLL Sími 6066. KEYKJÆVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 20. JAJV. 1946 13. blað y AJVIVAIXTÍIIAJVS V Deilt á synjjimarvald stórveldanna. Á fundi sameinuðu þjóðanna í fyrradag, mótmæltu bæði full- trúar Kanada og Nýja-Sjálands synjúnarvaldi stórveldanna í Ör- yggisráðinu. Fulltrúi Rússa mælti hins vegar með því. Fyrsti fundur Öryggisráðs- ins var haldinn á fimmtudaginn. Ástralíumaður var kosinn for- maður þess. Verkföllin í U.S.A. Horfur hafa enn versnað í verkföllunum í Bándaríkjunum. í stáliðnaðinum féllust verka- menn á miðlunartillögu forseta, en atvinnurekendur felldu hana. Mun því koma þar til verkfalls, er nær til hundraða þúsunda verkamanna. U R B Æ N U Samkoma. Skemmtun Framsóknarmanna í Listamannaskálanum á þriðjudags- kvöldið byrjar stundvíslega kl. 8,30 með Framsóknarvist. Síðan verður verð- launum úthlutað, tvær stuttar ræður fluttar, söngur og dans. Búið er að panta meiri hluta aðgöngumiðanna nú þegar. Framsóknarmenn, sem sækja ætla þessa skemmtun þurfa að panta aðgöngumiða í 'dag (sími 2323), en sækja þá kl. 5—7 e. h. á morgun eða fyrir hádegi á þriðjudag. Skýrsla Menntaskólans í Reykjavík 1944—45. er komin út Er þar skrá yfir alla nemendur skólans, einkunnir við gagn- fræða- og stúdentspróf. Einnig er sagt frá ýmsu öðru varðandi skólann, gjöf- um. sem honum hafa borizt frá göml- um nemendum, og félags- og skemmt- analífi. Vitar og sjómerki. Hafnsöguskrifstofa Reykjavíkur til- kynnir: Bauja nr. 6 blossar á 20 sek. taili, en ekki á 10 sek bili eins og stend- ur i hinu nýútkomna sjómannaalman- aki. Bauja nr. 7 blossar á 10 sek. bili, en ekki á 20 eins og stendur í alman- akinu. Þessi bauja er 1,5 sm. frá Eng- eyjarvita, en ekki 15 sm. eins og stend- ur í almanakinu. Aflasölur. Nýlega hafa þessi skip selt afla sinn í Englandi: Þór seldi 1949 kits fyrir 7:842 pund. Skallagrímm- seldi 2733 kits fyrir 8.852 pund. Júní seldi 2602 kits fyrir 9.506 pund. Ólafur Bjarna- son seldi 1771 kits fyrir 6.986 pund og Kópasker seldi 2490 kits fyrir 9.786 pd. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Gróa Þorleifsdóttir skrifstofu- mær, Kirkjuveg 11 B, Hafnarfirði og Kjartan Jónsson, bifreiðastjóri, Bald- ursgötu 17, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun síná1 ungfrú Helga Haraldsdóttir, Garðaveg 7, Hafnarfirði og Þorbjörn Þórarins- son, Hlébergi við Hafnarfjörð. Freyr, mánaðarblað um landbúnaö, 12. hefti XL. árg., er nýkomið út. Af efni þess má nefna Ritstjórnargrein eftir ritstj. Á. G. Eylands, TJm mjaltir eftir Ivar Johansson, Um hvað biðja bændur? eftir Á. G. Eylands, Nýjar búvélar, eftir sama, Spurningár og svör, Moldar- pottar, Gegnsætt bárujárn, Garðshorn og margt fleira. Hver var Djúnki? /Prajnliald a/ J. aíðuj saman við konu sína aftur eða gifzt á ný, en þar sem Cerkas getur ekki um þetta þykir mér það ólíklegt. Djunkovski var nú mjög far- inn að heilsu, en fjörið og þrek- ið var óbilandi. Hann gaf nú út margar ritgerðir, fyrst og fremst kveðjubréf til fornra trúarbræðra sinna í rómversk- kaþólsku kirkjunni, sem hann samdi á frönsku: Lettre past- orale d’adieu, du premier et ancien préfet apostolique des Régions Arctiques, adressée au clergé et aux fidéles de cette jurisdiction, et Encyclique aux anciens collégues dans la juris- diction épiscopale ... (Apilogia pro mea vita), 1867 (Hirðisbréf til kveðju, frá fyrrverandi fyrsta postullega prefektinum fyrir Norðurheimskautslöndunum, til klerka og trúaðra manna í þessu umdæmi, og umburðarbréf til fyrrverandi með^tarfsmanna í biskupsumdæminu .... Vörn fyrir ævi minni). Þetta varnar- rit hefir bersýnilega verið aðal- heimildin að grein Cerkas’, en því miður hefi ég ekki náð í það. Hann gaf síðar út rússneska þýðingu á þessu hirðisbréfi. Líka gaf hann út 1867 Encyklika gegn Róm, fyrst á frönsku, en Basarov þýddi það rit á rússnesku. Hann var nú gerður meðlimur kennslumálaráðs yfirstjórnar rússnesku kirkjunnar (Heilögu sýnóðunnar) og meðlimir grísk- kaþólska trúboðsfólagsins. M. a. ritaði hann í tímaritið Véstnik Jevropy grein um „Pólitík Danmerkur á