Tíminn - 03.04.1946, Page 1
\
) RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
30. árg.
Reykjavík, miðvikudaginu 3. apríl 1946
RITSTJORASKRIFÍ TOt-'UR
EDDUHÚSI. úh.darLÖtu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA. INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSl, Undargötu 9 A
Síml 2323
59. blað
Enn koma i Ijós ný rangindi viö c
framkvæmd kjötlaganna
Ætlar stjórnin að svíkja ákvæði bráða-
birg'ðalaganna um uppbætur á hangikjöt
víþjóðarbátarnir, sem fyrv. stjórn lét kaupa,
verða komnir fyrir síldveiðarnar í sumar
> Alltaf verður kunnugt um fleiri nýjar veilur í framkvæmd
kjötlaganna og geta sumar þeirra numið stórum fjárhæðum fyrir
ríkissjóð. í bréfi því, sem hér fer á eftir og Tímanum barst í gær,
er gerð grein fyrir eiríni, sem getur skipt neytendur miklu máli
og því er ástæða fyrir þá að kynna sér vel.
Herra ritstjóri.
Ég sendi yður eftirfarandi
greinarstúf í von um, að þér
getið birt hann í blaði yðar í
fyrramálið. Er öðrum dagblöð-
um samtímis sent afrit. — Fyr-
irsögn ætazt ég til að þér ákveð-
ið sjálfur:
29. sept. s. 1. voru — að til-
hlutun viðskiptamálaráðherra
— gefin út bráðabirgðalög um
niðurgreiðslu á kjöti, til varnar
gegn vísitöluhækkun. í bráða-
birgðalögum þessum er kveðið á
um, að þegnarnir — þeir, sem
verðugir teljast — skuli fá
greiddan mismun á útsöluverði
og vísitöluverði nýs og saltaðs
dilkakjöts, hangikjöts og
vinnsluvara úr kjöti.
Lögin eru, eins og fyrr segir,
sett að tilhlutun Péturs Magn-
ússonar viðskiptamálaráðherra.
Pétur Magnússon fjármálaráð-.
herra horfir á eftir peningnum
úr ríkissjóði. Hann hefir látið
framkvæma lögin á þann hátt,
að aðeins er greiddur mismunur
á vísitöluverði og útsöluverði
hinnar ódýrustu tegundar, þ. e.
nýs kjöts. Sá munur er kr. 4,35
á kg. — Mismunur á vísitölu-
verði og útsöluverði hangikjöts
er kr. 7,50 á kg. og einnig er
mismunur stórum hærri á
vinnsluvörum en nýju kjöti.
Menn munu ekki almennt
hafa veitt athygli hinni röngu
framkvæmd laganna. Þeir, er
kunna að hafa veitt henni at-
hygli,- hafa sennilega ekki gert
sér þess gr^in, hve miklu þetta
skiptir launastéttir landsins.
Vafalítið má telja, að það skipti
hundruðum. þúsunda á ársnið-
urgreiðslunni.
Ég hefi gert ágreining og kraf-
Stórkostleg flóðbylgja
á Kyrrahafi
Mikil flóðbylgja hefir skollið
á land á Hawaii, ströndum
Alaska og Kaliforníu. Flóðbylgja
þessi er eitthvert það stórkost-
legasta náttúrufyrirbrigði, sem
komið hefir lengi og er talið að
eldsumbrot á sjávarbotni hafi
valdið flóðbylgjunni. í gær sáu
amerískar flugvélar 30—40
metra háar öldur falla í áttina
til stranda Kaliforníu, en þá
virtist nokkuð vera farið að
draga úr flóðbylgjunni, svo borg-
um á Kyrrahafsströnd stafaði
ekki veruleg hætta af henni.
Ennþá liggur lítið fyrir um tjón
það sem flóðbylgjan hefir vald-
ið. Vitað er þó, að á Hawaii hafa
a. m. k. 330 manns farist af
völdum hennar, en þúsundir
manna orðið heimilislausar.
Óttast er um afdrif fjölda skipa
á Kyrrahafi.
ist greiðslu á mismun útsölu-
verðs og vísitöluverðs- þess
hangikjöts, sem mitt heimili
keypti og notaði. Hefir sú krafa
komið fyrir viðskiptamálaráðu-
neytið og verið synjað þar, en
er nú til athugunar í fjármála-
ráðuneytinu.
Bráðabirgðalögin um niður-
greiðsluna liggja fyrir Alþingi
til staðfestingar. Þar er nú kom-
in fram breytingartillaga þess
efnis, að aðeins skuli niður-
greiðslan ijiiðuð við mismun á
vísitöluverði og útsöluverði nýs
kjöts.
