Tíminn - 06.07.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1946, Blaðsíða 2
2 TlMINN, laugardagiiw 6. jálí 1946 119. blað Kristján Friðriksson: Tillögur um nýskipan írá 1944 Fimmta þing S. 1.8. S Lauyardafiur 6. jjúlí Siðfræði íhalds- forkólfanna Breytingar þær, sem gerðar voru á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, varpa skýru ljósi yfir siðfræði og starfshætti þeirra manna, sem nú ráða mestu í flokknum. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur hafði flokksfor- ustan gert samkomulag við þann minnihluta flokksins, sem Björn Ólafsson veitir forstöðu. Samkvæmt því skyldi fulltrúi frá minnihlutanum fá öruggt sæti á lista flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar. Þetta samkomulag rauf flokksforust- an á síðustu stundu, en minni- hlutinn lét það kyrt liggja að sinni, svo að kraftar flokksins tvístruðust ekki í kosningunum. Þegar þingkosningarnar fóru í hönd, hóf minnihlutinn nýja sókn og fór þess á leit, að Björn Ólafsson fengi öruggt sæti á framboðslista flokksins hér í Reykjavík. Þessu var hafnað og hugðist þá minnihlutinn að leggja fram sérstakan lista. Flokksforústan sá þá sitt ó- vænna og bauð því Birni fimmta sætið á lista flokksins, en Bjarni Ben. skyldi taka sjötta sætið. Minnihlutinn tók þessu boði og virtist nú allt fallið i ljúfa löð, ef heilindi hefðu verið á báða bóga. Nokkru eftir að þetta sam- komulag náðist fóru þau tíðindi að kvisast um bæinn, að menn, sem væru nátengdir flokksfor- ustunni, hefðu efnt til eins kon- ar kvöldskóla á fleiri en einum stað í bænum, þar sem þægum flokksmönnum var ýmist kennt að strika út nafn Björns Ólafs- sonar á listanum eða hækka Bjarna Ben. í röðinni. Jafn snemma kepptust þeir Ólafur Thors og Bjarni Ben. við að lýsa því yfir á flokksfundum, að eng- in svik væru í tafli og myndu þeir beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir það. Aldrei kom þó nein áskorun frá þeim um þetta í flokksblöðunum, sem ekki virtist þó vanþörf á vegna þess, hve magnaður þessi orð- rómur var. Minnihlutamenn- irnir létu sér þó nægja þessar yfirlýsingar þeirra Ólafs og Bjarna og gerðu ekki neinar gagnráðstafanir, sem þeir höfðu þó fullt bolmagn til. Þegar svo kom að því, að at- kvæðin voru talin, reyndist orð- rómurinn um hinar skipulögðu útstrikanir meira en réttur. Hátt á annað þúsund af kjósendum Sjálfstæðisflokksins höfðu strik- að Björn Ólafsson út eða fært hann niður með öðru móti. Björn hrapaði því niður í sjötta sæti, en Bjarni færðist upp í fimmta sætið og náði þar með þingsætinu, en samið hafði ver- ið um, að Björn fengi. Þótt Björn hafi nokkrar óvinsældir, er bersýnilegt, að útstrikanirnar hefðu aldrei orðið jafn stórkost- legar, nema um þrautskipulagð- an undirbúning væri að ræða. Frá sjónarmiði frjálslyndra manna er engin ástæða til að harma það, þótt Björn félli út úr þinginu og Bjarni tæki sæti hans. Þótt þá greini nokkuð á um afstöðu til stjórnarinnar, er Björn sízt líklegri til að styðja að nýskipan verzlunarmálanna og skattamálanna, sem nú eru mest aðkallandi nauðsynjamál- in. En aðferðin sem höfð er, til áð koma honum út úr þing- Framhald. Nú bið ég þá, sem þetta lesa, að bera þessar áætlanir saman við þann skipulagslausa og æðis- gengna óskapnað, sem stjórnar- flokkarnir hafa steypt þjóðinni út í og getur ekki leitt til ann- ars en ófarnaðar. Það er það, sem ég hér með leyfi mér að gefa nafnið: Nýsköpun óstjórn- arinnar. Hér kemur orðréttur kafli úr bæklingnum: „Aðal úrlausnarefni. Til þess að komizt verði hjá því, að öngþveiti skapist — og til að bjarga hag þjóðarinnar, þarf óhjákvæmilega ákveðnar að- gerðir, stjórnmálalegs eðlis. Mætti e. t. v. setja þessi við- fangsefni fram í eftirfarandi sex atriðum. Það þarf: 1. Að færa verðlagið innan- lands til samræmis við það, sem gerist með viðskiptaþjóðunum. 