Tíminn - 24.05.1946, Side 3
91. blað
TÍMIM, föstndaglnn 24. maí 1946
3
SPILLTUR ALDARANDI
Maður um sextugt, slitinn
orðinn af mikilli vinnu og mót-
drægum örlögum, flytur úr átt-
högum sínum í annan lands-
fjórðung, til þess að vera í ná-
lægð ættmenna sinna, sem
þangað fluttu.
Manninum er vel tekið, af
þeim, er þurfa á ósérhlífnum
vinnukrafti að halda, því að
hann liggur ekki á liði sínu og
telur mannsæmandi að vinna
hvaða verk, sem gera þarf.
Margir sýna honum góða vin-
semd og honum verður hlýtt
til þeirra. s
En á hinum nýja stað verður
hann fyrir því, sem hann hefir
aldrei kynnzt áður. Allmargir
ungir piltar gera honum gramt
í geði. Eldra fólkið er ágætt.
Það er engu síðra fólk en hann
áður þekkti. En þessir ungu
menn eru sem önnur þjóð.
Ódrengskapur þeirra veldur
honum sársauka og bölsýni.
Honum finnst þeir vera ill spá
um framtíð íslendinga. Honum
dylst ekki að hjá þeim er að
ryðja sér til rúms spilltur aldar-
andi.
Einn góðan veðurdag er hann
á ferð í bíl ásamt nokkrum þess-
um piltum. Hann stendur aftan
við bílhúsið, hallast fram á það
og styðst við það. Verið er að fara
talsvert langa leið á vinnustað
Allt í einu — og þó ekki fyrr en
fara á af bílnum — finnur hann
að búið er að binda fætur hans
við bílinn. Þetta höfðu piltarnir
gert.
Það var tilviljun að hann
varð ekki fyrir slysi.
Aldrei hafði hann gert neitt
á hluta þessara pilta. Aldrei á
ævi sinni hafði hann orðið þess
var, aö hann vekti andúð hjá
þeim, er með honum voru, eða
freistaði félaga sinna sem bit-
bein.
Eitt sinn er hann, ásamt fleiri
mönnum, í vinnu við að færa
til benzíndúnka, sem voru i smá-
stökkum. Sumir dunkarnir eru
lekir og föt þeirra, sem vinna,
verða rök af hinu eldfima
benzíni. Vinnuhlé er tekið um
stund. Allt í einu kemur ungur
maður með logandi eldspýtu og
vill bera hana að fötum hans.
Með naumindum gat maðurinn
forðað sér frá íkveikju, eða svo
virtist honum.
Verkstjórinn, sem er prýðis-
drengur, lét ekki piltinn vera í
sams konar vinnu eftir þennan
dag.
Á s.l. hausti sá maðurinn um
meðferð blóðs í sláturhúsi. Hann
vildi að sjálfsögðu, svo sem skylt
er, hafa blóðið sem hreinlegast
og bezt. En hinir ungu menn
sættu færis að spilla þvi, hvað
eftir' annað.
Hann er dýravinur. Honum
leið því illa, þegar hann varð
þess var í sláturhúsinu, að
strákar laumuðust til, þegar
slátrarann bar frá, og rúm var
á banaborði, að taka kindur og
leika sér að því að rota þær,
skeikulir og klaufskir.
Sömu piltar tóku hund, fóru
með hann lítið eitt afsíðis, settu
á hann helgrímu og reyndu að
rota hann, en tókst ekki. Vesa-
lings hundurinn hljóðaði átak-
anlegar en orð fá lýst. Loks
skutu þeir þetta varnarlausa
dýr.
Þessar sögur, sem ég hefi hér
að framan sagt, eru ekki skáld-
skapur, heldur sannar sögur. Ég
hefi engin nöfn nefnt, að þessu
sinni, því að þau skipta raunar
minnstu máli. Hins vegar ætlast
ég til að hver hirði sitt og sök
bíti seka.
Heimurinn fer batnandi á
{
marga lund. Lífsþægindi aukast
og margfaldast. Tæknin fækkar
erfiðisverkunum. Á íslandi hefir
böli fátæktar létt af, svo miklu
munar, og óttinn við það böl
sker ekki hjörtu almennings
eins sárt og áður var. Allir ung-
lingar fá nú tækifæri til að
ganga í skóla. Þar gefst þeim
kostur á að öðlast þekkingu og
læra mannasiði.
