Tíminn - 24.01.1946, Síða 2

Tíminn - 24.01.1946, Síða 2
2 rlMPíN, fimmtndaglim 24. janáar 1946 16. blað Útvarpsræða Pálma Hannessonar ♦ Fimmtudagur 24. §an. Hræðsla íhaldsins við B-Iistann vex Ótti íhaldsim við B-listann er nú alveg búinn að setja Bjarna Ben. aí „línunni“. Samkvæmt samkomulaginu við Sigfús átti hann ekki að skamma aðra en kommúnista og Sigfús átti ekki að skamma aðra en íhaldið. Þannig átti að láta hina flokk- ana „detta upp fyrir“, svo að íhaldið og kommúnistarnir gætu skipt kjósendunum á milli sín. Sigfús hefir haldið sinn hluta af samkomulaginu út í æsar, en Bjarni er alveg dottinn af „lín- unni“. í Morgunblaðinu í gær er öll forustugreinin og heil siða að auki helguö B-listanum ein- göngu, en sama og ekkert minnst á kommúnistana. í þessum skrifum Mbl. kveð- ur líka við allt annan tón en áður. Áður var það álitið nóg að telja B-listann alveg von- lausan. Bjarni er nú kominn að raun um, að þessi áróður nægir ekki og þess vegna sé nauðsyn- legt að grípa til áhrifameiri úrræða. En óttinn og geðæsing- in gera’ það að verkum, að Bjarna fatast alveg tökin, og það verður ljósara miklu fleiri en áður, hvílík örvinglun hefir gripið hann. Forustugrein Mbl. í gær er hið ágætasta dæmi um þetta. í fyrri hluta greinarinnar er reynt að vara borgaralega menn við því að kjósa B-listann, því að kommúnistinn Pálmi Hannesson sé efsti maður hans! í síðari hluta greinarinnar eru menn svo varaðir við því að kjósa listann vegna Pálma Hannessonar, þar sem það verði ekki hann, sem muni taka sæti í bæjarstjórninni, ef listinn sigr- ar, heldur afturhaldsmaðurinn Hermann Jónasson! Geti nokkur röksemdaleiðsla sýnt örvinglan og vonlausan málstað, er það tvísöngur sem þessi! Bjarni finnur það líka, að ekki muni þessar „sprengjur“ hans verða að miklu liði og því er á öftustu síðu Morgunblaðsins tekið upp gamla þrautaráðið, rógurinn um mjólkurmálin í Reykjavík. Ekki þykir þó hlýða að bera hann fram í sínu gamla formi og hafa Morgunblaðið eitt að vitni. Þess vegna er nú sjálfum sendiherra íslands í Washington teflt fram á víg- völlinn og vitnisburður hans nú rétt fyrir kosningarnar á að vera það bjragráð, sem ver íhalds- meirihlutann falli. En vitnis- burður sendiherrans er allur á þann veg, að hver meðalgreind- ur maður getur lesið það milli línanna, að það er ekki hinn ó- pólitíski og hlutlausi embættis- maður, sem talar, heldur fyrrv. alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, sem rennur blóðið til skyldunnar, þegar hann sér flokk sinn vera að tapa meiri- hlutanum í Reykjavík, eins og líka er álitið. að honum hafi runnið blóðið til skyldunnar haustið 1942, þegar íhaldsmenn létu ekkert ógert til að vinna í kosningunum á Snæfellsnesi. Tilraun Thor Thors til að rétta hlut íhaldsins í mjólkur- málunum, mun verða betur af- hjúpuð í næsta blaði. fhaldið mun ekki græða neitt á hin- um síendurtekna mjólkurrógi i þessum kosningum, enda þótt þessi fyrrv. alþingismaður þess hafi nú lagt nafn sitt við vissa þætti hans. Hins vegar mun (Framhald af 1. siöu) ið svarar: „Allt er þetta, sem og annað, sem Þjóðviljinn flytur þessa daga, marklaust fleipur móðursjúkra manna, er finna með sjálfum sér, hvað sem þeir kunna að láta uppi, að alþýða manna er að snúa við þeim bak- inu, hefir fengið skömm á ein- ræðisdekri þeirra, óheilindum gagnvart almenningi og hóf- lausum blekkingum.