Tíminn - 09.04.1946, Page 2
63. blað
2
TlMPíK, þrlðjudaginn 9. april 1946
Vanhugsuð togarakaup
Þriðjíudagur 9. apríl
Endurskoðun stjórn-
arskrárinnar
Endurskoðun stjórnarskrár
íslands, sú sem boðuð var í
samningi ríkisstjórnarinnar,
hefir dregizt. Það er e. t. v. gott,
að stjórnin hafði ekki manndóm
til að halda því til streitu að
knýja fram stjórnarskrárbreyt-
ingu fyrir þær kosningar, sem nú
eru framundan. — Þetta mál
þarf mikla athugun. Nú eru slík
mál mjög í deiglu víða um lönd
og sundurleitar skoðanir uppi.
Því fylgir það, að stjórnskipun
þjóðanna er yfirleitt undir end-
urskoðun, formlega eða ekki. Þau
áhrif ná líka hingað til lands
og vekja umhugsun og endur-
mat.
Það þarf að nota áhrifin að
utan til þess, að létta undir end-
urskoðun íslenzku þjóðarinnar
á sinni stjórnarskrá. Það þarf
að knýja þjóðina til að hugsa
vandlega um málið.
Sérstakt stjórnlagaþing myndi
mjög stuðla að því, að svo yrði:
í hverju héraði yrðu haldnir
fundir til þess að ræða stjórn-
skipun landsins og hana eina.
Slíkir fundir hafa aldrei verið
háðir í manna minnum. Á þeim
fundum flyttu menn skoðanir
sínar. Síðan kysi fólk sér full-
trúa til að semja og samþykkja
stjórnarskrá landsins. Þeir full-
trúar ættu það eitt að gera.
Þeir yrðu kosnir eingöngu til
þess.
Það liggur í augum uppi, að
slík kosning yrði allt annað en
venjulegar Alþingiskosningar.
Það er augljóst mál að við vænt-
anlegra Alþingiskosningar verð-
ur kosið um deilumál flókkanna.
Auk þess er sennilegt að örygg-
Ismál þjóðarinnar út á við og
herstöðvamálið svo nefnda geti
haft nokkur áhrif á kosningarn-
ar. En stjórnskipun landsins er
í sumum höfuðdráttum alveg
óskyld baráttunni um þessi mál
öll. Það er því óvirðing við
stjórnarskrármálið, að hafa það
að aukamáli við Alþingiskosn-
ingar. Og það er blekking, ef
menn vilja telja sér eða öðrum
trú um það, að Alþingiskosn-
ingarnar í vor gætu orðið um
stjórnarskrármálið, eins og allt
er í pottinn búið.
Alþin&i hefir erfiðu hlutverki
að gegna á komandi árum, þar
sem er að standa fyrir þróun
atvinnulífs og menningarlegri
framför þjóðarinnar á verð-
fallstímum þeim, sem fara á
eftir dýrtíðarflóðinu. Það er á-
reiðanlega óheppilegt að rjúfa
starfsfrið þingsins á miðju næsta
kjörtímabili með aukakosning-
um vegna stjórnarskrárbreyt-
ingar eingöngu, ef þar verður
starfshæfur meirihluti, svo sem
þjóðin vill, og skylt er að vona.
Ef sérstakt stjórnlagaþing
hefði stjórnarskrármálið til
meðferðar gæti Alþingi setið í
friði með sín miklu og erfiðu
störf, löggjöf og ríkisstjórn.
Þetta eru þung rök fyrir stjórn-
lagaþingi í augum þeirra, sem
vilja láta endurskoða stjórnar-
skrána á næstu árum. Og það
verður að vinna ákveðið og
markvist að þvi.
Það er eflaust rétt að alþing-
ismenn munu verða ósammála
um kosningareglur og kjör-
dæmaskipun fyrir stjórnlaga-
þingið. En sízt ætti þó að verða
erfiðar fyrir þá, að afgreiða það
mál heldur en stjórnarskrár-
málið í heild, og þar með grund-
Hvers vegna eimknúnir
togarar?
