Tíminn - 25.04.1946, Page 2

Tíminn - 25.04.1946, Page 2
2 TÍMINN) fjmmtiidaginn 25. aprfl 1946 72. blað Fyrirkomulagið á niður- greiðslu kjötverðsins IVefndarálIt Skúla Guðmiuidssouar Tíminn birtir hér nefndarálit Skúla Guðmundssonar um frumvarp til laga um áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu. Rekur hann þar alla þá hlægilegu skriffinnsku, er viðhöfð hefir verið um greiðslu kjötstyrksins svokallaða, misrétti það, sem í þessum iögum felst, og smíðagalla þá, sem voru á bráðabirgðalögunum um þetta efni og frumvarpinu eins og það var lagt fyrir þingið. — Nú hafa stjórnarflokkarnir á þingi samþykkt frunivarpið endan- lega, þó með nokkrum breytingum. Þannig hefir verið sett undir þann leka, að aðeins skuli endurgreiddur neytendpm mismunur á vísitöluverði og útsöluverði nýs kjöts. Lögin gilda til haustsins, og afgang kjötstyrksins á að greiða í einu lagi í stað ársfjórðungslega, eins og stjórnarvöldin virtust hafa hugsað sér. Bændastéttin og alþingi Alþingi það, sem nú er að ljúka störfum, heflr á margan hátt verið athyglisvert fyrir bændur landsins. Þingið hefir sett lög um bún- aðarráð, þar sem ákveðið er, að nefnd, sem landbúnaðarmála- ráðherra skipar, skuli hafa öll völd í verðlagsmálum landbún- aðarins. Stéttasamtök bænda skuli engu ráða á því sviði. Þannig verða stéttasamtök bænda einu stéttasamtökin, sem eru með öllu* áhrifalaus og ó- myndug í launamálum stéttar- innar, Meðan þessi tilhögun helzt, eiga bændur allt sitt und- ir náð og miskunn ríkisvaldsins. Þingið hefir breytt lögunum um búnaðarmálasjóð á þann veg, að Búnaðarþing má ekki lengur ráðstafa sjóðnum eins og heildarhag bændastéttarinnar og samtökum hennar kemur bezt, heldur skal skipta fénu milli búnaðarsambandanna eftir því, sem greitt hefir verið í sjóðinn á hverju félagssvæði. Með þessu er girt fyrir, að sjóð- urinn geti orðið heildarsamtök- um bænda til eflingar. Með þessu hefir bændastéttin ein allra stétta verið svipt valdi til að ráð- stafa eigin sjóði, eins og hún sjálf óskar. Þingið hefir fellt þá tillögu, að afurðaverðið skuli byggjast áfram á grundvelli sexmanna- nefndarinnar, svo að bændum verði tryggð svipuð kjör og öðr- um vinnandi stéttum. Með því hefir það ótvirætt sagt, að það ætli bændum önnur kjör og lak- ari. Þingið hefir fellt þá tillögu, að landbúnaðinum sé veitt sams konar útflutningsábyrgð og það hefir veitt sjávarútveginum. Með því hefir það-tekið af allan vafa um, að það ætlar landbún- aðinum minni rétt og lakari að- búnað en öðrum atvinnuvegum. Alþingi hefir og höggvið í þennan sama knérunn með mörgum öðrum hætti. Það hefir sett ný lög um skerðingu kjöt- styrksins, sem beinlínis miða að því að draga úr kjötsölunni, þótt það komi kannske ekki verulega að sök á þessu ári. Söm er gerð þingsins samt. Það hefir stung- ið mesta stórmáli landbúnaðar- ins, jarðræktarfrv., undir stól. Það hefir spillt raforkulögun- um þannig, að vafasamt er, að þau hafi nokkra þýðingu fyrir sveitirnar. Það hefir svæft frvv um ræktunar- sjóð, sem miðaði að því að koma fótum undir ýmsan iðnað í þágu landbúnaðarins. Á sama tíma ver það tugum og hundruðum milj. kr. til annarrar starfrækslu, m. a. til að koma upp útlendinga- gistihúsi. Þannig hefir Alþingi þetta stefnt markvisst að því að þrengja kost og rétt bænda og gera þá að hornrekum þjóðfé- lagsins. En