Tíminn - 21.02.1946, Blaðsíða 3
30. blað
TÍHEBVN, fimmtudagiiui 31. febr. 1946
3
Úr bókaheiminum:
Smásagnasafn eftir Huldu
Pyrir fáum dögum kom út
ný bók eftir skáldkonuna Huldu.
Nefnist hún í ættlandi mínu.
Útgefandinn er Bókfellsútgáf-
an.
í þessari nýju bók eru tuttugu
smásögur er .skáldkonan hefir
sami'ö' seinni árin. Það er hvort
tveggja, aö ekki eru tök á þvi
a'ð lýsa hér þessum sögum og
einkennum þeirra, og hitt, að
þess gerist ekki þörf, þegar i
hlut á fólk, er kann skil á ís-
lenzkum bókmenntum. Það
verður að nægja að segja, að
þessar sögur eru hold af holdi
skáldkonunnar og blóð af henn-
ar blóði. Þær eru stílfögur æv-
intýri, þrungin lotningu og til-
beiðslu á fegurð lífsins.
Rithöfundarferill Huldu er
bæöi orðinrt langur og merkur.
Þrjátíu og sjö ár eru bráðum
liðin síðan fyrsta bók hennar,
Kvæði, kom út, og senn fylla
bækur hennar annan tuginn.
Engri íslenzkri konu hafa auðn-
azt "slík afköst á sviði skáld-
skapar — og það, sem meira er
um vert: Engin íslenzk kona
hefir af fjölhæfum gáfum sín-
um numið jafn vítt svið á vett-
vangi skáldskaparins og hún og
orðið þar jafn farsæl sem hún.
Hún hefir jöfnum höndum ort
ljóð og skrifað ævintýri, samið
langar skáldsögur og smásögur.
Og það mun sannast mála, að
enn hafi menn ekki gert sér
ljóst, hve merkilegur áfangi í
íslenzkri skáldmennt ljóðagerð
hennar Hefir verið og hver áhrif
hún hefir haft á samtíð sína
óg yngri kynslóð skálda í land-
inu, enda hefir því hvergi
verið gerð réttmæt og viðeigandi
skil í rituðu máli-, er komið hafi
fyrir almenningssjónir. Hvað-
eina bíður síns tíma. Og þegar
þetta verður kannað og metið
eins og vergugt er, mun Hulda
þykja enn athyglisverðara skáld
— einmitt sökum þess, að'í ljóö-
um hennar bjó sá lífsmáttur, er
færði nýtt fjör og nýjan vöxt í
bókmenntir okkar, beint og ó-
beint.
Menn þurfa þó ekki að hafa
Hulda (XJnnur Benediktsdóttir)
þetta fyrst og fremst í huga, er
þeir taka sér þessa nýju bók
skáldkonunnar í hönd. Þeir geta
óhræddir sezt niður og lesið
hana vegna hennar sjálfrar i
öruggri vissu þess að standa
aftur upp auðugri og skyggnari
á lífið og blæbrigði þess.
J. H.
Fréttir fra í. S. í.
Ungmemiasamband Kjalar-
nessþings, hefir gengið í Í.S.Í.
í sambandinu eru 3 félög: Umf.
Afturelding, Umf. Drengur og
Umf. Kjalnesinga, með gamtals
;93 félagsmenn. Formaður sam-
bandsins er Gísli Andrésson á
Hálsi í Kjós.
★
Staðfest íslands met.
4X50 metra bringuboðsund
kvenna. Sveit Glímufél. Ár-
manns. Árangur 3:02,6 mín.,
sett 14/11. Staðfest Í7/1 síðastl.
100 metra bringusund kvenna,.-
Methafi Anna Ólafsdóttir (Á).
Árangur 1:32,7 mín., sett 14/11.
Staðfest 17/1 1946.
arkennd, og óskin um að hverfa
í sjálfan mig eykst með aldrin-
um.
