Tíminn - 21.03.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1946, Blaðsíða 3
50. blað TÍMINN, fÍmmtadagÍMM 21. mara 1940 3 SIMASAMBANDSLAUST er við Vestfirði í dag. Frá þvl í desember- byrjun munu nú vera komnir 20—30 dagar, sem ekkert talsímasamband hefir verið milli Reykjavíkur og ísa- fjarðar og fjarðanna þar fyrir vestan. Milli Borðeyrar og Patreksfjarðar um ísafjörð mun enn Vtera sama símalína, sem þar var lögð í fyrstu. Er það til- tölulega grannur járnvlr og því von, að hann þoli illa stórbrotna vetrar- veðráttu, þegar líður að fertugsaldr- inum, endá má ekkert út af bera með veður. Hér þarf því við skjótra og mikilla endurbóta. Vonandi lætur símastjórnin hefjast handa í því efni strax og vorar og kleift verður að koma við gagngerðri endurnýjum. BRETAR OG BANDARÍKJAMENN hafa tekist á hendur forustu í stríð- inu gegn hungrinu. Margar stórfram- kvæmdir eru á döfinni, eins og hinar daglegu fréttir bera með sér. — „Friðrik Axel“ hefir skrifað blaðinu um þann þátt, er hann vill, að ís- lendingar eigi í þeirri herför: „VIÐ HLUSTUM nú daglega á áskoranir um að spara matvæli, til þess að unnt sé að leggja fram sem stærstan skerf gegn hungrinu — stríði, sem er ægilegra en hinn ægi- legi hildarleikur á vígvöllunum — vágesti, sem ógnar fleira mannfólki fjör- og heilsutjóni en féllu á nokkru einu ári meðan hin ægilega heims- styrjöld stóð yfir. Þessar áskoranir og allt þetta htmgurástand getum við ekki látið okkur óviðkomandi. Það talar fyrst og fremst til mannúðar okkar og mannslundar að leggja fram einhvern skerf til þess að taka þátt í líknarstarfi vegna hinna þjáð- ustu. Þetta kemur m. a. greinilega fram í hinni myndarlegu fjársöfnun til þýzkra barna, sem staðið hefir yfir. í öðru lagi talar matvælaá- standið til okkar sem framleiðenda. Það skapar ný og aukin skilyrði til þess að selja vörur í stórum stíl. jafnframt þeirri góðu meðvitund, að þessi matvælaframleiðsla bjargi mörg- um mannslífum, máske tugþúsundum NÚ ER ÞAÐ VITAÐ, að ísland er tiltölulega eitt mesta matarbúr í Norð- urálfu. Fiskveiðarnar eru mestur fót- urinn undir matvælaöflun okkar,' sem komið getur til mikils útflutnings. En í hungursneyð eru molarnir brauð, og ’allt, sem matarkyns er vel þakkað. Það er líka vitað, að sem stendur eigum við íslendingar ekki teljandi birgðir af fiski og lýsi, miðað við þann matvælaskort, sem nú er fyrir hendi, og skerfur okkar ís- lendinga til hinna sveltandi þjóða er ekki jafn mikill og sumra þeirra þjóða, sem eru að koma úr þreng- ingum styrjaldarinnar og hafa haft ólík skilyrði og við íslendingar um framleiðslu og söfnum matvæla. EN ÞÓTT SEGJA MEGI, og það sjálfsagt með réttu, að hlutur okkar í þessum efnum hefði getað verið meiri en hann nú er, tjáir ekki um það að sakast. Það er komið sem komið er. Hitt skiptir nú mestu máli, hvort íslendingar vilja gerast aðilar í styrjöldinni gegn hungrinu. Munu flestir telja það sjálfsagt. Næst er þá að athuga, með hverjum ráðum slíkt væri tiltækilegast. ÞAÐ MYNDI LITLU muna sökum fámennis þjóðarinnar, þótt hér væri minnkaður matarskammtur. Rétt er þó að athuga þá leið. En það, sem aðallega kæmi til greina í þessu efni er betri hagnýting ýmsra fiskafurða, og kapp við öflun þeirra. Mörg þús- und máltíðir mætti nú á yfirstand- andi vertíð fá í hverri hinna stærri verstöðva af fiskkinnum og kverksig- um, sem nú er allt unnið í fiski- mjöl, eða fer beint í sjóinn aftur. SVO ER ÞAÐ SILFURFISKUR - INN, síldin. Hér hefir. veiðzt síld austanlands og veiðist ef til vill enn. Síld þessi er sízt verri til matar en margt af Noregssíldinni, sem nú er seld og send víða á hungursvæðin í Evrópu. — Því ekki að gera þessa veiði sem verðmætasta, með því að vinna hana í mat, en ekki moka henni í skít og mjöl, svo sem mest (Framhald á 4. siðu). HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Wijdeveld skellir hurðinni harkalega á eftir sér. Sómi flaðr- ar upp um hann. Hann má ekki koma inn í dyngju Lúsíu. „Komdu, Sómi minn .... það virðist enginn vilja skilja mig í dag. Eigum við ekki að bregða okkur út? Við skulum aðgæta, hvernig gengur að búa til básinn handa asnanum.