Tíminn - 29.01.1946, Page 2

Tíminn - 29.01.1946, Page 2
2 TlMEWí, þriðjiidaginn 29. januar 1946 20. blað Helgi Benediktsson: Þriðjjudagur 29. jjan. Kosningaúrslitín Úrslitin i bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum, sem fóru fram á sunnudaginn, eru á margan hátt lærdómsrík. M. a. má draga af þeim ýmsar álykt- anir um þingkosningarnar, sem fram eiga að fara næsta vor. Af hálfu stjórnarflokkanna hefir því jafnan verið haldið fram, að Framsóknarflokkurinn sé andstæðingur kaupstaða og sjávarþorpa. Þessi áróður hefir þó verið aukinn um allan helm- ing síðan núv. stjórnarsamvinna kom til sögunnar. Andstaða Framsóknarflokksins gegn fjár- málastefnunni og nýsköpunar- glamrinu hefir verið túlkuð sem fjandskapur gegn kaupstöðun- um og sjávarútveginum. Allir stjórnarflokkarnir hafa verið sammála um þennan áróður og beitt öllum áróðurstækjum sín- um í þjónustu hans. Framsókn- arflokkurinn hefir hins vegar haft mjög takmarkaðan blaða- kost og óhæga aðstöðu til að mæta þessum áróðri. Þrátt fyrir alla þessa miklu áróðursstarfsemi stjórnarflokk- anna hefir niðurstaðan orðið sú, að Framsóknarflokkurinn hefir haldið í horfinu í kaup- stöðunum úti á landi, þegar Vestmannaeyjar eru undan- skildar. Sums staðar hefir hann jafnvel aukið fylgi sitt, t. d. í Ólafsfirði. Til viðbótar kemur svo hinn glæsilegi kosningasigur í Reykjavík. Það spáir vissulega góðu um framtíð Framsóknarflokksins á þessum stöðum, að hann skuli þannig ýmist halda í horfinu eða auka fylgi sitt, meðan blekk- ingar stjórnarflokkanna um nýsköpunina hafa enn ekki af- hjúpazt tii fulls. Þegar það kem- ur enn betur í ljós, að flokkur- inn hefir haft rétt fyrir sér, munu menn enn betur kunna að meta þessa aðstöðu hans og því veita honum aukið’brautar- gengi. Andstöðuflokkar Framsóknar- flokksins munu hafa ýmsa timburmenn eftir kosningarnar. Hér í Reykjavík, þar sem verzlun og ýmis konar spákaup- mennska situr enn í öndvegi, tókst ihaldinu að halda áfram meirihlutanum í bæjarstjórn- inni, en komst i fullkominn minnihluta meðal kjósenda. Úti á landi, þar sem menn eru í nánari tengslum við framleiðsl- una, fékk íhaldið hins vegar að gjalda afleiðinganna af fjár- glæfrapólitík sinni og kommún- istanna. Það missti í fyrsta sinn meirahluta sinn í útvegs- bæjunum Vestmannaeyjum, Akranesi og Keflavík og stór- tapaði í Hafnarfirði, Neskaup- stað og Ólafsfirði. Þetta fylgis- hrun íhaldsins á þessum stöð- um mun enn eiga eftir að vaxa, þegar fjárglæfrastefna þess verður enn Ijósari, og það mun þá ekki heldur lengur verða vatn á myllu kommúnista, held- ur mun fylgi Framsóknarmanna þá vaxa. Mestu timburmenn eftir kosn- ingarnar hafa þó kommúnist- arnir. Þeir unnu að vísu fylgi frá íhaldinu sums staðar úti á landi, en biðu hins'vegar eftir- minnilegan ósigur í Reykjavík, þar sem þeir fengu tveimur fulltrúum minna en þeir höfðu gert sér vonir um. Kommúnist- um tókst fyrst að ná verulegu fylgi hér í Reykjavík og því fer vel á því, að Reykvíkingar verða fyrstir til að snúa við þeim Eftir fiskiþingið Frafnhald. Þingstörfum mið'ar áfram. Samþykkt var ályktun í vita- málum og í sambandi við það upplýstist, að núverahdi vita- málastjóri hefir mikið til fellt niður samstarf við Fiskifélagið. Verbúðabyggingar. „Fiskiþingið telur bráðnauð- synlegt að