Tíminn - 01.05.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1946, Blaðsíða 3
75. blað fflí, miðvikmlagiun 1. maí 1946 3 Bændur láta ekki . . . (Framhald af 2. síðu) sem nú er fyrirhugað, að taka fjárhlut hvers viðkomandi bún- aðarsambands, heima í héraði, en láta krónurnar aldrei hefja þessa hringferð. Því, ef að vanda lætur, mun hann heldur rýrna en vaxa, krónuhlutur hvers búnaðarsambands við það að síast í gegnum reykvískar greipar, að ógleymdum öllum þann tíma, sem þingið hefir eytt í stælur og þref, um málið. Sú er mín skoðun, að Búnað- armálasjóður hefði átt að auk- ast og vaxa og vera ósnertur næstu 2—3 á'rin. Nú hafa verið — og er — góðæri, erfiðu árin kunna að vera framundan. Þá gæti verið gott og nauðsynlegt fyrir ísl. bændastétt áð eiga öflugan Búnaðarmálasjóð að bakhjarli. Eitt af þeim deiluatriðum, sem upp hafa vaxið í sambandi við ráðstöfun Búnaðarmála- sjóðs, er till. búnaðarþlngs um að verja nokkrum hluta sjóðs- ins til bætts húsakosts fyrir Búnaðarfélag íslands, og í sam- bandi við þá nauðsynja bygg- ingu að byggja gistiheimili fyrir ísl. bændafólk, sem leið á um, eða til Reykjavíkur. Á yfirstandandi tima’ geri ég ekki að kappsmáli gistiheimili fyrir stétt mína í Reykjavík, þó viðurkenni ég fullkomlega rétt- mæti og menningarlega nauð- syn þessa gistiheimilis fyrir ísl. bændastétt, og ég met að engu tormerki þau og gríluskrípi, sem á’ vegg eru dregin af andstæð- mgum þessa máls. Hitt tel ég á yfirstandandi tíma aðalatriðið, að bændur og forsvarsstofnanir landbúnaðar- mála, hafi fullt vald og óskor- að, til að ráðstafa fé Búnaðar- má,lasjóðs, en ekki sá þing merihluti, sem nú ríkir. Nú munu viðast afstaðnir fundir búnaðarsambandanna, og kosning búnaðarþingsfull- trúa er fyrir dyrum. Kosning sveitarstjórna og sýslunefndar- manna nálgast, og kosningar til Alþingis ekki langt undan. Sé eftir hlustað heyrist vopnabrak úr austri og vestri. Atgeirinn er þegar á lofti og kutinn mun leynast í erminni hjá sumum. Það er styrjöld framundan. — Pólitísk Sturlungaöld í aðsigi. Þar mun gömlum vopnum og nýjum á loft brugðið. Það verða eitraðar eggjar í sumra hönd- um, en hjá cðrum kann falur- inn að reynast feyskinn. Þar verða einvígi háð, barizt í ná- vígi, það verða flokka og fylk- ingaorustur, það verður lofað og svikið, logið, blekkt og fals- að. Það eru hin pólitísku orku- ver Reykjavíkur, er knýja fram straum þessarar styrjaldar. Þau eiga sínar spennustöðvar úti um landsbyggðina. Hvernig vorið verður eða ver- tíð skipast, hvernig grasspretta reynist eða heyjanýting lánast á sumri komandi vitum við ekkert um, en hitt er fyrirfram vitað, að harðvítugt verður her- búða- og hernaðarbraskið hjá henni pólitík með vordögunum. Nú skyldi bændaliðið vart um sig og skipa traust og skipulega fylkingum, . því það verður að okkur sótt og um okkur barizt aðallega. Við verðum að treysta á mátt okkar og framtíð, beita greind, athygli og glöggsæi, — ljá ekki fangs .