Tíminn - 01.05.1946, Qupperneq 1

Tíminn - 01.05.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTQEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hj. HITSTJOK ASKRIh 'OFUh EDDUHUSl Ll: Oari ðtu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Síml 2323 30. árg. Reykjavík, miðvikudagmn 1. maí 1946 75. blað Bandaríkjastjórn tilkynnir aö herverndar- sáttmálinn hafi fallið úr gildi í stríðslok Hefir íslenzka stjórnin Yfirlýsing Bandaríkjastjornar Utanrlkismálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf um seinustu helgi út tilkynningu, er greinir frá tilboSum, sem Bandaríkin hafa gert islandi um sameiginlega notkun hernaðarlegra þæginda á íslandi fram yfir lok núverandi styrjaldar. Texti tilkynningarinnar er sem hér' segir í þýðingu Snæbjarnar Jónssonar, löggilts skjala- þýðara: „Herlið frá Bandaríkjunum kom til íslands eftir tilmælum ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í júlí 194Í. Herlið þetta, og hernaðar- leg þægindi, sem aðallega voru verk Bandaríkjanna, átti mjög mikinn þátt í því, gegn möndulveldunum, að halda opnum sjó- ieiðum og loftleiðum til Murmansk. Hámarkstala setuliðsins var 45.000, en síðan vopnaviðskiptum lauk í Evrópu hefir því verið fækkað ofan í 1.000 manrfs, sem eru aðallega sérfróðir flugliðs- menn, er annast um notkunarskylirði Meeks- (Keflavíkur-) flug- vallarins, en hann er höfuðnauðsyn fyrir samband loftleiðis við setulið það, er Bandaríkin hafa nú í Evrópu. Vegna styrjaldarinn- ar er ekkert amerískt bardagalið á íslandi. Samningurinn milli Bandaríkjanna og íslands kveður svo á, að herlið Bandaríkjanna fari af íslandi þegar eftir stríðslok. Hin fámenna sveit manna úr herliðinu, sem enn er á íslandi, verður flutt þaðan og Meeks-flugvöllurinn afhentur íslenzku ríkisstjórn- inni. í samræmi við samning þennan var það, að þann 1. október 1945. Gerðu Bandaríkin íslenzku ríkisstjórninni tilboð um grund- völl að nýjum samningi, og samkvæmt honum skyldu hernaðar- ieg þægindi á íslandi vera til sameiginlegra nota íslands og Bandaríkjanna eftir lok núverandi styrjaldar. Tillaga, er Banda- ríkin gerðu, kvað svo á, að skyldi ísland verða tekið í tölu hinna Sameinuðu þjóða, mætti ísland láta hver þau hernaðarleg þæg- índi, er veitt hefðu verið Bandarkjunum, falla Öryggisráðinu í skaut, til fullnægingar þeim skuldbindingum, er ísland kynni að taka á sig samkvæmt 13. gr., VII. kapítula, stofnskrárinnar. í þessu sambandi endurtók Bandaríkjastjórn fyrri fullvissanir sínar, gefnar sem svar við fyrri fyrirspurnum íslenzku stjórnarinnar, þegar San Fransisco-ráðstefnan var haldin og aftur í september 1941, að Bandaríkin mundu af heilum hug styðja að upptöku ís- lands í tölu hinna Sameinuðu þjóða. Bandaríkin fullvissuðu ís- lenzku stjórnina ennfremur um það, að þeirra réttinda, sem ís- land kynni að veita Bandaríkjunum, mundi verða neytt með fullu tilliti til íslenzks fullveldis og algerri virðingu fyrir sjálfstæði ís- lands. Þau boð, sem gerð voru íslandi, voru gerð kunn brezku stjórninni og soviet-stjórninni, og síðan ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. í