Tíminn - 28.06.1946, Page 1
RITSTJÓBI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKNARFLOKKURINN )
)
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR •
EDDUHÚSI. Lmdargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Sími 2323
30. árg’.
TÍMINN, föstudaginn 28. júní 1946
113. blað
Þorhjörn rindill —
Ólafur Thors
Það, sem mesta athygli mun hafa vakið í útvarpsumræð-
unum á miðvikudagskvöldið, var hin glögga og rökvísa
ræða Skúla Guðmundssonar, ekki sízt sá kafli hennar, er
við vék samstarfi Sjálfstæðismanna og kommúnista. Það
er líka að vonum.
Morgunblaðið leggur daglega stund á að sanna, að komm-
únistar séu landráðamenn, sem sitji á svikráðum við land
og þjóð. Þeir séu „reiðubúnir að framkvæma fyllilega í
verkinu fyrirskipanir“ heimsflokksins. Þeir líti ekki á ís-
land sem sitt eiginlega föðurland, heldur Rússland, og hagi
sér samkvæmt því. Síðast í gærmorgun fullyrti Morgun-
blaðið, að flugmálastjórinn hefði verið „sendur út af örk-
inni út í lönd til þess að taka á móti skilaboðum um það,
hvar flugmiðstöð á að vera í framtíðinni og framfylgja því
að flugstöð sú verði um aldur og ævi svo að segja í miðri
Reykjavík.“
Morgunblaðið leggur líka hér um bil daglega á borðið ýms
rök fyrir því, að kommúnistar ætli sér að tortíma andleg-
um verðmætum þjóðarinnar og ofurselja hana algerðu
ófrelsi eins og á sér stað í Ráðstjórnarríkjunum. Margar
fleiri álíka þungar sakir ber þetta aðalstjórnarblað dag-
lega á samstarfsmenn Ólafs Thors.
En fólk undrast og spyr:
Hvers vegna hafa Ólafur Thors og aðrir forvígismenn
Sjálfstæðisflokksins fengið kommúnistum í hendur lykla-
völdin. Þeir sjá þó, hvers konar menn kommúnistar eru —
þeir sjá, að hverju þeir stefna — þeir brýna það meira að
segja fyrir fólki. En þeir haga sér ekki samkvæmt því.
Ólafur Thors telur SJÁLFSAGT, að samvinnunni við
kommúnista verði haldið áfram eftir kosningar, megi hann
og hans menn ráða. Hann telur SJÁLFSAGT AÐ FÁ
ÞEIM FLEIRI LYKLA, þótt hann geti ekki gert um það
heildarsamninga við þá, fyrr en flokksmennirnir koma utan
af landi úr kosningaferðunum til þess að leggja blessun
sína yfir þessa ráðstöfun.
Hlýtur ekki önnur spurning að vakna:
ERU ÞEIR EKKI SAMSEKIR KOMMÚNISTUM, sem
vitandi vits fá þeim völdin í hendur — gefa þeim til dæmis
aðstöðu til þess að „taka við skilaboðum erlendis“ um það,
að aðalflugvöllur landsins skul „um aldur og ævi vera svo
að segja í miðri Reykjavík?“
Þorbjörn rindill skaut lokum frá hurðum, sagði Skúli
Guðmundsson í ræðu sinni á miðvikudagskvöldið. Þessi
samlíking hittir naglann á höfuðið. Ólafur Thors og klíka
hans í Sjálfstæðisflokknum SKÝTUR LOKUM FRÁ
HURÐUM ÞJÓÐFÉLAGSINS og hlýtur í staðinn fánýt
stundarvöld. Þessi klíka er einráðin í því að hleypa komm-
únistum inn í fleiri af helztu virkjum þjóðfélagsins. Eru
þessir menn ekki samsekir kommúnistum? Væri ekki
maður samsekur, sem opnaði fyrir innbrotsþjóf, fullkom-
lega vitandi það, að hann ætlaði að stela?
SJÁLFSTÆÐISMENN! LÁTEÐ EKKI ÓLAF THORS
SELJA FLEIRI LYKLA í HENDUR ÓVINUM ÞJÓÐFÉ-
LAGSINS. TAKIÐ í TAUMANA í KOSNINGUNUM.
