Tíminn - 04.07.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 04.07.1946, Qupperneq 3
117. blað T0ll\rv, fimmtwdajgfnn 4. jtili 1946 3 Pánarminning: HANS MARTIN: Björn Jónsson bóndi á Dilksnesi í Hornafirði. Björn Jónsson bóndi og oddviti í Dilksnesi i HornafirSi, andað- ist að heimili sínu hinn 15. þessa mán., rúmlega 73 ára að aldri, fæddur 27. apríl 1873 í Hoffelli. Foreldrar hans voru Halldóra Björnsdóttir bónda á Geithell- um Antoníussonar og Jón Guð- mundsson bóndi og söðlasmiður í Hoffelli, einn hinna þriggja merku Hoffellsbræðra, sona Guðmundar Eiríkssonar bónda þar, hinir voru Eirikur, síðast bóndi í Firði í Lóni og Jón bóndi í Þinganesi. Móðir Guðmundar í Hoffelli Eiríkssonar, var Þór- unn dóttir Jóns Helgasonar sýslumanns, er að Hoffelli flutt- ist laust eftir 1750 og andaðist þar 17. sept. 1809. Hefir sama ætt setið að Hoffelli nærri tveggja alda skeið. Systkini Björns í Dilksnesi eru þau Guð- mundur bóndi í Hoffelli, Hjalti hreppstjóri í Hólum og Sigur- björg verzlunarstúlka í Reykja- vík. Bernskuheimili Bjönis — Hof- fell — var jafnan talið eitt hið mesta myndar- og gestrisnis- heimili í Hornafirði. Kona Björns í Dilksnesi var Lovísa dóttir hins mikla þjóðhaga Ey- mundar Jónssonar, sem bóndi var í Dilksnesi og konu hans, Halldóru Stefánsdóttur alþing- ismanns Eiríkssonar í Árnanesi, er var bróðir Guðmundar í Hof- felli afa Björns, voru þau hjón því þremenningar að frændsemi. Þau hjón Lovísa og Björn gift- ust 11. júlí 1896 og hefðu því átt 50 ára hjúskaparafmæli að mánuði liðnum, er andlát hans bar að. Fyrstu samvistarárin bj uggu þau hjón í Hoffelli, en fluttust að Dilksnesi um aldamót og bjuggu þar æ síðan við góðan oröstír. Börn þeirra hjóna eru sex. Búa þrjú þeirra, Halldóra Eymundur og Jón í Dilksnesi. Tvær dætur, Guðrún og Kristín eru búsettar á Höfn, en yngsti sonurinn, Höskuldur, í Hvera- gerði. Með Birni í Dilksnesi er til moldar hniginn einn af fremstu mönnum Austur-Skaftfellinga, sem á að baki mikið starf og margþætt, bæði fyrir heimili sitt, sveit sína og hérað. Björn Jónsson. Fyrir Nesjahrepp hafði hann á hendi margvísleg störf og um langan tíma. Hann sat í hrepps- nefnd um 30 ár og var oddviti nefndarinnar síðan 1923 óslitið. Var oddvitástarfið á þessum tíma umfangsmikið og sivax- andi, þar eð Hafnarkauptún var þá að myndast og í örum vexti. Nú er það orðið sérstakur hreppur með meira en 300 ibú- um. Hann var og í hafnarnefnd seinustu 10 árin og gjaldkeri hafnarsjóðs, átti sæti mjög lengi í sóknarnefnd og í stjórn Bún- aðarfélagsins Afturelding í Nesj- um, auk þess annaðist hann mörg fleiri störf í þágu sveit- unga sinna. Allt var þetta tímaírekt og krafðist mikillar umhyggju og árvekni. Að hverju starfi, sem Birni var falið vann hann af mikilli kostgæfni skyldurækni og reglu- semi. Þegar lögleitt var mat á ull og kjöti var hann skipaður matsmaður á hvoru tveggja og gegndi því til dauðadags. Um fjölda ára vann Björn að ýms- um störfum hjá verzluninni í Höfn, fyrst hjá Þórhalli Daníels- syni, en