Tíminn - 24.05.1946, Page 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er i
Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066
4 | ItEYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
Komið í skrifstofu
24. MAÍ 1946
FramsóknarfLokksins!
91. blað
ÚR BÆNUM
í dag.
Sólin kemur upp kl. 3.51. Sólarlag
kl. 23.00. Árdegisflóð kl. 1.00. Síðdeg-
isflóð kl. 12.20.
í nótt.
Næturakstur annast bifreiðastöðin
Hreyfill, sími 1633. Næturlæknir er í
læknavarðstofunni í Austurbæjarskól-
anum, sími 5030. Næturvörður er í
Laugavegs Apóteki.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Arndís Hannesdóttir Bíldudal
og Jón Gíslason kennari Hrafneyri,
Arnarfirði.
Hjónaband.
Sunnudaginn 19. þ. m. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Halldóra
Guðrún Berickson frá Minneapolls og
Vilhjálmur Bjarnar stud. mag., Laug-
arbrekku.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Jóhanna Einarsdóttir frá
Hraunsnefi í Norðurárdal og Jón
Jóhannesson lögregluþjónn frá Hrauni
í Sléttuhlíð í Skagafirði.
I
Leiðrétting.
í grein um okrið í byggingamálun- |
um, er birtist hér í blaðinu í gær, >
hafði misritazt húsameistarar í stað- ,
inn fyrir húsasmíðameistarar, þ'egar
verið var að segja frá hárri álagningu, ■
er einstakir menn bættu við bygg- !
ingakostnaðinn.
ÍOO ára afmæli.
(Framhald. af 1. síðu)
í skrifstofu nefndarinnar í í-
þöku.
Stúdentar, sem eigi búa í bæn-
um og ætla að sækja hátíðina,
eru hvattir til að senda tilkynn-
ingu um þátttöku fyrir 10. júní.
Sími skrifstofunnar er 6999,
og verður hún opin áðurnefnda
daga kl. 5—7 (nema sunnud.).
Er það eindregin ósk nefndar-
innar, að sem flestir stúdentar,
útskrifaðir frá skólanum, heiðri
hann með nærveru sinni á þess-
ari merkishátíð hans.
í tilefni afmælisins verður
gert sérstakt skólamerki og í
haust mun koma út merkilegt
minningarrit skólan^ þar sem
60—70 af nemendum skólans
skrifa ýmsar minningar um skól
ann og úr skólalífinu.
í hinum heimsfrægu verksmiðjum GENERAL MOTORS Corp., sem framleiða CHEVRO-
LET, er nú unnið án afláts að framleiðslu
CHEVROLET 1946.
CHEVROLET er traustur.
CHEVROLET er sparneytinn.
CHEVROLET er ódýr.
Ennþá getum við útvegað CHEVROLET, með stuttum fyrirvara, beint frá verksmiðjum G.
M. C., til þeirra, sem hafa innflutningsleyfi.
CHEVROLET - STYLEMASTER
kostar hingað kominn, miðað við núverandi út flutningsverð, dollaragengi og farmgjald, ekki
yfir
14,500 krónur
Samband Ísl. Samvinnufélaga
l
CHEVROLET 1946
Fjórar fyrstu útgáfubækurn^r eru komnar út. — Askrifendur í
Réykjavík eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra á Hallveig-
arstíg 6A og greiða andvirði þessara bóka (50 kr. ób.
Bækurnar eru þessar:
HVIRFILVINDUR, skáldsga eftir Joseph Conrad, Andrés Krist-
jánsson þýddi.
ÆVINTÝRI í SUÐURHÖFUM, skáldsaga eftir Edgar Allan Poe,
Halldór Ólafsson þýddi.
INDÍAFARINN MADS LANGE, eftir Aage Krarup Nielsen, Krist-
ján Jónsson og Guðm. E. Geirdal þýddu.
WORSE SKIPSTJÓRI, skáldsaga eftir Alexander L. Kielland,
Sigurður Einarsson þýddf.