hvarvetna, þar sem fiskveiðar eru stundaðar af landróðrarbátum, þurfi að vera til rúmgóðar og heilnæmar í- búöir (verbúðir) handa skips- höfnum. Til þess að ráða bót á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í þessum efnum, leggur fiskiþingið til, að Fiskveiðasjóði veröi gert að skyldu að lána úr sjóðnum fé til verbúðabygginga með sömu kjörum og til nýbygg- ingar fiskiskipa, eða fiskiðnfyr- irtækja. Verði lán þessi veitt einstaklingum, félögum eða bæjar- og hreppsfélögum, eftir því sem henta kann í hverju einstöku tilfelli.“ Fiskveiðasýning. „Fiskiþingiö ályktar að fela stjórn Fiskifélagsins að athuga möguleika á, að haldin verði fiskveiðasýning í Reykjavík svo fljótt, sem við verður komið og heppilegt getur talizt og leiti stjórnin í því skyni samvinnu við Alþingi og ríkisstjórn og enn fremur þau. félagssamtök og stofnanir aðrar, er starfa að málefnum sjávarútvegsins.“ Beitumál útvegsins. „Fiskiþingið telur sjálfsa,gt, að Fiskifélagið haldi áfram skýrslu- söfnun um frystingu síldar til beitu. Hins vegar telur þingið ekki ástæðu til þess, aö ríkið stofni eða starfræki frystihús til beitufrystingar, enda hefir aðstaða til beituöflunar batnað við aukningu hraðfrystihúsanna í landinu. Samtímis vitnar fiski- þingið til samþykktar síðasta siðasta þings í beitumálinu og telur sjálfsagt að Fiskifélagið veiti þá fyrirgreiðslu um þessi mál, sem í valdi félagsins er.“ Mat sjávarafurða verði fellt saman í heildarkerfi. „Fiskiþingið fellst á fram- komna greinargerð um nauðsyn bakinu. Fleiri munu koma á eftir. Skriðan er komin af stað og mun vissulega aukast í kosn- ingunum í vor. Alþýðuflokkurinn hefir yfir- leitt fengið sæmilegri kosninga- úrslit en hann hefir átt við að búa um margar undanfarnar kosningar. Kosningaúrslitin sýna, að Alþýðuflokkurinn hef- ir jarðveg í kaupstöðunum, þar sem hann teflir fram ungum og liðtækum mönnum, t. d. á Ak- ureyri. Gerði hann.þetta víðar, og þá ekki sízt hér í Reykjavík, myndi fráfallið frá kommún- istum verða enn hraðara. Láti Alþýðufl. ekki þessi kosn- ingaúrslit, — sem að vísu geta ekki talizt sigur, en eru þolan- legri en hann hefir átt að venj- ast, — stíga sér til höfuðs eins og kosningasigurinn 1934, getur hann haft verulega þýðingu 1 stjórnmálabaráttu íslendinga. Helzti ósigurinn hjá Alþýðu- flokknum varð á ísafirði. Hinn nýi og óvænti vinskapur Finns Jónssonar og Ólafs Thors, — sem m. a. hefir lei^t Finn til að i veitast bæði fíflslega og fólslega | þess, að mat allra sjávarafurða sé sett í samfellt kerfi undir einni yfirstjórn og leggur til að undirbúningur þeirrar löggjafar verði gerður af fimm manna nefnd frá eftirgreindum aðil- um: Einum frá Fiskifélagi ís- lands, öðrum frá Landssambandi ísl. útvegsmanna, þriðja frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og fjórða frá Síldarútvegsnefnd, en fimmta skipuðum af ríkis- stjórninni og sé hann formaður nefndarinnar.“ Verðlaun fyrir bezta hirð- ingu skipa. „Fiskiþingið ályktar, aö fela stjórn Fiskifélagsins að vinna að því, að veitt verði árlega op- inber viðurkenning til skips- hafna fyrir bezta hirðingu á skipi, vél og búnaði.