Tíminn - 24.05.1946, Side 2
2
TtMlM, föstndaglnn 24. maá 1946
91. blað
1111
Föstudagur 24. tnuí
Stefna bænda
Bændur íslands greinir á um
ýmislegt, eins og yfirleitt menn
í öllum stéttum og starfshópum.
Þó má segja, að stefna þeirra sé
ein og söm nær undantekningar-
laust. Bændur vilja að heiðarleg
og þjóðholl vinna sé undirstaða
þjóðfélagsins. Þeir trúa á lífs-
skilyrði íslenzkrar gróðurmoldar
og framtíð landbúnaðarins og
óska þess, að fá tækifæri til að
vinna að uppbyggingu og fram-
för atvinnulífsins. Þeir fara
sparlega með fé til daglegrar
framfærslu og eyðslu og leggja
hvern eyri, sem þeir geta við
sig losað í atvinnurekstur sinn,
og framför hans. Sömu kröfur
gera þeir yfirleitt um fjármála-
stjórn ríkisins. Þeir þekkja
gerla örðugleika og torfærur á
leið heiðvirðar fjáröflunar og
margháttaðar aðkallandi þarfir,
og svíður því öll óþörf eyðsla
og bruðl.
Það hefði því verið gagnstætt
eðli íslenzkra bænda og lífs-
reynslu, ef þeir hefðu almennt
orðið hrifnir af núverandi
stjórnarstarfi. Svo er heldur
ekki. Bændum leizt þegar í byrj-
un illa á samstarf stórgróðra-
manna og einræðisdýrkendanna
austrænu og geta enn sagt eins
og Pétur Ottesen og Jón á Reyni-
stað og engin ástæða sé til
þess að þeir hafi færzt nær
stjórninni síðan hún var mynd-
uð.
Stjórnarflokkarnir hafa verið
í ærnum vanda með bændur.
Fyrst sögðu þeir hug sinn allan
og brigzluðu bændum um aftur-
hald og fjandskap við allar
framfarir og nýsköpun af því,
að þeir vildu byggja á raun-
hæfum grundvelli, en ginu ekki
við loftköstulum stjórnarinnar.
Síðan er slegið úr og í. Nú orð-
ið er það venja að þykjast vera
í samstarfi við bændur og jafn-
vel að hrósa stjórninni, af því
að bændur hafi pantað, en ekki
fengið innflutt, vélar og verk-
færi fyrir margar milljónir
króna. Fer þá flest að verða
ríkisstjórn vorri til lofs, ef hún
á hrós skilið fyrir það. En þegar
bændur koma fram, sem stjórn-
arandstæðingar, eru þeir kall-
aðir Framsóknarmenn eða
Tímadelar og það eins, þó að það
séu menn, sem lengi og örugglega
hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum
að málum, svo sem Þorbjörn á
Geitaskarði og Ólafur Jónsson
á Akureyri.
Ofsi Reykjavíkurbraskara í
Sjálfstæðisflokknum, en þeir
ráða nú landi með kommúnist-
unum og foringjaklíkum Al-
þýðuflokksins, sem hefur ein-
angrazt frá alþýðu liðsins — er
svo mikill, að allir þeir, sem
unna heilbrigðum og sjálfstæð-
um atvinnurekstri í sveit eru
hraktir frá flokknum.
Stéttarsamtök bænda er svipt
fjárráðum,, fyrir hönd stéttar
sinnar og neitað um allt samn-
ingsvald út á við.
Búnaðarmálasjóður er tekinn
af Búnaðarfélagi íslands og
skipt upp eftir hlutafélagssjón-
armiði.
Stjórnskipuðu búnaðarráði er
fengið allt verðlagsvald, og mun
það vera dæmalaust í félags-
málalöggjöf vestrænna þjóða, en
fyrirmyndin sótt austur í Rússa-
veldi.