Slík einangrun er stundum
bitur, en ég sé ekki eftir því, þó
að ég fari á mis við siúlning og
samúð annara manna. Ég tapa
vafalaust einhverju á þvi, en ég
jafna það upp með því að vera
óháður venjum, skoðunum og
hleypidómum annarra, og ég
freistast ekki til að byggja hug-
arrósemi mína á svo forgengi-
legum hlutum. Pólitísk hugsjón
mín er lýðræði. Sérhver maður
ætti að njóta virðingar sem ein-
staklingur, en engan ætti að til-
biðja.
Það er kaldhæðni örlaganna,
aö mér skuli hafa verið sýnd
óumbeðin og óverðskulduð að-
dáun og virðing. Ef til vill er
þetta smjaður runnið af þeirri
ófullnægðu ósk fjöldans að
skilja þær fáu hugmyndir, sem
ég af veikum mætti hefi reynt
að setja fram.
Mér er það vel ljóst, að til
þess að ná ákveðnu takmarki
er nauðsynlegt, að einn maður
hugsi og fyrirskipi og beri mest
af ábyrgðinni, en það á að leiða
fólk en ekki rel:a það, og því
ætti að verg, leyft að velja leið-
togann.
Mér virðist hæpið að skipta
mönnum í mismunandi stéttír,
a. m. k. byggist þa'ð á afli.
Ég er sannfærður um, að for-
heimskan f-ylgir hverju ofbeld-
iskerfi, því að ofbeldi krefst ó-
hjákvæmilega mjög lítils sið-
gæðisþroska.
Sagan hefir sannað okkur, að
eftirmenn frægra harðstjóra
eru þorparar. Af þessum ástæð-
um hefi ég alltaf verið ákveð-
inn mótstöðumaður slíks stjórn-
arfyrirkomulags sem ríkt hefir í
Rússlandi, Þýzkalandi og Ítalíu.
Orsakir þess, að trú manna á
hið evrópiska lýðræðisfyrir-
komulag hefir beðið hnekki, er
ekki að finna í grundvallaratrið-
um lýðræðishugsjónanna, held-
ur í óhæfni pólitískra leiðtoga
og óþersónulegu eðli flokka-
skipulagsins. Ég vil sagt hafa,
að það, sem er raunverulega
dýrmætt í okkar veraldaranistri,
er ekki þjóðin, heldur hinn skap-
andi áhrifamikli einstaklingur,
hinn mikli persónuleiki — sá,
sem skapar það göfuga og lotn-
ingarverða á meðan fjöldinn
þrammar í sljóleik sínum.
Þetta atriði minnir mig á hið
aumasta atriði hópmennskunn-
ar, hinn ógeðslega herdýrkanda.
Maður, sem hefir ánægju af
skipulögðu arki eftir íalli
trumbunnar, á mina dýpstu
fyrirlitningu. Hann hefir fengið
skynsemi sína af misgáningi,
mænan hefði verið honum yfrið
nóg.
Þessi þjónkun við valdið, þetta
skefjalausa ofbeldi, þessi háværi
þegnskapur vonzkunnar við föð-
urlandiö — hversu innilega fyr-
irlit ég ekki þetta. Styrjaldir eru
niðurlægjandi og fyrirlitningar-
verðar, og ég léti heldur höggva
mig í spað, en taka þátt í slík-
um leik.
Þessa mannlegu valbrá ætti
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
betur með starfi manna okkai;. Hækkið ágóðahlut yfirmann-
anna af farmgjöldunum — þá mun áhugi þeirra aukast ....“
„Þér talið við mig eins og ég sé steinrumiin náttugla, sem ekki
veit lengur, hvað gerist kringum mig, Bosman.“
„Því fer fjarri. En þó að þér séuð ekki gamall maður, þá ....“
„Ég er rétt í’úmlega fjörutíu og fimm ára.“
„En þér eruö mjög einmana. ... og ef ég má vera svo djarfur
að segja það: þér eigið við svo margar áhyggjur að stríða.“
Nú verður þögn. Wijdeveld horfir út um gluggann, virðir fyrir
sér litlu bryggjuna, þar sem kössum og pokum hefir yerið hlaðið
saman .... Þessi litla bryggja hefir ávallt blasað við aug-
um hans, þegar hann hefir litiö út um gluggann — allt frá þeim
degi, er faðir hans kvaddi hann til starfs í fyrirtæki sínu fyrir
tuttugu og átta árum.... Sólin hellir geislum sínum yfir laufguð
irén.... græritim og gullnum blæ slær á vatnsflötinn.... vél-
bátur baksar hjá.... „Þér eigið við svo margar aðrar áhyggjur
að stríða... .“ Hann heyrir sífrandi rödd Lúsíu, sér kæruleysislegt
glott Karels sonar síns — Karels, sem ekki gerir neitt annað en
að safna skuldum í Leiden —hann sér drembinn svip Maríönnu
— hinnar léttúðugu, sundurgerðarmiklu, útsláttarsönn; dóttur
sinnar.... Þannig er heimilislíf hans — engin samkennd, engin
eining.... ekkert nema stórhýsið í Wassenaar, mitt í hinum
stóra og skrautlega garði — margar þernur, bifreiðastjórar,
þjónar, garðyrkjumenn — boð, kvöldveizlur, hávaði, umstang,
ánauð .... ekkert jafnvægi, aðeins áhyggjur, þrautir, þján-
ingar....
