Tíminn - 22.02.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 4 ! IŒYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í skrifstofu Framsóknarflokksins! 22. FEBR. 1946 31. blað Aðeins TVEIR söludagar eftir í 2. flokki. HAPPDRÆTTIÐ U R B Æ N U I dag. Sólaruppkoma kl. 8,04. Sólárlag kl. 17,20. Árdegisflæði kl. 9,10. Síðdegis- flæði kl. 21,30. f nótt. Nceturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 1633. Nœturvörður er í Ingólfs Apóteki. Nœturlœknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 17,20 til k). 8,05. Útvarpið í kvöld. 20.25 Útvarpssagan: Stygge Krumpen eftir Thit Jensen (Andrés Björnsson)' 21.00 Píanókvartett útvarpsins: Adagio og Rondo eftir Schubert. 21,15 Upp- runi Tyrkjaveldis, erindi sem Baldur Björnsson flytur. 21,40 Þættir um is- lenzkt mál (dr. Björn Sigfússon). 22,05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Sym- fónía í einum þætti eftir Barber. b) Rapsódía eftir Delius. c) Symfónía nr. 2 eftir Piston. 23,00 -Dagskrárlok. Vanskil. Þeir, sem verða fyrir vanskilum á Tímanum eru vinsamlega beðnir að gera Torfa Torfasyni á afgreiðslu blaðsins viðvart hið fyrsta. Sími 2323. Happdrætti Háskóla íslands. Dregið verður i 2. flokki mánudag T ogarakaupin (Framhald aj 1. síðui En með þessu er fengin full- komin staðfesting á því, að rík- isstjórnin hefir farið með ósatt mál, þegar hún hefir verið að afsaka togarakaup sín með því, að annað hvort hefði hún orðið að ganga að kaupunum eða ís- lendingar hefðu orðið af íllum togarasmíðum þar, vegna mik- illar eftirspurnar. Það virðist ekkert mikium erfiðleikum bundið að fá togara smíðaða í Bretlandi. Þjóðin mun enn eiga eftir að fá margar upplýsingar í þessu máli, sem munu gera hlut stj órnarinnar enn óglæsilegri en hann er nú, og má hann þó ekki verri vera. Margt hefir stjórnin gert af lítilli ráðdeild, en þó er vafasamt, hvort af- skipti hennar af þessu máli taka ekki flestum eða öllum verkum hennar fram að því leyti. dagur í dag. Á mánudagsmorgun verða engir miðar afgreiddir. í 2.—Í2. flokki eru vinningar samtals nálega 2.4 miljón kr. Menn ættu að endurnýja 25. þ. m., og er því næstsíðasti sölu- strax í dag og forðast ösina í umboð- unum á morgun. Fjársöfnun Bauða Krossins til Mið-Evrópulandanna er.nú lokið. Þó eru ekki að öllu ieyti enn komnar skilagreinar utan af landi og því ekki hægt að birta fullkomnar niðurstöðu- tölur söfnunarinnar. En samkvæmt viðtali, er blaðið átti við skrifstofu Rauða Krossins í gær mun söfnunin alltaf nema um 900 þús. kr. Aðalfundur K. S. V. f. í Reykjavík var haldinn siðastl. mánudag. Deild- in lagði fram um 60—70 þús. kr. til slysavarna hér við land á seinasta ári. Var því fé aðallega varið til skýla fyrir skipbrotsmenn, sem reist hafa verið á Mýrdalssandi og við Kúðafljót. Á sunnudaginn er dagur kvennadeild- arinnar og heitir deildin þá á Reyk- víkinga að kaupa merki deildarinnar, sem seld verða á götunum þann dag. Um kvöldið verða svo haldnir dans- leikir á vegum deildarinnar að Hótel Borg og í Tjarnarcafé. Á fundinum fóru fram stjórnarkosningar og er stjórn deildarinnar nú þannig skipuð: Guðrún Jónasson formaður, Ingibjörg Pétursdóttir, Sigríður pétursdóttir gjaldkeri, Inga Lárusdóttir ritari, Guð- rún Magnúsdóttir, Gróa Pétursdóttir og Ásta Einarsdóttir. í varastjórn voru kosnar Guðrún Ólafsdóttir og Hall- dóra Guðmundssdóttir. Þakkarávarp. Við þökkum af alhug öllu því marga fólki, fjær og nær, sem sýndi okkur ómetanlega aðstoð og samúð í tilefni af veikindum, andláti og jarðarför drengsins okkar elskulega, HREINS, sem andaðist 8. janúar s. 1. Almáttugur