Tíminn - 28.06.1946, Blaðsíða 3
113. blað
TIM1M\. föstudagiim 28. jiiní 1946
3
Otvarpsræða Pálma Hann-
essonar 25. júní
(Framhald af síðu)
minnsta kosti fyrir þá, sem telja
rétt frma til skatts. Auðvitað
kemur hér sitt hvað fleira til.
Og svo er talsvert mikið, sem á
að gera, — eða þarf að gera. En
hvar er hið nýja og stórfenglega,
t- hvar er hin fræðilega rann-
sókn og skipulega framkvæmd?
Vera má, að þetta dyljist fyrir
minum Framsóknarsjónum, —
en ég kem ekki auga á það.
Það hefir aldrei verið ágrein-
ingsmál, að þjóðin ætti að nota
þá auðsæld, sem féll henni í
skaut á ófriðarárunum, til hags-
bóta sér og varanlegrar vel-
gengni. Um hitt hefir verið deilt
og er deilt, hvernig það verði
bezt gert. — Og mér virðist það
táknandi um alla þessa ný-
sköpun, sem nú er mest gumað
af, hve mjög hún snýr að hinu
ytra. —
Mönnunum gleymt.
Mér virðist það táknandi, að
stjórnarflokkarnir vilja kaupa
vélar, en gleyma mönnunum,
sem eiga að stjórna þeim. Hið
ytra gengi er gott. Hin' innri
menning er þó stórum meira
virði. Og mér er ekki grunlaust
um, að velsæld vor sé ekki öll,
þar sem hún er séð í dálkum
stjórnarblaðanna eða af vörum
nýsköpunargæðinganna. Mig ór-
ar fyrir því, að fjármálalífið í
landinu sé sjúkt og kaupgetan
fölsk, svo að hagur vor sé í
hættu, ef út af ber með mark-
aði erlendis. Hitt er augljóst, að
rikisgjöldin hlaðast upp, svo að
ríkisstjórnin verði allt annað en
öfundsverð af því að koma
næstu fjárlögum saman og sýna
þau þjóðinni. Og verðbólgan
heldur sína rökbundnu leið.
Enginn veit, hvar hún muni
staðar nema. Menn virðast ekki
allfúsir á að leggja fé sitt í ný-
sköpunarfyrirtækin, stjórnar-
sinnar ekki fremur en aðrir,
heldur reyna þeir að koma því
í annað. Og ekki eru þeir allfáir,
sem óttast, að til þess kunni að
koma, að gjaldeyririnn verði
felldur í verði. Oss er öllum
furðutamt að láta blekkjast, ef
það kemur oss vel, og‘ margir
reyna að vona, að úr rakni með
einhverjum hætti, svo allt fari
vel um síðir.
Vonandi fer allt vel, — en því
skyldum vér láta reka á reið
anum Er ekki giftuvænlegra
að horfast í augu við vandann
og réyna vitandi vits að rísa
yfir örðugleikaná?
Gjaldþrot „máttarstólpans".
Til er leikrit eftír Björn-
stjerne Björnsson, sem heitir
Gjaldþrot, og mörg ykkar kann-
ast eflaust við. Þar segir mest
frá manni nokkrum, miklum
pótintáta, sem Tjælde nefnist
Hann á heima í smábæ einum
í Noregi og er þar nokkurs konar
stassjónist, eins og Kiljan nefn
ir það. Hann á þar allt, sem
nöfnum tjáir að nefna, verzlan-
ir, verksmiðjur og mikla ölgerð
sem gaf af sér drjúgan skild-
. ing. Öllu þessu hafði hann kom-
ið á fót. ÞacS var nýsköpun
hans. Og hann er forsjá fólks-
ins i stóru og smáu, berst mikið
á og er í miklum metum. Börn-
in mega ekki drepa fingri í kalt
vatn og slíta sér út á seigdrep-
andi erfiði iðjuleysisins. Svo
tekur að þrengja h,ð. Kreppa
ríður yfir, framleiðsluvörurnar
falla 1 verði, nema ölið, víxlar
lenda í vanskilum og verkafólk-
ið fær ekki laun sín greidd á
réttum tíma. Loks kemur mála-
Spurning, lögð fyrir ung hjón
færslumaður frá höfuðstaðnum
sem ímynd réttvísinnar. Hann
veit allt, hvernig ástatt er, og
segir Tjælde það. Skyldu menn
því ætla, að stassjónisti vor
reyndi að horfast í augu við
veruleikann. En hann gerði það
ekki, heldur beindi hann orku
sinni til að haldast sem lengst
við völd sín qg virðingar í
Deirri von að úr raknaði með
einhverjum annarlegum hætti.
