Tíminn - 16.04.1946, Page 3

Tíminn - 16.04.1946, Page 3
68. blað TÍMIM, þriðjudagiiin 16. april 1946 8 ÞEIR, SEM LESIÐ HAPA höfuð- málgögn stjórnarflokkanna að undan- förnu, hljóta að hafa veitt athygli í- skyggilegu fyrirbæri í íslenzkri stjórn- málabaráttu — fyrirbæri, sem mér er óhætt að segja, að sé einsdæmi hér á landi eða því nær einsæmi. Á ég þar við getsakir þær um manndrápshug, sem Þjóðviljinn hefir hvað eftir ann- að borið á brýn samstarfsmönnum kommúnista í báðum hinum stjórnar- flokkunum. Pyrst í stað voru þessar morðhugleiðingar látnar vera bundn- ar við einstaka menn, en nú nýlega hefir þetta aðalmálgagn kommúnista á íslandi fært sig upp á skaptið og fullyrt, að starfsmenn við stærsta blaðið í Reykjavík ali þann draum að hengja þúsundir íslenzkra borgara. Hlutlausír menn hljóta þó að fella þann úrskurð, að grein sú í Morgun- blaðinu, sem látið er heita, að sé or- sök þessarar ályktunar, gefur alls ekki tilefní til hennar. Hér hlýtur því eitt- hvað annað að búa bak við. Hvemig í ósköpunum stendur á því, að annað eins skuli vera skrifað og látið á þrykk út ganga? Að vísu hafa menn ýmsu vanizt um orðbragð úr þessari átt. En flestum mun .hafa fundizt mælirinn fullur með öllum landráða- brigzlunum, sem sífellt hefir klingt að undanförnu. HÉR SKAL EKKI leitast við að geta í hug þeirra manna, sem nú virðast helzt hugsa sér að ganga út í kosningabaráttuna í vor með bessa manndrápssvipu reidda um öxl. Það væri líka erfitt fyrir venjulega menn, því að sanntrúaður og innlifaður kommúnisti virðist hrærast í öðrum heimi og telja sér annað og fleira leyfilegt en þeir, sem byggja siðfræði sína á lýðræðislegum grunni. En á það má benda, að blöð kommúnista munu nálega ein um þá kröfu, að mönnum skuli „ekki þolað“ að segja það, er þeim býr í brjóstj, og alger- lega ein um það að krefjast ,hrein- gerninga" þeirra og „útrýmingar", sem þeim eru svo mjög munntamar. Vonandi eru þetta aðeins innihalds- laus hreystiyrði manna, f.em vita sig friðhelga við mannfrelsi hins lýðræð- islega skipulags. En eigi að siður segir hinn andlegi sori til sin. Við honum ber öllum að gjalda varhuga, hvar sem hann nær að festa rætur. Það er öllum nauðsyn, en lítilli þjóð, sem byggir tilverurétt sinn fyrst og fremst á andlegri menningu sinni, er það höfuðnauðsyn. Nú eru válegir tímar og umrótssamir, eins og von er til í kjölfar ægilegrar heimsstyrjaldar, og hættan á sýkingu viðnámslítilla ein- staklinga meiri en elia. Hinni and- legu spiliingu má líkja við hættulega farsótt, er menn_verða að forða sér og sínum frá með fyllsta hreinlæti. And- legt hreinlæti þjóðarinnar er bezta vörnin gegn sorakenningum þeirra, sem orðið hafa sýkinni að bráð. ÞAÐ MÁ- HEITA, að innbrot séu nú framin á hverri nóttu hér í bæ — stundum mörg samtímis. Oftast eru hér að verki unglingar eða jafnvel börn. Þetta hefir að vonum vakið mik- ið umtal, og hefir víða verið leitað or- sakanna til þessara ömurlegu stað- reynda. Almennt agaleysi, drykkju- skaprn-, slaklegar uppeldisaðferðir for- eldra, skortur á hollum skemmtunum og verkefnum handa unglingum i tómstundum sínum — allar þessar á- stæður hafa verið nefndar og ýmsar fleiri. Ég vil leyfa mér að bæta hér einni við — orsök, sem ekki hefir ver- ið drepið á í þessum umræðum. I ÞESSI SÍÐUSTU MISSERI hafa átt sér stað einhver stærstu fjársvik, sem dæmi er um á íslandi. Ég á þar við heildsalamálin. Einstakir menn hafa orðið sannir að því að hafa dregið hundruð þúsunda í sinn vasa á ólöglegan og óviðurkvæmilegan hátt. Þjóðin hefir borgað brúsann. Flest þessara mála, er uppvís hafa orðið, hafa að vísu komið til dóms — en þó ekki öll. Hinir