Tíminn - 22.06.1946, Page 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er
Edduhúsirm við Lindargötu.
4
\
Sími 6066
REYKJÆVtK
_______
FRAMSÖKNARMENN!
22. Jtiní 1946
Komið í kosningaskrifstofuna
109. blað
*
Aðalfundur Prestafélags Islands
Aukning sérleyfis-
ferða
Fjallvegir eru nú aö heita má
allir færir til aksturs og munu
áætlunarferðir hefjast um 24.
þ. m. á þeim síðastfæru.
Nokkur aukning hefir orðið á
sérleyfisleiðum í ár og hafa ver-
ið veitt ný sérleyfi á þessum
leiðum:
Reykjavík — Fljótshlíðar-
hreppur — Landeyjar — Eyja-
fjöll. Reykjavík — Akranes.
Reykjavík — Grundarfjörður.
Akureyri — Engimýri. Akureyri
— Mývatnssveit. Akureyri —
Húsavík (um Köldukinnarveg).
Brýr — Akureyri.
Einnig hefir ferðum verið
fjölgað á leiðunum:
Borgarnes — Reykholt. Blöndu-
ós — Skagaströnd. Akureyri —
Mývatnssveit og Reyðarfjörður
— Breiðdalsvík — Berufjarðar-
strönd.
Málarar stofna nýtt
félag
30 fristundamálarar úr Rvik
og víðar hafa tekið sig saman
og stofnað með sér félag sem
heitir: „Félag islenzkra frí-
stundamálara“ (skammstafað
F.Í.F.) Tilgangur félagsins er að
efla frístundamálun og bæta
aðstöðu þeirra, er hana stunda,
með því að: Sameina fristunda-
málara og skipuleggja starfsemi
þeirra, koma á fót og starfrækja
alls konar fræðslustarfsemi
varðandi málaralist, svo sem
fyrirlestra fróðra manna, út-
vegun bóka um málaralist og
annað, sem að gagni má verða
og fært er að framkvæma á
hverjum tíma, koma á fót sam-
eiginlegri vinnustofu, þar sem
félagar geta unnið að myndum
sínum, og notið kennslu eftir
því, sem ástæður leyfa, að gera
ráðstafanir til þess að útvega
félagsmönnum efni til málunar
með sem hagkvæmustum kjör-
um, að koma á fót sýningum á
verkum félagsmanna.
Stofnfundur var haldinn 20.
júní, lög félagsins samþykkt,
fimm manna stjórn var kosin
og tvær nefndir, fimm manna
sýningarnefnd og þriggja
manna fræðslunefnd.
Stjórn félagsins skipa: For-
maður Helgi S. Jónsson, ritari
Axel Helgason, gjaldkeri Axel
Magnússon, meðstjórnendur
Eggeft Laxdal og Jón B. Jóns-
son.
Silfurbrúðkaup
Nýlega áttu silfurbrúðkaup
þau hjónin Pétur Jónsson og
Þuríður Gísladóttir í Reynihlíð
í Mývatnssveit. Þann dag heim-
sóttu þau ættingjar og venzla-
fólk í Aðaldal, Reykjahverfi og
Kinn og færðu þeim til minn-
ingar um daginn málverk af
Bláfjalli séð frá Dimmuborg-
um, eftir Pétur Friðrik Sigurðs-
son.
Pétur er sonur Jóns Einars-
sonar fyrrum bónda í Reykja-
hlíð og konu hans Hólmfríðar
Jóhannesdóttur frá Geiteyjar-
strönd, sem látin er fyrir nokkr-
um ,árum. Þuríður er dóttir
Gísla Sigurbjörnssonar í Prest-
hvammi og konu hans, Helgu
Helgadóttur frá Hallbjarnar-
stöðum í Reykjadal.
Pétur og Þuríður voru gefin
saman í hjónaband að Grenjað-
arstað 12. júní 1921, og hafa þau
búið í Reykjahlíð mestallan sinn
búskap, þar til þau byggðu gisti-
húsið Reynihlíð við Reykjahlíð
fyrir þremur árum síðan og
hafa þau rekið það síðan. Þau
eiga fimm mannvænleg börn.
Aðalfundur Prestafélags ís-
lands var haldinn í Háskólan-
um miðvikudaginn 19. júní. Um
morguninn kl. 9,30—10 fór fram
guðsþjónusta í Háskólakapell-
unni, séra Jakob Jónsson flutti
prédikun og minntist sérstak-
lega aldarafmælis Menntaskól-
ans í Reykjavík. Formaður fé-
lagsins, Ásmundur Guðmunds-
son .prófessor, setti fundinn og
stjórnaði honum, en fundarrit-
arar voru þeir séra Páll Sig-
urðsson og séra Leó Júlíusson.