dögum Friðriks VII“, og hann varð rit- stjóri pólitisku deildar tímarits- ins „Narodny golos“ (Rödd þjóð- arinnar), sem á sínum tíma var eitt. af heldri tímaritum Rússa. En veikindi hans og sífelld áreynsla, andleg og líkamleg, unnu á honum smámsaman, og hann dó í St. Pétursborg 25. febrúar 1870, tæplega fimmtug- ur að aldri. Það er af þessu bersýnilegt, að þótt Djunkovski hafi um eitt skeið ævi sinnar verið slark- fenginn og hneigður til of- drykkju, hefir hann þó komizt út úr því allsæmilega, og það er auðséð á öllu að síðustu árin, sem hann lifði, hefir hann verið vel metinn maður á ættjörð sinni og talinn merkur rithöf- undur. Það er heldur enginn vafi á því að hann hefir verið hreinskilinn trúmaður, bæði meðan hann beitti kröftum sín- um í þjónustu rómversk- kaþólsku kirkjunnar, og eins líka bæði í æsku og á síðustu æviárum sínum, er hann starf-. aði í þjónustu þeirrar kirkju, sem hann var borinn í. Öllum -ber saman um sjaldgæfar gáfur hans, og-það er bersýnilegt að hann hefir haft eitthvert sér- stakt inndæli (charme) í fram- göngu sinni, sem hefir látíð þá sem betur kynntust honúm gleyma ófríðleik hans og öðrum göllum, enda má segja að það sem honum er fundið til foráttu, hégómagirni, drykkfelldni og eyðslusemi, virðist í rauninni allt hafa verið léttvægt gegn mannkostum hans, einkum góð- gerðasemi hans og þá ekki sízt hans óbilandi starfsþreki. Því er það skiljanlegt að Rússar halda minningu hans í heiðri, og Cerkas endar grein sína um hann á þessum orðum: Menningar og minn- ingarsjóður kvenna Minningarspjöld sjóðsins fást í Bókabúð Braga Bryn- ólfssonar, Hafnarstræti 22, Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti, útibúi ísafoldar, Laugavegi 12, og Hljóð- færahúsi Reykjavikur, Bankastræti. f Bjarualman — . . . . (Framhald af 3. si&u) halda fast fram, að Bjarnalínan sé enn í íullum heiðri höfð bak við tjöldin. Og ekki verður neitað að nokkuð hafa þeir til síns máls. Nú er til dæmis full- vitað, að kommúnistar og Sjálf- stæðismenn hafa samið um Dagsbrúnarkosningarnar, þ. e. Sjálfstæðismenn ætla að tryggja kommúnistum einræði í félag- inu enn um sinn. Forusta Sjálf- stæðisflokksins hefir ráðið Sveinbjörn Hannesson sem tákn eindrægninnar frá sinni hendi. Hann er 12. maður á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar. Skal hann einnig vera meðstjóínandi í Dagsbrún undir valdboði kommúnista. Hlutverk hans þar er að láta verkamenn þá, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum enn af gömlum vana eða öðrum ó- skynsamlegri ástæðum, — kjósa lista kommúnistanna. Það hefir og flogið fyrir, að kommúnistar og Sjálfstæðis- menn séu tilbúnir að semja um stjórn bæjarins, ef svo skyldi fara, að Sjálfstæðismenn töp- uðu meirihlutanum i bæjar- stjórninni. Um það verður ekki fullyrt, en það kann að koma í ljós á sinum tíma. íslenzkri alþýðu ætti ekki að koma á óvart, þótt Sjálfstæðis- menn og kommúnistar tækju aftur saman og hæfu fyrri iðju sína, er þeir vakna af mókinu eftir kosningafullnæginguna. Má gera ráð fyrir, að þeir ráðist aftur gegn hagsmunasamtökum alþýðunnar, beiti sömu aðferð- um og áður, troði jöfnum hönd- um loftvegu skrumauglýsandans, harðtroðna og beina braut kúg- arans og hlykkjótt og myrk undirgöng kirkjurottunnar. G. P. Bókmeimtir og listir (Framhald af 3. siðu) frá 'fangabúðunum. Þar eru smámyndir af föngum, sem smyglað var út úr fangabúðun- um, áður en Þjóðverjar gátu eyðilagt þær, teikningar gerð- ar af föngunum sjálfum og loks nokkrar myndir, sem Banda- menn, (Bretar og Bandaríkja- menn, því Rússar hafa ekki birt myndir frá fangabúðum, er þeir náðu á sitt vald) tóku eftir að þeir höfðu náð fanga- búðunum á sitt vald. í fangabúðum nazista er 226 bls. að stærð og kostar 27 krón- ur óbundin. Áskriftargjald Tímaiis utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. „Þung veikindi leiddu, til grafar á 50. æviári þennan hrausta bardagamann fyrir hugsjónum sínum, sem af öllu sínu hjarta elskaði sannleikann, og má vel um hann segja, að hann hafi dáið af ofþreytu í leit sinni að honum.