í marzhefti hins þekkta
brezka mánaðarrits „The Motor
Ship“ er grein undir ofanritaðri
fyrirsögn, sem er athyglisverð
fyrir okkur íslendinga. Þar er
á það bent, að olíukynding gufu-
skipa sé álíka dýr og kolakynd-
ing, en brennslukostnaður
dieselskipa sé 67% lægri. Síðan
segir í greininni:
„Til allrar óhamingju hafa
margir eimknúnir togarar verið
,pantaðir nú nýlega, sennilega
vegna þess að hægt er að fá
nokkru skjótari afgreiðslu á
gufuvélum, en það er dýrt að
borga þrefalda brennslureikn-
inga næstu 25 árin (áætlaðan
endingartíma skipanna), til þess
að komast hjá nokkurra mánaða
töf á afhendingu skipanna."
Ennfremur segir í greininni:
„Margar brezkar mótorvélar
eru nú framleiddar prýðilega
góðar fyrir togara, og nokkrar
tegundir þeirra hafa þegar feng-
ið allmikla reynslu, meðal ann-
ars við hin erfiðustu skilyrði á
styrjaldartímanum. Ennfremur
er nú hægt að fá hentugar tog-
vindur fyrir mótortogara.“
Þá er á það bent í umræddri
grein, gð Frakkar hafi nýlega
pantað 32 dieseltogara (suma
allt að 221 feta langa) í Amer-
íku, og muni útgerðarmenn á
meginlandi Evrópu yfirleitt í
framtíðinni láta byggja slíka
togara en ekki eimknúna. Telur
blaðið, að því betur, sem brezkir
skipasmiðir fylgjist með þessari
stefnu, því fleiri byggingarpant-
anir muni þeir fá.
Við lestur ofangreinds verður
til þess hugsað, að íslenzka ríkið
á nú 4 í pöntun í Bretlandi 28
eimknúna togara, og eru það
stórfelldari skipakaup en nokkru
sinni áður hafa gerð verið í
einu af hálfu íslendinga. Virðast
líkur til, að með þessum kaupum
séu næstum tæmdir möguleik-
ar þjóðarinnar til frekari tog-
arakaupa í næstu 15—20 ár,
Ríkisstjórnin flaggar með því,
að nefndar ráðstafanir séu gerð-
ar til þess að slá aðrar þjóðir
út í samkeppninni um fiskveið-
arnar, en þótt hörmulegt sé til
þess að vita, virðist samkvæmt
ofanrituðu einmitt líkur fyrir
hinu gagnstæða.
Undirbúningur togarakaupanna.
Öllum er að öðru leyti kunn-
ugt um aðdraganda þessara
skipakaupa. Fyrst sendi ríkis-
stjórnin til Bretlands nefnd
manna, án þess kunnugt
væri, að nokkur nefndarmanna
hefði sérstaka þekkingu á því,
hvernig togarar eða önnur skip
völl kjördæmaskipunar og
kosningalaga þjóðfélagsins í
framtíðinni. Það liggur við, að
það nálgist vantraust á Alþingi,
að vilja vísa hugmyndinni um
stjórnlagaþingið frá, vegna þess
að alþingismenn hljóti að deila
um skipun þess.
Það virðist vera fengin full
reynsla af því, að núverandi rík-
isstjórn getur ekki leitt þetta
mál til lykta, þrátt fyrir gefin
loforð. En það þarf að endur-
skoða stjórnarskrá lýðveldisins
og breyta ýmsu, Tryggasta leiðin
er sú, sem Hermann Jónasson
leggur til að farin verði. En ef
til vill þykja stjórnarflokkunum
vanefndir §inar ekki nógu ræki-
legar og verða því á móti þessu
frumvarpi, sem á að tryggja
framkvæmd á einu atriði plötu-
samnings ríkisstjórnarinnar. Ef
til vill langar þá til að leika sér
að þessu máli enn um sinn.
eiga að vera. Þessir menn út-
veguðu tilboð um smíði á hinum
28 togurum jlyrir ríkisstjórnina.
Samkv. tilboðunum skyldi hvert
skip kosta £72.000 eða 1.887.840,00
ísl. kr., við athugun fróðra
manna hér heima á teikningum
og útbúnaði hinna boðnu skipa,
þóttu þau alls ekki nothæf, og
var þá ný nefnd, í þetta skipti
fróðra manna send út til
Bretlands, til þess aö freista að
fá brædd upp úr hinum fyrri
tilboðum nothæf skip.
