Tíminn - 07.06.1946, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN
Slmar 2363 og 4.TÍ5
PRENTSM3ÐJAN EDDA hi.
30. árg.
Reykjavík, föstudagmn 7. jání 1946
RITST JÓRASKRIP'ETOFUR:
EDDtJHÚSI. Lfc-.dargðtu 9 A
Símar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSL Lindargötu 8A
Simi 2323
100. blað
Eiga íslendingar að skerast úr leik?
Kosningar í öðrum löndum sýna, að mið-
flokksstefnan á langmestu fylgi að fagna
. -L j 'Þjóðirnar vilja hvorki íhald né komm-
Nyir trambjooendur únjstana, heldur umbætur á grundvelli
Framsóknarflokksins
Þorsteinn Jónsson
Gunnar Grímsson
lýðræðis og þróunar
Kosningar, sem hafa farið fram erlendis seinustu mánuðina.o
sýna glöggt, að miðflokksstefnan á nú mestu fylgi að fagna í
heiminum. Yfirleitt eru flokkar auðvaldsins og íhaldsstefnunnar
í mikilli afturför, en fylgi kommúnista og jafnaðarmanna vex
hvergi nærri að sama skapi. Þjóðirnar vilja fá félagslegar fram-
íarir og endurbætur, en treysta ekki á leið byltinga og stóri-a
umskipta í þeim efnum. Þess vegna skipa þær sér um miðflokk-
ana, sem beita sér fyrir umbótum á grundvelli lýðræðis og þró-
unar.
Þorsteinn M. Jónsson skóla-
stjóri er frambjóðandi Fram-
Hann er fæddur 20. ágúst 1885
á Útnyrðingsstöðum á Völlum,
sonur hjónanna Jóns bónda þar
Ólasonar og konu hans, Vil-
borgar Þorsteinsdóttur frá
Mjóanesi. Gagnfræðingur á Ak-
ureyri 1905. Kennarapróf 1909.
Var barnakennari lengst af frá
1905 til 1932, fyrst á Akureyri
og Seyðisfirði, eftir það nál. 10
ár skólastjóri á Borgarfirði
eystra og síðan aftur kennari á
Akureyri, en þangað fluttist
hann rétt eftir 1920 og hefir
átt þar heima síðan. Árin 1918
—21 hafði hann með höndum
kaupfélagsstjórn á Borgarfirði
jafnframt kennslustörfum og
(Framhald á 4. síðu).
Gunnar Grímsson kaupfélags-
stjóri á Skagaströnd er fram-
jbjóðandi FramxSknarflokksins í
j Austur-Húnavatnssýslu. Hann
! er fæddur 9. febr. 1907 í Húsa-
vík í Strandasýslu, sonur Gríms
bónda í Húsavík Stefánssonar og
konu hans, Ragnheiðar Jóns-
dóttur. Lauk búfræðiprófi á
Hvanneyri 1927. Átti sæti í
stjórn Verzlunarfélags Stein-
grímsfjarðar 1932—34. Var
bankaritari í útibúi Landsbank-
ans á Eskifirði 1935—37, og
átti þá einnig sæti í stjórn
Kaupfélagsins „Björk“ þar á
staðnum. Kaupfélagsstjóri á
Skagaströnd hefir hann verið
síðan 1937. Eins og sjá má af
framanskráðu, er Gunnar vel
JFramhald á 4. síðu).
KristinnGuðmundssoD Hermann Jónsson
Dr. Kristinn Guðmundsson
menntaskólakennari á Akureyri
er annar maður á lista Fram-
sóknarflokksins í Eyjafjarðar-1
sýslu. Hann er fæddur 14. okt.
1897 í Króki á Rauðasandi,
sonur hjónanna Guðmundar
Sigfreðssonar hreppstjóra og
bónda þar og síðar í Lögmanns-
hlíð í Eyjafirði og konu hans,
Guðrúnar Einarsdóttur. Stund-
aði fyrst nám í Núpsskóla í
Dýrafirði. Lauk stúdentsprófi
1920. Lagði stund á hagfræði í
Kiel og Berlín og lauk doktors-
prófi í þeirri fræðigrein 1926, og
fékkst síðan við verzlunarstörf
um hríð. Kennari við mennta-
skólann á Akureyri síðan 1929.
