Tíminn - 21.02.1946, Side 1
RITSTJÓRI:
\ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
) FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
S PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
__________ _____ ____
30. árg.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ■
Símar 2353 og 4373 '
_s
; AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: )
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A \
Sími 2323 \
30. blað
Mynd þessí er af hugvitsmanninum
Fleming, er fann upp Penicilinið,
undralyfið nýja.
Bandaríkjamenn
vita einir atom-
leyndarmálið
Byrnes utanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna skýrði blaða-
mönnum frá því í gær, í sam-
bandi við kanadiska njósnamál-
ið, að Bandaríkjamenn væru
þeir einu, sem vissu leyndar-
dóminn um gerð kjarnorku-
sprengjunnar. Hann kvað allar
lausafregnir um að' fleiri ríki
vissu um samsetningu kjarn-
orkusprengjunnar gripnar úr
lausu lofti. Brezkur atomfræð-
ingur áréttaði þetta enn betur í
gær, þar sem hann sagði, að þó
að Bretar og fleiri þjóðir hefðu
unnið að atomrannsóknum í
samráði við Bandaríkjamenn,
vissu þeir einir um gerð kjarn-
orkusþrengj unnar.
Nordentoft málið
Ekkert einstakt mál hefir vak-
ið jafn mikið umtal í Danmörku
í vetur og Nordentoft málið svo-
kallaða. Skólastýra fjölmenns
barnaskóla, Inger Nordentoft,
sem nýlega hafði verið kjörin
á þing fyrir Kommúnistaflokk-
inn, bað um þriggja mánaða frí
frá störfum, þar sem hún ætti
barn í vændum. Þessi beiðni
hennár vakti mikla athygli, þar
sem hún var ógift, og kröfðust
fjölmargir kennarar og prestar
(Framhald á 4. síðuj.
ERLENDAR FRÉTTIR
I STUTTU MÁLI
— Umræður um utanríkismál
hófust í brezku málstofunni í
gær. Formælandi íhaldsmanna
lagði áhei-zlu á, að reynt yrði að
fá upplýst, hvað vekti fyrir
Rússum, er þeir krefðust auk-
inna yfirráða við Miðjarðarhaf-
ið.
— Keynes lávarður var í gær
skipaður forstjóri Alþjóðabank-
ans.
— Indverskir stjórnmálamenn
og indversk blöð fagna þeirri
ákvörðun brezku stjórnarinnar,
að senda þrjá ráðherra til Ind-
lands, til viðræðna við Indverja
um aukna sjálfsstjórn. Einkum
er því fagnað, að Sir Stafford
Cripps skuli hafa verið valinn
í förina.
(Framhald á 4. síðuj.
Stjórnarliðið beitir
bændur nýju ofbeldi
ÍVeitar að verða vlð
óskiim bónaðarsam-
bandaniia í biínaðar-
málasjóðsinállni^
Stjórnarliðið í neðri deild
samþykkti í gær tillögu
þeirra Jóns Pálmasonar og
Sigurðar Guðnasonar um að
taka búnaðarmálasjóð af
Búnaðarfélagi íslands og
skjpta honum milli búnaðar-
sambandanna. Hefir þó mik-
ill meirihluti búnaðarsam-
bandanna óskað eftir að máli
þessu verði frestað þangað til
aðalfundir þeirra geti látið
álit sitt uppi. Stjórnarliðið fer
hér að eins og endranær að
hafa tilmæli og óskir búnað-
arsamtakanna að engu.
