Tíminn - 16.04.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í
Edduhúsinu vib Lindargötu. Sími 6066
4 | REYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
Komið í
16. APRÍL 1946
skrifstofu Framsóknarflokksins!
68. blað
íslenzk ull í íslenzku veöurfari
Mánuðirnir líða, tímarnir breytast, en íslenzku ullarefnin eru ævinlega bezti klæðnaðurinn.
)
TWEED-efnin frá GEFJUN eru fyrir löngu landskunn fyrir góða endingu og smekklegan vefnað. — Nú vinna
þau sér orð utan landssteinanna. Daglega berast verksmiðjunni fyrirspurnir um TWEED-DÚKA frá mönnum
í ýmsum löndum, sem hafa kynnzt dúkum, er herinn hafði með sér heim. —
Spyrjist fyrir um TWEED-DÚKANA hjá útsölum verksmiðjunnar. Verðið er hagkvæmt. Gæðin óyggjandi.
íslenzk »11 vetur, suimir, vor wg liaust!
Ullarverksmíðjan GEFJUN
i
Lög' uin almaiina-
trygglngar
(Framhald af 1. síðu)
miljónir. Sveitarfélög greið'a nú
10.3 miljónir, en eiga að greiða
15.3 miljónir;hækkun 5 miljónir.
Ríkissjóður greiðir nú 12,4 mil-
jónir, en'á að greiða 24 miljónir;
hækkun 11,6 miljónir. Samkv.
yfirliti í greinargerð frumvarps-
ins um tekjuskiptingu milli
einstaklinga þjóðfélagsins síð-
ustu ár kemur í ljós, að ýmsir
einstaklingar eru svo tekjulágir,
að þeir geta ekki greitt hin lög-
boðnu gjöld til trygginganna,
og verður á nokkrum stöðum
að jafna þeim gjöldum niður
með almennum útsvörum. Engu
skal um það spáð, að eigi verði
unnt að afla þeirra tekna til
trygginganna, sem þarf til þess
að framkvæma löggjöfina. En
hitt skal óhikað fullyrt, að mik-
il þörf er á að rannsaká þetta
atriði nánar, ræða um það við
þjóðina, kynna henni þær kvaðir
og skuldbindingar, sem hún tek-
ur á sig með þessari löggjöf, og
fá álitsgerðir að því loknu um
þessi og mörg önnur atriði lög-
gjafarinnar.
UiMlirstöðuiia vantar.
Síðast liðin ár hefir fjárhags-
afkoma þjóðarinnar verðið mjög
góð allt fram til þessa. En það
þarf ekki að lýsa því hér, að
vegna verðbólgunnar horfir nú
mjög í óvænt efni um fjárhag-
inn, og er nú svo komið, að
ríkissjóður hefir neyðzt til að
taka ríkisábyrgð á verðlagi
mikilá- hluta framleiðslunnar.
Það sjá væntanlega flestir, að
svo getur ekki farið fram til
lengdar. Það virtist skjóta nokk-
uð skökku við að ákveða tug-
miljóna útgjöld á ríkissjóð með
hallarekstur, framleiðslu, sem
horfir fram á sköldasöfnun, og
sveitarfélög, sem brátt berjast
í bökkum fjárhagslega, án þess
að jafnhliða sé nokkuð til þess
gert með breyttri fjármála-
stefnu að rétta við fjárhaginn
hjá þeim aðilum, sem undir
tryggingunum eiga að standa
fjárhagslega. Ef það er ekki gert,
mætti vel svo fara, að ekki tak-
ist, þótt hins gagnstæða væri
óskandi. að standa andir trygg-
ingunum fjárhagslega og að þær
yrðu pappírsgögn eða óska-
draumur fyrir þá, sem þeirra
eiga að njóta. En um það að
gera ráðstafanir til eflingar
fjárhagnum og fella trygging-
arnar inn í hið breytta fjár-
málaástand, er þá skapast, gegn-
ir öðru máli.
Röskun
á fjármálakorfimi.
Þá er og rétt að benda á þaö,
að með þessari löggjöf er þjóð-
artekjunum skipt svo mjög, að
líklegt er, að ekki sé sagt víst,
að til þess, að það atriði verði
framkvæma.nlegt, þurfi að gera
víðtækar breytingar á núver-
andi fjármálakerfi þjóðarinnar.
Ég vil ekki segja, að óeðlilegt
sé né óréttmætt, að þetta sé
gert, en réttara virðist mér, að
þjóðin geri sér ljósar þessar af-
leiðingar fyrir fram.
Það má og telja víst, að hin
óvenjulegu vinnubrögð, sem við-
höfð eru við afgreiðslu þessa
máls, mundu alls ekki hafa ver-
ið viðhöfð, ef hér væri ekki um
pólitískan samning að ræða, sem
af hálfu jafnaðarmanna er
gengið ríkt eftir að verði full-
nægt fyrir næstu kosningar. í
slíkri afgreiðslu get ég ekki tek-
ið þátt, þótt ég sé vinveittur
heilbrigðri tryggingarlöggjöf —
og vegna þe^f að ég er hlynntur
henni, — þvi ég er fullvtss, að
reynslan mun sýna það, að slík
skyndiafgreiðsla án nægilegrar
athugunar og samráðs við þjóð-
ina er tryggingarmálinu til ó-
gagns. Þess gætir og mjög í at-
hugun málsins í nefndinni, að
ekki hafa fengizt teknar til
greina hinar eðlilegustu og
sjálfsögðustu breytingar, sem
vist má telja, að hefðu hlotið
samþykki, ef málið hefði verið
gaumgæfulega athugað.
Það, sem mestu
skiptir.