2. Að koma rekstri atvinnu- veganna sem mest í samkeppn- ishæft horf. 3. Að fyrirbyggja fjölda-at- vinnuleysi, a) með því að tryggja aðstöðu þeirra fyrir- tækja, sem nú hafa heilbrigðan atvinnurekstur í landinu (m. a. með því að finna rétt neyzlustig (lífsstandard)), b) með því að koma á nýsköpun í atvinnulíf- inu. 4. Það þarf að skapa skilyrði fyrir vexti og viðgangi öflugrar millistéttar og gera sem flesta dugandi menn að beinum þátt- takendum í framleiðslunni. 5. Það þarf að skapa visst ör- yggi fyrir stórauðmagn ein- staklinga, en marka því jafn- framt svið innan þjóðarbúskap- arins. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir fjárflótta, og nýta þannig mátt stórauðmagnsins til hagsbóta fyrir þjóðina. 6. Koma heildarskipulagi á framleiðslu og neyzlu — nokkru víðtækari en þegar er fyrir hendi — einkum að því er snertir nýtingu erlendra mark- aða.“ í áætlun okkar gerðum við inu, er hins vegar jafn fordæm- anleg. Til þess að koma í veg fyrir klofning, gerir flokksfor- ustan við hann samning um að láta hann hafa öruggt þingsæti, en næstum áður en blekið er þornað, sem samningurinn er skrifaður með, hefst hún handa um að svíkja hann og það á þann hátt, sem er mest álits- spillandi og niðurlægjandi fyrir hinn samningsaðilann. Þegar forustumenn Sjálf- stæðisflokksins halda þannig samninga við þá menn innan flokksins, sem þeim er í nöp við, er næsta auðvelt að ímynda sér, hvernig þeir halda samninga við andstæðingana, ef ekki er hægt að ganga nógu tryggilega frá þeim. Þess er líka skemmst að minnast, að tveim ráðherr- um Sjálfstæðisflokksins blöskr- aði það ekki neitt vorið 1942 að rjúfa drengskaparheit um frestun kjördæmamálsins, þeg- ar aukin fríðindi fyrir þá sjálfa og flokk þeirra voru í boði. Það hefir skaðlegri áhrif fyrir stjórnmál landsins en flestir gera sér ljóst, að hæstu forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins skuli lifa eftir þessari siðfræði, sem fram- annefndir atburðir lýsa. En fyrr eða síðar mun það koma þeim í koll og það er því betra fyrir þjóðina sem það verður fyrr. ráð fyrir, að þegar þörf krefði, þ. e. í lok stríðsástandsins, yrði nauðsynlegt að færa niður dýr- tiðina. Hugsuðum við okkur, Æð það yrði gert með því blátt á- fram — eins og gert hefir verið hjá öðrum þjóðum, að færa nið- ur hina útborguðu vísitölu þannig, að tekin yrðu nokkur þrep niður á við jafnframt því| sem lækkað yrði verð á inn- lendri framleiðslu. Þetta kæmi að vísu hálf illa við launþega í bili, en hver er sá, sem ekki vill heldur þola smávægileg óþæg- indi um stuttan tíma heldur en að þjóð hans komist á vonar- völ um langa framtíð? En ef svo fer, að markaðirn- ir fyrir útflutningsvörurnar krefjast mjög mikillar niður- færslu dýrtíðarinnar, þá verð- ur einhver ofurlítil gengisfell- ing óumflýjanleg. Annars eru gengismálin svo flókin og umfangsmikil, að ég sé mér ekki fært að ræða þau nema í sérstakri grein — en vil aðeins skjóta því hér inn í, að það er sannfæring mín, að ef fylgt