Tíminn - 21.02.1946, Page 4
Skrifstofa FramsóknarfLokksins er í
Edduhúsinu v/ð Lindargötu. Sími 6066
4 ! REYKJAVÍK
FRA M SÓKNA RM ENN!
Komið
21. FEBR. 1946
skrifstofu Framsóknarflokksins!
\ ____________________
30. blað
Ú R B Æ N U IK
í dag.
Sólaruppkoma kl. 8,08. Sólarlag kl.
17,17. Árdegisflæði er kl. 8,35. Síðdegis-
flæði kl. 20,55. ,
í nótt.
Næturakstur annast Bifreiðastöðin
Hreyfill sími 1633. Næturvörður er í
-Ingólfs Apóteki. Næturlæknir er í
Iæknavarðstofunni í Austurbæjarskól-
anum, sími 5030. Ljósatími ökutækja
er frá kl. 17,20 til kl. 8,05.
Útvarpið í kvöld. .
Kl. 20,20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjórnar): a) For-
leikur að óperunni „Rakarinn í Sevilla"
eftir Rossini. b) Lög úr óperettunni
„Betlistúdentinn" eftir Mielöcker. c)
Mars eftir Sousa. 20,45 Lestur forn-
17/2). Selfoss er í 'Leith. Reykjafoss
fór frá Reykjavík kl. 10 í gærkföldi
vestur og norður. Buntline Hitch fór
frá Reykjavík kl. 8,30 í gærmorgun til
New York. Empire Gallop er í New-
York. Anne er í Middlesbourgh. Lech
er í Grimsby (kom 15/2).
25 ára hjúskaparafmæli
áttu í gær (20, febr.), Helga Guð-
laugsdóttir og Guðmundur Ólafsson,
Vogatungu við Langholtsveg.
Aðalfundur starfs- i
mannafélags ríkisstofnana
var haldinn í fyrradag. Á íundin-
um fór fram stjórnarkosning og voru
þessir menn kosnir: Ingólfur Jónsson,
formaöur og meðstjórnendur Þórhall-
ur Pálsson, Birgir Thorlacius, Rann-
veig Þorsteinsdóttir og Guðjón Bald-
rita: Þættir úr Sturlungu (Helgi
Hjörvar). 21,15 Dagskrá kvenna
(Kvenfélagasamband íslands). 21,40
Frá útlöndum (Gísli Ásmundsson).
22,00 Fréttir. Auglýsingar. Létt lög
(plötur). 22,30 Dagskrárlok.
Skipafréttir.
Brúarfoss fór frá Leith kl. ^19,00 í
fyrradag til Reykjavíkur. Fjallfoss er
í Reykjavík. Lagarfoss er í Oslo (kom
/ stuttu máli
(Framliald af 1. síðu)
— Indversku sjóliðarMir í
Bombay, sem gerðu verkfall og
efndu til óeirða í fyrradag, héldu
þeim áfram í gær og bættust
nýir sjóliðar í hópinn. Herlið
hefir verið sent á vettvang, en
indversku sjóliðarnir krefjast
þess, að Bretar kalli her sinn
heim úr Indlandi.
— Halifax lávarður, sem nú er
á förum frá Bandaríkjunum, var
staddur í Chicago í gær, að
kveðja þar. Hann lét svo um-
mælt, við það tækifæri,að Bretar
og Bandaríkjamenn þyrftu enn
að auka mikið á samstarf sitt.
Þeir ættu ékki einungis að starfa
saman í' stríði, heldur einnig í
friði, sagði hann.
Eldsneytismálaráðherra
Bretlands skýröi frá því í gær,
að námumönnum væri nú aft-
ur farið að fjölga í Bretlandi og
bættust 300—400 nýir námu-
verkamenn við á viku hverri að
jafnaði. Ráðherrann taldi þó
ekki líkur til að námurnar gætu
farið að starfa aftur af fullum
krafti fyrr en eftir 3y2 ár.
— Brezka stjórnin hefir boðið
Churchill og með-ráðherrum
hans að vera viðstöddum sigur-
hátíðina, sem halda á í Bret-
landi í sumar.
