Tíminn - 22.06.1946, Page 1

Tíminn - 22.06.1946, Page 1
BXTSTJÓRl: ) \ ÞÓRA tEN N ÞÓRAROTSSí >N \ < \ ÖTGEPAHDI: ) FRAMSÓiCNAJRFLOKKÍJR INN J Símar 235.E og 437J PRENTSMIÐJAN EDDA hJ 30. árg. RITSTJÓRASKRIttTOFtJR: EDDUHÚSI. Lfc -dartðtu 9 A Síinar 3353 og 4373 APGREIÐSLA, OTNHEIMTA OG AUGLÝSOTGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSl, Unóaxgötu 9 A Sírnl 2323 Iteykjavík, laugardaglim 22. jjimí 1946 109. blað HVER ER ASNINN FYRIR VA6NIKOMMÚNISTA? Morgunblaðið undirstrikaði í gær í forustugrein þau um- mæli Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra Englend- inga, „að KOMMÚNISTAR ALLRA LANDA REKA FIMMTU-HERDEILDAR- STARFSEMI, HVERJIR í SÍNU LANDI.“ Morgunblaðið sagði ennfremur í sömu grein: „Kommúnistaþingmaðurinn Fred Rose í Kanada, sem uppvís varð að landráðum, sagði fyrir réttinum, að hann skoðaði ekki Kanada föðurland sitt, heldur Rússland. ÞETTA ER SJÓNARMIÐ ALLRA KOMMÚNISTA, HVAR í LANDI SEM ÞEIR EIGA HEIMA.“ Morgunblaðið sagði einnig í gær: „Þeir menn, sem stjórna Kommúnistaflokknum hér á landi, eiga í því sammerkt við flokksbræður sína í öðrum löndum, að ÞEIR LÚTA VILJA OG VALDI HINNA AUST- RÆNU HÚSBÆNDA SINNA.“ Enn vitnaði Morgunbl. í gær í þessi ummæli málgagns kommúnista eitt sinn, þegar tveir af foringjum þeirra hér sigldu á miðstjórnarfund Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu: „En félagar! Það er ekki nóg að tilheyra heimsflokki kommúnismans. Við verðum einnig allir að vera reiðu- búnir til að FRAMKVÆMA FYLLILEGA f VERKINU FYRIRSKIPANIR HANS, nú þegar örlög heillar kynslóðar og sósíalismans eru í veði.“ Loks beindi Morgunblaðið þessum orðum feitletruðum til samstarfsmanna sinna, kommúnistanna: „Hitt er annað mál, að menn, sein starfa hér i þjónustu erlends herveldis, geta ógnarvel heitið og VERIÐ LAND- RÁÐAMENN. Þetta ættu kommúnistar að skilja allra manna bezt.“ Þúsundir manna spyrja og krefjast svars: HVER ER ASNINN FYRIR VAGNI KOMMÚNISTA Á ÍSLANDI? Hver eða hverjir hafa lyft kommúnistum til valda á íslandi, fengið þeim í hendur lyklavöldin, selt á þeirra vald mörg mikilvægustu málefni þjóðarinnar, gefið þeim tíma og tækifæri til þess að hreiðra um sig? Svarið liggur beint við. Það er SJÁLFSJÆÐISFLOKK - URINN, sem hefir fengið þeim lyklavöldin. ÓLAFUR THORS ER ASNINN, SEM VAGNINN DREGUR, keyptur af kommúnistum með forsætisráðherratigninni og heild- salagróðanum. Ólafur Thors er í einfeldni sinni og hé- gómaskap akneyti mannanna, sem „reka fimmtu-her- deildarstarfsemi, hverjir í sínu landi“, mannanna, sem eru „reiðubúnir til að framkvsöwia fyllilega í verkinu fyrir- skipanir“ heimsflokksins, mannanna, sem „geta ógn- arvel heitið og verið landráðamenn.