Formaður minntist látinna fé-
lagsbræðra, þeirra séra Halldórs
Bjarnasonar, séra Kjartans
Kjartanssonar, séra Knúts
Arngrímssonar skólastjóra og
séra Hólmgríms Jósefssonar.
Nú er hafinn undirbúningur
að útgáfu minningarrits vegna
aldarafmælis Prestaskólans á‘
næsta ári. Ætlazt er til að ritið
verði í tveimur þáttum. Annar
á að vera prestatal og kandi-
data, þeirra, sem útskrifazt
hafa frá Prestaskólanum o>g
Guðfræðideild Háskólans á árg-
bilinu 1847—1947 ásamt fáein-
um helztu æviatriðum þeirra
og myndum af þeim. Vinnur
séra Björn Magnússon dócent
að samningu þess þáttar. Hinn
þáttur minningarritsins á að
vera um guðfræðikennsluna
þessi 100 ár, og hefír séra
Benjamín Kristjánsson á Syðra-
Laugalandi verið beðinn um að
semja hann. Nýjar prestahug-
vekjur er verið að setja í ísa-
foldarprentsmiðju, og eiga þær
að koma út á þessu ári. Barna-
sálmar eru einnig í prentun,
önnur útgáfa. Milli aðalfunda
hefir sérstök nefnd fjallað um
fermingarundirbúninginn og
samband hans við unglinga-
fræðslu almennt, og skipa hana
séra Guðbrandur Björnsson
prófastur formaður,. séra Guð-
mundur Einarsson prófastur,
séra Björn Magnússon dócent,
séra Jón Guðnason og séra Jón
Þorvarðsson prófastur. Kvaddi
nefndin til starfa með sér dr.
Bjama Jónsson vígslubiskup.
Aðalmál fundarins var ferm-
ingarundirbúningurinn og sam-
band hans við unglingafræðsl-
una almennt. Fluttu þeir um
málið ýtarleg framsöguerindi
prófastarnir séra Guðbrandur
Björnsson og séra Jón Þorvarðs-
son. Ýmsir fleiri tóku til máls.
Að lokum var þessi tillaga bor-
in upp og samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum:
Aðalfundur Prestafélags ís-
lands haldinn 19. júní 1946
lýsir yfir því, að hann telur
rétt, að ferming skuli framveg-
is, eins og hingað til, fara fram
á því ári, sem barnið verður
fullra 14 ára. Fundurinn telur
nauðsynlegt, að kirkjan fái í-
hlutunarrétt við samningu
námsskrár fyrirhugaðra ung-
lingaskóla í landinu, og sam-
þykkir að kjósa 5 manna nefnd
til að undirbúa málið, og leiti
hún samvinnu við fræðslumála-
stjórnina um að samræma
námsskrá og fermingarundir-
búning. í nefndina voru kosnir:
Guðbrandur Björnsson prófast-
ur, séra Árni Sigurðsson frí-
kirkjuprestur, séra Jakob Jóns-
son, séra Jón Guðnason og séra
Jón Þorvarðsson prófastur.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á fundinum:
Aðalfundur Prestafélags ís-
lands lýsir yfir því, að hann
telur kröfu íslendinga um af-
hendingu allra íslenzkra hand-
rita, skjala og forngripa úr
söfnum í Danmörku sjálfsagt
réttlætismál, sem skýrt sé að
fullnægja, enda er þetta rann-
sóknum íslenzkra og allra nor-
rænna fræða tvímælalaust fyrir
beztu framvegis og nauðsynlegt
skilyrði góðra sátta og sam-
komulags með Dönum og ís-
lendingum á ókomnum árum.
Magister Westergaard Nielsen
flutti á fundinum mjög fróðlegt
erindi um þýðingu á Guðbrand-
arbiblíu. Mælti hann á íslenzka
tungu.
Stjórn Prestafélagsins var öll
endurkjörin í einu hljóði, en
hana skipa Ásmundur Guð-
mundsson prófessor formaður,
séra Árni Sigurðsson, séra Frið-
rik Hallgrímsson, séra Guð-
mundur Einarsson og séra
Jakob Jónsson. Endurskoðend-
ur voru einnig endurkjörnir,
þeir séra Kristinn Daníelsson
og séra Þorsteinn Briem.
Fundinum lauk um kvöldið
(jfamla Síé
HJARTA-
ÞJÓFURINN
með
’
Robert Yang
og
Lana Day.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
FRAMSÓKNARMENN
í REYKJAVÍK.