.Tillaga þessi mun fram komin
fyrir at.beina fjármála/- og við-
skiptamálaráðherra, Péturs
Magnússonar. Er hún skýr sönn-
un þess, að krafa mín sé í fullu
samræmi við bráðabirgðalögin,
að hans dómi. Ella hefði ekki
þurft á breytingunni að halda.
Pétur Magnússon er reyndur
lögfræðingur og er því engin
ástæða til að rengja þennan úr-
skurð hans. — Hitt á hann eftir
að skýra, I hvaða valdi hann
hefir látið framkvæma niður-
greiðsluna á þann hátt að svipta
launþegana stórum hluta þess
fjár, sem hans eigin lög ákveða
þeim.
Enn er tími til þess að stöðva
nefnda breytingatillögu á Al-
þingi. Enn á ríkisstjórnin þess
kost að greiða launþegunum það
fé, sem haft var af þeim á fyrsta
ársfjórðungi, með rangri fram-
kvæmd bráðabirgðalaganna.
Það má gera i sumar, um leið
og niðurgreiðslan fer fram fyrir
þrjá síðari ársfjórðungana, en
ríkisstjórnin mun ætla að inna
þá greiðslu af hendi í einu lagi.
Magn hins niðurgreidda kjöts
er fært niður með hliðsjón af
því magni, sem inn i vísitöluna
gengur. Liggur þá beinast við að
leggja til grundvallar niður-
greiðslu, þá verðflokkun kjöts,
sem vísitalan er miðuð við. Er
sá reikningur aðeins nokkurra
mínútna verk fyrir þann mann,
sem er sæmilega að sér í með-
ferð tugabrota og þríliðu, og
hefir kynnt sér útsöluverð kjöts
og vinnsluvara úr því, ásamt
kjötverði þvi, sem vísitala 1.
sept. var miðuð við.
Sérhver ríkisstjórn hefir haft
tilhneigingu til að.fara höndum
um vísitöluna, allt frá striðs-
byrjun. Sú handfjöllun hefir
oftast verið miður hagkvæm
launþegunum og stundum bak-
að þeim — og fleirum — beinan
órétt. Ég vil því beina þeim til-
mælum til Alþýðusambands ís-
lands alveg sérstaklega, áð það
beiti sér fyrir rétti launþeganna
í kjötniðurgreiðslumálinu, fyrir
atbeina þeirra þingmanna, sem
það hefir aðgang að.
Gunnlaugur Pétursson.
Bátarnir munu skiptast milli útgerðar-
staða víðsvegar á landinu
Blaðamenn voru í gær boðaðir á fund hjá Fiskifélagi íslands,
þar sem m. a. var skýrt frá því, að fyrsti Svíþjóðarbáturinn hefði
verið reyndur í fyrradag og reynzt vel. Búizt er við að allir bát-
arnir, 45 talsins, verði komnir hingað fyrir síldveiðarnar í sumar.
Eins og kunnugt er, var það
fyrrverandi stjórn, sem samdi
um smíði bátanna í Svíþjóð, að
frumkvæði Vilhjálms Þórs ut-
anríkis- og atvinnumálaráð-
herra.
Enn þá er ekki fyllilega vitað
um verð bátanna, þegar látin
hafa verið í þá öll tilheyrandi
tæki, en þeir verða búnir tækj-
um, togvindum og dýptarmæl-
um af fullkomnustu gerð. Lík-
legt er að stærstu og vönduð-
ustu bátarnir, sem á teikningu
eru áætlaðir 78 rúmlestir, en
mælast miklu meira, kosti full-
búnir 530—550 þús. kr. íslenzk-
ar. 50 rúmlesta bátarnir koma
þá sennilega til með að kosta
415—430 þús. kr. íslenzkar.
Eins og áður er sagt var fyrsti
báturinn reyndur í fyrradag, en
það er bátur, sem Þorkell H.
Jónsson í Reykjavík og fleiri
hafa keypt. Er hann 50 rúmlest-
ir að stærð og heitir „Hafdís."
Báturinn reyndist prýðilega í
reynsluförinni. í gær tóku hinir
íslenzku eigendur við bátnum
og er hans von hingað um miðj-
an mánuðinn. Hinir t bátarnir
fara svo að 'verða tilbúnir hver
af öðrum og er fastlega búizt
við, að þeir verði allir komnir
heim, áður en sildarvertíðin
hefst. Bátarnir eru taldir sér-
staklega vel fallnir til síldveiða
sökum hins mikla burðarmagns
þeirra, einkum eru þó 78 lesta
bátarnir burðamiklir, en þeir
bera, að þvi er talið er, 82 lestir
undir dekki. Margir af eigend-
um og skipstjórum bátanna eru
nú þegar komnir til Svíþjóðar
til að taka við bátum sínum og
sigla þeim heim, jafnóðum og
þeir verða afgreiddir frá skipa-
smíðastöðinni.
Bátarnir eru, eins og kunnugt
er, allir smíðaðir eftir teikning-
um íslenzkra manna, þeirra
Þorsteins Daníelssonar og Bárð-
ar Tómassonar. Þorsteinn gerði
teikningu að 78 rúmlesta bát-
unum, en eftir þeirri teikningu
voru smíðaðir 23 bátar, sem allir
verða tilbúnir í vor, en auk þess
verða smíðaðir eftir þeirri teikn-
ingu 5 bátar, er sennilega verða
tilbúnir í haust. Þessir bátar,
sem Þorsteinn teiknaði, eru sér-
staklega burðamiklir og hent-
ugir. Burðarmagn þeirra er mun
meira en rúmlesta talan gefur
til kynna, því talið er, að þeir
komi til með að jafngilda um
100 rúmlesta bátum að burðar-
magni. Þeir verða því raunveru-
lega miklu stærri en 80 rúm-
(Framhal . á 4. síðu).
Aðalfundur Búnaðarsam
bands Strandamanna
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Strandamanna var
haldinn á Hólmavík dagana
23.—25. marz s. 1. Fundinn
sátu fulltrúar hreppabúnað-
arfélaga sýslunnar, nema 2,
# *
er ekki gátu mætt vegna ó-
veðurs, svo og stjórn sam-
bandsins.
Helztu fjárframlög, auk lög-
bundinna greiðslna, svo sem til
fundarhalda og mælinga, voru
til verkfærageymsluhúsa, allt að
kr. 5.00 á ferm. i gólfrúmi, og
vatnsleiðslna á heimilum, kr. 0.30
pr. m., svo og nokkur styrkur til
skóggræðslu og fiskiræktar,
og sauðfjárhússins á Svanshóli.
Gengið var frá jarðræktar-
samþykkt fyrir sýsluna. Leggur
sambandið fram 25% af verði
verkfæra til ræktunarfram-
framkvæmda á sambandssvæð-
inu. Auk þess var hreppabún-
aðarfélögunum falið að taka
til athugunar fyrir næsta sam-
bandsfund, hvort tiltækilegt
þætti að koma upp húsagerðar-
samþykktum innan sýslunnar.
Margar tillögur og ályktanir
voru samþykktar, m. a. um að
haldnir yrðu búnaðar- og dýra-
lækningafræðslufundir á sam-
bandssvæðinu, svo og um rann-
sóknir á ræktunar og raforku-
skilyrðum. Ennfremur um að
gerðar yrðu gagngerðar tilraun-
ir með að nota sprengiefni til
skurðagerðar, og að kannað yrði
nú þegar, hvort ekki væri nógur
vilji fyrir fjárskiptum milli
Steingrímsfjarðar og Bitru.
Að lokum voru samþykktar
harðorðar ályktanir, er víta
framkomu þings og stjórnar
varðandi búnaðarmál og félags-
samtök bænda. Munu þær verða
birtar síðar hér í blaðinu.
Eftir tillögum frá stjórn bún-
aðarsambands Vestfjarða og með
einróma undirtektum hreppa-
búnaðarfélaganna, fór» fram
kosning eins fulltrúa til búnað-
arþings. Kosningu hlaut Gunn-
ar Þórðarson Grænumýrar-
tungu sem aðalmaður og Ben.
Grímsson Kirkjubóli sem vara-
maður.
Að lokum ákváðu fundarmenn
að gefa yngstu deild Skíðafélags
Strandamanna farand-verð-
launabikar, er kallast skildi
Smalabikar Strandamanna. En
skíðaíþrótt er allmikið stunduð,
3inkum um norðurhluta sýsl-
unnar.
Kattarþvottur
*
Aka og Brynjólfs
í tilefni af því, að einn ræðu-
mannanna á útifundi stúdenta
á sunnudaginn, Jóhannes Elías-
son stud. jur., lét svo um mælt,
að ráðherrar sósíalista ættu
sinn þátt í Ieynd þeirri, sem rík-
isstjórnin héldi yfir herstöðva-
málinu, hafa þeir Áki Jakobs-
son og Brynjólfur Bjarnason
birt yfirlýsingu í Þjóðviljanum
í gær. Er það aðalefni hennar,
að þeir hafi lagt það til í ríkis-
stjórninni, að birt yrði skýrsla
um herstöðvamálið, en hinir
ráðherrarnir hafi fellt það.
í augum almennings mun
þessi yfirlýsing Áka og Brynjólfs
síður en svo losa þá undan á-
byrgð á leyndinni. Umrædd til-
laga hefir bersýniiega ekki verið
flutt til annars en að geta
þvegið hendur sínar eftir á.
Þess vegna segja þeir ekki frá
tillögunni fyrr en þeir eru
neyddir til þess og fylgja henni
ekki fram af meira kappi en
svo, að þeir sitja áfram í rikis-
stjórninni jafnánægðir og áður,
þótt tillagan hafi verið felld.
Meðan Áki og Brynjólfur sitja
sem fastast í ríkisstjórninni,
þótt hún haldi þessu máli
leyndu, verður ekki hægt að líta
á áðurnefnda yfirlýsingu þeirra
öðruvísi en sem leikaraskap og t
kattarþvott af lökustu tegund. J
L ———--------------— ---..—.-j
Þjóðverjum
leyfö landvist
Á fundi sameinaðs þings í
gær fékkst loks afgreiðsla á til-
lögunni um landvistarleyfi
nokkurra Þjóðverja, sem Finnur
Jónsson og kommúnistar hafa
barizt mest á móti. Var tillagan
samþykkt með * 29 : 13 atkv.
Framsóknarmenn og Sjálfstæð-
ismenn voru með tillögunni, en
kommúnistar á móti, en Al-
þýðuflokksmenn ýmist á móti
henni eða sátu hjá.
í tillögunni er skorað á dóms-
málaráðherra að veita land-
vistarleyfi þeim Þjóðverjum,
sem voru hér búsettir 1939 og
kvæntir íslenzkum konum, ef
þeir hafa ekki orðið uppvísir að
því að vinna gegn hagsmunum
íslendinga.
Þess ber nú að vænta, að
dómsmálaráðherra taki þennan
yfirlýsta þingvilja til greina og
hagi sér eins og siðaður maður
í þessu máli hér eftir.
Samið við Svía
Stjórnin hefir nú loksins sýnt
þá framtakssemi að senda mann
utan til að ganga frá viðskipta-
samningum við Svía og hefir dr.
Oddur Guðjónsson, formaður
Viðskiptaráðs, orðið fyrir valinu.
Verður að vona, að nokkur ár-
angur geti orðið af sendiför
þessari, en hún er farin mörgum
mánuðum síðar en skyldi, þar
sem aðrar þjóðir hafa undan-
farið keppst við að semja við
Svía, einkum um kaup á timbri
sem okkur vanhagar nú einna
mest um.
Árshátíð Framsókn-
armanna
Undanfarna vetur hafa
jafnan veriff uppi margar
raddir meðal Framsóknar-
manna í Reykjavík að hafa
eina aðai-skemmtisamkomu
vetrarins.
Nú hefir verið horfiff að þvi
ráði í þetta sinn og verður
þessi samkoma að Hótel Borg
n. k. laugardagskvöld. Hefst
hún með borðhaldi. Undir
borðum munu .fáeinir for-
ustumenn Framsóknarmanna
flytja stuttar ræður, söngur
mun og verða,bæði fjöldasöng
ur og einsöngur, tveir valdir
upplesarar munu skemmta
um stund og að lokum verður
stiginn dans fram eftir nótt-
unni. Er ekki aff efa að fjör og
fjölmenni muni verða á þess-
ari árshátíð Framsóknar-
manna.
Kommónistar tapa
í Prentarafélaginu
Aðalfundur Hins íslenzka
prentarafélags var haldinn síð-
astl. sunnudag. Á fundinum var
skýrt frá úrslitum skriflegrar
formannskosningar og vorú þau
á þá leið, að Magnús Ástmars-
son hafði fengið 118 atkv., en
Stefán Ögmundsson, sem verið
hafði formaður félagsins, fékk
89 atkv. Magnús er Alþýðu-
flokksmaður, en Stefán komm-
únisti.
Úrslit þessi eru mikill ósigur
fyrir kommúnista, sem tókst að
ná formennskunni í félaginu
fyrir nokkrum árum, en hafa nú
misst hana aftur. Stefán Ög-
mundsson, sem féll, er líka einn
helzti forvígismaður þeirra í
verkalýðsmálum og hefir stund-
um verið tilnéfndur sem vænt-
anlegt formannsefni þeirra í
Alþýðusambandinu.
Sala varðbátanna
Dómsmálaráðherra hefir ný-
lega fengið fjárveitinganefnd til
að flytja þingsályktunartillögu
þess efnis, að stjórninni sé heim-
ilt að selja nýju varðskipin eða
skipta á þeim og öðrum.
Aðalfundur miðstj.
Framsóknarflokksins
verður settur í Kaup-
þingssalnum i dag kl. 5.
S’ramsóknarmenn!
Munið að árshátiffin er n. k. laugar-
lagskvöld að Hótel Borg og að þátt-
akendalisti liggur frammi í skrifstofu
ilokksins i Edduhúsinu, simi 6066.