Þá bjóða þeir til veizlu.
Hann efnir þvi til mikillar
veizlu og býður til hennar öll-
um helztu áhrifamönnum í bæn-
um, svo að þeir megi énn sjá
og sannfærast um auðlegð hans
og heiðarleik. Og nú eru ræður
fluttar með miklu lofi um þenn-
an dýrðlega höfðingja, minni
hans drukkin og húrra hrópað
til heiðurs honum. Allir láta
blekkjast nema einn starfs-
manna hans. Hann sér glöggt,
hverju fram vindur. En í veizlu
lok kemur málaflutningsmaður-
inn á nýjan léik. Hann hefir ó-
skorað vald og heimtar nú fulla
skilagrein. Þá verður Tjælde að
gefast upp og selja bú sitt fram
til gjaldþrotaskipta. Og nú
snýst fólkið gegn honum, allir
hinir mörgu og smáu, sem höfðu
trúað á dug hans og heiðar-
leik, en verið sviknir. Þeir
heimta af honum það fé, sem
þeir höfðu hætt af fátækt sinni
í brask hans. Þá lætur hann
bugast. En leikurinn fer vel.
Þegar verst horfir, kemur til
hans einn starfsmanna hans,
sá hinn eini, sem séð hafði
gjaldþrotið fyrir. Hann býður
honum þjónustu sína og fjár-
upphæð, sem hann hafði dreg-
ið saman með dugnaði sínum
og ráðdeild. Síðan vinna þeir
saman af alúð og atorku, unz
allar skuldir þrotabúsins eru
að fullu greiddar og hver hefir
fengið sitt.
Og í heiðarlegri fátækt finn-
ur hinn forni spákaupmaður þá
lífshamingju, sem illa fengnar
allsnægtir höfðu aldrei getað
veitt honum.
Ríkisstjórnin í sporum
Tjældes.
Mér virðist sá leikur, sem
stjórnarflokkarnir leika nú,
vera ærið áþekkur þessum
nema óskáldlegri. — Þeir horf-
ast ekki í augu við erfiðleikana
heldur efna þeir til mikillar
veizlu og bjóða ykkur, kjósend-
ur. Og nú stendur hún sem hæst,
þessi veizla. Nú á að styrkja
hina dvínandi tiltrú þjóðarinn-
ar og svæfa ugg hennar með
miklum lofsyrðum og gullnum
skálum í veigum nýsköpunar-
innar, svo að hin köldu rök
veruleikans komist hvergi nærri,
að minnsta kosti ekki um sinn.
Þannig á_ að seilast eftir ábyrgð
þjóðarinnar á ný.
Ég óska þess af heilum hug,
að ekki þurfi til gjaldþrots að
koma, — heldur sjái menn
hvert stefnir og afstýri því
tima. En skuldadagarnir koma
er vér verðum að greiða hverj-
um sitt, og þó fyrst og fremst
hina miklu skuld til æskunnar
í landinu, til iðjuseminnar, til
heiðarleikans, til menningar-
innar, til hins unga lýðveldis
— Og þegar glýja hinnar fölsku
velsældar fellur af augum vor-
um, munum vér með heiðarlegu
starfi og einbeittum vilja öðl
ast þá hamingju sjálfum oss til
handa og afkomendum vorum
sem nú er í tvísýnu teflt.
Svo þakka ég þeim, er hlýddu
.— góða nótt.
800 ný heimili.
Hér á landi eru árlega stofnuð
nálega 800 ný heimili. Á farsæld
þessara nýju heimila veltur
mjög vöxtur og viðgangur þjóð-
lífsins. Það er því ekki úr vegi að
spyrja, hvernig búið er að þeim,
sem eru að stofna ný heimili um
þessar mundir. Með því að svara
þeirri spurningu fæst í einu ekki
þýðingarlitlu atriði úr því skor-
ið, hvernig stjórnarfarið í land-
inu er.
