Tíminn - 10.03.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.03.1946, Blaðsíða 1
RXTST J ÓR ASKRIFCTOFUR • EDDUHÚSI. Ijii.dargötu 9 A 'Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 30. árg'. Rcykjavík, siiunnilagiiiii 10. marz 1946 42. blað Erlent yfirlit Viðsjár stór- veldanna vaxa Viðsjár virðast enn fara vaxandi meðal stórveldanna og stafa þær nú einkum af Irandeilunni. Síðan stríðinu lauk, hefir ekki horft ver með sambúð stórveldanna en nú. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa sent rússnesku stjórninni orðsendingar í tilefni af því, að Rússar hafa ekki farið með her sinn úr landi á til- skildum tíma og hafa með því rofið loforð sín við þessi ríki og Iran. Orðsending brezku stjórnarinnar hefir ekki verið Byrnes ntanríkisráðherra Banda ríkjanna. birt, en orðsending Bandaríkja- stjórnar heíir verið birt í aðal- atriðunum. Er þar krafizt að Rússar farfi strax með her sinn úr Iran og er óskað tafarlausra ^vara af þeirra hálfu. Rússneska stjórnin hefir enn ©kki svarað þessum orðsending- um, þótt hún hafi fengið þær fyrir nær viku síðan. Hún hefir heldur ekki svarað eldri orð- (Framhald á 4. síðu). ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI — Ákveðið hefir verið, að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram á Ítalíu um það, hvort þar eigi að vera konungsstjórn eða lýðveldi. — Stjórnin í Japan er að und- irbúa nýja stjórnarskrá. Fyrir- hugað er, gð þar verði þing- bundin konungsstjórn. — Kanadastjórn hefir ákveð- ið að lána Bretum 300 milj. stpd. með hagkvæmum kjörum. ’ — Frakkar hafa ákveðið að leggja Spánarmálið fyrir Ör- yggisráðið. Bretar hafa lýst sig því mótfallna. — Eldur kom upp í stórskip- inu Queen Elizabet í Southamp- ton í fyrradag. Óttast er um, að hér sé um skemmdarverk að ræða. — Vörn í máli Görings hófst í Nurnberg í fyrradag. — 3000 hollenzkir hermenn gengu á land í Batavíu í gær og eiga að taka við af indverska og brezka hernum þar, sem nú er verið að flytja í burtu. — Rússar hafa handtekiö nokkra þýzka embættismenn á hernámssvæðum Bandamanna i Berlín. r-—1—— ----— ------------~-í „Öðruvísi raér áður brá” Bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar um búnað- arráðs voru til 2. umræðu í efri deild í fyrradag og urðu um þau allmiklar umræður. Lögin voru síð- an borin upp til samþykkt- ar, eins og venja er við 2. umræðu, og voru þau sam- þykkt með atkvæðum stjórnarliðsins gegn at- kvæðum Framsóknar- manna. Verulega athygli vakti það, að rétt áður en at- kvæðagreiðslan hófst, fór Jónas Jónsson útúr þing- salnum og var fjarverandi meðan atkvæðagreiðslan fór fram. Meiri áherzlu lagði hann ekki á það að veita bændamálsstaðnum liðveizlu sína, og munu vissulega margir um það segja: „Öðruvísi mér áður brá.