nóvember 1945 tilkynnti íslenzka stjórnin Bandaríkjunum, að hún æskti ekki að hefja umræður á grund- velli tilboðs Bandaríkjanna, en væri fús til frekari umræðna um upptöku íslands í tölu hinna Sameinuðu þjóða og fullnægingu skuldbindinga um hluttöku í þeim ráðstöfunum til tryggingar heimsfriði, sem stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða gerir ráð fyrir. Við þetta hefir málið staðið til þessa tíma og hafa engir samningar farið fram.“ Samvinnuskólinn brautskráir fimmtíu nemendur Samvinnuskólanum lauk í gær. Fóru skólaslit fram kl. 6 síðdegis. Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari flutti ræðu við skólaslitin í forföllum skóla- stjóra. Þakkaði hann nemend- um ánægjulega viðkynningu og góða framkomu um námstímann og árnaði þeim allra heilla 1 framtíðinni. Viðstaddir skóla- slitin voru allir nemendur skól- ans og kennarar. í vetur hafa stundað nám \ Samvinnuskólanum fleiri nem- endur en nokkru sinni fyrr. Alls luku prófi 101, nemandi. Báðar deildir skólans hafa verið tví- skiptar í vetur, vegna þess hve þröng húsakynni skólans eru. Burtfararprófi úr eldri deild luku 51 nemandi og hafa aldrei áður útskrifast svo margir nem- endur frá skólanum í einu. Bekkjarprófum á milli deilda luku 50 nemendur, þar af voru þrír utanskóla. Hæstu einkunn við burtfararpróf hlaut Guðni E. GuÖnason frá Súgandafirði Fékk hann 9,20 í aðaleinkunn. Ríkið lætur smíða tvo strandferðabáta Samgöngumálaráðherra und- irskrifaöi í gær samning, sem Skipaútgerð ríkisins hefir um nokkurn tíma undirbúið, við George Brown skipasmíðastöð í Greenock, Skotlandi, um smiði á tveimur strandferðabátum. Fyrri báturinn á að vera til- búinn í febrúar nóesta ár og sá síðari í apríl. Bátarnir verða í kringum um 350 register tonn, 140 fet á lengd, 25 fet á breidd og 11 fet á dýpt, með 650 hest- afla diesel-vél. Helmingurinn af lest bátanna er kælirúm. Einnig er nokkurt farþegarúm, en bát- arnir eru aðallega ætlaðir til (Framhald á 4. slðu). DÁNARDÆGUR í fyrradag var jarðsungin frá dómkirkjunni í Reykjavík, að viðstöddu fjölmenni, frú Þor- björg Þorkelsdóttir kona Bjarna Bjarnasonar skólastjóra á Laug- arvatni. Hún lézt að heimili sínu þann 21. apríl síðastl. eftir stutta legu. Frú Þorbjörg var glæsileg kona (Framhald á 4. síðu). FYRSTI DANSKI BÁTURINN Mynd þessi er af vélbátnum „Fram“, sem nýlega kom til landsins frá Danmörku. Er þetta fyrsti báturinn af 15, sem verið er að smiða þar fyrir íslendinga. Báturinn er rúmlega 50 lestir að stærð, búinn öllum nýtízku tækjum. Bátar þessir verða um helmingi ódýrari en bátar þeir, sem ríkisstjórin er að láta smíða. Verður Krossanesverksmiðjan rekin áfram af útlendingum? leyft Bandaríkjahernum að dvelja hér samnings % iaust um ótiltekinn tíma? Tíminn birtir á öðrum stað tilkynningu þá um herstöðvamálið, er stjórn Bandaríkjanna birti í Washington um seinustu hclgi. Þótt einkennilegt sé, hefir íslenzka ríkisstjórnin engar ráðstafanir gert til að gera hana kunna hér á landi, enda þótt ærin ástæða sé til, þar sem efni hennar er á margan hátt hið merkilegasta fyrir