guð launi því öllu að maklegleikum, eftir því, sem vizka hans og kærleikur sér því bezt henta. Þórshöfn, 23. janúar 1946. I Álfheiður Vigfúsdóttir. Jóhann Kristjánsson. Cjamta Síó n Jörðin n GATAIV (KUNGSGATAN) Sænsk kvikmynd gerð eftir hinni kunnu skáldsögu Ivars Lo-Johanssons. , Aðalhlutverkin leika: Barbro Kollberg Sture Lagerwall Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. UNDRABARNIÐ (Lost Angel) Margaret O’Brien, Sýnd kl. 5. tbjja Síi 1 Jakobsstlg'iim Vel leikin sænsk mynd. Aðalhlutverk: Sture Lagerwall Gaby Sternberg Erik Berglund Sýnd kl. 9. Þegar regnið kokn (The Bain Came) Stórmyndin fræga með: , Tyrone Power. George Brent. Myrna Loy. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð fyrir börn. E: í Fremri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu er laus til ábúðar á næstkomandi fardögum. Semja ber við :: Sigurgeir Jónatansson, Skeggjastöðum í Vestur-Húna- :: vatnssýslu, sem veitir ailar nánari upplýsingar. I! xætxxixxiixmttittttxtxiuix UndirfötMs. DRONNING ALEXANDRINE frá Akureyri nýkomin. H. TOFT Skólayörðustíg 5. . Sími 1035. Baráttan við tundurduflin Njósnir Rússa (Framhald aj 1. síOu) forsætisráðherra Kanada hefði birt yfirlýsingu sína í hefndar- skyni, vegna einhverra „ófara,“ er Rússar telja Breta, vini Kan- adamanna, hafa farið á þingi sameinuðu þjóðanna. Dómar kveðnir upp í Finnlandi • í gær voru kveðnir upp dómar yfir þeim Finnum, sem Rússar telja að hafi átt sökina á því að Finnar fóru í styrjöldina. Voru þeir sekir fundnir um land- ráð og dæmdir í 4y2, 6 og 10 ára fangelsisvist. Nokkru áður en dómarnir voru kveðnir upp, lýsti forseti finnska þingsins, Fager- holm, því yfir, að dómarnir í málunum gegn þeim Tanner og Ryti séu ekki mál Finna einna, heldur yrði hann að fullnægja vopnahléssamningnum við Rússa. (Framhald af 1. síðu) það eru nær einvörðungu segul- mögnuð brézk dufl. í ráði er, að Skipaútgerðin gangist nú fyrir nýju námskeiði með aðstoð erlends sérfræðings, til að veita frekari kennslu og æfingu í að gera óvirk tundur- dufl, meðal annars þýzk dufl, sem aðeins hefir orðið vart við hér. Annars mun brezka flota- stjórnin væntanlega á vori kom- anda senda hingað skip til þess að slæða upp tundurdufl, sem hún hefir látið leggja við land- ið, en eftir það ætti duflahætt- an að hverfa að mestu leyti úr sögunni. Rekin tundurdufl nýlega gerð óvirk. Um síðastl. áramót bar ail- mikið á reknum tundurduflum, einkum á suður-ströndinni, og hafa mörg af þeim verið athug- uð og gerð óvirk. Guðfinnur Sigmundsson á ísafirði fór nýlega norður á Strandir 1 og gerði óvirk 2 tundurdufl í Furufirði og 2 í Reykjarfirði. Tvö af þessum duflum voru seguldufl, en tvö hornadufl. Eitt dufl athugaði Guðfinnur í Aðalvík, og var það tegund, sem hann ekki þekkti (sennilega þýzkt) og gat ekki átt við. Skömmu fyrir áramótin gerði Haraldur Guðjónsson óvirkt segulmagnað dufl í Grindavik og tvö norður á Dröngum á Ströndum, og eftir ára,mótin hefir Haraldur gert óvirk aust- ur í Skaftafellssýslu 19 segul- dufl og 1 hornadufl og austur í Rangárvallasýslu 4 seguldufl. Líkindi eru til að 7 af þessum duflum hafi áður verið orðin ó’virk, án tilverknaðar manna. En starf Haraldar er samt geisi- lega mikið, þó að ekki sé á ann- að litið en hin miklu ferðalög um hávetur. Eitt þýzkt tundur- dufl rakst Haraldur á austur í Skaftafeilssýslu, og gat hann ekki átt við það að svo stöddu. Sumir furða sig á því, að vinna skuli vera í það lögð að gera ó- virk tundurdufl, sem reka á eyðistöðum, eins og söndum Skaftafellssýslu, en af fleiri en einni ástæðu er þetta þó