Bækur sjómannaútgáfunnar eru EKKI seldar í bókabúðum,
heldur aðeins til áskrifenda. Áskrifendur fá þær fjórar bækur,
sem út eru komnar, auk tveggja stórra bóka í haust, fyrir
aðeins 100 kr. Tekið á móti nýjum áskrifendum á Hallveig-
arstíg 6A, Bókaverzlun ísafoldar, Bókaverzlun Lárusar Blöndal
fog Bókaverzlun Hermanns Sigurðssonar, Laugavegi 100. Kynnið
yður kostakjör Sjómannaútgáfunnar og þér munuð ekki hika
við að gerast áskrifandi. Lesið fregnmiða útgáfunnar, þar sem
gerð er grein fyrir bókum næsta árs.
Alexander L. Kielland
Þetta merki tryggir yður góðar, ódýrar og skemmtilegar bækur.
Joseph Conrad
SJOMANNAUTGAFAN
Hallveigarstíg 6A — Sími 4169.
(jatnla Síó
(MSLJOS
(Gaslight)
Amerlsk stórmynd frá Metro
Goldwyn Mayer, gerö eftlr lelk-
ritl Patrick Hamiltons.
Aðalhlutverk:
Charles Boyer,
Joseph Cotten og
Ingrid Bergman.
Pyrir leik sinn í myndinni
hlaut hún „Oscar“-verðlaunin
1945.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 14 ára.
Wýja Síó
(viS Shúlagötu)
Hart á móti hörðn
(The Naughty Nineties)
Bráðskemmtileg gamanmynd
með skopleikurunum frægu:
Abbott og
Costello
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
TIMINN
kemur á hvert sveitaheimih og
þúsundir kaupstaðaheimila, enda
gefinn út í mjög stóru upplagi.
Hann er því GOTT AtJGLÝS-
INGABLAÐ. Þeir, sem ekki
hafa reynt það, ættu að spyrja
hina, er reynt hafa.
TÍMINN
Lindargötu 9A, sími 2323 og 2353
Tjarnarbíó
Víkingurnm
(Captain Blood)
Eftir B. SABATINl
Errol Flynn,
Olivia de Havilland.
Sýning kl. 9.
Bönnuð yngri en 14 ára.
Regnbogaey j an
(Rainbow Island)
Söngva- og mamanmynd í eðli-
legum litum.
Dorothy Lamour
Eddie Bracken
Gil Lamb
Sýning kl. 3, 5 og 7.
Sala hefst kl. 11.
Hnefaleikamót
á Akranesi
Dómur óháðra Sjálf-
.stæðismanna.
(Framhald af 1. síðu)
Hnefaleikamenn úr Ármanni
fóru upp á Akranes um sein-
ustu helgi og kepptu þar í
hnefaleik á sunnudaginn í hinu
nýja íþróttahúsi þeirra Akur-
nesinga, sem fullskipað var á-
horfendum við þetta tækifæri.
Er þetta fyrsta hnefalei^a-
keppni, sem háð hefir verið á
Akranesi. Tveir Akurnesingar
tóku þátt i keppninni, Ríkharður
Jónsson í millivigt og Baldvin
Árnason í léttþungavigt. Úrslit
urðu þau, að í flugvigt sigraði
Friðrik Guðnason, í bantamvigt
sigraði Lúðvík Guðmundsson, í
léttvigt ^igraði Arnkell Guð-
mundsson, í veltivigt sigraði
Ólafur Karlsson, í millivigt voru
þeir dæmdir jafnir Ríkharður
Jónsson Akranesi og Svavar
Árnason úr Ármanni, í létt-
þungavigt sigraði Matthías
Matthíasson og í þungavigt
sigraði Jens Þórðarson.
Það gefur gleggst til kynna,
að gagnrýni þessi muni hafa
meira en lítið fylgi innan Sjálf-
stæðisflokksins, að flokksforust-
an hefir nú neyðst til að bjóða
forustumanni hinna óháðu
Sjálfstæðismahna, Birni Ólafs-
syni, fimmta sætið á lista
flokksins, sem búið var þó að
neita honum um. Með því tekst
forustunni að brúa yfir frekari
ágreining fram yfir kosningarn-
ar, en vitanlega heldur flokkur-
inn samt áfram að vera jafn
klofinn og áður um þau sjónar-
mið, sem tilgreind eru í greinar-
gerð hinna óháðu Sjálfstæðis-
manna.