En þrátt fyrir þetta gerast
sögur, eins og þær, sem ég hefi
sagt hér. Allir hafa lika heyrt
um óknytti ungra manna í
Reykjavík í vetur. Aldarandinn
hjá ungum mönnum er sjúkur,
— spilltur. Vitrir menn og góð-
gjarnir þurfa að leggja alla al-
úð sína við að lækna hann.
Annars fer illa fyrir þjóðinni,
þrátt fyrir aukin lífsþægindi og
batnandi heim á marga lund.
Verði andi hinna ungu manna,
sem ég hefi lýst hér að framan,
andi þjóðarinnar á ókomnum
árum, þá mun hún reyra bönd
slysanna að fótum sér, kveikja
í sínum eigin klæðum, spjalla
verk sín og kalla váhljóð varn-
arleysingjanna yfir sig og óum-
flýjanlegar hefndir..
Hamingjan forði henni frá
því.
Gamli maðurinn, sem fluttist
milli landsfjórðunganna, er
þakklátur fullvaxna fólkinu í
hinni nýju dvalarsveit fyrir við-
kynninguna. Honum þykir fjörð-
urinn, þar sem hann á heima,
yndislega fagur, — jafnvel feg-
urstur allra fjarða íslands, —
og fjöllin dásamleg, þegar sólin
breiðir geislaslæður sínar á
gnípur þeirra og sillur.
Hann óskar byggðinni góðs
gengis. Óskar þess, að hjá henni
hætti að gerast sögur spillts ald-
aranda, og að allir hennar ungu
menn verði góðir drengir, —
vaskir menn og batnandi.
Reyðarfirði, 2. apríl 1946.
Þorvaldur Þorbergsson.
Þeir muna Stalln . . .
(Framhald af 2. slSu)
stjórn, sem nú- situr, hefir þó
reynzt öllum öðrum stjórnum
fremri i því, að „hagræða“ vísi-
tölunni til tjóns fyrir alla al-
þýðu. Gleggsta dæmið um það
eru kjötniðurgreiðslulögin, sem
fullyrða má, að séu vanhugsað-
asta og gallaðasta lagasmíði,
sem samin hefir verið í lýðræð-
islandi.
Sagan er þó ekki öll enn. í
kjötniðurgreiðslulögunum leynd-
ist snefill af sanngirni til handa
nokkrum hluta þjóðarinnar, þ.
á. rri. flestra launþega, en það
var ákvæðið um niður-
greiðslu hinna ýmsu verðflokka
kjöts. Ráðherrann Pétur Magn-
ússon varð að grípa til þess ráðs,
að brjóta lögin í framkvæmd-
inni, svo komið yrði í veg fyrir,
að stjórnin gerði sig seka um
sanngirni.
Hinir sjálfskipuðu forustu-
menn alþýðunnar gleymdu
hagsmunum hennar. Þeim hefir
sennilega sézt yfir hina röngu
framkvæmd. Þegar þeim er svo
á hana bent, vilja þeir ekki við
neitt kannast, kjósa þann kost-
inn að þegja og láta sem ekkert
sé. Máske þeir minnkist sín fyr-
ir vangæzluna. Sú afstaða gæti
ef til vill heitið mannleg, en
stórmannleg er hún ekki.
ttbreiðið Tímaiui!
Þið, sem í strjálbýlinu búið,
hvort heldur er við sjó eða i
sveit Minnist þess, að Tíminn
er ykkar málgagn og málsvari.
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
ANNAR HLUTI - 1925
SJÖTTI KAFLI.
„Komdu bara inn, Sjoerd — þú truflar mig ekki neitt. Hvað
er að frétta?“
Wijdeveld stendur upp og bendir á djúpan hægindastól. Inn
um gluggann andar þýðum blæ —'vorsólin skín á breitt og lygnt
fljótið. Trén eru í þann veginn að skrýðast laufi sínu.
„Þetta hefir heppnazt, Wijdeveld. Ég stóðst þrautina eftir
einn mánuð mun ég leggja af stað austur til Batavíu."
Wijdeveld brosir.... Hann hefir þegar frétt það — Sjoerd
orðinn doktor í verzlunarvísindum — dr. Sjoerd Voveling ....
Doktorsritgerð hans fjallaði um verzlunarsiglingar. Honum veitt-
ist auðvelt að fá gott starf þar austur frá .... En Wijdeveld
hefir ekki hugsað sér að láta hann ílengjast þar austur frá —
hann hefir hugsað sér að kveðja hann til starfs hjá sér.