það er samt einn kostur við þetta þing. Það er að renna skeið sitt á enda. Eftir rúma tvo mánuði á a-ð velja nýtt þing. Ef bændur senda aftur á þing þá menn, sem nú hafa gengið gegn málum þeirra eða veita forkólfum Sjálfstæðisflokksins og kommúnista stuðning á einn eða annan hátt, mun það verða þinginu aukin hvatning til að ganga enn meira á hlut bænda. Bændur festa þá við sig það álit, Frumvarp þetta var upphaf- lega samhljóða bráðabirgðalög- um, sem út voru gefin hinn 29. september á næstliðnu ári. Ekki verður sagt, að það hafi siglt Jhraðbyri gegnum löggjafarsam- komuna. Það var tekið til 1. umræðu í efri deild 8. okt. 1945* en er nú, meira en hálfu ári síð- ar, eigi komið lengra áleiðis en svo, að fyrstu umræðu um það í neðri deild er lokið. Með útgáfu þessara bráða- birgðalaga hefir ríkisstjórnin tekið upp nýja aðferð við nið- urgreiðslu á kjötverði úr ríkis- sjóði. Áður hefir þessu verið hagað svo, að ríkissjóður hefir greitt þeim verzlunum, er kjöt selja, nokkurn hiuta af verði þess. Þetta er einfalt og auðvelt í framkvæmd. Þannig hefir einnig verið hagað niðurgreiðslu á mjólkurverði og er enn. Um leið og þessi fyrirkomuiags- breyting á niðurgreiðslu kjöt- verðsins var gerð, var nokkur hluti neytenda útilokaður frá því að fá niðurgreiðslurnar úr ríkissjóði. Eru það m. a. þeir, sem hafa sauðfjárrækt að at- vinnu að meira eða minna leyti. Sjálfsagt eru mörg dæmi þess, að menn þurfa að kaupa kjöt til heimila sinna, þótt þeir' eigi sjálfir fáeinar kindur, og er þá ekki sanngjarnt, að þeir þurfi að borga það kjöt miklu" hærra verði en aðrir. Þá er einnig á- að þeim megi allt bjóða. Þeir muni samt beygja sig fyrir kúg- urum sínum, eins og þeir, sem sýndu einokunarkaupjmönnun- um mesta undirgefni áður. Felli bændur hins vegar þessa menn og kjósi sér skelegga fulltrúa í þeirra stað, mun viðhorf þings- ins breytast og það síður treyst- ast til að ganga á hlut þeirra. Það væri í mótsögn við alla sögu íslenzku bændanná, ef þeir beygðu sig fyrir kúguninni og misréttinum. Það voru bændur, sem áttu drýgstan þátt í endur- heimt sjálfstæðisins. Það voru bændur, sem sýndu mestan á- huga í lýðveldiskosningunum. Það, sem bændur hafa gert fyr- ir þjóðina, munu þeir og geta gert fyrir 'stétt sina. í flestum nágrannalöndunum eflast bændafiokkarnir nú stór- um. Bændurnir þar skilja, að bezta stoð þeirra er öflug póli- tísk samtök. í Svíþjóð og Dan- mörku juku bændaflokkarnir stórlega fylgi sitt í seinustu þingkosningum. í Ungverjalandi m ^ og í Austurríki fengu bænda- flokkarnir meirihluta í kosning- unum á síðastl. hausti. ís- lenzkir bændur hafa aldrei stað- ið erlendum stéttarbræðrum sínum. að baki í félagslegum efnum. Það munu þeir líka sýna 30. júní í sumar. Þeir munu rísa gegn óréttinum og gera flokk- inn, sem hefir verið brjóstvörn þeirra í þrjá áratugi, sterkari en nokkru sinni fyrr. kveðið í lögunum, að atvlnnu- rekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í þjónustu sinni, skuli ekki hafa rétt til niðurgreiðslu á kjötverði. Þetta ákvæði og fram- kvæmd þess hefir valdið alveg óviðunandi misrétti. Flestir stærstu atvinnurek- endurnir hér á landi hafa stofn- að hlutafélög um rekstur slnn. Svo er t. d. yfirleitt um togara- útgerðarmenn. Flestar heild- verzlanir og margar smásölu- verzlanir eru líka reknar af hlutafélögum, svo