— Brezka stjórnin hefir skip-
að Kilearn lávarð sem ráðgef-
andi fulltrúa sinn i Austur-Asiu-
málunum. Mun hann starfa í
samráði við Wawell varakonung
og Mountbatten lávarð. Kilearn
lávaröur er mjög kunugur Aust-
ur-Asíu-málum og hefir í 7 ár
verið sendiherra Breta í Kína.
Aðsetursstaður hans í hinu nýja
embætti mun verða í Singapore.
— í fyrraáag var það tilkynnt
frá páfastólnum í Róm að lokið
væri útnefningu 32 kardínála.
— Barnadauði af völdum van-
næringar veldur Frökkum mikl-
um áhyggjum, en á seinasta
ári létust þar 90 þús. börn á
fyrsta ári eða tíunda hvert barn,
sem fæddist. íbúatala Frakk-
lands er um 40.1 millj. eða 1.4
milíj. lægri en 1940. Þó féllu
ekki nema 400 þús. Frakkar í
stríðinu.
vinsson.
Gjaldmælar væntanlegir.
Gjaldmælar í leigubifreiðar eru
væntanlegir frá Svíþjóð á næstunni.
Koma um 100 slíkir mælar með skip-
inu Anne, sem er á förum frá Eng-
landi til Svíþjóðar, en kemur síðan
til íslands.
Söfnun Rauða Krossins tii
Mið-Evrópulanda.
Guðrún Sigurjónsdóttir Rvík 50.00,
Guðbjartur Torfason, Lyngholti 40,00,
Hallfríður og Gugbjörg Rvík 100,00,
Guöbrandur og Gréta Rvik 50,00, N.N.
50.00, Þórdis Þorvaröar Rvík 20,00,
H.K.H. Rvík*50,00, K.S.V. Rvík 25,00,
P.J. 20,00, Ásgeir Höskuldsson 100,00.
Gjafir þessar hafa veriö afheptar í af-
greiðslu Tímans seinustu dagana.
Hjónaband.
Nýlega voru gefin saman í hjóna-
band ungfrú Ingibjörg Tryggvadóttir
og séra Jakob Kristinsson fyrrv.
fræðslumálastjóri. Heimili þeirra er að
Reykhúsum í Eyjafirði/
Hjónaband.
Nýiega voru gefin saman i hjóna-
band af séra Þorgrími Sigurðssyni,
Staðarstað, ungfrú Sólveig Jónsdóttir,
Hofi, Skagafirði, og Ásberg Sigurðsson
lögfræðingur, Reykjavík.
Hjúskapur.
í gærkvöldi kl. 6 voru gefin saman í
hjónaband af biskupnum, Sigurgeir
Sigurðssyni, ungfrú Guðrún Jónsdótt-
ir og Valdimar Björnsson, sjóliðsfor-
ingi. Samdægurs fóru brúðhjónin með
e.s. Reykjafossi til ísafjarðar, þar sem
þau munu dveljast nokkra daga.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Guðmunda Sigurðardóttir, Ás-
ólfsstöðum í Gnúpverjahreppi og Pétur
Hofmann, fyrrum fiskikaupmaður í
Reykjavík.
Leiðrétting.
Þegar skýrt var frá kosningaúrslit-
um á Húsavík í 20. tbl. Tímans kom-
ust inn nokkrar villur, sem hér eru
leiðréttar. Þar voru 4 seðlar ógildir.
Við seinustu kosningar 1942 fékk Al-
þýðuflokkurinn 64 atkvæði, en lisbi
Sósíalistaflokksins 163 atkvæði.
Stjórnarliðið beltir ...
(Framhald af 1. síðu)
sinni verða við þeim óskum bún-
aðarsamtakanna, að bændur fái
tækifæri til að segja álit sitt
um. málið. Ekkert liggur þó á
að afgreiða málið fyrr en á næsta
þingi, því að þegar er búið að
ráðstafa fé búnaðarmálasjóðs
fyrir þetta ár samkvæmt gild-
andi lögum og geta ný lagafyr-
irmæli ekkert hróflað við þeirri
ákvörðun.
I».ióifleikhúsið
(Framhald af 1. síðu)
húsinu og upp úr gólfunum og
múra að nýju. í sambandi við
það verk voru gerðar ýmsar
smávegis breytingar á innrétt-
ingu hússins. Nú' er því verki
að heitá má lokið og einnig búið
að ganga frá lögnum um húsið.