“ Já, hann verður að fara á stúfana og biðja trésmiðinn að búa til jötu og drykkjarílát. Svo þarf að kaupa klórur og bursta. Ó, hvers vegna geta ekki allir tekið þessari nýjung með fögn- uði og tilhlökkun? Lúsía veit raunar ekki um asnakaupin ennþá — ef til vill man hún alls ekki eftir því, að Janni á afmæli í dag. Hún hugsar aðeins um sjálfa sig — og kannske stöku sinnum um Maríönnu og Karel, sem eru líkust henni. Wijdeveld reikar álútur út í garðinn .... Hve lengi hefir hann setið úti í horninu í skúrnum, þar sem bás asnans á að vera? Hér er talsverð saggalykt og moldarþef- ur upp úr gólfinu. Sólin kastar öðru hverju geislum sínum inn um litlar rúðurnar. Úti í einu horninu er skófla og gaffall, arfa- skafa og grasklippur. Og þarna eru líka brotnar hjólbörur, gam- all kassi, sem vínflaska er máluð utan á, og annar stærri kassi, sem hann situr á......Hér er dásamlega hljótt og friðsælt. Hvers vegna fer allt á annan veg en menn óska? Hingað hefð- um við Lúsía átt að fara saman — við hefðum átt að hafa sam- ráð um asnakaupin, tala saman um ^það, hvað við gætum gert til þess að gleðja yngri börnin á afmælisdögum þeirra. Skyldi ekki hafa gleymzt að kaupa afmælisköku? Afmælisdagur Janna í fyrra gleymdist alveg, og einu sinni fórum við Lúsía í boð á aímælisdegi Hettýjar. Það var ekki fyr en viku síðar, að það kom í Ijós, að barnið hafði átt afmæli þennan dag. Hann roðnar af blygðun. Hvílíkt uppeldi! Og hvílíkt skeyting- arleysi um börnin! Og svo furðar hann sig á háttalagi Karels! Það er ég sjálfur, sem ekki er hæfur til þess að gegna skyld- um mínum — það er ég, sem ber ábyrgð á þessu .... Og Lúsía líka....En nú hefi ég komizt að raun um glöp mín — í gær og í dag .... Og allt í einu sér hann í anda töluna 352.788,23. Það er laugardagsmorgun — van Meegen er áreiðanlega tek- inn til starfa fyrir löngu. Og nú er Bosman gamli kominn og bíður mín. En ég sit hér i þessum gamla skúr og velti vöngum yfir skyssum mínum — í stað þess að sinna nytsömum störfum...... Fjögur þúsund gyllina vínskuld .... Karel og Renée. Og hann rifjar upp fyrir sér það, sem farið hafði milli hans og Karels og Lúsíu. Þau létu hann bæði skilja það, að hann væri ekki annað en náttugla, sem dagað hefði uppi. Þau gætu lifað hér í sátt og samlyndi — en svona er veruleikinn .... „Jæja, Janni minn — ertu kominn til þess að athuga bás- stæðið?“ CORONA-FERÐARITVÉIAR eru löngu orðnar frægar. Einkaumboð: Samband ísfl. Samvlnnufélaga. LÖGTAK Eftir kröfu Sjúlcrasanilags Rcylija* víkur og að undangengnuni úrsflcurði, uppflcveðnum í dag, með tiflvísun til 88. gr. laga um alþýðutryggingar nr. 74, 31. des. 1937, slsr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sflsr. lög nr. 29, 16. des. 1885, verð- ur án frekari fyrirvara lögtak látið fram fara fyrir öllum ógreidalum ið- gjöldum Sjúkrasamlagsins, jseim er félflu I gjalddaga 1. marz 1946 og fyr, að átta dögum liðnum frá flsirtingu þessarar auglýsingar, verði |sau eigi greidd inn- an jsess tísna. 1. marz 1946. . Borgarfógetinn í Reykjavík BÓKIN UM ANNINN ER AÐ KOMA I Ein almerkasta flsók, sem gefin Isefir verið út liér á landi Bókin er eftir þýzka prófessorinn DR. FRITZ KAHN, og er talin fremsta bók í heimi í sinni grein. Bóhin fjallar einunijis um heilbriy&an mann. Lgst er hverjju einasta líffwri oc/ mynd af þeim, starfi þeirra og þgðingu. — Rókin um manninn lýsir manninum líkt og kennari í vélfræði lýsir vél. Haim lýsir hverjum einstökum vélarlsluta, hvernig Iiann starfar og sambandi lians við aðra liluta vélarlnnar. Hann lýsir nákvæmflega hvernig á að st£órnn véliimi þannig að engin truflun komi á gang lieimar og hvernig á að verja liana hilunum og lialda Iieimi við. Rókin um, maiminn kemur ekki í stað læknis, því hún er ekki lækningabók, en Isúsí skýrir fyrir yður hina furðulegustu leyndardóma hinnar miklu vélar, sem nefnd er maimslíkanti, og kennir yður að umgangast hana með meiri virðingu og nærgætni og mun þess víðast full þörf. Ritstjóri Bókarinnar um manninn er Dr. Gunnlaugur Claessen. Önnur bók Dr. Kahn nefnist „K1NLÍF“ og f jallar hún einungis um kynferðisllfið og allt sem þvl við kemur. 400—500 hlaðsíður í stóru broti mcð f jölda litmynda. Sú bók er Báðar þessar bækur eru ákaflega nauðsynlegur hlutur á hverju heimili, sérstaklega til sveita, og ætti ekkert sveitaheim- ili að vera án þeirra. Áshriftarverð bóhanna er 20—30% lœgra en bóhhlöðuverð. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að Bókinni um mann- inn í rexinskinnbandi verð 150,00 auk burðargjalds Nafn Heímili Til Helgafells, Box 263, Rvk. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að bókinni „Kynlif“ í rexinskinnbandi verð 105.00 Nafn Heimili Til Ilelgafells, Garðastræti 17, Box 263

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.