“ Finnst ekki mörgum, sem fylgt hafa Sjálfstæðisfloklsn- um að málum, að nú sé tímabært að SEGJA SKILIÐ VIÐ FLOKK OG FORINGJA, SEM ÞANNIG LÆTUR NOTA SIG? Sjálfur mun hann ekki að sér sjá hjálparlaust meðan hann á kost á að halda forsætisráðherratigninni, enda hefir hann svarað óskum kommúnista um það, að stjórn- arsamvinnan haldist eftir kosningar með því, að HANN GERI FASTLEGA ráð fyrir, að svo verði. &44444444444444444$44$4444«4444444444444S444$44$4444S4444S44444444444«444$44$4 Tryggjum Pálma HarLnessyni þingsæti SVARIÐ VIÐ MÚTUBOÐUM PENINGAVALDSINS: REKUM VERÐBÓLGUSTJÚRN SJÁLFSTÆÐÍSFL OG KOMMÚNISTA AF HÖNDUM OKKAR BÆR I SMIÐUM liretar hafa hafizt handa um að byggja nýja bæi á Gullströndinni í Afríku. Bæir þessir eru skipulagðir eins vel og á verður kosið og búnir nýtízku gögn- um. Hér sést hús í bænum Kumasf í smíðum. Framsóknarmenn um land allt! Framsóknarmenn, sem farið að heiman fyrir kjördag, 30. júní, tnunið að kjósa áður en þið farið, hjá næsta hrepp- stjóra eða sýslumanni. Framsóknarmenn, sem eruð fjarverandi og verðið það fram yfir kjördag, 30. júní, munið að kjósá strax hjá næsta hrepp- stjóra, sýslumanni eða skip- stjóra ykkar, svo að atkvæðið komist heim sem allra fyrst. Framsóknarmenn! Takið allir virkan þátt í kosningabarátt- unni. Látið ekki dragast að gera aðvart um fjarstadda kjós- endur, sérstaklega þá, er dvelja Tundnrdufl gerð óvirk Samkvæmt upplýsingum frá Skipaútgerð ríkisins hefir Skarp héðinn Gíslason frá Hornafirði nýlega gert óvirk 4 tundurdufl á Skeiðarársandi. Allt voru þetta brezk, segulmögnuð dufl. erlendis. Munið að ekkert at- kvæði má glatast. Leitið allra upplýsinga og að- stoðar hjá kosningafulltrúum flokksins, kosningamiðstöðvum kjördæmanna og KOSNINGASKRIFSTOFUNNI í REYKJAVÍK, Edduhúsinu, Lindargötu 9 A Sími: 6066. FÓLKIÐ í DREIFBÝLUVU MUN GJAUDA FRAMBJÓÐENDUM SJALFSTÆÐIs'fLOKKS- IMg OG AMNÍARRA STJÓRNÍARLIÐA VERÐ- UGT SVAR FVRIR 1*A RAVGSLEITVl, ER ÞAD MEFIR VERIÐ BEITT. Eitt af þeirri „nýsköpun“, sem núverandi ríkisstjórn hefir inn- íeitt í landið, er ofsókn á hendur heilum stétum þjóðfélagsins, svo sem bændastéttinni, og raunar því fólki yfirleitt, sem heima á í dreifbýlinu, jafnt í kauptúnum sem sveit. Ríkisstjórnin og þeir flokkar, sem að henni standa, vita auðvitað ofurvel, hvaða áhrif þessi afstaða hefir haft á viðhorf fólksins í strjálbýlinu til stjórnmálaflokkanna í landinu. Og nú hafa ýmsir frambjóðendur stjórnarliðsins, og þá einkanlega úr hópi Sjálfstæðismanna, grip- ið til þess óyndisúrræðis að reyna að bæta sér upp þann mikla álitshnekki, er þeir hafa beðið, með loforðum um fémútur til handa þeim, er þægir verða, en hótunum um refsiaðgerðir, er beitt skuli við þau kjördæmi, sem nú vilja ekki lengur veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi. En það er þegar sýnt, að þessi nazistiska bardagaaðferð mun hljóta verðugt svar kjósenda. Smalar andstæðinganna herða nú þann áróður um allan helm- ing, að B-listinn sé vonlaus, því að þeir gera sér ljóst hið sívax- andi fylgi hans, og sjá ekki ann- að ráð til að hamla á móti því. Stuðningsmenn B-listans verða að svara þessum áróðri með auknu starfi. Ef vel og vasklega er unnið, er það leikur einn að tryggja