“ Lækkun veiðarfæraverðs með sameiginlegum innkaupum. „Fiskiþingið ályktar að skora á stjórnFiskifélags fslands, að beita sér fyrir því í samráði við stjórn Landssambands ísl. út- vegsmanna, að útgerðinni verði séð fyrir ódýrari veiðarfærum, með sameiginlegum innkaupum eða með rekstri eigin veiðar- færasmiðju." Kynnisferðir útgerðarmanna. „Fiskiþingið felur félags- stjórninni aö'vinna að því, að komið verði á skipulagsbundn- um kynnisferðum útgerðar- manna og fiskimanna til þeirra landa, þar sem fiskiveiðar og framleiðsla sjávarafurða eru á hverjum tíma reknar með mest- um myndarbrag." Fiskirannsóknaskip. „Fiskiþingið skorar á háttvirta ríkisstjórn og Alþingi, að leggja nú þegar fram nægilegt fé til kaupa og útbúnaðar á vel hæfu fiskirannsóknaskipi. Fiskiþingið telur, að hér sé um aðkallandi nauðsynjamál að ræða, sem ekki þoli lengri bið en orðið er, þar sem auknar fiskirannsóknir séu líklegár til þess að færa sjávar- útveginum mikinn beinan arð, auk óbeins hagnaðar fyrir nútíð og framtíð. Fiskiþingið væntir þess að þing og stjórn leggi ótrauð fram að Hermanni Jónassyni, er Ól- afur ’telur aðalfjandmann sinn, — hefir bersýnilega ruglað ýmsa ísfirðinga í ríminu. Alþýðu- flokkurinn, sem hefir gert margt myndarlegt á ísafirði, hefir því misst þar meirihlutann. Nú er það sigurvegaranna, íhaldsins og kommúnista, að taka við og sýna hvað þeir geta. Verður á- reiðanlega fróðlegt að kynnast þeirri ráðsmennsku. Um kosningaúrslitin í heild má það segja, að Framsóknar- menn mega vel við una. Þrátt fyrir hinn magnaðasta áróður andstæðinganna, hefir Fram- sóknarflokkurinn haldið vel velli í kosningunum og stór- aukið fylgi sitt í höfuðstaðnum. í vor mun árangurinn verða enn betri, því að þá mun það sjást greinilegar, að Framsóknar- menn hafa haft rétt fyrir sér. Og þá koma sveitirnar líka til sögunnar. Framsóknarmenn horfa vonglaðir til þeirrar bar- áttu, en samt ríður á að hver flokksmaður geri sitt ítrasta til að gera sigur flokksins þá sem beztan og glæsilegastan. fé til fiskirannsókna, þar sem völ er hæfra íslenzkra manna til slíkra vísindastarfa, og hér er um grundvöll að ræða fyrir að- alatvinnuveg þjóðarinnar. Verð- ur á engan hátt við það unað, að sjávarútvegurinn sé settur skör lægra um íramlög ríkis- sjóðs til vísindalegra rannsókna, en aðrar atvinnugreinar þjóð- arinnar. Fiskiþingið telur, að hlutverk fiskirannsóknaskipsins sé meðal annars að leita nýrra fiskislóða kringum landið. Fiskiþingið þákkar hr. Árna Friðrikssyni fiskifræðing, ötult starf og áhuga í þágu fiskiveið- anna.“ Veðurfregnir. „Fiskiþingið leggur áherzlu á, að útvarp veðurfregna verði rækt eins og vel og framast er kostur, og skorar á stjórn Fiski- félagsins að hlutast til um við hlutaðeigendur að bætt verði um hið bráðasta í eftirtöldum atriðum: 1. Talstöðin á Horni verði efld svo, að hún geti haft beint sam- band við Reykjavík. 2. Talsamband við Reykjanes- vita verði gert öruggara en áður. 3. Samningar náist við tog- araeigendur um aö loftskeyta- menn sendi veðurlýsingar, er þeir eru að veiðum, að minnsta kosti tvisvar á sólarhring. 4. Að veðurfregnum verði á- vallt útvarpað kl. 1—1,30 eftir miðnætti á sólarhring hverjum framvegis. 5. Að getið sé jafnan í veður- fregnum um veðurhæð á aðal- annesjum og úteyjum, svo sem Grímsey og Papey.