VEITIÐ FRAMSÓKNÁRMÖNNUM BRAUTARGENGI TIL
ÞESS AÐ BINDA ENDI Á ÞENNAN LEIK.
Skapstyggum
manní leiðbeint
Rans’hernil í
Útvarpsræða Pálma Hannessonar 25. júní:
Hefjum
menninguna, iðjusemina
arleikann aftur til vegs
heið-
Útvarpsræða Pálma Hannessonar á þriðjudagskvöldið hefir,
svo sem að líkum lét, vakið óskipta athygli þeirra, sem á hlýddu,
enda bæði sköruleg og viturleg. Fjöldi manns hefir óskað eftir
því við blaðið, að hún yrði birt í heild, svo að því gæfist kostur á
að kynna sér hana betur og njóta hennar til fulls. Verður Tíminn
við þeirri ósk í dag.
íslenzkir glímumenn fara til Svíþjóðar
,Al|»ýðublal$i Hafnarfjarðar44
leiðrétt
Ég hefi tallð það skyldu mína
að vekja, bæði í ræðu og riti,
athygli á því öfugstreymi, að
þeir menn og flokkar, sem telja
sig aðallega til forsvars fyrir
verkamenn og aðrar launastétt-
ir landsins, skuli eiga hlut að
þeirri stjórn, sem situr í þessu
landi — stjórn, sem safnar
skuldum, þrátt fyrir 163 milj. kr.
árstekjur rikisins, stjórn, sem
tryggir heildsalastéttinni og
bröskurum aðstöðu til þess að
raka til sín obbann af fé þjóð-
arinnar, stjórn, sem á tuttugu
mánuðum hefir eytt 9/10 af öll-
um gjaldeyrisinnstæðum þjóð-
arinnar erlendis, enda þótt að-
eins fjórði hluti þess hafi geng-
ið til kaupa á nýbyggingarvör-
um, stjórn, sem lætur dýrtíðina
leika svo lausum hala, að öllum
hugsandi mönnum óar við og
óvíst er, hvað af kann að hljót-
ast, ef ekki verður tekið í taum-
ana.
Þetta hefi ég rætt með rökum
og málefnalegri alvöru, en án
persónulegrar áreitni við nokk-
urn mann og mun ekki breyta
um vinnubrögð í því, þótt menn
í rökþroti beri mér margvíslegar
ærumeiðingar á brýn, eins og
gert er í svokölluðu „Alþýðublaði
Hafnarfjarðar,“ er mér barst af
tilviljun í hendur seint í gær-
kvöldi.
Þar er það borið blákalt fram,
að í blaði mínu, Hafnfirðingi,
(FrimhalcL d 4. slðu).
Háttvirtu alþingiskjósendur,
— lilustendur fjær og nær.
Enn er til kosninga efnt í
landi voru. Enn ríða hetjur um
héruð. Enn standa blöðin á
blístri af vandlætingu yfir á-
virðingum annarra og ánægju
yfir ágæti sjálfra sín. Og enn
titrar ljósvakinn af tilkynning-
um og áskorunum.
Ef til vill þurfti þess.
Þeir hafa tekið upp þá ný-
breytni, blessaðir stjórnarflokk-
arnir, að auglýsa sem rækilegast
í útvarpið, hverjir séu frambjóð-
endur þeirra í hinum ýmsu kjör-
dæmum. Það er að vísu gamall
búmannssiður að smala til rún-
ings. En ósköp finnst mér þeir
gera lítið úr ykkur, kjósendur
góðir, ef þeir halda, að þið vitið
ekki, hvcrjir eru í kjöri.
Sjálfstæðisflokkurinn gat þess
raunar sérstaklega, að kjósend-
ur hans í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu þekktu frambjóðanda
sinn þar. Mikið var. En annars
staðar þótti leiðbeininga þörf.
Og ég held, meira að segja, að
Sjálfstæðismönnum í Suður-
Þingeyjarsýslu og Austur-Húna-
vatnssýslu hafi verið sagt þrisv-
ar til um frambjóðandann. Ef til
vill þurfti þess.