“ Eimskipafélagið sem- ur um smíði á tveim skipum Eimskipafélag íslands hef- ir nýlega samið við Bur- meister & Wain í Danmörku um smíði tveggja nýrra skipa. Annað þeirra er 2600 smál. flutninga- og farþe^askip, en hitt 1750 smál. farþegaskip. Flutningaskipið á að vera tilbúið í nóvember 1947, og kostar um 6 millj. kr., en far- þegaskipið í júní 1948 og kostar um 11 millj. kr. Áður hefir Eimskipafélagið samið við sama íyrirtæki um smíði á tveimur 2600 smái. flutningá- og farþegaskipum, sem verða tilbúin í nóvember 1946 og febrúar 1947. Farþegaskipið á að geta tek- ið 117 farþega á 1. farrými, 60 farþega á öðru farrými og 44 farþega á 3. farrými, eða alls 221 farþega. Það fer 16y2 sjó- mílu á venjulegri siglingu og verður því 2y2 sólarhring frá Reykjavík til Leith og 6V2 sólar- hring til New York. Kaupsamningum sagt upp - Matsveina- og veitingaþjóna- félag íslands hefir sagt upp nú- gildandi samningum við Eim- skipafélag íslands og Skipaút- gerð ríkisins frá 1. apríl n. k. Var þetta ákveðið á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn og jafnframt ákveðið að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um að heimila stjórninni að hefja vipnustöðvun 1. apríl, ef ekki hafa náðst nýir samningar fyrir þann tíma. í stjórn félagsins voru kosnir Böðvar Steinþórsson, formaður, Þórir Jónsson, María Jensdóttir, Edmund Eriksen og Tryggvi Þorfinnsson. Atvinnumálaráðh. viðurkennir, að stjórnin hafi unnið slælega að markaðsöflun fyrir sjávaraf urðir Athyglisverðar umræður um fisksölu- málin. í neðri deild Við 1. umræðu um frumvarp sjjórnarinnar „um ráðstafanir vegna útflutnings á afurðum bátaútvegsins“, ræddi Eysteinn Jónsson allmikið um fisksölumálin almennt, auk þess, sem hann sýndi fram á, að frv. væri ófullnægjandi, eins og sagt er frá á öðrum stað. Einkum taldi Eysteinn, að stjórnin hefði unnið mjög slælega að því að afla nýrra markaða fyrir sjáv- arafurðirnar. Þá álít ég, sagði E. J., að al- Aætlunarferðir Eim-! Sjálfstæðismenn kjósa Það eru fleiri en stjórnarand- stæðingar, sagði E. J., sem undrast það, að nú skuli vera næstum heill her íslenzkra manna út um flest lönd, ýmist i einkaerindum eða opinberum sendiferðum, en aðeins tveir af þeim skuli vera að vinna að því að afla nýrra markaða. En mér vitanlega aa-u nú ekki aðrir að vinna að þessum málum en Pétur Benediktsson sendiherra og Ólafur Jónsson úr Sandgerði. Á sama tíma og þannig er á- statt hjá okkur, höfum við fréttir af því, að samkeppnis- þjóðir okkar, t. d. Norðmenn, hafi nú fjölda erindreka víða um lönd til að vinna að mark- aðsöfluninni. Að mínum dómi, hélt E. J. á- fram, hefði átt að hefja skipu- lega markaðsleit strax eftir styrjöldina og taka upp viöskipta samninga við allar þær þjóðir, sem líklegt var að tekizt <gætu viðskipti við. En ekki hefir enn verið gengið frá viðskiptasamn- ingum, nema við tvær þjóðir, Finna og Tékka, sem hvorug >§r líkleg til mikilla viðskipta fyrst um sinn. Á sama tíma hafa keppinautar okkar yfirleitt gert samninga við þessar þjóðir, t. d. sömdu Norðmenn við Sviss- lendinga fyrir nokkru. Við erum yfirleitt alls staðar á eftir. veg sérstaklega hefði átt að hefja samninga við sjálfar sam- keppnisþjóðirnar, t. d. Norð- menn, ym að forðast óheilbrigða samkeppni í fiskverzluninni. Ein aðalástæðan til hins lága fiskverðs fyrir styrjöldina vgr sú, að fiskveiðaþjóðirnar buSu þá fiskverðið niður hver fyrir annarji. Af þessu hafa áreið- anlega fleiri þjóðir lært en íslendingar og möguleikar fyrir samkomulagi um