Tíminn - 14.06.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 14.06.1946, Qupperneq 2
____________104. blað oíÍaOawqi TftlINN, fðslndagmn 14. júní 1946 Föstudagur 14. júní Halldór Kristjánsson: Sveitafólkið og kosningarnar Hví má ekki rétta þeim hjálparhönd Það vekur talsverða athygli meðal almennings, hve erfitt það er fyrir fólk, sem á vanda- menn í Þýzkalandi, að koma hjálp til þeirra, eða ná þeim hingað heim til sín, þó að ósk- að sé. Fyrir þá, sem þar eiga hlut að máli, er þessi reynsla oft bæði sár og leiðinleg. Það er vægast sagt erfitt að finna rök fyrir þeim torfærum og hindrunum, sem hér er um að ræða. Fólk hér á landi hefir yfirleitt það góða afkomu og svo mikið frjálsræði í meðferð fjármuna sinna, að engin á- stæða er til þess að láta sér koma til hugar, að hér sé um al- mennar sparnaðarráðstafanir að ræða. Það væri líka undarlegt, ef fólk fengi a§, ferðast til út- landa hundruðum saman sér til gamans og leika sér með pen- inga eins og það lystir hér heima fyrir, ef svo ætti allt i einu að fara að spara fyrir þjóðfélagið, þegar fjarstaddir vandamenn . íslenzkra þegna þurfa með. Oft er um það talað, að ís- lendingar hafi sýnt rrftkinn drengskap og hjálpfýsi með framlögum til nauðstaddra manna erlendis þessi árin. Má líka vel halda því á loft. Það er yfirleitt gleði og stolt allra hugs- andi manna, að íslendingar hafa ekki verið alveg blindir og daufir fyrir bágindum nálægra þjóða á þessum stríðsgróðatím- um. En hvað veldur þvi þá, að íslenzkir þegnar fá ekki að hjálpa sínum nánustu, þegar þeir þurfa þess með? Ríkisstjórnin íslenzka ætti að láta þetta mál til sín taka og birta að minnsta kosti um það skýrslu, svo að þjóðin fái að vita, hvaðan séu komnir þeir erfiðleikar, sem hér er um að ræða. Stjórnin hefði þá líka sterkari aðstöðu gagnvart þjóð- inni, — meðal annars í kosning- unum, ef hún hefði lagt fram gögn um framgöhgu sína í mál- inu. Og það er jafnvel ekki ör- grannt um tortryggni í garð stjórnarinnar, vegna þessara mála, manna á meðal. Og það er ekki ástæðulaust. Þjóðin man undirtektir dómsmálaráðherr- ans í vetur, þegar rætt var um landvistarleyfi nokkurra sak- lausra eiginmanna íslenzkra kvenna. Fólkið hefir líka illan bifur á Rússúm í þessu sam- bandi, og fellur framkoma þeirra í garð sumra þjóða illa. Jafnfr^imt vita menn, að tveir af ráðherrunum á íslandi eru mjög háðir áhrifum að austan, og þessir tveir ráðherrar mega sín nokkurs í skiptunum við þann ráðherrann, sem í forsæti situr og með utanríkismálin fer. Það er því að minnsta kosti vorkunnarmál, þó að fólkið biði með óþreyju eftir því að heyra orð ríkisstjórnarinnar um þessi mál, og sé ekki laust við grun- semdir um tómlæti og áhuga- leysi af hennar hálfu, meðan ekkert heyrist frá henni. Það er lika erfitt að hugsa sér, að hér séu nokkrar ósigr- anlegar torfærur á leiðinni. ís- lendingar hafa fengið að senda hjálp til ýmsra þjóða og þar á meðal Þjóðverja sjálfra. Erfitt er að trúa því, að Danir, sem hafa sjálfir tekið við hjálp frá Þreytumerki. Því verður ekki neitað, að meðal fólksins í sveitunum er nú sums staðar nokkur upp- gjafarhugur og áberandi þreytumörk. Slíkt er mikið á- úyggjuefni öllum þeim, sem unna íslenzkri sveitamenningu og sveitalífi, og trúa því, að gróðurmold okkar góða lands og ræktun hennar hljóti að vera höfuðþáttur í sjálfstæði