Herstöðvamálið.
Jæja, það er orðið framorðið,
svo að bezt er að snúa sér að
efninu. Og það er einkum
tvennt, sem mér þykir mestu
skipta og mun víkja hér að:
herstöðvamálið og uppeldismál-
in.
Forsætisráðherra lýsti því yfir
í ræðu sinni 17. júni, að her-
stöðvamálið væri raunar úr sög-
unni, enda væru þar allir á eitt
sáttir. Þetta var að vísu gleði-
legt að heyra frá slíkum manni.
En hann gleymdi einu atriði,
sem mér og mörgum fleiri þykir
máli skipta, — að herinn er hér
enn, meira að segja her frá
tveimur stórveldum.
Árið 1942 kváðust Bretar vera
á förum með allt sitt. Þó eru hér
enn brezkir hermenn. Banda-
ríkjastjórn gerði við oss samn-
inga um það að hverfa héðan
með herafla sinn, þegar ófriðn-
um væri lokið. Ófriðnum lauk
fyrir ári síðan, en her þeirra er
hér enn.
Tímatal stórveldanna er
sjundum annað en vort, og ef
til vill reikna þau þúsund ár
sem einn dag. En hér á þó ís-
lenzkt tímatal að ráða. Og
Bandaríkjaherinn hlýtur annað
hvort að vera hér með samþykki
ríkisstjórnarinnar eða án þess.
Ef ríkisstjórnin hefir samþykkt
dvöl hans, tel ég, að hún hafi
gert það í heimildarleysi — og
þó jafnframt blekkt þjóðina. j
Hafi hún hins vegar ekki sam- 5
þykkt það, eins og líklegra er,1
hefir hún látið undir höfuð
leggjast að krefjast þess, að
Bandaríkjastjórn stæði við
samning sinn, — og þannig1
samþykkt veru hersins með
þögninni og vanrækt augljósa
skyldu sína.
Krefjumst þess, að samn-
ingar séu haldnir.
Víssulega verðum vér íslend-
ingar að standa til fullnustu við
orð vor og samninga. Þess vegna
þurfum vér að vera vandir að
samningum. Hins veijar verðum
vér að ganga ríkt eftir því, að
aðrir haldi samninga sína við
oss, ekki síður þó að vinir vorir
eigi í hlut. Sæmd og sjálfræði
hins unga lýðveldis vors liggur
við þessu. Það er vandasamt að
vera lítill, einkum ef hugsa á
stórt. Og hinir smáu eiga sér ör-
uggastan bakhjarl, þar sem er
réttarvitund heiðarlegra manna
og þjóða. Vér megum aldrei
víkja frá réttinum og því aldrei
þola mótmælalaust, að aðrir geri
það í skiptum við oss. Margir
bera sér í munn nú, að hlutleysi
sé ekki lengur til á sama hátt og
áður vár, og smáþjóðirnar verði og skýrði þeim frá því, að fé-
að vægja fyrir hinum stóru, laginu hafi verið boðið að senda
gegn þvi að fá vernd þeirra. Því íslenzkra glímumanna á
. ,—, . , . . . , norrænt æskulvðsfélagamót.
það? - Fyrir hverju var þá bar- :sem haIdið verður j gtokkhólmi
izt í hinum mikla ófriði? Var dagana 5.f 6. 0g 7. júli. Hefir
það ekki fyrir rétti manna til nú verið ákveðið að héðan fari
Glímuflokkur Ármanns.
Stjórn Glimufélagsins Armann
»tti í gær tal við blaðamenn
þess að lifa lífi sínu frjálsir og
óháðir meðan þeir brytu ekki
lög eða samninga? Var þetta þá
aðeins yfirvarp, — eða telst
það glæpur að vera smár? Þessi
nýja hlutleysiskenning er ein
hin eitraðasta fluga, sem
stungið hefir verið í munn
smælingjanna. Og vér með vora
aðstöðu og menningu ættum
sízt að gína við henni. —
Varasamar auglýsinga-
herferðir.