Tillaga er felld um það, að
verðlagning gkuli miðuð við það,
að bændur beri svipað úr být-
um og aðrir vinnandi menn.
Fjárframlög til landbúnaðar-
Gunnlaugur Pétursson:
Þeir muna Stalín, en
gleyma alþýðunni
i.
3. apríl fékk ég birtan grein-
arstúf i Tímanum, Alþýðublað-
inu og Þjóðviljanum. Benti ég
þar á, að með framkvæmd kjöt-
niðurgreiðslulaganna eru laun-
þegar allir sviknir um nokkurn
hluta þess fjár, sem lögin ákveða
þeim. /
Þá lá fyrir Alþingi breyting-
artillaga við lögin, og miðaði sú
breyting að því, að færa lögin
til samræmis við hina röngu
framkvæmd. Ég skoraði á AI-
þýðusamband íslands að beita
sér fyrir rétti launþeganna i
máli þessu, fyrir milligöngu
þeirra þingmanna, sem Alþýðu-
sambandið hefir aðgang að.
Lögin hafa nú verið samþykkt,
ásamt fyrrnefndri breytingar-
tillögu. Kommúnistar ráða Al-
þýðusambandinu. Þeir hafa þó
samþykkt breytinguna á kjöt-
niðurgreiðslulögunum. Getur
það tæplega stafað af áhuga
þessara „verkalýðsleiðtoga" fyr-
ir rétti launþeganna og hags-
munum. En við skulum gera ráð
fyrir, að þeir láti stjórnast af
góðum hvötum en ekki illum.
Og vist getur svo verið. Kann
þetta til dæmis að vera greiða-
semi við ráðherrann Pétur
Magnússon. Það hlýtur að vera
skemmtilegra fyrir hann að
geta haft fé af almenningi, án
þess að þurfa að brjóta til þess
þau lög, sem hann hefir sjálfur
samið.
II.
Alþýðusamband íslands hefir
brugðizt vel við, þegar öðruvísi
hefir á staðið. Mætti nefna um
það mörg dæmi, til dæmis fram-
komu formanns Alþýðusam-
bandsins í kaupdeilum Hlífar og
Dagsbrúnar í vetur. Hann
barðist eips og ljón gegn því, að
Dagsbrún veitti ríkisstjórninni
stuttan frest á verkfallinu og
ólmaðist í landssímanum, við
pöntun samúðarverkfalla. Þetta
var daginn áður en verkfallið
átti að hefjast.
Þegar mjög var liðið á kvöld
þóttist formaðurinn viss um, að
fundur Dagsbrúnarmanna hafn-
aði málaleitun ríkisstjórnarinn-
ar. Fékk hann þá aflmikla bif-
reið og lét aka með sig til Hafn-
arfjarðar, svo hratt, sem bif-
reiðin mátti komast, en hann
lenzkum höfnum. Saltskipinu
var snúið við. Faðir Stalín hafði
deplað öðru auganu, og fóstur-
börn hans á íslandi reyndust
viðbragsfljót.
IV.
Ekki hefir þess verið getið, að
spænska stjórnin ' segði af
sér, þegar fregnin barst um van-
þóknun Alþýðusambandsstjórn-
arinnar norður á íslandi. En
er einnig formaður Hlífar. Tók geta má nærri hvort Franco hef-
hann þegar til samninga við at- ir ekki orðið hræddur.
mála eru miklu minni, en til
sjávarútvegs.
Þetta bætist ofan á hina al-
mennu stjórnarstefnu, sem
bændur eru mjög á móti, en
einkennist m. a. af þessu:
Fjöldi manns fær að leika sér
að peningunum, án þess að
vinna nokkur þau störf, sem!
uppbygging er að fyrir þjóðfé-
lagið.
Verðbólgan leggur alltaf nýj-
ar og nýjar byrðar á atvinnu-
lífið, svo að fyrirsjáanlegt er, að
allur atvinnurekstur á íslandi
hlýtur að verða taprekstur.