okkar og menningu. Þar sem þessi uppgjafarhugur er, stafar hann sennilega eink- um af tveimur ástæðum. Önnur er áhrif frá þeim mönnum, sem haldnir eru vantrú á landið og telja það óbyggilegt til búskap- ar, og engan hagfræðilegan grundvöll vera til fyrir landbún- að á íslandi, nema þá e. t. v; einhvern hjáleigubúskap 'og kragaræktun kringum útgerð og verzlun, til að bæta úr barna- mjólkurþörf kaupstaðanna, meðan fólk er að venjast þurr- mjólkuráti til fulls, eða bíður betri samgangna og flutnings- skilyrða frá Ameríku og Ástra- líu. Þessi vantrú hefir skapað landeyðingarstefnu íslenzkra stjórnmálamanna. Þeir hafa bú- ið sér til þá hagfræði, að bænd- ur væru ómagar og þurfamenn, og landbúnaðurinn byrði á rík- issjóði og öðrum atvinnuvegum, og bezta bjargráðið og brýnasta þörfin væri því að losna við bændur og landbúnað. Það er fljótséð, að frá þessari skoðun og stefnu andar ekki styrkjandi hlýju og samúð í garð bænda, svo að þeir þoli betur erfið kjör. Sveitafóikið veit það vel, að hugarfar ýmsra bæjarbúa hefir verið ræktað á þá leið, að þeim er óþökk og ami að því, að mörgum sveit- um landsins skuli vera haldið í byggð. Hin ástæðan fyrir þreytu sveitafólksins er sú, að lífskjör- in eru erfið, en afkoman ekki góð, ef miðað er við aðrar stétt- ir. Sveitastörfin eru bindandi, og þar se'm fólk er fátt, eins og yf- irleitt er n(»4. á sveitabæjum, er það bundið alla daga ársins við íslandi, setji sig gegn því, að ástvinum íslenzkra manna í Þýzkalandi geti borizt hjálp héðan að heiman, þegar þeim liggur á. Þeim tuddaskap verð- ur ekki trúað á danska þjóð eða dönsk yfirvöld, nema skýlausar sannanir komi til. En hvað er þá hægt að hugsa sér í þessum efnum? Hvernig stendur á þessum erfiðleikum við það að senda smápakka til meginlandsins eða fá vanda- menn sína flutta heim? það eru ekki einungis þeir, sem eru ná- komnastir málinu, sem spyrja svo. Þjóðin öll spýr. Allir þeir, sem sýndu samúð og hjálpar- vilja með þurfandi mönnum er- lendis, spyrja þessa og krefjast svars. Þjóðin krefst þess, að stjórn hennar geri það, sem hægt er, til þess að úr þessu greiðist. Vonandi er, að þessi mál leys- ist fljótt og vel og færi betur, að það væri þegar orðið. En jafnvel þó að úr rætist, væri á- stæða til að gefa skýrslu um mistök og leiðindi liðinna mán- aða, svo að getsakir og grun- semdir um þá, sem saklausir eru, mættu niður falla. verk sín. Frjálsræðið er því tak- markað og frídagar engir. Það eru dæmi til þess, að húsfreyj- ur í sömu sveit hafi ekki sézt áratugum saman. Slík einangr- un hefir latnandi áhrif. Við triÍHin á landið. Hér veröur ekki mörgum orð- um eytt að hagfræði landeyðu- manna. Tíminn hefir alla stund barizt gegn henni með áðstoð og styrk margra beztu manna. Lesendur hans þekkja því þess- ar staðreyndir: íslenzk jörð er eins vel fallin til ræktunar fóð- urjurta og gengur og gerist víða í landbúnaðarlöndum. íslenzk- ur landbúnaður þolir saman- burð við erlenda framleiðslu, ekki síður en íslenzkur iðnaður. íslenzka jörð eigum við einir, en sjóinn með öðrum þjóðum að mestu. Jörðin er ræktuð, en rányrkj- an gildir á sjónum, og má því vera, áð auðæfi hans gangi nokkuö til þurrðar. Það er hætta fyrir sjálfstæði íslands og íslendinga, ef jörðin er ekki notuð og landið byggt. Öll þessi rök eru veigamikil og þung og sanna það, að hér á að reka