Tíminn - 04.07.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.07.1946, Blaðsíða 4
SkrifstofQ Framsóknarftokksms & í Edduhúsirm við Lindargötu. Sími 6066 4 itEYKJAVÍK FRAMSÖKNARMENN! Komið 1 skrifstofu Framsóknarflokksins 4. JÉLt 1946 117. blað Orðsending Ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar Sími 1980. Laugaveg 12. Eins og kunnugt er' hefi ég frá upphafi, vandað myndir mínar eins og kostur hefir verið á. Ég hefi undanfarna mánuði dvalið í Svíþjóð og Danmörku til að kynna mér nýj- ungar og nýjustu tækni í ljósmyndagerð og meðferð ljósa. Hefi nú fengið full- komnustu, nýjustu ljósatæki, sem völ er á til myndatöku (american system) end- urbætt og fullkomnað í Svíþjóð. — Með þessu skapast mér möguleikar til að taka karakteriskar studiumypdir fyrir þá er þess kynnu að óska, — þær myndatökur fara fram samkvæmt áður umsömd- um tíma. Myiidatökutími miun er frá kl. 4—0 virka daga, neuia laugardaga. Við þá, sem spurt hafa mig um hinar væntanlegu litmyndir, vil ég taka það fram, að mér gafst kostur á að sjá og kynnast þeim amerísku aðferðum sem verið var að reyna í Stokkhólmi, en engar þeirra eru svo fullkomnar að jafnast geti á við olíu- litaðar ljósmyndir, sem ég hefi framleitt síðustu áratugi. Hins vegar eru líkur til að ný tegund, áður ókunn, sem ég fékk tækifæri til að sjá, komi á markaðinn innan skamms og mun ég þá framleiða hana eins fljótt og kostur er á. Virðingarfyllst, Signrðm' Guðmuudsson. Stórstúkuþingið \erður sett í Temparahúsinu föstudaginn 5. júlf næstkomandi. Templarar safnast saman í Templarahúsinu kl. 1,30. Veröur. . i»aðan gengið í dómkirkjuna og hiýtt á messu hjá séra Jakob Jónssyni. Séra Árni Sigurðsson þjónar fyrir altari. Að messu iokinni verður þingið sett. Kjörbréf rannsökuð og stórstúku- stig veitt. Kjörbréfum og umsóknum um stig sé skilað í bóka- búð Æskunnar fyrir hádegi föstudag. \ \ Unglingaregluþingið verður sett í Templarahúsinu 4. júlí klukkan 10 fyrir hádegi. Stórgæzlumaður unglingastarfs verður til viðtals í Templafa- Jiúsinu miðvikudaginn 3. júlí kl. 6—8 e. h # Reykjavík, 2. júlí 1946. Krisliiiu Stefánsson. Jóh. Ögm. Oddsson. Hannes J. Magniisson. Minningarorð (Framhald af 3. síðu) og skýr með afbrigðum. Var frá- gangur hans á færslum í verzl- unarbækur og bréfagerð öll með óvenj ulegu snildarhandbragði, einnig eftir að hann var Æominn á efri ár. Á þeim tíma, sem Björn gegndi oddvitastörfum í Nesjahreppi, einkum á árunum 1929—1942, voru miklar umbætur gerðar í hreppnum, að nokkru fyrir til- verknað og með góðum stuðn- ingi hans. Þá hófst hin mikla nýrækt í nágrenni Hafnarkauptúns, þeg- ar 50—60 hektara land var brot- ið og fullræktað á þremur til fjórum árum um og eftir 1930. Breytti þessi framkvæmd af- komuskilyrðum kauptúnsbúa stórlega til batnaðar. Var þetta ein hin fyrsta félagsræktun í nánd við kauptún hér á landi. Veitti Björn máli þessu góðan stuðning og mikilsverðan, bæði í byrjun og síðar, enda reiddi því vel af og vonirnar um árangur- inn hafa ekki brugðizt. Þá var og hafizt handa um hafnarbætur á Hornafirði er gerður var 340 m. langur hafn- argarður, sem byrjun á hafnar- mannvirkjum. Á þessum árum var lagður sími um hreppinn þannig að nær allir bændur fengu símasamband. Miklar vegabætur voru gerðar, og var ökutækjum gert fært að flestum bæjum sveitarinnar. Hvort tveggja þetta naut stuðnings