“ Stuðningsmenn B-listans Skrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 6066 og 2323. Þeir, sem ætla að styðja að sigri listans og koma Pálma Hannessyni í bæjarstjórnina — ættu §em allra flestir að hafa samband við skrifstofuna, sem er opin alla daga frá kl. 10 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Brúnn hestur tapaðist síðastliðið sumar, 5 vetra, járnaður. Mark: Biti aft- an vinstra. Þeir, sem kynnu að verða hestsins varir, vinsamlega geri aðvart símstöðinni Leikskálum. m: FJif i j. y 11 h •y; re Skaftfellingur Vörumóttaka til Vestmanna- eyja árdegis á mánudag. Slys af sprengingu Snemma í fyrri viku viidi það slys til, að maður missti hendi, er handsprengja sprakk í hönd- um hans. Hann hafði hirt sprengjuna úr rusli hjá setulið- inu og ekki vitað, að um hand- sprengju var að ræða. Auk þess sem maðurinn missti hendina við sprenginguna, særðist hann á. h'öfði, brjósti og síðu. Rödd kjósanda (Framhald af 2. síðu) ég grun um, að hann hafi mikið meira fylgi meðal kjósenda, en flokksblöð dýrtíðarkónganna vilja viðurkenna, enda ætti það svo að vera. Framsóknarflokk- urinn hefir í orði og athöfn bar- izt góðri og markvissri baráttu gegn dýrtíðarbölinu og þaðan virðjst helzt mega vænta áhrifa til góðs, á málefni og hag al- mennings, ef B-listinn fær svo mikið fylgi að áhrifa hans gæti á málefni bæjarins. Og ég er sannfærður um að svo verður, hvernig sem blöð stjórnarflokk- anna og ófyrirleitnir kosninga- smalar þeirra berjast um á hæl og hnakka, og þyrla upp mold- ryki óhróðurs og lyga um for- ustumenn Framsóknarflokksins. Sem betur fer er þeim óðum að fjölga, sem ekki gleypa hugsun- arlaust öll kosningaloforð stjórnarflokkanna eða lýgar þeirra um andstæðingana. Kjósendur góðir, sem ekki eruð bundnir á klafa flokksþrælkun- ar dýrtíðarkónganna! Minnizt þess 27. janúar, að hvert at- kvæði sem greitt er B-listanum er ákveðin mótmæli gegn dýr- tiðarfarganinu, en atkvæði til stjórnarflokkanna verða til þess að auka enn dýrtíðina. r. (jafnta Síó MAÐURINN FRÁ ÁSTRALtU. (The Man from Down Under). Charles Laugton, Binnie Barnes, Donna Reed. NÝ FRÉTTAMYND. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Stuöningsmenn B-listans komið á kosningaskrifstofuna, sem er í Edduhúsinu við Lind- ) argötu, opin frá 10—22 daglega, símar 6066 og 2323. Vlnnifl ötullega fyrir Tímann. Wíjja SíÓ SVIKARIMN (The Impostor). Stórmynd gerö af meistaranum JTJLIEN DUVTVIER. Aðalhlutverkið leikur franski leikarinn ásamt Jean Gabin, t Ellen Drew og Richard Whorf. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. yjatnatkíó ujvadsOmar Sýnd kl, 9.______ HÓTEL BERLÍN Skáldsaga eftir Vicki Baum. — Kvikmynd frá Warnar Bros. Faye Emerson, Helmuth Dantine, Raymond Massey, Andrea King, Sýning kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 14 ára. ... ÞJÓÐHÁTÍÐARMYNDIN sýnd kl. 2, 3 og 4. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik H SKÁIHOLT (Jónifni Ragnheiður) eftir Guðmund Kamban ■ kvöld kl. 8 stundvíslega. Óseldir aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 2. Hefilbekkir Danskir hefilbekkir væntanlegir. Tekið á móti pöntunum. ARINBJÖRN JÓNSSON, heildverzlun Laugaveg 39. — Sími 6003. Lausar stöður Nokkrir ungir, reglusamir og heilsuhraustir menn verða ráðn- ir til póstafgreiðslustarfa í póststofunni í Reykjavík. Umsóknir stílaðar til póst- og símamálastjórnarinnar, sendist póstmeistaranum í Reykjavík fyrir 31. janúar. Umsækjendur verða að hafa lokið gagnfræða- eða verzlunar- skólaprófi eða aflað sér^menntunar, er jafngild verði talin. Nánari upplýsingar hjá póstmeistara. Ráðsmann vantar, l'rá næstu fardögum, á góða og vel hýsta jörð í Árnessýslu. Þarf að vera f jöl- skylduniaður og vanur netavefði. Tilboð, cr greini fyrri störf og aldur. sendist afgreiðslu hlaðsins, merkt „Ráðs- maður 14/5/46“, fyrir 1. febrúar næst- komandi. Kosningaskrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu, opin daglega kl. 10— 22, símar 6066 og 2323. Stuðningsmenn B-listans! Munið eftir að koma þangað! /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.