Af greindum ástæðum legg
ég til, að frestað verði afgreiðslu
málsins og tíminn notaður til
þess að athuga það nánar og
ræða það við þjóðina, en til
þess er gott tækifæri í kosning-
um í vor. Það er ekkert aðal-
atriði, hvort tryggingar koma
einu árinu fyrr eða seinna,
heldur hitt, að þær séu svo vel
undirbúnar, að vonast megi eftir
og jafnvel treysta því, að fram-
kvæmd þeirra takist og fari
þannig úr hendi, að þær nái
almennum vinsælum og viður-
kenningu þjóðarinar þegar á
Pétur frá Stökkeieii
(Framhald af 3. síðu)
Pétri frá Stökkum verður
naumast kosinn staður í
fremstu röðum íslenzkra þjóð-
fræðahöfunda, þó starf hans sé
raunar allmerkilegt þegar alls
er gáð. En þó ritstörf hans séu
vissulega þess verð, að þeirra sé
minnst, þá var maðurinn sjálfur
þó miklu athyglisverðari. Með
sinn opinskáa hreinlynda
barnshuga og minnissjó ljóða og
sagna, sameinaði hann á fágæt-
an hátt léttleika æskunnar og
hagnýtan lærdóm langrar og
dyggðugrar ævi. Sökum þess-
arra einkenna verður hann
þeim, er honum kynntust, mjög
minnjsstæður.
Tvær prentvillur
hafa slæðst inn í grein Sig. Jónas-
sonar um Andlegar lækningar í 64.
tbl. Tímans: í 2. dálki á 3. síðu í 10.
línu neðan frá talið, stendur: „Menn
fylla líkama sinn með óheilbrigðum
mat“, á að vera „með óhollum mat“.
í 3. dálki á sömu síðu í 13. línu ofan
frá talið, stendur: „sem sjaldnast er
þó tiltekið", á að vera „sem sjaldn-
ast er þó tilfellið".
reynslutíma þeirra, — en ekki
hið gagnstæða.
Á það má og benda, að sam-
kvæmt frumvarpinu sjálfu á
það ekki, þótt að lögum verði,
að koma til framkvæmda fyrr
en á árinu 1947 og þá aðeins að
nokkru leyti.
Þegar þessa er gætt, verður
hin óeðlilega skyndiafgreiðsla
þessa máls enn þá óeðlilegri
(jamla Síq
Tarzan og sltjjald-
meyjarnar
(Tarzan and the Amazons).
Johnny Weissmuller
Brenda Joyce
Johnny Sheffield.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
Výja Síc
í
Félagarnir
fræknu.
(„Here Comes the Co-Eds“)
Bráðskemmtileg mynd með
hinum vinsælu skopleikurum:
Abbott og
Costello.
Ennfremur:
Phil Spitalny
með kvenhljómsveit sína.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
„ _____________ , . '
I
BERNSKUBREK
Og
i ÆSKVÞREK
Hin heimsfræga sjálfsævisaga
Winston Churchill’s
er bráðum uppseld.
Kostar kr. 53.00 í góðu bandl.
Snælandsútgáfan, I
Lindargötu 9A, Reykjavik
Jjarhafbíó
Klukkan kallar
(Por Whom The Bell Tolls)
Stórfengleg mynd í eðlilegum
litum, eftir skáldsögu E. Hem-
ingways.
Gary Cooper,
Ingrid Bergman.
Sýnd kl. 6 og 9.
Bönnuð yngri en 16 ára.
ÚTBOÐ
l»eir, er g'era vilja tilboð í I»y*»í*iiií»ar
fyrir rannsóknarstofu að Keldum i Mos-Í
fcllssveit, vitji uppdrátta í teiknistofu:
Ifúsanieistara ríkisins.
Guðjón Samúelsson i
UPPBOÐ
Opinbert uppboð verður
haldið í skrifstofu borgar-
fógeta í Arnarhvoli þriðju-
daginn -23. þ. m. og hefst
kl. 10 f. h. Seld veröa nokk-
ur hlutabréf í Dósaverk-
smiðjunni h. f. Greiðsla
fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Urgangsblöð
Á afgreiðslu Tímans verða
næstu daga til sölu úrgangsblöð
mjög hentug til umbúða um
blóm o. fl.
Blöðin verða seld frá kl. 5—6
daglega.
Verð kr. 0.50 pr. kg.
Danmcrkurbátarnir
(Framhald a) 1. síðu)
staði vel. Með bátnum kom
verkfræðingur frá Tuxham-
verksmiðjunum,- Hr. Hatting
Jörgensen.
Lengd bátsins er 22 metrar,
breidd 5,7 metrar, dýpt 3,1
metrar. Báturinn hefir miðun-
arstöð og dýptarmæli, talstöð
og mjög gott togspil. Báturinn
er byggður undir eftirliti Bureu
Veritas.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
Og
ÍÞRÖTTAMENN
sem ætla að panta hjá oss kast-
áhöld (kúlur, kringlur, spjót) og
gaddaskó fyrir sumarið, geri svo
vel að senda pantanir sínar sem
fyrst.
Pantanir, sem ekki var hægt
að afgreiða í fyrra, óskast end-
urnýjaðar.
Getum afgreitt, nú þegar,
enska fótknetti úr leðri (75 kr.).
Ennfremur íþróttastyttur á 95
kr. (hlauparar, kastarar, ræðar-
ar, hnefaleikarar). Stytturnar
eru mjög hentugar fyrir lþrótta-
félög til verðlaunagjafa.
Allt til íþróttaiðkana og ferða-
iaga.
HELLAS
Hafnarstræti 22 Sími 5196.
Reykjavík. Símnefni: Hellas.