Tíminn - 14.06.1946, Page 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í
Edduhúsinu vib Lindargötu. Sími 6066
REYKJAVÍK
FRAM SÓKNA RM ENN!
KomLð í kosningaskrifstofuna
14. JtWÍ 1946
104. blaft
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu
við fráfall og jarðarför eiginmanns og föður okkar,
Ólafs Jónssonar, frá Skarði.
Sérstaklega þökkum við öllum þeim mörgu, er auð-
sýndu okkur alla þá miklu hjálp í langvarandi veikindum
hans. — Guð blessi framtíð ykkar allra.
Sigurfljóð Jónasdóttir og dætur.
H
::
Vörubílar
G. M. C.
Getum útveg'að liina heimsfrægu G.M.C
vörubíla beint frá General Motors verk-
smiðjunum í Ameríku.
JÞeir, sem eiga gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfi, ættu að tala við okkur, sem
fyrst.
G.M.C. er til í öllum stærðum 1, 2, 3, 4
og 5 tomia og allt upp í 20 tonna.
H.f. Egill Vilhjálmsson
Herferð íhaldsins gegn
Hermanni Jónassyni
(Framhald af 1. síðu).
í broddi fylkingar góðan dreng
með hreinan skjöld, einarðan
mann en þó réttsýnan í ákvörð-
unum, mann sem, andstæðing-
arnir óttast, en samstrfsmenn
virða fyrir óvenjulega glögg-
skyggni í hinum stærstu mál-
um, og óbilandi kjark, þegar
vanda ber að höndum, ásamt
heilbrigðri viðurkenningu á því,
að betur fer í flokki hverjum,
að hönd styðji hendi, en að einn
ráði öllu.
En árásir Morgunblaðsins á
H. J. eru á engan hátt undar-
legar. Mönnum sem Mbl. talar
vel um í kosningum, hafa Fram-
sóknarmenn sjaldan talið vert
að treysta.
Það hafa menn fyrir satt, að
ýmsir íhdldsforkólfalr í Rvík,
varpi nú þungt öndinni yfir
,,Mogga“ og „morgunkaffinu",
og mæli hið fornkveðna: „Ekki
er- mark að draumum". Og svo
búa þeir sér til dagdrauma í
staðinn um hetjurnar, sem þeir
hafa sent út á landsbyggðina
til að stráfella frambjóðendur
Framsóknarflokksins. Fyrir 15
árum birtu sams konar menn i
blöðum sínum slagorðið: Engan
Framsóknarmann á þing. En
í kosningunum sem á eftir fóru,
vann Framsóknarflokkurinn
mörg sæti áf íhaldsflokknum.
•
Þá voru og tvö Framsóknarfram-
boð í einu kjördæmi, og vann sá
frambjóðandinn sem traustari
var í flokknum, en eigi hafði á
þingi setið áður.
nzn
„ESJA”
Hraðferð til Akureyrar sam-
kvæmt áætlun kringum 18. þ. m.
Tekið á móti flutningi til við-
komuhafna 1 dag (föstudag) og
árdegis á þriðjudag. Pantaðir
farseðlar óskast sóttir fyrir há-
degi á morgun.
(3
BJf þlS eruS sleem i höndun-
um, þá notiö
„ELÍTE-
HAJVDLOTÍOIV44.
Mýkir hörundlð, gerlr hend-
urnar fallegar og hvitar. Pœst i
lyfjabúöum og verzlunum.
HeildaölublrgSir hjá
rnEMin>r
Hátíðafiöld
(Framhald af 1. síöu).
an dansleikir hefjast á sömu
stöðum kl. 10. Ennfremur mun
skólinn veröa opinn stúdentum
og þar hafðar veitingar og dans.
Á dansleikina mega stúdentar
koma með konur sínar.
Aðgöngumiðar að þessum
samkvæmum eru seldir í skrif-
stofu hátíðarnefndar í íþöku.
Sími skrifstofunnar er 6999.
Hátíðanefndin vill skora á
alla stúdenta frá skólanum, að
heiðra hann með nserveru sinni
á þesum degi. Sérstaklega vill
hún áminna menn að sækja að-
göngumiða á áðurnefndum tíma.
Pantanir aðgöngumiða utan-
bæjarstúdenta verða þó geymd-
ir til 15, þ. m.
Höfum fyrirliggjandf liinar ágætu
SYLVIA
skilvindur
í eftirtöldum stærðum:
65 lítra
100 —
135 —
Samband ísl. samvinnuf élaga
TILKYNNING
Hérmeð tilkynnist viðskiptamönnum Síldarverksmiðja
ríkisins, að ákveðið er, að verksmiðjurnar kaupi síid föstu
verði í sumar fyrir kr. 31,00 málið og ennfremur, að Síld-
arverksmiðjur ríkisins taki við bræðslusíld til vinnslu af
þeim, sem þess óska heldur, og verði þá greitt fyrir síldina
85% af áætlunarverðinu, þ. e. kr. 26.35 fyrir málið við
afhendingu og endanlegt verð síðar, þegar reikningar
verksmiðjanna hafa verið gerðir upp.
Þeir, sem kynnu að óska að leggja síldina inn til vinnslu,
skulu hafa tilkynnt það og gert um það samninga fyrir
kl. 12 að kvöldi 28. þessa mánaðar.
Teljast þeir selja síldina föstu verði, sem ekki tilkynna
innan tilskilns tíma, að þeir ætli að leggja síldina inn
til vinnslu.
Síldarverksmiðjur ríkisins
Tilkynning
frá atvinnumálaráðuneytinu.
Að gefnu tilefni vil atvinnumálaráðuneytið gefa eftir-
farandi upplýsingar varðandi notkun flugvallanna við
Reykjavík og á Reykjanesi:
Engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar um notkun
þessara flugvalla í framtíðinni, hvort Reykjavíkurflugvöll-
urinn verður eingöngu notaður eða Reykjanesvöllurinn
eða þá að báðir þessir flugvellir verði samtímis i notkun.
Heldur ekki hefir ákvörðun verið tekin um stækkun eða
breytingu á flugvellinum við Reykjavík. Þessi mál eru til
athugunar hjá sérfræðingum og hafa ennþá engar áætlanir
eða tillögur frá þeim borizt.
Atvinnumálaráðuneytið, 12. júní 1946.
Vestfiröingar ÍHúsmæöur
í Reykjavík,
notið tækifærið og fáið ykkur
ósaltaða kæsta skötu.
FISKBtJÐIN
Hverfisgötu 123. Sími’1456.
Hafliði Baldvinsson.
Nýtt hrefnukjöt daglega.
Úrvalskjöt í buff. Ódýr og góður
matur.
FISKBCÐIN
Hverfisgötu 123. Sími 1456.
Hafliði Baldvinsson.
(jatnla Síc
Frn Parkington
Gerð eftir hinni heimsfrægu
sögu Louis Bromfield.
Aðalhlutverk:
Greer Garson,
Walter Pidgeon.
Hækkað verð.
ýnd kl. 6 og 9.
Vtjja Síc
(við SUúlagötu)
•*
UM
ÓKUMA STIGU.
Þrjátiu bráðsk emmtllegar og
spennandi ferðasögur og ævin-
týri frá ýmsum löndum, eftir
þrjátíu höfunda.
Þýðendur:
Jón Eyþórsson og
Pálmi Hannesson.
Bókin er á fjórða hundrað
síður, prýdd mörgum gullfalleg-
um myndum. Kostar kr. 52.50 5
góðu bandi.
Aðeins fá eintök eftir.
Snælanclsútgáfan,
Lindargötu 9A, Reykjavfk
Perla dauðans
Spennandi leynilögreglumynd
byggð á sögunnl „Likneskin 6".
eftir Coynan Doyle.
Aðalhlutverk:
Basil Rathbone
Eveiyn Ankers
Niegel Bruce.
Sýnd kl. 5, 7 ug 9.
Bönnuð börnum yngri
en 16 ára.
Ijatnatbíé
Merkl krossins
(The Sign of the Cross)
Stórfengleg mynd frá Róma-
borg á dögum Nerós.
Fredric March,
Elissa Landi,
Claudette Colbert,
Charles Laughton.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Henry Aldrich barnfóstra
Jimmy Lydon, Charles Smith,
Joan Mortimer.
Sýnd kl. 5.
— Selskinn
Selskinn og lambskinn kaupum við hæsta verði.
Fyrirspurnum svarað um hæl.
Sútunarverksinfðjan h.f.
Heildverzlun Þórodds Jónssonar,
Skrifstofur: Hafnarstræti 15. Símar 1747 (2 línur).
Niðurjöfnunarskrá
Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík
fyrir árið 1946 liggur frammi almenningi til sýnis
í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 13.—
26. júní næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum,
kl. 9—12 og 13—17 (þó á laugardögum aðeins kl. 9
—12).
Kærur yfir útsvörum skulu sendar niðurjöfn-
unarnefnd, þ. e. í bréfakassa skattstofunnar í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu, áður en liðinn er sá
frestur, er niðurjöfnunarskráin liggur frammi,
eða fyrir kl. 24, miðvikudaginn 26. júní næstkom-
andi.
Þennan tíma verður formaður niðurjöfnunar-
nefndar til viðtals í Skattstofunni virka daga, aðra
en laugardaga, kl. 17—19.
Borgarstjúriim í Beykjavík, 12. júni 1946.
Bjarni Benediktsson
Tilkynning um
útborgun arðs
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar verður greiddur
4% arður af hlutabréfum bankans fyrir árið 1945.
Útborgun arðsins fer fram í skrifstofu bankans í
Reykjavík og útibúum hans gegn afhendingu arð-
miða ársins 1945.
Reykjavík, 4. júní 1946.
Útvegsbanki tslands h.f.
B-listinn er listi Framsóknarmanna í Reykiavík.
Sími 6599