Bandaríkjaherinn, — og einn-
ig brezki herinn —, hafa hér út-
varpsstöðvar. Þetta er augljóst
og skýlaust brot á íslenzkum
lögum. Því er það látið viðgang-
ast? Hefir ríkisstjórnin átalið
það, eða sættir hún sig við laga-
brot af hálfu vorra voldugu
vina?
Bandaríkjaútvarpið hér hefir
auglýst eftir íslenzkum stúlkum,
sem það býður mat og kvik-
myndasýningar, dufl og dans
suður í Keflavík. Með þessu er
íslenzkum konum og þar með
þjóðinni allri óvirðing ger. Hafa
íslenzk stjórnarvöld reynt að
stemma stigu við þessu, eða hafa
þau lagzt það undir höfuð? —
Og Rauði kross Bandaríkj-
14 manna flokkur skipaður úr-
vals glímumönnum. -þar á með-
al glímukonungi íslands, Guð-
mundi Ágústssvni. Fararstjóri
verður kennari glimumannanna.
anna er ískyggilega bendlaður
við þessi mál. Frá aðalstöðvum
hans hér hafa bifreiðar, skreytt-
ar hinu fagra mannúðarmerki
alþjóðar rauða krossins, smalað
íslenzkum stúlkum, oft barn-
ungum, til dægradvalar fyrir
hina erlendu hermenn þarna
suður frá. Þetta er smán og
jafnframt hryggðarefni öllum
þeim, sem finna til eins og
menn. Það tjáir ekki að berja | koma
Jón Þorsteinsson, íþróttakenn-
ari. Munu glímumennirnir leggja
af stað með Dronning Alex-
andrine, sem leggur af stað
héðan áleiðis til Færeyja og
Tf aupmannahafnar kl. 13 á
’augardag.
Svíar sýna íslendingum mikið
vinarhót með þessu boði. þar
sem þeir einir allra norður
landa standa utan við þau
æskulýðssambönd, sem að þessu
móti standa. Leggja Sviar mikið
kapp á að íslenskir glímumenn
geti komið á mótið og sýnt þar
hina þjóðlegu og fornu íþrótt
okkar íslendinga. Hafa þeir boð-
izt til að kosta dvöl flokksins
í Svíþjóð að meiru en hálfu
leyti, og greiða að öllu dvöl
hans, þá þrjá daga er mótið
stendur.
Það hefir þegar verið ákveðið
að íslenzku glímumennirnir
sýni fyrst á íþróttasvæðinu, þar
sem Olimpyu leikarnir voru háð-
ir 1912. íslendingar tóku þátt
í þeim leikjum, en fengu þá
sakir ofríkis Dana, að
fram sem sérstök þjóð.
sér á brjóst og þakka sínum
sæla, að hér eigi ekki hlut dæt-
ur sjálfra vor, enda veit þá eng-
inn, á hverri stund mælt er. Það
eru íslenzk börn, sem afhroðið
gjalda, og íslenzkir foreldrar,
sem að þeim standa. íslenzkum
stjórnarvöldum bar tvímæla-
laus skylda til þess að vernda
þessi börn. Hafa þau gert það,
-— eða hafa þau lagzt það undir
höfuð?
Herinn hefir vaðið uppi á
sjálfum Þingvelli og óvirt hann
með dufli og drykkjulátum. Bar
(Framhald á 2. síöu).
Nú koma þeir þar fram fyrir
hönd íslenzka lýðveldisins og
undir fána þess og sýna þar
hina fornu og þjóðlegu íþrótt
okkar.
Á sunnudaginn 7. júlí sýnir
flokkjurinn glímu á frægasta
skemmtistað Svía, „Skansinum“
1 Stokkhólmi. f ráði er að glímu-
mennirnir hjálpi til að koma
heim nokkrum af þeim bátum,
'em íslendingar eru nú að fá
frá Svíþjóð.
í kvöld sýna glímumennirnir
i íþróttahúsi Jón Þorsteinssonar.
En vegna þess að þeir leggja
af stað á.morgun, verður að-
eins um þessa eihu sýnlngu
að ræða.