verður áfram núverandi stjórnarstefnu, þá leiðir það til fullkomins gengishruns, sem er allt annað heldur en hófleg gengisfelling, sem gerð yrði í sambandi við aðrar dýrtíðarráð- stafanir og jafnframt þeim. Fjáröflun til nýsköpunar. Eftir minni tillögu átti hóf- leg gengisfelling að fara fram strax meðan til voru erlendar innstæður í stórum stíl. Við 15% gengisstýfingu mundi hafa myndazt gróði hjá bönk- unum sem nema mundi 60 miljónum króna, miðað við að innstæðurnar voru þá 400 milj. Ég hafði satt að segja áður bú- ist við, að óhjákvæmilegt yrði að fella gengið meira, en vegna verðhækkana erlendis og vegna þess að sterlingspundið er raun- verulega fallið gagnvart dollar, reynist sennilega óþarft að fella gengi íslenzku krónunnar nema lítið — og vitanlega væri bezt að sú gengisfelling yrði sem minnst. Hinar sextíu miljónir, sem þannig yrðu eign íslenzka ríkis- ins án skuldasöfnunar og án beinnar skattlagningar á þá, sem ættu peninga (þeir græddu óbeinlínis meira á niðurfærslu dýrtíðarvísitölunnar heldur en sem næmi gengisfellingunni — og fengju því að vissu leyti hækkað peningaverð). Allt þetta fé skyldi renna i framkvæmdasjóð ríkisins og skyldi það notað til nauðsyn- legra framkvæmda í landinu á næstu árum. Af því yrði mestur hlutinn notaður til sérstakrar nýsköpunar í atvinnulífinu eða til að mynda það, sem við nefn- um hlutarstöður. Annað færi í hafnargerðir, rafveitur um sveitir, e. t. v. áburðarverksmiðju o. s. frv. Skal nú hér gerð nánari grein fyrir þeim rökum, sem að því hníga, að nýskipun í atvinnu- lífínu sé nauðsynleg, og hvernig hún yrði byggð upp. Enda þótt búið væri að sam- ræma innlent verðlag við erlent — mundi fljótt eftir lok stríð- ástandsins (þ. e. hungursneyð- ina á meginlandinu) sækja hér í svipað horf um atvinnuleysi og var á árunum frá 1930—1939. Þá mun hafa verið hér að jafn- aði 1000-—2500 manns atvinnu- laust mestan hluta ársins (8—9 mánuði eða meir). Við lítum því svo á,’að nauð- syn beri til að fram fari nýskip- un atvinnulífsins, sem nemur að minnsta kosti fullkomnum ársstörfum fyrir um 2000 manns. Eftir lauslega athugun virðist okkur eðlilegt, að um helming- ur þessarar nýsköpunar fari fram í sjávarútvegi, einn fjórði mannaflans hyrfi til landbúnað- ar og einn fjórði til iðnaðar — einkum þess iðnaðar, sem stydd- ist við sjávarútveginn. Samvinnureknar ríkiseignir. Nýskipun þessi í atvinnulíf- inu leggjum við til að yrði skipu- lögð með alveg sérstökum hætti. Ríkið kæmi upp atvinnutækj- um og ætti þau, en leigði þau út gegn lágu hundraðsgjaldi beint til einstáklinga, sem svo hefðu félög með sér um rekstur þeirra. Yrði allur slíkur rekstur framkvæmdur • með því skipu- lagi, sem við höfum nefnt hlutaaðstöðufyrirkomulag og skal það nú skýrt hér í einstök- um atriðum. Eftir að ríkið hefir tekið þá ákvörðun, að komið sé upp sam- vinnureknum ríkiseignum til aukningar sjávarútveginum, þá lætur það fara fram rannsókn á því, hvaða stærð og gerð skipa sé hentugust og hvaða stærðir og gerðir falli bezt inn i þann flota, sem fyrir er. Að fengnum niðurstöðum um þessi efni, gerum við ráð fyrir að ráðlegt þyki að kaupa t. d. 10 togara og 30 vélskip, 60—80 smálesta. — Skyldi þetta gert ’smátt og smátt eftir því, sem sýndi sig að þörfin krefði. Setjum svo, að þannig stæði á, að fyrir lægi að greina fjögur 70 smál. skip í hlutarstöður og mynda um þau tilsvarandi fé- lög. Hlutarstöðufélag er þá