“ Þá segir Þjóðviljinn, (4. jan.): „Það er engin lygi svo heimsku- leg, enginn óhróður svo auvirði- legur, að það blað (Morgunblað- ið) flytji ekki lesendum sínum hann sem heilagan sannleika". Morgunblaðið kallar sósíalista „óþjóðlegan eftiröpunarflokk“ og „starblinda stagkálfa kom- múnismans hér á landi“. Þjóðviljinn svarar með því að kalla Sjálfstæðismenn „mæringa skattsviknu milljónanna“. — Þegar hallað var að heildsölun- um, komst Vísir við og spratt upp með allmiklum vígamóði. Al- þýðublaðið leikur með, en vegur nokkuð til beggja handa. Á síðasta drottinsdegi ársins, sem leið, birtir lesbók Morgun- blaðsins langa grein eftir út- lendan mann um rússneska kommúnistaflokkinn. Þar segir meðal annars, að á árunum 1934—1939 hafi „horfið“ fí/io hlutar þessa flokks, og þar með flestir þeir, sem stóðu að bylt- ingunni 1917. Nokkru síðar kemst Þjóðviljinn þannig að orði um Morgunblaðið: „Hrifn- ingin af hinni „djörfu fram- komu“ Hitlers-stjórnarinnar, af fangabúðunum, níðingsverk- unum, morðunum — andar út úr hverri línu.“ Þannig mætti lengi áfram halda, en hér verður nú stað- ar numið. Yfirleitt virðist Sjálfstæðismönnum veita betur í sjálfshólinu, en sósíalistum í skömmunum. Annars má naum- ast í milli sjá. Ókunnugir menn mundu nú ætla, að þessir flokk- ar sælduðu ekki margt saman. Svo er þó ekki, eins og kunnugt er. Milli hjaðningavíganna sitja þeir meir of sáttir saman, eins og Einherjar í Valhöll forðum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefir meira að segja lýst því yf- ir, að ekki sé unnf að hafa lýð- ræðisstjórn í landinu, nema með atbeina sósíalista. Hann virðist ekki vera lífhræddur, ef hann trúir Koestler og Morgunblað- inu? — Það er alltaf munur að vera maður. — Og meðan liðs- mennirnir þreyta hina hörðu baráttu, stíga forystumenn þess- ara flokka sinn pólitíska vanga- dans í sölum stjórnarráðsins. En til hvers er þá þessi leik- það hjálpa enn betur til að sýna, hve örvæntingarfullt það er og hve örðugt því er að hamla gegn gengi B-listans, að það skuli hafa gripið til slíkra úrræða og þeirra, sem nú hafa verið rakin. Það ómerkir eins vel og verða má allan fyrri á- róður þess um vonleysi B-list- ans, því að það myndi ekki grípa til slíkra ráða, ef það tryði þeiin áróðri sjálft. Sú stefnubreyting Mbl. sein- ustu daga, að snúa vopnum sín- um, þótt léleg séu, frá kom- múnistum að B-listanum, mætti vera kjósendum örugg sönnun þess milli hverra aðalbaráttan stendur. Hún er á milli efsta manns B-listans og áttunda manns íhaldsins. Þeir, sem vilja steypa íháldsstjórninni á Reykjavíkurbæ úr stóli, geta bezt náð því marki með því að tryggja kosningu Pálma Hann- essonar. ur gerður? Hann er gerður til þess að draga athyglina að sér, en frá málefnunum sjálfum og yfirgnæfa alla aðra. Hann er gerður tifþess að skapa æsing- ar á báða bóga. Og hann er gerður í trausti þess, að takast megi að stinga svefnþorn heil- brigðri hugsun og sjálfstæðri at- hugun kjósendanna. Vitanlega streitast þessir flokkar um völd- in, þrátt fyrir hin pólitísku mök, er þeir eiga nú. En þeir virðast treysta því, báðir tveir, að þessi bardagaaðferð gagni þeim bezt, að undir merki óhróðurs og gííuryrða muni þeir sigur vinna. Hitt er svo annað mál, hvort kjósendurnir sjálfir vilja viður- kenna, að þetta sé þeim helzt að skapi, hvort þeir láti siga sér í andstæðar, æpandi fylk- ingar. En þó að bæjarstjórnarflokk- arnir deili fast um flesta hluti, hafa þeir oröið vel ásáttir um eitt: að dæma Framsóknarmenn óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum. Þeir kalla okkur utanbæjarmenn og óvini Reykjavíkur. Minna má nú ekki gagn gera. Bjarni heitinn frá Vogi komst einhverju sinni svo að orði um samþingismenn sína, að þeir riðu orðum og orðátiltækjum eins og prikum aftur og fram um þingsalinn. Andstæðingum okkar Framsónarmanna er ekki ólíkt farið. Sjálfstæðisflokkur- inn þeysir á þessu fjandskapar- priki sýknt og heilagt með sósí- alistana