Tíminn - 08.05.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1946, Blaðsíða 3
79. blað 3 XÍMIM, miðvikudagiim 8. maí 1946 Frá Tónlistarfélagi Hafnarfjarðar St]órn nýstofnaðs tónllstar- félags í Hafnarfirði hefir sent Tímanum til birtingar svolát- andi ávarp: Hingað til hefir tónlistarlíf í Hanarfirði mátt tel'jast fremur fáskrúðugt. Hið helzta, sem bæjarbúar hafa átt kost á að hlýða, er söngur karlakórsins „Þrestir“, en sá kór hefir starf- að öðru hverju sl. 30 ár og sam- fleytt sl. 10 ár og mun ráða yfir sæmilegum söngkröftum. Ein- staka sinnum hafa einsöngvar- ar efnt til hljómleika, en alla aðra tónlist hafa bæjarbúar orðið að sækja til Reykjavíkur. Vafalaust hefir vöntun á not- hæfu húsi til hljómlistarflutn- ings valdið miklu um þetta, en nágrennið við Reykjavík hefir einnig að líkindum dregið úr áhuga Hafnfirðinga á þvi að skapa sitt eigið tónlistarlíf, þar sem telja má auðvelt að sækja þangað þá hljómleika, sem öll- um eru ætlaðir. . Ýmsum Hafnfirðingum hefir þó verið ljóst, að tónlistarmenn- ing bæjarins er miklu minni en vera ætti, og er vafalaust að því skaði, því að uppeldisgildi tón- listar verður ekki vefengt. Eink- um varðar miklu, að fólk eigi snemma ævi kost á að njóta sí- gildrar tónlistar, því að ella er hætta á, að menn læri aldrei að meta hin stærri og meiri tónverk í flutningi færustu listamanna, en láti staðar numið við smálög. Til þess að ráða nokkra bót á þessu, höfum við, 15 Hafnfirð- ingar, stofnað Tónlistarfélag Hafnarfjarðar. Mark þess og mið er að efna til góðra hljómleika fyrir þá bæjarbúa, er slíkt vilja þekkjast, koma á fót tónlistar- kennslu, þegar tök þykja á, og vinna í þágu tónlistar á allan þann hátt, sem við verður kom- ið. Ætti þetta að reynast miklu auðveldara nú en áður, með því að nú er völ á húsi, bíósalnum í ráðhúsi bæjarins, en sumir fær- ustu tónlistarmenn okkar munu telja hann bezta hljómleikasal, sem þeir hafa kynnzt hérlendis. Starfi sínu mun félagið haga á líkan hátt og Tónlistarfélagið í Reykjavík, þ. e. bjóða Hafn- firðingum að gerast styrktarfé- lagar og fái þeir í þess stað að- gang að nokkrum hljómleikum á ári. Samningar hafa þegar tekizt við Tónlistarfélagið í Reykjavík og á Tónlistarfélag Hafnarfjarðar kost á að fá-til Hafnarfjarðar listamenn, er leika á vegum þess. Hefir stjórn þess látið sér mjög annt um stofnun þessa félags og boðið því stuðning sinn í öllu því, er það mætti. Kunnum við henni að sjálfsögðu miklar þakkir fyr- ir heit um liðvelzlu, enda hefir það félag unnið hið mesta menn- ingarstarf og gerbreytt öllum viðhorfum í tónlistarmálum hér lendis. Mundi hvorki okkur né öðrum, sem stofna kunna tón listarfélag á næstunni, reynast slíkt kleift, svo að verulegu gagni kæmi, ef þess félags nyti nú ekki við. Tónlistarfélag Hafnarfjarð- ar væntir þess, að Hafnfirðing ar bregðist vel við málaleitun félagsins og leggi af mörkum sinn skerf til þess að hingað megi koma þeir listamenn, sem völ er á beztum. — Hafnarfirði 2. maí 1946. Benedikt Tómasson, form. Ásgeir Júlíusson, ritari. Eiríkur Pálsson, gjaldkeri. Beinteinn Bjarnason. Garðar Þorsteinsson. H AN S MARTIN: SKIN OG SKÚRIR lækka farmgjöldin enn meira en þér — til þesS að ná mér aftur á strik, og auk þess lagði ég fram stórfé af einkaauði mínum .... Þetta hefir gefið góða raun. Auðvitað heldur bág afkoman þetta árið, en fyrirtækið er aftur komið á tryggan grundvöll, ef allt verður með felldu. Fyrirtæki okkar beggja ættu að geta blómg- azt ágætlega hlið við hlið. En ef við leitumst sífellt við að troða skóinn hvor niður af öðrum, getur náttúrlega svo farið, að báðir verði fyrir vonbrigðum. Þess vegna er það tillaga mín, að við höldum fyrirtækjum okkar algerlega aðgreindum, van Meegen — en vinnum samt saman. Ég vil I hreinskilni sagt, að við hætt- um að reka njósnir hvor um annars fyrirætlanir, hættum að reyna að róa hvor undan öðrum, eins og svo alsiða er um skipa- félög, en gerum þess í stað gagnkvæma samninga um farmgjöld, kjör og siglingar. Getið þér fallizt á það?