þessi mál því átt að verða meiri nú en áður. Þá minntist E. J. á löndunar- erfiðleika íslenzkra skipa i | Bretlandi og spurði atvinnu- j málaráðherra um, hvort' ríkis- i stjórnin hefði gert nokkrar sér- stakar ráðstafanir í því sam- bandi. Einnig spurði hann# um, hvort ríkisstjórnin hefði tryggt að nægar saltbirgðir væru til í landinu, ög hvers vegna stjórnin hefði ekki gert neinar ráðstaf- anir til að tryggja nóg skip til fiskflutninga. Loks minntist svo E. J. á salt- fiskverzlunina. Það væri aug- ljóst, að við þyrftum að fram- leiða allmikið af saltfiski næstu árin og sennilega væri bezt að geta selt hann þurrkaðan. En engir möguleikar væru nú til þess að verka hann með sama (Framhald á 4. síðu). skipaf élagsskipanna Eimskipafélag íslands hef- ir nýlega sent blaðinu grein- argerð, þar sem það skýrir frá fyrirætlunum um ferðir skipa sinna næstu mánuðina. Eru þær í liöfuðatriðum þess- ar: Ráðgert er að tvö skip haldi *uppi siglingum til Gautaborgar og Kaupmannahafnar, þ. e. „Lagarfoss“ og leiguskipið „Anne“, meðan það fæst leigt, eða annað skip, sem þá kæmi í þess stað. í Englandsferðum verða fjög- ur skip. Er ráðgert, að „Reykja- foss“ og „Lech“ sigli til Hull og Leith, „Lublin“ til Hull eingöngu og „Horsa“ til Leitfl, eingöngu. Þó má gera ráði fyrir, að hafnar verði fastar ferðir til Antwerpen stíax og um einhverja vöru- flutninga er að ræða, og verður „Lublin“ væntanlega í þeim ferðum, ásamt Hull-ferðunum. Þá er og ráðgert, að tvö skipin, væntanlega „Reykjafoss“ og (Framhald á 4. síðu). ' \ Sendiherraskipti Danska stjórnin hefir til- kynnt, að Fr. le Sage de Fon- tenay sendiherra i Reykjavik hafi verið skipaður sendiherra Dana í Ankara frá 1. maí næst- komandi að telja. Frá sam^,. tíma hefir C. A. Bruun sendi- sveitarfulltrúi í Washington verið skipaður sendiherra Dana í Reykjavíl^p kommúnista í banka- ráð Landsbankans Þau tíðindi gerðust á fundi Landsbankanefndarinnar s.l. fimmtudag, að Sjálfstæðis- menn kusu kommúnista í stað Sjálfstæðismannsins, sem fór úr bankaráðinu, enda þótt þeir hefðu atkvæðamagn til að koma honum að. Landsbankanefndarfundurinn var haldinn til að kjósa banka- ráðsmenn í stað þeirra Gunnars Viðar og Jónasar Guðmunds- sonár, sem höfðu lokið kjör- tímabili sínu. Kosnir voru i þeirra stað Jónas Haraldsson og Kjartan Ólafsson. Kjartan var studdur af Framsóknarmönn- um. í nefndinni eru sex Sjálfstæð- ismenn af 15 alls, og gátu þeir því hæglega endurkosið Gunnar Viðar eða einhvern annan Sjálfstæðismann í hans stað. En þeir kusu heldur að koma kommúnista í ráðið í þeirri von, að það framlengdi stjórnarsam- vinnu þeirra og Ólafs Thors. Fer það nú að verða skiljan- legt, að þegar fimm menn voru kosnir í Landsbankanefndina í vetur, lét Sjálfstæðisflokkurinn þá Pétur Ottesen og Gísla Sveinsson fara úr henni, en kaus í staðinn „lítilsigldari menn“, eins og Vísir orðar það, eða þá Gunnar Thoroddsen og Lárus Jóhannesson. Nánara er rætt um þessa sögu- legu kosningu á 2. síðu í blað- inu í dag. Stjórnarfrumvarpið um stuðning við bátaútveg- inn veitir iionum ekki fullnægjandi hjálp Frá fyrstn umræðuimi í ncftri tlcild Frumvarp