Tíminn - 08.03.1946, Page 1

Tíminn - 08.03.1946, Page 1
30. árg. Reykjavík, föstudagiim 8. marz 1940 RITST JÓRASICRIF£TOFUR: EDDUHÚSI. Lli.dargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Sími 2323 41. blað Stjórnarliðið lætur undan baráttu Framsóknar- flokksins fyrir framfaramálum lándbúnaðarins Það lætur flytja frv. um eflingu Ræktunar- sjúðs og Ryggingar- og landnámssjóðs, sem að tniklu leyti eru byggð á frumvörpum Fram- sóknarflokksins Þótt stjórnarliðið hafi sýnt frumvörpum Framsóknarflokksins um eflingu ræktunarsjóðs og byggingar- og landnámssjóðs fyllstu andúð og tómlæti, hefir það samt ekki þorað að sýna þessum málum fullan fjandskap. Niðurstaðan hefir því orðið sú, að það hefir látið Nýbyggingarráð semja tvö ný frumvörp, sem hafa nú verið lögð fram í neðri deild. Fjallar annað þeirra um Ræktun- arsjóð íslands, en hitt um landnám, nýbyggðir og endurbygg- ingar í sveitum. Um bæði þessi frv. er það að segja, að það, sem horfir til endurbóta í þeim, er tekið upp úr áðurnefndum frumvörpum Framsóknarmanna, t. d. um aukin framlög, en jafnhliða eru svo tekin upp í þau ýms ágæt ákvæði úr gildandi lögum um landnám ríkisins og nýbýli. Inn í frumvörpin er svo skotið nokkrum óheppilegum breyt- ingum, sem eru til hins verra og bersýnilega eru runnin und- an rótum kómmúnista. Má t. d. þar nefna að stofna á tvö ný embætti, landnámsstjóra og skipulagsstjóra íslenzkra byggða. Samkv. frumvarpinu myndu þessir menn verða eins konar einræðisherrar í landnámsmál- um og byggingamálum sveit- anna. T. d. má ekki veita nein lán úr byggingarsjóði, nema skipulagsstjóri hafi áður úr- skurðað að umrætt býli liggi vel við samgöngum, síma og raflýs- ingu. En þegar þessum breyting- um er sleppt, má yfirleitt segja, að frumvörpin séu til bóta. Af hálfu Framsóknarflokks- ins mun þvi verða reynt að vinna að því, að frumvörp þessi nái fram að ganga, jafnframt og reynt verður að gera á þeim æskilegar breytingar. Endur- bætur þær, sem frv. felur í sér, eru árangur af starfi hans og mál þessi hefðu áreiðanlega ekki séð dagsljósið, ef hann hefði ekki hafið baráttu fyrir þeim og lagt fram áðurnefnd frv. sín. En þótt frumvörp þessi kom- izt fram, er ekki þar með sagt, að mál þessi séu komin í heila höfn. Það er næsta sennilegt, ef stjórnarliðið samþykkir þessi frv., að það verði aðeins gert í þeim tilgangi að flagga með þeim í kosningunum, en hins vegar sé það engan veginn ætl- unin að framkvæma þau. Ör- ugg framkvæmd slíkra umbóta- mála verður aðeins tryggð með því að efla Framsóknarflokkinn í kosningunum. Hvaö dvelwr Fiun? Mynd pessi er af Norðmanninum Tryggve Lie. sem kjörinn var aðalritari bandalags sameinuðu þjóöanna, og elztu dóttur hans. Norðmenn telja sér það mikinn sóma, að landi þeirra skuli hafa verið kjörinn í þessa vanda- sömu virðingarstöðu. Yfirleitt er þessari ráðstöfun líka vel tekið annars staðar, því aö mikið orð hefir farið af Lie fyrir dugnað, samningalipurð og glœsimennsku. Frá bæjarstjórnarfundi: Vagnstjóradeilan og beiðni Fæðiskaupendafélagsins Vilja stjórnir Alþýðusaiiibandsins og R.S.R.R. fallast á, að vagustjórar fái kaup samkvæmt 10. launaflokki? Bæjarstjórn Reykjavíkur kom saman til fundar í gærkvöldi, og stóð fundur þessi í nær tvær klukkustundir. Meginumræðurnar snerust um kaupdeilu þá, sem strætisvagnastjórar eiga nú í við Reykjavíkurbæ. Erlent yfirlit Ný „hreinsun”'í j Rússlandi Þess hafa lengi þótt sjást merki, að verulegur stefnu- munur hafi verið ríkjandi í! utanríkismálunum meðal að- almanna kommúnista í Rúss- landi. í því sambandi hefir það vakið sérstaka athygli, að fyrrverandi sendiherrar Rúss- lands í London, Litvinov og Maisky, voru ekki boðnir fram í kosningunum til rússneska þingsins, er fóru fram í síðastl. mánuði. Það var talið, að þeir Litvinov og Maisky væru eindregnastir stuðningsmenn þess, að Rússar Litvinov hefðu góða samvinnu við