Einbeitið kröftum ykkar að
því, að Pálmi Hannesson verði
kosinn þingmaður Reykvíkinga.
Tryggið kosningu glæsilegasta
frambjóðandans.
Komið i
KOSNINGASKRIFSTOFU
FRAMSÓKNARFLOKKSINS,
Edduhúsinu við Lindargötu.
Sírni 6066 og 6599.
Vijja Síé
(við Skúlagötu)
Samsærið gegn
drottningunni
(,,A Royal Scandal")
Skemmtileg og vel leikin
mynd, er gerist á dögum Kat-
rinar miklu Rússadrottningar.
Aðalhlutverk:
Tallulah Bankhead,
William Eythe,
Anne Baxter.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11, f. h.
Tjarnarbíé
Villti ViUi.
(Wild Biil Hickok Rides).
Kvikmynd frá Vestur-sléttun-
um.
Constance Bennet,
Bruce Cabot,
Warren William.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 3—5—7—9.
Sala hefst kl. 11.
• >-« — ii _ r ii _ i mm ■ n _ i ■-r — m.i r m i»< r
Verzlun Ingþórs
Sími 27. Selfossi.
Til að auka ánægjuna
Ingþór heíur flest.
Þar að koma þú skalt muna
að þér er sjálfum bezt.
Rekum verðbólgustjórn Sjálfstæðis-
flokksins og kommúnista af höndum okkar
(Framhald af 1. síöu). -
dæmi þess, hvaða rétt stjórnar-
flokkarnir ætla fólkinu úti á
landinu, enda þótt eyðslan og
óhófið í meðferð opinbers fjár
keyri svo um þverbak, að mál-
gögn stjórnarinnar bera ekki
einu sinni við að verja það.
Baráttan í Reykjavík.
Einnig i Reykjavik magnast
andstaðan gegn óstjórninni, eins
og úrslitin í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í vetur báru með sér,
þar sem Framsóknarmenn juku
atkvæðamagn sitt frá seinustu
'kosningum um 60%. Andstæð-
ingar stjórnarinnar fylkja liði
um Pálma Hannesson. Þeir láta
einskis ófreistað til þess að
tryggja honum þingsæti.
Stjórnarliðið skelfur af ótta
við gerðir sínar og þann dóm al-
mennings, sem það á nú yfir
höfði sér. Illur á sér ills von.
Brennivínsstjórnin riðar til
falls.
Herðum lokasóknina.
Nú eru aðeins örfáir dagar til
kosninga.
Framsóknarmenn og aðrir
stjórnarandstæðingar verða að
herða baráttu sína til hins ýtr-
asta þessa síðustu daga, til þess
að gera ósigra frambjóðenda
stjórnarflokkanna sem. mestan,
en sigra Framsóknarflokksins
sem allra glæsilegasta. Enginn
má liggja á liði sínu. Enginn má
með guðsþjónustu í Kapellunni.
Séra Magnús Már flutti bæn, og
sálmur var sunginn.
Fundinn sóttu 40—50 and-
legrar stéttar menn.
hika við að ganga fram fyrir
skjöldu í þessari baráttu gegn
óstjórnaröflunum og peninga-
valdi Sjálfstæðisflokksins, þótt
áður hafi fylgt öðrum en
Framsóknarílokknum að mál-
um. Það er ekki aðeins sæmd og
velferð bændastéttarinnar og
fólksins í dreifbýli landsins, sem
nú krefst meiri átaka en nokkru
sinni fyrr. Heill alþjóðar krefst
þess. í þeirri baráttu má enginn
hika. í mörgum kjördæmum
landsins geta úrslitin oltið á
einu atkvæði. Minnist þess, og
starfið samkvæmt því.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Jóhanna M. Guðjóns-
dóttir Jónssonar útvegsbónda í Vest-
mannaeyjum og Guðmundur Péturs-
son Friðrikssonar bónda í Reykjar-
firði Strandasýslu.
Hjónaefni.
17. júní opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Laufey Helgadóttir frá Vík í
Mýrdal og Hermann Guðjónsson frá
Ási í Holtum.
Hjónaband. *
í dag verða gefin saman í hjóna-
band í Kaupmannahöfn ungfrú Kir-
sten Henriksen dýralæknir og Páll A.
Pálsson dýralæknir. Heimilisfang
þeirra verður Landbrugshojskole,
Köbenhavn.
Vil skipta
á skíðaútbúnaði, skíðum, stöf-
um og skóm, fyrir notað tjald.
Þeir, sem þessu vilja sínna,
snúi sér í prentsmiðjuna Eddu
í dag. Ole Jensen.
B-listinn er listi Framsóknarmanna í Reykjavík. — Simi 6599