Ég svara hér — þið á kjördegi.
Mig langar til þess að reifa
þessa spurningú stuttlega og
miða þá af eðlilegum ástæðum
fyrst og fremst við kaupstaðina.
Þeir, sem sjálfir þekkja þetta af
eigin raun, geta svo aukið við
atriðum, sem mér kann að sjást
yfir eða yrði of langt mál að
rekja hér. Svarið vænti ég svo,
að þeir gefi á kjördag — á þann
veg, sem þeim lízt réttlátt.
Húsnæðið.
Hið fyrsta, sem ung hjón
aurfa að hugsa sér fyrir, er við-
unandi húsnæði. Nú er húsnæð-
isekla mikil, og í skjóli henn-
ar hefir húsaleiga hækkað svo
gífurlega, að ekki mun sjald-
gæft, að fólk verði að greiða
600—700 krónur á mánuði fyrir
tvö herbergi og eldhús, auk þess
sem venjulega er krafizt stór-
kostlegrar fyrirframgreiðslu.
Svo er það að minnsta kosti í
Reykjavík. Nú kunna ungu
hjónin ef til vill að vera svo
kjörkuð, áð þau hugsi sér að
kaupa lítil hús eða þá að
minnsta kosti íbúð í húsi. En
Degar farið er að grennslast
eftir verðlagi á húsum, verður
svipað uppi á teningnum. Verð-
lag húsa hefir rokið upp úr öllu
valdi, bæði sökum þess, að
verðbólgustefna valdhafanna
hefir aukið byggingarkostnað-
inn gífurlega og eins hins, að
vandræðin þröngva fólki til
Dess að bjóða miklu meira fé í
húsnæði, hversu lélegt sem það
er, heldur en það þó nokkurn
tíma kostar.
Það er gloppa á byggingar-
löggjöfinni.
En nú kann einhver að spyrja:
Hvernig er það með bygginga-
löggjöfina — gerir hún ekki ráð
fyrir mikilli opinberri hjálp til
handa húsnæðislausu fólki? Á
kreppuárunum var slík hjálp
veitt, þótt fé væri af skornum
skammti, miðað við allt það,
er borizt hefir'hér á land í róti
styrjaldarinnar, og enn er að
minnsta kosti gert ráð fyrir
þessu á pappírnum. Framsókn-
armenn á þingi fluttu í vetur
tillögur um nauðsynlegar endur-
bætur á byggingalögunum, svo
að þau. svöruðu til ástandsins
nú og væru sæmilega virk. Þeir
vildu, að ríkið leggði fram fé í
lánasjóð handa byggingarfélög-
um almennings. En stjórnar-
flokkarnir vildu ekki nýta góðar
tillögur, sem komnar voru frá
Framsóknarmönnum. Þeir gerðu
sjálfir sínar breytingar á bygg-
ingalöggjöfinni. En þeirra verk
reynast ekki haldbetri en svo, að
nú þegar forstöðumenn bygg-
ingasjóða verkamannabústaða
og samvinnubyggingafélaga
taka að leita fyrir sér um lán til
bygginga handa félagsmönnun-
um, þá er þeim hvarvetna neit-
að um lánsfé,-nema þá ef til vill
fáum í sérstökum tilfellum, að
voldugir hjálparandar hlaupa
undir bagga af pólitískri nauð
syn á kosningavísu. Það var sem
sé ekki hirt um að sjá fyrir þvi
að fé væri handbært í þessu
skyni eða skylda neina peninga-
stofnun til þess að sinna þess
um lánbeiðnum almennings í
neyð hans. Byggingarfélög fjár
málaráðherrans og annarra, er
reka byggingastarfsemi í gróða-
skyni, fá samt fé til sinna
þarfa. En þær íbúðir, sem þann-
ig verða til, getur unga fólkið
sem er að stofna heimili, fengið
keyptar með á að gizka 50% á-
lagningu.
skortur, og skæðar tungur segja,
að timbur sé nú ein helzta tál-
beitan hjá sumum stjórnarlið-
um, sem hugsa sér að vinna
kjördæmi á ríkidæmi sínu. En
þrátt fyrir skort á byggingarefni
og vandræði fólks á samt að
byggja útlendingagistihús í
Reykjavík fyrir fimmtán mil-
jónir króna, og Emil Jónsson
samgöngumálaráðherra ætlar
að borga amerískum húsameist-
urum 300,000 krónur í dollurum
fyrir að teikna það. Fleiri stór-
byggingar, sem fólki, er býr við
húsnæðisleysi og okurleigu,
hefði fundizt, að ætti að setja
á hakanum, eru nú á döfinni.