Fyrir deildinni lá að vísa mál-
inu frá með svohljóðandi dag-
skrártillögu, er flutt var af Gísla
Sveinssyni:
„í trausti þess, að ríkisstjórn-
in feli Búnaðarfélagi íslands að
leita umsagnar búnaðarsam-
banda Iandsins'um þetta mál,
eins og það liggur nú fyrir, áður
en það hlýtur fulnaðaraf-
greiðslu, svo tímanlega, að það
verði lagt fyrir aðalfundi sam-
bandanna á næsta vori, og komi
álit þeirra síðan fyrir Alþingi, —
tckur deildin fyrir næsta mál á
dagskrá.“
Tillaga þessi var felld með
16:14 atkvæðum. Með henni
greiddu atkvæði allir þingmenn
Framsóknarflokksins, nema Sig-
urður Þórðarson (hann var fjar-
verandi), Gísli Sveinsson, Jón
Sigurðsson, Pétur Ottesen, Barði
Guðmundsson og Stefán Jóhann
Stefánsson, en á móti henni
greiddu atkvæði Gunnar Thor-
oddsen, Ingólfur Jónsson, Jón
Pálmason, Ólafur Thors, Jóhann
Jósefsson, Hallgrímiir Bene-
diktsson, Sigurður Kristjánsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson,
Finnur Jónsson og allir við-
staddir þingmenn kommúnista.
Sigurður Bjarnason greiddi ekki
atkvæði, en fjarverandi voru
Garðar Þorsteinsson, Sigurður
Hlíðar og Lúðvík Jósefsson.
Með þessu hefir stjórnarlið-
ið bætt gráu ofan á svart í þessu
máli, þar sem það vill ekki einu
(Framhald á 4. síðu).
Hefst verkfall
í fyrramálið?
Verkamenn í Reykjavík og
Hafnarfirði munu hef ja verk-
fall í fyrramálið, ef ekki hef-
ir náðst samkomulag áður
um nýja kaupsamninga milli
atvinnurekenda annars vegar
og verkamannafélaganna
hins vegar.
Sáttasemjari fékk Dags-
brúnarmálið til meðferðar
fyrir nokkrum dögum, en
hafði ekki lagt fram neina
sáttatillögu í gær. Ríkis-
stjórnin mun líka raunveru-
Iega hafa málið í sínum
höndum og munu ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins hafa
unnið að því undanfarið að
fá atvinnurekendur til að
fallast á kauphækkanir.
Hvað lengi
loforð sitt
draga stjórnarflokkarnir að efna
um skömmtun byggingarefnis?
Fjölmargar íbúðabyggingar stöðvast eða
stórtefjast vegna skorts á timbri og
fleiri byggingarvörum
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar lofuðu allir stjórnarflokk-
arnir því, að þeir skyldu beitast fyrir skömmtun á byggingar-
efni, svo að tryggt yrði nóg byggingarefni til nauðsynlegra íbúða-
bygginga. Enn hefir þó ekkert bólað á framkvæmdum á þessu
sviði og hefir þó þörf slíkrar ráðstöfunar aldrei verið meiri en
nú. Þvert á móti hefir stjórnarliðið fellt á Alþingi þingsályktun-
artillögu um byggingarmálin frá Hermanni Jónassyni, þar sem
stjórninni var falið að gera slíka ráðstöfun.
Um þessar mundir er ákaf-
lega mikil skortur á ýmsum
byggingarefnum, þótt hann sé
tilfinnanlegastur á timbri. Af
þeirri ástæðu hafa margir ekki
getað byrjað á íbúðarbygging-
um, sem þeir höfðu undirbúið
að öðru leyti. Á sama tíma og
nauðsynlegar íbúðarbyggingar
stöðvast þannig af völdum
timburskortsins, er hins vegar
byrjað á ýmsum byggingum,
sem hæglega virðast • þó geta
beðið og tvímælalaust eiga
minni rétt á sér en íbúðabygg-
ingarnar. Má þar nefna ýms
verzlunarhús, bíó, o. fl., o. fl.
Þessi óverjandi misnotkun
byggingarefnisins stafar af því,
að ekkert er gert af opinberri
hálfu til þess að beina því til
réttra aðila. Innflutningsleyfin
eru veitt verzlunum, sem síðan
ráðstafa byggingarefnjnu eftir
eigin geðþótta. Vitanlega hafa
svo gróðamennirnir forgangs-
rétt hjá þeim, en þeir, sem
minna mega sín, verða að^mæta
afgangi.