og mörg stærri iðnaðarfyrirtæki. Mörg af þessum hlutafélögum eru að mestu eign éinnar fjölskyldu eða mjög fárra manna. Aðal- eigendur hlutafélaganna eru svo venjulega forstjórar og starfs- menn hjá þessum félögum sín- um. Þar með eru þeir sjálfir orðnir launþegar en ekki at- vinnurekendur, og lenda þá sól- skinsmegin hjá ríkisstjórninni. Margir af þessum framkvæmda- stjórum og eigendum hlutafé- laga, sem reka verzlun, útgerð, iðnað og margs konar kaupsýslu- starfsemi, eru í hópi tekjuhæstu manna landsins, en þeir fá borg- aðan kjötstyrkinn úr ríkissjóði samkv. bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar. Svo eru aftur aðrir atvinnu- rekendur, sem njóta minni hylli hjá valdhöfunum. Það éru þeir, sem ekki hafa stofnað hlutafé- lög, en reka atvinnu á eigin nöfnum. Þeir ábyrgjast rekstur- inn með öllum eignum sínum, en^það er sjaldgæft með eigend- ur hlutafólaganna, sem venju- lega leggja aðeins nokkuð af eignum sínum fram sem hluta- fé, en setja ekki alla fjármuni sína í hættu við reksturinn. Yf- irleitt eru það hinir smærri at- vinnurekendur, sem hafa rekst- urinn á eigin nöfnum, en hafi þeir 3 menn eða fleiri í vinnu, fá þeir engan kjötstyrkinn. Þeim er refsað með. bráðabirgðalög- um fyrir að hafa ekki stofnað hlutafélag um þann atvr.inu- rekstur, sem þeir hafa með höndum. Með þeirri sundurgreiningu atvinnurekenda, sem byggð er á þessum bráðabirgðalögum og hér hefir verið lýst, eru svo margir menn rangindum beittir að enginn, sem fremur vill vinna að réttlæti en ójöfnuði í þjóð- félaginu, getur veitt slíku máli stuðning. Ríkisstjórnin muni telja, að með þessum aðferðum sparist ríkissjóði nokkurt fé. En ekki er það allt hreinn hagnaður, því að framkvæmd laganna hefir tvi- mælalaust mikinn kostnað í för með sér. Skal nú nokkuð að því vikið, hvernig framkvæmdinni hefir verið hagað í höfuðátað landsins, þar sem flestir kjöt- kaupendur eru saman komnir á einn stað. Samkvæmt 4. gr. laganna er það verk skattanefnda eða skattstjóra í hverju umdæmi að r semja skrár yfir þá, sem rétt hafa til niðurgreiðslu. Þetta er mikið starf og að sjálfsögðu mest í Reykjavík. Eftir að skatt- stjóri hafði lokið við að gera kjötskrána, var hún lögö fram almenningi til sýnis um nokkurt .skeið, eins og venjulegt er um kjörskrá og skattaskýrslur. Næsti þáttur málsins er sá, að ríkisstjórnin lætur prenta eyðu- blöð í tugþúsundatali, útbúin af vísindalegri nákvæmni. Er síð- an tilkynnt, að menn geti íengið þessi blöð í kjötverzlunum bæj- arins, og voru þau látin ókeypis. Síðan er auglýst í ríkisútvarp- inu og öllum blöðum hbfuðstað- arins^að þeir, sem óska niður- greiðslu á kjötverði, skuli skila nefnþum skýrsluformum, vand- lega útfylltum 1 skrifstofu toll-' stjóra íyrir ákveðinn dag. Er nú uppi fótur og fit, og skýrslublöð- in streyma í þúsundatali til toll- stjóraskrifstofunnar. Er mikið iagt á starfslið þeirra stofnunar að taka á móti öllu þessu, til viðbótar þeim störfum, sem þar eru venjulega unnin. Var þá gripið til þess ráðs.að láta milli 10 og 20 af starfsmönnum toll- stjóra vinna við kjötskýrslurnar í eftirvinnu dag hvern um all- langan tíma, oft alit til mið- nættis, fyrir 15 króna kaup á klukkustund. Kom það í ljós, þegar farið var að yfirfara jskýrslurnar, að meiri hluta skýrslugefenda hafði ekki tekizt að útfylla þær eftir „kúnstar- innar‘1 reglum. Þurfti þá að lag- færa skýrslurnar, en auk. þess að raða þeim og bera þær saman við kjötskrárnar frá skattstof- unni. Er vel skiljanlegt, að hér var ærið starf og vandasamt, sem hlaut að taka langan tíma og hafa mikinn kostnað í för með sér. * Loks rennur upp sá dagur. er starfsmenn tollstjóra hafa lokið við að yfirfara allar kjötskýrsl- urnar, raða þeim og undirbúa niðurgreiðsluna. Þá eru enn birtar auglýsingar í ríkisútvarpi og blöðum, og má nú sjá all- mikla mannaferð í kringum skrifstofu tollstjóra, því að út- borgun er hafin. Hér eru menn afgreiddir eftir stafrófsröð. En margir komumanna verða fyrir vonbrigðum. Þeir fá ekkert borgað, þótt þeir hafi sent skýrsluformið á réttum tíma, réttilega útfyllt og að viðlögð- ,um drengskap, því að ndfn þeirra finnast- ekki á sjálfri kjötskránni. Starfsmenn toll- stjóra geta vitanlega engar upp- lýsingar gefið, því að skattstof- án samdi skrána. Þessir menn verða því að beina för sinni í skattstofuna, til þess að fá skýr- ingar, og starfslið þeirrar stofn- unar hefir mikið að gera þá dag- ana. En vilji menn ekki una við úrskurð skattstjóra, geta þeir að 'síðustu farið til yfir- skattanefndar, sem er hæsti- réttur í þessum efnum, og reynt að fá þar leiðréttingu mála sinna. Vafalaust hafa einhverj- ir haldið alveg á leiðarenda, til yfirskattanefndarinnar, * * en sennilega hefir útkoman orðið sú hjá ýmsum af gullleitar- möniiunum, að þeir hafa haft hlaup, en ekkert kaup. 'Hipir, sem eru svo hamingju- samir að vera á kjötskránni og hafa öll sín plögg í lagi, fá tékkávísun á einhvern bank- (Framhald á 4. síðuj. Á ðílaVahgi Prófkjörskrafa gegn Jóhanni Jósefssyni. Hörð einvígi eru nú víða háð innan stjórnarflokkanna í sam- bandi við framboðin. Hér í blaðinu var nýlega sagt frá því, að blað -BJálfstæðls- manna í Vestmannaeyjum, Víðir, hefði skýrt frá því, að æskilegt væri, að Sjálfstæðismenn þar hefðu prófkosningu um fram- bjóðendaefnin og myndi Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri fúslega gefa kost á sér til þing- mennsku, ef hann fengi meiri- hluta við prófkjörið. Blaðið kvaðst gera ráð fyrir, að Jóhann Jósefsson myndi einnig gefa kost á sér. En ekki lét blaðið uppi neina sérstaka löngun í þá átt og ekki hefði það óskað eftir prófkjöri, ef það. hefði viljað halda í Jóhann. Krafa um próf- kjör, þar sem þingmaður á hlut að máli, kemur vitanlega ekki fram, nema óánægja sé með þingmanninn og ætlunin sé að losa kjördæmið við hann með þægilegum hætti. íslendingur vill ekki „biófurstann.“ Enn kuldalegri kveðju en Jó- hann hefir Garðar Þorsteinsson fengið í blaði Sjálfstæðismanna á Akureyri, íslendingi. Blaðið segir nýlega frá því, að Garðar myndi ekki gefa kost á sér aft- ur og væri Stefán frá Fagra- skógi sjálfsagður í hans stað. Blaðið hældi síðan Stefáni á hvert reipi, en sagði ekkert vin- gjarnlegt orð um Garðar. Hins vegar voru eigendur kvikmynda- húsanna á Akureyri kallaðir í annarri grein í sama blaði „fégráðugir bíófurstar", en Garðar er sá helzti þeirra. Alrangt er það hjá blaðinu, að Garðar vilji ekki gefa kost á sér,! heldur gerir hann nú sitt itrasta til að halda ss^tinu fyrir Stefáni. Mun blaðlð hafa ætlað að hjálpa Stefáni með þessu, þótt svo kunni að fara að það réyn- ist bj arnargreiði. Reykjavíkurvaldið ræður. Framangreind skrif Sjálf- stæðisblaðanna