Reykjavík sogar til sín fjár-
magn og vinnuafl með sívax-
andi hraða, án þess, að það
lendi fyrst og fremst við fram-
leiðslustörfin.
Þannig verða sveitir og þorp
og hinir lífrænu atvinnuvegir
fyrir ógurlegri blóðtöku.
Öllu þessu eru bændur á móti.
Og nú í kosningunum hafa þeir
dýrmætt tækifæri til þess, að
reisa skorður við þessum ófögn-
uði og hrinda stjórn hans. Það
tækifæri mega þeir ekki láta
ganga sér úr greipum. Einhuga
verða þeir að rísa, gegn land-
eyðingarstefnu og bænda-
kúgun stjórnarflokkanna og
sýna það við kjörborðið, að þeir
séu sterk og samhuga stétt.
Þannig tryggja þeir áhrifavald
sitt framvegis, og þjóðlega,
raunhæfa viðreisn.
vinnurekendur í Hafnarfirði og
hafði lokið þeim um fótaferðar-
tíma, daginn, sem verkfallið átti
að hefjast.
Um morguninn vaknaði Sig-
urður Guðnason við það, að Hlíf
var búin að semja og Dagsbrún
stóð ein uppi, flestir félags-
menn óánægðir og þóttust illa
sviknir. Síðan varð að senda Jón
Rafnsson í ferðalög — þó há-
vetur væri og allra veðra von —
til þess að afturkalla samúðar-
verkföllin, sem formaður Al-
þýðusambandsins hafði pantað.
Þessi framkoma er allfræg
orðin og um ýihislegt merkilegt,
einkum þó fyrir það, hve hagan-
lega hún samræmir einfeldni og
tvöfeldni.
III.
Annað dæmi er þó nærtæk-
ara og skýrara.
Eins og alkunna er, hefir fjár-
málastefna ríkisstjórnarinnar
leikið útveginn svo grátt, að út-
flutningur ísvarins fisks virtist
vera að stöðvast, þrátt fyrir yf-
irvofandi hungursneyð 1 mörg-
um löndum Evrópu.
Það samræmist illa fyrjirætl-
unum „nýsköpunarstjórnarinn-
ar“ að leggja fiskveiðar niður.
Lá næst að salta fiskinn,
þegar ekki er hægt að flytja
hann út ísvarinn. En til söltun-
arinnar þurfti salt.
Kaupmangararnir hafa und-
anfarin ár stundað innflutning
með þeim fágætum, að stórfræg
eru orðin, bæði austan hafs og
vestan. En þeir hafa ekki haft
mikinn áhuga fyrir saltinnflutn-
ingi. Salt er að vísu nauðsynlegt.
En það er ódýr þungavara og
lítið hægt að græða á verzlun
með hana, allra sízt meðan
veltuskatturinn hans Péturs
okkar allra var í gildi. Landið
mátti því heita saltlaust í byrj-
un vertíðar.
í vetur var von á salt-
farmi frá Spáni. Hans var full
þörf. En fiskur lá undir steini.
Rússar höfðu beitt kúgun við
nokkrar þjóðir, bæði í Asíu og
Evrópu. Þeir áttu erfitt með að
verja V>essa framkomu sína fyrir
gagnrýni frelsisunnandi manna
hvarvetna um heim. Þeir þurftu
á hávaða að halda og fengu til
þess sér hlynnta menn í Frakk-
landi að taka upp ádeilur á
stjórn Framcos á Spáni — og
hittu af tilviljun á sæmilega gott
mál. — Skömmu síðar stigu
Rússar fast niður járnhælnum,
sem á brjósti Póllands hvílir, og
þrýstu fulltrúa Pólverja í Ör-
yggisráði hinna sameinuðu
þjóða til þess, að bera fram
kæru á hendur stjórn Francos.
