Tíminn - 01.06.1946, Page 1

Tíminn - 01.06.1946, Page 1
I RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOÍÍKITF! TNK Símar 2363 og 437S í PRENTSMIÐJAN EDDA hJ 30. árg. RITSTJÓRA SKRIFCTOFUR: EDDTTHÍTSI. I>l“.dart'ötru 9 A Simar 2363 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSL Llndargötu OA Simi 2323 Rcýkjavík, laugardagiim 1. jiini 1946 96. blað „Aldrei skal ég biskup- inn eiga", sagði kerlingin Jón Pálmason hefir afsalað sér sæti á landslista flokks síns og þar með upptoótarsæti, ef hann fellur í kjördæminu. Þetta vekur sennilega nokkra eftirtekt. Jón er hræddur um að falla, og finnst að hann verði nú að nota öll ráð. Þá minnist hann þess, að Vilmundur Jóns- son hafði eitt sinn þessa aðferð, og tekur hana nú eftir. Vilmundur var þannig settur, að hann hefði átt að taka upp- bótarsæti fyrir flokk sinn, ef hann hefði fallið. En allt öðru máli gegnir um Jón Pálmason. Hann gæti alls ekki orðið upp- bótarmaður. Flokkur hans á nú ekki nema tvö uppbótarþing- sæti, og það veit enginn hvort þau verða fleiri eða færri eftir þessar kosriingar. En ef þeim fjölgar, þá er það af því einu, að frambjóðendur, sem standa nær uppbótarsætum en Jón Pálmason, falla. Jón Pálmason er því hér að gera sig hlægilegan, með því að afsala sér því, sem hann hefir enga möguleika til að fjá. Leifur Auðunsson og Axel Tulinius gætu alveg eins afsalað sér rétti til uppbótarsætis. Þetta kemur þvi kosningunum ekki meira við en þó að Jón, Pálmason aug- lýsti í Morgunblaðinu að hann gæfi aldri kost á sér sem forseta íslands eða afsalaði sér rétti til rikiserfða í Bretlandi. Aðalfundur Ungmennafélags Reykjavíkur e Nýlega var haldinn aðalfund- ur Ungmennafélags Reykjavík- ur. Formaður gaf skýrslu um störf félagsins á Síðasta starfs- ári, og er félagið í vexti, 5S nýir félagar gengu í félagið á árinu. Starfssemin var einkum viðkomandi, íþróttum.leikstarfs- semi, hópferðum og gestamót- um með bindindisstarfsemi. íþróttakennarar félagsins voru, Lárus Salómonsson, Baldur Kristjónsson og Halldór Erlends- son. Stjórn félagsins skipa nú þess- ir: Stefán Runólfsson, frá Hólmi, sem var endurkosinn formaður, Daníel Einarsson (endurkosinn), Grímur S. Nordal (endurkos- inn), Björg* Sigurjónsdóttir og - Sveinn Sæmundsson. Þau Krist- ín Jónsdóttir og Helgi Sæmunds- son báðust undan endurkosn- ingu. Kristín hefir verið i stjórn frá því að félagið var stofnað, og má telja að engin félags- maður hafi. starfað meira fyrir (Frumhald á 4. síðu). Áætlimarbáskapur eða glundroði: Byggingafélög alþýðu fá ekki lánsfé, þótt hundruð milj. festist í braskstarfsemi og óhóflegum vörubirgðum ÞRETTÁN NYIR HÚSMÆÐRAKENNARAR • Framboðsfrestur útrunninn Framboðsfrestur til alþingis- kösninganna, sem fram eiga að fara 30. júní var útrunninn 28. maí. Sjálfstæðisflokkurinn og kommúnistar bjóða fram í öll- um kjördæmum. Framsóknar- menn bjóða fram i öllum kjör- dæmum, nema Norður-ísafjarð- arsýslu og Seyðisfirði. Alþýðu- flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum nema í Norður- Múlasýslu og Austur-Skapta- fellssýslu. Auk þess býður Bjarni Bjarnason sig fram í Árnes- sýslu og Jónas Jónsson í Þing- eyjarsýslu og telja þeir sig Framsóknarmenn. Þá býður Jónas Guðmundsson skrifstofu- stjóri sig fram utanflokka á Seyðisfirði. Nemendur Húsmæðrakennaraskólans, sem luku burtfararprófi í vor, talið frá vinstri: Guðrún Aðalsteinsdóttir, Vaðbrekku N.