vest- urveldin. Sama var álitið um Beria, yfirmann rússnesku leynilögreglunnar. En hann var látinn hætta þvi starfi sínu um áranyótin og var heldur ekki boðinn fram til þingsins. Margir fleiri áhrifamenn nöfðu þannig horfið af sjónarsviðinu og virð- ist því hafa verið hér um nýja „hreinsun" að ræða. Þetta þykir sýna, að stefna hinna svokölluðu „einangrunar- sinna“ hafi orðið sigursælli. í þeim flokki eru hinir yngri menn flokksins Malenko, And- revev og Sdanov. Markmið þeirra er að efla herinn sem mest og tryggja Rússum sem mest yfir- ráð í nágrannalöndunum, en láta skeika að sköpuðu um al- þjóðasamvinnu. Þótti það líka athyglisvert, að í flestum kosn- ingaræðum forkólfanna var lögð áherzla á eflingu rauða hersins og Bretar og Bandaríkjamenn voru oft gagnrýndir. Hins vegar var lítið eða ekkert minnst á alþj óðasamvinnu. Litvinov, sem talinn er hafa verið aðaltalsmaður samvinn- unnar við Vesturveldin, hefir verið dreginn til baka einu sinni áður. Það var 1939, er Rússar hófu samstarf við Þjóð- verja og fóru úr Þjóðabanda- laginu. Þegar Þjóðverjar réð- ust á Rússa og samstarf þeirra og vesturveldanna hófst að nýju, kom Litvinov aftur til sögunnar. Nú er hann aftur látinn draga sig í hlé. Hvort það tákriar nýja stefnubreytingu Rússa í al- þjóðamálum, leiðir reynslan í ljós. Enn er dregið skömmtun á Þótt þetta ófremdarástand sé búið að vara lengi, virðist ekki bera neitt á því, að ríkisstjórn- in ætli að gera neitt til að bæta úr því. Sérstaklega er það þó félagsmálaráðhgrrann, sem hér á hlut að máli, því að bygging- armálin heyra undir hann. Sér- hver félagsmálaráðherra, sem hefði nokkurn áhuga fyrir að bæta úr húsnæðisskortinum, myndi vera búinn að láta hefja skömmtun byggingarefnis fyrir löngu. Aðgerðarleysi Finns staf- ar annað hvort af fullkomnu á- hugaleysi hans fyrir úrbótum í húsnæðismálunum eða því, að hann er algerlega undir áhrif- um stórgróðamannanna, sem vilja hvorki skömmtun eða aðr- ar ráðstafanir í þessum efnum. Reynt hefir verið að afsaka þetta ábyrgðarleysi með því, að ekki sé vitað um, hvað mikíð byggingarefni muni fást inn- flutt. Með slíkum forsendum má að taka upp byggingarefni draga slíkar ráðstafanir enda- laust á frest. Og meðan þessi ó- vissa helzt, á ekki að láta bygg- ingarefni nema tll nauðsynleg- ustu bygginga. Það verður að krefjast þess, að félagsmálaráðherrann sofi ekki lengur í þessu máli. Ef flokkur hans vill nú sýna, að hann sé jafnáhugasamur í þess- um málum og hann lézt vera fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar, á hann að vekja þennan ráð- herra sinn af þessum synda- svefni ella gerist hann honum samsekur. íslenzkir skátar munu fara á norrænt skátamót, sem haldið verður í Svíþjóð í sumar. Eínn- ig hefir islenzkum skátum verið boðin þátttaka í skátanámskeiðum, sem haldin verða i Danmörku og Sviþjóð í sumar. Einnig hefir skátunum verið boðin þátttaka í alþjóðamóti skáta, sem haldið verður í París 1947. (85 skátar héðan hafa tilkynnt þátttöku í Sviþjóðarskátamótinu). Verkfall strætisvagnastjóra. Borgarstjóri hóf þessar um- ræður. Gerði hann grein fyrir því, hvernig mál þessi stæðu. Kvaðst hann að fenginni um- sögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusam- bands íslands um það, hvaða kaup þessir aðilar teldu rétt- mætt, að strætisvagnastjórarnir fengu samanborið við aðrar starfsstéttir, er helzt kæmu til samanburðar, hafa boðið þeim laun samkvæmt 11. launaflokki starfsmanna bæjarins (en í þeim launaflokki eru hámarkslaun 600 krónur á mánuði að loknum sex ára starfstíma), þó þannig, að alljr fengju vagnstjórarnir nokkra kauphækkun frá því, sem nú er (525 krónur á mán- uði) auk sex prósent launaálags, er rynni i lífeyrissjóð, enda gerðust þeir fastir starfsmenn bæjarins. Gegn þessu hefir stjórn Hreyfils, en í því félagi eru strætisvagnastjórarnir nú, eindregið beitt sér. Hefir samn- inganefnd, sem skipuð er