íslendinga. Sérstaka athygli og ánægju mun þó vekja sú skoðun Bandaríkjastjórnar, að herverndarsáttmálinn hafi skuldbundið hana til að fara burt með herinn strax í stríðslok, og hún sé stað- ráðin í að fullnægja því ákvæði samningsins. Eigendur Krossanesverk- smiðjunnar á Akureyri, sem er norskt hlutafélag, hafa boðið Akureyrarbæ að kaupa hálfa verksmiðjuna gegn því, að bærlnn ræki hana í sam- einingu við hið norska hluta- félag. Kaupverðið á helm- ingnum átti að vera 500 þús. kr. Akureyrar bær hefir þegar hafnað þessu tilboði, þar sem ekki kæmi til mála að reka verk- smiðjuna í sameiningu við út- lent félag og auk þes er veröið allt of hátt, þvi verksmiðjan er gömul og orðin mjög úr sér gengin. Annars hefir Akureyrarbær lengi haft hug á að taka að sér rekstur þessarar verksmiðju, en hún var rekin af Norðmönnum fyrir styrjöldina og keypti þá síldj til vinnslu af. íslenzkum skipum. Ni>mun Norðmaður sá, sem veitti verksmiðjunni for- stöðu, vera látinn. . Á styrj aldarárunum var verk- smiðjan tekin leigunámi, er á þrufti að halda, yfir síldveiði- tímann. Maður finnst örendur i „Esju Þegar Esja kom upp að bryggju í Reykjavík, nokkru fyrir hádegi á sunnudag, var eins farþegans saknað. Var jþað Gunnar Larsen, útgerðarstjóri KEA á Akureyri, en hann var meðal farþega með skipinu frá Danmörku. Þegar Gunnar hafði ekki komið fram síðari hluta dagsins var hafin leit að honum og fannst hann þá örendur í klefa sínum um borð í skipinu. Fimleikaflokkur K. R. fer til sex landa Formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, Erlendur Ó. Pét- ursson, boðaði blaðamenn á sinn fund, ásamt forset^ í. S. í., Ben. G. Waage og Vigni Andréssyni leikfimiskennara. Skýrðu þeir frá fyrirhugaðri fimleikaför úr- valsflokks karla úr K. R. til Norðurlanda og víðar. Er hér um að ræða 13 manna fimleikaflokk, sem ferðaðist nokkuð um landið i fyrra og sýndi við góðan orstír. Stjórn K. R. hefir leitað til Flugfélags íslands um farkost handa fim- leikaflokknum og mun flugvél frá félaginu fljúga með flokk 'inn. — Lagt verður af stað héð- an 11. júní og sýnt í þessum borgum: Bergen, Oslo, Stokk- holm, ef til vill Leningrad, Hels- inki, Kaupmannahöfn, London og Edinborg. Gert er ráð fyrir að ferðalagið taki alls þrjár vik- ur. Vignir Andrésson leikfimis- kennari er stjórnandi flokksins. Áður en farið verður héðan, verða haldnar hér sýningar fyrir almenning. Ymsir hafa viljað draga í efa, að herverndarsáttmálinn hafi skuldbundið Bandaríkjastjórn til að faxa burt með herinn strax i stríðslokin, þar sem í orðsend- ingu Rooseyelts forseta frá þessum tíma sé svo að orði kom- izt, að herinn skuli fluttur burtu „strax og núverandi hættu- ástandi í milliríkjamálum sé lokið.“ Þetta hefir verið reynt að túlka þannig, að það gæti eiginlega gilt um ótiltekinn tíma eða meðan ófriðvænlegt væri í heiminum. Hverjum einum mætti þó vera ljóst, að „núver- andi hættuástand" getur ekki átt við annað en styrjöldina milli Þjóðverja og Bandamanna. Stjórn Bandaríkjanna hefir nú á drengilegan hátt tekið af all- an vafa um þetta og lýst yfir því, að samningurinn „kveði svo á um, að herlið Bandaríkjanna fari af íslandi, þegar eftir stríðslokin.