mynd- að þannig, að þrír eöa fimm menn taka sig saman um félags- stofnun og velja skipstjóraefni. Þessir menn fara nú til þess ráðherra eða þeirrar nefndar, sem sér uffi hinar samvinnu- reknu ríkiseignir (samvinnu- málaráðuneytisins) og sækja Framhald. Árni Magnússon var barnlaus, sem kunnugt er, og er hann lagðist banaleguna, um jólaleyt- ið 1729, hafði hann engar form- legar ráðstafanir gert í sam- bandi við eignir sínar, sem eink- um voru hið stórkostlega og verðmæta handritasafn hans og einnig mikið og fágætt bóka- safn. Drógst svo hjá Árna, að gera arfleiðsluskrá sína, meðan tími var til og loks 6. jan. 1730, daginn áður en hann andaðist, sömdu þeir Barthólín (yngri) og ágætismaðurinn Hans Gram, arfleiðsluskrá hans, þá sem enn er látin halda gildi. Var Árni þá svo langt leiddur að hann mun vart hafa vitað hvað var að ger- ast og svo máttfarinn að hann gat naumlega ritað nafn sitt undir plaggið. — Má nærri geta hversu haldgott gildi slík arf- leiðsluskrá hefir, og auk þess er frumritið fyrir löngu glatað. — Þó Jón Grunnvíkingur vitni það, að arfleiðsluskráin sé mjög í þeim anda, er Árni sjálfur Fimmta þing S.Í.B.S. var hald- að að Reykjalundi í Mosfells- sveit dagana 22. og 23. júní. Þingið sátu 46 fulltrúar frá 6 sambandsfélögum, auk mið- stjórnar og gesta. Forseti þings- ins var kosinn Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri. Á þinginu voru fluttar skýrsl- ur miðstjórnar vinnuheimilis- stjórnar og yfirlæknis heimilis- ins. Síöustu tvö árin, 1944 og 1945 hafa verið sérstaklega viðburða- rík og merkileg í sögu sam- bandsins. Á þessum tveim árum hafa stórir hlutir gprzt. Nokkru eftir að síðasta þing var liáð, í júlí 1944, var vinna hafin við vinnuheimilið. Nú eru komin þarna upp 11 íbúðarhús handa vistmönnum, auk læknisíbúðar og ibúðar handa starfsfólki. Vinna ef nýlega hafin við aðal- bygginguna, sem verður mikið hús. Búið er að fjarlægja her- mannaskála, sem stóðu á land inu, þá, sem ekki eru í notkun, en eins og kunnugt er, eru allmarg- ir skálar ennþá notaðir við rekstur hfjimilisins, fyrir smíða- stofur, eldhús, mötuneyti o. fl. Landið hefir nú verið sléttað að mestu og verður sáð í það á næstunni. Á þinginu fór fram kosning miðstjórnar til næstu tveggja ára. Kosningu hlutu þessir menn: Maríus Helgason, forseti. Ólafur Björnsson, gjaldkeri. Þorleifur Eggertsson, ritari. Þórður Beneidiktsson, varafor- seti, Oddur Ólafsson, Ásberg Jóhannesson og Björn Guð- mundsson meðstjórnendur. Til vara: Daníel Sumarliða- son, Jónas Þorbergsson, Stefán Kristmundsson, Jóhann Kúld. um, að fá sig viðurkennda sem hinn fyrsta félagskjarna, sem mynda megi hlutarstöðufélag um eitthvert þessara skipa. Nefndin fær margar slíkar um- sóknir og velur síðan úr — eftir að hafa fengið upplýsingar um mennina — þá hópana, sem henni virðast líklegastir til góðs. Setjum svo, að Jón Jónsson og félagar hans fái sig sam- þykkta, sem félagskjarna á vildi, má vel vera að nánari á- kvæði hefðu verið þar um eitt og annað, ef Árni hefði sjálfur gengið frá henni- — En gott var að safninu var ekki dreift í all- ar áttir eins og óhjákvæmilega hefði orðið, ef það hefði verið selt á uppboði. Einnig sömdu þeir Barthólín og Gram stofnskrá Árnasafns- ins, sem hlaut þó ekki konung- lega staðfestingu fyrr en 18. jan. 1760, að hinn ágætasti vin- ur íslendinga á konungsstóli Danmerkur, Friðrik 5. undirrit- aði hana, og var hún svo