“ Vélaverzlun útvegsins. „Fiskiþingið lýsir sig fylgjandi frumvarpi til laga um mótorvél- ar 1 fiskiskip og varahlutabirgð- ir, sem samið hefir verið af stjórn Fiskifélagsins í samráði við vélfræðiráðunaut þess. Hins vegar er Fiskiþingið mótfallið því, að sett sé á stofn vélaverzlun ríkisins, svo sem gert er ráð fyrir í 11. kafla frumvarps um verzlun með mót- orvélar í fiskiskip, er meiri hluti milliþinganefndar í sjávarút- vegsmálum hefir samið.“ Vélfræðiráðunautur Fiskifélagsins. Á Fiskiþinginu var útbýtt skýrslu vélfræðiráðunauts fé- lagsins. Skýrslan var aldrei tek- in á dagskrá til umræðu, og eng- inn minntist á hana,og ríkir ein- kennileg þögn um þessa hlið á starfsemi Fiskifélagsins. Rann- sóknarstofa Fiskifélagsins virð- ist aftur á móti hafa gefið mjög góða raun, og verða að sívax- andi gagni, og er ánægjulegt til þess að vita. Framleiðsluafköst íslendinga á stríðsárunum. „Fiskiþingið ályktar að skora á ríkisstjórnina, að láta nú þeg- ar fara fram athugun á hver hafi verið afköst íslendinga í framleiðslu og flutningum á stríðsárunum, ennfremur að at- huga um tjón íslenzku þjóðar- innar á mönnum og skipum af völdum styrjaldarinar og verði skýrsla um niðurstöður birt að athugun lokinni.“ Starfsfjárskipting milli fjórð- unga og deilda. Upphaflega var tilætlun að Reykjavíkurdeild yrði ekki ætl- Frá Sambandi bindindisfétaga í skólum 14. þing Sambands bindindis- félaga í skólum var haldið í Menntaskólanum í Reykjavík dagana 19. og 20. janúar 1946. Á þinginu voru mættir 44 full- trúar frá hinum ýmsu skólum. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þinginu: 14. þing S. B. S. lítur svo á, að æskulýð landsins sé alvarleg hætta búin frá hinni stöðugt vaxandi áfengisneyzlu lands- manna og vaxandi áfengissölu ríkisins. Þingið skorar því á ríkisstjórnina: 1. Að setja nú þegar einhverj- ar þær reglur um áfengiskaup landsmanna, er miði að minnk- andi áfengisverzlun. 2. Að láta lögin um héraðs- bönn koma til framkvæmda. 3. Að krefjast þess undan- tekningarlaust, að embættis- menn ríkisins gefi gott fordæmi, geri sig ekki seka um drykkju- skap og óreglu, en leggist miklu frekar á sveif með þeim kröftum í þjóðfélaginu, sem vilja útrýma hinni skaðlegu áfengisneyzlu. 4. Að láta flytja iðulega fræðandi og hvetjandi er- indi í ríkisútvarpið um bindindi og skaðsemi áfengisneyzlu. 5. Að koma á ströngu eftir- liti með bifreiðastöðvum og öðrum þeim aðilum, sem vitað að nema 1000 krónur af fé þessu, með tilliti til þess, að sú deild hefði lítið starf með höndum og hjá henni væri allt heimatækt. Fulltrúar deildarinnar vildu ekki una því, og kom fram tillaga þess efnis að þar sem allt væri svo dýrt í Rvík þá fengi Reykjavíkurdeildin kr. 3000. 00 sem starfsfé, og var sú tilhögun samþykkt. Heilsuvernd sjómanna. „Fiskiþingið lætur í ljós á- nægju sína yfir starfsemi þeirri, sem rekin er hér á landi til heilsuverndar almennings, sér- staklega yfir hinum þýöingar- miklu aðgerðum Sigurðar Sig- urðssonar berklayfirlæknis til útrýmingar berklaveikinni. Jafnframt skorar Fiskiþingið á atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið að nota heimild í 26. gr. sjómannalaganna nr. 41/ 1930 til þess að skipa fyrir um læknisskoðun skipverja, þar á meðal gegnumlýsingu, áður en þeir eru skráðir í skiprúm í fyrsta sinn ár hvert, og sé kostnaðurinn við skoðunina greiddur úr ríkissjóði.