Tíminn - 21.03.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: < PRAMSÓKN ARFLOKKURINN | Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 30. árg. RITST JÓR ASKRIFETOFUR: EDDUHÚSI. Lir.dareötu 9 A Slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 Reykjavík, ftmmtudagiim 21. marz 1946 50. blað Uthlutun styrks til skálda og listamanna lokiö Úthlutunarnefnd styrks rithöfunda og listamanna fyrir árið 1946 hefir lokið störfum. Fer hér á eftir skýrsla um skipting þess f jár, er Alþingi 1945 veitti í þessu skyni, en það var að þessu sinnl alls kr. 164 þús., eða 5 þús. kr. lægra en á síðasta ári. Skáld og rithöfundar. Styrkur til skálda og rithöf- unda skiptist sem hér segir: Kr. 4000,00: Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín, Hall- dór Kiljan Laxness, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guð- mundsson og Þórbergur Þórðar- son. Kr. 3000,00: Jakob Thor- arensen, Jóhannes úr Kötlum og Magnús Ásgeirsson. Kr. 2400,00: Guðmundur Böðvars- son, Guðmundur Daníelsson, Theodór Friðriksson og Unnur Bjarklind. Kr. 2000,00: Elínborg Lárusdóttir, Ólafur Jóh. Sig- urðsson og Þorsteinn Jónsson. Kr. 1800,00: Friðrik Á Brekkan Halldór Stefánsson, Sigurður Jónsson frá Arnarvatni og Steinn Steinar. Kr. 1400,00: Axel Thorsteinsson, Guðfinna Jóns- dóttir, Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Kristín Sigfúsdóttir, Sigurður Helgason og Þórunn Magnúsdóttir. Kr. 1000,00: Filippía Kristjánsdóttir, Gísli Ólafsson, Gunnar Benediktsson, Gunnar M. Magnús, Halldór Helgason, Jón Björnsson, Jón Þorsteinsson, Arnarvatni, Ragn- heiður Jónsdóttir, Snorri Hjart- arson, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son og Þorsteinn Stefánsson. Kr. 500,00: Friðgeir H. Berg, Guðmundur Frímann, Kjartan Gíslason frá Mosfelli, Óskar Skíðalandsmótið Næstkomandi föstudag hefst á Akureyri Landsmót skíðamanna. Þátttakendur í mótinu eru samtals 102. Er þetta annað fjölmennasta skíðamót, sem haldið hefir verið hér á landi. Hefst mótið á göngukeppni. Þátt í því taka 25 göngumenn, þar á meðal allir beztu göngu- menn landsins. Eins og að framan er sagt, eru 102 þátttakendur í mótinu. Eru þeir frá eftirtöldum stöðum: 13 frá Siglufirði, 13 Þingeyingar, 4 Ólafsfirðingar, 5 Strandamenn, 18 Reykvíkingar og 49 Akureyr- ingar. Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki næstk. sunnudag. Flestar keppnirnar fara fram við Ás- garð, en það er nýr skíðaskáli við Snæhóla. Um mótið sér Skíðaráð Ak- ureyrar að öllu leyti. Formaður þess er Hermgnn Stefánsson í- þróttakennari. Skíðasnjór er nú nægur, og hyggja menn gott til mótsins. Á mótinu verða mörg ný verð- laun veitt, svo sem fimm nýir bikarar og tvenn skíði, allt til eignar. 8 bifreiðastjórar hafa verið teknir fastir undanfarna daga, eða síðan um helgi, fyrir ölvun við akstur. Guðjónsson og Steindór Sig- urðsson. Tónlistarineiin. Styrkur til tónlistarmanna skiptist sem hér segir: Kr. 2400,00: Jón Leifs Kr. 1600,00: ..