Tíminn - 07.06.1946, Page 2

Tíminn - 07.06.1946, Page 2
2 TÍMIM, föstudagiim 7. Júiii 1946 100. blað Föstudagur 7. jiítií Felumenn á flótta „Enginn kommúnistaflokkur hefir tilkynnt framboð", segir Þjóðviljinn og brigzlar Alþ.bl. um fölsun, af því að það hefir tekið svo til orða, að nefna framboð kommúnista. Þessi af- neitun Þjóðviljans er dálítið merkileg. Ekki vegna þess, að hún sé samkvæmt sannleikan- um, og hér séu engir kommún- istar. Hitt er merkilegra, að Þjóðviljinn afneitar þarna trú sinni og stefnu líkt og þegar Mbl. er að fela heidsalana. Það má auðvitað deila um það, hvort þingmenn Sósíalista- flokksins, S. A., séu sannir kom- múnistar eða ekki. Hinir gömlu og góðu byltingarleiðtogar í Rússlandi urðu missáttir og deilu um það innbyrðis, hvorir væru sannir kommúnistar. Fóru þeir leikar svo, að Stalin lét drepa niður marga helztu for- ingjana úr eldraun byltingarár- anna. Jafnframt yfirgaf flokk- urinn ýmislegt af því, sem var stefnuskrá byltingarmanna í fyrstu. Það er rétt að færa rök fyrir þessari frásögn, því að vafasamt er, að allir taki hana trúanlega annars. Stalin flutti ræðu mikla á þingi kommúnistaflokksins rússneska árið 1934 og vék þar að ágreiningsmálum flokks- manna. Ræðu þessa þýddu kom- múnistar á fjölda tungumála, eins og önnur helgirit sín og trúarbækur. íslenzka þýðingin heitir „Sigur sósíalismans". Þarna ræðst Stalin á þá stefnu Lenins og annarra byltingar- foringja, að allir ættu að hafa jöfn laun, — þurftarlaun. Stalín vill, að mönnum sé mismunað og launað eftir verðleikum. Og hann gerist svo þungorður sam- kvæmt íslenzku þýðingunni, að hann talar um þá nautshausa í flokknum, sem haldnir séu jafn- aðarfarganinu. Um það leyti, sem þessi átök stóðu austur í Rússlandi, var Þórbergur Þórðarson að skrifa bók sína „Rauða hættan“. Þar lýsti hann því mjög skáldlega, hvernig rússneskir verkamenn settu upp undrunarsvip, ef vikið væri að því við þá, að launakjör gætu verið misjöfn i landi þeirra. Vesalings Þórbergur færði í skáldlegan búning lýsingar innblásinna trúmanna á tilraunum byltingarmannanna frá fyrstu árunum. En þekking- una á því, sem var að gerast, vantaði. En það er fleira en þykkju- orðin um jafnaðarfarganið, sem er athyglisvert í þessari ræðu Stalins. Hann talar þar um þá staðreynd, að Khovcozunum — ríkisbúunum, þar, sem per- sónulegur eignarréttur var naumast til — hafi fækkað. Hann skýrir það svo, að fólkið sé ekki búið að fá þann þroska, sem nauðsynlegur sé, til að meta yfirburði þeirra. Khovcozurnar séu fullkomnasta fyrirkomulag búskaparins, en það þurfi að bíða eftir því að fólkið læri að meta þær. Það væri blátt áfram glæpsamlegt að flýta óeðlilega fyrir þeim. Það er sjálfsagt hægt að deila lengi um það fræðilega, hvað sé kommúnismi og hvað ekki. En það hefir nú gengið svo, að meirihlutinn í Rússlandi hefir alltaf talið sig berjast fyrir hinum sanna kommúnisma. Kommúnistum allra landa hefir verið og er stjórnað frá Moskvu. Björn Haraldsson, Austurgörðum: Þokum okkur saman Gömul saga um Island og Rússíá Öimur grein. Nú skal farið'nokkrum orðum um þær höfuðatvinnugreinar, sem tilvera manna á þessu landi byggist á. Því verður ekki móti mælt, að sauðfjárræktin skipar ekki lengur öndvegi meðal þeirra, þó þeir tímar séu enn skammt und- an, að svo var. Þetta stafar þó ekki af því, að sauðfjárræktinni hafi hnignað á síðustu tímum eða hún staðið í stað, heldur hafa