á framtíð okkar, né stöðu eða starf I fylkingum okkar, þeim mönnum, sem ó- tryggir kunna að reynast eða að svikráðum sitj a. Skyggnumst undir sauðgæruna. Það mun margur Mörður á kreik komast, og mæla fagurt en hyggja flátt. Umfram allt, bændur, verum ekki auðtrúa, gerum ekki auka- atriðin að aðalatriðum, stönd- um einhuga saman um hags- muni stéttar okkar og menning- armál. Sýnum, að enn þá rennur norrænt blóð um æðar okkar. Sýnum, að ekki sé okkur svo hiti úr hamsi flúinn eða merg- ur úr beinum runninn að vlð líðum í nærstöðu við okkur þá menn, sem traðka vilja á rétti okkar og sóma, — menn, sem að beint eða í berhöggi, bjóða okk- ur hverskyns smán og sneypu. HANS MARTIN: SKIN OG SKURIR að rifja upp fyrir sér samtal þeirra’ .... Tómleikinn nístir hann í klóm sínum. En hvaða máli skiptir þetta? Hefir honum ekki ætíð verið ljóst, að draumar hans gátu ekki ræzt? Það var einmitt bezt fyrir hann að binda enda á þetta strax. Nú vissi hann óyggjandi, hvaða kosta hann átti völ. Hún bauð honum vináttu sína. Mari- anna vildi vera félagi hans — en vildi ekki vera kona, sem hann gat faðmað að sér .... Ó, Maríanna .... Sú von, sem hann hefir alið síðan hann var tólf eða þrettán ára gamall drengur, hefir verið níst til bana á þessu kvöldi .... Það er erfitt að sætta sig við það .... Og í rauninni finnst honum hann verða fyrir rang- læti. Ef hún væri ekki jafn auðug og hún er — ef hann væri ekki jafn illa búinn og klunnalegur og hann er, þá hefði þetta getað farið á annan veg. Hann harmar það nú, hve sjaldan hann hefir gefið sér tíma til þess að skemmta sér í hópi félaga sinna og þjálfa sig í umgengni við ungar stúlkur, og honum sárnar mjög, hvílíkt djúp ólíkur efnahagur hefir staðfest á milli þeirra .. Hann átti sem sagt aðeins eina leið færa: Hann varð að safna fé, miklu fé, og hann varð að ávaxta það hyggilega. Það var gott að vita það strax. Hann varð að eignast fallegt heimili, neyta kræsinga, vera prúðbúinn og eiga gildan sjóð í banka, sem hann gæti gripið til, ef eitthvað óvænt bæri að höndum.Ef til vill félli allt í ljúfa löð, ef hann ætti nóga peninga .... * Jólin fara í hönd .... Dagarnir eru stuttir, himinninn drunga- legur, rigning og stormur. í búðargluggunum skarta rauð ljós, dökkgrænar grenigreinar og glitrandi glingur .... Jólin fara í hönd, og frú van Aalsten kaupir tvö bindi handa Occo hjá Adema van Scheltema, tóbaksdós handa manni sínum og sígarettuhylki handa Hans. Loet á að fá leikfang. Jól .... Og Lúsía Wijdeveld situr við skrifborð sitt. Fyrir fram- an hana liggur skrá yfir gestina í jólaboðinu .... Ekki yfir tutt- ugu hafði Wijdeveld sagt — og ekki of mikið af víni .... Það veit sannur guð, að það er henni hreinasta ráðgáta, hvernig hún á að sigla hjá því að móðga engan, þegar hún má ekki bjóða fleiri en þetta. Þetta verður leiðinlegt jólaboð. Jól .... „Frá og með 23. desember 1921 er aðsetur Wijdevelds- útgerðar ....