sveitarfélagsins, sem Björn átti mikinn hlut að. Seint á þessu tímabili, laust fyrir styrjöldina, á allra haganlegasta tíma, lét hreppurinn reisa barnaskóla í Höfn og hafinn var undirbún- ingur að öðrum í sveitinni. Um fjárhag hreppsins lét Björn sér mjög annt, enda voru fjárreiðurnar í góðu lagi. Hrepp- urinn bjó lengst af skuldlaust og lán sem tekin voru eða veitt ábyrgð fyrir, voru víst öll greidd við lok þessa tímabils. Björn þurfti því ekki vegna hreppsfé- lags síns að leita neinnar að- stoðar ríkisvaldsins, en þau voru mörg sveitar- og bæjarfélögin, sem það gerðu á kreppuárunum eftir 1930. Störf Björns Jónssonar í þágu almennings eru mikil og nyt- söm og það skarð, sem orðið er þar við fráfall hans stórt og vandfyllt í fámennu sveitarfé- lagi, en þess er að minnast að hann var búinn að skila því miklu dagsverki sem áfram ber góðan árangur. Á jörð sinni, Dilksnesi, gerði Björn stórfelldar og miklar um- bætur. Hann lét reisa stórt og veglegt íbúðarhús, samhliða miklum húsabótum öðrum. Hann ræktaði upp stórt tún og grasgefið, sem gefur margfaldan afrakstur við það, sem var Hann gerði um tún og annað land jarðarinnar miklar girð- ingar, og lagði langan akfæran veg heim til sín af þjóðveginum. Heimili þeira hjóna í Dilksnesi var orðlagt fyrir gestrisni, enda var þar oft margt gesta á öll- um tímum árs. Björn var mjög heimilisrækinn og lét sér alla tíð annt um heill og hagsæld fjölskyldu sinnar. Og þótt störf hans væru mörg unnin utan heimilisins, var hugurinn jafnan heima, þegar annir leyfðu. Öll þau ár, sem hann vann hjá verzluninni í Höfn, fór hann heim að kveldi, oftast fótgang- andi, hverju sem viðraði, án þess að dagur félli úr, og var þó 5—6 km. veg að sækja. Staðfesta, reglusemi og þrautseigja var honum í blóð borið, og hann vildi hvergi hopa frá settu marki. Starfshvöt og viljaþreki var hann gæddur í ríkum mæli, og að sitja auðum höndum var honum ekki tamt, enda ætlaði hann sér fáá’r orlofs- eða frí- stundir. Samvinnumaður var Björn traustur og áhugasamur og veitti kaupfélagi sínu góðan stuðning, einnig í fjárhagserfiðleikum þess eftir 1920, þegar þyngst var fyrir fæti og vonirnar um árangur voru veikastar. Hann hafði fasta trú á því, að verzlun- arhættir kaupfélaganna gætu borið mikinn árangur, meðál annars í bættum efnahag og aukinni viðskiptamenningu, og vafalaust hefir sú kynning ög reynsla, sem hann af þessari starfsemi öðlaðist, staðfest þá skoðun hans. Björn Jónsson átti lengst af því láni að fagna, að ganga hraustur að starfi, en allra síð- ustu árin fóru kraftarnir þverr- andi eins og von var um svo roskinn mann. Hann annaðist þó öll sín störf fram til hins síð- asta, með sömu reglu og um- hyggju sem fyrr, og naut til æviloka mikils og almenns trausts þeirar kynslóðar, sem hann lifði með, og notið hafði starfskrafta hans. Sveitungar, vinir og samstarfsmenn Björns í Dilknesi munu ætíð minnast hans með hlýjum og þakklátum huga. J. Vimiid ötullefiu fyrir Tímttnn. A víðavangi (Framtuild af 2. siBu) ar? Verður hún jafnmikil* og Pramsóknarflokksins 1931 og 1937? Kannske hliðrar Mbl. sér hjá því að svara því? „Ósigur heilds/llanna.