aðrar atvinnugreinar, svo sem nautgriparækt, garðrækt og þó fyrst og fremst sjávarveiðin eflst mjög á síðustu áratugum til aukinnar velmegunar fyrir þjóðina. Efling þessara atvinnu- greina hefir orðið til fyrir nýja tækiri, bættar samgöngur og breytta hætti. Svo er þó að sjá og heyr'a, sem ýmsum þyki, að einkum aukning sjávarveiðinn- ar kasti þeim skugga á sauðfjár- ræktina, sem allt að því megi kalla hennar dauðadóm. Slík kenning er þó harla fjarri lagi-, því þó svo kunni að vera, sem mjöS;.er þó vafasamt, að sjávar- veiðin gefi meira í aðra hönd, þeim sem hana stunda en sauð- fjárræktin, þá væri það hreinn barnaskapur, að telja slíkt dauðadóm yfir sauðfjárrækt- inni. Sá misskilningur, að fé það, sem á stríðstímunum fór úr rík- issjóði til niöurgreiðslu á sauða- kjöti, hafi verið styrkur til sauð- fjárræktarinnar, er nú að upp- lýsast. En þessi misskilningur hefir þó nokkuð ýtt undir þenn- an fávíslega dóm yfir sauðfjár- ræktinni. Ýmsum, er um þessi mál rita, er og gjarnt til þess, að láta svo heita, að sauðfjárræktin ís- lenzka hafi sem atvinnugrein staðið í stað, samtímis því að sjávarveiðin hefir stóraukizt fyrir nýjar veiðiaðferðir og bætta tækni. Hvort slík skrif stafa fremur af óvild til sauð- fjárræktarinnar eða vanþekk- ingu skal látið ósagt hér. Þau eru jafnt óréttmæt, hvort sem er. Sannleikurinn er sá, að stór- felld þróun hefir átt sér stað í sauðfjárrækt á síðari árum. — Fyrir kynbætur og bætta með- ferð fjárins, aukna jarðrækt og Og það, sem sker úr um það, hvort menn teljist kommúnistar eða ekki, er ekki stefnan og af- staðan til einstakra mála þá og þá, heldur hitt, hvort þeir eru réttlínumenn: þ. e. reiðubúnir að snúast í hverju rriáli, ef þeir fá skipun um það frá yfirvöld- unum í Moskvu. Þessi einkenni kommúnista hefir Sósíalistaflokkurinn, s. a., haft til að bera í ríkum mæli. Það er fyrsta einkenni hans. Það er hann hræddur við, og það reynir Þjóðviljinn að fela. Það er einkennandi fyrir þessa kosningabaráttu, að báðir stærri stjórnarflokkarnir reyna nú að villa á sér heimildir og leyna því, hverjir þeir eru. Þeir þora ekki að koma fram fyrir fólkið eins og þeir eru, því að þeir vita það, að íslenzkur almenningur hatast við kúgun, hvort sem hún stafar frá braskaravaldi og fjárplógs- mönnum eða einhverri flokks- stjórn. Það er róttæk umbóta- stjórn á þjóðlegum lýðræðis- grundvelli, sem íslenzka þjóðin vill. Það er gæfa hennar, en jafnframt ólán felumannanna frá heildsalavaldinu og Moskvu línunni. vélanotkun, meira öryggi um fóðurbirgðir o. fl., hafa afurðir fjárins stóraukizt í hlutfalli við vinnuafl, miðað við það sem áð- ur var. Óhætt mun vera að full- yrða, að afurðirnar hafa í sum- um héruðum tvöfaldazt og meira en það miðað við vinnu- afl. Einhverjir munu segja, að sjávarveiðin geri betur. Svo kann að vera, en þó er það ekki víst. Á fleira er að líta en tekj- urnar einar. Eins og nú standa sakir er mjög ójafnt á komið með höfuðstól þessara atvinnu- greina. Annars vegar er niður- níddur veiðifloti, viðhald hans hefir verið meira eða minna vanrækt í áratugi, hins vegar höfuðstóll í stöðugum vexti. Annars vegar er soginn út úr atvinnurekstrinum hver eyrir, sem hægt er að losa, hins vegar er nýbygging og stöðug þróun. Það má vera hverjum manni ljóst, að meginið af því, fé, sem á að verja til „nýsköpunar" út- gerðarinnar, fer raunverulega í margra ára eða áratuga van- rækt