fyrir aftan sig. Og stundum langar Alþýðuflokkinn að fá sér svolítinn sprett líka, og þá er þrímennt aftur og fram vettvang stjórnmálanna. — Ut- anbæjarmenn, — óvinir Reykja- víkur. Með þessum orðum hyggj - ast þeir að útskúfa okkur út í hin yztu myrkur. — Og ekki bregzt þeim rökfimin, blessuð- um snillingunum, frekar en fyrri daginn. Fyrst er það auðvitað mjólkin, — þessi líka mjólk, bæði lítil og vond og súr og skítug og alveg kvik af bakter- íum. — Vitanlega er þetta allt okkur Framsóknarmönnunum að kenna, einkum þeim okkar, skilst mér, sem búa hér í bæn- um. Við stöndum eins og veggur á móti öllum þeim tillögum hinna flokkanna, sem til um- bóta horfa í þessu mjólkurmáli, og þær eru nú hvorki fáar né smáar. Og við erum svo vondir, að það er okkar helzta unun, að saklaus börnin í þessum bæ fái sem minnsta og óhollasta mjólk, jafnvel okkar eigin börn. — Þvílíkir menn. Það er annars undarlegt með mjólkina, að hún virðist alltaf versna, þegar líður að kosning- um, en svo er eins og hún skáni heldur aftur, þegar kosninga- hríðin er liðin hjá. — En í al- vöru talað: Hvernig er þessum málum háttað, eða skyldum við ekki eiga okkur neinar máls- bætur? Meðferð og sala mjólkur hér í bænum er í höndum Mjólkur- samsölunnar, eins og kunnugt er. í stjórn hennar eiga sæti fimm menn. Tveir þeirra eru Sjálfstæðismenn. Mér er kunn- ugt um, að þeir hafa aldrei gert ágreining út af meðferð mjólk- urinnar eða dreifingu, heldur hefir stjórn Samsölunnar unnið einhuga. Þessir fulltrúar Sjálf- stæðismanna hljóta því að vera seldir í sömu sök sem hinir stjórnarmennirnir, ef einhver er. Nú er annar þessara manna frambjóðandi á lista Sjálfstæð- isflokksins við þessar kosningar. Hvernig stendur á því? — Það stendur þannig á því, að flokk- urinn trúir ekki sjálfur þessu hrópi sínu, þó að honum þyki það nógu gott handa almenn- ingi og sigurstranglegt í valda- baráttu sinni hér. — Allir, sem líta hleypidómalaust á mála- vöxtu, hljóta að sjá, að það er ekki vandalaust að sjá bæjar- búum fyrirmjólk og viðurkenna, að það hafi verið óvenju örðugt á síðustu árum. Bærinn vex ört, eins og siðar mun sagt. Þess vegna hefir stöðugt orðið að stækka mjólkursölusvæðið og lengja aðflutningsleiðirnar. Vit- anlega bætir það ekki mjólkina. En bærinn þarf sína 30000 lítra á hverjum degi, það er nyt úr 4000 kúm. Með geldneytum þarf því um 5500 nautgripi til þess að framleiða neyzlumjólk handa bænum, auk þess, sem framleitt er í bæjarlandinu sjálfu. — Þessi stofn þarf mikið land, mikla hirðingu og umönnun. Og oft er það ærnum erfiðleikum ttundið að koma mjólkinni á markaðinn hér. — Önnur afleið- ing af vexti bæjarins er sú, að mjólkurstöðin hefir orðið of lítil. En vélarnar hafa úrelzt og ekki fengizt nýjar meðan á stríðinu stóð. Andstæöingarnir kenna þó ekki stríðinu um þetta, ekki stjórn samsölunnar í heild, heldur Framsóknarmönnum einum. Þeir áttu að fá vélarnar smíðaðar meðan á stríðinu stóð, svo að þær væru tilbúnar nú. — En leyfist mér að spyrja. — Voru ekki togararnir orðnir dá- lítið gamaldags fyrir stríð — Voru þeir ekki kallaðir ryðkláf- ar af sjálfum Ólafi Thors? Því voru ekki pantaðir nýir togarar meðan á stríðinu stóð? Komu Framsóknarmenn í veg fyrir það? — Vatn er ennþá mikilsveröara en mjólk. En hvernig er háttað með það? Hafa bæjarbúar alltaf nóg vatn? — Síður en svo, því miður. í sumum hverfum bæj- arins geta menn naumast þvegið sér um hendurnar né notað vatnssalerni sín eftir miðjan dag. Hverjum er þessi vatns- skortur að kenna? Það skyldi þó aldrei vera, að „vinir bœjarins“ ættu þar einhverja sök? Þannig eiga ýmsir högg í annars garði, ef að er gáð. — Það skal fúslega