“/ Þjóðviljinn segir í gær að kosningaúrslitin séu ósigur fyrir heildsalana. Það færi betur, að þetta reyndist sannmæli, en verkalýðsflokkarnir þurfa þá að taka öðrum tökum á verzlun- armálunum en hingað til. Dæmt eftir framkomu þeirra þar hing- að til, virðast kosningarnar frekar vera sigur fyrir heildsal- ana en ósigur. ttbreiðið Tíuiuim! (jannfa Sii Unnustur flugmannsins (Swing Shift Maisie) Ann Sothern, James Craig', Jean Rogers. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ‘Kjja Síi (við SUúlugötu) Saga Borgsirættariiuiar Mynd, tek'n á kvlkmynd 1919 eftir skáld iögu Gunnars Gunn- arssonar. i eikln s f dönskum og íslendcum loikurum. Sýnd kl. 6 og 9. Sala hefst kl. 11. Myndin verður ekki sýnd í .. Hafnarfirði eða annars staðar. Sala hefst kl. 11. TlMINN kemur á hvert sveitaheimili og þúsundir kaupstaðaheimila, enda gefinn út i mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. TtMINN Lindargötu 9A, simi 2323 og 2353 Sigrún á Suimuhvoli Sænsk kvikmynd. Viktor Sjöström Karin Eklund Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. „ . ÚTSVÚR 1946 Hinn 15. þe&sa mánaðar (júlí) fellur 1 eindaga allt út- svarið 1946, þeirra gjaldenda í Reykjavík, sem hafa ekki staðið að fullu skil á útsvarsgreiðslum, sem féllu í gjald- daga í marz, aþríl, maí, júní þ. á. Eftir eindaginn, 15. þ. m., verður heimilt að innheimta allt útsvarið 1946, með lögtaki, ef þörf krefur. Þetta eru gjaldendur í Reykjavík beðnir að hafa í huga. Reykjavík, 2. júli, 19)6. Borgarritarinn Sitt nr hverju liorni. (Framhald, af 2. síðu) sæma heiðursmerkjum eftir þörfum. Þar er allt öðru máli að gegna. — Venjulega eru þetta menn, sem unnið hafa landinu sæmd, eða gert því stórgreiöa, og hafa hvorki ætlazt til fé- gjafa né vilja þiggja fé, fyrir oft mikilsverða hjálp. — Þetta er oft hinum erlendu mönnum óblandin ánægja, þar sem orður frá litlu ríki eru oftast sjald- fengnar erlendis. Margir innlendir menn hafa á hinn bóginn tekið* við stáss- inu með hangandi hendi, og vilja ekkert orð á slíku hafa. — En hinir sömu hafa ekki, nema örfáir þeirra, kunnað við að endurse'nda djásnið, en fleygt krossinum í skúffu og aldrei tekið hann upp. Þetta eru oftast betri verð- leikamennirnir. Dómgreindar- lausir menn og hégómagjarnir taka öllu sliku fegins hendi. Jafnframt og að þessu væri horfið, mundi réttast að veita forseta vald til útbýtingar krossunum, sleppa alþingis- nefndinni, sem umsetin er af klíkum og kunningjum, svo hún nýtur sín aldrei. Ifugvekja um liand- ritamálih. (Framhald af 3. síðu) Kemur það allviða í ljós, við arfs-skipti að almenningur átti nokkurn bókakost (handrit) þar í landi, og svo hefir einnig verið hér. — Einnig eru til, komin frá Nöregi í söfn í Dan- mörku, handrit af Gulaþings- lögum, sem enginn vafi er á að íslendingar hafa ritað- Allmikið af íslenzkum hand- ritum barst til Danmerkur að ýmsum krókaleiðum, til að byrja með, og sumt fyrir at- beina hirðstjóranna á Bessa- stöðum. — Tróðu flest þeirra glötunarveginn inn í bókasafn Kaupmannahafnar háskóla, og fórust þar í eldsvoðanum mikla árið 1728. — Var trassaskapur- inn og skeytingarleysið um þessa íslenzku dýrgripi svo mik- ið, hjá þeim mönnum sem þeirra áttu að gæta, að viöun- andi handritaskrá, var ekki einu sinni samin, svo ekki er auðið að fá vitneskju um magn eða innihald þeirra handrita, sem fórust þar. Frh. FYLGIST MEÐ Þlð, sem 1 strjálbýllnu búið, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit Minnlst þess, að Tlrninn er ykkar málgagn og málsvarl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.