landbúnað. Tvær lciðir. Það, sem menn þurfa að gera upp við sig í þessu sambandi, er fyrst og fremst þetta: Eigum við að byggja hin ýmsu héruð landsins eða ekki? Ef við svörum þessu neitandi, eigum við auðvitað að vinna skipulega og markvisst að því, að eyða byggðirnar og flytja fólkið saman. Svo gætum við selt Ameríkumönnum Vestur- land en Rússum Austurland, og fengið fyrir það drjúgan pen- ing. Hitt er ómynd aö láta byggð- ina eyðast smám saman og skipulagslaust, svo að jafnframt því, sem hún leggst niður, er miklu til kostað, sem ekki verð- ur flutt burtu. Hér þarf ein- hverja stefnu. Ef við hins vegar viðurkenn- um, að landið eigi að haldast í byggð, ber að gera ráðstafanir til þess, að svo megi verða. Þá þarf að búa svo vel að fólki, að það geti og vilji vinna þau verk, sem þarf að vinn'a úti um landið. Það þarf að tryggja fólkinu þar jafnrétti við aðra um fjárhags- lega afkomu, félagsleg þægindi o. s. frv. Til þess eigum við að hafa löggjöf og stjórnarvöld, að fjármagni og vinnuafli sé beint þan'gað, sem þörfin krefst, — þörf lands og þjóðar. Tveiuiar vígstöðvar. Öllum hugsandi mönnum, sem ekki eru blindaðir af landeyð- ingarstefnunni, ber saman um það, að nú sé hið mesta öfug- streymi í þessum efnum. Það þarf að skipta um stefnu og valda straumhvörfum í þjóðlíf- inu, svo að nýtilegir framleið- endur og aðrir þjóðhollir starfs- menn fái réttláta umbun, og mönnum sé ekki refsað fyrir að gegna nauðsyn þjóðfélagsins. Sú lagfæring verður ekki gerð, nema með ákveðnum samtökum og baráttu gegn milliliðagróð- anum. Þjóðfélaginu verður ekki bjargað nema með baráttu við heildsalavaldið og leppa þess, og sigri í þeirri baráttu. Og það er annar þáttur hins mikla og glæsilega starfs, sem bíður nú þeirra, sem unna' íslenzkri sveitamenningu og landbúnaði, að standa saman gegn yfirgangi heildsalavaldsins og annarra miður þarflegra gróðamanna, sem skipa sér undir merki þeirra. Málefnaleg barátta um menn- ingu og framtíð íslenzkra sveita verður fjölþætt og breytileg. Hún vei'ður meðal annars háð á Alþingi hér eftir eins og hingað til. Þar mun sveitafólkið fram- vegis eiga sína fulltrúa, til að byggja upp þá löggjöf, sem tryggir fjárhagslega afkomu landbúnaðarins, veitir þjóðfé- lagslegan stuðning við ræktun landsins, sem þjóðin mun búa að öld fram af öld, tryggir fé- lagslegt öryggi og menningar- skilyrði, og svo framvegis. En jafnframt því, og fyrst og fremst, er starfssviðið heima í sveitunum, og það er fólkið þar, sem ber hita og þunga sóknar- innar. Og færið er liér. Mörg verkefni og glæsileg bíða úiúausnar á íslandi. Þar má eins nefna sjávarútveg, sem ýmislegan iðnað, en glæsilegast finnst mér þó það starfið, sem sveitafólkið á framundan.Rækt- un landsins hefir alla tíð verið baráttumál og draumsjón Fram- sóknarmanna, og mun svo jafna verða. Hætt er við því, að hærra léti í sumum landeyðingar- mönnum og þeir þættust hafa sterkari rök og haldbetri, ef sú barátta hefði engan árangur borið. Á síðustu árum hefir rýmri fjárhagur og aukin tækni valdið því, að viðfangsefnin hafa orðið stærri. Með setningu jai-ðræktarsamþykkta þeirra, sem búnaðax-sambönd hérað- anna hafa nú gert á grundvelli þeirrar löggjafar, sem Fram- sóknarmenn knúðu fram, er undirbúin skipuleg heildarrækt- un um land allt. Reynir nú á samtök og styrk alls sveitafólks og þeirra, sem hafa