“ Hettý á að vera viðstödd vígsluathöfnina. Hún hefir látið Bosman gamla útvega gula prestafífla í krystalsker á borði föður hennar. * Jólin fara í hönd .... Og frú Höveling kaupir gamla nótnabók handa Mörtu og silkibindi handp. Sjoerd .... Hún á aflögu skild- inga fyrir kerti, grenisveig og mistilteini. Jól .... Þau Sjoerd og Marta verða samferða í búðirnar, því að þau ætla að velja hlýtt sjal handa móður sinni og nýjan ljósa- dúk á borðið í dagstofunni. / Þessa daga hafa allir nóg að starfa, og alls staðar ríkir eftir- vænting og tilhlökkun. Fólk býr yfir margvíslegum leyndarmál- um, og í hjörtum margra býr hljóðlát og sönn gleði. Og þegar Wijdeveld lítur yfir hið glæsta matborð á jóladaginn, þar sem Hettý og Janni eiga nú í fyrsta skipti að fá að sitja með hinu fólkinu, fyllist hann svo sælli gleði, að hann hefir ekki fundið slíkan fögnuð í hug sér í mörg ár .... Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvæðum laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykjavík- urbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 2., 3. og 4. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig sam- kvæmt lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutíman- um kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 30. apríl 1946. Borgarstjórinn í Reykjavík STÚDENTAR! Stúdentar eldri sem yngri, sem óska að fá nýjar stú- dentahúfur fyrir 100 ára afmælishátíð Menntaskóláns I Reykjavík, þann 16. júní í sumar, eru beðnir að senda pant- anir sínar ásamt máli til Reinholts Anderson klæðskera Laugaveg 2 Reykjavík fyrir 15. maí næst komandi. Pantanir sem kynnu að berast eftir þann tíma, má búast við að ekki fáist afgreiddar fyrir hátíðina. Mátíðanefmlm. ÁSKRIFTAGJALD TÍMANS kr. 5.00 á inánuði í Reykjvík og hafnar- flrði. || en kr. 45.00 árganguriim anuars staðar á landinu. Verzlun Ingþórs Tll aS auka ánægjuna Ingþór hefur flest. Sími 27. Selfossi. Þar að koma þú skalt muna • að þér er sjálfum bezt. Þeg:ar ég kom á vörðinn morg- uninn eftir, var orðið lygnara, en talsverður sjór, Þorsteinn var á stjórnpalli, og hafði ég orð á þvi, að vondur sjór hefði komið með þessari rokhrynu. Þorsteinn brosti, og sagði: „Já, ég var í nokkrum vafa um, hvort hann myndi hafa sig upp undan ein- um, sem köm framan yfir.“ Það var víst sami sjórinn, sem kom þegar ég var að fara úr stígvélunum. Þá nótt fórst þil- skipið Svanur af ásiglingu, og drukknaði helmingur skipshafn- arinnar. Á skipinu var ég til þess að því var skilað út, þegar leigu- tíminn var á enda. Sumarið 1905 átti ég heimili á Eyrarbakka, og réðist þá í vinnu hjá Lefolliis-ve^zlun, og var á- kveðið, að ég skyldi vera á gufu- bátnum Njáli, þegar hann væri i flutningum mili Eyrarbakka og Grindavíkur, og einnig var ráð- gert, að hann færi á fiskveiðar um sumarið, eina eða tvær ferð- ir eftir ástæðum. Skipstjórinn var danskur, að mörgu leyti góður drengur og prúðmenni, en virtist vera vínhneigður um of, stýrimaðurinn var Sigurjón P. Jónsson, duglegur og ágætur drengur, fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, en hafði verið í siglingum erlendis, og lokið þar stýrimannsprófi. Sigurjón var síðar vel þekktur hér, sem skipstjórí á flóabátnum „Ing- ólfi“. Á skipinu var, auk skip- stjóra og stýrimanns, 10 manna áhöfn: 4 Danir og 6 Eyrbekk- ingar, meðal þeirra Jón Sigurðs- son, síðar hafnsögumaður, og Jóhann Guðmundsson frá Gamlahrauni. Fyrsta ferðin með „Njál“ var til Grindavíkur, og voru fluttar þangað verzlunar- vörur, en fiskifang tekið til baka. Við fórum frá Eyrarbakka