“ Van Meegen réttir fram hönd sína. „Ég geng að þessu, Wijdeveld .... Ég finn það nú glöggt, sem ég vissi raunar áður, að þér eruð drengur góður. Þér getið treyst 3VÍ, að ég svík yður ekki.“ „Það gleður mig að heyra þetta. Þá skulum við gera um þetta skriflega samninga, og síðan gefum við starfsfólki okkar og um- boðsmönnum til kynna, hvaða nýskipun hefir átt sér stað okkar í milli. Og ég sting upp á því, að við hittumst að minnsta kosti einu sinni í mánuði til þess að ræða hagsmunamál okkar.“ „Ágætt, Wijdeveld .... Verðum við ekki samferða i kauphöll- ina. Við erum orðnir heldur seinir ....“ Litli vélbáturinn dansar á kröppum bylgjunum. Wijdeveld dreg- ur hattinn niður á ennið og brettir upp kragann á frakka sínum. „Þér ættuð að kaupa yður síða olíukápu og hlýtt skinnvesti,“ segir maður, sem situr við stýrið .... Wijdeveld kinkar kolli, Honum þykir vænt um þetta skynsam- lega ráð. Þá getur hann líka hætt sér lengra út á bryggjurnar, án pess að eiga á hættu að skemma fötin sín .... hagað eins og verið hefir. Lög- þingsfulltrúinn verði ráðunautur utanríkismálaráðuneytisins í færeyskum málum. Kjósi lög- þingið að senda utan samninga- nefndir, er geri viðskiptasamn- inga við aðrar þjóðir, getur það gert það í samráði við utanrík- ismálaráðuneytið, enda greiði Færeyingar kostnaðinn Mllli- ríkj asamningar Dana eru ekki bindandi fyrir Færeyinga, nema samþykki færeyskra stjórnar- valda komi til. Danir hafi með höndum fiskveiðaeftirlitið og noti til þess skip undir dönskum fána, þar til Færeyingar ákveða' að taka það í sínar hendur og standa straum af kostnaðinum. Réttindi og skyldur, tengd dönskum ríkisborgararétti, skulu vera sem verið hefir með þeim breytingum þó, sem nauðsynleg- ar eru, til dæmls varðandi skrá- setningu skipa, útlendingalög- gjöf og annað, sem leiðir af rétti Færeyinga til þess að nota sinn eigin fána. Um önnur mál en hér hafa verið nefnd, svo sem samgöngumál, verzlunar- og tollmál, siglingamál, póstmál, vitamál, síma- og loftskeyta- mál, réttarþjónusta, vogarmál og fleira, skal gerður nánari samningur milli lögþingsins og ríkisstj órnarinnar, þó þannig, að Færeyingar taki þegar í sín- ar hendur atvinnumál, vitamál, póstmál, kirkju- og kennslumál, lyfjamál, heilbrigðismál, sam- göngumál, sveitarstjórnar- og fátækramál og félagsmál. Áður en tvö ár eru liðin frá samninga- gerð þessari skal ráðið til lykta öllum fjármálaatriðum milli Dana og Færeyinga og settar reghir um þátttöku Færeyinga í sameiginlegum kostnaði þjóð- anna. Ákvæði þau, sem gengu í gildi 9. maí 1940 um bráða birgðastjórn Færeyja, skulu gilda, þar til hinn nýi samning ur hefir hlotið samþykki. Samkomulagstillögur jafnaðarmanna. Næst bar það til tíðinda hinn 18. marz, að fulltrúar jafnaðar- manna koma enn fram með breytingartillögur við uppkast dönsku nefndarinnar, er jafn- framt var hugsað sem sam- komulagsgrundvöllur, er jafnað- armenn og Fólkaflokksmenn gætu mætzt á. Um réttarstöðu Eæreyja vildu þeir komast svo að orði, að hún yrði hin sama og verið hefir að öðru leyti en því, sem leiddi af þessum samningum. En réttur Færeyinga til þess að lýsa yfir fullu sjálfstæði væri viður- kenndur, enda yrði það gert samkvæmt ósk þjóðarinnar Ríkisstjórnin sjái um, að gerðar verði þær breytingar á stjórnar skránni, sem nauðsynlegar eru til þess að samningarnir geti gengið