síðap 1920 hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga. Rit- hönd hans var ein hin fegursta (Framhald á 4. síOu). er að muni vekja margan á- hugalítinn íslending um þetta efni, til einhuga fylgis við málið. Fyrstur reið á vaðið, sem and- mælandi frúarinnar, Halldór Kiljan Laxness, og þeysir í Þjóðviljanum 28. marz, á stór- yrðafáki sinum, á hinum al- kunnu kostum ritsnillingsins. Næstur var Guöbrandur heið- urs-prófessor Jónsson, í Vísi 9. og 10. apríl, með glöggt og gagnlegt yfirlit og ályktanir, sem sannarlega eru þakkarverð- ar; mun þó sumum hafa fundizt sem ritgerðin hefði ekki misst gildi sitt, þó minna hefði borið á rætni og leiðinda dylgjum í henni. — Én veigamest og traustust er ritgerð dr. Páls E. Ólasonar, er birtist í Lesbók Morgunbl. 14. apríl (12. tbl.) Er þessa getið hér til hægðarauka : þeim, sem kynnast vildu um- ræddum ritgerðum, en hafa ef til vill ekki séð þær allar. II. Þótt meginhluti þeirrar hand- rita auðlegðar, sem íslending- ar eiga í Danmörku, sé geymdur í Árna-safninu, er þó geysimik- ið af íslenzkum handritum, og , það sumum þeim verðmætustu, sem geymd erú í bókhlöðu kon- ungs. — Verður þá hendi næst að athuga lítilsháttar, af hvaða orsökum handritin hafa borizt á þennan vettvang. Varla er að ræða um hand- rita útflutning til Danmerkur fyrr en i lok 16. aldar og þó ekki svo neinu nemi, fyrr en líða tekur á 17. öldina. En ætla má, að nokkur brögð hafi verið að því, allt frá þeim dögum er ritöld hófst að marki hér á landi, að handrit ýmiss konar, hafi borizt héðan frá íslandi til Noregs. Enda er það staðreynd, sem ekki þýðir að mæla í móti, að íslendingar voru gæddir meiri bókmenntaáhuga og hæfi- leikum á því sviði en hinir aðrir norðurlandabúar. Vitað er aðrir Norðurlandabúar. Vitað er um allmikið stunduð iðngrein hér á landi, einkum í klaustrun- um og á ýmsum höfðingjasetr- um, og voru handrita afskriftir arðvænleg verzlunarvara, bæði innanlands og utan. Þannig er vitað um, að íslendingar feng- ust mikið við að afrita norskar lögbækur, til sölu í Noregi. — Kunnugt er um allmörg hand- rit af Norsku-lögum, Magnúsar konungs lagabætis, sem rituð eru af íslendingum, ýmist hér heima, eða meðan þeir áttu dvöl í Noregi. Gegnir enda sama máli um íslendinga-sög- urnar og konunga-sögurnar, sem á þeim tímum áttu tölu- verð'um vinsældum að fagna i Noregi, og voru jafnvel nokkuð kunn rit, út fyrir hring hinna svonefndu ,,lærðu manna“. — (Fro.mhald á 4. siOu). SKIN OG SKÚRIR Sunnudagsmorgun — Wijdeveld er að koma úr gönguför með Janna, Sóma og Þokka. Þokki er skilinn eftir úti á enginu .... Maríanna situr við matborðið. „Pabbi,“ segir hún. „Manstu ekki eftir Hans van Aalsten?" „Jú — auðvitað man ég eftir honum. Það er eldri bróðir hennar Loets,“ svarar faðir hennar. „Hann er svo duglegur," segir Janni og smyr þykku lagi af marmilaði ofan á brauðið sitt. „Loet þykir miklu vænna um Hans en Occo.