ríkisstjórnar- innar um að ábyrgjast 5 aura af verðinu, sem hraðfrysti- húsin borga fyrir fiskinn, og um kaup á 5000 smál. á salt- fiski, var til 1. umræðu í neðri deild í fyrradag. Allmiklar umræður urðu um frv. og taldi Eysteinn Jónsson það ó- fullnægjandi til að tryggja útvegsmönnum og sjómonn- um svipaða afkomu og öðrum stéttum og yrði því að gera verulegar endurbætur á því. Eftir að atvinnumálaráðherra hafði fylgt"»frv. úr hlaði með stuttri ræðu, kvaddi Eysteinn Jónsson sér hljóðs. Hann sagði, að frumvarp þetta væri afleið- ing verðbólgustefnunnar, er fylgt hefði verið undanfarið. Þetta væri í fyrsta sinn, sem fyrirhugað væri að borga upp- bætur á útfluttar sjávarafurðir og þetta væri gert án þe£s, að verðfall hefði átt sér stað. Menn gætu markað af því, hvað í vændum væri, ef verulegt verð- fall yrði á afurðunum, eins og búizt væri við. Það var vitanlega rétta úr- ræðið,' þegar svona var komið, sagði E. J. ennfremur, að hefjast handa um niðurfærslu dýr- tíðarinnar. Þess vegna fluttu Framsóknarmenn tillögu á þingi í haust um að sérstakri nefnd yrði falið að gera tillög- ur ,um niðurfærsluí, er lægju fyrir ekki . síðar en 1. febr. Þessu ráði var hafnað og í þess stað'haldið áfram á veröbólgu- brautinni. Fyrst sú leið var valin, er nú ekki annað að gera fyrir þá, sem vilja unna útvegs- mönnum og sjómönnum jafn- réttis, en að stuðla að ráðstöf- unum, — þótt fjárfrekar kunni að verða —, sem tryggi þeim ekki lakari afkomu en öðrum. Eg tel, sagði E. J„ að þær ráð- stafanir, sem ákveðnar eru í frv., nái ekki því marki. Þar er að- eins tekin ábyrgð á fimm aur- um af verðinu, sem frystihúsin borga fyrir fiskinn. Þetta trygg- ir þeim útvegsmönnum og sjó- mönnum, er geta selt hrað- frystihúsunum fiskinn, sæmi- legt verð. Hins vegar hafa þeir útgerðar- og fiskimenn, sem sjálfir annast útflutning á ís- fiski, enga slíka tryggingu. Þeir þurfa hennar ekkert síður og vel getur svo farið, að þeir þarfnist hennar í enn ríkara mæli, t. d. ef verðið lækkar í Bretlandi um næ'stu mánaða- mót. Þá er næsta líklegt, að ríkið verði að kaupa mun meira en 5000 smál. af saltfiski. Sam- kvæmt frv. er ætlazt til, að ríkið kaupi af þeim, sem ^yrstir verða til að salta, þar til þessu 5000 sráál. magni er náð. Vel getur svo faríð, að þá séu þeir aðal- (Framhald á 4. síðu). Tillögur, sem ekki hafa fengizt ræddar Á fundi sameinaðs þings í fyrradag, beindi Hermann Jón- asson þeirri ósk til forseta, að tekin yrði á dagskrá tillaga þeirra Sigurðar Bjarnasonar um | að leyft verði landvistarleyfi , Þjóðverjum, sem eru giftir ís- lenzkum konum. Einnig óskaði hann eftir að tekin yrði á dag- skrá tillaga sín um rannsókn á njósnarstarfsemi Þjóðverja hér fyrir styrjöldina. Forseti lofaði að verða við þessum óskum fljótlega, enda mál til komið, þar sem forsætis- ráðherra lofaði fycir þing- frestunina, að fyrri tillagan skyldi afgreidd strax og Alþingi kæmi saman aftur. Þýzkalandssöfnunin Þýzkalandssöfnunin nemur nú orðið um 360 þús'. kr. Ákveð- ið er að lúka henni 16. þ. m. o^ fer því að verða hver síðastur að styrkja þetta góða málefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.