Fór í endurskoðunarferðir til
(Framhald á 4. síðu).
Seínast hafa kosningar farið
fram i Frakklandi og Ítalíu eða
i byrjun þessa mánaðar. Stjórn-
arfar þessara landa er vitanlega
á margan hátt ólíkt því, sem
hér þekkist, en höfuðstefnurnar
eru hins vegar þær sömu. Bæði
kommúnistar og jafnaðar-
menn eru allfjölmennir í þess-
um löndum og hægri menn eöa
íhaldsmenn hafa þar einnig.all-
sterka flokka. Loks eru svo
kristilegu lýðræðisflokkarnir,
sem eru miðflokkar, hafa stór-
urn róttækari stefnuskrá en
hægri menn, en eru hins vegar
fráhverfir þjóðnýtingu, nema.
um sérstaka þætti stóriðjunnar
og orkulindir sé að ræða.
Þessir síðastnefndu flokkar,
kristilegu lýðræðisflokkarnir,
unnu langmest á í kosningun-
um. í Frakklandi varð kristilegi
lýðveldisflokkurinn stærsti
flokkurinn og bætti stórlega
fylgi sitt. Hann fékk um 170
þingsæti eða nærri 100 fleiri en
flokkur hægri manna. Bæði
kommúnistar og jafnaðar-
menn töpuðu verulega, einkum
hinir síðarnefndu. í Ítalíu hlaut
kristilegi lýðræðisflokkuripn
langmest fylgi eða nær 8 millj.
atkvæða, en jafnaðarmenn
fengu um 4.6 millj., kommúnist-
ar um 4.2 millj. og flokkar hægri
manna á þriðju millj. atkvæða.
í báðum löndunum áttu kristi-
legu lýðveldisflokkarnir sterk-
ast fylgi í sveitum og smærri
bæjum.
Þessi sömu einkenni, stór-
aukið fylgi miðflokksstefnunn-
ar, hafa einnig einkennt flestar
aðrar kosningar, sem hafa farið
fram í Evrópu um og eftir stríðs-
lokin. í þingkosningunum í Ung-
verjalandi og Austurríki í
fyrrahaust hlutu miðflokkarnir
meirihluta. í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum á her-
námssvæði Bandaríkjanna 1
Þýzkalandi i vetur, hlaut míð-
flokkurinn iangmest fylgi. í
Tékkóslóvakíu varð miðflokkur
Benesar annar stærsti flokkur-
inn í vor. í þingkosningunum í
Svíþjóð haustið 1944 vann
Bændaflokkurinn mikið á. í
Danmörku hefir vinstri flokkur-
inn verið í örum vexti, eins og
vel sást í þingkosningunum i
haust og þó enn betur í bæjar-
stjórnar- og héraðsstj órnar-
kosningunum í vetur. Hinn
mikli sigur brezka verkamanna-
(Framhald á 4. síðu).
Bændur
sameinast
Tímanum bárust í gær fréttir
úr tveimur sveitum, þar sem
Sjálfstæðismcnn munu hafa i!
fengið allt að helmingi atkvæða
í seinustu kosningum. Nú munu
þeir ekki fá nema tvö atkvæði
í annarri þcirra, en ekkert i
hinni.
Þannig berast nú hvaðanæva
fréttir af af landinu um stór-
kostlega aukið fylgi Framsókn-
arflokksins. Bændur skilja það
alltaf betur og betur, að of-
beldinu, sem þeir hafa verið
beittir af stjórnarliðinu, verður
því aðeins hrundið, að þeir þoki
sér saman í einn flokk, sem
heldur fast og drengilega á
rétti þeirra.
Áhrifaleysl „fimmmenning-
anna“ í Sjálfstæðisflokknum
hefir sannað bændum til fulln-
ustu, að þeir auka ekki áhrif sín
með því að fylkja sér um þá
cða aðra Sjálfstæðismenn, sem
eru réttsýnni í garð bænda en
flokksforustan. Þessir menn eru
áhrifalausir í flokknum. Með
því að kjósa þá, eru bændur
því að gera sig áhrifalausa.