Slíkt ástand er vissulega með
öllu óþolandi, eins og húsnæðis-
málunum er nú komiðt Það er
talandi dæmi um ómennsku og
sofandahátt þeirra ráðherra-
nefna, sem taldir eru fulltrúar
verkalýðsflokkanna í ríkis-
stjórninni, að þeir skuli una
því, að stórgróðamennirnir skuli
þannig geta ráðstafað bygg-
ingarefninu eftir vild sinni á
sama tíma og þúsundir manna
búa við algerlega ófullnægjandi
húsakynni, m. a. vegna þess, að
byggingarefnisskortur ýmist
stöðvar eða stórtefur fjöl-
margar íbúðabyggingar.
Hér er vissulega um mál að
ræða, sem almenningur má ekki
lengur láta afskiptalaust. Hann
verður að krefjast þess, að hætt
sé að stjórna þessum málum
með hagsmuni stórgróða
mannanna einna fyrir augum,
en til óhags þeim, sem verst
eru settir. Það má ekki þola rík-
isstjórninni það lengur og þá
sérstaklega félagsmálaráðherr-
anum, er þessi mál heyra undir,
að byggingarefnið sé látið ó-
skammtað. Það verður að taka
tafarlaust upp skömmtun á
byggingarefni, er tryggir þeim
byggingum, sem nú er mest
þörf fyrir, íbúðabyggingunum
og byggingum í þágu framleiðsl-
unnar, skýlausan forgangsrétt,
en lætur verzlunarbyggingar,
bíó, sumarhallir og önnur luxus-
hús mæta afgangi.
Vanræki stjórnin þetta, er
það kjósendanna að gera þess-
ar sakir upp við stuðningsflokka
hénnar í kosningunum í vor.
Verður rafmagn frá Laxarvirkj-
uninni leitt um allt Norðurland?
Þingsályktunartillaga frá níu þwgmöimum
Norðlcndinga
Níu þingmenn Norðlend-
inga, Skúli Guðmundsson,
Jón Pálmason, Bernharð
Stefánsson, Garðar Þorsteins-
son, Björn Kristjánsson, Sig-
urður Þórðarson, Jón Sigurðs-
son, Sigurður E. Hlíðar og
Jónas Jónsson hafa lagt fram
í sameinuðu þingi tillögu til
þingsályktunar um rafveitu
Norðurlands.
Tillagan er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta hraða áætl-
unum um virkjun Laxár.í Suður-
Þingeyjarsýslu, er miðist við að
fullnægja raforkuþörf Norður-
lands, svo að unnt sé að leggja
fullnaðaráætlanir um virkjun-
ina fyrir næsta Alþingi í byrjun
þe^s. Ennfremur að afla tilboða
í efni í háspennulínur frá orku-
verinu til Raúfarhafnar í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og um Suður-
Þingeyjar-, Eyjafjarðar-, Skaga-
fjarðar-, Austur- Húnavatns-,
og Vestur-Húnavatnssýslu og
efni í aðalspennustöðvar í
þessum héruðum, og sé þessah*
tilboða leitað svo tímanlega, að
þau geti legið fyrir, þegar næsta
Alþingi kemur saman. Þá verði
einnig hið fyrsta lokið við að
gera kostnaðaráætlun um virkj-
un Laxár í Austur-Húnavatns-
sýslu, og ef hagkvæmt þykir að
koma upp orkuveri þar, heimilist
ríkisstjórninni að verja fé úr
(Framhald á 4. síðu).
Verða útvarpsgjöldin
ekki líækkuð?
Melriiil. fjárveitinjga*
ncfndar andvíg'ur
liækkimiiini
Fjárveitinganefnd Alþingis
hefir klofnað um þá ákvörð-
un menntamálaráðherra að
hækka afnotagjald útvarps-
ins úr 60 kr. í 100 kr. Leggur
meirihluti nefndarinnar til að
afnotagjaldið haldist óbreytt.
í tilefni af þvi, að ráðherrann
hafði fyrirhugað þessa hækkun
í samráði við útvarpsstj óra og
útvarpsráð, báru þrír þingmenn
fram tillögu þess efnis að hækk-
unin næði ekki til straumtækja.