í gildi. Lögþing Færey- inga fái löggjafar- og fjárveit ingavald í öllum færeyskum málum, sem ekki hafa í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð né varða hagsmuni manna í Danm Engin lög geta öðlazt gildi í Færeyjum, nema þau hafi fyrst verið lögð fyrir lögþlngið og samþykkt af því. Færeyingar geta hvenær sem er tekizt á hendur fulla ábyrgð fjárhagslega, stjórnarfarslega og siðferðilega, í þeim atriðum, er nú hafa verið nefnd, og undir (Framhald á 4. síðu) Frá Rafveitu Keflavíkur Tilboð óskast í eftirfarandi vélar og tæki hjá Rafveitu Keflavíkur: 1. Mannheim-Dieselvél, 90 ha., með kílreimdr. rafal 42 kw. 110 volt. 2. Deutz-Dieselvél, 50 ha., með reimdr. rafal, 15 kw. 110 volt. 3. Polar-Dieselvél, 25 ha., með ástengdum rafal, 12.5 kw. 110 volt. 4. Fullkominn töfluútbúnaður, ásamt spennu- og straum- mælum fyrir hverja vélasamstæðu. Vélarnar eru notaðar, og í nothæfu ástandi. Þær eiga að seljast í einu lagi, eða hver út :.f fyrir sig, eftir nánara samkomulagi. Rafveitan áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 94 eða 107 í Keflavík. Rafveita Keflavíkur! Jörð til sölu og ábóðar Jörðin Víkurgerði í Fáskrúðsfjarðarhreppi er til sölu og ábúðar nú þegar. —Húsakostur er góður, öll hús steypt. Vindrafstöðvar, miðstöð. — Ágæt aðstaða að stunda út- fræði. — Til sölu ennfremur 2 kýr og 10 ær. Semja ber við undirritaðan. Fáskrúðsfirði, 30. apríl 1946. Jón Reykjalín, Víkurgerði. Sfarfsstúlkur vantar í Kleppsspítalann 14. maí. Upplýsingar í síina 2319. ... Auglýsing um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavík Nokkrar lögregluþjónastöður eru lausar til umsóknar. Byrjunarárslaun lögregluþjóna eru kr. 6000,00, en hækka um kr. 300,00 á ári í kr. 7.800,00 auk verðlagsuppbótar og einkennisfata. Umsækjendur skulu vera 22—27 ára að aldri, 178—190 cm. á hæð, hafa íslenzkan ríkisborgararétt, óflekkað mann- orð, vera lögráða og hafa forræði fjár síns. Hafi umsækj- andi sérstaka kunnáttu til að bera, sem nauðsynleg eða heppileg er talin fyrir lögregluna, má þó víkja frá fram- let vörubifreiðar, með palli og húsi, þriggja tonna. Lögreglunámskeið verður haldið fyrir lögregluþjónaefni að umsóknarfresti liðnum. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð, er fást skrifstofu minni og hjá sýslumönnum og bæjarfógetum úti á landi. Umsóknarfrestur er til 10. júni 1946. Lögreglustjóriim í Reykjavík, ^ 6. maí 1946. *>« Verzlun Ingþórs Sími 27. Til að auka ánœgjuna Ingþór hefur flest. Selfossi. Þar aS koma þú skalt muna aS þér er sjálfum bezt. CHEVROLET vörubifreiðir Get útvegað frá Englandi til afgreiðslu strax nýjar Chevro- angreindum skilyrðum um aldur og líkamshæð. fjögurra hjóla. Bifreiðarnar hafa verið smíðaðar í U.S.A. Nánarl upplýsingar. ARNBJÖRN JÓNSSON Heildverzluii, Laugaveg 39. — Sírni 6003. Iðnskólabyggingin boðin út Hér með er leitað tilboða í að steypa upp og koma undir þak nýrri Iðnskólabyggingu, er standa á við Skólavörðutorg. Þeir, sem vilja sinna þessu, vitji uppdrátta og lýsingar í skrifstofu Iðnskólans við Vonarstræti, milli kl. 5 og 7 síð- degis, eða hjá Þór Sandholt, Reynimel 31, eftir kl. 6 síðd., næstkomandi miðvikudag, gegn 300,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu skólans föstudaginn 17. maí 1946 kl. 6 síðdegis, og ber að skila þeim þangað fyrir þann tíma. F, h. Byggingarnefndar Iðnskólans i Reykjavík. Þór Sandholt. Ný bók Hið íslcnzka fornritafélag: Heimskringla II Bjarni Aðalbjarnarson gaf út. • Fæst hjá bóksölum. Nokkur eintök af Vestfirðingasögum og ljósprentaða út- gáfan af Laxdælu fást ennþá. Kaupið fornritin jafnskjótt og þau koma út. Aðalútsala: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.