“ Jafnframt lýsir hún yfir því, að þessu ákvæði verði iullnægt. Allar æsingar og meið- andi getsakir í garð Bandaríkj- anna eru þvi meira en óþarfar og bersýnilega ekki bornar fram í greiðaskyni við íslendinga. Hefndarráðstöfun gegn Pétri Ottesen Þau tíðindi gerðust í þinglok- in, að Sjálfstæðisflokkurinn felldi Pétur Ottesen frá þvi að vera endurskoðanda Búnaðar- bankans, en hann hefir gegnt því starfi undanfarin ár. f stað hans kusu þeir Einar Gestsson á Hæli. Er hér bersýnilega að ræða um hefndaraðgerð að undirlagi Jóns Pálmasonar og kommún- ista, sem hafa lagt hatur á Pét- ur fyrir drengilega aðstoð, sem hann hefir veitt Framsóknar- flokknum í baráttunni gegn ýmsum skemmdarverkum stjórn- arliðsins, er bcinzt hafa gegn bændum. Þá sameinuðust Alþýðuflokks- menn og kommúnistar um að gera Sif^irjón Á Ólafsson að öðrum endurskoðanda bankans í stað séra Sveinbjörns Högna- sonar. BRIMHLJÓÐ Leikfélag Akureyrar ‘ hafði frumsýningu á sjónleiknum Brimhljóð, eftir Loft Guðmunds- son, á síðasta vetrardag. Var leiknum vel tekið og leikendur kallaðir fram og hylltir að sýn- ingu lokinni. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. lokin. Við nákvæman lestur yf- irlýsingarinnar virðist þetta þó skýrást allmikið. Þar segir, að „í samrænfi“ við það ákvæði herverndarsamningsins, að hann Hins vegar mætti íslendingum falli úr 1 stríðslofein, hafi Bandaríkjastjórn óskað eftir nýjum samningi um herstöðvar á íslandi. Fyrstu beiðni hennar um þetta var neitað af islenzku stjórninni, en hún fjallaði um leigu á herstöðvum til langs tíma. Málið 'var þó ekki látið nið- ur falla enda var ekki með þéssu skotið loku fyrir samninga á öðr- um grundvelli, heldur var því fréstað, „a. m. k. í bili“ fyrir milligöngu íslenzka sendiherr- ans í Washington. Hvernig þess- ari frestun hefir verið til leiðar komið, er enn myrkrum hulið, en nokkuð er það, að bandaríska stjórnin virðist telja dvöl hers- ins heimila hér, þótt hervernd- arsáttmálinn sé niður faliinn, og íslenzka ríkisstjórnin % virðist ekkert hafa við þessa dvöl hans að athuga, þótt hún samrímist ekki neinum opinberum samn- ingum. Öll ástæða er því til að ætla, að fresturinn hafi verið keyptur því verði, að stjórnin leyfði hernum að vera í land- verða hugsað til þess, hve giftu- meiri þeir eru en Eystrasalts- þjóðirnar og fleiri smáþjóðir Ev- rópu, er hafa ólíka sögu að segja af voldugu grannríki sínu. Það kann þó að vekja tor- tryggni einhverra, að amerískur her dvelur enn hér á landi, þrátt fyrir þá yfirlýsingu Bandaríkja- stjórnar, að herverndarsáttmál- inn hefir fallið úr gildi í stríðs- 20 togurum úthlutað í gær var úthlutað 20 af þeim 30 togurum, sem ríkisstjórnin hefir samið um smíði á í Eng- landi. Skipin skiptast sem hér segir: Reykjavíkurbær 8 skip, útgerð- armenn í Reykjavík 5 skip, út- gerðamenn i Hafnarfirði 6 skip og Akureyrarbær 1 skip. i Einn af togurum Reykjavík- urbæjar er dieselskip, hitt eru 1 gufuskip,- (FramhalcL á 4. sib'i).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.