— Þetta eru staðreyndirnar um
byggingamálin.
„Aðeins ákveðin fyrirtæki“.
Takist nú ungu hjónunum
samt að kljúfa þá erfiðleika,
sem mæta þeim við útvegun
húsnæðis, fara þau að hugsa
fyrir húsmunum og heimilis-
tækjum. Lítið borð og fjórir
einfaldir stólar kosta 1400 krón- enginn veit, hve þungur kann að
ur. Tvíbreiður legubekkur 400
krónur. Ránshönd dýrtíðarinnar
seilist enn ofan í vasann. Á-
Dekkt er verðið á heimilistækj -
unum. Og ef djarfhuga fólki
dytti í hug, hvort það gæti nú
ekki sparað sér þann skattinn af
Dessum innflutningsvörum, sem
ella rynni í vasa heildsalans,
með því að kaupa í samlögum ís-
skápa og önnur stærri og dýrari
tæki, sem húsmæðurnar ungu
Drá að eignast, og færi með
Dessar umsóknir til viðskipta-
ráðs, þá myndu Oddur Guð-
ónsson og fulltrúar verkalýðs-
flokkanna í því ráði bara setja
upp gleraugun sín og hQrfa
hvasst á þennan skrítna gest um
leið og þeir hristu höfuðið:
Slíkur innflutningur er ekki
leyfður nema ákveðnum fyrir-
tækjum.
Útlendingagistihús,
þrátt fyrir efnisskort.
Á byggingarefni er einnig
Ef þú vinnur heima —
Fari svo, að ungu hjónin eign-
ist barn, þá fá þau ekki greidd-
an nema lítilfjörlegan fæðing-
arstyrk, samkvæmt tryggingar-
lögunum nýju, nema því að-
eins, að konan vinni utan heim-
ilisins. Stundum þurfa þó hjón-
in allmiklu að fórna vegna fæð-
ingarinnar, þótt konan starfi á
heimili sínu. Á þetta hefi ég ekki
séð minnst í Alþýðublaðinu.
Ætti það þó að vera kunnugt í
þeirri stofnun, að Alþýðuflokk-
urinn gat ekki boðið fram í
einu kjördæmi landsins, vegna
þess, að tilvonandi frambjóð-
andi átti ekki heimangengt —
fjölgunar von, en enga húshjálp
að fá.
Ein spurning að lokum.
Þetta eru þá megindrættir
þessarar sögu. Og þeim til hugg-
unar, sem klifið hafa þrítugan
hamarinn við að koma sér upp
litlu heimili, er svo það, að yfir
þeim vofir skuldabaggi, sem
Esja
verða, ef dýrtíðarkóngarnir fá
að fara sínu fram, unz verðhrun
á erlendum mörkuðum gerir það
óhjákvæmilegt að halda lengur
áfram. Við Framsóknarmenn
viljum snúa við meðan fært er
til lands og hagnýta stórfelld-
asta stríðsgróðann, sem einstök-
um miljónamæringum hefir
fallið í skaut, til þess að koma
fjármálaástandinu á heilbrigð-
an grundvöll og rétta þeim
hjálparhönd, sem af óumflýjan-
legri nauðsyn hafa stofnað sér
í skuldir, er seinna verða að
greiðast með krónum, er hafa
annað gildi. Vilja ungu hjónin
í Hafnarfirði og annars staðar
taka þátt í því átaki meðan enn
er tími til þess að bjarga mestu
undan flóðbylgjunni, sem verð-
bólgustjórnin er að kalla yfir
okkur?