samúð með því, að halda svo fram sem horf- ir, svo að ekki bregðist stuðn- ingur við stórhug og framfara- vilja þeirra, sem ætla að rækta landið. Þjóðfélagið þarf að leggja til mikið fjármiagn, en hugsjónin, viljinn og vinnuafl- ið kemur frá sveitafólkinu sjálfu. Viðfangsefni sveitafólksins á næstu árum eru að sjálfsögðu ræktun land^ins og bústofnsins, en auk þess skipulag byggðar og framleiðslu, trygging félagslegr- ar menningar og félagslegra þæginda. Undirstaðan er ræktað land og góður bústofn, þar sem fram- leitt er á hverjum stað það, sem hentugast er vegna náttúru landsins og markaðsskilyrða. Einangrun og fásinni þarf að hverfa, án þess þó, að allt sé miðað við það, sem tíðkast með- fram stórfljótum Rússlands og Ameríku. Það verður að koma íslenzkum búskap í það form á einhvern hátt, að ekki minna en tvær fjölskyldur búi í nábýli, svo að um margs konar samhjálp og einhverja verkaskiptingu sé að ræða. Uppeldismál og félagsleg menning sveitanna býr við ýms hagstæð lagaskilyrði, svo sem almenn lög um fræðslu barna, ríkisstyrk til lestrarfélaga, en það er meira atriði en margan Má ekki nefna hann? Eftirfai’andi fróðleikskorn stóð nýlega í málgagni Heimdellinga: „Frægt er orðið ferðalagið, þegar Framsóknarráðherrarnir fóru til Austurlandsins á stjórn- málafundi og tóku varðskípið Óðin til fararinnar, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og Magnús Jónsson, ferð- uðust á mótorbát“. — Já er ekki von, að mönnunum blöskri, að slikir höfðingjar skyidu þurfa að sitja við hliðina á fiskimönnum milli fjarða! En ýmsu má við þessa sögu bæta. Framsóknarráðherrann (sem þarna er hafður í fleirtölu) var ekki nema e i n n, nefnilega sá hinn sami, sem nýlega fékk sendan harmónikuspilara til framboðs í kjördæmi á Norður- landi. Ráðherrann útskýrði úti- grunar, o. fl. En það þarf vel að vinna, til þess að slík lög og ákvæði komi að fullum notum. Til þéss þarf lifaridi starf og á- huga heima fyrir og góðviljuð stjórnarvöld. Maimsverk. Allar þær framfarir, sem eiga að verða í sveitum íslands, eru baráttumál og verða næstu ár- in. Vegna þeirra þarf að berjast við landeyðingarstefnuna og hagsmunasamtök forréttinda- fólksins. Trúin á landið og réttlát hlutdeild framleiðenda sjálfra í þjóðartekjunum eru frumskilyrði þess, að íslenzkar sveitir eigi sér framtíð. Um þetta hvorttveggja þarf sveitafólkið að sameinast. Það varðar líf eða dauða þess atvinnuvegar, sem það ann. Trúin á landið lifir í hug og hjarta alls þorra sveitafólks, I eldra sem yngra. Meginhluti þeirra, sem þar eru enn, eru bundnir brjóstrænum tengslum við sveitina. Ég veit ekki hverjir eiga sér glæsilegra hlutverk en hið unga fólk, sem vill verja lífi sínu til þess að byggja upp betra sveitalíf og fegurri sveitamenn- ingu. Þar eru svo mörg tækifæri og nauðsyn þjóðarinnar að nota þau tækifæri er svo brýn, að fátt getur verið skemmtilegra en að ganga þar til verks. Ég veit, að æska sveitanna sér þetta og finnur og lætur hvorki úrtölur né bölsýni á sig bíta né heldur glepjast af stundargengi og eftirlæti þjóðfélagsins við milli- liði og brask. Fólkið sigrar. Ég veit, að það er kjarngóður stofn, sem byggir sveitir lands- ins í dag. Þeir, sem kjósa létt- asta hlutskiptið, hafa flestir leitað annarra úrræða. Og ég trúi þvi, að unga fólkið vilji heldur leggja krafta sína í þjóð- holl