Málið, sem andstæðingarnir
skilja, er að bændur þoki sér
saman um Framsóknarflokkinn.
Þetta vita líka bændurnir og því
mun fylgi hans verða miklu
meira í sveitunum nú en nokk-
uru sinni fyrr.
Lýsisgjafirnar til
barna í Mið-Evrópu
Lúðvíg Giiðmimdsson
segir frá ferð slnni.
Lúðvíg Guðmundsson skýrði
blaðamönnum í gær frá íerð
sinni til Mið-Evrópulanda á
vegum Rauða Krossins. Var ferð
hans farin í sambandi við út-
hlutun lýsisgjafa þeirra, sem
íslendingar söfnuðu í vetur
handa bágstöddum börnum á
meginlandi álfunnar.
Lúðvíg taldi ástandið mjög
ískyggilegt í þeim löndum, er
hann fór um. Næringarskort-
urinn er tilfinnanlegur, íólk fær
víða ekki nema þriðja hluta
þeirrar næringar, sem nauðsyn-
leg er talin. Sjúkrahúsin vantar
mörg nauðsynleg lyf og áhöld.
Lýsinu héðan hefir verið út-
hlutað í fjórum löndum, til
hungraðra barna, eins og til
stóð. Hefir það komið í sérstak-
lega góðar þarfir og hefir Lúð-
víg borizt fjöidi þakkartilkynn-
inga, m. a. frá Benes forseta
Tékkóslóvakíu og borgarstjóran-
um í Prag. Dr. Benes gat þess
í viðtali við Lúðvíg, að hann
hefði komið hingað til lands á
stríðsárunum.
Rauði Krossinn hefir nú alls
sent út 1388 tunnur af lýsi og
nægir það handa 750 þús. börn-
um í heilan mánuð. Ennþá er
eftir að senda eitthvað af lýs-
inu og verður það gert á næst-
unni.
Hermann ~Jönsson bóndi á
Mói er annar maður á lista
Framsóknarflokksins í Skaga-
firði. Hann er fæddur 12. des.
1891 á Bíldudal, sonur hjónanna
Jóns Sigurðssonar verkstjóra og
konu hans, Halldóru Magnús-
dóttur. Lauk prófi í Verzlunar-
skóla íslands árið 1909. Verzl-
unarmaður 1909—14. Bóndi í
Málmey á Skagafirði 1914—18.
Síðan bóndi í Yzta—Mói, Fljót-
um og jafnframt kaupfélags-
stjóri hjá Samvinnufélagi
Fljótamanna 1922—36. Hefir
lengi átt sæti í hreppsnefnd
og verið oddviti hennar. Einnig
verið hreppstjóri og sýslunefnd-
armaður um tuttugu ára skeið,
og gegnt ýmsuni öðrum trúnað-
. (Framhald á 4. síðu).
Spádómar and-
stæðinganna
1 bæjarstjórnarkosningrunum í
vetur héldu andstæðingarnir
því fram, að Framsóknarflokk-
urinn myndi ekki fá nema 700
—800 atkvæði. Hann fékk rúm
1600. Nú halda þeir því fram, að
flokkurinn muni ekki fá nema
1300—1400. Það er álíka falsspá-
dómur og í vetur. Ef Framsókn-
armenn í Reykjavík vinna vel,
geta þeir auðveldlega tvöfaldað
spádómstölu andstæðinganna og
þá fer Pálmi Hannesson á þing
sem þingmaður Reykjavíkur.
Framsóknarmenn i Reykja-
vík! Vinnið vel og ötullega að
kosningu Pálma Hannessonar,
glæsilegasta frambjóðandans,
sem nú er í kjöri í Reykjavík.
Komið á kosningaskrifstofuna,
sem er í Edduhúsinu, símar 6066
og 2323. Kjörorðið cr: Fálml
Hannesson skal á þing!
FRÁ BÆJARSTJÓRNARFUNDI:
Hvers á skautahöllin aö gjalda?
Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt fund í gær. Bar þar sitt af hverju
á góma, en fátt eitt markvert. Megintími fundarins fór í deilur
Helga Sæmundssonar og Steinþórs Guðmundssonar annars veg-
ar og Jóhanns Hafsteins hins vegar um loðmullulega og óheppi-
lega afstöðu Sjálfstæðismeirihlutans til þess, hvort hann vildi,
að hér væri rekin bæjarútgerð eða ekki. En í þeim umræðum kom
fátt nýtt f Ijós, er frásagnarvert sé.
Lokun Vallarstrætis.
Lokun Vallarstrætis var eitt
þeirra mála, sem allmikið var
rætt, og hóf Helgi Sæmundsson
þær umræður. í skipulagsupp-
drætti bæjarins er gert ráð
fyrir því, að Vallarstræti verði
lokað við norðurenda Thor-
valdsensstrætis, en í stað þess
komí undirgangur norður úr
Thorvaldsensstræti út að Aust-
urstræti.
í vetur leyfði meirihluti bæj-
arstjórnar Halldóri Dungal að
byggja ljótan steinkassa út í
mitt Vallarstræti norðan frá.
Sætti sú ráðstöfun harðri gagn-
rýni, því að það spillir mjög
útliti Austurvallar, og auk þess
algerlega ótímabært að loka
strætinu meðan hinn fyrir-
hugaði undirgangur út að Aust-
urstræti hefir ekki verið gerður.
Nú hafði Sjálfstæðisflokkurinn
hins vegar fengið samþykkt í
bæjarráði, að hann mætti fá
suðurhluta Vallarstrætis til af-
nota fyrir hús sitt — með öðr-
um orðum loka götunni alveg —
og lá málið fyrir bæjarstjórn-
arfundinum til endanlegrar
samþykktar, er Sjálfstæðis-
meirihlutinn var vitanlega fús
tll að veita. Voru helztu rökin
þau, að leyfi það, sem þessir
sömu menn veittu Halldóri
Dungal, réttlæti það, að flokk-
urinn fengi nú að byggja á hin-
um götuhelmningnum, auk þess
sem þarna hefði myndazt „ó-
þrifakrókur“ við byggingu Dung-
als, þar sem fram færi sitthvað,
er Jóhann Hafstein treysti sér
ekki til að lýsa á bæjarstjórn-
arfundi. *
Andstæðingar lokunarinnar
bentu hins vegar á, að þessi ráð-
stöfun yrði mjög til baga fyrir
fólk, sem kemur vestan að og
á erindi í Landsímahúsið eða í
aðrar starfsstöðvar á þessum
slóðum, meðan fyrirhugaður
undirgangur út að Austurstræti
hefði ekki verið gerður. En það
er Sjálfstæðismenn hins vegar
ekki gefið um, að verði að svo
stöddu, því að það blakar við
hagsmunum prentsmiðju Morg-
unblaðsins.
Skautahöllin.
Pálmi Hannesson gerði íyrir-
spurn til borgarritara, er sat
þennan fund í stað borgarstjóra,
um skipti bæjarins við félag það,
er haft hefir í hyggju að reísa
skautahöll hér í bænum.
Félag þetta fékk fyrir nokkr-
um árum loforð fyrir lóð undir
fyrirhugaða skautahöll sunnan
við Sundhöllina. Ríkti a’menn
ánægja með það staðarval, og
hugðu margir gott til þess, að
þar risi upp sfyáutahöll, sem
orðið gæti æskulýð bæjarins
hollur staður til líkamsþjálfun-
ar og skemmtunar á sinn hátt
svipað og sundhöllin. Hins veg-
ar dróst það misseri eftir misseri,
að félagið fengi frá bænum
nauðsynlega uppdrætti af lóð-
inni, en fyrr en þeir lágu, var
ekki hægt að hefjast handa um
undirbúning byggihgarinnar.
Gekk svo þar til sumarið 1944
að fullnægjandi uppdráttur
fékkst. En ári síðar var svo fé-
lagið aftur svipt þessari lóð
með þeirri forsendu að fram-
kvæmir af hálfu þess hefðu
dregizt of lengi.
Síðan virðist hafa gengið
í þófi milli félagsins og bæjar-
yfirvaldanna, og hefir helzt
komið til umtals lóð suður i
(Framhald á 4. slðu).