Tíminn - 06.06.1946, Side 1

Tíminn - 06.06.1946, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÓTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURTNN Sírnar 2353 og 4S73 PRENT8MIÐJAN EDDA tU. Rn’STJÓRASKRIFT TOFUR EDDUHtJSI. U:.daTLötu 9 A Slmar 2363 og 4378 APGREIÐSLA, TNNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÓSI, Lindargötu SA Síml 2323 30. árg. Reykjavík, flmmtudagmn 6. júni 1946 99. blað Kosningabaráttan leiðir í IJós, aö Fram- sóknarflokkurinn mun stórauka fylgi sitt Nýir frambjóðendur Framsóknarflokksins Tíminn mun í þessu blaði og næstu blöðum segja frá'þeim frambjóðendum Framsóknarflokksins, sem nú eru í kjöri í fyrsta sinn eða ekki hafa áður verið boðnir fram í þeim kjördæmum, þar sem þeir eru nú. Björn Sigtryggsson Björn Sigtryggsson bóndi á Brún er frambjóðandi Fram- sóknarflokksins í Suður-Þing- eyjarsýslu. Hann er fæddur 9. maí 1889 á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, sonur Sigtryggs bónda á Hallbj arnarstöðum Helgasonar og konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Brenniási. Björn stundaði búfræðinám í Hóla- skóla og lauk pr,ófi þaðan árið 1910. Reyndist hann þar ágætur námsmaður og siðar í hópi þeirra búfræðinga, er sjálfir lögðu hönd á plóginn með mest- um myndarskap. Undir austur- brún Reykjardals reisti hann sér bæ og braut tún úr ónumdu landi, nýbýlið Brún, hóf þar (Framhald á 4. síðu). * Halldór Asgrímsson Hilmar Stefánsson Andstaðan gegn stjórnarstefnunni magnast stöðugt og stjórnarflokkarn- ir geta ekki umflúið afleiðingarnar, þótt þeir hafi stjórnarandstæðinga í kjöri Kosningabaráttan er nú hafin um land allt og afstaða kjóseridanna skýrist með hverjum degi. Öllum fréttum, sem berast utan af landinu, kemur saman um, að sigurhorfur Framsóknar- flokksins séu óvenjulega góðar og óánægjan með stjórnarstefnuna sé mikil og vaxandi. Þetta er ekki aðeins áberandi í sveitunum, þar sem gerræðisverk stjórnarliðsins hafa mjög aukið samhug bænda og treyst fylgi þeirra við Framsóknarflokkinn. í sjávarþorpunum og kauptúnunum fer skilningur manna óðum vaxandi á þeim háska, sem dýrtíðarstefnan er fyrir atvinnuvegi þeirra og athafnalíf. Fylgi Framsóknarflokksins mun því vaxa drjúgum þar. í kaupstöðunum eru augu manna líka alltaf að opnast betur og betur fyrir skaðsemi dýrtíðarinnar og eykur það gengi Fram- sóknarflokksins. Öllum fregnum úr kaupstöðunum ber saman um, að fylgi Framsóknarflokksins verði meira þar en í bæjarstjórnarkosningunum í vetur, þó sérstaklega á Akureyri, þar sem allt bendir til, að frambjóðandi flokksins nái kosningu. Hilmar Stefánsson búnaðar- bankastjóri er frambjóðandi Framsóknarflokksins í Vestur- Skaftafellssýslu. Hann er fædd- ur 10. maí 1891 á Auðkúlu í Húnavatnssýslu, sonur séra Stefáns Jónssonar prests þar og fyrri konu hans, Þorbjargar Halldórsdóttur. Lauk gagri- fræðaprófi á Akureyri árið 1911. Starfsmaður í Landsbanka ís- lands í Reykjavík 1917—1930. Útibússtjóri Landsbankans á Selfossi 1930—35, en settur aðal- féhirðir bankans i Reykjavik um hríð árið 1034. Búnaðar- bankastjóri síðan 1935. Einnig var hann í mörg ár gjaldkeri Söfnunarsjóðs íslands. Hilmar er löngu kunnur maður vegna (Framliald á 4. síðu). Halldór Kristjánsson .Halldór Ásgrímsson kaupfé- lagsstjóri á Vopnafirði er ann- ar maður á lista flokksins í Norður-Múlasýslu. Hann er fæddur 17. apríl 1896 í Brekku í Hróarstungu, sonur hjónanna Ásgríms bónda á Grund í Borg- arfirði Guðmundssonar og konu hans, Katrínar Björnsdóttur frá Húsey í Hróarstungu. Hall- dór lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri árið 1916. Verzlunarinað- ur um hríð á Borgarfirði eystra og lengi kaupfélagsstjóri þar. Fyrir nokkrum árum gerðist hann kaupfélagsstjóri á Vopna- (Framhald á 4. síðu). Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli er frambjóðandi Framsóknarflokksins í Barða- strandarsýslu. Hann er fæddur á Kirkjubóli í Önundarfirði 2. okt. 1910, sonur hjónanna Krist- jáns bónda þar Guðmundsson- ar og konu hans Bessu Hall- dórsdóttur frá Hóli í sömu sveit. Halldór Kristjánsson stundaði nám í héraðskólanum á Núpi 1928—30. Jafnframt hefir hann haft mikinn áhuga á ung- mennafélagsstarfseminni heima og annars staðar, gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum og er nú form. Ungmannasambands (Framhald á 4. síðu). Sigurhorfur Framsóknar- manna verða mjög augljósar, ef menn kynna sér aðstæðurnar í einistökum kjördæmum. Full- víst má telja, að flokkurinn muni halda öllum núverandi kjör- dæmum sínum. í Eyjafirði eru sterkar likur fyrir því, að flokk- urinn vinni bæði þingsætin. í Skagafirði eru einnig verulegar líkur til þess, að bæði sætin vinnist. Svo aðþrengt er stjórn- arliðið þar, að Sjálfstæðismenn hættu við að hafa stjórnarsinna i öðru sæti á lista sínum, eins og upphaflega var ákveðið. í Árnessýslu verður hörð barátta milli Helga Haraldssonar, sem er í öðru sæti á lista Framsókn- arflokksins, og Eiríks Einars- sonar, sem hefir mjög tapað fylgi. í Austur-Húnavatnssýslu, Dalasýslu, Snæfellsnessýslu, Barðastrandarsýslu og Vestur- ísafjarðarsýslu eru sigurhorf- urnar mjög góðar. í öðrum kjördæmum, þar sem minni von er um að vinna þingsæti, eru horfur á mikilli atkvæða- aukningu. Má gera sér góðar vonij um, að atkvæðamagn Framsóknarflokksins verði ná- lægt 20 þús. Markmiðið verður \ að vera að keppa að því, að sú tala náist. Fyrir framtíð flokks- ins er það engu þýðingarminna að auka atkvæðamagnið en að vinna ný þingsæti. Þess vegna er baráttan í kjördæmunum, þar sem lítil von er um þingsæti, engu þýðingarminni en í hin- um kjördæmunum. Andstæðingarnir reyna eftir megni að flagga með þvi, að á- greiningurinn við Jónas Jónsson muni spilla fyrir Framsókpar- flokknum. Þetta er mesti mis- skilningur. Ágreinings þessa mun hvergi gæta, nema í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Það er Suð- ur-Þingeyinga að gera það mál upp. Úrskurð sinn munu þeir fella, án þess að til nokkurs klofnings komi í flokknum þar, og þá mun vitanlega enn síður koma til klofnings annars stað- ar. Flokknum munu talin bæði atkvæðí Björns Sigtryggssonar og Jónasar Jónssonar og því munu át'ökin í Þingeyj arsýslu ekki rýra neitt heildaratkvæða- magn hans, nema síður sé. Hér er mjög líkt ástatt og í kosn- ingunum 1931, þegar flokkurinn hafði tvö framboð í Norður- Þingeyjarsýslu, sem síður en svo urðu til þess að tálma gengi hans. Það er alveg sérstaklega hlægilegt, þegar Sjálfstæðis- menn eru að reyna að hugga sig með því, að þeir kunni að hljóta fylgi Framsóknarmanna, er staðið haí'a nærri Jónasi Jóns- syni. Slíkt mun ekki verða Sjálfstæðismönnum nema til vonbrigða, því að þessir menn hafa staðið nærri Jónasi vegna fortíðar hans, þegar hann var ein.n skeleggasti baráttumaður- inn gegn auðkóngum og aftur- haldi, og því mun þeim ekkert síður í hug en að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnarflokkarnir finna líka orðið næsta vel, að þeim mun ekki heppnast að vinna Framsóknarflokknum tjón með klofningssögum sínum. Kjós- endurnir sjá og finna, að Fram- sóknarflokkurinn er eini flokk- urinn, sem gengur óklofinn til kosninganna, því að allir fram- bjóðendur hans eru einhuga andstæðingar stjórnarstefnunn- ar og vilja láta taka upp nýja stjórnarstefnu, er borin sé uppi af umbótaöflunum í lýðræðis- flokkunum. Frambjóðendur; stjórnarflokkanna, a. m. k. Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, eru hins vegar klofnir um þetta höfuðmál, hver stjórnarstefnan eigi að vera. Sumir þeirra eru stjórnarsinn- ar, en aðrir stjórnarandstæð- ingar. Afleiðingin af þessu er sú, að kjósendurnir hafa litla hugmynd um, hvað þeir eru raunverulega að kjósa, ef þeir gefa þessum flokkum atkvæði sín. Ástæðan til þess, að stjórnar- flokkarnir hafa orðið að bíta í það súra epli að bjóða einnig fram stjórnarandstæðinga, eru vitanlega hinar sívaxandi óvin- (Framhald á 4. síðu). Framsóknarmenn um land allt! Gætið þess nú þegar, hvort þið eruð á kjörskrá. Kærufrest- ur er til 9. júní. Framsóknarmenn, sem farið að heiman fyrir kjördag, 30. júní, munið að kjósa áður en þið farið, hjá næsta hrepp- stjóra eða sýslumanni. Framsóknarmenn, sem eruð fjarverandi og verðið það fram yfir kjördag, 30. júní, riiunið að kjósa strax hjá næsta hrepp- stjóra, sýslumanni eða skip- stjóra ykkar, svo að atkvæðið komist heim sem allra fyrst. Framsóknarmenn! Takið allir virkan þátt í kosningabarátt- unni. Látið ekki dragast að gera aðvart um fjarstadda kjós- endur, sérstaklega þá, er dvelja erlendis. Munið að ekkert at- kvæði má glatast. Leitið allra upplýsinga og að- stoðar hjá kosningafulltrúum flokksins, kpsningamiðstöðvum kjördæmanna og KOSNINGASKRIFSTOFUNNI í REYKJAVÍK, Edduhúsinu, Lindargötu 9 A Sími: 6066. Embættispróf Embættisprófi í lögum hafa lokið nýlega: Björgvin Sigurðs- son, I. eink. 200y3 stig, Guðlaug- ur Einarsson, I. eink. 199 y3 stig, Hörður Ólafsson, I. eink. 202 atig, Jón S. Ólafsson, I. eink. 206 stig, Jónas Rafnar, I. eink. 195 stig, Magnús Jónsson, I. eink. 222 y3 stig, Sigurður Ás- kelsson, I. eink. 197 y3 stig, Sig- urður R. Pétursson, I. eink. 232 stig, Snorri Árnason, I. eink. 179 y3 stig, Vilhjálmur Árnason, I. eink. 191 stig. Embættisprófi í læknisfræði hafa lokið nýlega: Bergþór (Framhald á 4. síðu). Bruni Sláturhússins á Akranesi var af mannavöldum Fimm menn samsekir Við rannsókn málsins komst upp um þrjár aðrar íkveikjur í sambandi við rannsókn á bruna sláturhússins á Akranesi hef- ir komizt upp um þrjár aðrar íkveikjur, sem ýmsir af mönnum 1 þeim, er stóðu að þeim bruna, voru valdið að. Snorri Jónsson er riðinn við alla þessa bruna og hafði honum einnig dottið í hug að kveikja í fimmta húsinu, en ekki fengið neinn til að fram- kvæma verknaðinn fyrir sig. Rannsóknarlögreglan skýrði blaða- mönnum frá rannsókn málsins í gær, en henni er nú lokið, og fer hér á eftir skýrsla lögreglunnar um brunann og íkveikjutil- raunirnar. Aðfaranótt 15. f. m. brann sláturhús Bjarna Ólafsson & Co. á Akranesi til kaldra kola og allt er inni var og brunnið gat. Hafði Ástráður Proppé, hús- gagnasmíðameistari á Akranesi, fengið að geyma vörur í húsinu og hafði vátryggt þær hjá Sjó- vátryggingarfélagi íslands h. f., fyrir 600 þús. kr. — Upplýst er nú að kveikt var í húsi þessu og er aðdragandi þess i aðalatr- iðum á þessa leið: Seint á s. 1. vetri haf'ði Jó- hannes S. Pálss., rafvirki, Furu- brekku í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, keypt allmikið af vör- um, sem honum tókst ekki að selja og var hann kominn í fjárkröggur vegna þessa. Hann hafði keypt nokkuð af vörum þessum hjá Snorra Jónssyni, stórkaupm., Nönnugötu 8, sem eins og síðar verður að vikið, hafði fengið Jóhannes til að kveikja fyrir sig i tveimur hús- um í Reykjavík. Jóhannesi datt nú 1 hug að kveikja í vöru- birgðum sínum til að fá vá- tryggingarfé þeirra. Þessa hug- mynd sína tjáði þann Ástráði Proppé, sem um þetta leyti var í fjárhagskröggum, og var það að samkomulagi þeirra, að þeir skyldu koma þessari hugmynd í framkvæmd. Jóhannes skýrði Snorra frá þessu áformi og var hann fús til að taka þátt 1 því. Síðar komst Sigurður Jóns- son, fyrv. fornsali, Þingholts- (Framhald á 4. síðu). *

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.