Minnihluti fjárveitinganefndar,
Gísli Jónsson og fulltrúar
kommúnista, hafa lagt til, að
þessari tillögu verði vísað frá
og hækkunin látin afskipta-
laus af þinginu. Meirihlutinn
(fulltrúar Framsóknarmanna,
Guðmundur I. Guðmundsson,
Pétur Ottesen og Sigurður
Kristjánsson) leggja hins vegar
til, að hækkunin verði ekki lát-
in koma til framkvæmda og af-
notágjaldið látið haldast ó-
breytt.
í áliti meirihlutans segir, að
rök hans séu „fyrst og fremst
þau, að rekstur útvarpsins er
(Framhald á 4. síðu).
Mynd þessi er af franska stjórnmála-
manninum Pierre Flandin, sem mjög
kom við sögu fyrir styrjöldina. Hann
var um skeið utanríkicmálaráðherra
hjá Petain og því tekinn fastur á síð’-
astliðnu ári. Nú hefir bonum verið
sleppt lausum.-því að sannast heflr að
hann var hliðhollur Bandamönnum.
Afli að glæðast
í gær var gott veður umsallt
Suðurland, kyrrt og bjart. Allir
bátar, sem gerðir eru út við
Faxaflóa, voru á sjó í gær, og
virtist afli vera mikið að glæð-
ast. Það sem af er vertíðinni
hafa verið stirðar gæftir og
mjög tregur afli. Hlutur sjó-
manna hefir því orðið mjög rýr,
það sem af er vertíðinni, eða
á fáum bátum meiri en mánað-
arkaupstrygging sjómanna nem-
ur, en hún er 1200 krónur á
mánuði.
Oglæsilegar upplýsingar um
lokun iðngreinanna
f Reykjavík eiiini vantar nni 1300 iðnsvcina
Nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði síðastl. sumar til að athuga
þörf atvinnuveganna fyrir sérlærða menn, hefir komizt að meira
en athyglisverðri niðurstöðu um afleiðingar þær, sem hlotizt hafa
af lokun iðngreinanna. f áliti, sem hún hefir nýlega skilað, telur
hún, að iðnsveinum hér í bænum þyrfti að fjölga um 1170—1190
á þessu ári, auk venjulegrar aukningar, ef fullnægja ætti þörf-
inni fyrir sérlærða menn/í þessum iðngreinum.
Niðurstöður nefndarinnar eru
að öðru leyti þær, að á næstu
fimm árum sé þörf nýrra há-
skóla- og tæknilega mennt-
aðra manna, sem hér segir
(svigatölur tákna menn, sem nú
eru við nám):
Byggingaverkfræðinga 36,
rafmagnsverkfræðinga 19, véla-
verkfræðinga 32, efnaverkfræð-
inga 10 (í þessum greinum eru
62 við nám eða hafa lokið námi),
landbúnaðarverkfræðinga 2—4,
húsameistara 15 (8), landmæl-
ingafræðinga 6 (1), landskipta^.
fræðinga 2, háskólamenntaðra
búfræðinga 25 (2—3), dýralækna
6 (1), grasafræðinga 2 (3), dýra-
fræðinga 2—3 (4), gerlafræð-
ing 1, jarðfræðinga 2 (2), „geo-
tekniker" 2, veðurfræðinga 10—
12 (2), skógræktarfræðinga 2
(Framhald á 4. síðuj.
Þjóðleikhúsið ekki
tilbúið fyrr en 1947
Viðgerð þjóðleikhússins er
nú að mestu lokið, og búið að
ganga frá múrverki og leiðsl-
um í húsinu að mestu leyti.
En nokkur töf mun enn verða
á því, að nauðsynlegur leik-
sviðsútbúnaður fáist frá út-
löndum og húsið mun pví
ekki verða tilbúið til sýninga
fyrr en á næsta ári.
Þegar brezki herinn fór úr
húsinu, var það ákaflega illa
farið. Fita og málning var á öll-
um gólfum og flestum veggjum
hússins. Það varð að höggva
nær því alla múrhúðun innan úr
(Framhald á 4. síðu).