Aðstaða hinnar nýju nefndar
var auðvitað miklu lakari en
verið hefði, ef hún hefði lagt
fyrstu hönd á verkið, enda varð
niðurstaðan eftir því. Nefndin
kom að vísu heim með breyttar
teikningar og tilboð, en sam-
kvæmt þeim var verðið á hverju
skipi komið upp í £98.000 eða kr
2.569.560,00, og hafði þannig
hækkað um 36%. Vantaði þó
enn í skipin ýmsan nauðsynleg-
an útbúnað, sem ekki var inni-
falinn í nefndu verði, svo sem:
dýptarmæli, loftskeytatæki,
áttavita, lifrarbræðslutæki og
veiðarfæri. Er því álit fróðra
manna, að hvert af umrædd-
um skipum muni með öllum
nauðsynlegum útbúnaði kosta
kringum 3 milj. kr. Það atriði,
að öll nefnd skip skyldu hafa
gufuvélar, gerðar fyrir olíu-
brennslu, var óbreytt\ í hinum
síðari tilboðum, og aðeins var
fengið tilboð um smíði á 2 diesel-
togurum.
Ríkisstjórnin lagði nú nefnd
skipasmíðatilboð fyrir Alþingi
eins og nokkurs konár úrslita-
kosti, með þeim forsendum, að
yrðu tilboðin ekki samþykkt inn-
an fárra klukkustunda, myndu
íslendingar fara algerlega á mis
við að fá nokkra togara tóyggða
eða keypta í næstu framtíð.
Málið var því næst keyrt í gegn-
um Alþirigi með leiftursókn af
hálfu stjórnarliðsins. En síðan
hefir komið glöggt í ljós, að for-
sendur ríkisstjórnarinnar fyrir
hinni bráðu ákvörðun um þessi
stórfelldu skipakaup voru fals-
anir einar og blekkingar, og ber
meðal annars áðurnefnd grein
í hinu brezka tímariti ótvírætt
vitni um þetta.
Fleiri atriði.
Fleira hefir síðan komið í ljós
í sambandi við þetta. Gísli Jóns-
son alþingismaður, einn af
mönnum þeim, sem fór í síðari
nefndinni, til þess að semja um
togarakaupin, upplýsti það í
þingræðu, að togararnir væru
keyptir fyrir helmningi hærra
verð heldur en brezkir útvegs-
menn hefðu viljað greiða á sama
tíma, og litu þeir því á það sem
hóflausa peningafrekju og yfir-
læti >af hálfu hinnar islenzku
smáþjóðar að kaupa svona dýr
skip. Lét Gísli Jónsson það álit
í ljós, að lokun freðfisksmark-
aðsins í Bretlandi fyrir fisk frá
íslandi, sem tilkynnt var um
síðusiu áramót, væri ekki hvað
sízt sprottin af gremju brezkra
útgerðarmanna yfir því, að ís-
lendingar hefðu hlaupið í kapp
við þá um togarasmíðarnar og
sprengt upp verðið, eins og áður
greinir.
Ástandið er svo þannig hér
heima, að reyndustu og gætn-
ustu menn fá ekki séð, hvernig
hin dýru skip eiga að geta borið
sig, og aðeins fáir af hinum um-
ræddu togurum hafa enn verið
pantaðir af einstökum mönnum.
Hinir verða væntanlega gerðir
út af ríkinu eða bæjarfélögum,
og er í sjálfu sér ekki það að
lasta, ef skipin vegru keypt á
hagstæðu verði og grundvöllur
fyrir því að þau gætu borið sig.
En því miður virðist þann
grundvöll vanta, enda ekki um
hann hugsað af núverandi rík-
isstjórn. Hjá henni ríkir sama
forsjárlausa skrumstefnari í at-
vinnu- og fjármálum. Þó að
verðlag útflutningsafurðanna sé
yfirleitt fallandi og meiri verð-
lækkun yfirvofandi, er samt
haldið áfram að skrúfa upp
kaupgjald og verðlag í landinu,
í stað þess að halda í horfinu
eða byrja aftúr að klifra niður
stigann og lækka hvort tveggja.
(Framh.).
H. Mosbeck:
Lifandi kristindómur
(Niðurlag).