viðhald veiðiflotans. Þeir menn, sem ennþá fást til þess að sækja sjóinn, fara að sjálfsögðu af gömlu og lélegu skipunum yfir á þau nýju, þegar þau koma. Gömlu „ryðkláfarn- ir“ verða þá úr sögunni af því enginn vill líta við þeim lengur. Þannig verður „nýsköpunin“ í reysdinni aðallega viðhald. Fljótt á litið nauðsynlegt átak, sem gerir þó lítið betur en að svara til þeirrar þróunar, sem á síðari áratugum hefir orðið á sauðfjárræktinni. Hér er þó sá stóri munur á, að sauðfjárrækt- in hefir sjálf annazt sína þróun en sjávarveiðin þarf að fá láns- fé, sem skiptir hundruðum miljóna, til þess að byggja upp að nýju. Þetta eru staðreyndir. Þær eru ekki fram bornar hér til þess að varpa rýrð á sjávar- veiðina heldur sem svar til þeirra manna, sem reyna að nota velgengni sjávarveiðinnar til þess að hnekkja áliti sauð- fjárræktarinnar og landbúnað- arins yfirleitt. Enginn skilji orð mín svo, að ég telji sauðfjárræktina í himnalagi. Þar þarf margra breytinga til bóta. Er þá fyrst til að taka, að framtíð sauðfjár- ræktarinnar veltur á því, að fjárpestirnar verði aðeins stund- arfyrirbæri. Útrýming þeirra er því að sjálfsögðu efst á blaði. Meðferð þeirra mála, þó kostað hafi offjár, hefir verið í full- kominni mótsögn við þá þróun, sem lýst hefir verið. Eins og nú standa sakir, liggur næst að telja meira en helming sauð- fjárræktarinnar í landinu til- raunastarfsemi, aðeins til skýrslugerðar um tjón af völd- um pestanna, og vegna lækn- inga, aðallega skottulækninga ófróðra manna. Tvennt hefir þó gerzt nú nýlega, sem gefur von um batnandi tíma í þessum efn- um. Er annað það, að erlend stofnun hefir heitið miklu fé til vísindalegra rannsókna á bú- fjársjúkdómum hér á landi og Alþingi tekið á því máli með skilningi. Hitt er það, að bænd- ur á allstóru sauðfjárræktar- svæði hafa haft fjárskipti, út- rýmt veiku fé en fengið ósýkt í staðinn. Ef sú útrýmingaraðferð reynist eins vel og útlit er fyrir nú, þá verður þess skammt að bíða, að formælendur fjárskipta geti talað af meiri myndugleika en hingað til yfir fálmandi van- stjórn pestarvarnanna. Oft hefir verið rætt um nauð- syn verkgreiningar meðal ís- lenzkra bænda, þó enn sitji þar við orðin tóm. Þessi verkagrein- ing snertir mjög sauðfjárrækt- ina. Hin ýmsu héruð landsins eru mjög ójafnt fallin til sauð- fjárræktar. í sumum héruðum eru skilyrðin ákjósanleg, en í öðrum slæm. Áður fyrr meðan sauðfjárrækt var svo að se'gja einboðinn atvinnuvegur allra landsins bænda, varð að hlíta skilyrðunum eins og þau voru á hverjum stað, góð eða slæm. Þetta viðhorf er nú gerbreytt. í mörgum þéttbýlustu héruðum Ég, sem þetta rita, hefi lengi verið gefinn fyrir undarleg fyr- irbrigði, dauð og lifandi. Ekki á ég hér við yfirnáttúrleg fyr- irbrigði — en allt að því. Vegna áðurnefndra tilhneigingar hefi ég lesið Þjóðviljann og Verka- lýðsblaðið frá upphafi, og haft gaman af, að kynnast komm- únistum, einkum ef tegundin er hrein. Nú undanfarin ár hefi ég orð- ið þess var, að Þjóðviljinn hefir þótt landbúnaður standa á mjög lágu stigi hér á landi. — Sumir öndvegismenn blaðsins hafa kallað bændur hér miðalda- stétt, sagt að þeir væru á móti öllum framförum og að heppilegast væri að hafa þá á spítala eins og hverja aðra ó- vinnufæra menn — svo að þeir eyddu ekki jarðabótastyrknum í óþarfa. Hins vegar hefi ég oft lesið í þessu góða blaði, enda kommúnistar sagt mér það, að Rússland væri mesta framfara- land í heimi, og að búskapur hefði lengi verið rekinn þar til fyrirmyndar og með nýtízku- sniði. Það væri eitthvað annað en hér, þar sem Framsóknar- flokkurinn og hans hyski hefði ráðið og verið á eftir með allt, en bændastéttin dáðlaus. „En af hverju voruð þið þá að senda þeim traktorinn,“ sagði ég við kunningja minn í komm- únistaflokknum. „Hverjum vorum við að senda traktor?