í Vestmanna- eyjum og á Akureyri sýna, að það er vilji heimamanna í flokknum að losna við stórgróða- mennida í Reykjavík sem þing- menn. En vafalaust verða þeir að beygja sig-fyrir Reykjavikur- valdinu í flokknum, se'm öllu ræður. Það treystir reykvísku stórgróðamönnunum bezt. Þess vegna verður þeim Jóhanni og Garðari vafalaust skákað • fram aftur, hvað sem heimamennirn- ir segja. Tryggingalögin nýju og verðgildi peninganna. Úr bréfi frá gömlum manni: Stjórnarblöðin hæla flokkum sínum mikið fyrir nýju trygg- ingarlögin, sem þeir séu að setja. Þau tala minna um hitt', að stjórnarfl. eru búnir að eyði- leggja fyrir hundruðum gamal- menna þá ellitryggingu, sem þau hafa1 safnaíí með erfiði margra áratuga. Ég á þar við spariféð, sem 'sífellt er verið að rýra í verði. Meðan stjórnarflokkarnir halda þannig stöðugt áfram að verðfella spariféð og þá jafn- framt ellilaunin, sem þeir eru nú að lofa okkur, sé ég ekki, að þeir geti hðelzt mikið yfir trygginga- starfsemi sinni. Meðan verðgildi peninganna, er ekki tryggt, höf- um við ekki minnstu tryggingu fyrir því, að tryggingalögin nýju verði okkur gaínla fólkinu til hagsbóta. Sú tryggingin, sem allt veltur á, er að tryggja verð- gildi peninganná og afkomu framleiðslunnar. Án þessara skilyrða. verða öll tryggingarlög ekkert annað en auglýsinga- skrum og pappírsgagn. SIiXTI'G: Aldís Jónsdóttir hiisfreyja að Ösi í Aldis Jónsdóttir húsfreyja á Ósi í Skilmannahreppi átti sex- tugsafmæli síðastl. sunnudag. Hún er orðlögð myndar- og rausnarkona, sem nýtur trausts og virðingar sveitunga sinna og allra þeirra, er orðið hafa svo lánsamir að kynnast henni og heimili þeirra Óshjónanna. Ég býst við, að fleiri fari sem mér, að finnast það ótrúlegt, að Aldís sé orðin sextug, en kirkju- bækurnar verða ekki rengdar. Hún er fædd á Étokkseyri 14. apríl 1886. Þegar á unga aldri missti hún báða foreldra sína^pg fluttist í æsku að Kaldaðarnesi / og dvaldi þar mestan hluta æskuáranna. Þau systkinin voru mörg ,en öllum var það sameig- inlegtfc að þau voru vel gefin og bókhneigð í meira lagi. Aldís fór Skflmamiahrefipt. ekki varhluta af þeim gæðum, því að hún er greind. kona og fróð, enda bókhneigðari og víð- lesnari en títt er meðal fólks, sem ekki hefir langa skólagöngu og menntun að baki. Eins og gefur að skilja, hefir hún þó ekki haft mikinn tíma til að sinna bókalestri frekar en aðr- ar íslenzkar sveitakonur, sem þurfa auk þess. að gæta hús- verka og barna, að vinna að úti- verkum. En hún hefir áreiðan- lega notaö hverja lausa stund til að sinna hugðarefnum sínum og göfga andann. Aldís fór ekki varhluta skóla- menntunar í æsku. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík, sem þá var ekki mjög algengt að sveitastúlkur gerðu. Er hún hafði lokið námi þar, fór hún í mjólkurskólann á Hvítárvöll- um og þar kynntist hún manni sínum, Birni Lárussyni. Þau giftust 1914, og reistu bú að Heggsstöðum i Andakil. Þar bjuggu þau tvö ár og eignuðust tvö elztu börnin, Rósu og Lárus. Síðan fluttu þ’au að Ósi í Skil- mannahreppi, og hafa búið þai allan sinn búskap síðan með mestu rausn og myndarbrag. Björn hefir verið konu sinni samhentur í flestu. Hann er bókelskur eins hún og víðlesinn. Þeim hjónum hefir orðið sex barna auðið, sem öll eru upp- (Framhald. á 4. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.