Með hliðsjón af þessum undir-
stöðuatriðum er það skiljanlegt
að Stafford Cripps þreytist ekki
á því, að brýna fyrir mönnum
að sannur kristindþmur eigi að
sjást í verki. Bók hans er í 11
köflum og einn þeirra heitir:
Kristilegt lögmál. Cripps mælir
ekki á móti því, að kristinn máð-
ur eigi að verja nokkrum tíma
til guðræknisiðkana í kirkju
safnaðar síns og í einrúmi.
Þannig fær trúarlífið næringu
og vakningu. En það sem bezt
sýnir gildi trúarinnar fyrir
manninmo^ hinn andlega trún-
að, sem hún hefir fengið hon-
um, er sá skerfur, sem hann
sjálfur leggur til kristilegrar
menningar í landi sínu og hæfi-
leikar hans til þess að móta þá,
sem hann umgengst, til kristi-
legrar lífstefnu og kristinna
hugsjóna.
Hér á það við, að elfan mikla
myndast úr mörgum smáum
lækjum. Því skal hinn kristni
maður hafa sín áhrif, þó að
hann megi sín lítils, því að
þannig verður kristið þjóðfélag
til fyrir áhrif einstaklinganna.
Höfundur segir frá því, að hann
fékk að sjá hvað sameinaðir
kraftar mega sín, þegar hann
ók Burma-brautina til Kína.
I
Þetta stórkostlega mannvirki
mun hafa djúp og varanleg á-
hrif á lífskjör þjóða á megin-
landi Asíu og sögu þeirra fram-
vegis. Það er þannig byggt, að
miljónir manna, kvenna og
barna hafa daginn út og dag-
inn inn mpð dásamlegri þolin-
mæði og þrautseigju stritað
með litlu körfuna sína fulla af
jarðvegi og aur, á sinn stað.
Gerum ráð fyrir að sérhver
þeirra hefði húgsað sem svo
með sér: „Hvað er litla karfan
mín? Einskis virði.“ Þá hefði
aldrei verið byggð Burma-braut
yfir þessu ófæru fjöll.
Stafford Cripps lýsir gildi
kristindómsins fyrir lýðræðið á
ýmsum sviðum. í atvinnumál-
um verður frumskilyrðið að
gæta þeirrar kristilegu undir-
stöðu, að allir menn eru bræður
og jafnir fyrir guði. Það þýðir
auðvitað ekki, að allir séu bún-
ir sömu hæfileikum, mann-
dómi og dugnaði, og því þurfi
engan mun að gera á mönnum
við skipulag athafnalífsins. Til-
tölulega fáir menn verða að
hafa leiðsögu og stjórn. En allir
eiga að hafa jafna aðstöðu til
þess að vinna sig áfram og sá,
sem nær tindinum, á að álykta
Raddir mágrannanna
„Krafa heilbrigðrar skynsemi".
í síðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans
birtist grein eftir Þorberg Þórðarson,
sem nefnist: Móralskir mælikvarðar.
Þorbergur ræðir þar um landakröíur
Rússa á hendur Finnum haustið 1939,
sem Finnar höfnuðu, og RúsSar notuðu
sér þá sem tllefni innrásar í Finnland.
Þorbergur segir: ,
„Rússar myndu að öllum líkind-
um ekki hafa krafizt neinnar land-
ræmu af Finnum, ef finnska ríkis-
stjórnin hefði leyft þeim hervernd
yfir landinu. . . Ef Fínnar hefðu
valið þennan kostinn, þá myndi
land þeirra sennilega aldrei hafa
orðið orustuvöllur. . .
En það var ekki heilbrigö skyn-
semi, sem réð aðgerðum Finna. Það
voru nndstæður heilbrigðar ikyn-
temi. Það var auömannaklíkan og
Lappóhöfðingjarnir, forblinduð af
hatri á sósíalisma, sem hýddu bjóð-
ina út í þaö flónskutiltæki að fara
í styrjöld við Rússa og gerast síð •
an skósveinn glæpasveita Hitlers.
Finnland er átakanlegt dæn.i þess,
hvert það leiðir einstaklinga og
þjóðir, þegar þverkallast er við að
hlýða kröfum heilbrigðar skynsemi.