seku hafa verið dæmdir til þess að endurgreiða þær upphæðir, sem þeir hafa sannanlega dregið sér ólöglega, og auk þess all- háar sektir. En að öðru leyti hafa þeir engan hnekki beðið. Þeir hafa jafn- vel verið erindrekar þjóðarinnar í við- skiptamálum á erlendum vettvangi, eftir að brot þeirra urðu uppvís. Er það að ólíkindum, þótt þetta hafi ill áhrif á vanþroska fólk? Geta ekki læðst að snauðum unglingum, sem orðið hafa úti á hjarni lífsins, hugs- anir sem slíkar: Þarna eru finir og voldugir menn, sem hafa féflett al- þýðu landsins um milljónir króna og lifa við allsnægtir undir vernd vald- hafanna — er það verri glæpur, þótt ég hnupli frá þeim fáeinum krónum? MÉR DETTUR EKKI í HUG að halda þvi fram, að þetta sé eina á- stæðan til þess auðnuleysis, sem fjöl- margir unglingar í Reykjavík hafa ratað í — sjálfsagt ekki einu sinni meginástæðan. Það leggst margt á eina sveif um ógæfu þelrra. En ekki er óeðlilegt, þótt spurt sé, hvort þetta sé ekki. eitt af mörgu. Þar ber þá þjóðfélagið sína sök gagnvart þess- um afvegaleiddu unglingum — eins og í fleiri efnum. Grímur í Görðunum. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Hefir þú ekki annað til málanna að leggja?“ spyr Wijdeveld háðslega. „Aðeins eitt — og það liggur í rauninni mjög beint fyrir: Láttu mig fá minn arfahlut — og þá skal ég sjálfur sjá mér farborða, það sem eftir er ævinnar.‘.‘ Wijdeveld færir sig nær honum. “Þinn arfahlut? Ég veit ekki betur en við séum ennþá tórandi, bæði ég og móðir þín. Þú harmar það kannske, en það breytir ekki staðreyndum. Ef þú hefðir lesið lögfræðibækurnar af dálítið meiri gaumgæfni, myndir þú vita, að þú átt ekki tilkall til arfs fyrr en foreldrar þínir eru fallnir frá.“ „Ég var að fara fram á, að þú keyptir mig út.“ „Að ég keypti þig út?“ „Já, að þú keyptir mig út úr útgerðarfyrirtækinu.“ „Ég þarf tæpast að kaupa þig út úr fyrirtæki, sem þér hefir aldrei leyfst að koma nálægt. Skilurðu það? Sonur bóndans hérna fyrir neðan vildi fá peninga til þess að kaupa jörð. Bóndinn sagðist ekki reyta af sér garmana fyrr en hann leggðist til hvíld- ar. Ég ætla ekki að láta þig slíta af ipér garmana fyrr en ég leggst fyrir . .. . þó að þú sért þegar búinn að draga álitlegar fúlgur úr hendi minni. Veiztu það, að ég hefi orðið að borga áttatíu og fimm þúsund gyllini fyrir iðjuleysi þitt og ólifnað síðustu þrjú árin? Þú, sem fengið hefir þúsund gyllini á mánuði, hefir safnað skuldum í stórum stíl. Er þér orðið ljóst, hvernig þú hefir stráð kringum þig annarra fjármunum og hvers vegna það er, að ég tel mér ekki leyfilegt að láta þig halda lengur áfram á sömu braut? Við gerðum með okkur sáttmála. Þú áttir að ljúka prófi í nóvembermánuði. Það var síðasta tækifærið, sem þér var veitt til þess að bæta^fyrir gamlar syndir og vanrækslu. Þú hefir látið það ganga þér úr greipum. Og nú þykist ég með fullum rétti vísa öllum ásökunum af þínum munni heim til sín aftur. Þú hefir valdið mér miklum vonbrigðum. Þú ert lúpumenni — ég segi það enn einu sinni. Þú færð arfahlut þinn, þegar tími er þil þess kominn. En hversu mikill hann kann að verða — það get hvorki ég né aðrir sagt nú. En því heiti ég þér, að þú skalt fá að bíða eftir honum og það lengi. Og svo burt með þig .... a j o* ....“ „Má ég tala við þig, mamma?“ „Ég má nú bara ekki vera að því sem stendur, drengur minn. Ég ætla að spila bridge í kvöld og á að vera komin klukkan níu.“ „En ég verð að fá að tala við þig.“ „Hvað hefir komið fyrir? Þú ert eitthvað svo alvarlegur í bragði.“ „Ég féll á prófinu í Leiden.“ „Reyndu það bara aftur.“ ,JÉg fæ það ekki — það er einmitt meinið. Pabbi vill láta mig hætta náminu.