endur- samþykkt 24. sept. 1772, af Kristjáni konungi 7. En prent- uð var hún á kostnað safnsins árið 1813. í stofnskránni, er skýrt og skilmerkilega tekið fram, að styrkþegar sjóðsins (legatsins) skuli einungis vera íslendingar. Er og af fleira auðséð, að menn velviljaðir íslendingum hafa farið þar höndum um. — Þó hefir verið brugðið út af þessu fyrirmæli, og mun það því í vinnuheimilisstjórn var kos- inn Árni Einarsson. Til vara: Helgi' Steingrímsson. — Meðal ályktana, sem þingið afgreiddi, voru þessar: „Unnið skal að því, að við og við verði flutt í ríkisútvarpið á vegum sambandsins, fræðslu- erindi um berklaveiki og berkla- varnir.“ s, „Fimmta þing S.Í.B.S., haldiö að Reykjalundi dagana 22. og 23. júní 1946, lýsir gleði sinni yfir þeim árangri, sem náðst hefir á tveim síðustu árum í því að hrinda fram áhugamálum og verkefnum berklavarnarsam- takanna. Jafnframt vottar þingið Al- þingi, ríkisstjórn, íélagsheild- um, einstökum styrktarmönn- um og þjóðinni allri hjartfólgn- ar þakkir sínar fyrir skilning þann, sem samtökin hafa átt að mæta, og styrk allan veittan með ráðum og dáð, og væntir þess að mega framvegis njóta sömu góðvildar og rausnar frá hendi ráðamanna og almenn- ings, — unz hrundið hefir verið fram þeim velferðarmálum, er samtökin hafa með höndum fyr- ir land og lýð.“ í þinglok var borin fram svo- hljóðandi tillaga til þingsálykt- unar og samþykkt einróma: „Fimmta þing S.Í.B.S., háð að Reykjalundi dagana 22. og 23. júní 1946, ályktar að skora á ríkisstjórn hins islenzka lýð- veldis að hlutast til um að rík- isstjórn Bandaríkja Norður- Ameríku efni loforð sitt um brottflutning herliðs sins af ís- landi og tregðist ekki stundinni lengur um efndir.“ Ennfremur skorar þing S.Í.B.S. á rikisstjíirn hins íslenzka lýð- veldis að neita afdrattarlaust öllum tilmælum erlendra ríkja um landvist eða landsréttindi fyrir herlið, hvort sem það er vopnað eða eigi.“ Mikill áhugi ríkti meðal þing- fulltrúa fyrir að efla samtökin í framtíðinni. Þingið vottaði fráfarandi miðstjórn og öðrum starfsmönnum sambaxrdsins traust sitt og þakkir íyrir fórn- fúst og árangursríkt starf á und- anförnum árum. Þinginu var slitið kl. 22,00 á sunnudag. fremur vera „penna“ en prent- villa, þegar próf. Guðbr. Jóns- son segir í hinni ágætu Vísis- grein 10. apríl, að styrkþegar Árnasafnsins, hafi „allir verið íslendingar'1. — Því ein undan- tekning er frá þessari reglu, sem sé: Werlauff (norskætt- aður) siðar prófessor og allra manna lengst viðriðinn Árna Magnússonar stofnunina, eöa frá 1812—68, og þó raunar til dauðadags 1871, og í 30 ár um- sjónarmaður hennar. Er ekki ólíklegt, að Danir hafi ætlað með þessu að skapa fordæmi. En þar sem ekki er vitað um nein mótmæli af hálfu íslend- inga, í þessu sambandi, má ætla að heiðarlegir Danir, hafi komið i veg fyrir að um endurtekið brot á þessum líð reglugerðar- innar væri að ræða. — Enda hefir það ekki orðið síðan. IV. Því. hefir þráfaldlega verið haldið fram, og svo oft verlð endurtekið, að ekki er fjærri því að ýmsir góðir íslendingar, séu fanxir að trúa því, að við stönd- um ekki í mikilli þakkarskuld við Dani, fyrir að þeir skyldu taka að sér að „varðveita og geyma" hin forn íslenzku hand- rit- (Því sern þeir hafa ekki glatað, fyrir óhöpp eða hand- vömm). — Og þá einnig þeim (Framhald á 4. síOu). S. K. Steiudors: Hugvekja um handritamáBið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.