Árni . .KriStjánsson, Björgvin Guðmundsson, Björn Ólafsson, Karl Runólfsson, Páll ísólfsson, Pétur Jónsson, Rögn- valdur Sigurjónsson, Sigurður Þórðarson og Sigvaldi Kaldalóns. Kr. 1000,00: Árni Björnsson, Elsa Sigfúss, Hallgrímur Helgason, Helgi Pálsson og Þórarinn Jóns- son. Kr. 700,00: Eggert Stefáns- son. Kr. 500,00: Áskell Snorra- son, Axel Arnfjörð og Ingi T. Lárusson. M.yiidllstariiieim. Styrkur til myndlistarmanna skiptist sem hér segir: Kr. 3000,00: Ásgrímur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Rík- arður Jónsson. Kr. 1500,00: Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Jón Þorleifsson, Kristín Jónsdóttir, Sigurjón Ólafsson og Sveinn Þórarinsson. Kr. 1200,00: Eggert Guðmundsson, Guð- mundur Einarsson, Gunnlaug- ur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilbertz, Kristinn Pétursson, Magnús Á. Árnason, Snorri Ar- inbjarnar og Þorvaldur Skúla- son. Kr. 500,00: Agnete Þórar- insson, Guðmundur Kristjáns- son, Gunnfríður Jónsdóttir, Höskuldur Björnsson, Nína Tryggvadóttir og Örlygur Sig- urðsson. Lelkllstarmenn. Leiklistarmenn hlutu styrk sem hér greinir: Kr. 1000,00: Alda Möller, Al- freð Adnrésson, Anna Guð- mundsdóttir, Amdís Björns- dóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Gestur Pálsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Haraldur Björns- son, Indriði Waage, Jón Aðils, Jón Norðfjörð, Lárus Pálsson, Soffía Guðlaugsdóttir, Þóra Borg Einarsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Ævar Kvaran, Valdemar Helgason, Valur Gíslason. Kr. 800,00: Edda Kvaran, Inga Laxness, Lárus Ingólfsson, Regina Þórðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Svafa Jónsdóttir: Kr. 600,00: Tómas Hallgrímsson og Emilía Borg. Kr. 500,00: Eyþór Stefánsson. í úthlutunarnefnd voru þeir Þorsteinn Þorsteinsson, sýslu- maður, formaður, Þorkell Jó- hannesson, prófessor, ritari, Stefón Jóh. Stefánsson, alþm., og Kristinn Andrésson, ritstjóri. Undir úthlutun þessa hafa þrír nefndarmenn ritað ája at- hugasemda, en fjórði nefndar- maðurinn, Kristinn Andrésson, hefir skrifað undir með fyrir- vara vegna úthlutunar til skálda, rithöfunda og mynd- listarmanna. Ölafur Thors hefir afhent kommúnistum sæti sitt í bankaráði Landsbankans KALININ fer frá bætti Sovét-Rússlands um langt skeið, hefir beðist lausnar vegna sjóndepru. Svernik, sem var varaforseti, hefir tek- ið við starfi hans. FRAMTÍÐARSTJÓRN FÆREYJA Fyrirætlanír Flug- * félags Islands Blaðið átti í gær tal við Öm Johnson framkvæmdastjóra Flugfélags íslands um starf- semi félagsins á næstunni. Hann bjóst ekki við að fé- lagið myndi að sinni taka þátt í millilandaflugi, svo j nokkru næmi, því að til slíkra flugferða þyrfti stærri vélar en félagið á nú. Hins vegar mun það auka flugferðirnar innanlands. Flugfélag íslands hefir ný- lega eignast Katalinuflugbát til viðbótar við þann, sem fyrir var og keytur var i fyrra. Er hann að ýmsu leyti hentugri en hinn eldri, þar sem hægt er að lenda honum bæði á sjó og landi. Unnið er nú að innréttingu þessa flugbáts og verður hann ekki tilbúinn til flugs fyrr en eftir 1—2 mánuði. Hann kemur til MENNTASKÓLI í SVEIT Snemma á þinginu var lagt fram frumvarp um mennta- skóia, sem milliþinganefndin í skólamálum hafði undirbúið. Frumvarp þetta hefir undan- farið verið til athugunar f menntamálanefnd neðri deildar og hefir hún nú skilað áliti um málið. Nefndin gerir allmiklar breytingartiUögur við frum- varpið og meðal annars Ieggur hún til, að menntaskólamir verði þrír. Skal stofna þriðja skólann í sveit, þegar fé er veitt tU þess í fjárlögum. t frum- varpinu sjálfu er aðeins gert ráð fyrir tveimur menntaskól- unum, í Reykjavfk og á Akur- eyri. Það hefir lengi verið bar- áttumál Framsóknarflokksins, að stofnaður verði menntaskóli