“ Móðir hans lætur kambinn og» burstann á snyrtiborðið og snýr sér að honum. „Og hvað vill hann þá?“ * „Ég á að fara að vinna fyrir mér — við skrifstofuvinnu hjá honum — eða eitthvað annað. Hann segist skuli borga mér tvö hundruð gyllini á mánuði.“ * Ajo = fljótt (malajíska). ingu á jörðunni og hefir hann búið þar síðan og börn hans. Þá barst Pétri sú frétt að hálf jörðin Stakkar á Rauðasandi væri föl til kaups, festi hann kaup á jörðinni og tók hana það vor til ábúðar og eignaðist hana síðar alla. Þar bjó hann síðan um langt skeið unz hann af- henti jörðina i hendur Jóni syni sinum. Börn áttu þau hjón sex er upp komust og eru þau þessi: Þördís, átti Daníel Danielsson, þau bjuggu að Valdarási 1 Víði- dal og síðar að Þórukoti I sömu sveit, eiga uppkomin börn. Þór- dis lézt síðastliðið haust. Guð- jón, sjómaður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur og eiga þau börn uppkomin. Kristín, ógift heima á Stökkum, Valborg átti Stef- án Ólafsson bónda á Hvalskeri, bróður Sigurjóns Á. Ólafssonar alþingismanns; Stefán er látinn fyrir þremur árum, en Valborg býr þar með börnum þeirra. Hólmfríður er gift Gísla Ólafs- syni Thorlacius, þau hafa búið í Bæ á Rauðasandi en fluttu á næstliðnu ári til Reykjavíkur, eiga eina dóttur uppkomna. Yngstur barna Péturs var Jón er tók við búi á Stökkum af föð- ur sínum. Hann var kvæntur Sigríðí Ólafsdóttur frá Brekku á Rauðasandi. Jón var mikill athafna- og dugnaðarmaður og drengur hinn bezti. Hafði hann gert miklar, framkvæmdir á Stökkum og skpílað furð'ulega stóru dagsverki, er hann lézt vorið 1943 úr krabbameini, rúm- lega fjörutíu og sex ára að aldri. Ekkja hans býr á Stökkum með tveimur börnum þeirra, pilti og stúlku á æskuskeiði; heitir drengurinn Pétur og er hann sá fimmti í röðinni, svo vitað sé, í beinan karllegg, er ber það nafn, — og þó á þann veg að Jóns nafn er ætíð í milli. Þetta er í stuttu máli saga Péturs frá Stökkum, um leið og segja má, að það sé saga alls þorra íslenzkra alþýðumanna. Uppeldi við skort og fátækt og síðan ævilöng barátta fyrir sér og sínum, við svo erfið kjör, að á ýmsu veltur hvort haft hefir verið til hnífs og skeiðar. Þann- ig líður ævin til elli. Pétur var mjög lágur vexti en þykkur um brjóst og herðar og hnellinn. Hann var orðlagður frískleikamaður og fjörmaður og undrasnar í hreyfingum. Hann var skjóthuga, ör og létt- ur í skapi. Svipurinn var djarf- ur. og heiður, brúnirnar skarp- ar og loðnar, augun hvöss og hrein, kinnarnar rjóðar og hraustlegar, munnbragðið létt en þó festulegt, viðmótið æsku- lega barnslegt og hispurslaust. Málfar og hugsun var hiklaust en um of skjótgripið sökum ör- leika. Næmi og minni var mik- ið og furðulega öruggt. Þannig kom Pétur mér fyrir sjónir, er ég sá hann í fyrsta sinni sjötíu og sex ára gamlan, og þessum einkennum hélt hann allt til enda. Þegar svo var komið högum Péturs, að hann hætti búskap á Stökkum hátt á sjötugsaldri, má ætla, að hann hefði tekið þann kostinn sem venjulegastur er, að setjast i hornið hjá börn- um sinum og hafa fátt um sig; en það var Pétri ekki að skapi. Hann hafði alltaf haft sterka löngun til umbreytinga, og nú er hann var ekki lengur bund- inn af búsumstangi, gafst hon- um tækifæri til að kanna nýja hluti og reyna athafnalöngun sína á öðrum sviðum. Hann tók því að fást við barnafræðslu á vetrum, fyrst í nágrannasveit- um, Patreksfirði og Arnarfirði, og síðar í Tungusveit og Kald- rananesshreppi á Ströndum. Jafnframt því tók hann að skrifa niður fróðleikspistla; ým- ist æskuminningar eða sagnir frá Breiðafirði. Sagði hann mér sjálfur, að fyrstu tilraunir sín- ar í þessa átt hefði hánn ekki