-Múl. Elín Guðjónsdóttir, Hafnarfirði. Þorbjörg Bjarnadóttir, Vigur, N.-ís. Sigríður Lárusdóttir, Hömrum, Dal. Kristín Jóhannesdóttir, Hveragerði. Kolfinna Gerður Pálsdóttir, Reykjavík. Sigurlaug Jónasdóttir, kennslukona frá Öxney. Helga Sigurðardóttir, forstöðukona. Kristjana Steingrimsdóttir, ReykjaVík. Ragnhildur Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík. Guðný Ólafia Halldórsdóttir, Háteigi, Reykjavík. Vilborg Björnsdóttir, Múla, Álfta- firði, S.-Múl. Ilalldóra Einarsdóttir, Bolungarvík, N.-ís. Ásdís Sveinsdóttir, Egilsstöðum, S.-Múl. Gerður Kristins- dóttir, Möðrufelli, Eyf. „Nemendur ykkar eiga a5 ala upp komandi kynslóðir” Þrettán námsmeyjar átskrifast nr Hús- mæðrakeimaraskólaiium Frumsýning á nýjum leik Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir næstkomandi fimmtudag leikritið Tondeleyo eftir Leon Gordon. Það er a(U mötrg ár síðan það kom fram, og fór þá mikla sigurför um Evrópu og Amer- íku. Hafa margir hinna þekkt- ustu leikara spreytt sig á hin- um erfiðu, en að mörgu leyti góðu hlutverkum leikritsins, t. d. má geta þess að í Berftn lék Heinrich George eitt aðal hlut- verkið. Nýlega hefir verið gerð kvik- mynd i Ameríku eftir leikrit- inu, Hedy Lamar lék þar Tonde- leyo og mun höfundurinn sjálf- ur hafa séð um töku myndar- innar, en hann er nú leikstjóri og handrita-gagnrýnandi hjá Metro-Goldwyn Meyr kvik- myndafélaginu í Los Angeles. Leikendur hér eru: Inga Þórðardóttir, Indriði Waage, Brynjólfur Jóhannesson, Jón Aðils, Gestur Pálsson, Valdimar Helgason, Rúrik Haraldsson, Sigfús Halldórsson, Wilhelm Norðfjörð og Valur Gíslason. Leikstjóri er Indriði Waage. Leiktjöld hefir Sigfús Halldórs- son teiknað og málað, en vinnu- teikningar hefir Finnur Krist- insson gert. Aðeins örfáar sýningar verða á leikritinu þar eð leikarar og starfsfólk fer nú bráðum að taka sér sumarleyfi. Húsmæðrakennaraskóla ís- lands var slitið' í Hátíðasal Háskólands 31. maí, að við- stöddum fjölda gesta. Þrettán námsmeyjar luku burtfarar- prófi að þessu sinni. Forstöðukona skólans, Helga Sigurðardóttir, flutti ræðu og gerði grein fyrir -starfsháttum skólans. Námstíminn er þrjú misseri, tveir vetur í Reykjavik og eitt sumar á Laugarvatni, þar sem námsmeyjar stunda garð- yrkju og hirða kvikfé. Kveðst Helga hafa fullan hug á að auka garðyrkjukennsluna, því að stefna bæri að því, að sem flest heim/li ættu sér garð. Þarigað ættu húsmæðurnar að sækj a sér yndi og hvíld til tilbreytingar frá innistörfunum, við ræktun og aðhlynningu trjáplantna og blóma, og jafnframt ættu þær að sækja þangað nytjajurtir til meiri fjölbreyttni og aukinnar hollustu 1 fæði heimilisfólksins. Síðast vék forstöðukonan að framtíð námsmeyjanna, sem nú útskrifuðust og því lífsstarfi, sem biði þeirra, að mennta og móta húsmæður komandi tíma: „Það eru nemendur ykkar, sem eiga að ala upp komandi kynslóðir,“ sagði hún. Að lokum þakkaði hún