snemma morguns í bezta veðri, fórum fyrst á Járngerðarstaða- vík, og var afgreiðslu þar lokið um kvöldið, en þá var komið þar talsvert brim og þoka, og töldu kunnugir menn sundið þar aðgæzluvert, einkum vegna þokunnar. Þá var skipstjóri okk- ar orðinn talsvert drukkinn, en með drengilegri aðstoð og leið- sögu Tómasar bónda Sæmunds- sonar, gekk vel að komast út þaðan. Alla nóttina var svarta þoka, og var haldið sjó úti fyrir, því morguninn eftir átti að af- greiða á Þórkötlustaðavík, og var þá létt svo upp, að við gát- um farið þangað og lokið erind- um þar síðari hluta dags, en áður en stefna var tekin þaðan austur með landinu til Eyrar- bakka, skíall yfir þoka eins og daginn áður, skipstjórinn orð- inn þéttkendur, en setti þó stefnuna austur, og var svo sett- ur út vegmælir, „logg“, og hald- ið svo eins og leið liggur í átt- ina, en ekkert sást fyrir þoku. Eftir nokkurn tíma var stopp- að, og rennt út grunnsökku; að þvi loknu er komið til okkar Jóhanns Guðmundssonar og spurt frá skipstjóranum, hvar í Þorlákshafnarsjónum sé 46 faðma dýpi og sléttur steinbotn. Við kváðumst ekki geta sagt um það með vissu, en ef það væri þar á venjulegum fiski-! miðum, væri helzt um einn stað að ræða, og ættum við þá að geta fengið landkenningu, eftir stutta stund, ef breytt væri stefnu til lands. Þetta var gert, og haldið stefnu til lands í 10 mínútur, án þess að landkenn- ing fengist. Var þá mælt dýpi aftur og var þá 55 faðmar. Fór- j um við þá að tala um okkar I milli, að Bakkus myndi hafa villt stefnuna fyrir skipstjór- anum. Þetta gekk svona nokkra stund, að haldið var sömu stefnu og dýpi mælt við og við, og og breyttist það lítið, þar til síð- ast að það reyndist 35 faðmar, og um sama leyti heyrðum við brimhljóð, og létti þá upp þok- unni. Vorum við þá komnir nærri landi, austan við Stokkseyri. Var þá orðið áliðið kvölds og sundið á Eyrarbakka orðið að- gæzluvert sökum brimhroða, og þá haldið til Þorlákshafnar og legið þar yfir nóttina. Morgun- inn eftir komum við heim, og var þá lokið fyrstu ferðinni á Njáli. Jón Sigurðsson mun hafa aðvarað skipstjórann, að stefnan væri ekki alls kostar rétt, en hann tók það ekki til greina og þar við sat. Þegar skipstjórinn hafði fengið full- mikið í staupinu þóttist hann vita bezt, og vildi hafa „agt og re- spekt fyrir sína konst,“ eins og Galdrahéðinn í Skuggasveini. — Framhald. Vitmið ötullega fyrir Tímann. Ný Bók frá Máli og memilngu: SALAMÖNDRUSTRIÐIÐ , eftir tékkneska skáldið Karel Capek. Salamöndrustríðið er ein af frægustu skáldsögum, sem út hafa komið í heiminum á síð- ustu áratugum, stórbrotin, hugmyndarík og skemmtileg af- lestrar. v * Ennfremur er komitS út: Nýtt hefti af tlmariti Máls og menningar Af efni þess má nefna: Ljóð eftir Jón Óskar, Sigfús Daðason og Anonymus. Sigurður Þórarinsson: Sigurður Stefánsson og íslandslýs- ing hans. Martin Andersen Nexö: Úr bréfum til samlanda míns. Baldur Bjarnason: Kína í fortíð og nútíð. Skúli Guðjónsson: Áfangar. Ernst Toller: Júlla (smásaga). Arnold Bennett: Um stíl. Bókaumsagnir o. fl. Mál og menning Laugaveg 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.