Og stjórn Alþýðusambands ís-
lands lét ekki á sér standa. Hún
gleymdi saltþörf útve^sins á ís-
landi og tilkynnti uppskipunar-
bann á vörum frá Spáni í ís-
Mörgum alþýðumanni íslenzk-
um þykir nóg um hegðun Al-
þýðusambandsstjórnarinnar. Al-
þýðusambandið á að vera þjóð-
nytjastofnun og ávann sér verð-
skuldaða virðingu undir hand-
leiðslu Jóns Baldvínssonar. Það
er ein af brjóstvörnum alþýð-
unnar og á að tryggja hag henn-
ar í hvívetna.
Hin síðari ár hefir Aiþýðu-
sambandið verið notað til ein-
hliða trúboðs fyrir flokkinn með
langa nafnið. Allmiklar breyt-
ingar hafa verið gerðar þar á
starfsliði, eins og hjá Dagsbrún.
Lítur út fyrir, að hjá samtökum
þessum muni bráðlega starfa
þeir menn einir, sem ekki hafa
haft tíma til að vinna fyrir sér
á frjálsum markaði, sakir trúar-
ofsa og trúboðshneigðar.
Árangurinn af starfi oísatrú-
armannanna er þegar farinn að
koma í ljós. Mörg hin eldri og
traustari verkalýðsfélög eru fall-
in í ónáð hjá Alþýðusamband-
inu. A. m. k. eitt félag hefir ver-
ið rekið úr sambandinu fyrir
fi OílaíaHgi
Stefna Sjálfstæðismanna.
Mbl. lýsir því yfir í leiðara í
gær, að enda þótt stjórnarflokk-
arnir hafi hver sína frambjóð-
endur, keppi þeir sameiginlega
að sigri stjórnarstefnunnar:
„Þeirra sameiginlega áhuga-
mál er að ríkisstjórnin komi
sem sterkust út úr kosningun-
um.“
Þessi yfirlýsing sýnir tvennt,
sem þjóðin verður að gera sér
ljóst.
Það er fastur ásetningur
stjórnarsinna í Sjálfstæðis-
flokknum að halda áfram sam-
starfinu við kommúnista, jafn-
framt því, sem þeir eru kallaðir
landráðamenn í Mbl. Skamm-
irnar eru gervisnörur, sem eiga
að hugnast þeim kjósendum,
sem mótfallnir eru sovétdekri
og austrænu einræði.
En ásetningurinn að halda á-
fram samstarfinu virðist vera
fastur og einlægur, ef nokkuð
má marka forustugreinar Mbl.
og útvarpsræður forsætisráð-
herrans.
Með eða móti.
Annað, sem þessi yfirlýsing
sýnir greinilega, er það, að hvert
einasta atkvæði, sem þeir fram-
bjóðendur, sem ábyrgð bera á
stjórnarsamstarfinu kunna að
fá, verður túlkað þannig, að
fólkið leggi blessun sína yfir
stjórnarsamstarfið. Þetta verða
stjórnarandstæðingar í Sjálf-
stæðisflokknum og Alþýðu-
flokknum að gera sér ljóst. Þeir
mega ekki kjósa írambjóðend-
ur þessara flokka af gamalli
tryggð, nema þeir séu ánægðir
með stjórnarsamstarfið, að und-
anteknum þeim fáu stöðum,
kommúnistaflokksins. Hagur Al-
þýðunnar er þeim aukaatriði,
þær sakir einar, að það vildi atkvæði kommúnista aðalatriði.
ekki láta að fávíslegum dutl-
ungum kommúnistatrúboðanna.
Hinir nýju starfsmenn Al-
þýðusambandsins halda upp-
teknum hætti, þótt þeir séu
komnir þar á föst laun. Enn
hafa þeir ekki tíma til þess, fyrir
trúboðshneigðinni, að sinna
þeim störfum, sem þeir eru laun-
aðir til að gegna. Allar fram-
kvæmdir þeirra eru við það eitt
miðaðar, að auka kjörfylgi
V.
