Tíminn - 29.01.1946, Page 1

Tíminn - 29.01.1946, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSM3ÐJAN EDDA hJ. RITSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Ldndargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIF8TOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 AFGREIDSLA, INNHEIMTA 30. árg. TÍMIM, þriðjudagiim 29. janúar 1946 20. blað Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna Glæsilegur sigur Framsókna flokksins í Reykjavík í kaupstöðunum úti á landi hélt flokkurinn yfirleitt velli, þrátt fyrir hinn hatrama áróður stjórnarliðsins gegn honum Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í þremur einna stærstu útvegsbæj- unum og tapaði víðar miklu fylgi Reykvíkingar eru byrjaöir aö snúa baki við kommúnistum og munu nu aðrir á eftir fara % Merkustu úrslitin í bæjarstjórnar- og sveitarstjórnarkosningunum, sem fóru fram á sunnudaginn voru í aðalatriðunum þessi: Framsóknarflokkurinn fékk fulltrúa kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og jók atkvæðamagn sitt um 70.9%, miðað við tölu gildra atkvæða í þingkosningunni haustið 1942. Heildaratkvæðamagnið var nú 22.9% meira en þá. Þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn jók atkvæðamagn sitt aðeins um 23.6%, hefir hann rétt staðið í stað, en Alþýðuflokkurinn, sem jók atkvæðamagn sitt um 19.6%, og kommúnistaflokkurinn, sem jók atkvæðamagn sitt um 16.1%, hafa því raunverulega tapað. Það er Framsóknar- flokkurinn, sem einn hefir unnið á, enda eini flokkurinn, er vinnur nýtt sæti í bæjarstjórninni. Telja má þó víst, að sá áróður andstæðinganna, að flokkurinn myndi ekki koma manni að, hafi hrundið frá honum hundruðum atkvæða. í kaupstöðum og kauptúnum úti á landi, hélt Framsóknarflokkurinn yfirleytt óbreyttu fylgi eða vann á, t. d. í Ólafsfirði. Þegar tekið er tillit til hins ósvífna áróðurs stjórnarflokkanna gegn Framsóknarflokknum sem andstæðingi kaupstaða og sjáv- arútvegs, verður þetta að teljast mjög vel gert, og spáir góðu um vaxandi fylgi Framsóknarflokksins, þegar það skýrist betur, að hann hefir markað sér rétta afstöðu til stjórnarstefnunnar. Uin Sjálfstæðisflokkinn er það hins vegar að segja, að hann fór yfirleitt hina mestu hrakför, þegar Reykjavík og ísafirði er sleppt. Hann missti meirihlutann í þremur helztu útvegsbæjunum sunnanlands, Vestmannaeyjum, Keflavík og Akranesi, og tapaði einnig miklu fylgi í Neskaupstað, Seyðisfirði, Ólafsfirði og víðar. Alls staðar þar, sem menn starfa í nánum tengslum við framleiðsluna, hefir íhaldið að verðleikum stórtapað fylgi vegna fjárglæfrastefnunnar, sem nú er fylgt undir forustu þess. Kommúnistar biðu raunverulega mikinn kosningaósigur hér í Reykjavík, þar sem þeir fengu tveimur fulltrúum færra en þeir höfðu gert sér vonir um. Reykvíkingar hafa lengsta reynslu af þeim og því hrynur fylgið fyrst af þeim þar. Úti á Iandi unnu kommúnistar sums staðar fylgi frá íhaldinu, en töpuðu annars staðar. Það er Ijóst, að fylgi kommúnista er byrjað að hrynja og það hrun getur gengið hraðara en flesta órar fyrir nú. Alþýðuflokkurinn fékk yfirleitt hagstæðari kosningaúrslit nú en hann hefir vanist um lengra skeið, þótt ekki sé hægt að tala um að hann hafi unnið sigur. En hann virðist vera hættur að tapa og eiga sér talsverða viðreisnarvon, einkum þar sem hann velur sér nýja og óflekkaða foringja. Að öðru leyti er greint nánar frá kosningaúrslitunum hér á eftir: Reykjavík. Á kjörskrá voru rúm 28 þús. manns, en af þeim kusu 24450. Atkvæði féllu þannig, að A-listinn, listi Alþýðuflokksins fékk 3952 atkvæði og 2 menn kjörna, B-listinn, listi Fram- sóknarflokksins fékk 1615 at- kvæði og einn mann kjörinn, C-listinn, listi Sósíalistaflokks- ins fékk 6946 atkvæði og 4 menn kjörna, D-listinn, listi Sjálf- stæðisflokksins fékk 11833 at- kvæði og 8 menn kjörna. Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar 1942 fékk Alþýðu- flokíurinn 4212 atkvæði, Fram- sóknarflokkurinn 1074, komm- únistar 4558 og íhaldsmenn 9334 atkvæði. Hafnarfjörður. Á kjörskrá þar voru 2469. Listi Alþýðuflokksins fékk 1186 at- kvæði og fimm menn kjörna, listi Sjálfstæðisflokksins 773 og 3 menn kjörna, listi Sósíalista- flokksins 278 og einn mann kjör- inn. Auðir og ógildir seðlar voru 36. Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar í Hafnarfirði fékk Al- þýðuflokkurinn 987 atkvæði, kommúnistar 129 og íhaldsmenn 785. Akureyri. Þar féllu atkvæði þannig: Listi Alþýðuflokksins fékk 684 atkvæði og 2 menn kjörna, listi Framsóknarflokksins fékk 774 og 3 menn kjörna og listi Sjálf- stæðisflokksins 808 og 3 menn kjörna. Listi Sósíalistaflokksins 819 og 3 menn kjörna. . Við seinustu kosningar fékk Alþýðuflokkurinn 274 atkvæði, Framsóknarflokkurinn 802, kommúnistar 608 og íhaldsmenn 912 atkvæði. * Akranes. > Á kjörskrá voru 1185, en 1042 greiddu atkvæði. Listi Alþýðu- flokksins fékk 317 atkvæði og 3 menn kjörna, listi Framsóknar- flokksins 97 og einn mann kjör- inn, listi Sósíalistaflokksins og óháðra 183 og einn mann kjör- inn, listi Sjálfstæðisflokksins 437 atkvæði og 4 menn kjörna. Við seinustu kosningar fékk Alþýðuflokkurinn 312, Fram- sóknarflokkurinn 115, íhalds- menn 405, en kommúnistar buðu ekki fram. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk þá hreinan meirihluta í bæjarsijórninni. ísafjörður. k, kj örskrá voru 1627. Af þeim greiddu atkvæði 1474, eða 90.5% kjósenda. Listi Alþýðu- flokksins fékk 666 atkvæði og 4 menn kjörna, listi Sósíalista- flokksins 251 og einn mann kjörinn, listi Sjálfstæðisflokks- ins 535 atkvæði og 4 menn kjörna. Auðir seðlar voru 16 og 6 ógildir. Við seinustu kosningar fékk Alþýðuflokkurinn 714 atkvæði, Sjálfstæðisflokkurinn 378 og kommúnistar og óháðir 274.' Vestmannaeyjar. Á kjörskrá voru 2134, en atkvæði greiddu 1858. Listi Alþýðuflokks- ins fékk 375 atkvæði og 2 menn kjörna, listi Framsóknarflokks- ins fékk lý7 atkvæði og engan kjörinn, listi Sósíalistaflokksins fékk 572 og 3 menn kjörna, listi Sj álfstæðisf lokksins 726 og 4 menn kjörna. 20 seðlar voru auðir og 8 ógildir. Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar fékk Alþýðuflokkur- inn 200 atkvæði, Framsóknar- flokkurinn 249, kommúnistar 463 óg íhaldsmenn 839. íhalds- menn fengu þá hreinan meiri- hluta í bæjarstjórninni. Seyðisfjörður. Á kjörskrá voru 510. Annar listi Alþýðuflokksins fékk 56 at- kvæði og einn mann kjörinn, hinn listi Alþýðuflokksins fékk 62 atkvæði og einn mann kjör- inn, listi Framsóknarflokksins fékk 74 atkvæði og einn mann kjörinn, listi Sósíalistaflokksins fékk 92 atkvæði og 2 menn kjörna, listi Sjálfstæðisflokks- ins fékk 153 atkvæði og 4 menn kjörna. 8 seðlar voru auðir og 5 ógildir. Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar fékk Alþýðuflokkur- inn 119, Framsóknarflokkurinn 73, Sjálfstæðisflokkurinn 190 og kommúnistar 59 atkvæði. Neskaupstaður. Á kjörskrá voru 697, en 608 kusu. Listi Alþýðuflokksins fékk 134 atkvæði og 2 menn kjörna, listi Framsóknarflokksins 87 at- kvæði og einn mann kjörinn, listi Sjálfstæðisflokksins 83 og eihn mann kjörinn, listi Sósíal- istaflokksins 293 og 5 menn kjörna. Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar fékk Alþýðuflokkur- inn 152 atkvæði, Framsóknar- flokkurinn 87, íhaldið 105 og kommúnistar 178 atkvæði. Ólafsfjörður. Á kjörskrá voru 506, en kjör- sókn var 92%. Listi Alþýðu- flokksins fékk 87 atkvæði og einn mann kjörinn, listi Fram- sóknarflokksins fékk 135 og 2 menn kjörna, listi Sjálfstæðis- flokksins 121 og 2 menn kjörna, listi Sósíalistaflokksins 109 og 2 menn kjörna. Við fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingar, sem fram fóru í Ólafs- firði í fyrra, fékk Framsóknar- flokkurinn 76 atkvæði, Sjálf- stæðisflokkurinn 139, og komm- únistar 111. Siglufjörður. Á kjörskrá voru 1751 en 1511 kusu. Listi Alþýðuflokksins fékk 473 atkvæði og kom að 3 mönn- um, listi Framsóknarflokksins fékk 147 atkvæði og kom að 1 manna, listi Sjálfstæðisflokks- ins fékk 360 atkvæði og kom að 2 mönnum, listi Sósíalista- flokksins fékk 495 atkvæði og kom að 3 mönnum. Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar fékk sameiginlegur listi Alþýðuflokksins og komm- únista 698 atkv., Framsóknar- flokurinn 286, Sjálfstæðisflokk- urinn og óháðir 488. Borgarnes. Á kjörskrá voru 431, en at- kvæði greiddu 370. Listi Sjálf- stæðisflokksins fékk 165 atkv. og 4 menn kjörna, listi Fram- sóknarflokksins fékk 99 atkv. og 2 menn kjörna, listi Sósal- istafl. 61 atkv. og 1 mann kjör- inn, listi Alþýðufl. 28 og engan kjörinn. Auðir seðlar og óg. 17. Við seinustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurlnn 150 atkv., Framsóknarflokkurinn 124 atkv. og kommúnistar 43 atkv. Fáskrúðsfjörður. Á kjörskrá voru 330, en atkv. greiddu 264. Listi Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins fékk 139 atkv. og 4 menn kjörna, listi óháðra 48 og einn mann kjörlnn, listi Sósíalistaflokiks- ins 73 og 2 menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru 4. Við seinustu kosningar fékk Alþýðuflokkurinn 122 atkv., og óháðir og utanflokka 60 atkv. Blönduós. Á kjörskrá voru 249, en atkv. greiddu 212. Listi Alþýðuflokks- ins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fékk 175 at- kvæði og 5 menn kjörna, en listi Sósíalistaflokksins og nokk- urra annarra fékk 30 atkv, og engan kjörinn. Auðir seðlar og ógildir voru samtals 7. Við seinustu kosningar 1942 var ekki kosið á Blönduósi. Flateyri. Á kjörskrá voru 284, en 159 greiddu atkvæði. Listi frjáls- lyndra fékk 104 atkvæði og 4 menn kjörna, listi óháðra fékk 50 atkvæði og einn mann kjör- inn. Auðir seðlar voru .3 og 2 ógildir. Við seinustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 93 at- kvæði en Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn 119 atkv. Eyrarbakki. Á kjörskrá voru 399, en atkv. greiddu 330. Listi Alþýðuflokks- ins hlaut 172 atkv. og 4 menn kjörna, listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 82 atkv. og 2 menn kjörna, listi Framsóknarflokksins hlaut 38 atkv. og einn mann kjörinn, listi Sósíalistaflokksins hlaut 27 atkv: og engan kjörinn. Tveir seðlar voru ógildir og 8 auðlr. Við seinustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 113 atkv., Framsóknarflokkurinn 54 og Alþýðuflokkurinn og kommún- istar 127 atkv. Keflavík. Á kjörskrá voru 999, en at- kvæði greiddu 878. Alþýðuflokk- urinn fékk 323 atkv. og 3 menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fékk 112 atkv. og einn mann kjörinn, Sósíalistaflokkurinn fékk 87 atkv. en engan kjörinn, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 323 og 3 menn kjörna, 30 seðlar voru auðir og 3 ógildir. Við seinustu kosningar fékk Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn 291 atkv., Sjálf- stæðisflokkurinn 203, óháðir og utan flokka 133 atkv. Súgandafjörður. Á kjörskrá voru 238, en atkv. greiddu 203. Alþýðuflokkurinn hlaut 61 atkv. og 1 mann kjör- inn, Framsóknarmenn og utan flokka hlutu 69 atkv. og 2 menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 70 atkv. og 2 menn kjörna. Einn seðill var auður og tveir ógildir. Við seinustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir 72 atkv., Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn 117 atkv. Húsavík. Á kjörskrá þar voru 646, en atkvæði greiddu 567. Listi Fram- sóknarfiökkfíins, Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins fékk 349 atkv. og 5 menn kjörna, en listi Sósíalistaflokksins fékk 202 atkv. og 2 menn kjörna. Auðir seðlar voru 12 og 40 ógildir. Við seinustu kosningar fékk Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn 236 atkv., Al- þýðuflokkurinn og kommúnistar 163 atkvæði. Eskifjörður. Á kjörskrá þar voru 419. Listi Alþýðuflokksins fékk 76 atkvæði og 2 menn kjörna, listi Fram- sóknarflokksins fékk 60 atkvæði og einn mann kjörinn, listi Sós- íalistaflokksins fékk 95 atkvæði og 3 menn kjörna og listi Sjálf- stæðisflokksins fékk 93 atkvæði og 2 menn kjörna. Við seinustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 92, Fram- sóknarflokkurinn 52, Alþýðu- flokkurinn og sjómenn 75 og kommúnistar 63. Kosningaúrslit þau, sem eftir er að birta, verða birt i næsta blaði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.