Að öðru leyti verður ekki hægt
að ganga frá húsinu fyrr en
leiksviðsáhöld og vélar eru
,komnar til landsins. Sæti hafa
heldur ekki fengizt enn.
Öll styrjaldarárin hafa staðið
yfir tilraunir til að fá vandað-
ar leiksviðsvélar frá Bandaríkj-
unum, og hafði loks tekizt að
fá loforð fyrir vélunum að
styrjöldirjni lokinni. En eftir ný-
ár í vetur barst bréf þess efnis,
að ekki væri neitt hægt að segja
um, hvenær hægt væri að af-
greiða þessar vélar frá Banda-
ríkjunum. Nú hafa verkföllin,
sem undanfarið hafa staðið yfir
í vélaiðnaði Bandaríkjanna,
tafið stórlega allar framkvæmd-
ir. Auk þess tekur alllangan
tíma að smíða þessar vélar og
tilheyrandi ■ leiksviðsútbúnað.
Eins og stendur, er því ekki bú-
ið að ganga frá vélakaupum í
leikhúsið og verður jafnframt
reynt, hvort vélarnar fást ekki
fyrr frá Svíþjóð. Líkur benda
til, að sennilega verði betra að
fá leiksviösútbúnaðinn þaðan.
Svíar hafa að visu ekki eins
mikla reynslu í smíði leikhús-
véla og Bandaríkjamenn, en þeir
hafa þó smíöaö að öllu leyti
vélar og sæti í tvö stór og mjög
vönduð leikhús, sem byggð voru
í Svíþjóð á styrjaldarárunum.
Þjóðleikhúsið verður í alla
staði hið vandaðasta. Það verð-
ur klætt ’innan með „finer“-
panei. í því verða ekki aðrar
veitingasölur en svaladrykkja
og sælgætissölur, enda tíðkast
það ekki í beztu leikhúsum er-
lendis. Sætin verða mjög vönd-
uð, en í leikhúsinu verða sæti
fyrir 6—7 hundruð leikhúsgesti.
Leiksvið og allur leiksviðsút-
búnaður verður eins fullkominn
og vandaður og bezt gerist í er-
lendum leikhúsum.
Útvarpsgjöldin
(Framhald af 1. síðu)
fullkomlega tryggður með sörhu
afnotagjöldum og verið hafa. En
auk þess er' líklegt, að tekjur
útvarpsins af viðtækjaverzlun
muni aukast verulega á þessu
ári. Að sönnu munu uppi ráða-
gerðir um það að hefja á þessu
ári stórbyggingu fyrir útvarpið.
En meirihl. er því mótfallinn og
telur ekki fært að verja meiru
en þegar er ákveðið með fjár-
lögum til annarra bygginga en
ibúðarhúsa af því byggingarefni,
sem fást mun flutt trl landsins
á þessu ári.“
Mál þetta myn væntanlega
bráðlega fá afgreiðslu hjá Al-
þingi.
TRÉSMÍÐAMEISTARI
með full réttindi úskast til |»ess að veita for-
slöðu við byggingu ÍH jó 1 li iirsa 1111 aliúss oj*
9 leikfiinihúss á Blömluósi á komandi sumri.
Húsnæði fyrir fjolskyldu getnr fengizt með-
an á verki stendur, ef óskað er. — Uppl. í
teiknistofu landbúnaðarins í Búnaðarbank-
anum, sími 4811.
<♦.
Verður rafiiiagu frá ...
(Framhald af 1' síðu)
ríkissjóði á þessu ári til kaupa
á efni og vélum til þeirrar virkj-
unar.
í greinargerð tillögunnar
segir: " .
Á Norðurlandi munu skilyrði
til stórrar vatnsaflsvirkj unar
bezt við Laxá í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Rafstöð Akureyrarbæj-
ar þar er nú að verða ófullnægj-
andi og veröur vafalaust stækk-
uð innan skamms, annað hvort
af kaupstaðnum eíia ríkinu. En
athuganir, sem gerðar hafa ver-
ið, sýna, að einnig muni auð-
velt að byggja stóra aflstöð á
öðrum stað við ána, nær upp-
tökum hennar. Virðist æskil^gt,
að ríkið komi upp aflmikilli raf-
stöð við Laxá og veiti þaðan raf-
magni um allar sýslur á Norður-
landi.
Hér er lagt til, að ríkisstjórn-
inni verði falið að láta hraða
áætlununum um virkjun Laxár,
svo að fullnaðaráætlanir um
byggingu stórrar rafstöðvar þar
geti legið fyrir, þegar næsta Al-
þingi kemur saman. Ennfremúr
að afla tilboða í efni í háspennu-
línur um Norðurland og aðal-
spennustöðvar. Það er hægt að
gera, þó að áætlunum um virkj-
unina sé ekki lokið, og er hér
lögð áherzla á, að tilboðanna í
efni í aðalorkuflutningslínur og
spennistöðvar verði leitað svo
snemma, að þau gðti legið fyrir
næsta Alþingi í byrjun þess.
Nú er verið að vinna að áætl-
unum um byggingu rafstöðvar
við Laxá fremri í Austur-Húna-
vatnssýslu, og mun því lokið inn-
an skamms. Er gizkað á, að þar
muni hægt að virkja 6—7 þús.
hestöfl. Er hér lagt til, að ríkis-
stjórninni verði heimilað að
verja fé úr ríkissjóði til kaupa
á, efni og vélum til þeirrar raf-
stöðvar, ef áætlanir sýna, að
hagkvæmt sé að koma4 þar upp
orkuveri. En þótt sú virkjun, ef
framkvæmd verður, mundi e. t.
v. nægja Húnavatnssýslum fyrst
um sinn, þykir eigi að síður rétt
að leggja háspennulínu frá
Laxárvirkjuninni í Þingeyjar-
sýslu vestur í Húnavatnssýslur
og tengja þessar tvær aflstöðv-
ar saman. Má í þessu sambandi
benda á, að óhjákvæmilegt er
að veita rafmagni frá Laxár-
yirkjuninni til Skagafjarðar, þar
sem virkjunarskilyrði í því hér-
aði eru óhentug, og aukakostn-
aður við að framlengja há-
spennulínu þaðan vestur í Húna-
vatnssýslu er ekki mjög mikill.
Nordcntoftmálið
- (Framhald af 1. siðu)
og ýms félagssamtök þeirra, að
henni yrði algerlega vikið frá
störfum, því að uppeldisleiðtog-
ar, sem ættu að vera æskulýðn-
um til fyrirmyndar, mættu ekki
gera sig seka um ósiðsemi og
lauslæti. Eftir miklar deilur og
málaþras, ákvað skólanefndin
loksins að láta hana fá umbeðið
frí og halda starfi sínu áfram.
Nordentoft, sem er 42 ára
gömul, hafði á\rið á<$ur tekið
kjördóttur og lengi látið þá ósk
uppi, að hana langaði til að
eignast barn. Andstæðingarnir
buðu það fram til sátta á tíma-
bili, að hún gæfi upp, hver
barnsfaðirinn væri og giftist
honum, en á það vildi hún ekki
fallast.
VinniSS ötullet/a fyrir
Tímann.
(jamla Síó
Výja Bíó
6ATAN
(KUNGSGATAN)
Sænsk kvikmynd gerð eftir hinní
kunnu skáldsögu
Ivars Lo-Johanssons.
Aðalhlutverkin leika: f
Barbro Kollberg
Sture Lagerwall
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn innan 16 ára fá ekki
■ aðgang.
UNDBABABNIB
(Lost Angel)
Margaret O’Brien,
Sýnd kl. 5.
Tíminn fœst
í lausasölu á þessum stöðum í
Reykjavík:
Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.
Verzluninni Laugaveg 45.
Flöskubúðinni, Bergst.str. 10.
Leifskaffi, Skólavörðustíg.
Bókabúð Kron, Hverfisgötu.
Söluturninum.
Filippusi Vigfúss., Kolasundi.
Bókaverzlun Finns Einars-
sonar, Austurstræti.
Bókastöð Eimreiðarinnar, Að-
alstræti.
/
Fjólu, Vesturgötu.
J akobsstiginn
Vel leikin sænsk mynd.
Aðalhlutverk:
Sture Lagerwall
Gaby Sternberg
Erik Berglund
Sýnd kl. 9.
Þegar regnið kom
(The Rain Came)
Stórmyndin fræga með:
Tyrone Power.
George Brent.
Myrna Loy.
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuð fyrir börn.
7jatnatbíc
Að leikslokum
Rússnesk söngvamynd úr ófriðn-
um.
Aðalhlutverk:
Marina Ladinina
Eugini Samoilov
Ivan Liubezov
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
sýnir hinn sögulega sjónleik
SKALHOLT
(Jóm£rú Bagnheiður)
eftir Guðmund Kamban
aitnað kvöld kl. 8 (stundvíslega).
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7
Uokun iðngreinanna
(Framhald af 1. síðu)
(1), „biofysiker“ 1, vélstjóra til
að stjórna stórum ræktunarvél-
um 50—62.
Þá telur nefndin vanta til
starfa við f iskiðnaðinn: Vél-
gæzlumenn 89, vélstjóra 40,
verkstjóra 48, vélvirkja 10,
rafvirkja 6, járnsmiði 15, tré-
smiði 6.
Þá hefir nefndin komizt að
þeirri niðurstöðu, að séskileg
aukning iðnsveina í Reykja-
vík í ýmsum iðngreinum —
umfram þá sveina, er væntan-
lega útskrifast á þessu ári —
sé þessi: húsasmiðir og tré-
smiðir 228, málmiðnaðarmenn
(járnsmiðir, vélvirkjar, málm-
smiðir og rennismiðir) 248, bif-
vélavirkjar og bifreiðasmiðir
131, ^nálarar 122, þjónar 100,
þernur og framreiðslustúlkur
100, múrarar 99, klæðskerar 72,
prentsetjarar og prentarar 40
—60, húsgagnabólstrarar 50,
bókbindarar 33, húsgagnasmið-
ir 32, skipasmiðir 30, rafvirkjar
21, bakarar 18, blikksmiðir 17,
gull- og silfursmiðir 15, pípu-
lagningarmenn 9, og úrsmiðir 4.
Þessar síðastnefndu tölur gefa
glöggt til kynna þær ömurlegu
afleiðingar, sem lokun iðngrein-
anna hafa haft í för með sér.
Síldveiði við Noreg
í vetur hefir verið óvenju
góð síldveiði við Noregsstrendur.
Vetrarsíldarafli Norðmanna er
því orðinn mjög mikill. Hinn
17. þ. m. nam vetrarsíldarafli
Norðmanna 1.383.870 hektólítr-
um. Af aflanum hafa verið flutt-
ir út ísaðir 145.541 hektolítrar.
Nokkuð af síldinni hefir einnig
verið saltað, eða 331.663 hekto-
Aflasölur
Síðan 13. þ. m. hafa eftirtalin
skip selt afla sinn í Englandi:
M.s. Capitana seldi 3422 vættir
fyrir 10789 sterlingspund, B.v.
Forseti seldi 3472 vættir fyrir
9308 sterlingspund, B.v. Skinfaxi
seldi 2728 kits fyrir 10533 ster-
lingspund, B.v. Belgaum seldi
3380 vættir fyrir 12469 sterlings-
pund, B.v. Kópanes seldi 2400
vættir fyrir 7688 sterlingspund,
B.v. Kári seldi 2541 vættir fyrir
7875 steriingspund, E.s. Sæfell
seldi 6326 vættir fyrir 9775
sterlingspund, B.v. Gyllir seldi
3238 kits fytir 12012 sterlings-
pund, B.v. Vörður seldi 3091 kits
fyrir 11496 sterlingspund, B.v.
Faxi seldi 3807 vættir fyrir 11281
sterlingspund, M.s. Sleipnir seldi
1173 vættir fyrir 3768 sterlings-
pund og M.s. Narfi seldi 1411
vættir fyrir 4527 sterlingspund.
Leiðrétting
í frásögn minni til útvarps og
blaða um samkomu þá, sem
stúkurnar í Árnessýslu höfðu að
Selfossi 12. janúar s.l., tókst svo
illa til, að nafn frú Guðlaugar
Narfadóttur hafði fallið niður.
Var þetta sérstaglega óviðeig-
andi þar sem frú Guðlaug er
þingtemplar Árnesþings, og hef-
ir unnið þeirri þingstúku af
miklum áhuga og dugnaði og
máiefnum Reglunnar yfirleitt.
Er hér með beðist afsökunar á
þessu leiðinlega ógáti.
Pétur Sigurðsson.
lítrar. 759.135 hektolítrar hafa
verið látnlr í bræðslu.
/