uppbyggingastörf, en græða fé á okri og milliliðastarfi. Þess vegxia veit. ég, að sveitafólkið tekur höndum saman af stór- hug, starfsgleði og baráttuvilja. Og fólkið við sjóinn réttir hendur sínar á móti. Það er að- eins tímabundið, hversu lengi er hægt að sundra hinum jákvæðu og þjóðhollu öflum. Trúin á landið og trúin á manninn sam- einar vinnandi fólk í sveit og við sjó til raunhæfa framfara og réttlátrar umbunar þarfa hluta og maklegs jafnaðar um lífskjör og lífsþægindi. í þeirri trú er gott að ganga til baráttu og kosninga. lokun Óláfs frá varðskipinu þannig, að téð persóna hefði komið of nærri landhelgislög- gjöfinni, til þess að vera varð- skipshæf. En Magnúsi mun aldrei hafa verið meinað skip- rúm. Merkilegt, ef nafn hins gamla og góða landhelgisráð- herra er orðið fullkomlega frið- að í íhaldsblöðunum — eða átti kannske að láta fölk halda, að Hermann og Eysteinn hefðu sem ráðherrar staðið fyrir þvi, sem a. m. k. margir Sjálfstæðismenn munu telja rangt í umræddu hrakningsmáli Ólafs og Magn- úsar? Stríðsgróðaforustunni í Reykjavík er að verða órótt út, af umtali þvi, sem orðið hef- ir um „smákónga“ og „máttar- stólpa“ í þessum kosningum. Jafnframt gefur aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins í skyn, svo að ekki verður um villzt, að frambjóðandi þess flokks í Strandasýslu sé einn af hinum umtöluðu kosninga-,,máttar- stólpum“. Mun mönnum þó hafa komið annar Sjálfstæðisfram- bjóðandi vestanlands fyrr í hug. En hins vegar er gott að fá þess- ar upplýsingar í viðbót, frá þeim, er bezt mega vita. Og eng- inn efast um það lengur, að málið sé Morgunblaðinu við- kvæmt, enda mestar líkur til, að „máttarstólpar“ þess reyn- ist saltstólpar og hrun þeirrá að vonum. Stríðið við Ólaf Ræktunarfélagsstjóra. Þrjár stríðskempur, Valtýr Stefánsson, Jón Pá. og Jónas Jónsson, eiga nú í höggi við Ól- af Jónsson Ræktunarfélagsstj. á Akureyri. Ennþá veitir Ólafi betur, og óttast það nú sumir, að hann gangi frá kempunum þrem óvígum í Ódáðahi’auni. Gáfumennirnir við Morgunblaðið hafa komlzt að þeirri niðurstöðu,að Fram- sóknarmenn séu mjög lélegir stjórnarandstæðingar, því að núverandi bræðingsstjórn sé búin að sitja í tuttugu mánuði án þess að tekizt hafi að koma henni frá. Jafnframt er þess getið, að Framsóknarflokkurinn hafi áður verið svo lengi í stjórn, að hann hafi týnt niður öllum hæfileikum til andstöðu. En hverjir voru þá stjórnarand- stæðingar? Og hvernig kunnu þeir sitt verk, úr því að þeir fengu engu um þokað allan þennan tíma? Var þá málstað- ur Framsóknarstjórnarinnar svona góður, eða stjórnarand- staðan svona léleg — nema hvorttveggja hafi verið? „Fjólu- pabbi“ ætti að setja upp gler- augun og hugsa betur. Og enn kveða þeir, blessaðir: „Núverandi forustumenn flokksins(Framsóknarfl.) kunnu þvi ekkert til þátttöku í þjóð- málunum nema sem vaida- miklir sérhagsmuna spekúlant- ar“. — Þessu til sönnunar vitnað í Jónas! Hann álítur þó víst eins og Mbl., að það nafi vond áhrif á menn að vera eða hafa verið ráðherrar — geti t. d. gert þá að „sérhagsmuna- spekulöntum“ En hvers vegna voru þá Ólafur og Pétur látnir hætta sínum frómu hjörtum? Og hvei’s vegna vilja þessir tví- menningar, að_ dæmi hinnar til- vitnuðu persónu, halda áfram mögnun forherðingarinnar? Það eru til undarlegir menn. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.