„Ég ætla að tala við van Meegen í kvöld,“ segir hann loks.
Bosman svarar ekki.
„Höfum við ekki afskrifað óþarflega mikiö? Er ekki eitthvað,
sem hægt er að gera til þess að jafna reikningana dálítið?“
,,Þér vitið það eins vel og ég, herra Wijdeveld. .. . Gjöldin eru
ekki óeðlilega mikil — það eru tekjurnar, sem eru of rýrar. Viljið
þér sjá, hvað við höfum ætlað mikið fyrir afskriftum?“
„Nei — ég verð að flýta mér heim.“
„Þá skrifa ég undir reikninginn.“
„Við höfum þá ekki komið auga á neitt úrræði, Bosman?“
Bökarinn nemur staðab við dyrnar. Hár hans er hæruskotið,
og það eru djúpir drættir kringum munninn. Augun eru grá og
hvöss. „Þessi augu sjá.allt,“ sagði gamli Wijdeveld einu sinni.
„Ég hefi ve»ið hér svo lengi, herra Wijdeveld, að mér leyfist ef
til vill að segja það, sem mér býr i brjósti?"
„Auðvitað, Bosman."
„Ég minntist áðan á áhyggjur yðar, herra Wijdeveld. R,eiðist
mér ekki, þótt ég víki aftur að því. Ef þér fórnuðuð stórhýsi yðar
— skæruð niður alla þessa risnu, létuð allt þetta þjónalið sigla
sinn sjó, lifðuð kyrrlátara lífi — þá mundu tekjurnar af einka-
auð yðar nægja til þess að bera hallann hér — og þá mynduð
þér líka losna við margháttað mas og óþægindi."
Hurðin lokast. Bosman er farinn.
★
Wijdeveld starir á gáraöan vatnsflötinn milli skuggsælla
trjánna. .*. Vaxt^tekjur hans nema nokkrum hundruðum þús-
unda á ári .... nokkrum hundruðum þúsunda .... það er
mikið fé .... hér fer næstum daglega hvert tugþúsundið af öðru
í súginn. Fyrirtæki hans riðar á heljarbarmi .... hvað gerðist,
ef það yrði gjaldþrota? Sjómennirnir, afgreiðslumennirnir, skrif-
stofufólkið myndi leita sér vinnu annars staðar. Aldrað fólk,
sem lengi hefir þjónað honum dyggilega, yrði auðvitað að fá eftir-
laun. Skipin fjögur, sem bera nöfn Wijdeveldsfólksins, myndu
lenda í höndum annarra .... En hann gæti búið áfram í Was-
senaar og lagt rækt við einkaeign sína, notið vaxtanna af verð-
bréfum sínum — í stað þess að sóa lífi sínu í sífelld ferðalög í
bifreiðum og járribrautarlestum — dag eftir dag, ár eftir ár —
losnað við allt þetta amstur, sem fyllir hann aðeins kviða og
gremju, en veitir honum ekki.neina ánægju. — Já, það er sann-
leikur — ekki neina ánægju. Sú gleði, sem starfið veitti honum,
hjaönaði fljótlega eftir fráfall föður hans í upphafi striðsins.
