Tíminn - 09.04.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.04.1946, Blaðsíða 1
30. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 9. apríl 1346 63. blað Ávarp miðstjórnar Framsóknarflokksins til Framsóknarmanna og annarra kjósenda um land allt Á nýafstöönum aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins var samþykkt svohljóðandi ávarp til Framsóknarmanna og ann- arra kjósenda um land allt: íslenzkt stjórugrfar ber nú áberandi einkenni niðuriægingar í mörgum myndum. Ytra borð þessa ófarnaðar blasir við öllum. Reglulegt Alþingi fyrir árið 1945, er ljúka átti fyrir áramót, stendur enn yfir og ósýnt hvort því lýkur fyrr en komið verður fram á sumar 1946. Hin óhæfilegu vinnubrögð á Alþingi, vegna forustuleysis núver- andi stjórnar, misbjóða virðingu þessarar æðstu og veglegustu stofnunar þjóðarinnar. í öðrum stærstu og viðkvæmustu málum þjóðarinnar, utan- ríkismálunum, bera vinnubrögð ríkisstjórnarinnar þennan sama svip. í almæli er, að stórveldi hafi farið þess á ieit við ríkis- stjórnina, að fá samninga um herstöðvar hér á landi. Yfir þessu máli heldur ríkisstjórnin til þessa dags algerri leynd, en í skjóli þeirrar ieyndar heldur blað eins stjórnarflokksins uppi látlaus- um brigzlum um stórveldi það, sem í hlut á, án þess að ríkis- % stjórnin geri neitt til að afstýra því. / í herstöðvamálinu verður að krefjast tafarlausrar og ýtarlegr- ar skýrslu ríkiSstjórnarinnar tii þess, að þjóðin geti myndað sér rökstudda skoðun á málinh, byggða á ótvíræðri vitneskju um það, hvernig því er háttað og hvað í því hefir verið gert til þessa. Sé skyggnst um í fjármálalífi þjóðarinnar, biasir við sams konar mynd. Þegar núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum 1944, var þjóðarauðurinn og geta þjóðarinnar til þess að búa sér örugga og glæsta framtíð með stórfelldum umbótum og framförum margfallt meiri en nokkurn tíma hafa verið dæmi til I sögu liennar. Stjórnin hafði því betri aðstöðu en nokkur önnur ríkis- stjórn hefir áður liaft. En þetta mikla tækifæri hefir stjórnin notað þannig, að í fjárhags- og atvinnumálum þjóðarinnar ríkir nú sjúkt ástand. Svo ört gengur nú á gjaldeyrisinneign þjóðarinnar erlendis, að byrjað er að eyða til kaupa á brýnustu lífsnauðsynjum og öðrum eyðsluvörum þeim gjaldeyri, sem AÍþingi og ríkisstjórn Iagði til liliðar til nýsköpupar. Sparifé almennings, sem forsjált og sparsamt fólk dró saman fyrir styrjöldina, sér til öryggis, er næstum að engu gert. Upplausnin og öryggisleysið valda óheyrilegu fjárbralli, en liins vegar hika menn mjög við að leggja fjármuni sína í framleiðslu- starfsemina. Það lýsir meðal annars þessu ástandi, að ríkisstjórnin hefir fest kaup á 30 togurum, en þó hafa einstaklingar og félög út- gerðarmanna aðeins fallizt á að ganga inn í kaup tólf þessara skipa, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar nýbyggingarráðs og eft- irgangsmuni ríkisstjórnarinnar, og þrátt fyrir skattfrjálsa ný- byggingarsjóði, sem togaraútgerðin hefir fengið að safna, er það gert að skilyrði fyrir kaupunum, að veitt verði sérstök kjaralán og heimild til óvenjulegra afskrifta með skattfríðindum. Ekki hafa fehgizt kaupendur að vélbátum þeim, sem ríkisstjórnin hefir samið um smíði á. Að lokum skal á það minnt, að nú er svo komið, að ríkið hefir neyðst til að taka ábyrgð á verði fisks- ins, sem er höfuðútflutningsvara þjóðarinnar. Ríkisstjórnin reynir að fela það enn um stund, hversu ástatt er, með því að draga saman fé með lögþvinguðum útlánum, 1 íkisiántökum og ríkisábyrgðum, er nema hundruðum milljóna, en svo lengi má hiaða lántökum og ábyrgðum á ríkið, að láns- traust þess þrjóti.v Með þessum ráðstöfunum, ofan á allt annað, sem að sama marki leiðir, er efnt til enn aukinnar verðbólgu, og hið óheil- brigða fjármálalíf gert ennþá hættulegra. Það verður með degi hverjum augljósara, að fjármálastefna núverandi ríkisstjórnar er á því byggð, að stríðsgróðamenn hafi frjálsar hendur til taum- lausrar gróðabrallsstarfsemi í skjóli valdhafanna og verðþensl- unnar) og