Einn af ræðumönnum Sjálf-
stæðisflokksins við útvarpsum-
ræðurnar 26. júní var Ásgeir
skipstjóri á Esju. Hann sá lítið
gott við Framsóknarflokkin, en
fannst nokkuð til um nýsköpun
síns flokks.
Ásgeir hefir á liðnum striðs-
árum stjórnað Esju með dugn-
aði. Nýja Esja var keypt fyrir
stríð, á kreppuárunum, eingöngu
fyrir atbeina Framsóknar-
manna.
Það er mjög táknrænt, að nú
skuli skipstjórinn á Esju taka
undir söng stjórnarsinna um
afturhald Framsóknar, en hafa
í öllu sínu starfi næstliðin 6 til 7
ár, varla getað stigið fótmál,
nema að hafa fyrir augum sér
talandi áminningu um stórhug
og dugnað þess flokks, jafnvel á
kreppuárunum fyrir stríð.
Sú staðreynd er þó nýja Esja.
Það er leiðinlegt, að jafnvel
hið fallega og góða skip, Esja,
hefir ekki getað sannfært stjórn
endur sína um, að afturhalds-
nöldur samflokksmanna þeirra
um Framsókn sé á óheilindum
byggt — og rangindum.
Mikil jpörf á aukningu
iandgræbstusjóbs
SKOgræktarstjóri og sand- ússon, Gunnlaugur Kristmunds-
græðslustjóri kölluðu blaða- son og Ingvar Gunnarsson.
Pálmi skal á þing!
Með degi hverjum aukast lík-
urnar fyrir því að Pálmi verði
kosinn. Fjöldi frjálslyndra
manna, sem ekki er þrælbund-
inn í flokkum hefir undanfarna
daga sagt við skrifstofu flokks-
ins eitthvað á þessa leið:
Pálmi skal á þing!
menn á sinn fund nýlega og
skýrðu þeim frá fjársöfnun til
sandgræðslusjóðs.
í sambandi við þjóðhátíðgir-
daginn 17. júní má minna á, að
samfara merkisviðburðum í sögu
þjóðarinnar á undanförnum ár-
um, hefir jafnan verið stofnað
til ýmislegs, er varðar upp-
græðslu landsins og aukna skóg-
rækt.
Þannig var Skógræktarfélag
íslands stofnað 1930 á Þingvöll-
um á Alþingishátíðinni hinn 27.
júní. Sá félagsskapur telur nú
um 4000 meðlimi og hefir orðið
til þess að breyta hugarfari
manna gagnvart gróðri lands-
ins og varðveizlu hans og endur-
græðslu skóga og eyddra landa.
Samtímis atkvæðagreiðslunni
um endurheimt sjálfstæði var
Landgræðslusjóður stofnaður
árið 1944 og hinn 17. júní sama
ár, gaf Jón Guðmundsson 300
þúsund króna skógræktarsjóð á
Þingvelli.
Væri vel, ef menn myndu Land-
græðslusjóð í sambandi við
væntanlega þjóðhátíðardaga.
Landgræðslusjóður varð upp-
haflega til fyrir atbeina lands-
nefndar lýðveldiskosninganna
1944, og stjórnar Skógræktarfé-
lags íslands. Þá söfnuðust strax
um 130 þúsund krónur í sjóðinn,
eða sem svarar einni krónu á
hvern mann í landinu. Síðar
lagði landsnefnd lýðveldiskosn-
inganna af mörkum í sjóðinn,
allt það fé, sem afgangs var hjá
henni frá lýðveldiskosningun-
um. Varð sjóðurinn þá um 380
þúsund krónur. Nú að tveimur
árum liðnum er sjóðurinn orð-
inn tæpar 400 þús. krónur. Sjóð-
urinn er sjálfseignarstofnun,
skipulagsskrá hans er að finna í
ársriti Skógræktarfélags íslands
1945. Stjórn sjóðsins skipa þessir
menn: Hákon Bjarnason skóg7
ræktarstjóri, formaður. Guð-
mundur Marteinsson, gjaldkeri.
H. J. Hólmjárn, ritari. Valtýr
Stefánsson, Guðbrandur Magn-
Sjóðurinn er nú allur í útlán-
um til Skógræktar ríkisins,
skógræktarfélaga og einstak-
linga, og eftirspurn eftir lánum
úr sjóðnum er nú meiri en sjóð-
urinn getur annað eins og hann
er nú.