Þá hafði þessi lamandi ótti við óvissuna og sú röskun, sem sí-
hækkandi verðlag olli, komið í stað starfsgleðinnar. Hver lang-
ferðin rak aðra — til Vesturheims, jafnvel Indlands. Veltan
mapfaldaðist, ný skip voru keypt, gróðinn nam hundruðum
þúsunda, jafnvel milljónum gyllina. Sumt rann til fyrirtækisins —
að skera burt án tafar, og ég
hefi þá hugmynd um mannlegt
eðli, að ég álit, að'' það væri
löngu um garð gengið, hefði
ekki dómgreind þjóðanna verið
brjáluð á kerfisbundinn hátt í
skólum og blöðum af viðskipta-
og stjórnmálaástæðum.
Það fegursta, sem við vitum af
í lífinu, er hin mikla dul. Hún
er aðal allrar sannrar listar og
vísinda. Sá, sem ekki hefir kom-
ið að dyrum hennar og fyllzt
lotningu — hann er verra en
dauður, hann er blindaður.
Þessar gægjur inn um gættir
dularinnar, og þó með ótta, eru
orsakir trúarbragðanna. Mið-
depill allra sannra trúarbragða
er meðvitundin um, að það, sem
er okkur órannsakanlegt, er
raunverulega til og opinberar
sjálft sig sem hinn æðsta vis-
dóm, hina algeru fegurð, sem
við í sljóleik okkar aðeins skyxxj-
um brot af*
í þessum skilningi, get ég tal-
izt i röðum innfjálgra trúmanna.
Ég get ekki ímyndað mér guð,
sem launar og refsar sköpunar-
a>
verki sínu og virðist hafa sama
tilgang og við — í stuttu máli:
guð, sem virðist ekki vera ann-
að en endurskyn af mannlegum
breyskleika.
Ég get ekki heldur trúað því,
að einstakiingurinn lifi líkama
sinn, enda þótt vésalar sálir hýsi
slikar hugsanir vegna ótta eða
hlægilegrar sjálfgirni.
Það' er nóg fyrir mig að virða
fyrir mér hina miklu dul vitund-
arlífsins, sem á rætur sínar í
eilífðinni — og reyna af veikum
mætti að' skilja aðeins óeixdan-
lega litinn hluta af þeirri skyn-
rænu, sem bírtist okkur í nátt-
úrunni.
\
Í slendingar!
Þér, sem hafið áhuga á fögrum listum, ættuð að
kynna yður greinaflokkinn „Verkin tala“, sem birtist í
• öllum tölublöðum „Samvinnunnar“. Þar eru menn leidd-
ir um undrastigu húsbyggingarlistarinnar frá öllum öld-
um og hin talandi verk kynnt með glöggum og góðum
myndum og nauðsynlegum skýringum.
Samband ísi samvinnufélaga
. *
Framsóknarfélag kvenna
í Reykjavík heldur fund 22. þ. m. í Affalstræti 12, kl. 8i/a síffd.
Áríffandi mál á dagskrá. Skemmtiatriffi. Fjölmennið.
STJÓRNIN.
Félag Garðyrkjumanna
heldur almennan félagsfund að Hverfisgötu 21, sunnu-
daginn 24. febrúar, kl. 1,30.
Fttmdarefni:
1) Kaupgjaldsmál. i
2) Önnur mál, sem upp kunna að vera borin.
Stiórnin. I
Tökum höndum saman
(FramhaM af 1. tiðu)
bændum alveg jafn hættuleg,
þó a'ð þeir fengju fullt verð fyr-
ir vörur sínar árið 1945.
Það er engum efa bundið, að
bessi dæmalausu lög, búnaðar-
ráðslöíev, eru til orðin fyrir at-
beina og áhrif þeirra stjórn-
málamanna, er mestu ráða inn-
an núverandi ríkisstjórnar.
Fingraför þeirra sjást víða, ef
starfsferill stjórnarinnar er
vaxxdlega athugaður. Eitt atriði
má nefna. Rikisstjórnin hefir
bann hátt um afgreiðslu ýmsra
mála að skipa nefndir, sumar
allfjölmennar, og kalla þær ráff.