í sveit, en það ekki hlotið við- urkenningu annarra flokka fyrr en nú. En vitanlega er þó ekki alit fengið með því að fá þetta samþykkt. Eftir er að knýja fjárveitinguna fram. Tillögur dönsku stjórnarinnar lagðar fram Danska stjórnih hefir nú birt tillögur sinar um framtíðar- stjórn Færeyja. Leggur hún til, að 5 manna ráð fari með yfir- stjórnina í stað amtmannsins og kjósi Færeyingar 5 þeirra, en konungur skipar formanninn. Þá leggur hún til að lögþingið fái heldur aukið vald, en þó ekki löggjafarvald nema að mjög takmörkuðu leyti. Þá leggur hún til, að Færeyingar fái sér- stakan fána og eigi íulltrúa I öllum dönskum viðskiptanefnd- um, sem að einhverju leyti fjalla um færeysk mál. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI — Bevin lýsti því yfir i brezka þinginu í gær, að Bretar myndu ekki neyða neina pólska her- menn úr her frjálsra Pólverja til að hverfa heim til Póllands aftur, ef þeir vildu það ekki. — Sviss hefir hafið stjórn- málasamband við Rússland að nýju, en slíkt samband hefir ekki verið milli þessara ríkja í meira en 20 ár. — Kolaframleiðslan í Eng- landi er nú aftur heldur fárin að aukast og er framleiðslan nú um 200 þús. smál. á viku. — Ensku ráðherrarnir, sem eiga að semja við Indverja, eru lagðir af stað til Indlands. — Óeirðir hafa aftur blossað upp víða á Jövu, þótt stjórn þjóðernissinna reyni að halda mönnum sínum i skefjum. — Wallace verzlunarmála- ráðherra Bandaríkjanna hefir flutt ræðu um sambúð Rússa^og Bandaríkjamanna. Lét hann í ljós vonir um, að hún mætti verða hin bezta, en Rússar mættu hins vegar ekki frekar hyggja á yfirdrottnum í Austur- Evrópu, en Bandaríkjamenn í Suður-Ameríku og Bretar I Indlandi og Afríku. með að geta flutt 20 farþega. Frá því um áramót hefir eldri Katalínuflugbátur félagsins verið í viðgerð (klössun), en um mánaðamótin er gert ráð fyrir að henni ljúki, og verður þá væntanlega hægt að koma á aftur reglubundnum flugferð- um til Austurlands, en samgöng- ur hafa verið framúrskarandi erfiðar við þann landshluta í vetur, vegna fjarveru Esju. Flugferðir hafa öðru hvoru ver- ið til Austurlands, en ekki líkt því fullnægt flutningaþörfinni. í allan vetur hefir verið hald- ið uppi daglegum flugferðum til Akureyrar, þegar veður hefir leyft, éinu sinni í viku til Horna- fjarðar, og einu sinni í viku til Hólmavíkur. Á næstunni mun félagið svo taka upp fastar flug- ferðir til Austurlands. MÓT BÓKAVARÐA Norrænt bókavarðamót verð- ur í Bohusgárden, félagsheimili Norræna félagsins í Svíþjóð, dagana 19.—30. maí Haldnir verða fyrirlestrar um norrænar bókmenntir og rædd ýms mál- efni er varða bókasöfn og fyrir- komulag þeirra. Bókavörðum frá öllum Norðurlöndum er boðin þátttaka i móti þessu og er gjaldið fyrir uppihaldið 100 krónur sv. yfir allan tímann. Umsókn um þátttöku þarf að vera komin til Norræna félags- ins fyrir 1. apríl. Ýms fleiri mót munu verða á vegum Norrænu félaganna viðsvegar á Norður- löndum i sumar þó tilkynning- ar um þau séu ekki komnar ennþá. Skíðamót Reykjavfkur hélt áfram síðastl. sunnudag hjá Skálafelli. Úrslit urðu þau, að fyrstur í göngu varð Helgi Óskarsson Á, en fyrstur í svigi varð Þórir Jónsson KJR. Sundmeístaramótið Sundmeistaramót íslands fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík dagana 12. og 15. apríl og verður þar keppt í þessum 16 sund- greinum: 100 og 400 m. skriðsund karla, 