“ „Hans langar til þess að tala við þig, pabbi,“ segir Maríanna og roðnar, lítur íriður á diskinn sinn. „Ágætt,“ segir Wijdeveld, en tekur ekki eftir fumi dóttur sinnar. Þegar þau hafa matazt, kemur Maríanna inn í herbergi föður síns. . „Einu sinni spurði ég, hvað þú myndir segja, ef ég vildi giftast íátækum manni .... Það er Hans, pabbi .... “ Wijdeveld svarar ekki undir eins .... Hann sér Sjoerd fyrir sér, þegar Maríanna segir þetta .... Sjoerd — hann hefði hann kosið sér að tengdasyni öðrum fremur .... En Hans — skóla- kennari -— ekki fésýslumaöur .... Og Maríanna kennarafrú í Gouda .... Honum finnst það skrítin tilhugsun .... „Já — einmitt það,“ segir hann. „Já, Maríanna mín — ef þér rykir nógu vænt um hann. Þú veizt, að það er sá grundvöllur, sem ég vil, að börnin mín byggi hjónabönd sín á. Þetta er ungur og nýtur maður.“ „Já, pabbi ég veit það, og það er líka einmitt þess vegna, sem mér þykir vænt um hann.“ „Jæja, það er gott. Ég leggst ekki gegn ákvörðun þinni. En sennilega verður móðir þín ekki sérlega hrifin. En þú getur treyst iví, að ég fellst ekki á annað en þú eigir þann mann, sem þú velur sjálf .... Ég skal taka vel á móti Hans.“ „Þú ert svo góður, pabbi.“ Hún hleypur allt í einu upp um hálsinn á honum og kyssir hann á kinnina, hleypur síðan brott .... Wijdeveld hristir höfuðið — tekur sígarettu og horfir hugsandi út í bláinn. „Þetta kom flatt á mig, Sómi,“ segir hann í hálfum hljóð- um .... Gaston virðist gleymast fljótt ....“ * „Væri ykkur ekki kært, að ég greiddi ykkur einhverja upphæð strax?“ spyr Wijdeveld hika,ndi. Hann virðir Hans fyrir sér — þetta er viðkunnanlegur og glæsilegur maöur .... Hann heíir sagt honum frá trúlofun þeirra Maríönnu með léttum og djarf- mannlegum svip og dálítilli sjálfshæðni. „Því vildi ég' mælast undan, Wijdeveld," svarar Hans hógvær- lega. „Hvers vegna? HvaÖ finnst þér lítilsvirðandi við það?“ „Það getur verið, að svo sé ekki .... En allir félagar mínir og kunningjar .... þú skilur, hvað ég á við: Það verður sagt að ég hafi kvænzt dóttur þinni vegna peninganna ....“ „En ekki þarftu að láta það á þig bíta.“ „En það er líka gott að hafa hreina samvizku og vita, að maður hefir ekki neitt þegið að óverðskulduðu.“ „Það er þó staðreynd, að ekki verður lifað neinu glæsilífi fyrir tvö hundruð gyllini á mánuði — sízt, þegar um hjón er að ræða. Maríanna hefir verið þurftarfrek, þótt hún hafi ekki þurft aö kaupa neitt nema til sinna einkaþarfa.“ „Hvað segirðu?" Hans hvessir á hann augun. „Ég- er aðeins að segja þér staðreyndir. Að vísu er hún orðin sparsamari í seinni tíð. En hún hefii* ekki vanizt því að þurfa að láta sér nægja lítiö .... Og svo vildi ég líka gjarna, að þið gætuð séð ykkur dálítið um í heiminum áður en þið setjizt um kyrrt á heimili ykkar.“ t . „í hreinskilni sagt fellur mér það þungt að verða að taka á móti peningum. Ég vildi helzt, að við.gætum sjálf skapað fram- tíð okkar. Ég get tekið'að mér aukastörf við kennslu til að auka tekjur okkar.“ „Og látá konuna sitja eina heima á kvöldin .... e n f i n .... Hugsaðu um þetta að minnsta kosti.