Áður en kommúnistar komust
í ríkisstjórn var „vísitölusvindl-
ið“ eitt hjartkærasta umræðu-
efni forustumanna Dagsbrúnar
og Alþýðusambandsins. Á því
átti að ginna alþýðuna til fylgis
við kommúnista. Síðan komm-
únistar komust í stjórn hefir
þetta lítið heyrzt nefnt. Sú
(Framhald á 3. síðuj.
þar sem falslausir stjórn-
arandstæðingar eru í kjöri.
Nú er kosið um stjórnarsam-
starfið. Því mega ekki aðrir láta
leiðast til að greiða því atkvæði
en þeir, sem fylgja þvi.
í nafni réttlætisins.
Mbl. telur upp ýmsar fram-
farir og endurbætur, sem þaö
þakkar stjórnarsamstarfinu og
endar upptalninguna þannig:
„ný ræktun og byggingar í sveit-
um og bæjum ásamt öruggari
fyrirmælum um jafnrétti og
vellíðan þegnanna en áður haía
þekkzt.“
Það þarf mikla ófyrirleitni
til að nefna ný og óþekkt fram-
faraspor til jafnréttis og vellíð-
unar allra þegnanna í sambandi
við byggingar og húsnæði nú
undir ríkisstjórn húsabraskara
og okurkarla, þar sem annars
vegar eru lúxusvillur en hins
vegar hrörlegir hjallgarmar og
aflóga braggar.
Þetta er orðið iífakkeri Mbl.
Jafnrétti í húsnæðismálunum.
Kommúnistar blása þar ef-
laust básúnurnar með Ólafi
Thors, Jóní Pálmasyni og þeim
félögum.
„Vei yður, þér hræsnarar!“
Óráöshjal í Mbl.
Svo talar Mbl. af ærnum
fjálgl,eik um það, að þessar
miklu framfarir megi ekki að
neinu leyti komast „í hendur
illviljaðís andstæðinga, sem
vilja spilla þeim og eyða.“
Það er nú fyrir sig, þó að á
þessu sé Mbl.-orðalag. Það hefir
sitt mál fyrir sig. En hverjir eru
þessir andstæðingar? Hverjir
vilja eyða og spilla ræktun
landsins, nema þá landeyðing-
armennirnir, sem standa í innsta
áhrifahring stjórnarsamstarfs-
ins? Þetta getur ekki átt við
Framsóknarmenn. En kunnugir
munu þó renna grun í það, að
Mbl. ætli lesendum sinum að
skilja þetta svo, og trúa því, að
Framsóknarmenn vilji eyða og
spilla ræktun landsins. Á þá að
sv'ipta þá öllu jarðnæði, eða
hvað meinar blaðtetrið með
þessu?
Þetta er ágætur málflutning-
ur samfara þvi, að illviljaðir
menn megi ekki fá ráð yfir
byggingamálunum til að spilla
jafnrétti þegnanna!
Á tundurduflanámskeiðinu að Kirkjubæjarklaustri
Skipaútgerð ríkisins hefir gengizt fyrir námskeiðum, þar sem mönnum er kennt að ónýta
tundurdufl, en þau eru enn á reki víða við strendur landsins. — Var fenginn enskur maður,
Sawyer ,að nafni, til þess að kenna aðferðirnar. — Myndin, sem hér birtist, er frá tundur-
duflanámskeiðinu að Kirkjubæjarklaustri. Mennirnir eru, talið frá vinstri: Mr. Sawyer, Har-
aldur GuðjónsSon, Helgi Eiríksson, Guðfinnur Sigmundsson, Jón Gunnlaugsson, Árni Sigur-
jónsson, Skarphéðinn Gíslason, Friðrik Sigmundsson, Siggeir Lárusson, Jón Bjarnason, Valgeir
Valgeirsson. — Þeir standa við belg af brezku segulmögnuðu dufli, sem búið er að brenna
innan úr.