„Gott kaup?“ En Wijdeveld veit einnig um launakjörin, þótt
hann spyrji.
„Já — hugsaðu þér bara — átta hundruð gyllini á mánuði, þús-
und gyllini í farareyri og ókeypis far á fyrsta farrými.“ Sjoerd get-
ur ekki varizt því að brosa ánægjulega. Hann er þegar búinn að
taka við þessum þúsund gyllinum — tíu hundrað gyllina seðlum.
„Og ég fæ kaup frá þeim -degi, er ég stíg á skipsfjöl."
„Þetta er gott, Sjoerd. Þú sérð, að ég hefi ráðið þér heilt, þegar
ég hvatti þig til þess að ná doktorsnafnbót. Nú færðu miklu betri
kjör fyrir bragðið. Ertu ekki farinn að hlakka til ferðarinnar?“
„Jú — ég hiakka til. Mig var farið að langa til þess að sjá mig
um í heiminum — ég er lika orðinn tuttugu og fjögurra ára og hefi
aldrei séö neitt annað en Wassenaar, Rotterdam og Haag. Og ég
hefi alltaf talið mér trú um, að Indíur væru dásamlegt land .... “
„En móðir þín kvíðir sjálfsagt fyrir. Hvað segir hún?“'
„Hún segir auðvitað, að það muni verða dauflegt, þegar þær
Marta eru orðnar tvær einar eftir....En með þessu móti get ég
líka létt undir með henni fjárhagslega. Ég get farið að borga
henni ofurlítið af því, sem hún hefir lagt fram á námsárum min-
um. Og nú get ég likt endurgreitt þér . ...“
„Nei, Sjoerd — mér endurgreiðir þú ekki neitt ....“
„Ég hefi aðeins náð doktorsnafnbótinni vegna þess, að þú
styrktir mig — og það lán vil ég fá að endurgreiða".
„Fellur þér svona þungt að hafa þegið þessa lítilfjörlegu hjálp?“
„Nei — en þetta var lán, og þess vegna vil ég fá að endurgreiða
það — ef það særir þig ekki, Wijdeveld.“
Wijdeveld brosir. „Mér þykir vænt um að heyra, hvernig lífs-
skoðunum þínum er háttað .... Ég vildi óska, að Karel hefði
einnig tileinkað sér þennan hugsunarhátt ... .“
Nú verður stutt þögn — svo segir Spoerd:
„Það var eitt, sem mig langar til þess að spyrja þig um .... Ég
veit, að Karel er einhvers staðar aústur í iöndum — hvernig vilt
þú, að ég hagi mér gagnvart honum, ef fundum okkar skyldi bera
saman?“
Wijdeveld starir forviða á hann.
„Hvernig veizt þú, hvar Karel er?“
„Maríanna hefir sagt mér það.“
„Og hvernig veit hún það?“
„Þau skrifast á — vissirðu það ekki?
„Nei ....“ Wijdeveld stendur upp og gengur um gólf .... „Sjálf-
sagt min sök, að slíku er haldið leyndu fyrir mér .... Það mun
hafa verið ég, sem hrakti Karel' á brott. Og ég bannaði, að á hann
yrði minnzt á heimili mínu. Og þá er það auðvitað gert, að mér
óvitandi .... Hvernig líður Karel?“
„Hann mun ekki ofsæll, að þvi er ég bezt veit .... Hann hefir
beðið um peninga .... Maríanna og konan þín hafa eitthvað
hjálpað honum."
„Það er ánægjulegt að heyra það ....“ Wijdeveld ræskir sig.
„Ég hélt, að þú vissir þetta — annars hefði ég ekki minnzt á
það.“
„Hvernig lítur þú á framkomu Karels? Segðu bara það, sem þér
býr i brjósti — þið Karel voruð skólabræður og góðir félagar i
bernsku."