Eins og þessum málum er
nú komið, vantar sjóðinn til-
finnanlega fé til þess að hann
geti annað ætlunarverki sínu,
en um þörfina eða nauðsynina
á því að stækka sjóðinn verður
ekki deilt, eins og nú skal stutt-
lega bent á:
Eitt af allra þýðingarmestu
málum þjóðarinnar í náinni
framtíð er að gera landið sjálft
betra og byggilegra, með því að
auka gróður þess, græða upp
eydd lönd, breyta birkikjarrinu
í birkiskóga og rækta þann
gróður á hverjum stað, sem bezt
verður á kosið. Menn gera sér
ekki almennt Ijóst, að ein af að-
alorsökunum til flótta fólksins
úr sveitunum til sjávarsíðunnar,
er eyðing gróðursins og land-
skemmdir.
Núverandi stærð hins gróna
lands er um 17 þúsund ferkíl-
metrar, en hefir áður verið að
minnsta kosti helmingi stærri.
— Gæði hins gróna lands eru
nú ennfremur að minnsta kosti
helmingi rýrari en þau voru
fyrst á landnámsöld. Af þessum
ástæðum getum yið núlifandi
íslendingar ekki notið nema V4
þeirra landgæða, sem landnáms-
menn nutu.
Markmið Landgræðslusjóðs er
að vinna það aftur upp, sem
tapazt hefir og bæta landið og
gera það byggilegra.
Það, sem hingað til hefir
áunnizt eru smámunir einir
borið saman við það, sem vera
ætti og hægt er að vinna.
Ræktað land er ekki nema um
400 ferkílómetrar, Sandgræðslu-
girðingar eru 500—600 ferkm.,
og girðingar Skógræktarinnar
eru um 250 ferkílómetrar, þar
af eru rúmlega 200 ferkm., sem
Kjósið B-listann
líkt er ástatt um og sand-
græðslugirðingarnar, að þar er
náttúran sjálf að mestu leyti
látin annast uppgræðsluna. Eru
því ekki nema um 700 ferkm.
af örfoka landi, sem verið er að
græð? upp, af öllu því mikla
landi, sem eyðst hefir.
Þetta hefir verið 40 ára starf,
og ef ekki verður hert til muna
á verkinu mun það taka okkur
jafnvel allt að 10 aldir áður en
landið verður grætt svo að nýju,
að viðunandi megi teljast.
Hið opinbera hefir varið um 2
miljónum króna til skógræktar
síðastliðin 40 ár, og svipaðri
upphæð til sandgræðslu, eða
samtals 4 miljónum króna. Verð-
ur það að jafnaði um 60 kr. á
hvern hektara lands, sem
græddur er upp að. nýju með
fyrirstríðsverði. Með núverandi
verðlagi yrði það sennilega um
50—60 miljónir kr.
Þetta eru aðeins lauslega á-
ætlaðar tölur. Auk hins inn-
lenda gróðurs, sem við höfum
til þess að græða upp landið, þá
er nú svo komið vegna nútíma-
rannsókna og reynslu, að við
getum fengið fjölbreyttan nýjan
jurtagróður og trjágróður frá
Alaska, sem ábyggilega geta orð-
ið til mikilla nytja við nýgræðslu
og endurgræðslu á landinu.
Af þessu má sjá, að ótal verk-
efni blasa við framundan, sem
krefjast úrlausnar, og þess
vegna leggur Landgræðslusjóð-
ur út í nýja för til þess að safna
fé til uppgræðslu landsins, og
þess er vænzt, að alþjóð skílji
nauðsyn þessa merkilega máls
og vilji gjalda fósturlaun sín
með því að leggja ríflegan skerf
af mörkum í Landgræðslusjóð-
inn.
Herðum sóknina
í Reykjavík
Framsóknarmenn í Reykja-
vík! Munið það, að takmarkið
er: Pálmi Hannesson á þing.
Herðum því kosningastarfið
sem mest þessa daga, sem enn
eru eftir til kosninga. Sigurinn
vinnst, ef sóknin er nógu vel
samstillt.