100 m. skriðsund kvenna, 50 m. skriðsund telpna, 100 m. skrið- sund drengja, 200 og 400 m. bringusund karla, 200 m. bringu- sund kvenna, 100 m. bringu- sund telpna og 100 m. bringu- sund drengja, 100 m. baksund karla og 50 m. baksund drengja. Þá verður keppt i þrennum boðsundum, þ. e. 4x50 m. boð- sundi karla, 3x100 m. boðsundi karla og 3x50 m. boðsundi drengja. Sextánda sundgreinin verður 50 m. björgunarsund karla. Sundráð Reykjavíkur stend- ur fyrir mótinu og tilkynnist þátttaka til þess. SÖNGKONA Á FÖRUM Guðmunda Elíasdóttir söng- kona er nú á förum héðan til Danmerkur til að halda þar á- fram sönglistarnámi. Frú Guð- munda hefir haldið hér tvenna hljómleika og ætlar hún nú að halda kveðjuhljómleika í Gamla Bíó í kvöld. Frúin syngur á kveðjuhljóm- leikum þessum meðal annars aríur eftir Hándel og Mozart, úr Brúðkaupi Figaros og síðan þrjú Norðurlandalög þar á með- al Söng Solveigar eftir Grieg. Þá syngur hún og lög úr óperunni Drot og Marsk og einnig íslenzk lög. Frá fundi Landsbanka 4fel nefndar í fyrradag Ólafur Thors hefir nú orðið að sýna næsta greinilega í verki, hve dýrt hann verður að kaupa stuðning kommún- ista, þar sem hann hefir orðið að afhenda þeim sæti sitt í bankaráði Landsbank- ans, og þar með oddavaldið í stjórn helztu peningastofn- unar landsins. Eins og áður hefir verið frá skýrt, kaus Landsbankanefndin nýlega tvo menn í bankaráð Landsbankans, þar sem kjör- tímabil Gunnars Viðars og Jón- asar Guðmundssonar var út- runnið. í kosningum þessum gerðust þau tíðindi, að Sjálf- stæðismenn kusu kommúnist- ann Jónas Haraldsson í stað Gunnars Viðars og afsöluðu sér með því meirihlutanum í banka- ráðinu og afhentu kommún- istum oddavaldið þar. Á fundi Landsbankanefndar- innar, er kosning þessi fór fram, vakti það mikla athygli, að Ól- afur Thors sagði lausu sæti sínu í bankaráðinu, en ekki fékkst samt framgengt að láta kjósa mann í stað hans þá. Vildu það þó ýmsir til að kom- ást hjá nýjum fundi. Nú er komið á daginn, hvers vegna ekki mátti kjósa í sæti Ólafs þá, því að á fundi nefnd- arinnar í fyrradag var Gunnar Viðar kosinn 1 það. Hefði Gunn- ar verið endurkosinn á fyrra fundinum, ásamt Jónasi Har- aldssyni og Kjartani Ólafssyni, hefði það komið alveg ljóst fram, að það var Ólafur' en ekki Gunn- ar sem veik úr bankaráðinu, svo að kommúnistar gætu kom- ið fulltrúa þangað. Með því að láta kjósa i sæti Ólafs síðar, átti að gera þetta minna áber- andi! Til þess eins og að árétta þuð, að Ólafur véki til að koma kommúnistanum að, en tkki vegna alvarlegra forfalla, var hann kjörinn varamaður Gunn- ars i bankaráðinu! Það gekk engan veginn þegj- andi fyrir sig í Sjálfst.fl. eins og reyndar gefur að skilja, að flokkurinn afsalaði sér meiri- hlutanum í bankaráði Lands- bankans og afhenti kommún- istum oddavaldið þar. Fyrst eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði neitað að láta Gunnar Við- ar víkja fyrir kommúnistanum, en kommúnistar hótuðu sam- vinnuslitum, ef þeir fengju ekki fulltrúa í bankaráðið, tók Ólaf- ur þann kost að fórna sjálfum sér, eins og nú er augljóst orðið. Til þess að gera þessa niður- lægingu Ólafs sem mesta, kusu svo kommúnistar þann mann í sæti Ólafs, sem Morgunblaðið hafði lýst sem óreyndum og ein- földum unglingi, en hins vegar svo blindum kommúnista, að (Framhald á 4. slSu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.