„Ég skal ekki gefa þér nein fyrirmæli. Þú gerir það, sem þér
fínnst réttast. Það er sjálfsagt rétt, sem þú hefir sagt — og
að hann reyni það. Hann skrifar þeim mæðgunum þessi bréf til
þess eins að reyna að vekja meðaumkun þeirra .... Hann hefir
alltaf reynt að gera sér allt að féþúfu — frá því hann var lítill
drengur .... En ef ég hitti hann, Wijdeveld — hvað ....?“
„Ég vil ekki gefa þér nein fyrirmæli. Þú gerir það, sem vér
finnst réttast. Þetta er sjálfsagt rétt, sem þú hefir sagt um — og
þá skaltu forðast að blanda þér í hans mál. Ef til vill geturðu
samt haft góð áhrif á hann — og þá væri ég þér ákaflega þakk-
látur .... Þú yeizt sjálfsagt, að hann hefir svikið stórfé af mér?“
„Nei — það vissi ég ekki.“
„Það er réttast, að þú vitir það. Hann falsaði tvær ávísanir —
upphæðir, sem þig mun varla óra fyrir .... Það voru samtals
fjörutíu þúsund gyllini .... Nú eru liðin þrjú ár og nokkrir mán-
uðir síðan þetta gerðist, svo að herrann virðist hafa notað nálægt
þúsund gyllinum á mánuði — auk þess sem Lúsía og Maríanna
hafa sent honum .... Kaýel hefir auðvitað tamið sér heldri
manna hátt — svoleiðis manni sæmir ekki annað ... . “
„Wijdeveld ... .“ Sjoei’d er þungt um málið — nú hefir honum
allt i einu orðið ljóst, hvilíkar þjáningar þessi hægláti maður
hefir orðið að þola. „Wijdeveld .... .“
„Já, Sjoerd — þetta og margt annað miklu verra hefir þessi
sonur minn leitt yfir mig — margt, sem ég get ekki einu sinni
talað um .... Nú'skilur þú ef til vill hvers vegna ég hefi svo oft
leitað heim til ykkar. Ég hefi átt við þungar áhyggjur að stríða
.... Ef Karel hefði verið maður, gæddur einhverri ábyrgðartil-
finningu, og Marianna dóttir mín ekki haft íshjarta — þá hefði
ég unað betur heima .... Ég vona, að Janni verði öðru vísi en
Hjartanlega þakka ég öllum mlnum kœru vinum, nœr
og fjœr, sem glöddu mig ú svo margan hútt ú 95 úra
afmœli minu, 25. þ. m. Sérstaklega þakka ég heimilis-
fólki og sveitungum mlnum, sem fœröu mér vandað út-
varpstœki og fleiri stórgjafir. Guö launi ykkur og blessi
ykkur öll.
Bœ i Hrútafíröi, 28. apríl 1946.
GUÐRÚN JÓNSSON.
Allt á sama stað
Nýkomnar ýmsar tegundir varahluta í margar tegundir
bíla:
Mótorventlar, ventilstýringar, ventilgormar,
vatnsdælur, vatnspumpuöxlar og pakkningar,
stýrisstangir í Ford og Chevrolet, International
og fl. tegundir.
Hinir heimsfrægu Camco stimpilhringir, bæði
„Standard" stærðir og 0,30, fyrir Studebaker,
G. M. C., Pontiac, Dodge, Plymouth, Chevrolet,
Ford og Willys Jeep.
Rafgeymar margar stærðir, geymiskapall og
skór, handlampakapall, háspennukapall, ljósa-
þræðir, handlampar og margt fleira.
Allt fyrsta flokks vörur frá fyrsta flokks firmum.
H.f. Egill Vilhjálmsson
ADALFUNDUR
Útvegsbanka íslands h.f., verður haldinn í húsi bankans
í Reykjavík, mánudaginn 3. júní 1946, kl. 4 e. h.
DAG SKRÁ:
1. Skýrsla , fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegs-
bankans síðastliðið starfsár.
2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir
árið 1945.
3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir
reikningsskilum.
4. Kosning tveggja fulltrúa og jafnmargra vara-
fulltrúa í fulltrúaráð.
5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna.
6. Önnur mál. *
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu
bankans frá 28. maí n. k. og verða að vera sóttir í síðasta
lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verðl ekki af-
hentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa
umboð til að athuga hlutabréf sem óskað er atkvæðisrétt-
ar fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans.
Reykjavik, 23. maí 1946.
• * \
F. h. fulltrúaráðsins
Stcfán Jóh. Stefánsson
Lárus Fjeldsted.
^^^^^^^^^£$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$í í
Verzlun Ingþórs
Til aS auka ánægjuna
Ingþór hefur flest.
Sími 27. Selfossi.
Þar að koma þú skalt muna
aS þér er sjálfum bezt.
UTBREIÐIÐ TIMANN