Þessi stjórn mætti þvi heita
ráffstjórn.
Þessa umsvifamiklu stjórn-
nálamenn dreymir mikla valda-
drauma. Þeir ætluðu að taka
Reykjavík með áhlaupi eftir
áramótin. Þeir ætla að taka öll
völd á íslandi í sínar hendur
irinan tiðar Þegar þetta væri
fram komið, yrði hér innleitt
stjórnarfar eftir fyrirmynd frá
áustur-Evrópu. Það yrði aðeins
einn stjórnmálaflokkur og eng-
um yrði þolað að tala eða skrifa
neitt ljótt um stjórnina. Öll
Reykjavík skal þá eta úr einni
skál. En ekki er víst, að allir
vilji taka við hinum nýja sið
möglunarlaust.
En ef til vill eru drauma-
mennirnir ekki alveg vissir um,
ið draumar þeirra rætist mjög
fljótt. Þeir vita, að sveitafólkið
mun treglega ganga þeim á
hönd. Þeir vita, að frjáls hugsun
á öruggan grundvöll í hinum
dreifðu byggðum íslands. Þess
vegna þykir þeim réttara að
hafa í frammi nokkur stjórn-
málaleg klókindi. Þeir vilja færa
byggðina saman. Þetta er ofur
einfalt i framkvæmdinni.
Strjálbýlar sveitir og jafnvel
heilír landshlutar fá ekki vegi
sima né rafmagn. Það er svo
dýrt, segja þeir. Sveitafólkið
fær minna kaup en aðrir lands-
menn, og réttindi þess eru smátt
og smátt fengin í hendur ríkis-
valdinu. Þetta er sú þróun, sem
á að venja bændurna við ráð-
jstjórnina, þangað til hið rétta
augnablik byltingarinnar er
komið.
Hvernig lizt ykkur á blikuna,
góðir íslendingar?
Enn er ekki vitað, hversu vel
bændur standa saman um hags-
munamál sín og réttindi. Og
það hljóta að vakna ýmsar
spurningar í sambandi við það.
Hver er til dæmis afstaða
bænda i Húnaþingi, þeirra, er
fólu Jóni Pálmasyni umboð sitt
á Alþingi 1942? Líta þeir svo á,
að hann hafi haft umboð til að
fá ríkisvaldinu réttindi bænda,
eða halda þeir því fram, að
það hafi Verið einhver annar
Jón Pálmason. sem það gerði
1945? Þessum spurningum verð-
ur svarað á sínum tima.
Það er ekki nóg, að bændur
standi sartian í stéttarfélagi, því
að þeir munu verða seinþreyttir
til þeirra vandræða að hella
niður þeirri mjólk, sem börn
Reykjavíkur þurfa að fá. Þeir
verða að fá aukin áhrif á Al-
þingi. Og þá kemur aftur þessi
spurning: Ætla bændur innan
Sjálfstæðisflokksins að leyfa
fulltrúum sínum á Alþingi að
bera fyrir borð réttindi og
hagsmuni sveitafólksins?
Ef allir bændur landsins gera
sér ljóst, hvar þeir standa nú
og þoka sér saman í þétta íylk-
ingu, þá mun hinn góði mál-
staður sigra. En enginn bóndi
má daufheyrast við kallinu,
enginn má sofna á verðinum.
Og gæti hver skyldu sinnar,
munu þeir njóta virðingar ann-
arra stétta, og þá munu þeim
bætast traustir liðsmenn, því að
fjölmargir í bæjum landsins
skilja og meta hið menningar-
lega gildi sveitanna og rétt
þeirra, sem þar búa. Þetta fólk
leggur til dæmis kapp á að
koma börnum sínum í sveit t.il
sumardvalar, til þess að þau
megi njóta þar samlífs við hina
gróandi náttúru.
Einn af kunnustu h'eimspek-
ingum þessarar þjóðar, sem. er
búsettur í Reykjavík, hefir lát-
ið orð falla á þessa leið: Land-
iff sr<ækkar viff hvert býli, sem
leggst í eyffi. í þessari stuttu
setningu er fólginn mikilhsann-
leikur.