viðurkennt, að húsmæður hér í bæ hafa orð- ið fyrir ýmiss konar óþægindum af því, að sölumjólk hefir verið minni eða verri en vera skyldi, einkum geymist hún illa á sumrin og verður oft ónóg að haustinu, þegar kýr geldast. Þessi óþægindi valda óánægju, sem alið er á sýknt og heilagt í pólitísku skyni. Hitt er látið liggja í þagnargildi, að víðar er pottur brotinn. Eða hvernig er háttað um fiskinn í þessum mikla útgerðarbæ? Er alltaf nóg aí'honum, — og er svo vel meö hann farið, að ekki mætti betur verða? Það hefir enginn sér- fræðingur tekið sér fyrir hendur að telja bakteríurnar í fiskinum, — og engum er um kennt þó að hann fáist ekki. Þess vegna er ekki kvartað. — En um mjólkina gegnir öðru máli. Ef eitthvað skortir á magn henn- ar eða gæði, er það þegar til- kynnt á strætum og gatnamót- um. Sem betur fer mun bráð- lega rakna úr um mjólkur- vinnsluna hér. Nýtt stórhýsi hefir verið reist fyrir mjólkur- stöðina, og von er nýrra véla af fullkomnustu gerð innan skamms. — Það yrði heldur skarð fyrir skildi hjá andstæð- ingunum, ef þá vantaði nöldrið sitt við næstu kosningar. Von- andi leggst þeim eitthvað til, því að viljinn dregur hálft hlass. — Og svo eru heldur ekki talin enn öll hin miklu rök, er þeir færa fyrir óvináttu okkar Framsókn- armanna í garð Reykvíkinga. Til dæmis eigum við að hafa verið hatramir á móti hitaveit- unni allt frá öndverðu. Jú, ég man til þess, að sumir vildu upp- haflega láta rannsaka jarðhit- ánn víðar en á Reykjum áður en hafizt væri handa um hita- veituna, til dæmis í Henglinum og Krísuvík. Þetta þótti Sjálf- stæðismönnum hin mesta fjar- stæða og fjandskapur í þá daga. Nú státar það stóru letri í fyrsta lið kosningaloforða þeirra, — og Gísli Halldórsson, verkfræðing- ur, sem manna mest gagnrýndi hitaveituna þá af þessum ástæð- um, er nú orðinn „hvítari en snjór“ og kominn í álitlegt sæti á framboðslista fíokksins. Og svo var það einhver blessaður bor, sem átti að fá frá Svíþjóð eða Þýzkalandi, — ég man ekki, satt að segja hvort heldur var, nema Framsóknarmenn í ríkisstjórn- inni þóttu verða eitthvað sein- ir til að veita innflutningsleyfi fyrir þessum bor og töfðu með því hitaveituna alveg hræðilega. Hinu er minna flíkað, að hita- veitann tafðist af þeim ástæð- um, að bærinn vildi ekki biðja þessa sömu stjórn um ríkis- ábyrgð á hitaveituláni fyrr en í fulla hnefana. i Og loks er því haldið fram, að húsnæðisleysið hér í bænum stafi af því, aö Framsóknarmenn hafi ekki leyft innflutning á byggingarefni meðan þeir réðu yfir viðskiptamálunum. En eftir á að hyggja. Lýsti borgarstjór- inn því ekki yfir einu sinni í haust, að fyrir ófriðinn hefði byggingarefni ekki skort hér, svo að jafnvel hefðu íbúðir í bænum staðið auðar í stríðs- byrjun? Jú, hann gerði það 20. september. Hér í bænum er þvi haldið fram, að við séum utanbæjar- menn og óvinir Reykjavíkur. En þegar kemur út um land er fólk- ið varað við að greiða okkur at- kvæði af því að við séum Reyk- víkingar. Það er þetta, sem við köllum tvísöng. Það er alls ekki á neinn hátt fjandskapur við Reykjavík, þó að gagnrýnt sé sitt hvað, sem hér fer fram. Það er ekki fjand- skapur við Reykjavík, þó menn hafi ekki öðlazt þá trú, að nú- verandi borgarstjóri sé sá, sem koma skal. Og það er ekki fjand- skapur við Reykjavík, þó að menn unni öðrum landshlutum sama réttar sem henni. Undan- farið hefir Reykjavík vaxið óð- fluga og aldrei meira en einmitt nú. Sjálfstæðismenn segja, að það sé þeirra stjórn að þakka, en hinir lítið trúuðu telja til þess aðrar orsakir: fjölmenni, skemmtanir, margháttuð lífs- þægindi, setuliðsvinnu og margt fleira. Síðustu 10 árin hefur íbú- unum fjölgað