“ / * * Hans er dapur í bragði, þegar hann kemur til Maríönnu .... Hún sér strax, hve torkennilegur hann er á svipinn. „Hvað gengur að þér?“ „Maríanna,“ segir hann lágt. „Tekjur mínar hrökkva vist tæp-r lega fyrir fatnaði handa þér.“ „Vitleysa — hvers vegna var pabbi að segja þér þetta?“ „Hann bauðst til þess að láta okkur fá peningafúlgu strax. En ég vil helzt ekki þiggja það, því að þá héldu allir, að ég .“ Hans lýkur ekki við setninguna. Hún stappar í gólfið. „Ó — þessir peningar .... þessir bölvaðir peningar. Og hvað varðar okkur um aðra? Ég get verið sparsöm, ef ég sjálf vil. Og nú vil ég verða konan þín, og þá skal ég gera það, sem lífið krefst af mér, svo aö ég geti verið það með sæmd.“ Hún horfir á hann með þrá í augunum .... „Það er gott — auðvitað gengur okkur vel, þrátt fyrir lítil fjár- ráð, ef þér þykir í raun og veru nógu vænt um mig.“ Eitthvað svipað þessu sagði Sjoerd einu sinni við hana .... Og nú vekst efinn upp .... Fátæktin — hún er erfið fylgikona .... Lítið og íburðarlaust hús — smábær — fáir og smásálarleg- ir kunningjar .... Hana sundlar við þessa tilhugsun — og orð Gaston, hljóma fyrir eyrum hennar .... Je vous adore, M a r i a n n e, m a t o-u t e b e 11 e .... En svo nær hún aftur valdi yfir sjálfri sér .... Nei — nei — gleyma, gleyma þessu. í gær fann hún fyrst hina sönnu ham- ingju í f&Ömi Hans. Þá fannst henni eins og hún loks væri komin heim eftir langa og þreytandi ferð. Og þessa hamingju vill hún ekki láta ganga sér úr greipum vegna heímskulegs ístöðuleysis. \ * ♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Frá og með fimmtud. 4. júlí verður Símanúmer bankans 7780 í stað 1180 Lan.dsba.nk i Islands Timbur Samkvæmt símskeyti, er vér höfum í höndum, yerður tiraburkvóti frá Finnlandi v ca. 3000 standardar, og getum vér útvegað mjög' bráðlega allan leyfðan kvóta gegn innflutningsleyfum. — Maður frá okkur fer til Fínnlands í næstu viku aö velja timbrið, og er þvi nauðsyn, að menn snúi sér til. okkar hið allra fyrsta. Byggingafélagið Smiður h.f. Reykjavík. — Síml 6476. i - AÐYORUN IIM KAUP Á LEIKFÖNGUM Við rannsókn, sem ég hefi látið framkvæma á leikföng- um, svokölluðum „tindátum“ og þess háttar og á boðstól- um hafa verið í ýmsum verzlunum, hefir komið í ljós, að í þeim er „verulegt magn af blýi“, en það efni getur verið hættulegt, enda algerlega bannað, að nota það í leikföng. Fólk er því alvarlega varað við að kaupa slík leikföng, enda er nú bönnuð sala á þeim, og þeir, sem þegar hafa keypt sllk leikföng, ættu þegar í stað að taka þau úr notkun. Héraðslæknirliui í Reykjavík, 3. júlí 1946 MAGIVIJS PÉTURSSOIV. • | Verzliuiarféla^ Rorgarf jarðar li.f. Rorgarnesi tilkynnir: Kaupum þvegua og óþvegna vorull, sem aff undanförnu. Tii mála getur komiff aff sækja ullina heim, ef bflfært er á staðinn. - mrommmtíramrarammrararamratiiKiiiiiiiiiirosrara: 'gjuna ílest. skalt muna | d'ffln beit. | Verziun Ingþors w - Ol í>ar a3 koma þú \ SímJ 27. Selfossi. ag þgr er sjá UTBREIÐIÐ 1 rÍMANN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.