hafið fyrr en hann var kom- inn yfir sjötugt. Þannig hófst nýtt líf í þessu lífi fyrir Pétri frá Stökkum, sem barnakennara og rithöfundi þjóðfræða. Þann- ig leið áttundi áratugurinn: við heyskap heima á Stökkum á sumrin og við barnakennslu og ritstörf á vetrum. Þegar hann var áttræður, sagði hann lausu kennslustarfi því, er hann hafði á hendi haft um nokkur ár í nyrðri hluta Kaldrananes- hrepps. Þá vildi hann ekki etja kappi sínu lengur á" þeim vett- vangi, enda fann hann þá orðið til þess að hann væri að byrja að þreytast; ætlaði hann að láta sér það nægja níunda tuginn að dútla við að rita æviminn- ingar sínar og fleira þess hátt- ar, en á það er nú endi bundinn áður en varði og þó ekki vonum fyrr. Það sem liggur eftir Pétur frá Stökkum á prenti er ekki ýkja- mikið. Nokkrir þættir í blöðum og tímaritum, svo sem sunnu- dagi|3laði Vísis, tímariti Breið- firðinga og víðar, — að ógleymd- um þætti hans í ritun Barð- strendingabókar. Þessir þættir eru ritaðir á hreinu og látlausu máli, eins og það lifir á vörum greindra og athugulla alþýðu- manna. Hann var einnig hag- mæltur og höfðu birzt eftir hann kvæði í blöðum og tímaritum undir dulnefni. Þá er enn ótal- ið það, er hann taldi sitt höf- uðverk, en því hafði hann lok- ið á síðastliðnu ári; það er Strandamannabók. Er ráðið að hún komi út á næstkomandi hausti, en ekki fékk hann að lifa það að sjá útkomu hennar. (Framhald á 4. síöu). Jarðarfö r Uunar Benediktsdóttur Bjarklind fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn h. 17. þ. m. kl. iy> — eitt og hálf — að lokinni kveðjuat- höfn á heimili hennar, Mímisvegi 4. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Athöfninni í kirkj- unni verður útvarpað. Eiginmaður, börn, tengdadóttir og sonarsonur. Hugheilar þakkir fœri ég forstjóranum .og .starfsfólkl Sambands ísl. Samvinnufélaga fyrir þá rausnarlegu pen- inga-gjör, sem þið færðuð mér, þó vil ég sérstaklega þakka herra Sigugrími Grlmssyni verkstjóra fyrir alla vinsemd og vinarhug í minn garð. Guð launi ykkur öllum. Vlvilstöðum, 12. april 1946. BALDUR GUÐMUNSSON. Breiðfirðingafélagið Breiðfirðingalieimilið h. f. Vígslufagnaður Breiðfirðingaheimilisins fer fram 24. þ. m., — síðasta vetrardag — og hefst kl. 8yz síðdegis. HÁTÍÐAFUNDIR \ 1 Breiðfirðingafélaginu verða haldnir föstudaginn 26. og laugardaginn 27. þ. m., og hefjast þeir einnig kl. 8 y2 síðdegis. Félagsmenn geta fengið aðgöngumiða í skrifstofu félags- ins kl. 1—7 daglega, alla virka daga til páska, meðan hús- rúm leyfir. Sýnið félagsskírteini 1946. ForstöðSunefndin • I FyrirÍLggjandi: Mikið úrval af dömutöskum, hliðartöskum, í 6 litum, tízkusnið. Skjalatöskur, vandaðar, tví- og þrí-hólfa, ferfta- töskur, sérlega hentugar til bílferðalaga, 8 gerðir og stærð- ir, margir litir. Mjög mikið af alls konar smávöru, svo sem: púðurdósir, leðurklæddar, 3 teg. Saumakassar, leður- klæddir, 4 stærðir, margir litir. Silkisnúrur og borðar, 4 teg., myndaramma. — Ýmsar plastic—vörur. Höfuðklútar, nær- föt kvenna, leikföng o. m. fl. Kaupmenn! Kaupfélög! Sendum gegn eftirkröfu um allt land. Verksmiðjan Merkur h.f. :: ♦♦ :: ♦♦ :: :: i H H 1 Ægtsgötn 7. Sími 6586. verða lokaðir m laugardaginn fyrir páska Athygli skal vakin á því, að víxlar sem falla í gjalddaga þriðjudaginn 16. apríl, verða afsagðir miðvikudaginn 17. apríl, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunar- tíma bankanna þann dag. Landshanki íslands. Bisnaöarbanki fslands. Útvegshanld íslands h. f. Listsýning Barböru og' Magnúsar Árnasonar í Listamannaskálanum. Síðasti dagurinn. Opið til kl. 10 1. kvöld.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.