séu þá engar ráðstafanir gerðar til uppgjörs á stríðs- gróðanum, en kommúnistar hafi frjálsar hendur í kaupgjalds- málum. Landsmönnum er talin trú um, að þessi pólitík miði að nýsköpun og skiptingu þjóðarteknanna. Forráðamenn ýmsra stærstu verkalýðsféiaga landsins hafa afhjúpað þessa blekkingu með því að lýsa yfir, að verkamenn væru nú verr settir en áður en grunnkaupshækkanir stríðsáranna hófust. Gróðabrallið hefir grafið þannig um sig í byggingamálum þjóðarinnar, að þeir, sem búa við húsaleigu í nýjum húsum eða verða að standa undir byggingarkostnaði nýrra húsa, og þeim fer ört fjölgandi, eru að óbreyttu ástandi dæmdir til fátæktar, ef þeir njóta launatekna einna saman eða vinna að framleiðslu og njóta þess eins, sem hún gefur í aðra hönd. Verðbólgan og ofhleðsian á vinnuaflið í landinu tii óarðbærra framkvæmda veldur síhækkandii framleiðsiukostnaði til lands og sjávar. Verðlagi landbúnaðarafurða er hins vegar haldið niðri með lögum og tilskipunum'frá ríkisstjórninni, án þess að bænda- stéttin fái þar nokkru um að ráða. Sjávarútvegurinn þarf sí- hækkandi afurðaverð til þess að komast hjá stöðvun. Verð- þenslustefna stjórnarinnar sogar fjármagn og fólk frá sveituro og þorpum, frá landbúnaði og sjávarútvegi, en framleiðendur til lands og sjávar horfa fram á hallarekstur og skuldasöfnun á næstu misserum, ef eigi verður breytt um stefnu án tafar. Það er til marks um hvar komið er, að valdhafarnir telja það til varnarsigra sinna, að framleiðslan hefir komizt hjá stöðvun fram til þessa vegna utanaðkomandi verðhækkunar í svipinn, sem stafar af matvælaskortinum nú í styrjaldarlokin. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins brýnir það fyr- ir þjóðinni að nota tækifærið við alþingiskosningarnar á vori komanda til þess að knýja fram algera stefnubreytingu. Mið- stjórnin skorar á allt vinnandi fólk, umbótasinnaða menn, hvar í stétt sem þeir standa, að sameinast um þetta markmið, samein- ast um sanna framfarastefnu á heilbrigðum fjármájagrundvelli, sameinast til baráttu gegn verðbólgu og gengishruni, en fyrir al- hliða ráðstöfunum til þess að auka kaupmátt launa- og fram- leiðslutekna, sameinast í baráttunni gegn verðbólgubraskinu, en fyrir því að-gera upp þann mikla stríðsgróða, sem safnazt hefir á fárra hendur og tryggja réttláta skiptingu hans, sameinast í baráttu fyrir þeirri stefnu í verzlunarmálum, að verzlunarsam- tök almennings fái notið sín, en gegn þeirri stefnu að einoka viðskiptin í höndum þeirra, siyn hafa haft þau með höndum undanfarið. Miðstjórnin skorar á alla bændur landsins að sameinast undir merkjum Framsóknarflokksins til að hrinda af sér þeim kúgun- arlögum, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa sett þeim. Sameinizt til baráttu fyrir skipulegum áætlunarframkvæmd- um, þar sem þau verk sitji fyrir, er mesta almenna þýðingu hafa, en gegn handahófss^efnu þeirri, er nú ríkir og veldur fram- leiðslunni tjóni og öryggisleysi. Sameinizt í baráttunni gegn stjórnarstefnu, sem vinnur öll- um tjón, að stríðsgróðamönnunum og verðbólgubröskurum ein- um undanteknum. Miðstjórnin leiðir athygli að og beinir því sérstaklega til hinna mörgu, sem eru andstæðingar stjórnarstefnunnar, en ekki hafa fram til þessa kosið Framsóknarflokkinn, að sérhvert atkvæði, sem í vor verður greitt frambjóðendum stjórnarflokkanna, verð- ur hiklaust af ráðamönnum þeirra talin traustsyfirlýsing á stefnu stjórnarinnar og samþykki á samstarfi stríðsgróða- manna og kommúnista, og síðan notað að skálkaskjóli fyrir framhaldi sömu vinnubragða eftir kosningarnar. Það er ekki nema ein leið fær til þess að hijfkkja þeirri stjórn- arstefnu, sem nú er fylgt. Leiðin er sú, að allir þeir, sem henni hafa mótmælt, og allir þeir, sem henni vilja mótmæla, sameinizt um frambjóðendur Framsóknarflokksins við kosningarnar, hvar í flokki, sem þeir hafa staðið hingað til. En allir þeir, sem vinna í aðra átt við þessar alþingiskosning- ar, allir þeir, sem draga fylgi að stjórnarflokkunum eða vinna að því að draga úr fylgisaukningu Framsóknarflokksins, undir hvaða yfirskyni, sem þeir gera það, gerast beint eða óbeint liðs- menn stjórnarinnar og stuðningsmenn að samstarfi stríðsgróða- manna og kommúnista. Efling Framsóknarflokksins við þessar kosningar getur áork- að endalokum fjárglæfrastefnunnar og orðið upphaf nýs fram- faratímabils, þar sem vinnandi framleiðendur og umbótamenn úr öllum stéttum setja svip á úrlausn verkefnanna. | Ástæða er til að vara sig á þeim mönnum, sem hafa talið sig mótfallna stjórnarstefnunni, en starfa leynt og ljóst fyrir stjórnarflokkana. Heimtið skýrar línur, og gangið síðan hreint íil verks. Framsóknarmenn um iand ailt! Leitið samstarfs við þá, sem vilja leggja hönd að verki til út- rýmingar verðbólgustefnunni. Eyðið sundrungu um smærri at- riði. Verið á verði gegn sundrungarstarfsemi, hvaðan sem hún kemur. Gangið vígreifir til þeirra verka, sem nú bíða framund- an. Fylkið liðinu djarflega til sóknar. Hefjið kosningaundirbún- ing hvarvetna nú þegar. Ályktun aðalfundar miöstjórnar Framsókn- arflokksins um utan- ríkis- og öryggismál » Á nýloknum aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokks- ins var samþykkt með samhljóða atkvæðum eftirfarandi ályktun um utanríkis- og öryggismál þjóðarinnar: Það er vitað mál, þótt því hafi ekki verið yfirlýst af stjórnarvöldum landsins, að erlent ríki hefir leitað eftir samningum um herstöðvar á íslandi. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins átelur þunglega, að íslenzka ríkisstjórnin hefir haldið -yfir þessu máli slíkri Ieynd, að þjóðin veit ekki, hvað fram á hefir ' verið farið, hvernig því hefir verið svarað, hvort máli þessu \ hefir verið ráðið til lykta, eða hvort það liggur ennþá \ óafgreitt. Aðalfundurinn krefst þess, að öll gögn í þessu máli verði i birt með það fyrir augum, að ákvörðun verði tekin um mál- ið, ef það er ekki þegar úr sögunni. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Iýsir yfir því, að hann treystir þingmönnum flokksins og miðstjórn- inni til þess að móta afstöðu sína í öryggis- og utanríkis- málum þjóðar/nnar þannig, jafnharðan og málavextir liggja fyrir og nauðsyn ber til, að tryggt sé fullt sjálfstæði þjóðarinnar og full ráð hennar yfir landinu. Jafnframt lýsir fundurinn yfir þeirri skoðun, að á- herzlu beri að leggja á nána samvinnu við þjóðir Engil- saxa og Norðurlandaþjóðirnar, og sérstakt samstarf við engilsaxnesku þjóðirnar um öryggismál landsins, án þess að erlendur her dvelji í landinu. Aðalfundi miðstjórnar Framsókn- arflokksins lauk á sunnudaginn Hermann Jónasson var endurkosinn formaður flokksins. Aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem lauk síðastl. sunnudag, eftir að hann hafði staðið í fimm daga, mun verða minnst sem merkilegs atburðar. Á fundinum var gengið frá ítarlegu kosningaávarpi, sem gerir ljósa grein fyrir stefnu og baráttu flokksins, og þar var mótuð ákveðin og glögg stefna f ut- anríkis- og öryggismálum þjóðarinnar, sem að öllum líkindum mun marka þýðingarmikið spor í þeim málum. Auk þessara ályktana, sem birtar eru á öðrum stað, voru einnig samþykktar ýmsar til- lögur varðandi kosningaundir- búninginn, blaðaútgáfuna’ og fjármál flokksins. Þá fór fram kosning á stjórn flokksins og var hún öll endur- kosin. Hana skipa: Hermann Jónasson, formaður, Eysteinn Jónsson, ritari og Jens Hólm- geirsson, gjaldkeri!' Varafor- maður er Bjarni Ásgeirsson, vararitari Guðbrandur Magn- ússon og varagjaldkeri Sigurjón Guðmundsson. Blaðstjórn Tímans var endur- kosin, en hana skipa: Guð- brandur Magnússon, Guðmund- ur Kr. Guðmundsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson, Jón Árnason, Sigurður Kristins- son, Steingrímur Steinþórsson, Vigfús Guðmundsson og Vil- hjálmur Þór. Fundinn sátu 15 miðstjórnar- menn úr Reykjavík og ná- grenni og flestir varamenn þeirra. Þessir miðstjórnarmenn mættu utan af landi: Jón Hannesson, bóndi, Deild- artungu, Borgarfj .sýslu, Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi, Mýra- (Framhald á 4 siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.