“ spurði vinur minn, komúnistinn, hvatskeytlega. Hann var raunar ekki nema 14 landsins, og einmitt þar sem sauðfé er rýrara, hefir naut- griparæktin rutt sér til rúms og ennfremur aðrar tegundir jarð- ræktar en grasrækt. í öllum þessum héruðum meira að segja í kaupstöðum og kauptúnum, samhliða útgerð, verzlun og iðn- aði, er fjárræktin þó enn stund- uð sem aukaatvinnugrein, eins og af gömlum vana. Sauðféð er þjóðinni harla nátengt eftir þús- und ára sambýli. En sauðfjár- rækt er ekki vel til þess fallin (Framhald. á 4. síðu). ára, en Æskulýðsfylkingin hafði gert hann að sérfræðingi 1 öllu, sem laut að neðanjarðarjárn- brautinni í Moskvu, sem hann hélt að væri eina neðanjarðar- járnbraut í heiminum. „Hefurðu ekki heyrt um það, þegar kommúnistarnir okkar hérna ætluðu að gefa Rússum traktor?“ spurði ég. „Bölv.... asni ertu“, sagði vinur minn gremjulega. „Held- urðu að Sovétríkin hafi þurft að fá traktora frá íslandi, sem er 1000 árum á eftir tímanum í landbúnaði“. Svo skipti hann um umtalsefni og sneri sér að bókmenntastyrknum. — Af til- viljun vissi ég, að Kapitola og Myrtur í vagni lágu undir kodd- anum hans heima. En ég man vel eftir því, þeg- ar kommúnistarnir hérna nokkr- um árum fyrir styrjöldina — voru að reyna að fá fólk til að skjóta saman í traktor handa Rússum. Framsóknarstjórn var þá búin að sitja hér við völd um hríð og búnaðarsamtökin fajrin að taka dráttarvélair í notkun á ýmsum stöðum. Kommúnistum á íslandi fannst þá enginn þörf á að aura sam- an í traktor handa íslenzkum bændum. Þeir höfðu nóg. Rúss- neskir bændur voru ver stadd- ir á sviði tækninnar. íslendingar urðu að hjálpa þeim með sam- skotum. — Ekki trúi ég því, að íslenzku kommúnistarnir hafi þarna hugsað meira um Rússa, en sína eigin þjóð. Nei, riei, hver skyldi svo sem láta sér detta það í hug? En illa gengur mér að skilja hvers vegna ís- lendingar, miðaldaþjóð í land- búnaði, þurfti að senda þennan traktor austur i Rússíá, þar sem allir geta allt, vita allt og hafa nóg af öllu! Kjöftugir menn sögðu raunar, að trakt- orinn hefði aldrei verið sendur, en samskotin verið greidd upp i kostnað við rússneskar víg- stöðvar einhvers staðar heim- inum. En ekki trúi ég því heldur. Ég veit ekki hverju ég á að trúa! Sovétvinur. Frá norskunri sam.vLnnum.onnum Ekki fyrir alllöngum tími birtist hét í blaðinu útdráttur úr for- ustugrein norska samvinnublaðsins Kooperatören frá ágústmán- uði síðastliðnum undir nafninu Þjóðarvilji. Grein þessi er að ýmsu leyti merkileg, rituð sem vörn gegn árásum kaupmannastéttar- innar í landinu og sýndi ljóslega, að þýzku yfirvöldin litu nákvæm- lega sömu augum á samvinnustarfsemi og önnur þvílík umbóta- mál almennings og samkeppnismenn gera í flestum löndum á venjulegum friðartímum. Mátti hún því teljast næsta lærdóms- rík fyrir fslendinga, sem ekki hafa orðið að þola slíka kúgunar- hersetu. — Að þessu sinni verður birt hér þýðing á annarri for- ustugrein í sama blaði, sem rituð er f svipuðum anda og af líku tilefni. Kaupmannablaðið í Noregi lætur í ljós undrun sína yfir því í ritstjórnargrein nýlega, að svo mörg samvinnufélög hafa verið stofnsett hina síðustu mánuði. Það hefði fremur haldið að samvinnuhreyfingin léti ein- hverjar af slíkum stofnunum hætta störfum. Blaðið þykist sjá, að samvinnumenn þurfi nú að þyrla upp pólitískri gern- ingaþoku til að halda hinum 200 nýju félögum starfandi. En hér skjátlast blaðinu al- gerlega. Nýju samvinnufélögin eru alls ekki risin upp vegna verkana einhverra áróðurs- herferða eða gervivinda, og því síður hefir sambandið haft tæki- færi til að leggja neinn veru- legan skerf af mörkum við stofnun þeirra. En nazista- stjórnin hefti þessa starfsemi á stríðsárunum, um leið og hún lét verzlunarrekstur einstakl- inganna njóta góðs af. Annars eru þessir atburðir í mjög nánu samræmi við þróunina eftir síð- ustu heimstyrjöld. Þá risu einn- ig upp meira en hundrað ný samvinnufélög, sem sóttu um upptöku í norska sambandið. Og þá gátu menn tæplega tal- að um gervivinda og gerninga- þokur. Ætli orsakanna sé ekki líka að leita annars staðar, leita i óánægju almennings með verzl- unarrekstur einstaklinganna á stríðsárunum. Að minnsta kosti er þessi mikla fjölgun félaganna alls ekki runnin af áróðri frá samvinnumönnum. — Hreyfingu þeirra var splundrað næstum algerlega á stríðsárunum, eins og flestum er kunnugt, og mál- gagn hennar bannað. Hér þarf því að skyggnast dýpra og finna hiriar raunverulegu orsakir. Fólkið stofnar samvinnufélög- in nefnilega ekki sér til gamans, heldur vegna þeirrar ástæðu, að það er óánægt með viðskiptin við kaupmenn. Og nú, og sér- staklega nú er fræ samvinn- unnar hefir legið óvenjulega lengi í jörðu, án þess að þrosk- ast. Á mörgum stöðúm víðs vegar um landið, hafa menn beðið óþreyjufullir eftir tæki- færi til að geta hafizt handa um nýjar samvinnuframkvæmd- ir, og stríðið hefir fært þeim enn betri og fullkomnari sann- anir um gildi þeirra og hollustu fyrir þjóðlífið og þjóðarstofn- inn. En flestir komust einnig að annarri reynslu, sem vert er að gefa gaum, — þeirri reynslu, að við upphaf hernámsins, áður en herferðin gegn samvinnufé- lögunum hófst, voru það þau fyrst og fremst, sem höfðu nauð- synjavörurnar til sölu. Og þrátt fyrir ákvæði verzlunarlöggjaf- arinnar, sem takmörkuðu mjög leyfi samvinnufélaganna, til að láta utanfélagsmenn einnig njóta viðskipta, ákváðu forvíg- ismenn þeirra að veita öllum þjóðhollum landsþegnum þenn- an rétt. Breytingin, eða öllu heldur þessi réttlætisrýmkun, var samvinnumönnunum kær- komin, enda höfðu þeir barizt fyrir henni árum saman. Slíkar gerðir sem þessar gleymast ekki, enda flestir ekki svo ánægðir með vörudreifing- una á hernámsárunum. Nú von- ar almenningur, að framundan sé betri, réttlátari og umbóta- sinnaðri heimur, heimur, sem heldur merki samvinnustefn- unnar hátt á lofti. Þá er blað norsku heildsal- anna einnig i vigahug þessa stundina og ræðst gegn sam- vinnustefnunni með óvanalegri þröngsýni. Spyr blaðið í fyrir- sögn einnar 'árásargreinarinnar, hvort samvinnuhreyfingin hafi nokkurn hagfræðilegan grund- völl við að styðjast. Auðvitað svarar það spurningunni neit- andi og vitnar í bók eftir nýjan afturhalds-„spámann“, Björn Ballstad. Hagfræðilegan grund- völl hefir hreyfingin engan, segir þessi nýi spámaður, og þess vegna á hún að hverfa, þurrkast út.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.