nauð- synlegt. Duflin getur tekið út aftur, og þau geta grandað skipum, sem stranda. Þá getur þeim, er ganga á reka, stafað hætta af duflunum. Skal í því sambandi á það bent, að séu segulmögnuðu tundurduflin í virku ástandi, er hættulegt að nálgast þau með nokkura málm- hluti, sem taka áhrifum segul- magns. Þannig getur málmtala á föt/um, hnífur í vasa, járn und- ir skóm eða hestshófum orðið til þess að sprengja duflið, þó að í töluverðri fjarlægð sé. Verða tundurdufl notuð sem leiðarmerki? Á eyðisöndum Skaftafellssýslu liggur nú orðið mikill fjöldi af járnbelgjum tundurdufla, sem gerð hafa verið óvirk. Duflin liggja þarna til einskis gagns, en villa hins vegar fyrir þeim, sem reyna að fylgjast með því, hvort ný og virk tundurdufl ber á land. Um sandana er mjög vandratað, ef fjallasýn vantar, og skortir þarna tilfinnanlega leiðarmerki bæði fyrir kunnuga og ókunnuga, einkum þó strand- menn komna úr sjávarháska. Gerði Haraldur Guðjónsson, er hann kom úr síðustu austurför, þá uppástungu, að taka hina tómu duflabelgi og raða þeim upp í leiðarmerki. Bendir Har- aldur á, að auðvelt sé að aka duflabelgjunum um sandana eftir vild, en með þessu móti fer í næstu viku til Kaup- mannahafhar (um Thorshavn). Þeir farþegar, sem fengið hafa loforð fyrir fari, sæki farseðla í dag (föstudag), annars seldir öðrum, því að margir eru á bið- iista. Tilkynningar um flutning komi sem fyrst. Skipaafg'reiðsla Jes Zimsen , Erlendur Pétursson. Hálf jörðin Fljóts- dalur í Fljótshlíð nú nýbýlið FLJÓT, er til sölu með nýbyggðu íbúðarhúsi og nýjum útihúsum. Rafmagn til ljósa og suðu, og að nokkru til hitunar. Upplýsingar i síma 1079 og hjá eiganda og ábúanda <jarð- arinnar, Sæmundi Úlfarssyni. Sendisveinn óskast nú þegar., Getur komizt að sem nemi síðar. LANDSSMIÐJAN Til leigu Jörðin Húsagarður í Landsr sveit fæst til leigu í næstu far- dögum. Semja ber við Kjartan Stefánsson oddvita Flagbjarn- arholti, sömu sveit, sem gefur allar upplýsingar. yrðu þeir ekki lengur til ógagns, heldur tij. verulegs gagns. Virðist þetta hin bezta uppástunga, og hefir Skipaútgerðin því skrifað Slysavarnafélagi íslands þessu viökomandi. Tíminn fœst í lausasölu á þessum stöðum í Reykjavík: Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Verzluninni Laugaveg 45. Flöskubúðinni, Bergst.str. 10. Leifskaffi, Skólavörðustíg. Bókabúð Kron, Hverfisgötu. Söluturninum. Filippusi Vigfúss., Kolasundi. Bókaverzlun Finns Einars- sonar, Austurstræti. Bókastöð Eimreiðarinnar, Fjólu, Vesturgötu 16. 7rjamartn'ó Þú .skalt ekki mann deyða (Flight From Destiny) Áhrifamikill sjónleikur. Geraldine Fitzgerald Thomas Mitchell Jeffrey Lynn Bönnuð innan 16 ára. Aukamynd: BÆÐA ANTÓNÍTJ SAB úr Júlíusi Caesar eftir Shakespeare Sýning kl. 5, 7 og 9. Islendingar! Þér, sem hafið áhuga á fögrum listum, ættuð að kynna yður greinaflokkinn „Verkin tala“, sem birtist í öllum tölublöðum „Samvinnunnar". Þar eru menn leidd- ir um undrastigu húsbyggingarlistarinnar frá öllum öld- um og hin talandi verk kynnt með glöggum og góðum myndum og nauðsynlegum skýringum. Samband ísl. samvinnufélaga RÝMINGARSALA / Fjölltsett rýmingarsala stendur yfir til helgarinnar. 1 F Gnægð vara - Gjafverð *v Munið, að laugárdagurinn er síðasti dag- uriiin. Verzlunin HOF Laugaveg 4. UPPBOÐ i Opinbert uppboð verður haldið í Túngötu 18 (áður þýzka konsúlatið) n. k. laugardag 23. þ. m„ og hefst þar kl. 10 f. h. — Verða þar seldir ýmsir húsmunir. — Bif- reiðin R-325 verður seld á sama st'að kl. 2 e. h. Borgarfógetinn í Reykjavik. UTBREIÐIÐ TIMANN )►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.