“ Sjóvinnuskólar. „Fiskiþingið metur mikils á- huga og rífleg fjárframlög Vest- mannaeyinga og ísfirðinga, til undirbúnings og stofnunar sjó- vinnuskóla hjá sér og mælir með þvi, að ríkissjóður leggi fram nokkurt fé til stofnunar áöurnefndra skóla, en starf- ræksla þeirra ætti að fylgja sömu reglum og ákveðið er í fræðslulögum um aðra skóla.“ Skólafræðsla um algengustu vinnubrögð í sjóvinnu. „Fiskiþingið itrekar fyrri samþykkt um nauðsyn þess, að piltum í efstu bekkjum barna- og unglingaskóla í öllum sjáv- arþorpum, verði kennd öll al- gengustu vinnubrögð í sjóvinnu og telur að kostnaður við þá kennslu eigi að greiðast á sama hátt og lögákveðið er um al- menna fræðslu samkv. fræðslu- lögunum." er um að brjóta áfengislöggjöf- ina og iðka allvíðtæka leyni- sölu. 6. Að láta hraða sem mest full- komnari löggjöf um drykkju- menn og verndun heimila þeirra. 14. þing S. B. S. skorar á fræðslumálastjórnina að styðja eftir megni starfsemi bindindis- félaga í skólum landsins og láta nú þegar hefja bindindisfræðslu í öllum skólum landsins. Þá skorar þingið einnig á alla skólastjóra og kennara að taka virkari þátt í starfi skólabind- indisfélaganna en verið hefir. 14. þing S. B. S. skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að hlutast til um, að U. S. A. hraði sém unnt er framkvæmd loforða sinna um brottflutning hers og hernaðartækja úr landinu og geri engan þann samning við erlent ríki, er á nokkurn hátt skerði sjálfstæði landsins. 14. þing S. B. S. skorar á rík- isstjórnina og bæjarstjórn Reykjavíkur að hraða svo sem unnt er byggingu æskulýðshall- ar í Reykjavík. Stjórn S. B. S. skipa nú: Hjálti Þórðarson, Samvinnuskólanum, forseti, Erla Guðmundsdóttir, Kvennaskólanum, gjaldkeri, Stefán Ólafur Jónsson, Kenn- araskólanum, ritari. Minnismerki drukknaöra sjómanna. „Fiskiþingið ályktar að skora á ríkisstjórnina og bæjarstjórn Reykjavíkur að láta reisa í Reykjavík minnismerki sjó- drukknaðra manna. Skal minn- isvarði þessi vera fyrir land allt. Ennfremur ályktar Fiskiþing- ið að skora á háttvirt Alþingi aö veita til minnisvarða drukkn- aðra sjómanna við Vestmanna- eyjar, sem reist verður á næsta ári, 25 þús. krónur.“ Laun vitavarða. „Fiskiþingið beinir þeirri á- skorun til vitamálastjóra, að vinna að því, að laun vitavarða landsins séu á hverjum tíma i sem fyllstu samræmi við aðra starfsmenn ríkisins fyrir hlið- stæð störf.“ Viöurkenning fyrir upp- fyndingu. „Fiskiþingið skorar á Alþingi, að veita herra Kristjáni Krist- jánssyni Leirhöfn á Sléttu við- urkenningu fyrir uppfyndingu hans, línurennuna, sem notuð hefir verið í 20 ár á línubáta- flota landsins og gjörbreytt af- köstum flotans.“ Vaxtalaus lán til byggingar fiskiskipa. „Fiskiþingið ályktar að skord á Alþingi að veita rikisstjórn- inni heimild til að verja á árinu 1946 2,5 milj. kr. til veitingar vaxtalausra þriðja veðréttar lá?na vegna byggingar fiski- skipa.“ Vélgæzluréttindi. „Fiskiþingið mælir með, aö vélgæzluréttindi þeirra, sem nú hafa rétt til að stjórna vélum 150 hestöfl að stærð, verði hækkuð upp í 260 hestafla-rétt- indi. Ennfremur telur þingið það eðlilega þróun þessa máls, að vél stjórar, sem stjórna olíumótor- um eigi þess kost að vinna sig upp í réttindi eftir ákveðinn lágmarksstarfstíma, enda sanni þeir hæfni sína með prófi.“ (Framhald á 3. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.