for- manni Hreyfils, þremur vagn- stjórum og fulltrúa frá Alþýðu- sambandinu, gert það gagntil- boð, að kaupið verði 600 krónur á mánuði, að viðbættum 6% í sjúkrasjóð starfsmanna strætis- vagna, enda yrðu vagnstjórarn- ir áfram í Hreyfli. Kvða borg- arstjórinn, að réttindi og skyld- ur yrðu hér að fylgjast að, þann- ig að vagnstjórarnir yrðu að ger- ast fastir starfsmenn, ef þeir vildu verða aðnjótandi sömu réttinda og þeir. Af þessu tilefni bar Pálmi Hannesson fram þá fyrirspurn, hvort það væri rétt, er sér hefði verið tjáð, að strætisvagnastjór- arnir myndu ef til vill vilja ger- ast fastir starfsmenn, ef þeir fengju kaup samkvæmt þeim launaflokki, er þeir teldu sig geta sætt sig við, til dæmis 10. flokki, en í honum eru hámarks- laun 650 krónur. Spunnust nú út af þessu all- miklar umræður, og tjáði borg- arstjóri sig þá fúsan til þess að greiða vagnstjórunum laun samkvæmt 10. flokki, ef þeir vildu að heldur gerast fastráðnir starfsmenn og það lægi skýrt og greinilega fyrir frá Alþýðusam- bandi íslands og Starfsmanna- bandalaginu, að þessir aðilar teldu vagnstjórunum bera það (Framhald á 4. síðu). Afli Sandgerðis- bátanna Frá Sandgerði eru gerðir út 29 bátar á þessari vertíð. í jan- úar voru stirðar gæftir og auk þess hamlaði verkfall, er þar stóð yfir í þeim mánuði, fram- kvæmdum við útgerðina. Um síðustu mánaðamót var aflahæsti báturinn búinn að fá 12.321 1. af lifur í 26 róðrum. Var það Leifur Eiríksson frá Dalvík. Ársæll Sigurðsson frá Njarðvík hafði aflað 11967 1. í 27 róðrum, Egill frá Ólafsfirði hafði 5880 1. í 8 róðrum, Einar frá Eskifirði fékk 8915 1. í 20 róðrum, Faxi frá Gerðum fékk 11525 1. í 24 róðrum, Freyja frá Gerðum fékk 11555 1. í 20 róðrum, Hákon Eyjólfsson frá Garði fékk 8180 1. í 17 róðrum, Hilmir frá Eski- firði fékk 5930 1. í 16 róðrum, Hrönn frá Sandgerði fékk 11205 1. í 24 róðrum, Jón Björnsson fékk 4825 1. í 12 róðrum, Jón Finnsson frá Gerðum fékk 8255 1. í 21 róðri, Reynir frá Eski- firði fékk 4075 1. í 13 róðrum, Róbert Dan. frá Fáskrúðsfirði fékk 9759 1. í 25 róðrum, Víðir frá Garði fékk 11680 1. í 23 róðr- um, Muninn frá Sandgerði fékk 10100 1. í 17 róðrum, Ægir frá Gerðum fékk 8110 1. í 17 róörum, Gyllir frá Keflavík fékk 8475 1. í 17 róðrum, Ingólfur frá Kefla- vík fékk 7420 1. í 15 róðrum, Muggur frá Hafnarfirði fékk 7370 1. í 17 róðrum, Hafþór frá Reykjavík fékk 4440 1. í 11 róðrum, Arngrímur Jónsson frá Dalvík fékk 7245 1. I 16 róðrum, Baldvin Þorvaldsson frá Dalvík fékk 8375 1. í 17 róðrum, Barði frá Húsavík fékk 7500 1. í 17 róðrum, Stuðlafoss frá Reyðar- firði fékk 7195 1. í 17 róðrum, Fylkir frá Norðfirði fékk 5710 1. í 14 róðrum, Magni frá Norðfirði fékk 1845 1. í 7 róðrum, Vonin frá Norðfirði fékk 4515 1. í 15 róðrum, Freyja frá Norðfirði fékk 4440 1. í 12 róðrum, Hilmir frá Norðfirði fékk 5780 1. í 14 róðrum. Innbrotsþjófar handsamaðir Rannsóknarlögreglunni hefir nú tekizt að hafa hendur í hári sumra þeirra manna, sem vaidir hafa verið að hinum tíðu inn- brotum hér í bænum að undan- förnu. Likur benda einnig til þess, að upplýsast muni bráð- ’ega, hverjir valdir hafa verið að stórþjófnaðinum, er brotizt var inn hjá Kveldúlfi á dögunum og stolið peningaskáp með 16 þús. kr. Skápurinn fannst dag- inn eftir við veginn, sem liggur frá útvarpsstöðinni á Vatns- endahæð að Elliðavatni og var þá búið að brjóta hann upp og taka úr honum alla peningana, nema nokkur hundruð krónur í skiptimynt. Það kom síðar í ljós, að þjófarnir voru á stolnum bíl, er þeir frömdu verknaðinn. Fannst bifreiðin hjá Gróðrar- stöðinni í Reykjavík nokkru seinna. Skorturinn á byggingarefni, sérstaklega timbri, verður stöðugt tilfinnanlegri. Ýmsar nauðsynlegar íbúðabyggingar hafa ekki getað hafizt. Á sama tíma eru hins vegar ýmsar miður þarfar byggingar í fullum gangi, eins og bíóhús og ýms verzlunarhús.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.