kosningu Pálma Hann- essonar, glæsilegasta frambjóð- anda, sem nú er í kjöri í Reykja- vik. Áróður andstæðinganna sýnir vel að þeir treysta sér ekki til að deila á listann sjálfan, eða efsta mann hans. Þeir vita, að kosning Pálma Hannessonar er tryggð, ef allir stuðningsmenn hans gera skyldu sína, og þess vegna er það örþrifaráð þeirra að reyna að telja mönnum trú um að kosning Pálma Hannes- sonar sé vonlaus. En stuðnings- menn B-listans, minnist þess, að þetta eru nákvæmlega sömu rökin og andstæðingarnir not- uðu fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vetur. Þrátt fyrir þann áróður situr Pálmi Hann- esson nú í bæjarstjórnr Minnist þess að 700 atkvæði til viðbótar við atkvæðatöluna frá í vetur tryggja kosningu Pálma Hannessonar fyrir Reykjavík. Látið ekki blekkjast af áróðri andstæðinganna. Stuðningsmenn B-listans! Herðið sóknina! Aflið Pálma Hannessyni nýrra stuðnings- manna! Kjörorðið er: Pálmi Hannesson skal á þing! Munið eftir að koma í kosn- ingaskrifstofuna, sem er í Eddu- húsinu við Lindargötu, opin 10 —22 daglega. — Sími 6066. RÍKISSTJÓRNIN SÝNIR ENN HU6 SINN TIL BÆNDA Stjórnarliðið tckur 40 jeppa af bændum og átlilutar til gæðinga sinna. Eins og kunnugt er, hefir verið leyfður innflutningur á nokkrum jeppabifreiðum til landsins og voru þessir bílar eingöngu ætlaðir bændum, enda taldir hentugir til ýmissa nota fyrir þá. Stjórnarliðið leyfði innflutning á nokkrum bílum nú í vor, aðallega í auglýsingaskyni fyrir kosning- arnar. Hátt á annað þúsund bændur hafa óskað eftir að fá slíka bíla tii afnota við landbúnaðarstörf, en ríkisstjórn- in hefir ekki viljað leyfa innflutning nema á í hæsta lagi 1/6. hluta af þeim bílum, sem bændur hafa beðið um. Læt- ur nærri, að það sé í réttu hlutfalli við það fylgi, sem rík- isstjórnin TELUR sig eiga meðal bænda. Nú hefir það hneykslanlega undur gerzt, að af þessum fáu jeppum, sem fengizt hefir að flytja inn til bænda, hefir nýbyggingarráð sjálft, sem, eins og kunnugt er, er harðsnúin stjórnarklíka, að einum manni undanskildum, hrifsað í sínar hendur, af samtökum bænda, 40 bíla, og úthlutað tii gæðinga sinna, svo sem Magnúsar Jónssonar guðfræðikennara við háskólann, og annarra slíkra. Sumir þessara bíla liafa sézt út um byggðir landsins, svo sem í Dölum og Austur-Húnavatnssýslu. Væri fróðlegt fyrir menn, þar sem þessir stjórnarbílar fara, að athuga inni- hald þeirra, því það mun vera „vel-lyktandi“. Sést hér enn sem fyrr hugur ríkisstjórnarinnar til bænda. Ósigurvænleg bardagaaðferð. Þeir munu harla fáir, sem blikna eða blána, þótt frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins berji í borðið og hóti hörðu, þegar fagurgalinn stoðar ekki lengur. Til þess ber margt, en fyrst og fremst skaplyndi ís- lenzku þjóðarinnar, sem ó- gjarna lætur kúgast, fremur en frændþjóð okkar, Norðmenn, þegar Quisling og menn hans voru að reyna að afla sér fylgis meðal þeirra á stríðsárunum. íslendingar munu ekki heldur gerast mútuþegar þeirra manna, er nú eru í þann veginn að falla á gerðum sínum. í öðru lagi hafa þessir menn litlar sannanir fram að færa fyrir því, að þeir verði þess megnugir að framfylgja hótunum sínum eft- ir kosningar, þótt einhverjir kynnu að finnast, er skaplyndi hefðu til þess að beygja sig, og það því fremur, sem allar líkur benda til þess, að núverandi rík- isstjórn verði ekki langlíf eftir þessar kosningar. Einhugur stjrnarandstæðinga. í öllum sveitum og kauptún- um og bæjum þessa lands fylkir nú fólk þvert á móti liöi gegn frambjóðendum ríkis- stjórnarinnar til sigursællar lokasóknar. Aldrei hefir v erið meiri einhugur hjá þúsundum manna en nú, er þeir taka hönd- um saman til þess að gera sem allra mestar hrakfarir þeirra Sjálfstæðismanna, sem telja sér það líkast til kjörfylgis að feta í fótspor nazista i kosningar- róðri sínum, og þeirra annarra, sem játazt hafa undir merki heildsalanna og verðbólgu- mannanna í þessum kosningum. Bændur vilja ekki vera réttlausir. Bændastétt landsins er ein- ráðin í því að greiða nú viðeig- andi svar við því réttleysi og þeirri rangsleitni, sem hún hefir æ ofan í æ sætt á undan- gengnum misserum. Hún ætlar ekki að taka því þegjandi, að MUNIÐ ÞETTA SJÁLFSTÆÐIS- MENN! Þið, sem eruð andvíg sam- vinnunni við kommúnista, þurf- ið að gera ykkur þetta ljóst: Því fleiri atkvæði, sem Sjálf- stæðisflokkurinn fær, því meiri líkur eru fyrir langvinnu sam-- starfi foringja Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista, þar sem þeir fyrrnefndu munu þá á- lita sér það pólitískt hagkvæmt. Því færri atkvæði, sem Sjálf- stæðisflokkurinn fær, því fyrr verður foi;ingjum flokksins ljós skaðsemi hennar og því fyrr hætta þeir henni. Sjálfstæðismenn, sem eruð andvígir samstarfi við kommún- ista! í þessum kosningum kjósið þið með Framsóknar- flokknum, sem er eini stjórn- málaflokkurinn, er hefir neitað að vinna með kommúnistum á þeim grundvelli, er þeir vilja starfa á. henni hefir verið skipað á krók- bekk í þjóðfélaginu’, heldur tala við sendimenn ríkisstjórnar- innar á því eina máli, sem hennar lið virðist skilja — á tungumáli kjörseðlanna. Fólkið í kauptúnunum svarar einnig fyrir sig. Fólkið í þorpum og kauptún- um þessa lands beygir sig ekki heldur í auðmýkt. Einnig það hefir verið gert að annars flokks fólki í tíð núverandi ríkisstjórn- ar, og einnig það mun gjalda sitt ótvíræða svar. Höfuðmál- gagn stjórnarinnar, Morgun- blaðið, hneykslaðist á þvi í vet- ur, að Esja skyldi vera látin þjóna „fáeinum hundruðum út- kjálkamanna", í stað þess að láta hana sigla milli landa með ríka gæðinga, sem vildu fá að lyfta sér upp í öðrurri löndum. Nú hefir ríkisstjórnin ákveðið að svipta fólkið í dreffbýlinu Esjuferðunum í sumar. Esja leggur af stað í fyrstu Dan- merkurferðina fáum dögum fyr- ir kosningar. Það verður munað. Þó er þetta aðeins eitt lítið (Framhald á 4 síOu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.