Utan Reykjavíkur geta þeir
Sjálfstæðismenn, sem eru and-
vígir stefnu flokksforustunnar,
ekki haft svipuð áhrif á fram-
boð flokksins og hinir óháðu
Aflasölur
Þessi skip seldu afla sinn í
Bretlandi í síðastl. viku: / Fleet-
woodd: E.s. Siðríður seldi 1708
cwt. á 3399 pund, e.s. Fagri-
klettur 2274 cwt. á 5839 pund,
m.s. Rifsnes 2270 cwt. á 6348
pund, m.s. íslendingur 2179 cwt.
á 5964 pund, e.s. Bjarki 2234 cwt.
á 5340 pund, m.s. Fanney 1821
cwt. á 4179 pund, m.s. Álsey
2075 cÐt. á 5205 pund, b.v. For-
seti 4122 cwt. á 10340 pund, b.v.
Geir 3053 cwt. á 8140 pund, b.v.
Júpiter 5073 cwt. á 11688 pund,
b.v. Tryggvi Gamli 3421 cwt. á
8655 pund, e.s. Jökull 2347 cwt. á
5420 pund. / Grimsby: M.s. Fell
sendi 2895 cwt. á 7882 pnud, b.v.
Faxi 2767 kit á 8835 pund, b.v.
Venus 4110 kit á 13692 pund. /
Hull: B.v. Skinfaxi seldi 2794 kit
kit á 11489 pund, m.s. Sæfinnur
1540 kit á 5047 pund. / Aberdeen:
M.s. Grótta seldi 3350 cwt. á
8139 pnud, m.s. Narfi 1588 cwt.
á 4147 pund.
Sjómannaskólinn
Sjómannaskólanum í Reykja-
vík var slitið s.l. þriðjudag. Burt-
fararprófi luku að þessu sinni
41 nemandi, 31 úr fiskimanna-
deild og 11 úr farmannadeild.
Fjórir nemanna hlutu ágætis-
einkunn og verðlaun úr styrkt-
arsjóði Páls Halldórssonar. Voru
það Einar Eyjólfsson, Jónas Þor-
steinsson og Páll Guðmundsson
úr fiskimannadeild og Þorsteinn
Kr. Þórðarson úr farmannadeild.
Sjálfstæðismenn í Reykjavik. Ef
þeir kjósa frambjóðendur
flokksins, eru þeir raunverulega
að styðja þann arm flokksins,
er vill samvinnu við kommún-
ista. Þessir Sjálfstæðismenn
eiga því ekki annars úrkosta en
að kjósa með Framsóknar-
flokknum og stuðla þannig að
breyttri fjármálastefnu og að
hafið verði samstarf umbóta-
manna í lýðræðisflokkunum í
stað upplausnarsamstarfsins við
kommúnista.
íkvelkja.
(Framhald af 1. síðu)
svo einn mannanna í leigubif-
reið upp á Akranes og hafði
með sér ferðatösku með fjór-
um benzínbrúsum í. Er á Akra-
nes kom bað hann bifreiða-
stjórann að bíða sín um stund
og yfirgaf bifreiðina, töskuna
hafði hann með sér. Hann fór
rakleitt að sláturhúsinu og
kveikti í því og var klukkan þá
um 2,30 um nóttina. Eftir
skamma stund kom maðurinn
svo aftur til bifreiðarinnar og
síðan var haldið af staö til
Reykjavíkur í skyndi. Ekki er
vitað að neinn á Akranesi hafi
orðið bifreiðarinnar var um
nóttina. Klukkan um 3 kom
slökkvilið á vettvang og var
húsið þá orðið alelda og ikveikju-
maðurinn allur á bak og burt.
Ekki er vitað nema sömu
menn séu viðriðnir fleiri í-
kveikjur, en rannsókn málsins
stendur enn • yfir og verður
nánar skýrt frá þessu máli síðar.