nem- endum og samkennurum á- nægjulegt samstarf og afhenti námsskírteini stúlkum þeim, sem útskrifuðust. Þegar athöfninni var lokið gengu gestir í húsakynni skól- ans í Háskólakjallaranum, þar sem hinar fegurstu veitingar biðu þeirra, veittar af mikilli alúð og rausn. Iðgjöld sjúkrasam- lagsins hækka Nýlega hefir verið ákveðið, að hækka iðgjöld Sjúkrasam- lags Reykjavíkur í 15 kr. og sýnir það m. a., að enn stefn- ir allt í hækkunaráttina und- in handleiðslu ríkisstjórnar- innar. Hér fer á eftir grein- argerð frá stjórn Sjúkrasam- lagsins um hækkunina. Þegar iðgjöld Sjúkrasamlags Reykjavíkur hækkuðu úr 10 kr. í 12 kr. á mánuði þ. 1. okt. s. 1., varð vart nokkurrar óánægju aðallega vegna þess, að ekki var gerð grein fyrir því opinberlega, af hverju hækkunin stafaði mátti þó hverjum manni vera ljóst, að hækkun hlaut að verða á því ári, þó ekki væri fyrir annað en afleiðingar launalag- anna. Af þeim leiddi meðal ann- ars, að ekki var talið annað fært, en að verða við kröfum lækna um fulla verðlagsuppbót og grunnlaunahækkun. Til þess tíma höfðu læknar ekki haft uppbætur nema að vissu há- marki grunnlauna. Útgjalda hækkunin á árinu 1945 af þessu einu saman nam nálægt 400.000 krónum. Þá hækkuðu og dag- gjöld á Landsspítalanum úr kr. 15.00 í kr. 22.50. Ennfremur var fæðingarstyrkur hækkáður um helming. Það fór svo, að þrátt fyrir ið- gjaldahækkunina, varð tpkju- halli tæpar 300 þúsund kr. á ár- (Framhald á 4. síðu). Embættispróf Embættisprófi í lögum hafa þeir Jónas Rafnar og Magn- ús Jónsson lokið við Háskóla íslands, báðir með I. einkun. Jónas hlaut 195 stig, en Magn- ús 222 y3 stig. 30. júní velja kjósendur milli áætlunar- stefnu Framsóknarflokksins og glund- roðastefnu stjórnarflokkanna. Allt bendir til þess, að byggingalögin, sem afgreidd voru frá seinasta þingi, verði lítið annað en pappírsgagn meðan núv. stjórnar nýtur við. Á ýmsum stöðum, þar sem hafizt hefir verið handa á grundvelli Iaganna, virðast framkvæmdir yfirleitt ætla að stranda á fjárskorti. Lánsstofnanir eru lokaðar að mestu og a frjálsum markaði, fást lánin ekki, nema þá með okurkjörum. Stjórnin hefir vahrækt að gera það, sem var mikilvægast, að tryggja fjármagnið til bygginganna. Eina örugga ráðið til þess var að hverfa frá því skipulagsleysi og handahófi, sem nú ein- kennir fjármálastefnuna, því að á meðan það helzt, mun fjár- magniö ekki leita nema að litlu Ieyti þangað, þar sem þess er þjóðhagslega mest þörf. Astæðan til þess, að fjármagn' fæst ekki til byggingasamtaka almennings, er vissulega ekki sú, að fjármagnið vanti. Það er til margfallt meira nú en nokkru sinni áður. Vegna skipulagsleys- is leitar það hins vegar í allt aðrar áttir. Gífurlegar fjárhæð- ir eru festar í alls konar vöru- birgðum vegna hins taumlausa innflutnings, geysimikið fjár- magn festist stöðugt í margvís- legri braskstarfsemi, eins og bókaútgáfu og ýmsu iðnaðar- dútli, auk alls þess fjár- magns, sem fer í skrauthýsi og sumarhallir auðkónganna. Af- leiðingin verður sú, að lána- stofnanirnar tæmast, bygginga- samtök almennings geta ekki fengið lánsfé og fjármagn vant- ' ar til að koma upp nauðsynleg- ! ustu atvinnuframkvæmdum, t. d. fiskiðnaðarverksmiðjum. Framsóknarmenn vöruðu við þessari háskalegu þróun löngu áður en stríðinu lauk. Þeir fengu því samþykkta á þinginu 1943 skipun milliþinganefndar, sem skyldi gera tillögur um skipulag fjárfestingarinnar með það fyrir augum, að nauðsynlegustu fram- kvæmdirnar hefðu forgangsrétt. Nefnd þessi var komin talsvert á leið með starf sitt undir for- ustu þeirra Hermanns Jónas- sonar og Jóns Blöndals, þegar, núv. ríkisstjórn kom til valda og fól Nýbyggingaráði þetta verk- efni. Frá Nýbyggingaráði hefir vitanlega ekkert komið varðandi þessi mál og stjórnin og forkólf- ar stjórnarflokkanna virðast hafa mestu velþóknun á glund- roðanum, sem þar er nú ríkj- andi. Út úr þessum ógöngum verður ekki komizt, nema tekinn sé upp skipulagður þjóðarbúskapur eða svokallaður áætlunarbúskapur, þar sem fyrirfram er ákveðið, hvernig fjármagnið og vinnuafl- ið skuli skíptast milli atvinnu- veganna og helztu verklegra framkvæmda. Þeir atvinnuvegir, d. Vísir kræddur Vísir, blaS Björns Ólafssonar. birtir í gær feitletraða ramma- klausu á fyrstu síðu, þar scm reynt er að halda því fram, að kosning Pálma Hannessonar sé vonlaus. Þcssu sama hélt Vísir fram í vetur og allir vita, hvern- ig fór þá. Nokkuð er líka það, að Björn Ólafsson þorði ekki að vera í sjötta sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins, því að það væri vonlítið, þar sem 5. maðurinn myndi ekki ná kosningu sem þingmaður Reykjavíkur. Varla hefir Björn óttast kommúnista, sem Vísir segir í gær að muni tapa fylgi, eða Alþýðuflokkinn, sem Vísir segir, að sé minnkandi flokkur. Það var framboð Páima Hannessonar sem Björn óttað- ist. Þennan ótta auglýsir Vísir enn á ný í gær, því að ekki myndi hann fórna bezta frétta- rúmi sínu, til að vara við Pálma, cf hann óttaðist ekki sigur nans. Það er líka víst, að auðvelt er að tryggja. Pálma Hannessyni kosningu, ef stuðningsmenn hans vinna vel. Hefjið starfið tafarlaust undir kjörorðinu: Pálmi Hannesson skal á þing! sem eru ofþandir, eins og t verzlunin og ýms milliliðastarf- semi, verða þá að draga saman seglin, en aðrir aukast í staðinn. Innan þessara takmarka áætl- (r.\.:nhald á 4. siðu). Fjallvegir óðum að opnast Fjallavegir eru nú óðum að opnast og sérleyfisakstur haf- inn eða um það bil að hefjast á flestum langleiðum. Ferðir milli Reykjavíkur og Hólmavíkur byrja upp úr þessari helgi, sömuleiðis byrja ferðir milli Akúreýrar. og Austurlands í næstu viku svo og til Kópa- skers og Raufarhafnar. Fjarð- arheiði við Seyðisfjörð er þó ekki fær ennþá og ekki heldur leiðin til Breiðdals, Vopnafjarð- ar eða Þórshafnar. Leiðin yfir Breiðdalsheiði milli ísafjarðar og Þingeyjar verður fær til aksturs seint í næstu viku. Milli Reykjavíkur og Akureyr- ar hefjast daglegar ferðir þann 3. júní í stað þrisvar í viku, eins og nú er. Nýtt met Lögreglan hér I bæ hefir tek- ið 442 menn úr umferð vegna ölvunar, það sem af er þessum mánuði. Er þetta met í drykkjuskap hér á landi. Hefir lögreglan aldrei tekið eins marga úr um- ferð á einum mánuði. í fyrra mánuði voru teknir 348 menn úr umferð. (

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.