Það endar æfinlega á sama veg*
inn.“
Þessi ummæli Þorbergs er næsta
glöggur vitnisburður um afstöðu
kommúnista í utanríkismálum. Á
máli þeirra heitir það landráð og
landsala, ef smáþjóð vill njóta vernd-
ar engilsaxnesku þjóðanna, en hins
vegar kallað það „að hlýða kröfum
heilbrigðar skynsemi" að þiggja her-
vernd Rússa. Það er svo sem lítil
efi á því hver afstaða kommúnista
yrði, ef Rússar byöu okkur hervernd
eins og Finnum 1939.
Þrenn alþýðusamtök.
í Skutli 1. þ. m. birtist forustugrein
um samtök alþýðustéttanna. Segir þar
á þessa leið:
„Bændurnir hafa grundvallað
baráttu sína fyrir auknum hag á
félagslegu starfi í búnaöarfélögum
og samvinnufélögum, og vissulega
hafa þeir með afli samtakanna
unnið mikilsverða sigra
Nú eru menn þó að sjá, að bún-
aðarfélögin hefðu átt að láta sig
verðlagsmál bændanna nokkru
skipta ásamt ræktunarmálunum.
Þetta er nú að færast til réttrar
áttar.
Ein höfuðástæðan til þess, að sókn
alþýðustéttanna í sveitum og við
sjó til þjóðfélagsréttlætis og jafn-
aðar, hefir ekki ennþá unnið fulln-
aðarsigur, er sú, að tekizt hefir að
sá sæði úlfúðar og sundurþykkis
milli alþýðunnar við sjóinn og al-
þýðunnar í sveitunum. Á þessu
hafa afætuöfl stórgróðavaldsins
hjarað.
Verkamenn, sjómenn, iðnaðar-
menn og bændur verða allir að
mynda sér hagsmunavígi í kaup-
félögunum. Bændurnir eiga að
breyta hreppabúnaðarfélögunum í
og framkvæma gagnvart öðr-
um af tilfinningu fyrir því, að
þeir eru menn og börn guðs og
hver og einn á rétt á því, að
hafa og flýtja sína eigin skoðun
á félagsmótunum, þar sem allir
eru sameinaðir i mannlegt fé-
lag og samstarfsmenn um lausn
félagslegra viðfangsefna. Tak-
mark í þessu félagi er ekki að
auðga sjálfan sig, heldur að
þjóna samfélaginu. Önnur krist-
in hugsjón sem ryðja verður til
rúms á athafnasviðinu er sú,
að hlutverk mannsins sé þjón-
usta. Störfin eiga því ekki fyrst
og fremst að vera tækifæri til
að afla sér sem mestra tekna.
Hitt er miklu æðra og hollara
sjónarmið, að þau séu þjónusta,
sem hver og' einn eigi að inna
af hendi fyrir samfélagið. Sú
skoðun hefir á vissu leyti ríkt
í Englandi styrjaldarárin, þar
sem allt varð að lúta þeim
kröfum, sem baráttan fyrir
föðurlandið gerði. Cripps telur
miklu varða, að sá þjónustuvilji
hverfi ekki nú á friðartímanum,
því að það sé betra að þjóna
þjóðfélaginu með því t. d. að
byggja hús, en að gera fall-
byssur eða sprengjur.
Enn er hin þriðja kristileg
krafa, sem miklu skiptir. Það er
skyldan að annast veika og
hjálparvana. Gildandi löggjöf
þeim til verndar sýna það, að
kristileg siðfræði hefir náð að
móta þjóðfélagið í heild, en það
" I '
þá átt, að þau verða alger systra-
félög verkalýðsfélaganna. Og
verkafólkið verður að fagna því,
að bændastéttin ákveði sér jafnan
teknagrundvöll í sanjræmi við
þá sigra, sem stéttarfélögum vinn-
andi fólksins í kaupstöðum og
kauptúnum tekst að ná á hverjum
tíma. Ef þar helzt ekki hið fyllsta
samræmi á milli, tæmast sveitirn-
ar — og atvinnuleysishætta verka-
fólksins í kaupstöðunum eykst
stórlega.