um full 10 þúsund eða meira en nemur íbúatölu Akureyrar og Hafnarfjarðar samanlagt. En af þessari fjölg- un koma rúm 3400 eða meira en nemur allri mannfjölgun lands- ins, á tvö síðustu árin, og má ef til vill marka af því, hvert stefnir. Þessi mikli vöxtur bæjarins veldur röskun á öllu þjóöfélag- inu, en hagur bæjarfélagsins af því virðist meira en vafasamur. Ein afleiðing þess sýnist vera sú, að allt skipulag bæjarins fer í hálfgerðum handaskolum. Allt verður of lítið á stuttri stund, líkt og fermingarföt á unglingi. Heil bæjarhverfi byggjast á ör- fáum árum, án þess, að unnt sé að láta þeim í té þau þæg- indi, sem aðrir njóta. En hversu mikið, sem byggt er, sér aldrei fram úr húsnæðiseklunni. Alltaf búa einhverjir í óhæfum vistar- verum, og alltaf er krafizt nýrra ög nýrra húsa. — Ég efast ekki um, að yfirvöld bæjarins vildu fegin ráða fram úr-þessu vanda- máli, ef þau gætu. En það virðist vera þeim um megn. Þau virð- ast aldrei geta gefið sér tóm til þess að athuga málið í heild, heldur láta hverjum degi og ári nægja sína þjáning. Að minnsta kosti ber heildarsvipur bæjarins fremur vott um óðaönn og handahóf en yfirsýn og sam- fellt skipulag. — Hve langt á þessi þróun að ganga? Á að stefna að því, að sveitir og sjávarþorp tæmist, en íbúar þeirra flytjist hingað? Á að stefna að því, að hér vaxi upp lítið borgríki í einu horninu á stóru, litt numdu landi? Sumir kunna að svara þessu j átandi. Ég geri það ekki af þeim ástæðum, sem nú skal greina: 1. Menning þjóðarinnar hefir frá öndverðu verið tengd við landbúnað og dreifbýli. Oss hef- ir ekki tekizt enn að skapa hér i landinu trausta og þjóðlega borgarmenningu. Meðan svo stendur, mun oss hollast að búa enn um sinn við brjóst íslenkzr- ar náttúru, þeir sem það geta, líkt og forfeður vorir' hafa gert, og varðveita menningu þeirra sem bezt. Hitt er annað mál, aö það er óvéfengjanlegt hlutverk Reykjavíkur að reyna að skapa hér þá borgarmenningu, sem ég gat um áðan: iðnmenningu, verzlunarmenningu og sambýl- ismenningu. Og hver einasti ís- lendingur hlýtur að óska þess, að henni takist þetta sem fyrst og sem bezt. 2. Eru afkomuskilyrði hér i bænum ekki svo traust að þeirra vegna geti talizt æskilegt, að þorri þjóðarinnar flytjist hing- að. Iðnaður og verzlun eru ekki einhlítir atvinnuvegir, heldur hvíla þeir á framleiðslu útflutn- ingsverðmætanna, einkum fisk- veiðunum. En hér er dýrt að lifa. Það virðist kosta furðu- lega mikið fé að dreifa vörun- um hér um Seltjarnarnesið, og borgarar bæjarins greiða þunga skatta til iðnaðar og verzlunar, án þess að vita af. Þess vegna þurfum við hátt kaup, sem þó verður mörgum laust við hend- ur. En ef svo skyldi fara, að út- gerðin geti ekki borið kaup- gjaldið, þá gapir við atvinnu- leysi, erjur og hver veit hvað, jafnvel alvarlegustu átök milli flokka og stétta. Þeir, sem telja sér hag í slíku, vilja vitanlega stefna sem flestum hingað. Hin- ir láta sér hægar. — Og almenn- ingur, hinn mikli þolandi allra tíma, hann á mest á hættu, en þar næst þjóðfélagið sjálft. 3. Er svo það, að við getum tæplega vænzt þess, að fá einir að ráða yfir landinu til lang- frama, nema við byggjum það og hagnýtum náttúrugæði þess öll til lands og sjávar. En nú munið þið spyrja: Hvað er maðurinn að fara? Hann ætl- ar þó líklega ekki að meina fólki að flytjast til bæjarins? Nei, vissulega ekki. Ég mundi ekki vilja það, þó að ég gæti. Og ég hefi meira að segja ekkert á móti því að Reykjavík eflist og vaxi. En ég vil, að hún vaxi í eðlilegu samræmi við aðra hluta landsins. Ég ann henni vel allra þeirra þæginda og (Framhald á 3. síöu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.