Ppnið augun fyrir því, alþýöu-
menn og konur inn til dala og út
til stranda, að þér eigið samleið
í þjóðfélaginu. Þér sjálf verðið að
ákveða verðlagningu þeirrar fram-
leiðslu, sem vinnan skapar. Þér
sjálf verðið að skapa yðrn- skilyrði
til menningarlífs. Það verður að
gerast með félagsmálabaráttu bún-
aöarsamtaka, verzlunarsamtaka og
verkalýðssamtaka. Innan þessara
félagshreyfinga á alþýöa íslands ó-
sundruö að berjast fyrir jafnréttis-
aöstöðu vinnandi fólksins í þjóð-
félaginu. Þessar þrenns konar fé-
lagshreyfingar eiga að vera sam-
eiginlegt jafnaðarvígi verkafólks,
iðnaðarmanna, sjómanna og
bænda".
Undir þéssi ummæli Skutuls munu
áreiðanlega margir taka.
i
Herstöðvamálið og kommúnistar.
í Alþýðublaðinu 7. þ. m. segir svo
um skrif kommúnista í tilefni af
„Annars mætti það furðulegt
heita, ef þeir yrðu margir, sem
létu blekkjast af hræsnisskrifum
kommúnista um sjálfstæði og full-
veldi landsins, — þeirra manna,
sem frá upphafi hafa verið hér
í þjónustu erlends stórveldis, eru
skuldbundnir til þess af flokki sín-
um að taka ávallt „skilyrðislausa
afstöðu með Sovét-Rússlandi" og
hafa það efst á leynilegri stefnu-
skrá sinni, að koma landi okkar
inn í hið rússneska ríkjasamband,
kallaö sovétlýðveldasambandið.
Slíkir menn ættu sem minnst og
sem sjaldnast að tala um sjálf-
stæði þjóðarinnar. Þeir eru eini
flokkurinn hér á landi, sem situr
á svikráðum við það, og eini flokk-
urinn, sem reiðubúinn er, hvenær
sem er, til þess að „selja“ landið,
eins og þeir orða það, eða leigja
herstöðvar á því til langs tíma.
Aðeins eru það ekki Ameríkumenn.
sem þeir vilja hafa hér, heldur
Rússar.
Þetta veit þjóðin. Og þess- vegna
mun hið nýja rógsmál kommúnista
í sambandi við herstöðvamálið ekki
koma þeim að neinu haldi við
kosningarnar í vor. Hrun þelrra,
sem byrjaði við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar, mun halda áfram".
Það bæri vissulega þroska kjósend-
anna slæmt vitni, ef kommúnistar gætu
með gífuryrðum sínum og blekkingum
í herstöðvamálinu breytt yfir nafn
og númer. ,
er jafnframt sönnun þess, að
kristin samvizka hefir ekki ver-
ið nægilega voldug meðal ein-
staklinganna/ þvi að ef svo
hefði verið væri löggjöfin óþörf
og það væri bezt. Framfærslu-
lög um lýðhjálp eru auðvitað
neyöarúrræði.
Meðal margs annars sem
Cripps nefnir og vert er að hugsa
um, skal að lokum nefna eitt,
sem oft kemur fram hjá ensk-
um höfundum. Þar er bent á
það, að aukin völd mannsins
yfir náttúruöflunum í þjónustu
hans hafi leitt til jþess, að nú
finnist mörgum, að það sé nán-
ast óþarfi að hafa nokkurn guð.
Það var annað áður á tímum,
þegar þrumur, stormar, regn
og sjúkdómar o. s. frv. var ó-
skiljanlegt og því álitið hjálpar-
tæki guðs við að stjórna heim-
inum. Nú er „goðsögnin um
Drottin“ orðin skýrð af nátt-
úrufræðingunum. Þetta hefir
valdið ofmati á vísindunum og
tækni. Menn hafa sótzt eftir
^fnislegu valdi yfir náttúruöfl-
unum og náð undraverðum ár-
angri á því sviði. En það hefir
ekki í samræmi við þetta verið
reynt að skapa siðgæðismeðvit-
und, sem gæti stjórnað þessu
valdi, svo að þvi yrði ekki skefja-
laust beitt til dauða og eyðing-
ar. Náttúrufræðileg þróun er
langt á undan siðlegri þróun.
Þegar spurt er, hvernig þetta
misræmi verði lagað og siðgæð-
ismeðvitund endurreist, er
herstöðvamálinu: